Lögberg - 25.03.1937, Page 4

Lögberg - 25.03.1937, Page 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. MABZ 1937 Högberg Geíið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE8S LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba TJtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerS $3.00 um árið — Borffist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 32 7 Œskulýðurinn og Kirkjan (Rœða flutt i Fyrstu lút. kirkju 14. marz 1937) Eftir dr. Björn B. Jónsson. Eins og móðir huggar son sinn, eins mun eg hugga yður; í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða.—Jesaja 66,13. 1 mánaðarriti því, er Prestafélag Islands gefur út, og heitir “Kirkjuritið,” janúar- heftinu, er ágæt áramóta-hugvegja eftir rit- stjórann, prófessor Ásmund Guðmundsson, og er fyrirsögn hennar “Undir jöklinum. ” Er þar liaft að inngangsorðum frásögn, sem birst hafði nýlega, eftir ungan mann, Sigurð á Kvískerjum, um hrap lians í snjóflóði inn undir brún Breiðamerkur-jökuls, og hugsanir hans, unz honum varð borgið jtaðan. Rit- stjórinn segir: “Meðan slík mannsefni vaxa upp með þjóðinni, er einkis örvænt um hennar hag.” Skal hér tilfærð skýrsla blaðsins um at- burðinn: “Geigvænt farg grúfði yfir þessum unga manui, “köld yfirsæng,” eins og hann komst að orði, ef til vill dauðinn sjálfur, kviksetning undir klaka og snjó. En hann þvarr hvergi stilling né hug- prýði, jafnvel ekki þegar dimdi af nótt. Hann hugsaði til ástvina sinna heima og von- aði að harmurinn yrði þeim ekki of þungur, ef hann léti nú líf sitt. Hann mintist sérstak- lega móður sinnar, sem hafði séð svo vel um heimanbúnað lians, látið hann hafa tvo trefla, svo honum kólnaði ekki á höfði né brjósti. Hugur hans hvarflaði til orða Hallgr. Péturs- sonar um dauðann: “Kom þú sæll, þegar þú vilt.” Trú hans, barnsleg og kreddulaus, var voldug og sterk þessa löngu örlagastund á landamærum lífs og dauða. Hann söng undir jöklinum sálminn: “ A hendur fel þú honum, ’ ’ og hugurinn komst í fult jafnvægi. “Eg held,” segir hann,” að þeir, sem halda því fram, að trú sé einkis virði, hafi aldrei reynt neitt þessu svipað.” Hann trúði á krafta- verkið; það var kraftaverk, að hann skyldi komast'lífs af og ómeiddur niður hlíðina og hamraflugið, “ og það væri nú eiginlega ekki líklegt, að Guð léti það verða svo endaslept, að láta hann deyja þarna/niðri.” Versið “Nú legg eg augun aftur’-’ var kvöldbæn hans og hann blundaði síðan jafn-áhyggjulaus og hann væri í rúminu sínu heima. Trúin var afltaugin, sem hélt uppi kjarki hans. Henni var það að þakka, að hann komst heill á sál og líkama úr þessari ægilegu þrekraun. Hjálpin kom að lokum meðan hann söng: ‘ ‘ Lofið vorn Drottin. ” Söngurinn hafði vísað leitarmönn- unum til hans.” í þessari frásögn hins unga manns fann próf. Ásm. Guðmundsson efni í áramóta-hug- vekju fyrir alla þjóðina íslenzku. Ályktunar- orð hans eru: ‘ ‘ Þjóðin er unglingur, sem hef- ir borist inn undir jökulbrún.” 