Lögberg - 12.11.1936, Side 4
4
LÖGBEUG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER, 1936
Högberg
. Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRE88 LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 6.95 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Úrslit Bandaríkjakosninganna
Hini\ dæmafái kosningasigur Roosevelt-
forseta, er þess eðlis, að ekki getur hjá því
farið, að róttækar hafi afleiðingar, eigi aðeins
á sérmál og afkomu hinnar amerísku þjóðar
heima fyrir, heldur og vítt um gervallan
heim; um stefnur varð ekki vilst. Á lilið for-
seta róttæk umbóta og mannúðar stefna, en
hinum megin kyrstöðustefna afturhalds og
auðvalds. BandaríkjaþjcJðin hJefir lýst því
nær einróma trausti á forseta sínum og við-
leitni hans í umbótaáttina, eða því, sem Ame-
ríkumaðurinn kallar “New Deal.” Næstkom-
andi fjögur árin verða það vinstri menn, sem
ráða lofum og lögum í Bandaríkjunum; menn,
sem trúa má fyrir því að vaka á verði yfir
lýðræðishugsjónum fólksins, hvað sem á dyn-
ur, og gæta þegnréttinda þess í ríki frjálsbor-
inna manna. Bandaríkjaþjóðin hefir með úr-
skurði sínum þann 3. nóvember ekki verið
myrk í máli um það, að enn um hríð að minsta
kosti, skuli Ameríka vera “Safe for Demo-
cracy,” hve hrapallega sem aðrar þjóðir
villast af leið, svo sem Italía, Þýzkaland og
Spánn; að enn skuli þar frjálsræði og bræðra-
lag sitja í fyrirrúmi fyrir einræðis- og öfga-
stefnum hins gamla og hugkúgaða heims, er
bundið hefir helskó einstaklingsfrelsinu um
ófyrirsjáanlega tíð. Sigur Roosevelts for-
seta og sigur Bandaríkjaþjóðarinnar, var
sigur fyrir mannkynið í heild.
Andstæðingar Mr. Roosevelts reyndu
hvað ofan í annað í hinni bitru kosningahríð,
að smeygja því inn hjá kjósendum, að hann
væri í rauninni lítið annað en gerbyltingd-
maður, grímuklæddur kommúnisti eða eitt-
hvað þessháttar. Svar þjóðarinnar við slík-
um firrum var svo ákveðið, a<f ekki varð um
vilst í hvaða ljósi hún skoðaði þá ósvífnu
fylgisöflun, eða þær tilraunir til fylgisöflun-
ar, er að baki þeim lá.—
Það er ekki fyr en núverandi forseti
kemur til sögunnar 1932, að Bandaríkjaþjóð-
in fer fyrir alvöru að vakna til meðvitundar
um það, að hún hafi af einhverjum óþægileg-
um orsökum dregist aftur úr viðvíkjandi eðli-
legri þróun á sýiði mannúðarmálanna; að
-mannúðarhliðin á sviði iðnaðarins hafi verið
ranrækt; að Bretland, Canada og Norður-
landaþjóðirnar hafi í því efni verið komnar
langt á undan. Þetta sézt bezt á því, að í
nýafstaðinni kosningahríð fylgdi Roosevelt
því fastlega fram, að nauðsyn bæri til að
stjórnin legði fyrir þing og afgreiddi sem lög
eins fljótt og komið yrði við, frumvörp um
ellistyrk, tryggingar gegn atvinnuleysi, húsa-
bætur, lágmarkslaun og rétt verkalýðsins til
samtaka og samninga við vinnuveitendur með
fullu jafnrétti; allra þessara löggjafarný-
mæla hafa áðurnefnd ríki notið um langt ára-
skeið. Tilraunir í þá átt, að brennimerkja
Roosevelt sem kommúnista, þó hann beitti
sér fyrir framkvæmd slíkra nauðsynjamála
sem þessara, náðu vitanlega engri átt. Að
Ameríka undir forustu Roosevelts hafi vikið
til vinstri, verður vitaskuld ekki um deilt;
þjóðin gat ekki annað gert eins og málum var
komið.
