Lögberg - 03.12.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.12.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER 1936 Hdgljerg Gefið út hvern fimtudag af THE C O LU M BIA PRESS LIM1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 urn drið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Að loknum leik Kosningar til bæjarstjórnarinnar í Win- nipeg eru gengnar um garð og hafa venju fremur vakið athygli vítt um land; ber til þess margt; úrslit þeirra taka meðal annars af öll tvímæli um það, að yfirráðum hins óháða verkamannaflokks í meðferð bæjarmálefna sé lokið, að minsta kosti fyrst um sinn. Núver- andi borgarstjóri, sem jafnframt á sæti á fylkisþingi, hefir beðið ósigur; sömu örlög biðu þeirra Mr. Lowe í 1. kjördeild og Mr. Victors B. Anderson í 2. kjördeild. Svo má segja að stjómmálafleyta hins áminsta flokks hafi hvorki meira né minna en sokkið, ásamt skipstjóra og ýmsum hinna kunnari og ár- vakrari háseta. I því hinu pólitíska brimi, er yfir borgina skall á föstudaginn, sýndust engin björgunarbelti að haldi koma. Um Mr. Queen er persónulega ekki ann- að en gott eitt að segja; hann er hæfileika- maður á margan hátt, eins og kjósendum þessa bæjarfélags er fyrir löngu kunnugt um, og hefir yfir höfuð komið myndarlega fram í hinni ábyrgðarmiklu borgarstjórastöðu; um afskifti þess flokks af málefnum bæjarins, er hann hefir stuðst við, hafa á hinn bóginn jafnaðarlegast verið næsta deildar meining- ar; hafa margir litið svo á, áð því færi fjarri að orð og athafnir flokksins, eða forráða- manna hans, stæði í réttum hlutföllum þegar til framkvæmdanna kom. Og sönnu mun það næst, að undanfarin misseri hafi úrræðaleys- ið og fálmið á sviði bæjarmálanna náð há- marki sínu, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar um hið gagnstæða. 1 þessum nýafstöðnu kosningum hafði kommúnistaflokkurinn engan frambjóðanda í kjöri til borgarstjórastöðunnar, heldur lagði hann blátt áfram blessun sína yfir Mr. Queen; ekki er það vitað að Mr. Queen hafi afþakkað þá blessun á einn eða annan hátt; þó verður ekki um það vilst, að hann hafi keypt kommúnistafylgið langt of dýru verði; tapað annarsstaðar við það meira en honum græddist. Islendingar mega sakna Vcitors B. An- dersonar úr bæjarstjórninni; hann var ávalt boðinn og búinn til að leiðbeina þeim, er lið- sinnis þurftu og taldi aldrei eftir sér nein þau spor, er líklegt var að miðað gæti að vel- ferð þeirra. Sennilegt má telja það, að Victor eigi enn eftir að öðlast sæti í bæjar- stjórn, og það jafnvel áður en mjög langt um líður.— Dr. F. E. Warriner hefir verið kosinn til borgarstjóra; hann hefir aldrei átt sæti í bæjarstjórn, en verið um alllangt skeið með- limur skólaráðsins og nú síðast formaður þess; hann er maður, sem á almennum vin- sældum að fagna, ráðdeildarsamur, gætinn, en jafnframt drjúgur til athafna; mega borg- arbúar því með fullum rétti vænta góðs eins af forustu hans í málefnum borgarinnar. Og þó orðin séu til alls fyrst, eins og hið forn- lcveðna segir, þá mun það nú mála sannast, að Wúnnipegborg ríði fremur á athöfnum en orðmælgi, eigi hún að öðlast þann sess, er henni samkvæmt eðlislögum og afstöðu rétti- lega ber. Vafalaust taka borgarbúar, án til- lits til stétta og flokka, höndum saman við hinn nýkjörna borgarstjóra, um sérhvað það, er til varanlegra athafna og umbóta miðar. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Að þessu sinni voru fimm menn í vali fyrir borgarstjórastöðuna. Mr. Queen fékk 25,625 forgangsatkvæði (First Choices); næstur kom Dr. Warriner með 19,425 og þá Mr. Webb með 15,229. Hinir tveir, þeir Mr. Kilshaw og Mr. Woods komu auðsjáanlega ekki til greina. Samkvæmt gamla kosninga fyrirkomu- laginu hefði Mr. Queen verið endurkosinn; það fyrirkomulag á enn ýmsa harðsnúna fylgismenn, þó fremur muni þeim vera að fækka, eftir því sem kostir hinnar hlutbundnu kosningaaðferðar skýrast betur í hugum kjós- enda. Allir þeir, sem hinum óháða verka- mannaflokki og kommúnistaflokknum fylgdu að málum, greiddu Mr. Queen forgangsat- kvæði, eða að minsta kosti mun mega ganga út frá því sem gefnu. Atkvæðamagn Mr. I Queens kveður á um tölu þeirra. Um 37 þús- und kjósendur, sem andvígir eru með öllu bræðings-frambjóðanda hins óháða flokks verkamanna og kommúnista, greiða atkvæði með Dr. Warriner og Mr. Webb; heilbrigð skynsemi þarafleiðandi beinlínis krefst þess, að maðurinn, sem sterkastur verður á svell- inu í andstöðunni við Mr. Queen, verði fyrir borgarstjóravalinu; um þetta verður heldur ekki vilst, því þegar til endurtalningar kemur, verður það sýnt að yfir 9 þúsund af þeim kjósendum, er greiddu Mr. W'ebb forgangs- atkvæði, höfðu greitt Dr. Warriner No. 2. Eftir fullnaðartalningu og flutning atkvæða (transfer), er Dr. Warriner kosinn með 29,- 666 atkvæðum. Um það verður tæpast lengur í alvöru deilt, að hlutfallskosningar tryggi kjósend- um réttlátara íhlutunarvald í meðferð opin- berra mála, en hið gamla kosinga fyrirkomu- lag, og væri vel að þeim yrði í náinni framtíð beitt á sem allra flestum sviðum. “ Norður-Reykir ” Pétursson; vafalaust ritin í góÖum tilgangi, en segja hvorki til né frá um sanngildi eða vangildi ljóðanna, og eru þessvegna óþörf. Þessi nýja ljóÖabók Páls S. Páls- sonar kostar í kápu $1.50, en $2.00 i vönduðu bandi; hún fæst hjá Magnúsi Peterson, 313 Horace Ave., Norwood; Viking Press, Ltd. Sar- gent og Banning, og hjá höfundin- um aÖ 796 Banning Street, Winni- peg. Með“Hindenburg” fram —og “Queen Mary” til baka SJíkt er heitið á nýprentaðri kvæðabók eftir Pál S. Pálsson; bókin er 176 blaðsíður að stærð, prentuð á ágætan pappír 0g yfir höfuð prýðileg að frágangi. Viking Press, Limited, befir leyst af hendi verkið. Höfundur kvæðanna hefir sýnt ritstjóra Lögbergs þá góðvild, að senda honum bóldna til umsagnar, og skal hennar hér nú stuttlega minst. Útgáfum íslenzkra ljóðmæla hér vestra, hefir jafnt og þétt farið fækkandi. Og þótt ekki hafi það alt, sem birt hefir verið, borið vott um frumskapandi skáldgáfu, eða verið traust að innviða gildi frá bókmenta- legu sjónarmiði séð, þá var þó tíðum viljann að virða; enda alt betra en dauðamörk tóm- Jætisins; sumt hefir líka verið ágætt; höf- undum 0g hinu vestræna þjóðarbroti til ó- mótmælanlegs sóma.—Það hlýtur því til tíð- inda að teljast, er splunkurný og allstór ljóða- bók hleypur af stokkunum mitt á meðal vor í hinu óafsakanlega fásinni um tilveru vora sem Islendinga og viðhorf.