1 frásögn þessari fæ eg og efni í hugvekju mína í kvöld, þó frá öðru sjónarsviði sé. Ung- lingurinn í snjóflóðinu er mér ímynd æskunn- ar, eða æskulýðsins, eins og æskulýður vor kemur mér fyrir sjónir. Snjóflóð nútíðar óæris og erfiðleika hefir skollið á æskulýð samtíðarinnar. Eg hefi ekki séð á minni æfi neitt jafn átakanlega sorglegt eins og kjör þau, sem saklaus æskan hefir orðið fyrir, fyrst í stríðinu og síðan undir hinum kalda jökli fjárhagskreppunnar. Það verður þá og hlutyerk vort í kvöld að athuga, hvernig æsk- an hefir reynst í snjóflóðinu, hvort hún líkist Sigurði unga á Kvískerjum og hvort hún syngur eins og hann trúar- og sigursöngva undir jöklinum, og hver von er að hún komi lífs og ómeidd niður hlíðina og hamraflugið.# Og í öðru lagi verður það hlutverk vort í kvöld að athuga, hvern heimanbúnað æskan fær frá móður sinni, kirkjunni, hvort móðirin, kirkjan vor, býr út börnin sín, með'tveimur treflum, eins og móðir Sigurðar, svo ekki verði þeim kalt undir jökli lífsins, hvorki á höfði né brjósti. Eg gerist þá fyrst leitarmaður, fer að leita æskunnar og geng á hljóðið: sálmasöng æskunnar undir jöklinum. Mér dylst ekki, að sá söngur er mikill og fagur. Hins vegar dylst mér ekki, að á sumum stöðum undir jöklinum' hefir söngurinn þagnað. Sumir unglngarnir hafa þar sýnilega farist í snjó- flóðinu. Myndin verður því ekki öll fögur. Eg er að tala um vorn eiginn æskulýð. Og eg er að tala um hann frá sjónarmiði kirkju og kristindóms. Eg er að leita æskunnar. Það er sunnu- dagsmorgunn. Klukkan slær ellefu. Eg geng úr skrúðhúsinu inn í kirkjukórinn. Þar mæt- ir mér fríð sveit svanna og sveina,.er kemur inn um hinar dyrnar, hvítklædd og tíguleg. Hin fagra sveit sezt á söngpallinn og heldur uppi hátíðlegum söng í messunni. Þá eg hefi beðið bæn mína við altarið, sný eg mér að söfnuðinum. Ásamt all-mörgu fullorðnu I fólki, feðrum og mæðrum, er sitja þar hjá börnum sínum, blasir við mér fjöldi andlita ungra manna og meyja. Meðan á “samskot- um” stendur kasta egstundum tölu á ungling- ana, og verð fyrir vonbrigðum ef þá fæ eg talið færri en 150 ungmenni, auk hins eldra fólksins. Miðað við tölu safnaðarfólks, er kirkju sækir og borið saman við morgunguðs- þjðnustur í öðrum kirkjum er kirkjusókn unga fólksins hér frábærlega góð. Þá úti er morgunmessan fyllist kirkjan að vörmu spori aftur. Koma þá venjulega um 400 börn og ungmenni í kirkju til fræðslu og guðsþjónustu. Vér köllum það sunnudags- skóla, en það er eigi síður gTiðsþjónusta en skóli: Guðsorða-lestur, söngur og tilbeiðsla. Skiftist hópurinn í þrjá flokka oftast. í her- bergi sér uppi á lofti er smábarna liópurimi. 1 fundarsalnum niðri er hópur hinna yngri unglinga. Hér í guðsþjónustmsalnum sjálf- um eru ungmenni, sem hvað líður komast á fermingar aldur og þau, sem eldri eru. Er það stærsti hópurinn. Því missögn væri það, að ungmenni hætti sunnudagsskóla göngu við ferminguna. Skýrslan sýnir að margt á ann- að liundráð unglinga frá fermingar-aldri og fram undir tvítugt eru innritaðir. Þessa hina stóru hópa æskulýðsins annast hvern sunnu- dag 46 umsjónarmenn og kennarar. Eru þar til forystu og leiðsagnar nokkrir eldri menn og konur, sem sýna frábæra alúð og skyldu- nekni við starfið, en langílestir kennaranna eru ungir menn og ungar meyjar. Þannig er hið krLstilega fræðslustarf safnaðarins, það starf sem er þýðingarmest af öllu, að svona miklu leyti í