1 hinu prýðilega blaði þeirra Björnssona
“The Minneota Mascot,” sem venjulegast
ræðir af sanngirni opinber mál, er þannig
komist að orði um þá Landon og Knox, er í
kjöri voru til forseta og varaforseta af hálfu
Republicana flokksins, í síðustu viku:
“Mr. Landon and Mr. Knox have carried
on a clean and dignified campaign and need
have no regrets.” Vera má að ummæli þessi
megi með nokkrum rétti heimfærast upp á
Mr. Knox. Bft hvað Mr. Landon viðvíkur,
horfir málið öðruvísi við; útvarpsræður hans,
sumar hverjar, voru hvorki meira né minna
en móðgandi og ósamboðnar með öllu for-
ingja voldugs stjórnmálaflokks voldugrar
þjóðar.—
Sem ræðumaður er Mr. Landon ekki yfir
meðallag, eða jafnvel tæplega það; stefnuskrá
hans var alt annað en aðlaðandi, ef hún þá
annars var nokkur; það verður naumast talið
til verulegra stefnuskráratriða þó hann út-
húðaði gagnskiftasamningum milli Canada
og Bandaríkjanna frá í fyrra og hótaði að
nema hann úr gildi; enginn maður gat unnið
kosningu til Hvíta Hússins upp á það.—
Öðruvísi var ástatt með Roosevelt; kjós-
endum var það í fersku minni hvernig komið
var, er hann tók við völdum 1932; þeim var
það ljóst, að viðreisn sú, er hann barðist
fyrir var ekki einungis í orði heldur og jafn-
framt á borði. Framleiðslan hafði aukist að
mun síðustu fjögur árin; innanlandsverzlun-
in hafði stórlega fært út kvíamar, og það
höfðu viðskiftin við önnur lönd gert líka;
verkalaun höfðu hækkað, auk -þess sem áður
lítt þekt smúð með atvinnuleysingjum og öðr-
um olnbogabörnum þjóðfélagsins ruddi sér
livarvetna til rúms. Það var heldur ekki að
undra þó bændur, er uppskerubrestur svarf
að, fylktu sér undir fána Roosevelts; hann
hafði skjótt og drengilega komið til liðs við
þá.—
Þeir Henry Ford og Al. Smith voru báðir
á móti Roosevelt, og unnu með því líklegast
manna mest að endurkosningu hans. Mr.
Roosevelt gekk sigrandi af hólmi í öllum ríkj-
um hins ameríska ríkjasambands, að undan-
teknum tveimur smáríkjum. Og nú leggur
Bandaríkjaþjóðin samhuga út á þroskabraut
næstu fjögurra ára, undir handleiðslu þess
víðsýnasta og glæsilegasta forseta, er hún
hefir eignast síðan Abraham Lincoln leið.
Landinn í broddi fylkingar
“Ef þér gæfan góðan mann
gefur — hnefann kreptu:
sterku dauðahaldi’ í hann
haltu’, og aldrei sleptu.”
E. M.
Einu sinni á ári hverju velja Winnipeg-
búar sér fulltrúa til þess að stjórna málum
sínum — aðallega f jármálum, lögreglumálum
og félagsmálum.
Störf þessara fulltrúa eru bæði marg-
brotin og vandasöm; er því mikið undir því
komið að þeir séu trúverðugir og ráðvandir
menn.
Þegar um kosningu er að ræða í opinbera
stöðu, er þáð metnaðaratriði fyrir Islendinga
að koma sínum mönnum að, þegar um þá er
að ræða, sem reyndir eru að drengskap eða
líklegir til þess að auka frernur heiður vorn
en hnekkja honum.
Bæjarstjórnin í Winnipeg er skipuð 18
mönnum, sem allir eru kosnir annaðhvort ár;
það er að segja 9 á hverju ári. Um nokkur
undanfarin ár hafa íslendingar átt því láni
að fagna að koma í bæjarráðið einum landa
á hverju ári; eiga því tveir landar þar sæti.
Það er samt sem áður hvorki lán né heið-
ur út af fyrir sig, að kjósa Islending til opin-
berra starfa, nema því aðeins að um þann sé
að ræða, sem í raun og sannleika komi þann-
ig fram að hann auki álit vort og lyfti oss
fremur en lækki í orðsins beztu merkingu.
Þessir tveir landar, sem nú eiga sæti í
bæjarráðinu hafa sannarlega komið fram
sjálfum sér til heiðurs og Islendingum til
sóma.
Tvö umfangsmestu málin, sem bæjar-
stjórnin hefir nú með höndum, eru fátækra-
málið (Social Welfáre) og umsjá atvinnu-'
lausra manna (Relief). í bæði þessi mál hafa
verið skipaðar sérstakar nefndir hæfustu
manna og er sinn landinn formaður hvorrar
nefndarinnar; þeir eru því í broddi þeirra
fylkinga beggja, sem vandasamast er að
stjórna og meiri lipurð útheimtir en flest
annað.
