Lögberg - 15.04.1937, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.04.1937, Blaðsíða 1
50. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. APRIL 1937 NÚMER 15 Mikilsverð tíðindi frá þýzkalandi Um síðustu helgi bánist þær fregnir frá Þýzkalandi, að vera myndi þar á uppsiglingu víðtæk stjórnmálahreyfing í frjáls- lynda átt, er hafi það rist á stefnufána sinn, að þjóðin hristi af sér einveldis- eða al- ræðismenskuviðjarnar, en komi í þess stað upp hjá sér lýð- frjálsu stjórnarformi. Umburð- arbréfum um stefnu frjáls- lyndra samtaka í þessu augna- miði, hefir upp á síðkastið rignt yfir Berlínarbúa og íbúa flestra annara hinna stærri borga. HVEITIKONUNGUR MANITOBAFYLKIS 85 ARA Þann 9. þ. m. átti Mr. Samuel Larcombe, stórbóndi í grend við bæinn Birtle hér í fylkinu, 85 ára afmæli. Var þessa atburðar minst á viðeigandi hátt í fylkisþinginu. Mr. Larcombe hefir unnið yfir 3,000 verðlaun fyrir kornframleiðslu sína; hann er enn vel ern og áhugasamur um búnað og landsmál sem væri hann upp á sitt allra bezta. “Eg hefi ekki afkastað miklu enn,” sagði Mr. Larcombe á afmæl- isdaginn. “En auðnist mér að lifa nokkru lengur, er engan veginn ó- hugsandi að eg fái einhverju til veg- ar komið,” bætti öldungurinn við. Frá Islandi Lnflúenzan er í rénun Inflúenzan inun nú vera heldur í rénun, eftir þeim upplýsingum, sem hægt er að fá. I morgun höfðu skátum ekki borist nema 3 hjálpar- beiðnir fyrir hádegi. Alþýðublaðið átti í morgun tal Jón Oddgeir Jónsson og sagði hann, að i gær hefðu borist aðeins 13 hjálparbeiðnir, og væri það lítið samanborið við það, sem hefði verið fyrir helgina. Alls hafa skátar sint 140 beiðnum frá því þeir hófu hjálparstarfsemi sína á miðvikudagsmorgun. Á mörg heimilin, sem hjálparþurfi voru, urðu þeir að koma tvisvar á dag, því að þeir þurftu auk hjúkr- unar, að útvega heimilunum' mat, eldsneyti og meðul. Fyrir hádegið í morgun bárust þeim aðeins 3 nýjar beiðnir, en und- anfarna daga hafa þeim borist 15— 20 beiðnir fyrir hádegi. Eftir því, hversu margar hjálpar- beiðnir berast í dag fer það, hvort skátar fari að takmarka starfsemi sína til hjálpar hinum sjúku fjöl- skyldum, en það verður ekki ákveð- ið fyr en í kvöld í samráði við hér- aðslækni. Skátum hafa borist hjálparbeiðnir úr Fossvogi, innan úr Sogamýri og af Skildinganesi, auk beiðna úr bænum. Eftir þvi sem næst verður komist, mun inflúenzan vera i rénun. Fundir hófust aftur í báðum deildum alþingis i dag. —Alþbl. 15 marz. # # # Góður smásíldarafli á Seyðisfirði Undanfarnar vikur hefir veiðst töluvert af smásíld hér í firðinum, eða samtals uiri 2 þúsund tunnur. Þar af voru unnin í verksmiðj- unni um þúsund mál, og fengust úr því 230 pokar af mjöli og um 7 tonn af olíu. Verksmiðjan kaupir síldina fyrir 4.75 kr. málið. Upp á síðkastið hefir síldin verið seld í beitu til suðurf jarðanna og Hornaf jarðar á 8 krónur tunnan, og hefir veiðst vel á hana. Veðurfar hefir verið mjög slæmt undanfarið, sífeldir norðaustan stormar með snjókomu og hefir það mjög hamlað síldveiðinni. —Alþ.bl. 15. marz. Islenzk hjúkrunarkona erlendis Kristjana Guðmundsdóttir hjúkr- unarkona hefir síðastliðin þrjú ár lagt stund á hjúkrunarstörf í París- arborg. Hún