Lögberg - 12.11.1936, Side 6
6 LÖUBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER, 1936
Þræll Arabahöfðingjans
Skáldsaga eftir Albert M. Treynor.
Hófðinginn Tagar hafði svo keypt liann
þar ásamt hóp þræla fyrir ári síðan. Tagar
haíði greitt hálfvirði fyrir hann. Tagar var
slunginn í viðskiftum. Honum var það vel
kunnugt, að hvítir menn iáta bugast af eyði-
merkurlífinu, áður en búið er að pína út úr
þeim síðustu starfskraftana.
Caverly rendi svefnlausum augum sín-
um í vesturátt.. Ennþá höfðu þeir ekki pínt
úr honum allan kraít og þrótt. Hann var enn
jafn þver og stoltur sem daginn þann, er
Tagar keypti hann. Hugur lians var jafn
stoitur og ósveigjanlegur og hinn liðugi, sina-
stælti líkami hans, sem ekki vildi láta bugast
af hinni grimmilegu meðferð höfðingjans og
erfiðleikum eyðimerkurlífsins í brennandi sól-
skini. Hann gat meira að segja enn þá hlegið
kaldhæðnislega að skringileik örlaganna. Og
nú var það kvöld komið, sem hann hafði beðið
eftir.
Ókunnu lestarmennirnir höfðu sezt að
hérumbil í hálfrar annarar mílu fjarlægð frá
þeim, og var stefnan á hina rauðu Antares-
stjörnu. Að líkindum voru þetta ræningja-
kaupmenn á langferð sinni til Kópa. Venju-
lega myndi livítur maður eigi geta vænt sér
góðs hjá hirðingjum Mið-eyðimerkurinnar.
En lestamennirnir ættu þó að vera þakklátir
fyrir aðvörun þá, er liann gerði .þeim, og
myndi auk þess þykja vænt um að fá einn
mann í viðbót í lið með sér í bardaga þeim, er
byrja mundi í aíturelding. Caverly taldi það
víst, að hann myndi geta náð áfangastað lest-
armanna fyrir miðnætti.
Það var vandalaust að læðast burt frá
tjöldum Tagars, því þar gerði enginn sér þá
fyrirstöðu að halda auga með þrælunum.
Flótti í eyðimörkinni var venjulega sama sem
dauðinn, óhjákvæmilegur og miskunnarlaus,
og það sem verra var. Þessi tvö ár, sem
Caverly hafði verið þræll, hafði hann einu
sinni séð einn þjáningarbræðra sinna flvja í
örvæntingu sinni. Og hann hafði séð það, sem
tveggja: hvítklæddu varðmönnunum tveim á
fanst og var dreginn heim aftur, pínast hljóð-
andi til dauða fyrir innan múra þrælastíunnar
í Gazim.
Mennirnir í ræningjaliði Tagars höfðu
sama sið og rándýrin að sofa í smá glefsum,
hvenær og hvar sem tækifæri gafst. Tugum
saman l£gu þeir nú eins og hvítir vöndlar sof-
andi hiiigað og þangað í dældunum á milli
sandgáranna. Einasta hljóðið sem heyrðist,
var andardráttur og hrotur mannanna, og
mjúklátt jórtur úlfaldanna, sem lágu í smá-
hópum utan við tjöldin. Gæzlumennirnir
tveir, sem húktu á fjærstu sandöldunni, sáust
tæplega innan úr tjaldborginni.
Caverly læddist nú frá félögum sínum,
sem lágu í fasta svefni og hrutu hátt eins og
fyllirútar, og læddist svo út á miili farangurs-
bagganna og úlfaldanna. Hann var vopnlaus
og nakinn að undantekinni mittisskýlunni.
Allra snöggvast datt honum í hug að stela
sér rýtingi eða rifli og ef til vill ullarkápu frá
einhverjum hinna sofandi. En hann hætti
strax við það. Áhættan var of mikil.
Meðan hann var að skríða út úr tjald-
borginni, rumskaðist einn Bonga-þrælanna og
lyfti höfðinu. En Caverly hélt auga með
varðmönnunum úti á sandöldunni og veitti
því ekki eftirtekt þessari litlu hreyfingu að
baki sér.
Hann komst klakklaust út að síðasta úlf-
aldanum í röðinni og þrýsti nú beru brjóstinu
niður í sandinn. Einn úlfaldanna hafði þef-
að út í loftið, og stökk nú á fætur og frísaði.
