Lögberg - 12.11.1936, Page 3

Lögberg - 12.11.1936, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NóVEMBER, 1936 3 Dani, sem þóttist eiga höfn á Islandi og liafa íslenzka veiðimenn i Grænlandi. Þegar það mál var á dagskrá að flytja nokkra Eskimóa til Scoresby- sunds, reis upp danski verkfræð- ingurinn A. W. Wilkenfeldt og til- kynti opinberlega, að það væri ó- j>arfi að deila um þetta, því að ekki væri hægt að stofna Eskimóaný- lendu þarna. Hann kvaðst hafa helgað sér fjörðinn árið 1919 og siðan haft þar íslenzka veiðimenn til þess að nota náttúruauðæfi lands- ins, og hefði hann fengið til þess nokkurn fjárstyrk frá Noregi. Hann kom fram með þessa yfir- lýsingu á opinberum fundi, sem haldinn var um nýlendustofnun í Scoresbysundi, og hann gaf upplýs- ingar um ýmislegt, sem enginn hafði haft hugmynd um áður, meðal ann- ars það, að hann hefði fyrir löngu bygt ýmissar veiðistöðvar í Scores- bysundi og hefði látið skip sigla þangað árlega til þess að skifta um veiðimenn og flytja heim veiðiskap þeirra. Hann sagði enn fremur, að veiði væri þar svo mikil, að hann ætlaði nú að færa út kvíarnar og stofna hlutafélag til þess að auka rekstur- inn þar, því að sjálfan skorti hann nægilegt rekstrarfé, enda þótt hann hefði stórgrætt á þessu á hverju ári. Allir voru undrandi út af því að slíkar framkvæmdir skyldi vera hægt að reka í Scoresbysundi, og láta skip sigla þangað árlega, án þess að yfirvöldin, sem áttu að vaka yfir einangrun Grænlands, hefði hug-j mynd um það. En þegar yfirvöld in fengu að heyra þetta, að danskur maður hefði byrjað slíka starfsemi, þrátt fyrir boð og bann, og látið skip sigla árlega til hins lokaða lands, var leitað nákvæmra upplýs- inga um þetta á Islandi, því að þar þóttist W]ilkenjfeldt diga höfn og stöð, og þaðan sigldi skip sitt tvisvar á sumri norður til Scoresbysunds og kæmi jafnan fullhlaðið af söltuðum laxi, selskinnum, lýsi og tófuskinn- um. Væri þessum vörum fyrst skip- að upp í íslenzku höfninni og verk- aðar þar á stöðinni. Þrátt fyrir eftirgrenslanir stjórn- arinnar var ekki hægt að hafa uppi á höfninni, og enginn maður hafði heyrt getið um stöð, þar sem græn- lenzkar vörur væri verkaðar. Ekki var heldur hægt að hafa upp á einum einasta manni, sem hafði siglt á skip- inu til Grænlands eða stundað þar veiðar. En Wilkenfeldt hafði skýr- inguna á reiðum höndum: höfnin væri lítil og óþekt og allirr menn sínir væri bundnir þagnarheiti. Það mátti nú segja, að það var hepni fyrir framkvæmdasaman mann, að komast yfir óþekta höfn á Islandi, þar sem menn höfðu áður haldið, að öll strandlengjan hefði verið mæld. Og hvílikur framúr- skarandi húsbóndi hlaut Wilkenfeldt að vera, er allir starfsmenn hans voru honum svo trúir, að enginn hafði einu sinni hvíslað því að konu sinni, hjá hverjum þau fengi hið daglega brauð! Um hlutafélagið virtist og eitt- hvað vera á huldu, því að sumir þeirra, sem skrifuðu undir áskorun- ina um stofnun hlutafélagsins og aukið rekstrarfé, virtust ekki vita það almennilega hvað þeir voru komnir út í, og einn hafði ekki hug- mynd um það, að nafn hans stóð undir áskoruninni. Wilkenfeldt hafði lagt fram fyrir innanríkisráðherrann og yfirvöldin reikninga um starfsemi sina í