Lögberg - 25.03.1937, Side 2
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1937
Við yzta haí
Eftir scra V. J. Eylands.
"Við hafið eg sat
fram á sævarbergsstall
og sá út í drungann . . .”
Hér er eg staddur á drungalegum
febrúardegi, mitt í minstu og ein-
kennilegustu bygÖ íslendinga í Vest-
urheimi, Point Roberts.
Eg sit nú reyndar ekki á berg-
stalli, heldur í mjúkum hægindastól
út við einn gluggann á nýreistu
stórhýsi þeirra góðu hjóna Þorsteins
o_g Theodóru Thorsteinsson. Þor-
steinn er sonur Páls Þorsteinssonar
frá Loftsalahjáleigu í Mýrdal og
konu hans Oddnýjar Árnadóttur frá
Norður-Fossi i sömu sveit. Frú
Theodóra er dótfir Sigurðar Þórðar
sonar frá Garði í Gullbringusýslu og
konu hans Ingibjargar Björnsdóttur
frá Hrafnagili í Skagafirði. Páll og
Oddný voru meðal fyrstu íslendinga
sem festu bú hér í sveit; hér hafa
þau dvalið síðan, og hér er Þorsteinn
fæddur. Sigurður og Ingibjörg
munu hafa fluzt hingað árið 1920.
Hann er nú dáinn en Ingibjörg býr
ein sér, en nýtur eftirlits og um-
hyggju dóttur sinnar. Ungu hjónin
Þorsteinn og Theodóra una hag sín-
um hér prýðilega eins og flestir aðr-
ir, sem hér dvelja langvistum. Þor-
steinn er maður prúður og látlaus
eins og faðir hans. Stundar hann
bæði verZlun og búskap og ferst
hvorttveggja vel úr hendi. Marg-
vísfegar trúnaðarstöður hefir hann
skipað fyrir sveitarfélagið, og er auk
þess póstafgreiðsluimaður bygðar-
innar. Kona hans er dugleg og á-
hugasöm, og manni sínum samhent
í öllu. Ólíklegt þykir mér að Páli
og Oddnýj u hafi órað fyrir því, er
þau ruddu sér rjóður hér í blind-
skógi fyrir rúmum fjörutíu árum,
að sonur þeirra, þá í reifum, myndi
reisa hér slíka höll. En slíkur er
árangur íslenzkrar þrautseigju og
drenglyndis. Hér stendur höllin og
hér sit eg, aðkomumaðurinn, og nýt
rikulega ávaxta af magra ára striti
föður og sonar.
Gluggarnir ú framhlið hússins eru
stórir, og veit á björtum degi, ynd-
íslegt útsýni yfir hið víðfeðma haf,
og skrúðgrænar og skógi vaxnar
hlíðar Vancouver eyjunnar, sem rís
úr hafinu í tuttugu og fimm mílna
fjarlægð. Sundið milli eyjarinnar
og meginlandsins er aðalþjóðvegur
austurlandaskipanna miklu, og á öll-
um tímum ársins getur að líta þess-
ar fljótandi hallir á leið til Japan og
Kína, eða á leið til Vancouver, hinn-
ar miklu verzlunarborgar á vestur-
strönd Kanada. Einnig fer þar oft
mikil mergð annara skipa af ýmsum
stærðum. Á sumrum er hér verstöð
og er þá oft mikill fjöldi fiskiskipa
á sveimi rétt utan við landsteinana.
Virðist þá stundum, langt til að sjá,
sem skógur standi í sjónum, svo
mörg eru möstrin.
Á fjörubakkanum, ofar íbúðar-
húsi hjónanna er allmikil þyrping
litilla tiimburhúsa. Eru það bústað-
ir fólks, sem á sumrum kemur úr
öllum áttum, til að njóta útiloftsins
og sveitasælunnar á þessum kyrláta
stað. Vill þó stundum bregða til
beggja vona með rósemina þegar
fólksfjöldinn er sem mestur. Eng-
inn undrast slíkt. Þegar fólkið úr
stórborgunum, sem vikum saman
hefir verið innilokað í rykugum
verksmiðjum og loftillum skrifstof-
um, kemur hingað, kostar það kapps
um að hrista af sér mollu hversdags-
lí'fsins. Verður þá oft glatt á hjalla.
