Lögberg - 14.01.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.01.1937, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIHTUDAGINN 14. JANCAR 1937 Þræll ArabaKöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. Bó liafði staðið í skugganum við gos- brunninn og kom nú á móti Caverly. Hvað er að?” spurði hún. “IJér lítið út eins og eitthvað hafi komið fyrir yður?” “Hörundsflúrsmerki!” sagði hann eins og við sjálfan sig. “Hvað í ósköpunum átti hann við með því?” Hann leit í áttina til hæðarinnar hinum meðin tjarnarinnar. Svo sagði hann í óá- kveðnum róm: “Hg held að ]>að sé bezt að ganga úr skugga um þetta.” “Um hvað?” spurði Bó. ‘ ‘ Mér er ekki um að láta yður verða ein- samla eftir hérna. Það er betra að þér farið með mér. ” Hann leit á hana og var í vafa um, hvað gera skyldi. “Það væri ef til \'ill réttast að fara einsamall,” sagði hann hik- andi. “En á hinn bóginn — maður má þó æfinlega taka með sér þrælinn sinn, hvert sem er.” “Hvert eigum við að fara?” “Eg á að fara á stefnumót,” svaraði hann, “og eg er neyddur til að fara.” “Hvers konar stefnumót?” spurði hún með ákafa. Hann ypti öxlum. “Það get eg ekki sagt yður, af því eg veit það ekki sjálfur. Eg finn bara á mér, að það er einhver óvænt hætta í aðsigi. Eg neyðist til að grenslast nánara eftir, hvernig í þessu liggur.” 1 háa sefinu liinum megin tjarnarinnar fundu |>au bundinn hest með silfurbryddum hnakk og háum söðulhnappi. Caverly steig á bak, og Bó klifraði á bak fyrir aftan hami. Það var indælt kvöld til útreiðar, þótt mjög væri á huldu um afleiðingarnar af þessari ferð þeirra. Caverly gaf hestinum lausan tauminn og naut í íullum mæli vindsvalans, sem strauk um enni hans. Þau riðu í spretti upp hlíðarslakka, þar sem úlfaldar og geitur lágu jórtrandi í gras- inu. Þegar upp á risið kom, var gróðrinum lokið, og hesthófarnir glömruðu á hörðu grjótinu. En þar virtist enginn nálægur, er veitti því eftirtekt. Caverly stefndi beint á gorkúlumyndaða byggingu, sem stóð á einni af fjarlægustu hæðunum framundan. Hann hafði oft veitt bvggingu þessari eftirtekt, og hann vissi, að þetta var gömul gröf einhvers ræningjahöfð- ingja frá löngu liðnum tímum. Vinjafólkið forðaðist þennan stað. Það var sagt, að þar væri fult af djöflum og illum öndum. Og ef Nakhla hefði þá dirfzku og hugrekki til að bera, að hún þyrði að fara þangað alein að næturlagi, þá var hún sannarlega kona, sem hyggilegst var að sýna nærgætni og virðingu. Þegar þau nálguðust hæðina, stöðvaði Caverly hestinn og stökk af baki. “Bíðið hérna,” sagði hann við Bó og gekk svo það, sem eftir var leiðarinnar. Þessi gamla höfðingjagröf líktist lágum varðturni með kringlóttu þaki, er slútti all- langt út yfir á alla vegu. Caverly stgulaðist upp brekkuna og hafði einhvern óþæginda- beyg af því, að hann, sem var svo hár vexti, hlyti að sjást óraleiðir, er hann bæri við blá- an himininn. Hann nálgaðist nú gömlu steinbygging- una skuggamegin. Þar ríkti djúpur grafar- friður umhverfis. Tvö fornfáleg steinþrep lágu upp að dimmum bogagöngum á milli tveggja súlna úr sandsteini. Hann gat ekki undir eins greint hvort þar væri nokkur mað- ur, en alt í einu varð hann þess var, að þar stóð hjúpuð vera og hallaði sér yndislega upp að veggnum í bogagöngunum.