Scoresbysundi, og «ýndu þeir mik- inn gróða. S'amt sem áður höfðu menn ekki mikla trú á fyrirtækinu. Ejársöfnun til hlutafélagsins gekk ekki eins vel og búist hafði verið við. Þú sneri Wilkenfeldt við blað- inu og tilkynti yfirvöldunum, að hann væri fús að selja danska ríkinu stöðvar sínar í Scoresbysundi. En ef ríkið vildi ekki ganga að því, mundi liann selja þær Norðmönnum, því að margir efnamenn í Noregi vildu einmitt nú kaupa þessa velút- búnu veiðistöð, er gæfi svo góðan arð. Dönsku yfirvöldin gengu þó ekki að hinu góða tilboði, og það var heppilegt, því >að það kom upp úr kafinu seinna, að fyrirtæki Wilken- feldts i Scoresbysundi var ekki ann- að en uppspuni, að hann átti hvorki stöð þar né á íslandi, að hann hafði aldrei sent veiðimenn til Grænlands, og siglingar hans til Scoresbysunds höfðu aldrei átt sér stað. Hið eina sanna, sem menn komust að í þessu máli var það, að hann hafði einu sinni verið í sambandi við “Austur- grænlenska félagið,” og að hann hafði verið í Ameríku og lært þar sitt af hverju. Hið eina, sem Wilkenfeldt hafði til brunns að bera, var hin tak- markalausa frekja bans, nokkrir reikningar, sem virtust geta verið réttir, þótt ágóðinn þætti furðu mik- ill, og svo kort af firðinum. Það hefir hann keypt í einhverri búð og teiknað inn á það hinar ímynduðu veiðistöðvar sínar, hinar laxauðgu ár, sem hvergi eru til, siglingaleið- ina og nokkrar dýptarmælingar. Þetta átti að slá ryki í augu manna. Margir trúðu honum líka og glödd- ust eða undruðust út af hinni ágætu dönsku framtakssemi. Skyndilega varð hljótt um Wilk- enfeldt, en ennþá undrar menn það, hvað hann hefir ætlað sér að græða á hinum furðulegu og ósönnu stað- hæfingum sínum. Að dæma eftir því, hvernig hann reyndi að gera þær sennilegar, hlýtur hann að hafa verið of gáfaður til þess að ætla, að hann gæti selt dönsku stjórninni “Scoresbysunds-stöðina” án þess að málið væri rækilega rannsakað. — (Úr “De Östgrönlandske Eski- moers Historie.”)—Lesb. Mbl. Islenzk kona í Júgó- slavíu segir frá þjóð- háttum þar 1 Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu á heima íslenzk kona, Lilly Pavlo- vitch. Hún er systurdóttir Þuríðar Sigurðardóttur forstöðukonu barna- heimilisins “Vorblómið” hér í Reykjavík. Lilly er gift serbnesk- um manni, sem er starfsmaður í stjórnarráðinu í Belgrad, en verður sennilega sendur bráðum til Norð- urlanda sem viðskiftafulltrúi stjórn- arinnar. Frú Lilly hefir gert sér far um það, að kynnast serbnesku þjóðinni sem bezt, en hún segir að torvelt sé að læra málið og þau hjónin tali alt af frönsku sín á milli. Þó þekkir hún kjör og lifnaðarháttu fólksins í Júgóslaviu og lýsir hún því svo: —Ríkið er ungt. Það er skamt síðan að það var myndað úr mörgum þjóðflokkum. ' Lndbúnaður er aðal atvinnuvegurinn. Þar eru því flest- ir bændur, og þeir lifa ákaflega sparlega og neita sér svo að segja um alt. Þess er því ekki að vænta að þar sé mikil æðri menning, að minsta kosti meðal kvenþjóðarinn- ar. En í borgunum lesa konur bæði lögfræði og læknisfræði. Og það er alls ekki sjaldgæft að hitta konur sem eru doktorar í lögum eða heim- speki. Þetta á sína rót að rekja til þess, að hér í landi mega stúlkur ekki lifa eins og þær