hefir áður starfað sem ’ hjúkrunarkona í Danmörku, Hollandi og Belgíu og allsstaðar get- ið sér hinn bezta orðstír. Það þarf kjark til að leggja út á slíka braut í framandi landi og verða eingöngu að treysta á mátt sinn og megin, en Kristjönu hefir farnast prýðilega, enda er hún með afbrigð- um dugleg og ágætlega mentuð. Nýlega var hún fengin til að hjúkra fyrverandi drotningu Portú- gals, Amalíu, sem undaníarin ár hefir verið búsett í Versölum, við París, Hafði drotningin leitað læknis, sem hefir umsjón með Norð- urlandadeild hj úkrunarkvenna þar í borg og útvegaði hann Kristjönu til þess að hjúkra henni. Munu norrænar hjúkrunarkonur yfirleitt njóta mikils álits þar syðra. Hefðu margar þeirra auðvitað vilj- að taka að sér þetta starf. En Kristjana varð fyrir valinu vegna hæfileika sinna og góðrar mentunar. En drotningunni líkaði svo vel við hana, að hún bauð henni með sér í þriggja mánaða ferðalag til Sviss og ítalíu. Kristjana er fædd og uppalin í Reykjavík, og á því fjölmarga vini hér. Hún er dóttir þeirra hjóna frú Ingibjargar, sem býr hjá dóttur sinni hér i bæ, og Guðmundar heitins Kristjánsonar skipstjóra. Það mun ekki ofsagt, þó fullyrt sé, að Kristjana gerir sinni stétt sæmd hvar sem hún fer. —Morgunbl. 9. marz. ’ # # # Tveir íslendingar fá viðurkenningu Þýzka Akademíið í Munchen á- kvað á aðalfundi í haust að veita þeim dr. Jóni Ófeigssyni og Einari Jónssyni mag. art. virðingu sína og viðurkenningu. Samþykti Akademí- ið að gera dr. Jón Ófeigsson að heið- ursfélaga Akademísins og að veita Einari Jónssyni heiðurspening úr silfri. Akademiið í Munchen hefir það á stefnuskrá sinni að rannsaka og útbreiða þýzka tungu og stendur í náinni samvinnu við félagið Ger- mania hér í bæ. í kvöld heldur Germania hátíð og verður þeim dr. Jóni Ófeigssyni og Einari Jónssyni þar hátíðlega afhent heiðursskjal og heiðurspeningar frá Akademiinu. Viðurkenningu þessa veitir Aka- demiið fyrir störf þeirra dr. Jóns Ófeigssonar og Einars Jónssonar við samningu orðabókarinnar þýzk-ís- lenzku.—Mbl. 6. marz. # # # Nýjar hyggingar í Reykjavík Fyggngarfulltrúi bæjarins, Sig- urður I’étursson, hefir gert yfirlit yfir byggingar í bænum árið 1936. Á yfirlitinu sézt, að bygð hafa verið 100 ný íbúðarhús frá 1 hæð upp i 3 hæðir. En auk þess hefir verið bygð viðbót við nokkur hús. Á árinu bættust við 279 íbúðir. Þar af eru 106 íbúðir 2 herbergi og eldhús í steinhúsum og 6 í timbur- húsum. Þar næst hefir verið bygt mest af ibúðum með 3 herbergjum og eldhúsi, eða alls 103. Minst er af j íbúðum með 7 herbergjum og eld- húsi, eða aðeins 3. \ erkstæði og vinnustofur voru bygðar 10; gripa- og alifuglahús 8; geymsluhús, bilskúrar og spenni- stöðvar alls 36. Fimm opinberar byggingar voru bygðar á árinu, alt steinhús frá 1 upp í 3 hæðir. Þess- ar opinberu bygingar eru : Atvinnudeild Háskólans, sam'- komuhús, kartöflugeymsla, hafnar- pakkhús og aðalspennistöð við Elliðaárnar.