Mr. Palil Bardal er formaður þeirrar
nefndar, sem gtjórnar atvinnuleysismálunum,
en Mr. V. B. Anderson er formaður fátækra-
nefndarinnar. Sýnir þetta hið mesta traust
til beggja íslenzku fulltrúanna, enda heyrist
þeirra aldrei getið án þess að virðing og vin
semd sé á bak við ummælin í þeirra garð.
Þessir menn eru sannarlega vel valdir .
sem fulltrúar, báðir glæsilegir á velli og hin
mestu prúðmenni í framkomu.
V. B. Anderson leitar endurkosningar í
haust og fer atkvæðagreiðslan fram eftir
tvær vikur. Það ætti að vera óþarft að minna
Islendinga á að gefa honum fyrsta atkvæði
(No. 1); mjög líklegt að ailir landar geri það
ótilkvaddir; <en það er annað, sem ekki væri
úr vegi að minnast á. Undanfarin ár hafa þó
nokkrir kjósendur vanrækt að greiða atkvæði
og setið heima. Þegar mikið kapp er lagt á
að koma að sérstökum mönnum, eins og nú á
sér stað, þá er það áríðandi að allir Islending-
ar fari á kjörstaðina og greiði atkvæði.
Vér verðum að gera vort ítrasta til þess
að halda þessum ágætu mönnum sem allra
lengst; gæfan hefir gefið oss góða menn sem
fulltrúa í bæjarstjórnina, vér verðum að
halda í þá dauðahaldi og sleppa þeim aldrei
fyr en aðrir fást ennþá betri — og þess verð-
ur langt að býða.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Nýlendumálin
Eftir Victor Mogens
Við friðarsamningana 1919 neyttu
sigurvegararnir ekki aðstöðu sinnar
til að greiða úr nýlenduþörf ítala,
en vöktu til lífsins annað mikilvægt
og viðkvæmt vandamál: nýlendumál
Þjóðverja, sem enn bíður lausnar.
Og fyr en báðum þessum málum er
vel borgið, er ekkert öryggi fyrir
innbyrðis friði í Evrópu.
Nýlendustríðið gegn Þýzkalandi
var álíka mikið samningsrof og eyði-
legging Þýzkalands á hlutleysi
Éelgíu.
1 Kongósamningnum frá 26.
febrúar 1885 (3. kapítuli, 2. máls-
grein) er ákveðið að Kongofljótið,
ásamt nærliggjandi sveitum þess,
skuli á friðartímum vera hlutlaust
og friðhelgt land á ófriðarfimum
(under the rule of neutrality). Og
þeir, sem í deilum eða styrjöldum
eiga, eru skyldaðir til að fara þar
ekki með heri sína eða á einn eða
annan hátt að neyta aðstöðu þessa
lands í hernaðarlegri þýðingu. Land-
flæmi það, sem hér um ræddi, var
aðallega þýzku nýlendurnar Kame-
run og Tnganyika, er þá náðu frá
Indíahafi suður til Sambesifljóts-
ins. Tilgangurinn með samningn-
um var fyrst og fremst sá, að úti-
loka að til ófriðar kæmi í nýlend-
unum, ef til styrjaldar drægi milli
hinna ráðandi ríkja heima í Evrópu.
Bismarck, er stóð fyrir ráðstefnu
þessari, fórust þannig orð í úrslita-
ræðu sinni:
“Nú hafið þig, góðir hálsar, forð-
að miklum hluta Afríkunýlendanna
frá því að verða að pólitísku þrætu-
epli og með því lagt undirstöðuna að
aukinni frjálsri verzlun og meiri
iðnaði. Þetta hefir okkur orðið á-
gengt í þágu verzlunarinnar, fram-
faranna og menningarinnar.”
En þessum glæsilegu áformum
þurfti að hnekkja, því í fyrsta sinni
og til þess kom, að á samning þess-
um þyrfti að halda, Scom það brátt
í ljós, að hann var ekki annað né
meira en hver önnur óskráð papp-
irsörk.
Belgía, er óttaðist um Kongó-
ríki sitt, skoraði á frönsku stjórn-
ina 8. ágúst 1914 um að Kongó-
fljótið og nálæg héruð skyldu vera
friðlýst, samkvæmt samningum
1885. Frakkar kváðst því samþykk-
ir og báðu spönsku stjórnina að
stinga því að Þjóðverjum, að Kongó !
samningurinn mundi látinn standa I
óraskaður, ef það væri vilji Þýzka-
lands. Sextánda ágúst skýrði svo
sendiherra Belgja í París belgísku
stjórninni frá þvi, að Frakkar hefðu
ekkert svar fengið frá Spánverjum,
og þar eð frönsku stjórninni var
ekki kunnugt um afstöðu Englend-
inga til þessara mála, þá mundi
verða gengið á snið við tillögur
Þjóðverja. Frakkar höfðu skift um
skoðun, því hér sáu þeir sér leik á
borði til að ná aftur þeim hluta af
Kamerun, er þeir höfðu orðið að
láta af hendi 1911. Og svo var um
að gera að láta ekkert tækifæri ó-
notað til að hrella Þjóðverja. 17.