Það heyrðist skrjáfa í ilskóm ta;p tíu skref
frá höfði Caverly’s. Hann hélt niðri í sér
andanum, meðan úlfaldahirðirinn talaði lágt
við úlfaldann og reyndi að spekja hann. svo
heyrðist humr og mjúkt fall, þegar hin risa-
vaxna skepna lagðist aftur, og því næst hörð
högg af riffilskefti ofan á tjóðurhæl, sem var
rekinn dýpra niður í sandinn. Varðmaðurinn
sneri svo við aftur til staðar síns„ og Caverly
hélt áfram að skríða fram eftir mjórri rennu,
milli tveggja sandgára.
Um þessar slóðir var krökt af smáum
eiturslöngum, sem nefndar eru slöngur C'leo-
pötru. Þenna sama eftirmiðdag hafði Cav-
erlv séð mesta sæg af þessum óskemtilegu
smáskepnum liðast áfram í sólskininu. Hann
varð því að hafa augun vakandi á hvoru-
tveggja: rvítklæddu varðmönnunum tveim á
sandöldunni og svo á þessu ógeðslega svæði,
sem hann var að skríða yfir.
Hendur hans fálmuðu gætilega í köldum
sandinum, og hann þumlungaðist áfram eftir
dældinni. Hann greip með fingrunum í eitt-
hvað, sem smaug gegnum greip hans og
skrjáfaði í sandinum. Houm varð hverft við,
og fór hrollur um hann allan. Það var hræði-
legt fyrirtæki að skríða nakinn í þessum
dimma skorningi, eins og hann væri sjálfur
eiturnaðra. En hann gat ekki lialdið þetta líf
út lengur. Xú birti í austri, því fult tunglið
var að koma upp. Og liörund hvíta mannsins
er alt af áberandi í tunglsljósi.
Hann skreið síðustu tíu til tólf metra-
ana, með heita bæn í hjarta og óttann titrandi
í hverri taug. Loksins skygði grá sandaldan
milli hans og varðmannanna. Það var líka á
síðustu stundu. Efri brún tunglsins gægðist
rétt í því upp yfir jaðar eyðimerkurinnar.
Caverly stóð upp og svpaðist um. Tjald-
borgin með sofandi ræningjum var nú í
hvarfi í sanddæld í eyðimörkinni Hefði hann
ekki verið alveg nýfarinn þaðan, mundi hann
aldrei hafa grunað, að þar væri maður eða
úlfaldi í hundrað mílna fjarlægð.
Hann hreytti úr sér verstu blótsyrðun-
um, sem honum gat dottið í hug, meðan hann
stóð og horfði þungbrýnn í áttina til tjald-
anna. Svo sneri hann sér í áttina til hins
rauða loga Antares-stjörnunnar, og tók svo á
sprett yfir vindfágaða sandsléttuna.
Caverly hafði tekið ákvörðun sína fyrir
nokkru síðan. Daga og nætur höfðu augu
hans rannsakað auðn eyðimerkurinnar, til að
koma auga á þá úlfaldalest, sem hann vissi að
hlvti að koma fyr eða seinna. Hann gat aldrei
hugsað sér að komast aleinn, vopnlaus og án
úlfalda og nægilegs vatnsforða, gegnum þessa
geysivíðu, miskunnarlausu eyðimörk. Börn
sólarinnar tóku sig alt af saman í stór-hópa,
þegar þau áræddu að leggja í langferð. Að
ferðast aleinn, var að ferðast beina leið inn
í dauðann.
Það var alveg sama hverjir ferðamenn
þessir kynnu að vera, Caverly varð að gera
bandalag við þá og láta svo örlög ráða. Það
hlaut að koma til bardaga áður en dagur
rann. Auðvútað taldi liann, að aðstaða þeirra
gegn eldsnöggri árás Tagars og manna hans
væri aðeins sem einn gegn þúsund og tæplega
það. En honum var það nægilegt í svip, þó
eigi v^æri meira en ofurlítill snefill af mögu-
leika. Annars né meira var eigi hægt að ætl-
ast til með neinni sanngirni. Hann hafði rifið
niður allar brýr að baki sér. Gæti hann að-
eins náð áfangastað ferðamanna þessara, án
þess að verða skotinn, gæti hann lánað þar
riffil og sverð og einhverjar spjarir utan á
sig.
Hann þyrfti þá að minsta kosti ekki að
fara nakinn úr heimi þessum.
Frelsi manns er dýrmætasta eign hans.
Brjóst Caverly’s þandist út af lífsorku og
bros Ijómaði í augum lians. Hann fann ekkert
til þreytu. Hann hljóp léttilega yfir sandinn.
Hann hljóp ekki aðeins sökum þess, að honum
var það brýn þörf. Hann liefði getað dansað
í tunglsljósinu.