—Mbl. 6. marz. # # . # Loðdýraræktin á Islandi Loðdýraræktarfélag íslands fékk á sl. ári hingað til íslands norskan mann, Lars Kolaas til að aðstoða félagið við ýmislegt viðvíkjandi loð- dýrarækt hér. Félagið skrifaði norsku félagi, sem fæst við sömu starfsemi, og bað það að benda á mann, sem gæti tekið að sér að leið-. beina um þessi mál hér. Tókst Lars Kolaas förina á hendur og dvaldist hann hér nokkurn tíma seint á s.l. ári. Kolaas hefir látið svo um mælt fyrir' nokkru síðan í viðtali við norskt blað, að sér litist mjög vel á loðdýraræktina íslenzku. Hann segir að silfurrefirnir ís- lenzku séu í góðri rækt en þó mis- jafnir. íslendingar hafi verið hygn- ir, segir Kolaas, er þeir keyptu frá Noregi nokkur 1. verðlauna-dýr og ólu til undaneldis. Skilyrðin til loðdýraræktar eru góð á íslandi, segir Kolaas. Þar er gnægð af ódýru kjöti og fiski. En nokkuð hefir borið á kvilhwn í dýr- unum og von íslendinga um að geta losnað við sóttir í dýrunum, sem al- gengar eru erlendis, hafa brugðist. Þær hafa eins getað þrifist í því loftslagi sem hér er. Kolaas segir að nú séu um 2,000 silfurrefir á íslandi og með góðri meðferð ætti sá stofn að aukast jafnt og þétt. Segir hann hafa keypt 11 fyrstu verðlauna dýr í Noregi handa ýmsum refabúum á íslandi og munu þau verða góður stofnbætir. En íslendingar verða að leggja mikla stund á að læra meðferð dýr- j anna sem bezt og takist það, megi búast við að loðdýraræktinni hér vegni vel í framtíðinni.—Vísir 11. marz. HITT OG ÞETTA Leikkonan Augustine Lepayer í París hélt um daginn hátiðlegt 95 ára leikaraafmæli sitt. Hún er fædd árið 1840, og byrj- aði að leika tveggja ára gömul. Yfirgaf hún aldrei upp frá því leik- sviðið, þangað til aldurinn neyddi hana til þess. Nú dvelur hún á elliheimili fyr- ir gamla listamenn. “Svartklædda stúlkan,” eins og Amerikanar kalla hana, er ein mest umtalaða konan í U.S. A. uim þess- ar mundir. Hún heitir Norma Parker og er ljómandi fögur ásýndum. En ihún hefir skotið íbúum New York skelk í bringu, með því að koma þjótandi inn í nokkur veitingahús þar í borg- inni, með skammbyssu í hendi, og ógna mcMinum til þess að láta af hendi innihald peningakassans. Aðdáanleg skemti- samkoma Barnasamkoma sú, er frám fór í Fyrstu lútersku kirl<ju á föstudags- kvöldið þann 9. þ. m., var nýstárleg í sinni röð og harla eftirminnileg; þarna var það, ef svo má segja, yngsta æskan hér í bæ, af íslenzkum stofni, er fram kom á sjónarsviðið og lét til sín heýra á hreinni og fag- urri íslenzku; öll hin langa og f jöl- breytta skemtiskrá, að einu atriði undanteknu, ramíslenzk. Slíku á fólk hér engan veginn alment að venjast, þó margt sé það vitanlega gott og vandað, er oft fer hér fram á íslenzku vor á meðal. Mr. Bergthor Emil Johnson stjórnaði samkomu þessari, er haldin var að tilhlutan Þjóðræknisfélags- ins til arðs 'fyrir barnablaðið Bald- ursbrá og Laugardagsskólann; tókst Mr. Johnson hið bezta til um stjórn samkomunnar. Eiríkur Björnsson 1851 —1936 FÖÐURMINNING Er sem endurskin Á ásýnd þinni Af nætur náfölva Norðurljósa! Liðið er þitt líf Til ljóssheima. Frjálst er nú flug' þitt, Ó, faðir minn! Skarður fer máni 1 skýjahafi, helbleik hjúpmvnd 1 hálfa stöng. Grátljúf rjúfa grafljóð Grimma þögn. Er nótt breiðir nálín Á nákta jörð. Varst Jiú vorbarni Vegastjarna, Leiddir }ni löngum Lítilmagna. Grandvar þú gekst Á Guðs vegum, 1 orði og athöfn, 1 ást og trú. Hljóð er nú þíil livíla Sem heilög jörð. Hnígur sól sviplirein! Um