höndum æskunnar sjálfrar. Þetta tillag æskuimar til kirkjunnar verður ekki til peninga metið, en engum fær dulist hve dýr- mætt það er. Svo að segja hvarvetna í kristninni er það talin áreiðanlegasta mælisnúra á trúarlíf hins kristna safnaðar, hver rækt þar er lögð við hið heilaga kvöldmáltíðar sakramenti Drottins vors Jesú Krists, kenniteiknið, sem Kristur gaf lærisveinum sínum. Er vér-at- liugum það hjá oss, megum vér fagna yfir því, að þar er söngur æskunnar yndislega mikill og fagur undir jöklinum. Á síðari árum hefir tala altarisgesta stórum aukist í þessum söfn- uði. Náði talan hámarki á síðastliðnu ári. Var það ár tala altarisgesta í Fyrsta lúterska söfnuði 663. Áður hafði hún hæðst verið 561. Þessi aukna rækt, sem nú er lögð við altaris- sakramentið, er algjörlega unga fólkinu að þakka, enda fækkar á öllum sviðum gamla fólkinu, en því unga fjölgar. Svo sem kunn- ugt er, þá er hádegismessan einkum guðsþjón- usta hinna yngri, en kvöldmessan nær ein- göngu guðsþjónusta hinna eldri. Kirkjubók síðastliðins árs ber það með sér, aff til guðs- borgs gengu við hádegismessur 544, en við síðdegismessur 119. Nú er það þó að athuga, að ein altarisgangan var sameiginleg, og er munurinn því minni en tölurnar bera með sér. Samt er það augljóst, að það er fjölmenni hins unga fólks við altarisborðið, sem eftir þessari mælisnúru að dæma, fremur öllu ber vott um lifandi trú í brjósti safnaðarins. Þegar læknir rannsakar heilbrigis- ástand líkamans, er mest undir því komið, hvers hann verður var, þá hann hlustar hjart- að. Trúin er hjarta safnaðariús. Alt er far- ið ef hjartað bilar. Dauður er og söfnuður- inn ef trúin bilar. Það getur verið um hríð margbrotið og enda all-fjörugt félagslíf. En sé ekki trúin ákveðin og lifandi varir það ekki lengi. Söfnuðurinn er trúarfélag, og ekkert annað. Úr honum verður ekkert ef hann er tómt félag án trúar. Samkvæmislíf, fundir og skemtanir í söfnuðinum er alt gott og nyt- samt. En aukaatriði eru það einungis. Lif- andi trú og áhugi fyrir henni er einasta lífs- mark safnaðárins. Eg þykist hafa leitt nokkur rök að því, að hjarta æskunnar sé heilbrigt, trúin á frelsar- ann sé skýr og ákveðin hjá miklum fjölda æskulýðsins, og æskulýðurinn Vitni um tni sína með trúmensku sinni við Guðs orð og sakramenti; og eg veit ekki betur en að þorri hins unga fólks lifi fögru og siðsömu lífi og sé sem mest laus við drykkjuskap og hvers- konar óreglu. Mér getur því ekki annað virst, en að söngur unga fólksins undir jöklinum sé bæði kraftmikill og fagur. Satt að segja finst mér lífs- og kirkjusöngur vors unga trúaða fólks vera það, sem oss ber heitast af öllu að þakka Guði fyrir. ^ 1877 “Reynd að gœðum í 60 ár” 1877 COCKSHUTT No. 8 STAL SAÐVÉL Fyrir meiri og betri uppskeru Reynslan sýnir að ekk- ert jafnast á við Cock- shutt No. 8 Stál Sáðvél. Hún hefir þrenna mikil- væga yfirburði — meira afkastamagn en viðgengst alment—meiri orku og er léttari í drætti. pessi Cockshutt No. 8 er óvenju sterkbygð, strengd og styrkt eins og brú. Areynslu þá, sem hvflir á skífu og skó má auð- veldlega laða til eftir ástæðum. Hyatt völturnar valda því hve Cockshutt Sáðvélar eru skriðmijúkar og léttar