— Höfundur “Norður-Reykja” er Islend- ingum vestan hafs, þeim, er á annað borð geta skilgreint á milli ljóðs og prósamáls, þegar fyrir löngu kunnur; kvæði hans hafa birst í vestanblöðunum, þó einkum í Heims- kringlu, síðasta aldarfjórðunginn eða frek- lega það; þau liafa verið ómræn og mild; enda ber bókin í héild það með sér, að höfundur- inn er miklu fremur skáld viðkvæmra hug- hrifa en djúpúðgra tilþrifa; hann stendur djúpum rótum í íslenzkri mold, og er í raun og veru með allan hugann heima; mörg kvæð- in eru þess eðlis, og þannig úr garði ger, að þau skipa höfundi á góðskálda bekk, þó ekki láti þau mikið yfir sér, eða beri á sér veru- legan frumleikablæ. Menn yrkja á mismun- andi hátt; og sá er oft minsta skáldið, sem mest berst á.— 1 formálskvæði að “ Norður-Reykjum, ” er þessi fallega vísa: “Fátæklega för er hafin, fátt um nesti, slitin klæði. —Þannig eru oftast búin útlendingsins 1 jóð og kvæði. ’ ’ Eitt allra bezta kvæði bókarinnar er að vorri hyggju “Tréð á f ljótsbakkanum, ” symbolískt ljóð, glögghugsað 0g vandað að formi; þykir hlýða lesöndum til glöggvunar, að taka hér upp fyrsta 0g síðasta erindið: ‘ ‘ Þú stendur hér einmana, en upp að þér brýzt hin ólgandi fljótsins röst. Frá ómunatíð hefir aldan þig beygt og ísar og stormaköst. Um uppruna þinn er ei orð eða staf í árbókum neinum að sjá. —Þeir eru ekki að hugsa um einstæðings-tré, sem atburði þessa heims skrá.” “Er blóðsugur mannkynsins báru hér út þau börn, sem ei fæddust til auðs, og hlógu að þeim, sem að höfðu ekki ráð né hreysti að afla sér brauðs, en harðstjórar manndóminn hneptu í bönd og hlekkjuðu frelsi og vit, —Þá var sem þú greinarnar beygðir í bæn og blöðin þín skiftu um lit.” Meðal ágætra kvæða má jafnframt telja Islenzka smaladrengfinn og Jólanlótt; upp- hafserindi hins síðarnefnda er á þessa leið: “Nú vaknar hver minninger mannshjartað á, sem morgunsins ljós verður hrím-nóttin grá er lá yfir sálu og sinni. Það birtir úti og inni. Frá kirkjunum hljóma hátíða-ljóð, í huganum tendrast hin kulnaða glóð. En hálfgleymdar hugsjónir rísa úr helkulda-læðingi ísa.” Þau sýnishorn, sem dregin hafa hér verið fram, nægja til þess að færa almenningi heim sanninn um það, að “Norður-Reykir” hafi allmargt það til brunns að bera, er verðskuldi lestur og útbreiðslu bókarinnar. Tnngangs- orð fylgja henni úr hlaði eftir Dr. Rögnvald Það sem einkum einkennir verk- lega menning tuttugustu aldarinnar er hinn sívaxandi hraði samgöngu- tækjanna. Flugvélarnar — hröðustu samgöngutæki nútímans — eru barn þessarar aldar, en það væri rangt að ætla, að hin önnur samgöngutæki stæðu í stað fyrir því. Þvert á móti. Járnbrautirnar, bifreiðarnar og eim- skipin — alt þetta bætir við hraða sinn ár frá ári, og loftskipin fara nú kringum hnöttinn með póst og far- | þega og halda uppi reglubundnum áætlunarferðum, eins og ekkert sé um að vera.----Hér verður sagt frá i sögulegu ferðalagi íslendings—hins I einasta sem fór ferðina — með loft- skipinu “Hindenburg” vestur og eftir viku viðstöðu í New York austur yfir haf afthr með “Queen Mary” í þeirri ferðinni, sem skipið vann bláa bandið af “Normandie.” Þessi íslendingur var Þóroddur Jónsson heildsali í Reykjavik. # * * Hér í blaðinu var eigi alls fyrir ; löngu gerður samanburður á fara- ' tækjum þeim, sem flutt hafa fólk milli hins gamla og nýja heims — j Evrópu og Ameríku — síðustu 120 i árin, eða