— “Er það Sídíinn?” var sagt með fagurri röddu og hljóðþýðri, sem frekast gat hugs- astj— Caverly nálgaðist gætilega. Grönn og smávaxin kona í ljósum búningi kom svífandi í myrkrinu. Hreyfingar hennar voru mjúk- ar og yndislegar. “Er það Sídíinn?” spurði hún aftur í sama tón, en þó dálítið djarflegar en áður. Svo svifti hún blæjunni frá andlit- inu með snöggri og óþolinmóðlegri hreyfingu eins og barn. Caverly sá fvrir sér fölt, sporbaugslagað andlit. Varirnar voru dökkrauðar og fagur- lega bogadregnar með skýrum og ákveðnum dráttum, sem nú voru hálf brosleitir. Nefið var lítið og ljómandi fallegt, og augun voru dökk með löngum svörtum augnahárum, sem að vísu huldu augnaráðið að nokkru levíi, en gátu ])ó ekki falið að fullu leyti hin athugulu augu. “Er þetta Nakhla?” spurði hann. “Hver annar en Nakhla myndi áræða að stelast burt úr innri hallarsölunum?” mælti hún. “Og hver annar en Sídíinn mvndi hafa hugrekki til að koma, er hún bað hann þess?” “Ef við finnumst hér bæði saman,” mælti Caverly mjög kæruleysislega, “verð- um við tætt sundur í þúsund smábita.” “Þá myndum við æpandi af kvölum fara til annars og betra heims!” Hin unga kona hló skæran og hljómandi hlátur. “Tagar er þorpari!” ^ Caverley virti hana gaumgæfilega fyrir sér. Það þurfti ótrúlega mikið hugrekki til þess að segja annað eins, og yfirleitt til þess að stofna til stefnumóts við karlmann, sem vís væri að snúa aftur til Gazim og segja Tagar alla söguna. “Hvað er það, sem })ú vilt mér?” spurði hann. “Veiztu það ekki?” ‘ ‘ Það var víst eitthvað um eitthvert hör- undsflúr” #tatovering), sagði hann gætilega. “Jæja!” Hlátur hennar var ljúfur og kátur eins og lækjarniður. “Það var þá ekki hugrekki þitt, se molli því, að þú komst til fundar við mig. Það var þá ekki forvitni karlmannsins eftir að sjá Nökhlu. Það hefir þá orðið nauðsjmlegt að segja þér alla orð- sendinguna til þefes að koma þér af stað.” Hann ypti öxlum óþolinmóðlega. Hún hafði snúið á hann. Það hefði verið betra að láta hana sjálfa ráða fram úr þessu og geta sér til um ástæður hans. “Við skulum ekki vera að eyða tíman- um í að spjalla um hörundsflúr og þesshátt- ar,” mælti hún skyndilega. “Það er langt um skemtilegra að tala um eitthvað annað.” Hún hallaði sér í áttina til hans, og augu hennar glitruðu. “Er eg ekki falleg?” “Eg hefi aldrei séð fegurri konu,” svar- aði hann hreinskilnislega. Hún andvarpaði og leit niður. “Þetta er þá undir eins skárra, ” mælti hún. “Hver veit — ef til vill vaknar hugrekki Sídíans — og forvitni.” “Forvitni eykur hugrekki,” mælti hann. “Eg hefi hvorttveggja til að bera. Hvers óskar þú af mér, Nakhla?” “Eg óska að tala við þig um sjálfa mig,” svaraði hún, “um það, hvað eg er þreytt og leið af þessu öllu saman. Fyrir þremur ár- um síðan var mér stolið úr tjaldi föður míns og flutt hingað til Tagars. Eg get ekki liðið Tagar Kreddache, og eg vil losna við hann. ’ ’ Orð þessarar blíðu og fögru konu voru þrungin af heift og hatri. Caverly gaf henni hornauga. “Eg vil láta drepa hann,” sagði hún. Hann greip andann á lofti, en lét þó ekk- ert á sér bæra. “Jæja! E!g skildi þig ekki undir eins. Hann leit á hana hvössum augum. “ Jæja, hvers vegna gerirðu það þá ekki? Það getur ekki verið svo erfitt að byrla honum eitur, og eg býst við, að þú hafir nægilegt tækifæri til þess, þar sem þið eruð svo mikið saman.” “Nei! Af öllum þeim, sem eru hand- gengnastur <Tagar, er eg sú eina, sem þyrði að géfa honum eitur,” sagði hún og hristi höfuðið. “Það vita allir, og þess vegrna myndi grunurinn þegar falla á mig. “ “Já, auðvitað,” mælti Caverly. “ Það myndi vera liættulegt fyrir þig. ” Hún færði sig nær og greip litlu mjúku hendinni sinni utan um hendi