Á síðari árum hefir tala sumargesta
aukist hraðfari. Umboðsmenn
stjórnarinnar, sem lita eftir ferða-
mönnum og flutningi yfir landa-
mæralínuna hér, gáfu mér nýlega
þær upplýsingar að árið 1936 hafi
33,235 bifreiðar og 118,518 manns
farið hér um. Einn daginn, á síð-
astliðnu sumri afgreiddi skrifstofan
800 bíla og 4,000 farþega. Sumarið
er þá líka há-bjargræðistimi þessara
hjóna, sem eg gisti hjá, og margra
annara, sem stunda greiðasölu og
annast sumargesti. Þorsteinn hefir
bygt flest þessi hús sjálfur, sem
standa á landareign hans, en leigir
þau til sitmardvalar. En nú eru hús-
in auð og tóm og alt er hljótt að
húsabaki.
í dag er þrútið loft og þungur
sjór. Myrkur þokubakki hvílir yfir
hafinu skamt undan landi. Öldurnar
velta sér þunglamalega í fjörusand-
inum, sterkur hrynjandi þeirra er
sem'áhrifamikið sönglag; úðinn af
hvítum kömbum þeirra þyrlast öðru
hvoru allnærri glugganum þar sem
eg sit. En húsið er bygt á sterkmn
grunni, og hár malarkambur veitir
| æstusn Ægisdætrum svo öflugt við-
I nám að þær missa máttinn. Þær
| geta ekki grandað húsinu sem á
1 bjargi er bygt. Mér er því óhætt,
j enda á eg að stýra messugjörð í
í kirkju sveitarinnar í kvöld.
Hversvegna er eg, sveitapiltur of-
an úr dölum á slandi, staddur hér
við hið yzta haf ? Lengra vesfur get
eg ekki komist á meginlandi Norður-
Ameriku. Til þess að svara þessari
spurningu verð eg að láta hugann
reika aftur í tímann. Stutt yfirlit
yfir tvöfalda tölu æfiára minna, eða
því sem næst, veitir svarið.
Sveitin heitir Point Roberts, eða
Hróbjartstangi. Nafnið er þannig
til konuð að landkönnuðurinn frægi,
George Vancouver, sá sem samnefnd
borg er heitin eftir, og sömuleiðis
eyja sú, er áður er nefnd, gaf tang-
anum nafnið. Vildi hann með þvi
heiðra og halda á lofti minningu
vinar síns og starfsbróður í land-
könnunarferðum, Henry Roberts,
kafteins í sjóliði Rreta. Þetta var
árið 1792. Þó var það ekki fyr en
rúmlega hundrað árum síðar að
svæði þetta var opnað til landnáms.
Frá sjónarmiði landafræðinnar er
tanginn einkennilegur að því leyti að
hann er landfastur við Kanada, en
skagar um tvær mílur suður fyrir
landamæralinu Bandaríkjanna, en er
að öllu leyti fráskilinn meginlandi
þeirra. Frá austri til vesturs er
landspilda þessi aðeins hálf-þriðja
m.íla á breidd. Að austan er tang-
inn mjög sæbrattur en hallar vestur
á bóginn, og er um miðju nokkuð
fyrir neðan sjávarmál. í stórviðr-
um hefir sjór oft gengið þar á land
upp og valdið miklum skemdum.
Snemma á landnámstið reistu bænd-
ur þar landvarnargarð, en fyrir
nokkrjúm árum braut hann niður að
tnestu. Hljóp þá stjórnin undir
bagga og bygði annan flóðgarð
miklu hærri og voldugri en liinn
fyrri. Er garður þessi rúnjlega ein
míla að lengd, og kostaði að sögn
um 30,000 dollara. Er garðurinn
um leið akbraut, og veitist þaðan
fagurt útsýni bæði til lands og sjáv-
ar.
Upphaflega mun stjórn Banda-
ríkjanna hafa ætlast til að þetta pláss
yrði notað fyrir herskipastöð. Af
því varð þó ekki. Hefir það ef til
vill ekki þótt tilhlýðilegt að byggja
slikt vígi á meginlandi Kanada.
Árið 1908 var tanginn 'formlega
gefinn til landnáms. Löngu fyrir
þann tíma höfðu allmargir íslend-
ingar sezt þar að og búið um sig í
von um að verða ekki hraktir burtu.
