Lögberg - 15.04.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.04.1937, Blaðsíða 6
6 LOGBERG. FIMTUDAGINN 15. APRÍL 1937 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. Hann kinkaði kolli alvarlega og stóð upp aftur. 1 Gazim voru engin læknisfróð yfir- völd, er framkvæmt gætu opinbera líkskoðun eða til að gera athugasemdir og Vafninga um dauðamein Tagars og koma með nærgöngular spurningar. Nú var þetta búið, og enginn þurfti nokkum tíma að komast að því, hvern- ig það var gert. Bó var nú búin að stinga korðanum aftur í veggslíðruna. Caverly gekk yfir að dyrun- um, tók sundurskorna bjöllustrenginn og gaf svo Bó merki um að koma. “Komið þér hingað allra snöggvast, Bó,” sagði hann. “Við verðum að skeyta þetta saman aftur, eins vel og hægt er. Hald- ið þér ekki, að þér getið staðið á öxlunum á mér og tjaslað lionum saman. Hann er skor- inn sundur svo hátt, að enginn tekur eftir samskeytunum, og auk þess er hálf dimt í horninu.” “Bg get reynt það,” svaraði hún. 'Hann rétti niður höndina, svo að hún gæti stigið á hana, og síðan lyfti hann henni svo hátt, að hún gat stutt hnjánum á axlir lians. Svo steig hann fast á gólfið, meðan hún reis gætilega upp, unz hún stóð á öxlunum á lionum. Hún var lauflétt. Hann studdi við leggi hennar með höndunum, meðan hún hnýtti saman endunum á bjöllustrengnum. Hann steig gætilega nokkur skref aftur á bak, meðan Bó studdi sig við vegginn, og athugaði verkið. “Það er gott,” sagði hann. “Það tekur enginn eftir þessu.” Hann greip nú hendur liennar og lyfti henni létt niður á gólfið. Nú var um að gera að nota tímann vel. Til allrar heppni hafði enginn reynt að komast í salinn, meðan einvígið stóð yfir. Bf til vill hafði þrælunum fyrir utan verið skipað að sleppa engum inn, svo að Tagar væri ekki truflaður. En {»rátt fyrir það, gat vel viljað til, að ein- hver kæmi og ta*ki í hurðina og yrði þess var, að hún var lokuð að innan. Caverly varð því að hafa skýringu sína á takteinum, áður en nokkur kæmi inn. Hann leit hvössum augum í kringum sig í salnum. Þarna var brotna skrautkrukkan, —hann sparkaði brotunum inn undir legu- bekkinn, setti grammófóninn á sinn stað og lokaði honum. Svo vöt“ðu þau vefjarhött Bó á ný, og hún setti hann á höfuðið, svo hann skýldi lokkum hennar. Caverly lagaði einnig liöfuðfat sitt, eins og hann var vanur, svö að höfuðdúkurinn varpaði sem mestum skugga á andlit hans. Nú gaf hann sér fyrst tíma til að athuga áverka þann, sem bogsverð Tagars hafði gef- ið honum, er það svifti sundur skilkikyrtli hans. Sverðsoddurinn hafði aðeins rispað skinnið, svo að rauða rák sýndi eftir ofan undan hendi og niður á mjöðm. Bó varð voða bilt við, er hún sá þessa löngu blóðrauðu rák. Svo ftærri hafði þá hurð skollið hælum, að leikslokin hefði getað orðið á annan veg! Hún var nú búin að ná sér aftur og hjálp- aði til að færa alt í samt lag aftur í salnum. Hún fann nál og þráð og saumaði saman rif- un á kyrtli Caverlys. Caverly litaðist aftur um í salnum og gaf nákvæmar gætur að öllu. Hennenn'Tagars voru mjög skarpskygnir — hver þeirra, er nú kynni að koma fyrstur, og það þurfti eigi mik- ið tii að vekja tortryggni þeirra. “Jæja, nú er víst ekki meira að gera,” sagði hann. “ Jú — bíðið þér við . . .!” Hann hafði glevmt bogsverði Tagars. Hin hárbeitta egg þess var nú öll skörðótt og höggvin eftir viðureignina og myndi þegar koma upp því, sem fram hafði farið. Rétt fyrir aftan hann stóð djúp málmkrukka, er líktist mest regnhlífa-gevmi og var notuð til að stinga í varavopnum Tagars. Caverlv dró eitt bogsverðanna úr slíðrum og hafði sverða skifti. Svo stakk hann mjög rólegur hinu ó- notaða sverði í slíðrin við belti Tagars. “Svona!” mælti hann kuldalega, “nú er þá alt í lagi. Nú