hans. “Heyrðu nú það, sem eg ætla að segja,” sagði hún í hálfum hljóðum. “Ef höfðinginn skyldi deyja, verður Sídíinn höfðingi eftir hann!” Hann lirökk við er mjúkir fingurgómar liennar snertu hann. “Það er málefni, sem eg hefi ekkert hugsað um.” “En samt er það nú svo. ” Bros hennar var tælandi. “Þú myndir verða höfðingi, og eg — eg gæti ef til vill gert mér von um að verða ...” Hún andvarpaði á ný og hristi höfuðið. “Það er ekki eg, sem um er að ræða núna. En alt getur komið fyrir — seinna. En fyrst og fremst er um að gera að höfðing- inn deyi. ’ ’ Hún greip í fellingarnar á silfur- saumaðri kápu hans. “Þú verður að drepa hann!” Caverly losaði stillilega tak hennar og steig eitt skref aftur á bak. “Nei,” mælti hann. “Þú vilt þá ekki ?” Hún setti upp undr- unarsvip. “Þú vilt það þá ekki?” “Tagar er faðir minn,” sagði Caverly í hörðum róm. Og föðurmorð er ljótur glæp- ur. Eg er vel ánægður með að vera Sídí. Og eg er hlýðinn og trúr gagnvart Tagar.” Hann sneri sér frá henni með mesta móðgun- arsvip. “Ef þetta er alt og sumt, sem þú ætlar að segja mér, þá býð eg þér góðar næt- ur!” “Bíddu!” unga konan þreif hann aftur. “Það var líka meira.” öll framkoma hennar var svo örugg og ákveðin, að honum varð það ljóst, að það myndi vera hyggilegt að stjaldra við og hlusta á hana. “ Nú ? ” sagi hann kuldalega. “Eg ætlaði bara að spyrja þig,” mælti hún í ógn-blíðum róm, “hvar hörundsflúrs- merkið ])itt sé, og hvað það eigi að sýna?” Hann lforfði á hana forviða. “Hörunds- fl. . . .?” “ Já, merkið,” mælti hún brosandi. “Sídí- inn hlýtur þó að vita, hvar það er á honum, og hvað það á að sýna.” Augnabrúnir henn- ar lyftust og mynduðu liáðslegan boga, “Ef eg nú t. d. segði við höfðingjann: “Lítið eftir hörundsflúrinu, sem var merkt á Sídíann, þegar hann var barn, — hvernig myndi þá fara ?’’ Caverly fann til einkennilegrar tómleika- tilfinningar undir rifjunum. Hann brosti yfirlætislega til hennar, en innvortis fór kuldahrollur um hann allan. “Seztu niður, Sídí!” sagði hún og sveifl- aði til hans hendinni. Hann sá, að réttast myndi að hlýða henni. Nakhla settist á steinþrepið við hlið- ina á honum. “Eg hefi oft staðið á bak við rimlagirð- inguna í þakvirkinu og gægst niður í garð- inn, þegar þrælarnir voru þar að vinnu,” sagði Nakhla í blæþýðum róm. “Á meðal þrælanna var hár og fallegur maður, sem ekki var Bedúíni. Þig- grunar ekki einu sinni, hve oft eg hefi hugsað um þennan mann, og þú getur aldrei rmyndað þér alt það, sem lijarta mitt hefir þráð að segja honum. Hann hafði aðeins mittisskýlu, þessi þræll, og þess vegna veit eg, að það var ekkert hörundsflúrs-merki á öllum hans hraustlega líkama. Eg hefi oft virt fyrir mér þennan nakta þræl, og í dag sá eg Sídí Sassí, þegar hann kom ríðandi inn í hallargarðinn, eins og hann væri réttborinn til þess frá fæðingu að bera hinn höfðinglega búning, er hann bar svo tígulega og fór honum svo dásamlega! ’ ’ Ilún laut honum, svo hann kom ekki upp einu orði. Hann þorði varla að draga and- ann. “Skilurðu mig ekki, Sídí? Það er auð- velt að blekkja tortrygginn mann, en afar eríitt að leika á konuhjarta! Tagar veit ekk- ert. Nakhla veit alt!” X. Fyrir nœsta fullmána. Ræða Nökhlu var hunangssætt hvísl. En í augum hennar blikaði töfrakend kænska og slægð. Spékopparnir báðum megin við rós- fagran munn hennar gátu eigi hulið hótun þá, sem faldist í brosi hennar. Caverly sat rólegur og spenti hendur um annað hnéð, en eftirvæntingin og óróleikinn sauð í