Mun það hafa valdið nokkru um af-
stöðu stjórnarinnar að þessir imenn
voru landnámsmenn, sem þegar
höfðu sýnt sig líklega til að um-
skapa landið með ráði og ræktun.
Er nú þessi litla sveit hin búsældar-
legasta. Eftir siðustu manntals-
skýrslum eru nú 280 manns búsettir
hér, um tveir þriðju þeirra eru
heimanfluttir íslendingar og afkom-
endur þeirra. Er þessi bygð að þvi
leyti smámynd af öðrum nýbygðuim
vestan hafs, að i henni finst fólk úr
flestum sveitum ættjarðarinnar.
Þetta fólk hefir varðveitt þjóð-
ernislega og trúarlega arfleifð sína
betur en margar aðrar sveitir, sem
fjölmennari eru. Elzti félagsskap-
ur íslendinga hér er lestrarfélagið
“Hafstjarnan.” Á það bókasafn
mikið og gott, og bætast því á hverju
ári flestar þær bækur, sem gefnar
eru út á íslandi. Áhugi er mikill
fyrir íslenzkum málum, og eldra
fólkið fylgist undra vel með öllu sem
bezt er hugsað og sagt “heima,” og
einnig hinu sem miður fer. Yngra
fólkið gefur sig þó lítið að þessum
EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS
NOTIÐ NUGA-TONE
pau hln ýmsu eiturefni, er setjast að
í likamanum og frá meltingarleysi stafa,
verða að rýma sæti, er NUGA-TONE
kemur til sögunnar; gildir þetta einnig
um höfuðverk, o. s. frv.
NUGA-TONE vi3ar öhollum efnum á
dyr, enda eiga miljónir manna og
kvenna þvf heilsu sfna að þakka.
Notið UGA-SOL, við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50c.
íslenzka fróðleik, en semur sig því
meira í lestri, málfari qg hugsun að
hérlendum staðháttum. Er þess
líka fyllilega að vænta, og mun vera
sameiginleg afstaða íslenzkrar æsku
hvarvetna í landi þessu.
Kirkjulegt starf hefir verið rekið
hér frá upphafi bygðar. Stendur
það einnig á þjóðlegum grundvelli
að því er íslenzkt mál er notað við
messugjörðir, sem fara fram í anda
hinnar lútersku kirkju. Blaine prest-
ar hafa jafnan veitt bygðinni kirkju-
lega þjónustu; hefir kirkjan 'hér
verið annexía þaðan. Hér er söfn-
uður, og mjög snotur og vönduð
kirkja. Margir bygðarbúar standa
að vísu utan safnaðarins, en sækja
þó oft guðsþjónustur engu síður en
hinir. Þótt menn hér, sem annars-
staðar, kunni að vera margvislega
sinnaðir ’andlega, halda, þeir saman
um þennan kirkjulega félagsskap, og
hlyntia að honum með ýmsu móti.
Trúfræðilegar deilur og félagslegur
andhælisháttur hafa aldrei náð fót-
festu hér. Veldur þar vafalaust fá-
menni bygðarinnar nokkru um;
mönnuim hefir skilist að i svo litlu
mannfélagi sem þessu, yrðu allir að
halda saman til þess að nokkur fé-
lagsskapur gæti þróast.
Eg er hér staddur, svo sem áfður
var um getið, í messuferð. Er nú
gert ráð fyrir einni guðsþjónustu á
mánuði. Öllum sem þekkja til er það
ijóst að slíkt er mjög ófullnægjandi
þjónusta, og miðar frekar að við-
haldi en framför á hinu kirkjulega
starfssviði. En vegalengdirnar sem
ferðast þarf til þessarar þjónustu,
(130 mílur fram, og til baka) og
fjárhagsleg fátækt þeirra, sem starf-
ið stýðja virðast fyrirmuna frekari
aðgjörðir. En hér þarf að rísa upp
kirkjuleg starfsemi á ensku máli,
samhliða þeirri íslenzku, er taki svo
við af henni er tímar líða og hennar
þarf ekki lengur með.