í drætti. Búnar til af 16- til 36-run stærðum við hesta eða dráttarvéla hæfi. Finnið Cockshutt umboðsmann eðaskrifið eftir bæklingi. COCKSHUTT HART-PARR TRACTOR Til þessað fá næga og ódýra orku Cockshutt H a r t-P a r r Dráttarvélar skara fram úr í öllu — nothæfni, lít- 1111 eldsneytis brenslu, auðveldri meðferð og endingu. Bæði 18-28 og 28-44 stærðirnar eru til allra hluta nytsamlegar; lítill viðahldskostnaður og nægilega þróttmiklar til þess að þér getið komið því í verk I tíma, sem gera þarf yfir alt árið. öll bygging og samsetning mótorsins, smurnings þrýsting, hinar ágætu völtur og nýtlzku tengi sendingar línur, þannig, að Hart-Parr Ðráttarvélar renna eins og nýjar árum saman. Kynnið yður hina nýju eiginleika No. 70 6-cylindra Dráttarvélar. tvennskonar fyrirmyndir; önnur fyrir gásollu en hin fyrir kerósín eða þvílíka orkublöndu. Finnið Cockshutt umboðsmann eða skrifið eftir bæklingi, “Cockshutt Hart-Parr Tractors” nú I dag. •fLIMITED WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON Önnur er þó hlið þessa máls, og á hana er sjálfsagt að drepa. Því verð- ur ekki neitað, að söngurinn undir jöklinum hefir þagtiað á tungu og sennilega í hjarta margra ungra manna. Það heyrist ekki til þeirra í kirkju. Þeir eru í andlegum skiln- ingi orðnir úti að því er virðist. Samt má ekki örvænta um þá. Það er mjög algengt að ungt fólk hvarfli frá kirkju á vissu tímabili aldurs síns. En flest af því skilar sér aft- ur, það er fengið hefir kristilegt uppeldi í heimahúsum og kirkju. Þótt um undantekniirgar sé að ræða, þá er það reynsla vor, að þau ung- menni haldast við kirkju, sem eiga kirkjurækna foreldra. Aftur á móti hverfa þeir unglingar mjög oft úr kirkju, ekki löngu eftir fermingu, sem þá foreldra eiga, sem ekki ganga reglulega í kirkju, eða þar sem á heimilum er ekki hlýr andi gagnvart kirkjunni, enda þó börnin. hafi verið send þangað. Sannast hér sem oftar hið íslenzka orðtæki: “Grísir gjalda, en gömul svin valda.” Þó eru samt mörg þau raunveruleg dæmi, að þrátt fyrir trú og trúrækni foreldr- anna, missa þau börnin sín, er þau stálpast, frá trú og kirkju. Sorg sú er kristnum foreldrum þung. Rann- saka þá foreldrar það, hvort þau sjálf hafi gert alla skyldu sina og biðja Guð að" hjálpa sér. Annað, seim varpar skugga á von- ir þær, er vér gerum oss um æsk- una og framtíð kirkjunnar í hönd- um hennar, er sú staðreynd, að hið unga fólk ekki leggur að sínum parti fé til kirkjulegra þarfa hlutfallslega við hið eldra fólk. Er því borinn kviðbogi fyrir því, að þegar hinir gömlu máttarstólpar falla frá, þá verði kirkjunni ekki lengur haldið við — nema þá sem “mission” ann- arlegra kirkjufélaga. Þetta er alvarlegt mál og við það verður að beita hinni mestu sann- girni og nærgætni, og þó gera sér engar tálvonir. Vér verðum að athuga; hvernig efnalega er ástatt fyrir unga fólk- irju. • Að því befir þegar verið vikið, hvernig snjóflóð hönmunganna hefir skollið á æskuna hina síðustu ára- tugi þessarar stríðs- og byltingar- aldar. Nær þetta til æskulýðs allra landa. Æskan er óumræðilega hart leikin á vorri tíð. Unga fólkið, er það óx upp, fann hið fyrirheitna land framtíðar sinnar bert og blásið upp og