honum. Hinn fífldjarfi grímuleikur hans var nú tættur í sundur af allra minstu og fegurstu höndunum í ajlri Gazim, jafn rösklega og óttalaust eins og þessar sömu hendur höfðu svift slæðunni frá hinu fagra andliti Nökhlu. Leyndarmál hans var nú ekki framar einkaeign hans. Nakhla, þessi litli, ósvífni þorpari úr kvennabúri höfðingjans, hafði séð meira gegnum rimlagirðinguna með ástleitnum og athugulum augum sínum, held- ur en liinn volduga Tagar hafði nokkru sinni dreymt fyrir. Caverly var þegar ljóst, að það var tilgangslaust að ætla sér að reyna að leika á þess litlu, sniðugu konu. Hún vissi of mikið. Hún var alt of slungin, og hún myndi alls ekki þjást af neinskonar heilabrot- um eða samvizkubiti, hvernig sem alt veltist. Hún var gædd eins konar dulargáfu, sem op- inberaði henni það, er öðrum var dulið. Hann fann nú til sömu bjargþrotatilfinningarinn- ar, sem hann þekti svo vel frá þeim tíma, er hann var í þrælastíunni, og Mansor elti hann með þrælasviiJuna reidda yfir beru bhki hans. Það var hræðilegt að hugsa til þess, hve miklu illu hún gæti til leiðar komið. Elnasta við- eigandi svarið væri að stinga ofurlitlum rýt- ing inn á milli þriðja og fjórða rifbeins vintra megin og láta hana hníga til hvíldar hérna í þessum eldgamla grafreit. En stúlkukindin var einnig við því búin. Caverly slepti alt í einu takinu um hnéð á sér, og óðara hopaði hún nokkur skref aftur á bak. Hönd liennar þreifaði niður með hliðinni milli fellinganna á klæðnaði hennar, og Caverly sá blika á skelpödduskreytt skeftið á örlítilli marghleypu, sem smeygt var undir mittis- linda hennar. Maður af hennar eigin kyn- flokki myndi umsvifalaust hafa stungið hana til bana. Og það var aldrei að vita hvað þess- ir útlendingar kynnu að hafa í hyggju. Reyndi liann á nokkurn hátt að þröngva kosti hennar, ætlaði'hún tafarlaust að skjóta á hann. Caverly leit hugsandi yfir dalinn. Hann deplaði augunum, eins og tunglsljósið gerði honum of bjart í augum. Stjarna Allah var þegar tekin að blikna í vestri. Afturelding- in var í aðsigi. Hann sá einhverja skugga- veru hreyfa sig á sandhrygg skamt frá og hverfa — að líkindum sjakali eða pardusdýr, sem var á næturveiðum og leitaði nú heim til holu sinnar, áður en birti af degi. Fyrir aft- an grafhvelfinguna -var hestur, sem nú tók að japla á mélunum og stappa fótum óþolinmóð- lega. Næði Nakhla eigi heim aftur heil á liúfi fyrir sólarupprás, gat þessi næturferð hennar kostað hana lífið. En ekki var að sjá, að hún bæri neinn kvíðboga fyrir því. Hún studdi höndum á mjaðmir sér, hallaði ofurgletnislega undir flatt og horfði íbyggilega á Caverly. “Eigum við ekki að vera vinir?” sagði liún. “Eg get ekki hugsað mér neitt skemti- legra, ’ ’ svaraði hann. , “Ekki eg heldur.” Hún kinkaði kolli einbeittlega. “Eg er himinlifandi yfir að eiga annan eins vin og þú ert. Þvílíkur maður! —Tagar sagð mér frá þrælnum, sem flýði frá honum, og frá höfðingjasyninum, sem skömmu síðar kom alveg óvænt utan úr eyði- mörkinni. Eg varð að styðja fast á mjaðm- irnar til þess að skella ekki upp úr.” Caverly leit hálf órólega til hennar. ‘ ‘ Þú sagðir vonandi ekkert það við hann, sem gæti komið honum til að fara að brjóta heilann um, hvort eg væri í raun og veru hinn rétti Sídí ?” “Eg? Hvers vegna ætti eg að hafa gert það? Og nú þegar Tagar er bráðum búinn að vera, ætla eg svei mér ekki að nefna það!” ‘ ‘ En ef Tagar deyr nú ekki ? ’ ’ “ Já, þá get eg engu lofað um þagmælsk- una! Konur eru nú einu sinni—.” Hún