Öðru hverju leit hann aftur. Einu sinni
hélt hann, að hann hefði séð einhverja hreyf-
ingu í áttina til tjalda Tagars. Hann hnipr-
aði sig saman og beið, en sá ekkert framar.
Ef til vill var það aðeins pardusdýr, sem
læddist yfir sandöldu, eða antilópa, sem sneri
sér við í næturbæli sínu. Eða þá aðeins í-
myndun ein.
Hann hlaut nú að vera kominn um hálfa
mílu burt frá tjaldbúðunum. Það voru engin
líkindi til þess, að nokkur varðmanna Tagars
væri kominn svo langt frá tjöldunum, nema
því aðeins, að einhver þeirra hefði vaknað og
orðið var við för hans í sandinum. En þá
mundi hann undir eins hafa gert aðvart um
það, og allu,r hópurinn þegar kvaddur til
vopna, — og þá hefði a. m. k. tylft riddara
komið á eftir honum á harða spretti, en ekki
einn einstakur maður í laumi og labbandi.
Samt em áður leit hann við hvað eftir
annað, og oftar en áður.
I stað þess að fylgja sanddældunum hélt
hann nú beina leið þvert yfir sandöldurnar.
Antares, hin fagra stjarna æjfintýramann-
anna, blikaði rauð og björt við honum.
Hann var nú kominn upp á ölduhrygg,
sem var alt að fimtíu feta hár, og á þessu leiti
nam hann staðar í tuttugasta sinn, til þess að
athuga landið að baki sér. Hann sá þó ekk-
ert annað en bylgjandi sandauðnina, sem
glitraði og gljáði í tunglsljósinu. Hann hljóp
áfram yfir ölduhrygginn — og þverstanzaði.
Það kom eitthvað skríðandi upp eftir
brekkunni á móti honum. Sá, sem er á flótta
undan dauðanum, verður fljótt gagntekinn af
allra frumlegustu og villimannlegustu hvöt-
m. l'að er um að gera að tortíma hverju því
lífi, sem leitast við að hefta för manns. Cav-
erly var albúinn að stökkva til, en hætti við
það á síðasta augnabliki. Þessi ókunni and-
stæðingur var alt of lítilmannlegur. Það var
ekki fullorðinn maður. Og heldur ekki dreng-
ur.—
1 tunglsljóáinu sá hann granna og spengi-
lega veru í glæsilegum reiðbuxum, og undir
skugga hvíts hjálms sá í frískt og djarfmann-
legt andlit. Caverly stóð með opinn munn-
inn, eins og hann hefði gengið í baklás.
Þetta var þá stúlka. Já — meira að segja,
það var hvít stúlka.
II.
Eltur.
þau stóðu með fárra skrefa millibili og
gláptu steinhissa hvort á annað. Unga stúlk-
an var sýnilega jafnhissa á því að mæta ann-
ari eins útgáfu og Caverly, eins og hann á
hinn bóginn var liissa á því að mæta þarna
stúlku af súium eigin kynflokki hér á þessum
stað, sem honum virtist svo algerlega óhæfur
fyrir hvítar konur. Hann hefði orðið miklu
minna hissa, þótt hann hefði mætt pardus-
dýri, og eftir augnaráði stúlkunnar að dæma
mundi hún eflaust liafa kosið það miklu frem-
ur. En hún var liugrökk stúlka, hver sem
hún var. Og hún lét ekki þenna skeggjaða
villimann hræða sig.
“Upp með hendurnar!” kallaði hún á
ensku. ‘ ‘ Upp með þær — upp yfir höfuðið! ’ ’
Og hún benti riffli með stuttu hlaupi beint á
bringspalir Caverly’s, og hann heyrði ofur-
lítinn smell, er hún dróg upp bóginn.
“Ilversvegna á eg að gera það?” spurði
hann.
“Upp með þær! Upp, segi eg!”
“Þetta er þó hlægilegt. Maður skipar
þó ekki manni að rétta upp liendumar í öðru
skyni en því að varna því, að hann nái til vasa
sinna. Og maður hefir ekki vasa á þesshátt-
ar búningi, sem eg er í núna.
Hún leit hvast á hann. “Hver eruð þér?”
spurði hún.
“E'inn af þrælum liöfðingjans Tagar
Kreddache.”
“Einn — af hvað?”
“Einn af þrælum hans.”
“Ætlið þér að segja mér, að það sé
þrælahald hérna?” spurði hún.
“Já, hversvegna ekki?” svaraði Caverly.
Hún virti liann fyrir sér frá hvirfli til ilja,
ítarlega og gaumgæfilega, og var tortrygni í
augnaráðinu.