lystir. Þær mega aldrei fara í bíó eða í kaffi- hús nema með foreldrum sinum. þær verða að sitja heima, og þess vegna nota þær tímann til að lesa fræðigreinar. En giftar konur eru ágætar húsmæður. Og þær eru snillingar í höndunum. Heimilis- iðnaður í Júgóslavíu hefir á sér svo mikið listarbragð og er svo fagur, að frægt er um alla álfuna. Áður fyr gáfu ungar stúlkur lík- amsæfingum og íþróttum lítinn gaum. Fyrir svo sem tveimur árum kom það varla fyrir að rnaður sæi stúlku á skiðum. En í fyrra hækk- aði sala á skíðabúningum kvenna snögglega um 2—300%. Og nú eru stúlkurnar líka farnar að synda í Dóná. Þegar maður kemur svo sem 30 —40 km. út fyrir Belgrad, verðrur manni starsýnt á það hvað fólkið er fastheldið við forna siði og venjur. Komi maður á samkomu, þá fær maður að sjá unga fólkið dansa þjóðdansa. Þeir eru kallaðir “Kolo.” Undir er leikið á langspil og er það mjög tilbreytingalítill hljóðfæraslátt- ur. En það er sjón að sjá fólkið í hinum marglitu og margbreyttu þjóðbúningum sínum. Búningar Ef þér hafið GIGTVEIKI klippið úr þenna miða. '5c askja ókeypis fyrir hvern, sem þjáist. í Syracuse í New York hefir veritS fundið upp meðal, sem hundruð nianna segja að "beri ákjósanlegan árangur.” Um mörg tilfelli er getið, þar sem meðal Þetta hefir veitt skjótan bata. pað stuðlar að þvl að visa á dyr ýms- um óhreinum efnum, er hindra eðlilegar og ómissandi verkanir lifrarinnar, eins og þær eiga að vera, ef alt er með feldu, auk þess sem það nemur á brott sýru- sölt ýms, er of mikið hefir safnast fyrir af. Br þetta jafnframt mikilvirkt nýrna- meðal. Meðal þetta fann Mr. Delano upp, og reyndist það svo vel, að sonur hans setti upp skrifstofu í Canada, til þess að út- l)reiða það, og vill hann að canadiskt fólk, sem Þjáist af gigrt, fái sér 75c kassa til þess að ganga úr skugga um kosti meðalsins. Mr. Delano segir: “Til þess að lina gigt, hvað þrálát, sem hún hefir verið, ráðlegg eg sjúklingum, ef þeir hafa elcki áður gert það, að fá sér 75c kassa af meðalinu, sem eg sendi til reynslu, sé þessi auglýsing klipt tir blaðinu og póstuð með nafni yðar og heimilisfangi. pér getið sent lOc I fri- merkjum til þess að standa straum af útsendingarkostnaði. Skrifið F. H. Delano 1814-R Mutual Life Bldg. 455 Craig St., W. Montreai. Canada. Kg sendi aðeins einn pakka til hvers einstaklings. FKEE DELANO’S RHEUMATIC CONQUEROR þessir segja til um efni og ástæður manna. Ef einhver ungur sveinn vill komast að 'því hver stúlkan muni vera ríkust, þá er það fljótséð. Það er sú, sem skreytir sig með flestum gömlum peningum um ennið og barminn. Þegar nær dregur Tyrk- landi, í þau héruð, sem lengst voru undirokuð, verða þjóðbúningarnir ekki jafn skrautlegir né jafn mikið í þá borið. Það er afleiðing kúg- unarinnar. Þjóðin er hraust. Það ber hvergi á úrkynjun. Sennilega stafar það af því hvað strangar reglur eru um það, að ættingjar megi ekki giftast. Það nær svo langt, að fjórmenning- ar mega ekki ganga í hjónaband — já, jafnvel svo, að börn svaramanna og brúðhjóna mega ekki giftast, enda þótt enginn skyldleiki sé þar á milli. Hér er margt ódýrt. Hvað mund- uð þið segja um það á íslandi að fá kólígram af tómötum fyrir 5 aura og kílógram af beztu vínberjum fyrir 20 aura?