verðið þér að muna að vera eins og áður. Við erum enn þá lierra og þræll.” Hann gekk til dyranna og skaut slánni gætilega frá hurðinni, án þess að nokkuð lieyrðist. íidimmum bogagöngum fvrir utan logaði á lampa, sem bar mjög daufa birtu. Þar sást enginn maður. Hann beið stundarkorn og hlustaði með eftirvæntingu. Ekkert benti til þess, að nokkur fyrir utan hefði furðað sig á hinni löngu dvöl Tagars í stóra salnum eða gert sér nokkrar grillur út af því. Það var dauðakyrð í hinum löngu rökk\mðu göngum. Caverly lyfti höfðinu rösklega og ákveðið o*g klappaði saman höndunum. “í Allahs nafni!” hrópaði hann. “Kom- ið — komið — flýtið ykkur!” Einn negraþrællinn kom þjótandi inn göngin. Caverly kallaði til hans, áður en hann var kominn inn: “Það hefir komið eitthvað fyrir liöfð- ingjann. Sa*ktu Ali Móliab, eða hvern, sem þú hittir fyrst. Flýttuþér! Hlauptu!” Þrællinn tók á sprett fram göngin, og Caverly kom aftur inn í salinn. En um leið og hann kom inn í salinn, kiptist hann við og nam staðar alt í einu. Bó stóð enn þá á teppinu á miðju her- berginu — alveg á sama stað og áður — og starði þvert yfir salinn. A insta veggnum hékk teppi, sem leit út fyrir að vera aðeins til prýði. En þó virtist það samtímis vera eins konar dyratjöld. Nú var teppið dregið til hliðar, og þá sást þar á bak við mjór og af- langur steinn, er snerist á lömum eins og hurð. Nú var búið að opna þessa leynihurð, og í dimmu dyraopinu stóð grannvaxin kona í grænni skikkju og með slæðu fyrir andlitinu. Það var Nakhla. Caverly hélt andanum, meðan hann starði á hana, og hugsanirnar flugu gegnum heila hans. Hve lengi hafði Nakhla staðið þarna? Hafði hún staðið þarna allan tímann og heyrt og séð alt, er fram hafði farið? Hve mikið vissi hún í rauninnif Og hve mikið grunaði hana? Ef hún væri rétt nýkomin, þá stóð al- veg á sama. Bn hefði hún verið vottur að einvíginu, var hún nú enn þá hættulegri en áður. Nakhla varð nú vör við Caverly, og sá, að hann starði á hana. Hún lét teppið falla niður að baki sér og gekk fram á gólfið létt og yndislega, eins og ekkert óvenjulegt væri um að vera. Hún leit aðeins kæruleysislega á líkið á gólfinu og lyfti svo höfðinu, án þess að vart yrði við nokkurn snefil af geðshrær- ingu hjá henni. Caverly hafði aldrei fyr séð augu hennar eins hrafnsvört og lífþrungin og nú, er hún horfði á liann yfir blæju-brúnina. Hann gat ekki séð neðri hluta andlitisins, en hann fann á sér að hún mundi brosa. “Þú hefir haldið loforð þitt,” mælti hún í kuldalegum róm. “Eg?” Caverly. lyfti brúnum. Hvað vissi hún annarsl “Eg skil ekki. — Hvaða lof- orð?” Nakhla vingsaði liöfðinu letilega í áttina til Tagars. “ Já, þú hefir haldið loforð þitt. Eg vissi, að þú myndir gera það. Eg vissi, að þú myndir vera nógu hugrakkur til þess. Þú veizt ekki, hvað hræðsla er. Þig getur enginn staðist. ” Ilún talaði rólega og í blíðum róm, og þó var eitthvað við málróm hennar, sem gerði, að Caverly fann til kuldahrolls gegnum allar a>ðar. Það var eins og einhver geigvænleg vitneskja fælist í orðum hennar, og hún væri hreykin undir niðri yfir því að hafa náð þessu taki. En hann varð að láta sem ekkert væri. Hann var ekki viss um, að Nakhla vissi raun- verulega nokkuð. , “Þú talar óráð, Nakhla,” sagði hann og var fastmæltur og ákveðinn. “Eg er ekkert við þetta riðinn. ” Hann kinkaði kolli í áttina til Tagars. “Hann fékk hjartaslag eða heila- blóðfall og datt niður, eins og þú sérð hann liggja, og um það er ekki annað að segja.” Hún rak upp ofurlítinn gáska-hlátur. “Æ, Rainee — hversvegna eigum við tvö að vera að þessum skrípaleik ? Vertu ekki að þessari heimsku! Heldurðu, að eg viti ekki sannleikann? Jú, vinur minn, eg veit það alt saman. Og eg ér eins sek og þú. Það væri