sumarkveld Vakna vafurlogar Um vesturhvel. Koss kveldröðuls Hann er kveðja þín. Dregur að daghvörfum, Drjúpa geislar: Deyjandi draumabörn Dagsólar. En við skógbrún skara Skýjadrög. Veðup þau vekja 1 víðáttu. Hníga hrímtár Á haustvanga í þungbærri þögn Þjáninga. Lýsir Gróttugull Er við gim jarðar Slær nótt náfölva í norðurljós. En í liugheimi Hjörtu bærast. Örfast æðaslög Eilífðar. Er við árblik Hins unga dags Andi þinn fer alfrjáls 1 upprisu. Bið eg blómin þín Síns bróður minnast Ungviði ítur Iðju þinnar. Og í hljóðu húmi Haustnátta Strá þitt leiði laufum 1 ljúfri þökk. S. E. Björnson. \ Flugleyfi Pan American Airways á Islandi verður framlengt Allar líkur benda til, að tilrauna- flugferðir hefjist þegar á sumri komanda milli íslands og einhvers Evrópulandanna fyrir atbeina Pan American Airways flugfélagsins, og að jafnframt hefjist flug hér inn- anlands. Verður einhvern næsta dag lagt fram á Alþingi frumvarp um fram- lengingu á leyfi handa Pan Ameri- can Airways um flugferðir um ís- land, en með ýmsum skilyrðum. Er þetta árangurinn af viðræðum dr. Vilhjálms Stefánssonar og Har- alds Guðmundssonar á síðastliðnu hausti, en dr. Vilhjálmur Stefánsson kom 'hingað, eins og kunnugt er, sem umboðsmaður Pan American Air- ways. Alþýðublaðið hafði í morgun tal af Haraldi Guðmundssyni atvinnu- málaráðherra, en flugmálin heyra undir hann, og skýrði hann svo frá: Eins og kunnugt er, átti dr. Vil- hjálmur Stefánsson viðræður á s.l. hausti við mig um framlengingu á leyfi því, sem Pan American hefir haft til flugferða um ísland. Þetta leyfi var útrunnið um síðustu ára- mót, vegna þess, að félagið hafði ekki uppfylt þau skilyrði, sem voru fyrir því um að framkvæmdir skyldu vera hafnar fryir hann tíma. Skilyrðin fyrir leyfinu Það varð að samkomulagi milli ráðuneytisins og dr. Vilhjálms sem ráðunauts Pan American, að leyfið skyldi framlengt með þessum skil- yrðum: f fyrsta lagi, að tilraunaflug milli íslands og einhvers Evrópurikis hefðist þegar á næsta sumri, nema óviðráðanlegar orsakir tefðu að dómi ráðherra. f öðru lagi, að sumarið 1938 skyldi félagið halda uppi að minsta kosti 2 flugferðum á mánuði milli íslands og einhvers Evrópurikis. í þriðja lagi, að félagið héldi uppi að minsta kosti 4 ferðum á mánuði yfir sumarmánuðina á sömu leiðum. í f jórða lagi, að 1939—1940 skuli félagið hefja tilraunaflug milli Evrópu og Ameríku með viðkomu á íslandi og fastar áætlunarferðir hefjist á þessari leið eigi síðar en 1942. Nú mun samgöngumálanefnd neðri deildar samkvæmt tilmælum mínum bera fram einhvern næsta dag frumvarp um framlengingu leyfisins með þessum skilyrðum, og tel eg engan vafa á því að það nái samþykki. Þátttaka P.A.A. i inn anlan d sflug i Þá ræddum við dr. Vilhjálmur Stefánsson einnig um það, að Pan American Airways taki þátt í flugi hér innanlands. Eg leit svo á að það væri mjög heppilegt fyrir fé- lagið að taka þátt í 9líku flugi til að geta jafnframt notað það til rann- sókna sinna á hæfni norðurleiðar- innar, loftslag, veðurfar o. s. frv. Vilhjálmur tók þessu ekki fjarri, en engar niðurstöður eru fengnar um þetta enn sem komið er, en fást von- andi innan skamms. Jafnframt þessu hefi eg' látið rannsaka