Sem vísir þess, sem verða þarf,
ef kirkjulegt starf á ekki að liða
undir lok á þessum slóðum á næsta
aldarfjórðungi hefi eg efnt til sér-
stakra guðræknisfunda sem nú fara
fram i kirkjunni hér á hverju kveldi
þessa viku. Alt fer frarn, á ensku
máli á þessum samkomum, og hafa
þær verið sóttar betur en eg þorði að
vonast eftir í byrjun, einkum þegar
þess er gætt, að veður og færð hafa
verið mjög óhagstæð undanfarnar
vikur. En unga fólkið kemur 'hóp-
um saman á hverju kveldi, og réttir
hinum eldri sem að þessum máluim
starfa örfandi hönd.
Mér til aðstoðar við þessar auka-
samkomur er maður austan frá
Philadelphia, August Pohlman að
nafni. Ef til vill er það tilviljun
ein að hann á heima í borginni, sem
ber nafn hins “bróðurlega kærleika,”
en bróðurlegur er hann og alúðlegur
í framkomu við alla. Þessi maður
er bæði prestur og læknir að ment-
un. Utn nokkur ár starfaði hann
sem læknir og trúboði austur í
Líberíu, svertingjalýðveldinu á
vesturströnd Afríku. Þaðan kom
hann farinn að heilsu, en tók þó að
sér litla trúboðskirkju í úthverfi
Philadelphiu borgar. Smám saman
fór heilsa Pohlmans batnandi og
söfnuður hans óx að sama skapi. Á
sjötíu ára afmæli sínu fyrir þremur
árum sagði hánn af sér prestlegri
þjónustu, var tala safnaðarfólks
hans þá rúmlega 4,<x>o. Síðustu ár-
in hefir hann ferðast víðsvegar
meðal trúboðssafnaða Sameinuðu
lútersku kirkjunnar. Pacific synod-
an, sem er ein deildin i þessu kirkju-
félagi hefir ráðið Dr. Pohknan til að
starfa nú um nokkra mánuði. Njót-
uim við hér á tanganum góðs af ferð-
um hans. í gær talaði hann í skóla
bygðarinnar. Voru allir bekkir þar
samankomnir. Varð unglingunum
ræðan svo minnisstæð að þeir tala
um hana hvar sem þeir fara, hefir
það orðið til þess að auka aðsókn
að samkomunum í kirkjunni. Flest
heimili bygðarinnar höfum við heim-
^GOOD HEALTH“
FOR OÍILY 4< fl DflY
Hundruð Winnipegbúa efla heilsu
sína með því að éta VITA-KELP
töflur, hina nýju málmefna fæðu.
VITA-KELP ber mikinn árangur
til lækningar taugabilun, gigt,
bakverk, meltingarleysi, ónðgri
líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn-
leysi og mörgum fleiri kvillum,
sem stafa frá skorti málmefna í
likamanum.
Fáið flösku I dag! Tryggið
heilsu yðar fyrir 2 til 4c á dag.
Fæst í öllum lyfjabúðum eða
póstfrítt hjá
Runion’s Drug Store
541% ELLICE AVE.
Winnipeg
SlMI 31355
Verð: 200 töflur ......$1.50
350 töflur ..... $2.25
1000 töflur ......$5.40
sótt þessa dagana, að undanteknum
nokkrum, þar sem blautir vegir hafa j
gert okkur ógreiðan aðgang.
Dr. Pohlman talar eins og sá sem
valdið hefir um vísindaleg efni, og
samrýmir þau við þau sannindi sem !
kristindómurinn heldur fram. Marg*-
ir virðast þeirrar skoðunar að trú
og vísindi séu tvær andvígar stefnur.
I stað þess að vera andvigar, upp-
fylla þær hvor aðra, og hver þeirra
um sig er ófullkomin án 'hinnar. 1
Vísindin gera trúarbrögðin skyn-
samleg, og trúarbrögðin gera vís-
indin imannúðleg, klæða þau anda og
holdi. Vísindalegur rétttrúnaður
sem einskorðar sig við einhverjar
kenningar, sem hinn endanlega sann-
leika, er óvísindalegur. Vísindi er
það sem maður veit, en ekki það sem
hann giskar á eða telur rétt að vera.
Fremstu vísindamenn samtiðarinn-
ar viðurkenna að “þekking vor er í
molum” og að sannleikurinn er ekki
bundinn við hina svonefndu vís-
indalegu farvegi eingöngu á leið
sinni til mannlegra skilningarvita.