ágúst tilkynti svo sendiherra Belgja
í London, að Bretar mundu ekki
fallast á tillögu Belgíu um að treysta
hlutleysissamning Kongóríkjanna—
og slíkt væri líka ástæðulaust, úr þvi
þýzkar hersveitir hefðu þegar hafið
árás á nýlendur Breta í Mið-Afríku.
En þetta var ekki satt.
Aftur á móti höfðu brezkar her-
sveitir, þ. 8. ágúst, sezt um hafnar-
borg Þjóðverja í Austur-Asíu, Dar-
esSalaam, og fimm dögum síðar
gerðu Bretar áhlaup á landamæla-
línuna að sunnan. En það var ekki
fyr en 15. ágúst, sem Þjóðverjar
gripu til vopna og þá eingöngu með
það fyrir augum að verja Kongo-
samninginn. Viku síðar gerðu
Þjóðverjar .Bandaríkjunum aðvart
og fóru þess á leit, að þau létu álit
sitt í ljós viðvíkjandi þessum hlut-
leysissamningi. Eftir sex vikur
svöruðu Bandaríkin, að sér kæmu
þessi mál ekkert við.
Þangað til Evrópuófriðnum lauk
1918 var barist í nýlendunum og sú
barátta var háð af hvítum mönnum
gegn innfæddum blökkumönnum.
Og þó að það væru þýzku hersveit-
irnar, undir forystu Lettow-Vor-
beck, sem algerlega höfðu yfirhönd-
ina við ófriðarlokin 1918, þá voru,
þrátt fyrir alt, nýlendurnar samt
dæmdar af Þjóðverjum. Og jafn-
vel þó að sú ráðstöfun bryti i bága
við vopnahléð og friðarsamningana,
m. a. væri móti hinum margum-
ræddu fjórtán stefnuskráratriðum
Wilsons Bandaríkjaforseta, sem
hann hafði lagt fyrir friðarfundinn í
Versailles. Þar er krafist algerlega
hlutlausrar niðurskipunar á öllum
nýlendumálum og sagt að þar skuli
jafnt tekið tillit til óska innfædds
fólks í nýlendunum og hlutaðeig-
andi valdsstjórnar. En við friðar-
samningana var hvorki tekið tillit
til óska þýzku þjóðarinnar eða
þeirra, sem í nýlendum hennar
bjuggu. Nýlendum Þjóðverja var
bara skift bróðurlega jafnt á milli
sigurvegaranna.
Þar með var því máli lokið!
En með þessu var gengið á snið
við stefnuskrá Wilsons forseta, og
til að sefa hann og svo til að fela
lausn þessara vandamála fyrir al-
menningsálitinu, var umboðsfyrir-
kornulaginu komið á stofn. Þjóða-
bandalagið tók nýlendur Þjóðverja
í eins konar umboðssölu og skifti
þeim niður milli sigurvegaranna, er
áttu að stjórna þeim í umboði
Þjóðabandalagsins og undir eftirliti
þess. Af þessu leiðir, að yfirstjórn
þeirra nýlendna, er áður tilheyrðu
Þýzkalandi, er í höndum Þjóða-
bandalagsins. í sambandi við
Þjóðabandalagið var einnig komið
á fót sístarfandi umboðsskrifstofu,
og umboðshafarnir voru skyldaðir
til að gefa henni árlega skýrslu um
stjórnina í hverju umboðssvæði. Á-
kvæðin um þessi umboð er að finna
í Versailles-samningnum 1919, —
127. málsgrein, og í reglugerð
Þjóðabandalgasins, 22. og 23. máls-
grein. *
I raun og veru var umboðsstarf-
semin aðeins dulbúin hjáleiga (að
undanteknum A-umboðunum, en af
þeim hefir eitt, Irak, þegar fengið
sjálfstæði, en hér er aðallega átt við
hinar fyrri tyrknesku nýlendur).—
Þessu hefir Japan opinberlega yfir-
lýst, með því að vilja ekki gefa frá
sér sjö hundruð Kyrrahafseyjarnar,
þegar það var þó gengið úr Þjóða-
bandalaginu. Andstætt ákvæðum
umboðsreglanna hefir Japan einnig
sett á fót flotastöðvar á nokkrum
eyjanna og vígbúið, án þess að
Þjóðabandalagið, sem þó hefir feng-
ið skýrslu um málið, hafi gert nokk-
uð.
