Lögberg


Lögberg - 15.04.1937, Qupperneq 4

Lögberg - 15.04.1937, Qupperneq 4
4 LÖOBEBG. FIMTUDAGINN 15. APRIL 1937 ii ii Xösíjers Gefið út hvern fimtuda§ af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba TJtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerS $3.00 um drið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 8 6 32 7 Stjórnmálapistlar i. Þó enn sýnist það að vísu, því miður, eiga nokkuð langt í land, að þannig ráðist fram úr atvinnuleysinu hér í landi að viðunanlegt megi teljast, verður því þó ekki neitað, að talsvert sé bjartara umhorfs við aðkomu þess sumars, er nú fer í hönd, en við hefir gengist í allmörg undanfarin ár. Skýrslur hagstof- unnar í Ottawa eru þær einu heimildir, sem ■stuðst verður við í l>essu tilliti og teljast mega ábyggilegar. Af þeim skýrslum verður það sýnt, að borið saman við febrúarmánuð 1936, hefir tala þeirra fjölskyldna, er notið hafa styrks af hálfu hins opinbera, lækkað um 16 af hundraði, eða freklega það. Meðal þeirra tilrauna, sem sambands: stjórnin hefir gert með það fyrir augum að liðka til um atvinnu, verður að telja húsabóta lánsheimildina, sem nú eru horfur á að nyt- fa>rð verði til verulegra muna. Eins og þegar er vitað, má verja lánsfé þessu til aðgerða á heimilum, jafnt utanhúss sem innan; til nýrrar þakklæðningar, aðgerða á sólskýlum, undirstöðu og veggjum; einnig til þess að stækka heimili, byggja við þau bif- reiðaskýli og þar fram eftir götunum; þetta nær jafnframt til nýrrar vatnsleiðslu, lýsing- artækja, pappírslagningar, veggjatróðs, málningar og því öðru, er til endurnýjunar og umbóta á heimilinu telst. Svo er um hnúta búið, að lán þessi greið- ist með jöfnum mánaðarlegum afborgunum yfir þriggja ára tímabil, og verði veitt þeim, .sem heimili eiga og njóta þeirra tekna, að víst megi telja að þeir geti mætt reglubundn- um afborgunum. Annarar trvggingar er ekki krafist. Eigi skal hærra lán veitt til endurbóta einstakri eign um sig, en sem svarar $2,000, og eru vaxtakjör hin sanngjörnustu. Vita- .skuld eru þeir margir, sem heimili eiga, er ekki er þannig ástatt fyrir vegna ónógrar og illa launaðrar atvinnu, að þeir geti fært sér þessa endurbóta lánsheimild í nyt. Á hinn bóginn er þó sá hópur heimiliseigenda allstór, er auðveldlega getur við hugmynd þe&sa ráð- ið og breytt henni í raunveruleika. Þessir menn ættu að þekkja sinn vitjunartíma, semja um endurbótalán sín við bankana hið fyrsta, auka verðgildi heimila sinna með því að gera þau vistlegri, og .skapa með því atvinnu í landinu. Því fyr þess betra. Þó skiftar séu skoðanir um margt, þá virðast þó allir stjórn- málaflokkarnir á eitt sáttir um það, að þessi hugmynd um endurbætur heimila sé á heil- brigðum grundvelli bvgð, og horfi til raun- verulegra þjóðþrifa. n. Aukakosningar þær til sambandsþings- ins, sem nýlega hafa farið fram í þremur kjördæmum, eins og þegar hefir verið getið um, fóru allar á þann veg, er búist hafði verið alment við. 1 Bonaventure og Renfrew North kjördæmunum, gengu frambjóðendur frjálslynda flokksins sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða, en í Hamilton West náði íhaldsframbjóðandinn kosningu; hefir það kjördæmi jafnan sent íhaldsfulltrúa á þing í síðastliðin þrjátíu ár, og það ávalt með marg- falt meira atkvæðamagni en hér varð raunin á. Þessar aukakosningar hafa leitt það í ljós, að núverandi sambandsstjórn, þó vafalaust megi eitt og annað réttilega að gerðum henn- ar finna, nýtur enn góðs trausts hjá þjóðinni. Hér fer á eftir nokkur hluti ummæla, er blaðið Winnipeg Evening Tribune flutti fyr- ir skömmu, um fyrgreindar aukakosningar og starfsemi