Kristileg guðfræði heldur fram lífs-
speki þar sem systurnar, trúarbrögð-
in og vísindin standa hlið við hlið,
leitast við að svara spurningum og
leiða huga hans á hærri svið. Eng-
in vísindi fá nokkru sinni afsannað
þá lífsreynslu, sam menn geta öðl-
ast í andlegri samfylgd með Jesú
Kristi, en án vísindalegrar ná-
kvæmni í sögulegum rannsóknum
mundu menn ekki þekkja hann, né
eiga tök á að kynnast honum.
Guðsþjónustan er afstaðin. Fólkið
hlustaði með eftirtekt og augsýni-
legri ánægju á hina vingjarnlegu og
frjálslegu framsetning ræðumanns-
Bankinn
getur það ekki!
Hvernig getur kaupmaðurinn
gert það?
Ai) SE.LJA gegn mánaðarafborg-
unum, án þess að setja eitthvað
upp fyrir þann aukakostnað, sem
því fylgir “að selja á tíma,” er eins
óhugsandi eins og- fyrir banka að
lána peninga án vaxta. Grundva.ll-
aratriðið er hið sama í báðum til-
fellum og bankinn segir að það sé
ekki hægt.
Peningaverð á EATONS vörum
innibindur ekkert af þeim kostnaði,
sem því fylgir að selja á tíma; það
er hið sanna peningaverð bygt á
hagkvæmni verzlunar fyrir peninga.
Þeir, sem verzla samkvæmt afborg-
unaraðferð Eatons, greiða sann-
gjarna aukaþóknun í viðbót við hið
lága peningaverð vörunnar, til þess
að standa straum af afborgunar-
hlunnindunum. Þess vegna er báð-
um það jafhljóst hvað þeir borga
fyrir, og sá sem verzlar fyrir pen-
inga út í hönd, greiðir ekkert fyrir
lánshlunnindi, sem hann ekki nýtur.
Afborgunar aðferðin gildir um hús-
gögn, gólfteppi, Innanstokksmuni og
vissar aðrar vörutegundir, sé keypt
fyrir $25.00 eða meira.
✓T. EATON
C A N A O A
ms.
Allir eru í fasta svefni. Hvergi
heyrist hljóð nema óaflátanlegur
niður hafrótsins í f jörugrjótinu.
Hróbjartstangi stendur sem klettur
í hafinu. í skjóli hans hafa draum-
ar landnemans ræzt, og vonir land-
nemans sona náð fram að ganga.
Óvíða í nýbygðum íslendinga eru
traustari minnismerki manndáðar og
þrautseigju. Hversu lengi mun þessi
bygð halda sérkennum sínum ?
Hversu lengi mun eima eftir af ís-
lenzku þjóðerni á þessum stað?
Munu sagnaritarar síðari tíma ef til
vill segja um afkomendur hinna
fyrstu íslendinga sem hér ruddu
skóga og reistu bú : “Tungunni hafa
þeir gleymt, en trúnni hafa þeir
haldið ?”
Spyr sá sem ekki veit, og starir
út í myrkrið. Löðrandi brimið úti-
fyrir hvæsir og hvíslar til skiftis:
Þú skalt — þú skalt!
Er það mögulegt að hvinurinn í
hinum sjóðandi bræðslupotti þjóð-
flokkanna í Ameríku ógni íslenzkum
lýð með slíkum orðum ? Er það ekki
óhugsandi að hin þjóðernislega og
trúarlega arfleifð okkar eigi eftir að
sogast út í hið yzta haf ?
The Argentine Magazine
í uB.enos Aires flytur í jólahefti sinu
ritgerð eftir Halldór Kiljan Laxness
er hann nefnir “Literature in Ice-
land,” — stutt yfirlit yfir íslenzkar
bókmeníir. í sambandi við grein
Halldórs flytur ritið myndir frá Is-
landi og allítarlegar upplýsingar um
landið sem ferðamannaland.
Minni Betel
Erindi flutt á afmælissamkomu
Betel, í Fyrstu lútersku kirkju
í Winnipeg, þ. 1. marz 1937.
Eftir séra Jóhann Bjarnason.
Þegar maður kemur með skipi til
Gimli, hvort heldur er að norðan
eða að sunnan, ber lang mest á einni
sérstakri bygging þar í bæ, er gnæf-
ir yfir allan bæinn og sézt langt til
utan af vatni, löngu áður en imaður
fær greint nokkur húsaskil þar í bæ.