frá þeim tíma, sem eim- j skipin komu til sögunnar. Fyrsta í skipið sem talið er að hafi siglt á ! gufu yfir Atlantshaf var “Sav- j annah,” sem i rauninni var segl- 1 skip, en 'hafði aðeins hjálparvél. í Fór það allmdkið af leiðinni undir I seglum og var tuttugu og f jóra daga j á leiðinni, og má fullyrða, að það ; hefði aldrei komist yfir hafið á I gufuvélinni einni; til þess var hún alt of léleg og þurftarfrek. En samt markar þessi ferð tímamót í eg mér farmiða snemma í vor. —Hvað kosta farmiðarnir með “Hindenburg” frá Þýzkalandi til New York? , —Þeir kosta 400 dollara, og er fæðið innifalið í því. Þetta var ferð skipsins vestur og höfðu 58 farþegar innritast. Fleiri gátu ekki fengið pláss þá, en síðan hefir skip inu verið breytt þannig, að það getur tekið 75 farþega. Við áttum að leggja upp frá Frankfurt a. M á miðnætti kvöldið 16. ágúst, en vegna þess að við áttum að flytja kvikmynd frá Olypmsleikjunum sem þá var að ljúka, biðum við um klukkutíma. Klukkan rúmlega aðfaranótt 17. ágúst, létum við svo í loft. Nóttin var talsvert dimm, en við höfðum gaman af að sjá borg irnar, sem við flugum yfir, ekki sízt Köln. Var nú sveigt norður á bóg- inn, því að yfir Frakkland má ekki fljúga og komumst brátt á venju lega skipaleið í Ermarsundi. En þegar út á haf var komið var sveigj: suður á bóginn og flogið til suð vestur með stefnu svo nærri norð- vesturhorni Spánar, að þar mátti sjá i land, og eins til Portúgal. Þá var tekin vestlægari stefna til Azor eyja, en flogið þaðan í boga suður með landi yfir Boston og New York og sveimað um stund þar yfir og yfir Ellis Island. Var það stórkost- lega tilkomumikil sjón að líta skýja- kljúfa borgina úr lóftinu. Við fór um okkur hægt undir ferðalokin. því að heitt var í veðri og var beðið eftir að kvöldaði. Loftskipin vilja helzt ekki lenda í heitu veðri, því að þá missa þau svo mikið af létti- loftinu, sem ber þau uppi. —Og hvað voruð þið svo lengi á leiðinni ? —Stundataflan er svona: Frá Frankfurt 17. ágúst kl. 1.29, fram- hjá Plymouth s. d. kl. 9.03, yfir Azoreyjum 18. ág. kl. 4.00, framhjá Halifax 19. ág. kl. 7 árd., yfir New York 19. kl. 13-14 og lentum í Lake- hurst, loftflotastöð New York kl. 8.20 um kvöldið þann 19. Vorum við þannig 73 klukkutima 51 mín. á leiðinni. Frá Lakehurst er aðeins 25 mín. flug til New Jersey, og fór- um við þá leið í flugvél, en þaðan er V2 tíma bilferð til New York. —Hvað höfðu nú farþegarnir helzt fyrir stafni á leiðinni? —1 aðalatriðum leið dagurinn á- kaflega líkt og á stórum skipum Atlantshafssiglingum. En nú í sum- ar fór “Queen Mary” frá Ambrose I með þeim mismun að sjóveiki var vitaskipinu við New York og til | ekki til um borð og gerði það til- Cherbourg á 4 dögum 6 tímum og > veruna þægilegri. Fólk át og svaf, 20 mínútum — alls 3,129 sjómílna vegalengd, eða að meðaltali 30.57 kvartmílur á klukkustund. Flugvélar hafa ekki ennþá byrjað áætlunarferðir á þessari leið og það er því ekki rétt að gera samanburð á þeim og hraðasta skipi heimsins. En þegar Lindbergh varð heimsfrægur maður fyrir það að fljúga milli New York og Parísar 20.