Á þennan hátt var þýzkum land-
ítökum deilt þannig, að England
fékk Tanganyika, einn þriðja af
Kamerun, Togo og Nauru (ey í
Kyrrahafi, sunnan við Equator) og
þar að auki Tyrknesku nýlendurnar
Irak og Palestina, Frakkland 2/3 af
Kamerun (auk þess yfirstjórn yfir
Syria, sem áður tilheyrði Tyrkja-
veldi), Belgía: Ruanda-Urundi,
hluta af Tanganyika, sem var lagt
við Kongó-ríkið. Suður-Afríka:
Þýzka hluta Vestur-Afríku, Ástral-
ía: Nýju-Guineu, Nýja-Sjáland:
Vestur-Samoa og Japan: Sjö hundr-
uð þýzkar eyjar i Kyrrahafinu,
norðan við miðjarðarlínu.—Sunnu-
dagsbl. Vísis.
Æfiminning
Þann 9. ágúst 1934 andaðist á
sjúkrahúsinu i Innisfail, Alta., hús-
frú Guðbjörg Sveinbjörnsson. Guð-
björg sáluga var fædd 9. apríl 1866,
að Björk í Sandvíkurhreppi í Ár-
nessýslu á íslandi. Ólst hún þar upp
til fullorðinsára hjá foreldrum sín-
um, Guðmundi Björnssyni og konu
hans Margréti Kjartansdóttur frá
Króki í Flóa. Árið 1897 lauk hún
prófi í yfirsetukonufræði hjá land-
lækni íslands. Stundaði hún síðan
þá atvinnu með lofsamlegum árangri
í fjögra ára tímabil, eða þangað til
1901, að hún fluttist alfarin af Is-
landi til Canada. Nam hún staðar
í nánd við Baldur, Man.
Sama ár gekk hún að eiga Guð-
björn Sveinbjörnsson. Fluttu þau
hjón búferlum vestur til Alberta
1904. Námu land 10 mílur vestur af
Markerville og bjuggu þar síðan
rausnarbúi. Þau hjón eignuðust tvö
börn: Ágúst, sem nú býr á föður-
leifð sinni, kvæntur Wilmu Christo-
phersdóttur Hjálmsson, og Dagmar,
gift hérlendum manni, Pollock, al-
þýðuskóla kennara.
Þriðja barnið ólu þau upp, Hall-
dóru Björnsdóttur Guðmundssonar
og konu hans Jórunnar Thorláks-
dóttur. Er hún gift Birni Thorlák-
son, bónda að Markerville.
Guðbjörg Sveinbjörnsson var vel-
gefin dugnaðarkona, ástrík eigin-
kona og móðir, þó hún hefði um-
fangsmiklum heimilisönnum að
gegna, var hún ávalt viðbúin, er
hennar var vitjað til konu í barns-
nauð, og jukust þðer kvaðir því
kunnugri, sem hún varð og nágrönn-
um af ýmsum þjóðum f jölgaði í ný-
lendunni, því við það starf mishepn-
aðist henni aldrei, en ávann sér
aukna hylli með ári hverju, þar til
hún gat ekki lengur sint þeim störf-
um sökum heilsubilunar. Hennar
er því sárt saknað af fjölmörgum
vinum þar í strjálbygðinni, en eink-
um af trygglyndum eiginmanni, sem
háaldraður hjarir blindur og heyrn-
arlaus. Hin látna var jarðsyngin
frá lútersku kirkjunni í Marker-
ville af hinum ágæta sálusorgara,
Rev. Paul Nyholm. A. J. C.
Next Best Thing to Going to The Old
Country Yourself
Send
Christmas Portraits
Make an appointment now to share the special
pre-Yuletide offers. Come yourself. Bring the
children. The Eaton Studio has every facility
for turning out natural, beautifully finished pho-
tographs. Several proofs are submitted. Price
quoted includes everything.
OFFER NO. 1—Six portraits, size 4 by 6
inches, in handsome folder and one large
framed portrait for ............................
OFFER NO. 2—Three De Luxe portraits
size 7 by 9 ins., in artistic folder.
Complete .................................
$5.00
$5.00
Portrait Studio, Seventh Floor, Portage
E ATO N ’S