Byggþigin er g&malmennaheimilið
Betel, rammgjör kastali, reistur úr
steinsteypu og múrsteini, hin vand-
aðasta bygging. Er sénnilega ein-
hver hin voldugasta og mesta bygg-
ing á vesturbökkum Winnipeg-
vatns. Stendur lítið eitt sunnar en í
miðjum Gimli-bæ og er í röð þeirr-
ar húsaþyrpingar, sem stendur aust-
ast í bænum og næst vatninu sjálfu.
Roskinn maður og hugljúfur, er
kom til Gimli með foreldrum sínum
1876, þá tíu ára gamall drengur, hef-
ir sagt mér, að hús þeirra dr. Jóns
Bjarnasonar og frú Láru, þar sem
hann man bezt eftir þeim, hafi stað-
ið þar sem Betel er nú. Minnir
hann fastlega að bletturinn, sem hús-
ið stóð á, hafi verið þar sem nú er
suð-austur horn hinnar stóru bygg-
ingar, eða þar sem í dag er sam-
komusalur heimilisins. Virðist mér
þetta út af fyrir sig vera talsvert
merkilegt atriði. Mun aliment álit-
ið, af þeim er til þekkja, að hug-
myndin um íslenzkt gamalmenna-
heimili hafi komið íyrst upp í huga
frú Láru. Má þá eiga það nokk-
urnveginn víst, að um það áhugamál
hafi hún fyrst talað við mann sinn,
ef til vill mörgum sinnum, áður en
hún bar það fraim, á fundum í kven-
félagi Fyrsta lúterska safnaðar, en í
þeim félagsskap var fyrst verulega
hlúð að hugmyndinni og fyrstu
framkvæmdir hafðar í málinu. Mál-
efninu í heild sinni haldið vakandi
hjá almenningi, ef svo má að orði
komast, og allmikill sjóður mynd-
aður, er fór vaxandi, þar til að
stofnunin sjálf komst á fót. En
sjóðurinn beint tilefni til þess, að
vogað var að byrja starfið eins
snemma og það var gjört.
Líklega er það nú ekki sennilegt,
áð hugmyndin um líknarstofnun ís-
lenzkra gamalmenna hafi verið farin
að hreyfa sér í hjarta eða huga frú
Láru, þegar þau hjón bjuggu í litla
húsinu á Gimli, einmitt á blettinum
þar sem Betel er nú. En að svo
skyldi verða, að íslenzka gamal-
menna heimilið, þegar það komst á
varanlegan grundvöll, skyldi einmitt
lenda á þeim bletfi, þar sem á land-
námstíð stóð heimili þeirra stór-
merku og ágætu hjóna, dr. Jóns
Bjarnasonar og frú Láru konu hans,
það er merkilegt og eftirtektavert
atriði. Því hefði ekki stofnun heim-
ilisins orðið eins mikið og heitt á-
hugamál í hjarta hinnar mikilhæfu,
framliðnu konu, eins og það varð,
og það snemma á tíð, þá er mikið
spursmál hvort stofnunin hefði
komist upp nokkursstaðar nærri
þeirri tíð þegar hún komst á fót, eða
jafnvel hvort hún væri enn komin
upp. En að Betel var stofnað og
starfrækt, með þvi láni og þeirri
blessun er starfinu hefir jafnan
fylgt, það má óhætt teljast með hin-
um helztu viðburðum i landnáms-
sögu vorri hér vestra.
Haft var eftir búhöld einum
miklum á íslandi, þegar eg var þar
sipádrengur, að bezt og hentugast
væri fyrir ung hjón að öyrja búskap
þegar illa léti í ári, því þá mundu
þau verða sparsamari og varfærnari
í öllum útlátum og f járeyðslu, en ef
þau settu bú saman þá er alt gengi
vel. Þóttist bóndi þessi hafa veitt
þessu eftirtekt og væri álit lians því
blátt áfram bygt á reynslu. Heyrði
eg greinda menn tala um þetta. Og
þó að þeim í fyrstu kæmi þetta álit
nokkuð undarlega fyrir, þá virtist
mér þó sem þeir teldu, að álit gamla
búmannsins mundi vera á talsverð-
HONEYSUCKLE CAKES
Pies
Rolls
Buns
Ask For Them From Your Grocer
Honeysuckle Bakeries Limited
818 Winnipeg Ave.