núverandi stjórnar. Ummæli þessi skulu hér birt vegna þess hve sanngjörn þau að flestu leyti eru, og hve mjög kveður þar við annan tón, en hjá sumum þeim blaða- nefnum, er verið hafa að úthúða King-stjórn- inni upp á síðkastið, og það öldungis út í hött: ‘ ‘ Eftir tvö ár eða svo, má vel ætla að ráða megi nokkuð af aukakosningum, sem þá kunna að fara fram, um það, hvert stefni í stjórn- málalífinu. Við engu slíku var að búast um þessar mundir. Vera má að King-stjórnin, sem setið hefir að völdu í rúmlega hálft ann- að ár, hafi tapað einhverju af fylgi sínu; all- ar stjórnir byrja að tapa jafnskjótt og þær hafa tekið við völdum. Núverndi stjórn hef- ir engin stórvægileg glappaskot gert; hún hefir engan móðgað, og yfir höfuð hefir henni tekist ágætlega til um starfrækslu og forsjá þess opinbera; hún hefir engin stórvirki unn- ið, nema ef vera skyldi viðskiftasamningarn- ir við Bandaríkin, sem Beijnett-stjórnin að vísu byrjaði á, en fékk ekki hrundið í fram- kvæmd. Atvinnuleysis þrautin er óráðin enn, þó birt hafi nokkuð til vegna aukins athafna- lífs í iðnaði og verzlun. En eins og áður var sagt, hefir stjórnarstarfrækslan yfir höfuð verið góð. Ýmsum stjórnardeildum hefir verið steypt saman, og starfrækslan með því gerð bæði ódýrari og áhrifameiri; hin nýja endurskipun á útvarpinu er hreint og beint ág-æt, auk þess sem hrundið hefir verið í framkvæmd nýjum viðskiftasamningum við Bretland, sem þannig eru úr garði gerðir, að báðir aðiljar mega vel við una. Með þetta fyrir augum, hefði það jafnvjel ekki orðið neitt undrunarefni, þó frambjóðandi frjáls- lynda flokksins hefði fengið miklu meira fylgi í Hamilton West en raun varð á.’? III. A laugardagskveldið var fóru fram þing- slit í Ottawa. Þjóðstjórinn, lávarður Tweeds- muir, las kveðjuræðuna, þakkaði þingmönn- um fyrir stjórnarinnar hönd ágæta samvinnu af liálfu allra flokka jafnt, og óskaði þeim heillar heimkomu. Alls hafði þingið átt setu í sextíu og tvo daga, og mun það mega teljast eitt hið styzta þingsetu tímabil í sögu hinnar eanadisku þjóður. Með hliðsjón af konungs- krýningunni, sem fram fer þann 12. maí, lögð- ust foringjar og framsögumenn þingflokk- anna á eitt um J>að, að greiða fyrir þingstörf- um alt sem í valdi þeirra frekast stæði; er engan veginn óhugsandi að sum mál kunni að hafa beðið við það nokkum halla, að fram- gangi þeirra var eins flýtt og raun varð á. En mikið skal til mikils vinna. Foringjar þingflokkanna leggja af stað til Lundúna ein- hverntíma rétt fyrir mánaðamótin næstu. Núverandi sambandsstjórn styðst við afar sterkan þingmeirihluta; jafnvel sterkari en holt er. Það verður því að teljast góðs viti, hvert sjálfstæði og andlegt þrek kom fram hjá þeim þingmönnum úr sjálfum stuðn- ingsmannahópi stjórnarinnar, er fundu ó- feimnislega að sérhverju því í stefnu og at- höfnum hennar, er þeir töldu í ósam- ræmi við heill þjóðarinnar. Meðal þessara manna má einkum og sérílagi telja Mr. J. T. Tliorson, Jnngmann iSelkirk kjördæmis, er kröftuglega madti á móti hinum auknu út- gjöldum til hermálanna.— Meðal löggjafaratriða ,er stjómin lagði fyrir þing og náði framgangi, má telja lögin um lífeyri lianda blindu fólki. 