því hlægilegt, ef þú værir hræddur við mig. Eg skal ekki segja eitt orð. Hversvegna ætti eg að gera það! Nú er öllu ráðstafað, eins og eg óskaði þess. Bg er ánægð — hvers get eg óskað frekar?” Caverly tók það ráð að þegja. Hann liafði stöðugt gát á dökku augunum ofan við slæðu-brúnina, en eftirtekt hans dreifðist í fleiri áttir við, að alt í einu heyrðist hávaði í ytri forstofunni — fátatak og hávært tal, sem nálgaðist hratt. Hann leit til dyranna og sá, að þær voru alveg troðfullar af mönnum, sem höfðu gegnt kalli hans, en hikuðu ennþá við að koma inn í salinn, því þangað mátti enginn óboðinn stíga fæti. Þarna var Ali Móhab, Batouch, Hamd og þrír - f jórir aðrir af helztu hermönnum Tagars. Caverly var mjög ró- leg-ur og gaf þeim bendingu um að koma nær. Þeir komu seint og sígandi, eins og þeir væru lengi að átta sig. Br þeir urðu varir við hina skrautklæddu mannveru, sem lá á gólf- inu í mislitum ljósbjarmanum frá loftlamp- aimm, námu þeir alt í einu staðar og störðu sem steini lostnir á hana. Nakhla beygði höfuðið með klæðilegum auðmýktarsvip og færði sig innar í salinn, þar sem skuggasýnna var. Konurnar í Gazim máttu ekki dvelja meðal hermannanna. Nú leið dálítil stundj áður en Caverly rauf þögnina. Hann lét ser nægja að stíga til hliðar, svo að komumenn gætu séð, hver það var, sem lá þar endilangur á gólfinu fyrir framan þá. Það varð vandræðaleg þögn, meðan menn- irnir þyrptust saman og gægðust fram yfir axlirnar hver á öðrum. Enginn þeirra mælti orð af munni, og þeir þorðu varla að' anda. Svo litu þessi skeggjuðu andlit upp með há- tíðlegum svip og störðu á Caverly. “Hvað liefir komið fyrir, Sídí?” spurð'i Ali Móhab, sem var sá fyrsti, er kom upp orði. ‘ ‘ Þú sérð það. Eg sat hér inni hjá Tagar. Yið ræddum um hitt og þetta, en aðallega var það Zaad, sem við töluðum um. Tagar var ekki í rónni. Haiin stökk á fætur hvað eftir annað og gekk fram og aftur um gólfið, eins og hann var vanur, þegar hann var að brjóta heilann um einhver vandamál. Og áður en eg vissi orðið af, hné hann niður, og blóðið streymdi út um nef hans og munn. Það var ekkert að gera. Eg gat ekki hjálpað honum. Þegar eg hljóp til og ætlaði að lyfta honum upp, var hann þegar dauður.” Caverly þagnaði. Hann heyrði mennina tala saman í háyærum ákafa, en þó hálfhvísl- andi, og hann beið rólegur og horfði á líkið á gólfinu og skýldi þaunig augum sínum fyrir þeim, sem viðstaddir voru. Það gat því eng- inn séð það á honum, hve hann var gagntek- inn af eftirvæntingu eftir svari hermannapna. “Eg byst við, að það liafi sprungið blóð- æð í honum,” mælti Caverlv. “Þetta er ef- laust það. sem hvítir menn kalla heilablóðfall. Þessháttar kemur einmitt svona alt í einu. Eg hefi séð það einu sinni áður. Það getur felt mann í einu vetfangi alveg eins og sverðs- högg. ” í Ali Móliab hafði lagst á hnén og lá nú beygður yfir lík Tagars. Hann þreifaði á slagæðinni og á gagnaugum hans og hlustaði gaumgæfilega eftir, hvort hjartæð slægi. Svo reis hann liægt á fætur og strauk skegg sitt með mesta alvörusvip. “Það er sverð Allah, sem hefir hitt liann, ” mælti hann seinlega. “Tagar er dá- inn! ’ ’ “Sverð Allah!” tautuðu hinir jafn liátíð- lega. “örlögin!” “Það eru örlög sem geta hitt hvern og einn af oss,” mælti Caverly í ströngum róm, “ef við lifum eins hóflausu lífi og Tagar.” Ali Móhab sneri sér að Caverly, rétti- úr sér og smelti saman hælunum. Svo flaug bog- sverð hans úr slíðrum, og hann rétti það hátt í loft upp í kveðju og hyllingarskyni. “Höfðinginn Tagar Kreddache er dá- inn!” mælti hann með þrumandi rödd. “Aselamu, Alaikum. Márhaba. Marhaba!” Ilöfðinginn Sassí Kreddache lengi lifi!” 1 sama vetfangi flugu einnig öll hin bog- sverðin úr slíðrum og blikuðu yfir höfði