—Lesb. Mbl. tækifæri voru.þessi fullfögru og ó-. I gleymanlegu orð Páls jxistula: “Eg liefi barist góðri baráttu, fullkomnað hlaupið, haldið trúnni. Að öðru leyti er handa mér afsíðis lögð kóróna réttlætisins, sem Drottinn sá hinn réttláti dómari mun gefa mér á þeim (ákveðna) degi, en ekki ein- ungis mér, heldur og öllum, sem þráð hafa tilkomu hans.” Voru þar heimfærð upp á æfiferil þessarar á- gætu myndarkonu og ugglaust áttu þau vel við. Sigurkórónu dýra mun hún bera til eilífðar. Sannaðist á henni þessi hending skáldsins enska : “The bravest are tbe tenderest; The loving are the daring.” # # * Frú Nordal var fædd 15. april 1843 á Kringlu á Ásum i Húna- ■ vatnssýslu á íslandi. Faðir hennar j hét Ólafur Helgason og var bróður- sonur Björns eldra Olsens á Þing- eyrum. Segja kunnugir að henni liafi kipt mjög í það kyn. Móðir hennar yar Margrét Tómásdóttir frá Brún i Svartárdal. j Fyrir rúmum 68 árum giftist hún :Ólafi sál. Nordal. Þessi ágætis- maður var fæddur í Tungunesi í | Húnavatnssýslu 20. okt. 1840 og lézt á heimili sínu í Selkirk 7. okt. 1928. Hann var föðurbróðir ein- bvers hins mesta mentamanns, sem nú er uppi á Islandi, Dr. Sigurðar Nordals í Reykjavík. j ' Um firntán ára skeið bjuggu þau hjón í grend við æskustöðvar sínar á íslandi. Vestur um haf fluttust þau árið 1883; dvöldust fyrsta árið í Winnipeg og Nýja íslandi, en 1 færðu eftir það bústað sinn til Scl- kirk og bjuggu þar í 44 ár, eða þangað til að leiðirnar skildu með þeim um hríð fyrir rúmum átta ár- um. Börn hennar voru þrjú að tölu, Guðmundur, dáinn; Margrét gift canadiskum manni af enskum ætt- um (Thomas Priest) og búsett í Regina, Sask., og Mrs. Björg Krist- jánsson, sem á heima í Selkirk. Einnig átti hún systurdóttur í þess- um bæ, Mrs. Guðrúnu Davíðsson að nafni. Afkomendur þessarar mætu Margarét 0. Nordal Þann 17. oktber siðastliðinn lézt á heimili sínu í Selkirk-bæ frú Mar- grét Ólafsdóttir Nordal, níutíu og þri&gja ara. sex mánaða og tveggja daga að aldri. Útför hennar fcr fram þann 21. sama mánaðar að við- stöddu fjölmenni. Séra Carl J. Olson, sem nú þjónar Selkirksöfn- uði, jarðsöng hana og talaði við það tækifæri bæði á íslenzku og ensku. Sennilega munu þeir vera fáir af fjöldanum, sem nú svona hárri elli. En, að því er snertir þessa fram- liðnu merkiskonu gildir það miklu meira, að hægt er að segja um hana með sanni, að hún hafi ekki eimmgis lifað lengi, heldur lika eiiik'ir vel. Það var sterklega á meðvitund allra sem kveðjuathöfnina sóttu að þeir væri að fylgja til moldar einhverri mestu kvenhetjunni sern uppi heíir verið hjá þjóðarbrotinu íslenzka hér á vesturvegum, og jafnvel þó viðar væri leitað. Hún var ástrík, við- kvæm i lund, mannúðarleg, gestris- in, guðelskandi og Vinslæl i hví- vetna; en auk allra þessara kosta, á- samt góðum gáfum, bjó í henni dug- ur og dáð, þol og þrek, hugrekki og kjarkur, sem gjörði henni mögulegt að sigrast á öllum örðugleikum og torfærum frumbýlingsáranna. Pré- dikunartexti prestsins við þetta konu eru tuttugu og átta. Af þeim eru sextán barnabörn og tiu barna- barnabörn. I þessum væna hópi er gáfað fólk með ágætri mentun, þó eigi verði nefnd hér nema þau syst- kinin