—21. maí 1927 var hann 33% klukkustund á leið- inni eða rúmlega þrisvar sinnum fljótari. Þetta var að visu “sports- flug” — vél Lindberghs var svo hlaðin eldsneyti og oliu til ferðar- innar, að hann gat ekki haft mann með sér — en bendir þó í áttina til þess sem> koma skal. Svo undar- legar eru framfarir tækninnar, að það væri óviturlegt að sverja fyrir, að þetta eða hitt gæti ekki orðið von bráðar. En það eru til hraðari áætlunar- ferðir yfir Atlantshafið en ferðir “Queen Mary.” í nokkur ár hafa menn dáðst að ferðalögum þýska loftskipsins “Graf Zeppelin” og í vor kom nýtt loftfar til sögunnar frá sama félagi, stærra og hrað- skreiðara en hið fyrra: “Hinden- burg.” Það eru þessi tvö loftför, sem fært hafa mönnum heim sann- inn um, að það er hægt að smiða loftför, sem eru svo traust að hættu- laust má þykja að ferðast með þeirm. Og þau hafa náð tiltrú, þrátt fyrir öll þau stórslys, sem fyr og síðar hafa hent loftför annara þjóða. — —Mér hafði leikið hugur á að prófa þetta samgöngutæki er eg var á ferð í Þýzkalandi, í sumar, segii Þóroddur Jónsson í viðtali við Fálk- ann. Eg hefi ferðast mikið í flug- vélum um Evórpu, meðal annars austur til Moskva, en nú langaði mig til að reyna “Hindenburg” vest- ur yfir haf. Og þessvegna festi las og rabbaði, hlustaði á hljóðfæra- slátt eða gekk um gólf i hinum löngu hliðargöngum, beggja megin farþegarýmisins og horfðum á það sem fyrir augun bar. Þótti manni vitanlega tilbreyting að útsýninu hvenær sem sást til lands. Skipið flaug að jafnaði lágt, þetta frá 200 —500 metra yfir landi eða sjó. Og það var ekki hægt að segja að það haggaðist. Maður gat rólegur skil- ið við fullan kaffibolla og látið hann standa timunum saman á borð- inu án þess að skvettist á undirskál- ina. í þessu taka loftskipin fram bæði skipum og járnbrautum — það er blátt áfram ótrúlegt, hve stöðug- ur “Hindenburg” var. Auðvitað geta þau ofsaveður komið, að út af þessu bregði, en það var ekki i þess- ari ferð. Þarna var margt merkra manna um borð, sem gaman var að kynn- ast. Þar var Jack Crysler, sonur bifreiðakonungsins og forstjóri i fé- laginu og ýmsa fleiri mætti telja, svo sem S. J. Foley, einn dómarann í Lindberghs-málinu. Og foringi skipsins var Ernst A. Lehmann kap- teinn, sá sem stýrði “Graf Zeppelin” er hann kom hingað til Reykjavíkur. Það var gaman að fá að koma inn í skipstjóraklefann og sjá öll þau furðulegu áhöld, sem þar eru saman komin. Annar eins “vélasalur” mun tæplega vera til i nokkru samgöngu- tæki. Þrir stýrimenn eru í farinu auk skipstjórans, loftskeytastöðvar- stjóri og vélfræðingar. Póstthús er þarna og veitir skipslæknirinn þvi forstöðu — það sparar einn mann. Annars varð maður ekki var við, að neitt þyrfti að spara pláss né þröngt væri um borð, því að meðal flutn- ings, sem við höfðu meðferðis var t. d. heil flugvél. En auðvitað eru allir innanstokksmunir gerðir úr léttasta efni, í rúmum, stólum og borðum er það aluminíum, sem mest ber á. — Það er svo létt að segja má að það fyki ef maður blési á það. Aðalfarrýmið er á efra þilfari, innan í skipinu, en nær út í hliðar þess báðumegin. Þar eru í miðju fjórar raðir af farþegaklefum, með 50 rúmum. En öðru megin farþega- klefanna er stór borðsalur, þar sem allir farþegar geta matast samtímis og þá yzt til hliðarinnar langur gangur til að hreyfa sig á. Er sú hlið gangsins sem út veit, öll úr gleri að kalla má. Hinu megin við far- þegaklefana er eins hagað að öðru leyti en því, að þar kemur í stað borðsalsins setustofa mjög stór og lestrarsalur og skrifstofa. Við ann- an enda farþegaklefanna eru stigar niður á næstu hæð, “B.