“Þér eruð hvítur maður,” sagði hún.
“Eg var það.”
“llvar hafið þér fötin yðar?”
Caverly var orðinn vanur því að ganga
um í þessum búningi. “Eg hefi engin föt,”
svaraði hann blátt áfram og feimnislaust.
“Hafið þér engin — föt?”
“Nei, ekki núna. ”
“Hve lengi hafið þér orðið að vera án
þeirra?”
“Heillengi. Eg hefi gengið á Yale-há-
skólann og svo á Oxford. Seinna stýrði eg
úlfaldadeild í Arabíu, og var með í sveit
Lawrence til Arrak. Eg man líka eftir fyrir-
lestri, sem eg hélt fyrir vísindafélagið í
Boston, og miðdegisverðar-samsæti í París,
og dansleik í Alexandríu. Þá hefi eg eflaust
verið í fötum.”
Unga stúlkan hörfaði fáein skref aftur
á bak, eins og henni yrði nú alt í einu ljóst,
að maðurinn hlyti að vera brjálaður.
“Nú á eg ekkert annað í heiminum en
rauða mittisskýlu.”
“Ilvað heitið þér?” spurði hún dálítið
hikandi.
“ Eg hefi ekki einu sinni svo mikið sem
vindling eða eldspýtu til að kveikja í lionum
með,” sagði hann í sama tón.
Hún greip ofan í treyjuvasa sinn, og
þunt gullhylki glitraði í tunglsljósinu. “Vilj-
ið þér ekki reyna einn af þessum?”
“Þökk!” Hann tók einn af liinum ilm-
sterku Kairo-vindlingum. “Etf þér liefðuð
nú líka eldspýtur—”
Hún rétti honum gætilega eldspýtna-
stokk. Hann sá, að fingur hennar voru
grannir og fínir. “Hvað heitið þér?” spurði
hún aftur.
“Caverly. ”
“Caverly! — Þér eruð þó ekki—” unga
stúlkan sló uppundir sólhjálminn með hand-
arbakinu og ýtti honum aftur, svo að hún
gæti séð betur, og virti nú manninn gaum-
gæfilega fyrir sér. “Þér eruð þó líklega ekki
Geraint Caverly?”
“ Jú, Geraint Caverly.” Honum datt alls
ekki í hug í svipinn, að það væri neitt ein-
kennilegt við það, þó hún virtist kannast við
nafn hans. Hann var að flýta sér að kveikja
á eldspýtu og kveikti svo í vindlingnum.
“Það er alveg ómögulegt!” mælti hún
hissa. Hefði hann veitt henni nánari athygli,
myndi hann hafa orðið þess var, að breyting
nokkur varð á framkomu hennar og viðmóti.
Það var eins og hún yrði nokkuð kuldalegri
á svip og í tali.
Hann var nærri búinn að gleyma hvílík
nautn það var að reykja, og gekk nú svo al-
gerlega upp í það, að hann veitti engu öðru
eftirtekt. Hann andvarpaði og saug í sig
reykinn í djúpum teygum.
“Þá þekki eg einn af kunningjum yðar,”
sagði unga stúlkan.
Þetta virtist heldur ekki hafa nein áhrif
á hann. Hann hélt vindlingnum frá sér milli
tveggja fingra og horfði gaumgæfilega á
hann. “Það var þá merkilegt!” sagði hann.
“Hversvegna er það merkilegt? Þér
voruð alkunnur maður, áður en þér hurfuð.
Þér hlljótið því að hafa átt marga kunn-
ingja.”
“Fyrstu þrjá mánuðina hélt eg, að eg
hefði orðið alveg brjálaður af lönguninni í að
reykja. En svo livarf hún smám saman. Og
nú finst mér eiginlega að það sé ekkert við
bragðið.”
Hann rétti henni eldspýtnastokkinn aft-
ur, fleygði vindlingnum niður í sandinn og
steig ofan á hann með berum hælnum.
“ Jæja, þá er sá löstur úr sögunni,” sagði
hann.
“Hvað eruð þér annars að gera hérna,
ef þér eruð þræll í raun og veru?” spurði
hún.
“Eg er að flýja.”
“Hvaðanf” '
“Frá tjaldbúðum Tagars. Eg býst við,
að þér komið frá áfangastað lestarmannanna
þarna. Við sáum ykkur í liillingum í gær-
kvöldi. ’ ’
Vitneskjan um, að önnur úlfaldalest væri
í námunda, virtist ekki gera lienni minstu vit-
und órótt. “Þér ætluðuð þá líklega að leita
athvarfs lijá okkur ?” spurði liún.