1 sex hundruð tilfellum voru tollar lækk- aðir, en liækkaðir í einu tilfelli( er hækkunin falin í aukinni tollvernd á framleiðslu hús- gagna. Ýmsir vestan þingmennimir mót- mæltu stranglega þessari tollverndarhækkun og kváðu hana skýlaust brot á stefnuskrá frjálslynda flokksins. Meðal þeirra má telja þá R. J. Deahman (Huron North); John A. Glen, þingmann Marquette kjördæmisins í Manitoba; Gordon Ross (Moose Jaw); Dr. Young (Saskatoon) og Malcolm McLeod frá Melfort. Fjármálaráðherrann, Hon. C. A. Dunning, skýrði þingheimi frá, að þessi ráð- stöfun stjórnarinnar í sambandi við liús- gagnaframleiðsluna, og gerð væri í samræmi við tillögur tollnefndarinnar (Tariff Board), væri aðeins til bráðabirgða. Skömmu áður en þingi sleit, var lesin upp og samþykt í báðum deildum, hollustu yfirlýsing til hans hátignar, Georgs Breta- konungs, í tilefni af krýningunni. Meðal stórmerkra mála, er þingið af- greiddi sem lög, má nefna viðskiftasamning- ana við Bretland og hið nýja mat á þeim skuldum eða kvöðum, sem á Þjóðbrautakerf- inu Canadian National Railways hvíla, og í Jiá átt miðar að létta af þessu mikilvæga fyr- irta'ki, ósanngjörnum og jafnvel alveg rang- látum skuldaböggum. * Eitt af síðustu verkum þingsins var það, að veita miljón dollara til hagkvæmrar ment- unar atvinnulausum unglingum.— % Loks hefir sambandsstjómin ákveðið að skipa konunglega rannsóknarnefnd með það fyrir augum, að taka til yfirvegunar fjárhag þjóðarinnar í heild, og fjárhagslega aðstöðu þings og stjómar til hinna einstöku fylkja. Ferðapistill á víð og dreif frá Danmörku Eftir Steingrím Matthíasson. Pennaleti. Þegar mjúkir hægindastólar eru annars vegar og ágætar bækur í skápnum hinsvegar, þá er freistandi að setjast lon og don, og lesa og lesa í stað þess aÖ láta pennan fara i langferð á pappírsblaði. En af því nú er sunnudagur og Danir verða varla veikir á helgidögum svo að læknis þurfi við, þá er eg nógu sterkur til að vilja taka pennann. Eiginlega þyrfti eg að skrifa mörg bréf ýmsum kunningjum. Eg ætla í þetta skifti, að láta þennan pistil nægja handa mörguin í bréfastað. Ætíð skulda eg bréf; endalausar eru skuldirnar! ‘‘Skuldið engum neitt, nema velvild,” sagði postulinn. Eg vildi að slíkt væri gerlegt f þessu lifi, en hitt er víst, að velvild skulda eg öllum á íslandi. “Svo trútt við ísland mig tengja bönd o. s. frv.” Alt eru það í rauninni skuldabönd. En eg hygg, að öll mín pennaleti hyrfi, ef eg vissi að mörgum væri kært að lesa það, sem eg skrifa. í sambandi við freistingu góðra bóka verð eg að segja sögu af mér, þegar eg á dögunum gegndi störfum fyrir sjúkrahúslæknirinn á Skagen. Á heimili hans kyntist eg undur- fríðri stúlku, svo yndislegri sem væri Billings mey, endurborin, og að vísu syndug eis og hún. Eg mun ætíð elska hana, eigi að síður, alla tíð meðan eg kann að muna. Mærin heitir “Manon Lescaut” og hún mun ætið lifa þó hún sé löngu dáin. Eg sá hana og kyntist henni aðeins sem i hugsjón, því hún er aðeins sköpuð af góðu skáldi og er söguhetja í skáldsögu með þessu nafni: eftir kaþólskan klerk og ábóta, sem hét Prevost. Ein af bestu bókum, sem eg hefi lesið. Manon tafði mér svefn í tvær nætur, en eg fyrirgaf henni. Það gerði bókina skemtilegri að hún var á frönsku, með ágætum myndum eftir listateiknarann Leloir, og með snjöllum formála eftir Maupassant. —Slikar bækur afsaka pennaleti. Petta cr enginn vetur í mínum síðasta pistli var eg staddur í fimulveðri á Jótlandsheið- um og var stundum kalt. En það bætti úr skák, að bæjarleiðirnar voru ekki langar. Einn daginn í versta skafrenningnum bar mig að garði þar sem bústýran var íslenzk. “Var sem mættust heldur hýr, Hekla þar og Stromboli,” kvað Halldór. En þessi ágæta stúlka hitaði mér á þá leið, að hún gaf mér af sér sokkboli tíl að hafa fyrir smokka, því hún sá að eg var ber um úlnliðina. Mér líkaði vel hjá Jótunum og skildi mál þeirra vel og hafði gaman af bæjanöfnunum þeirra eins og Hvillum, Velling, Jelling og Tvilling, með mjúku 1-unum, sem sennilega hafa haldist óbreytt frá fornöld, eins og próf. Konráð Gíslason vildi meina. Menn sögðu