alla möguleika fyrir því að hefja hér innanlandsflug, þótt um enga þátttöku væri að ræða af hálfu Pan American, og hefir það mál nú verið borið undir samgöngumála- nefndir beggja deilda Alþingis og hefir verið rætt þar allmikið. Likur eru til að með 60—90 þús- itnd króna stofnkostnaði mætti byrja hér flug á næsta sumri með 5 manna flugvél, sem gæti lent hvort heldur sem væri á sjó, landi eða snjó. Hefir Agnar Kofoed-Hansen haft þessi mál til íhugunar fyrir hönd ríkisst j órnarinnar. —Alþýðubl. 15. marz. Hér verður ekki farið út í einstök atriði hinnar margþættu skemti- skrár, er saman var sett af barnakór, hljóðfæraslætti, framsögn og ein- kennilegri leiksýningu “Gestir frá íslandi.” En svo verður ekki rétti- lega við Jæssa stuttu samkomufrá- sögn skilist, að ekki sé kennurum Laugardagsskólans þökkuð sú fá- dæma alúð, er þeir hafa lagt við hið dýrmæta starf sitt, feðratungu vorri til viðhalds, sem og undirbúning sam komunnar og æfing barnanna þar að lútandi. Jafnframt ber að þakka hr. Ragnari H. Ragnar 'fyrir starf hans við æfingar barnasöngflokks- ins, raddsetningu laganna og prýði- lega stjórn. Næst þegar “raddir æskunnar” láta til sín heyra; þó það ef til vill verði ekki fyr en einhverntíma á næsta ári, ættu allir að koma, sem vetlingi geta valdið. Laugardagsskólinn er jafnt og þétt að öðlast rneiri og meiri vin- sældir meðal íslendinga hér í borg; svo á það líka að vera; hið sama má segja um “Baldursbrá,” þó út- breiðsla hennar mætti vera enn al- mennari en viðgengist hefir fram að þessu. “íslendingar viljum vér allir vera!” Sönnum það með fram- kvæmdum að svo sé! HRAEFNARAÐSTEFNAN 1 GENF Sir Frederick Leith-Ross, nafn- togaður breskur hagfræðingur, sagði í ræðu, sem hann flutti á ráðstefnu þeirri um skiftingu hráefna, sem nú stendur yfir í Genf, að það væri á'lit sitt, að }>örf hinna ýmsu landa fyrir meiri hráefni til iðnaðar en þau hafa ráð á að veita sér, yrði alls ekki fullnægt með því, að afhenda þeim nýlendur, og jafnvel ekki þótt heilar álfur yrðu fengnar þeim í hendur. Þær þjóðir, sem nú bæru sig illa út hráefnaskorti, mættu ef til vill fyrst og fremst kenna sinni eigin sfefnu í fjármálum og viðskiftamál- um uni það. AUGW’SINGARIT UM ISLAND Febrúarhefti af Danish Foreign Office Journal er helgað Islandi. Hefir ritstj. Danish Foreign Office unnið að þessu hefti í samráði við sendiráð íslands í Kaupmannahöfn og Ferðaskrifstofu ríkisins. í heftinu er yfirlit yfir búskapar. líf og aðalgreinin f jallar um ísland sem ferðamannaland, eftir Ragnar Kvaran. Lýsir Kvaran ferðamanna- leið frá Reykjavík um Þingvelli, Geysi, Borgarf jörð, Holtavörðuheiði til Akureyrar og Mývatns. Erindrekar Dana um allan heim fá Danish Foreign Office Journal til útbýtingar, til þeirra, sem óska eftir því. ÍSLENZKUR NAMSSVEINN FER A KONUNGS- KRÝNINGUNA Eggert Feldsted, sextán ára gam- all námssveinn í Gordon Bell skól- anum í Winnipeg, hefir orðið fyrir vali til þess að fara á krýningarhátíð Georgs Bretakonungs, sem fram fer þann 12. maí næstkomandi. Þessi efnilegi piltur er sonur þeirra merkishjónanna Mr. og Mrs. Eggert S. Feldsted, 525 Dominion Street hér í borginni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.