tækifærin fá til framsóknar og efnalegrar velmegunar. Vor á meðal hefir vaxið upp til fullorðins aldurs á þessari krepputið mann- vænlegur æskulýður, sem ef ástand væri með feldu móti væri nú tekinn við margvíslegu starfl við góð laun, kominn á góðan rekspöl við þá æfi- köllun, sem hver og einn hefði kos- ið sér, margir búnir að staðfesta ráð sitt og koma upp eigin heimili. En mörgum hafa verið allar bjargir bannaðar. Fjöldi hins unga fólks hefir ýmist enga atvinnu fengið eða þá illa launaða. Það er ekki mann- félaginu til sæmdar, sem þó er á Vit- orði flestra, að við stór-iðnað og stór-kaupskap flestan nota forráð- endur atvinnu-eklu almennings til ' þess að reka sýslanir sínar með færra verkaliði,_ harðara erfiði og lægra kaupgjaldi, miðað við um- setning og arð fyrirtækjanna, heldur en þeir kæmust upp með, ef í annað hús væri að venda fyrir verkafólkið. Þessi atvinnuleysis-ár hefir fjöldi ungta manna og kvenna notað tím- ann til skólagöngu með aðstoð for- eldra sinna, margir sótt háskóla, út- skrifast með nafnbótum og skír- teinum, en svo staðið uppi atvinnu- og embættis-lausir, eða þá komist að svo lélegri vinnu, að ekki gerir betur en að þeir sé matvinnungar. Þetta eru ókjör þau, sem æskulýður þess- ara ára hefir við að stríða. Inn undir þenna Breiðamerkur-jökul hefir hann borist í snjóflóði illra ör- laga, sem hann sjálfur ekki er valdur að, né ræður við. Að sönnu má segja líkt og hið sama um kjör hinna eldri. En þó finst mér að manni hljóti að taka sárast til æskulýðsins. Eldri menn hafa áður fengið lífs- reynslu og flestir all-margra gæða notið. En æskan er að byrja, hún á alt sitt framundan, og ef ekki er í neitt nema myrkur að stefna, at- vinnuleysi eða stríð, þá þarf mikinn kjark til að brjótast áfram. Eg fæ því ekki betur séð, en að vér skuld- um æskulýðnum hina mestu nær- gætni, eigum að auðsýna honum innilega samúð, reyna að skilja hug- arfar hans og aðstöðu og dæma um hann irneð sanngirni. Sjálfsagt má með' sanni segja að sumt unga fólkið gæti lagt meira en það gerir til félagsþarfa og kirkju og benda á hve miklu það eyðir í munaðarvöru og skemtanir, með öll- um þeirra sígarettu-reykingum, kvikmynda-ferðum og dönsum. En varlega skyldum vér hinir eldri steinunum kasta, að vér ekki stofn- um gluggarúðum vorra eigin húsa í hættu, ef í það steinkast er farið. Tíminn einn leiðir það í ljós, hvort kjör æskunnar, sem nú er að verða fullorðin, batna svo, að kom- andi kynslóðin verði sjálfbjarga og fái þá haldið uppi kirkju þessari, sem liðin og verandi kynslóðir hafa svo drengilega haklið vió. Vér verð- um að leggja það sem annað á Guðs vald. Og af því eg trúi á réttlátan Guð, og af þeirri ástæðu einni, ber eg ekki kvíðboga fyrir framtíð æsk- unnar né kirkjunnar. , Sá himnesk- ur faðir, sem sópaði skýjunum burt frá sólinni, er sonur hans hrópaði í myrkrinu daginn langa: “Guð niinn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig!” mun einnig banda skýjunum burt, sem í bili skyggja á framtíð barna vorra. Fyrir mitt leyti er eg öruggur um æskuna sökum þess, að æskulýður sá, er eg þekki bezt, æskulýður þessa safnaðar, er mann- vænlegur, hraustur og óspiltur. Þó snjóflóð tímans