Njal en ekki Njáddl eins og við gerum nú. Dan- ir hafa þarna geymt feðrasjóðinn dýra betur en við og segja enn ZIGZAG Urvals pappír í úrvals bók 5' 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegl þunni vindl- inga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own" nota. Biðjið um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA “Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir væri vafðir I verksmiðju. Biðjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover Ful-la (Fylla). Forfeður okkar hafa eftir þessu kveðið þannig að orði; “Ful-lu skeið á fjöl-lum, foldsól Bráaval-la, ul-larkjóls of al-lan aldr Hákonar skaldum.” Annars mega mér lærðari menn rifast um þetta. Eftir 'fimbulvikuna á Jótlandi. sem eg sagði frá í síðasta pistli, hef- ir öllum vetri létt, smátt og smátt, og eg segi við sjálfan mig: Þetta er enginn vetur! Að vikunni liðinni kom upp jörðin iðagræn og þíð, en hér þurfa bændur lítið á beit að halda og óskaði eg þá auðu jörð alla komna norður í Fnjóskadal og til Guðmundar á Sandi. Og íshroðinn, sem tepti öll sundin, er nú allur á burt, veðrið er milt og snjórinn bráðnaður víðast og tnargir farnir að tala um vorverkin. Og þetta rétt í Góubyrjun, þegar Þorra er blótað norður í Eyjafirði. Von að mér Is- lendingnum þyki þetta nýnæmi. Svo segja náttúrufróðir, að megn- ið af snjótitlingunum komi á veturna frá Grænlandi og Svalbarða að eiga betri daga hjá okkur á íslandi og hjá Norðmönnum og Svíum norðan til. Mér fer likt og slíkum vegar sling- um titlingum, að eg hreppi mildari vetrarkjörin í Danmörku en norður við íshaf, en Dönum þykir skritið, að eg er ekkert hissa á þeirra miklu vetrarharðindum. Yfirleitt má segja, að Danir kvarti engu síður yfir hinni harðvítugu veðráttu en við íslendingar yfir okkar guðlegu harðstjórn. Og þeir sem efni hafa, flýja danska veturinn hópum saman og fara út og suður og eru að þessu leyti allir nokkurs konar snjátitling- ar. A Langalandi Þegar eg skrifa þessar línur (22. febr.) er eg á Langalandi, norðan- verðu, i læknisoústað, hlýjum og rúmgóðum, þar sem eg gegni störf1 um fyrir ungan kollega, í þriggja vikna tíma. — “Reynið og prófið alla hluti,” og eg fer víða, prófa ýmsa staði í Danmörku áður en eg “festi fætur í landi” (eins og Sig- urður jarl, frændi Ólafs helga komst að orði.). Sá ungi kollega, sem eg leysi af hólmi, hefir tekið sér hvíld til að fara til Noregs og iðka þar skíðaferðir ásamt konu sinni, sem er fjörug enn og ekki orðin of feit. Danir segja, að þurrafrostið í Nor- egi sé hlýrra(?) og notalegra en sudda næðingskuldinn, sem hér drotnar. Þó eg viti, að þeim hjón- um þyki gaman að tilbreytninni, þá þori eg að fullyrða, að mér þykir engu síður gaman að taka við stjórn- inni í þeirra verkahring og kynnast landi og fólki á þessari frjósömu eyju. Ekki vantar að nóg er að gera, en hvíldir eru góðar á mili, því svo hafa danskir læknar getað van- ið fólkið vel á ýmsa stundvísi. Verk- svið læknisins er ekki viðtækara en svo, að fara má í bíl fram og aftur á 40 mínútum lengsta túrinn, en fólkið e;r margt, eða hátt á fimta þúsund, og er það meira en hjá flest- um öðrum læknum. Drýgir hann því erfiði meir “en menn vita,” en hefir líka miklar tekjur. Þessvegna er heimili hans rikmannlegt og atlæti gott hjá honum. Þegar mjög er krankfelt er hann svo að segja allan daginn í bílnum. Siðastliðið ár kvaðst hann hafa ekið samtals 30 þúsund kílómetra. Langaland er langt og mjótt, eða rúmir fimtíu kílómetrar á lengd. En þegar eg ek eftir veginum norður og suður eftir því miðju, þá sér til sjáv- ar á bæði borð og hér norður frá fyrir nyrðri oddapn. Finst