próf, O. T. Anderson, kenslu- stjóri við Wesley College í Winni- peg, Margaret Anderson, kenslu- kiona vjið miðskóla Selkirk-bæjar, May Anderson, sem fyrrum var kennari við Jóns Bjarnasonar skóla en nú gift Jóni Sigurjónsson í Chi- cago, Anna Anderson, hjúkrunar- kona í Selkirk, Sigríður Kristjáns- son, hjúkrunarkona í Chicago, Har- aldur Anderson umboðsmaður Sam- bandsstjórnarinnar og búsettur í Yorkton, Sask., og Björg Krist- jánsson, sem var heima hjá móður sinni. Oftar en einu sinni tóku Nordals hjónin að sér snauð börn til forsjár. Og á fyrri árum íslenzka mannfé- lagsins í Selkirk er ekki ofmælt, að hús þeirra hafi reynst mörgum sann- nefnt foreldrahús. Það var ávalt opið öllum vegfarendum. ' Á frum- býlingsárunum voru kennimenn tíð- ir gestir á heimili þeirra og ávalt voru þeir hjartanlega velkomnir; reyndar var það tilfellið alt til enda. Föst, íslenzk mannfélagsmyndun í Selkirk hófst með búsetu Ólafs S. Nordals og konu hans í þessum bæ. Veglyndi þeirra hjna var ávalt við- brugðið og, til æfiloka lögðu þau fram mjög drjúgan skerf til allra félagsmála. Reyndust þau hér sannarlegt Gíbraltar-bjarg í baráttu kristindómsmálanna, og voru ávalt reiðubúin og jafnvel mjög gjörn á að bera þyngri enda þeirra byrða, sem að þau mikilvægu velferðarmál óumflýjanlega leggja þeim öllum á herðar, sem áhugann fyrir þeim eiga. Frii Nordal var ein af stofnendum kvenfélagsins lúterska i Selkirk, og stofnfundurinn sjálfur og margir fleiri fundir voru haldnir á heimili hennar. Hinar hugljúfustu endurminning- ar frá viðkynningunni við þessa há- islenzku sæmdarkonu munu lengi lifa hér í Selkirk og annarsstaðar. Blessuð sé minning hennar í Jesú nafni! Carl J. Olson. PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og.Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 07 6 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BLDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdðma ViCtalstími 2-5, by appointment Sfmi 80 745 Gleraugu útveguð Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones: 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. Viðtalstlmi frá 4-6 e. h., nema öðruvíst sé ráðstafað. Slmi 21 834 Héimili 238 Arlington Street. Sfmi 72 740 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Símið og semjið um samtalstfma DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Ákjósanlegur gististaður Fyrir tslendinga! Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sfmi 94 742 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 STE. 4 NORMAN APTS. 814 Sargent Ave., Winnipeg A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests WHAT IS IT— 9 That makes a business man choose one appli- cant for employment in preference to another? Efficient business training, important though it is, is only half the story. To sell your services you must understand the employer’s needs and his point of view. You must be able to “put yourself over.” DOMINION graduates are taught not only the details of their work but also the principles of good business personality. They can sell their services. DOMINION BUSINESS COLLEGE ON THE MALL And at Elmwood, St. James, St. John’s é

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.