-þilfarið.” Eftir því endilöngu er gangur og á aðra hlið honum fctofur foringjanna og skipshafnar ásamt stóru eldhúsi og ennfremur snyrtiklefar, en á hina hliðina eru baðherbergi fjögur, skrifstofa gjaldkerans, drykkjuskáli og reykskáli> Er hann eini staður- inn á skipinu þar sem leyfilegt er að reykja. Og enginn má hafa á sér eldspýtur um borð — það er það eina sem forboðið er um borð í “Hindenburg.” I reykskálanum kveikir maður með rafmagni — eld- spýta sézt þar ekki. Þarna er bókasafn og nýjustu fréttir frá umheiminum fær maður gegnum loftskeytastöðina og út- varpið. Þægindin eru svo mikil, að þrir sólarhringar eru ekki lengi að líða.— Eftir viku viðstöðu í New York hélt Þóroddur áleiðis heim aftur og tók sér far með “Queen Mary” í hinni minnisriku metferð skipsins. Hér verður ekki rúm til að lýsa sjálfu skipinu nema lítið eitt, enda hefir það verið gert áður hér í blað- inu, einkum stærð þess, vélaafli og því líku. En vér fylgjum hér upp- lýsingum Þórodds um það, hvernig honum þótti þarna að vera og um ýmislegt það, sem venjulega er ekki sagt frá í þurrum upplýsingum og tölum, svo og utn það hvernig þessi ferð gekk. —Heyrðuð þér minst á það, að skipið mundi setja met í þessari ferð fyr en farið var að líða á ferðina? —Já, það mátti heita að allir byggist við því, undir eins og haldið var af stað frá New York miðviku- dag 26. ágúst kl. 13, að met mundi verða sett í þessari ferð. Veðurhorf- urnar þóttu mjög ákjósanlegar og allir töldu það víst, að ferðin mundi verða söguleg. Við fórum fram hjá Ambrose vitaskipi kl. 15.15 og var þá bezta veður, sem hélst alla leið, ofurlítill kaldi og imjög hægur sjór. Þrjá heilu sólarhringana, sem við vorum á rúmsjó, fórum við 703, 713 og 712 sjómílur — miðtalan er mesti hraði sem nokkurntíma hefir verið farinn af skipi á austurleið yfir At- lantshaf en annars má sjá hve veðrið hefir verið jafngott, af því hve hrað- inn er jafn alla dagana. Til Cher- bourgh liomum við aðfaranótt mánudags 31. ág. (enskur tími) kl. 2.35. —Það sem maður verður mest var við um borð í “Queen Mary” eru stærðarhlutföllin. Maður gleym- ir því eiginlega að rnaður sé um borð skipi, heldur er maður eiginlega öllu fremur um borð í borg, eða þó helzt í gífurlegu stórhýsi með sjö hæðum. Og maður gæti eins vel kallað sumar vistarverurnar þarna um borð listasöfn eins og mannahí- býli, enda er skipið fljótandi sýning æss bezta sem Bretar geta fram- leitt í listum og tækni. Hér er ekki tækifæri til að minnast á listaverk- in, bæði málverk, höggmyndir eða tréskurð, sem blasa við auganu, eg get aðeins minst myndarinnar af “Mauretania” er hún kemur til Rosyth, eftir Charles Pears, svo að maður nefni eitthvað. Og víðsvegar í skipinu eru bókasöfn minni og stærri, t. d. voru í safninu á aðal- þilfari 1500 bækur þegar skipið hóf ferðir — alt úrvalsrit, og hefir mik- ið bæst við siðan. Þarna er full- komin prentsmiðja og blað kemur út á hverjum degi og stundum auka- blað ef við þykir þurfa. Þarna er rakarastofa (það kostar shilling að láta raka sig en ekki nema 1V2 sh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.