“Að vissu leyti, já. Eru hvítir menn í
ykkar lest?”
“Já, einn.”
“Hann er þá ennþá meiri grasasni en
þér!”
“Hvað eigið þér við?”
“Maður gæti að minsta kosti búist við
dálítilli skynsemi lijá karlmauni. ’ ’
“ Jæja,” sagði liún háðslega.
‘ ‘ Það er í sjálfu sér nægilega vitlaust að
taka kvenmann með sér á þessum slóðum. En
að láta hana ganga úti sér til skemtunar al-
eina að næturlagi, alveg eins og eyðimörkin
væri lystigarður með liljóðfæraslætti og —”
“Það veit enginn um, að eg fór út,” greip
hún fram í gremjulega. “Það var nefnilega
alt of indælt veður til þess að liggja og sofa.
Þessvegna íór eg á fætur og gekk þetta mér
til skemtunar.” Hún teygði úr fögrum og
íturvöxnum líkama og horfði brosandi og með
dreymandi augnaráði upp í tunglið. “Það
gerir mér enginn neitt hérna.”
“Hve margir verulegir karlmenn eru
með lestinni?” spurði hann.
“Eg býst við, að það séu tíu eða tólf
alls.”
“Og Tagar hefir áttatíu manns. Hm!
Jæja! Það sem skrifað skendur, stendur
skrifað.”
Hann gerði sig líklegan til að halda á-
fram. “Komið þér nú, við skulum fara!”
Um leið og hann lagði af stað niður öldu-
hallann, varð lionum litið aftur fyrir sig.
Hann laut niður alt í einu, þreif í öxlina á
ungu stúlkunni og kipti henni niður við hlið-
ina á sér í sandinum.
“Sleppið mér!” Hún stritaðist við að
losa sig. “Hvað á þetta að þýða?”
“Þegið þér!” Hann skreið gætilega fá-
eina þumlunga áfram, svo að hann gat rétt
aðeins gægst yfir öldukambinn.
Það var eitthvað á leiðinni í áttina til
hans þvert yfir sandöldurnar. Hann lá graf-
kyr örlitla stund og starði í áttina. Þetta,
sem var að nálgast, rakti sig, eins og frekast
var unt, eftir skuggunum af sandöldunum.
Það var einkennileg skepna til að sjá, líktist
hvorki dýri né manneskju. Hún var stór og
svört og hreyfði sig áþekt og chimpansi —
með dinglandi handleggjum, sem hún studdi
niður í sandinn. Og hún rakti — slóð Cav-
erly’s.
Caverly hafði nú séð það sem hann ætlaði
sér. “Komið nú!” livíslaði hann.
Það var eitthvað við hina hreinu rödd
hans, sem krafðist hlýðni. An þess að mæla
orð frá munni læddist unga stúlkan við hlið-
ina á honum ofan í öldudalinn.
Hann skipaði lienni nú að vera kyrri þar.
sem hún var, og skreið svo sjálfur út fyrir
dálítið barð í öldukambnum, þar sem tungls-
skinið náði ekki til. Svo lagðist hann alveg
flatur á grúfu og mjakaði sér áfram. Þannig
þumlungaðist liann ofurlítið í áttina til baka,
samhliða slóð sinni. Þegar hann kom í
skugga, hnipraði hann sig saman og beið.
Þessi skepna, sem var að koma, neydd-
ist til að fara yfir blett, sem lá alveg í birtu.
Þetta var maður, nakinn, kolsvartur risi.
Hann læddist og skreið áfram yfir sandöld-
urnar. Caýerly þektji þessa apalegu veru.
Það var Zanzan, einn Boga-þrællinn. Geysi-
mikill, svartur kjötklumpur, afskaplega
grimmur og áræðinn, fram úr liófi. Hann
hafði náð í riffil og hafði síðan rakið slóð
Caverly’s meira eða minna krókótta.
Caverly lieyrði másið og blásturinn í
honum, er hann skreið upp sandölduna. Það
var alveg eins og hann væri að þefa eftir för-
unum. Þetta var þræll sem var á hælum ann-
ars þræls. Eymd og þrælkun er ekki neinp
gróðrarreitur fyrir vináttu og mannlegar til-
finningar. Gæti nú Zanzan stöðvað eða
drepið flóttamanninn, mundi Tagar, ef til
vill, launa lionum með góðri máltíð eða nokk-
urra daga hvíld. Auk þess eru Bongar fædd-
ir veiðimenn, og eru því aðrir menn eins og
hver önnur ágæt veiði fyrir þá.