liggi þungt á þeim, þverr ekki hugprýði æskumanna vorra. Engar fegurri raddir berast mér til eyrna, en trúar-söngur æsku- lýðsins í þessum söfnuði. Eg lagði á stað að leita hans undir jöklinum. Þar hefi eg fundið hann, en ekki einan saman. Eg fann hann þar hjá Jesú Kristi. Æskan heldur sér enp við Jesúm Krist og fyrir þvi er henni borgið. Um síðara atriði ræðuefnisins,— heimanbúnað æskunnar af hálfu móður sinnar, kirkjunnar,—verð eg sökum tímans að vera fáorður. Eg minni yður nú á textann : “Eins og móðir huggar son sinn, eins mun eg hugga yður; í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða.” Jerúsalem er kirkjan. Þar sem kirkjan er sjálfri sér trú, þá er hún móðir barna sinna. Engin sannari mynd er til af kirkj- unni en móður-myndin. Bezta einkenni sannrar móður er nærgætni við börnin sín. Móðir Sig- urðar á Kvískerjum bjó hann að heiman með tvo trefla um hálsinn. Mér þykir ekki ósennilegt, að annar trefillinn hafi verið trefillinn henn- ar sjálfrar; hún hafi sjálf gengið trefilslaus til útiverka sinna, svo. barninu hennar yrði síður kalt þar sem það var úti í kuldanum. Mæður eru þannig; þær leggja alt í sölur fyrir börn sín. Er hún nú slík móðir, kirkjan vor ? Leitast kirkjan við að búa æsk- una heiman í heiðarför lífsins, snjó- flóðin og hamraflugin með nærgætni ástríkrar móður? Óafvitandi gerum véi' foreldrar oss oft sek um ónærgætni við börn vor með því að haga heiimilislífi voru, heimilis-skemtunum, og heim- ilis-tali aðallega eftir sjálfs vor hæfi, en taka ekki tillit til hugsana og þarfa barnanna. Eins getur það ver- ið í kirkjunni. Hinir eldri, sem efn- in og ráðin hafa, sjá ‘fyrst og leggja mest rækt við það, sem þeim sjálf- um er eiginlegast, en þörfum æsk- unnar er síður fullnægt. Þetta kann að vera afsakanleg eigingirni, en ástríku móðurhjarta lýsir það ekki. Vér hinir eldri látum oss gjarnan vera hugljúfast það, sem að baki er. Viðhorf vort er í baksýn. Siðir og venjur fyrri tíma eru oss ljúfastar. Þetta er víst eðlilegt. En jafn-eðli- legt er æskunni að taka upp nýja siði. Æskan er framsýn. Að því leyti sem kirkjan er ástrík móðir er hún nærgætin um tilfinningar, hugs- anir og þarfir æskunnar. Sé kirkj- an sú ástríka móðir, sem hún á að vera, þá láta þar hinir eldri sér meir hugað um kirkjulegar þarfir hinna ungu, heldur en nokkurn tíma sjálfra sín. Móðurleg kirkja leggur alt í sölur fyrri æskuna. Hún kveink- ar sér ekki við að taka, ef á þaff að halda, trefilinn af hálsi sjálfrar sín og láta æskuna fá báða treflana. Það getur vefið margt, sem undir þessa grein kemur. Að þessu lýtur öll aðhlynning vor að trúar- og kirkjulífi hinna ungu, viðleitni vor að gjöra guðsþjónustur þeirra seim fullkomnastar og mest aðlaðandi, leggja til þeirra alla þá beztu krafta, sem vér eigum yfir að ráða, hvetja á allar lundir æskuna, uppörfa hana með nærveru vorri við kirkjulegar athafnir hennar og á allan hátt vera það, sem nærgætin móðir er börn- um sínum. í kirkjunni eins og í heimahúsum veirðum vér að um- bera ungdóminn, þó hann stundum hryggi oss. Góð móðir telur aldrei eftir tárin sín. Það er sagt, að fullkomnust allrar

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.