mér þvi eg vera stadur á einu voldugu lang- skipi, eins og Orminum langa, og vera einn af stafnbúunum, en þó ekki í krapparúminu hjá Einari. En svo vill vel til, að eg veit annan ís- lending, og hann góðan, skipa rúm í lyftingu, nálægt sporði drekans suður frá. Það er Jón kollega Björnsson, sonur alþingismannsins Björns heitins frá Kornsá. Eg hefi heimsótt hann og býr hann vel búi sínu, vinsrell af sínum mörgu sjúkl- ingum. Þar heitir Humble, er hann á heima. Hann á fagran aldingarð og sýndi liann mér gömul eplatré, sem hann hafði höggvið og grætt siðan inn í stúfana stikla eða grein- ar af eplatrjám sunnan frá Checko- slóvakiu. Þannig má yngja upp gömul tré og fá sönn Iðunnarepli sæt og safamikil í stað súrra og seigra. Þótti mér hann í þessu jafn- ast á við Möndul, sem græddi lapp- irnar á Hrólf. Ætíð rekst eg á landa hvar sem eg kem í Danmörku.. Meira að segja á Lálandi hitti eg Charlottu, fyrver- andi sjúkling minn, fríða stúlku, sem giftist pilti norður á Akureyri og tók hann með sér til Danjnerkur. Þjóna þau nú bæði á herragarði þar syðra. Og al'ls staðar kynna íslend- ingar sig vel meðal Dana. Dönum þykja það fréttir, þegar eg segi þeirn, að nú sé öfugt við það, sem áður var. Þá voru margir Dan- ir víðsvegar á íslandi, og þar á með- al valdamenn miklir, bæði kaup- menn og embættismenn. Nú eru hins vegar sárafáir Danir orðnir eftir á íslandi, en íslendingar ætla að vaða yfir alla Danmörku og leggja hana undir sig. Guð komi til! En þó gengur hreint fram af þeim, þegar eg segi þeim frá þeirri hnign- un Danaveldis, sem eg sjálfur, þó ungur sé, hefi upplifað og séð með eigin augum. — Þegar eg var dreng- ur voru danskar verlsanir í öllum kauptúnum á íslandi og sáust várla skip nema dönsk og danskur fáni á hverri stöng. Nú sjást varla dönsk skip, né danskur fáni, nema þegar “Island” og “Drotningin” koma i höfn, en enginn danskur kaupmað- ur er eftir að verða. Ef finna skal nokkra Dani framar á Fróni, þá er helzt að leita þeirra í ljósaskiftun- um, meðal fjósamanna á Korpúlfs- stöðum eða hjá Bergsteini í Kaup- angi og vinnukonur í Fagraskógi. Mikil er sú breyting. Von er að Danir séu stórhissa. Og öll utan- landsverzlun að komast úr höndum þeirra til Þjóðverja og Englendinga! “Noregur úr hendi þér, konung- ur," mælti Einar. En eg hygg eins og Ólafur rex, að eigi sé mikill brest- ur at orðinn og eg vil tengja trygða- bönd við Dani. Eg vil bjóða dönsk- um bóndasonum kost ’á að fá hjá okkur eitthvað af nýbýlunum nýju til ábúðar, gegn því, að þeir gefi okkar bóndasonum kost á nýbýlum hjá sér. Og við skulum skiftast á mönnum og konum og læra ’gott hver af öðrum og okkar báðum góðu löndum. Þetta er nú mín pólitík, og má gjarnan skama mig fyrir. Steingrímur Matthíasson, —Mbl. 11. marz. A 40 ára giftingarafmœli Mr. og Mrs. Þ. Þorsteinsonar árið 1936 Hann Þorsteinn og hún Signý þau sanna mönnum það hve sælir eru vinir, sem ávalt fylgdust að, sem lifað hafa í samhygð við lífsins bros og tár, og leiðst og stutt hvort annað í fjörutíu ár. Ef samfélagið byggist á traustra vina trygð þá tekst að skilja’ og meta þá nauðsynlegu dygð, að sameinaðir kraftar fá sigrað hverja þraut, en sundrungin er tálman á framþróunarbraut. Og hugljúfustu byggjast og blómgast munalönd af bróðurlegri samhygð og traustri vinarhönd, því óhlutdrægur túlkur hins trúa verkamánns, er tilvitnandi starfið, sem blessar nafnið hans. Og fyrir þeirra dygðir er mætra vina minst af mönnum, sem þeim hafa á förnum leiðum kynst, með endurminning hlýrri um hylli liðins dags, og heilla og lukku óskum til æfi-sólarlags. Vinur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.