setti totu á munninn og hristi höfuðið, eins og hún væri mjög sorgbitin og hrygg yfir þess- um breyskleika sínum. “Konur eru alveg óútreiknanlegar. Þær eru vísar að lofa að þegja eins og steinn yfir einhverju leyndar- móli, en «ef þær verða fyrir einhverri freist- ingu, svo gleyma þær öllu saman og segja alla söguna frá upphafi til enda. Það er því viss- ast að drepa Tagar. Þá kemst hann aldrei á snoðir um þetta. ” Caverly stóð upp af köldu steinþrepinu. Hann reikaði fram og aftur í skugga graf- hvelfingarinnar og blístraði lágt og tilbreyt- ingarlaust. Það var eins og hann væri að leita í huga sér eftir einhverri leið út úr þess- um vandræðum. En hann sá enga færa leið. Hann var algerlega ofurseldur Nökhlu, dutl- ungum hennar og skapbrigðum. Hann var neyddur til að lofa henni einhverju, annars vau úti um þau bæði, Bó og hann sjálfan. “ Jæja!” sagði hann og nam staðar alt í einu. “ Eg skal drepa hann! ” “Ætlarðu það!” “Það er ekki um annað að ræða. ” Nakhla klappaði saman höndunum eins og smákrakki, sem lofað hefir verið einhverju afar skemtilegu. “Hvenær?” ‘ ‘ Það skal ekki dragast mjög lengi. Und- ir eins og tækifæri gefst til þess.” “Eg vil helzt, að það sé gert undir eins.” “Vertu nú ekki óþolinmóð, Nakhla. Þú getur þó ekki ætlast til, að eg reki hnífinn í hann fyrir augunum á öllum hinum.” “Sá maður, sem getur talið Tagar trú um, að strokuþrællinn hans sé einkasonur hans og erfingi, hann getur auðveldlega gert hvað sem honum sýnist. Þú hugsar þá vel um þetta og býrð þig undir það sem allra fyrst, —er ekki svo?” Ilún þagnaði sem allra snöggvast. “Eg hefi heyrt hann kalla þig hvíta þrælinn og ekkert annað. Hvað heit- irðu annars?” “Geraint Caverly,” svaraði hann. “Eða bara Rainy.” “Rainy?” endurtók hún með dálitlum sönghreim á síðasta atkvæðinu. “Hvað þvðir það?” “Það þýðir frændi gamli af himnum — rigningin. ’ ’ Hún leit á hann, eins og hún væri að velta orðum hans fyrir sér í fylstu alvöru. “Það er af því, að augun þín eru eins og grá storm- ský. ’ ’ “Ne-i — líklega heldur af því, að eg er svona leiðinlegur náungi,” sagði hann og hló við. “Eg skil þig ekki, ” mælti hún og gretti sig ofurlítið. “Hn það er alveg sama. Þú átt að drepa Tagar mjög bráðlega, Rainy,— viltu það ekki?” “Undir eins og eg get.” “Eg vona að sjá hann dauðan fyrir næsta fullmána!” sagði hún hátíðlega. “Ef hann verður á lífi eftir ]>ann tíma, gæti vel farið svo, að eg segði honum meira en eg í rauninni ka?ri mig um.” Hún spenti greipar og leit ósköp sakleysislega út. “Þú gerir mig svo hræðilega óhamingjusama, ef þú neyðir mig til að gera þér eitthvert mein, ein- göngu sökum þess, að mig langar svo voða- lega til að tala!” “Mér myndi þykja afskaplega fyrir því að sjá þig óhamingjusama, kæra Nakhla. ” Og Caverly glotti kuldalega. Nú hafði hann sama kvöldið lofað Tagar að færa honum sitt eigið höfuð, og Nökhlu hafði hann lofað höfði Tagars. Hann var svei mér snúningslipur á loforða-svellinu! En hann huggaði sig við, að enn væri nærri því mánuður til tunglfyll- ingar. Og á ])eim tíma gat margt viljað til. Ef til vill gat svo farið, að hann og Bó sæju tækifæri til að strjúka úr Gazim. Og «eins gæti það komið fyrir, að hann eða Nakhla eða Tagar væri eigi á lífi, er sá tími væri útrunn- mn. Og }>á væri hann laus allra mála. Einnig gæti svo farið, að samvera hans við Tagar næstu daga yrði þess valdandi, að honum væri hugleikið að halda loforð sitt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.