Cav- erlys, og hermennirnir endurtóku allir hyll- ingarhróp Ali Móhabs, svo undir tók í caln- um. A næsta augnabliki var öllum sverðun- um snúið við, svo að skeftin sneru öll að Cav- erly, og var það tákn þess, að þeir gæfu sig allir undir stjórn hans og forráð. Þannig sverja hermennirnir æðsta foringja sínum trúnaðareið. Svo féllu þeir allir á kné og snertu með enninu gólfábreiðuna við fætur Caverly. Bó var nógu skynsöm til þess-að fara að dæmi hinna. Hún fleygði sér líka niður á gólfið og faldi andlitið í liöndum sér, eins og hún hafði séð þræla Tagars gera. Nakhla gerði einnig hið sama. Bedúína- stúlkan kom svífandi fram úr rökkrinu, þar sem hún hafði falið sig. Sem allra snöggvast leit hún náttsvörtum augum sínum á Caverly og brá fyrir hæðnisleiftri í þeim. Svo fleygði hún sér niður fyrir fætur hans, og hring- skreyttir fingur hennar snertu nærri því við stígvélum hans. Caverly fanst eins og eitur- naðra væri að hlykkja sig fyrir fótum hans. Hann liafði séð leiftrið í augum Nökhlu og skilið það. Ölög hans lágu nú algerlega í þess- um litlu, dutlungasömu höndum. En hann gætti þess vel, að láta ekki bera á þessum óhug sínum og kvíða.. Hann stóð einn, hár og hnarreistur, meðal hinna knjá- krjúpandi manna, og var nokkuð þungt fyrir brjósti sökum þessarar óvæntu breytingar í öllum horfum málsins. Hann fann til eins konar óhugnaðar og ógnandi ótta við það, sem fyrir augu hans bar — hinir knjákrjúpandi hermenn á gólfinu við fætur hans og andlit hins dauða manns, sem sneri að honum — mannsins, sem liann hafði drepið og þaggað að eilífu. Gætu þær talað, þessar varir . . .! Það fór kuldahrollur um hann. Hann hafði gleymt því um hríð, hver verða myndi eðlileg afleiðing af verki hans. Nú skildist honum ]>að alt í einu. Og vitundin um það steyptist yfir hann með ægilegæm þunga og lamaðj heila haps. Tagar Kreddaclie var ekki framar á lífi. Hann — Rainy Caverly — hafði nú gert sjálfan 'sig að höfðingja í Gazim — að ættarhöfðingja—einvaldshöfðingja*og stjórn- anda eyðimerkurkynstofnsins. XXI. Jarðarförin. Þjóðflokkarnir í Mið-eyðimörkinni greftra sína látnu í mesta flýti.. Undir eins og einhver hefir snúið andlitinu frá þssum heimi, er talið víst, að liann sé mjög óðfús eftir að komast í sælu himnaríkis. Og það er sannfæring liinna rétt-trúuðu, að hinn látni verði fyrst þessa frelsis aðnjótandi, þegar andvaka líkami lians sé á ný endurheimtur í skaut eyðimerkurinnar, þaðan sem liann er runninn. Tagar Kreddache lá á líkbörum í stóra hásætissalnum. Gunnfáninn með höggorms- hausunum fimm var breiddur yfir liann; um- hverfis líkið var raðað stórum vax:kertum með blaktandi logum, og tíu manna dánar- vörður í fullum herbúnaði gengu alla liðlanga nóttina hringinn í kringum hinn dána. 1 sama vetfangi og morgunsólin gægðist upp yfir sjóndeildarhringinn, blésu lúður- þeytarar Gazim hinn trylta sorgarsöng. Hall- argarðurinn var troðfullur af úlföldum, hest- - um og mönnum í viðhafnarbúningi sínum. Að baki þeim þyrptust konurnar saman með barnahópinn og ráku í sífellu upp sorgaróp, en hliðruðu skelkaðar til í hvert sinn, er lier- mennirnir þurftu að flýta sér fram hjá þeim til að komast inn í raðir reiðmannanna, er áttu að fylgja Tagar til grafar. Á framsvölum hallarinnar, uppi á flata Jiakinu, höfðu sorgarópin kveðið við alla nótt- ina. Nakhla var sú eina kona í kvennabúrinu, er fékk aðgang að hallargai’ðirum Og þar eð hún var “uppáhalds-konan,” var hún einnig sú eina kona, er hafði rétt til að fylgja liermönnunum á þessari síðustu ferð Tagars. Hún og Caverly liöfðu bæði klórað sig til blóðs á enninu með nöglunum, rifið sundur föt sín og stráð ryki og ösku yfir liöfuð sér, til að láta í ljósi hina takmarkalausu sorg sína. Bó hafði einnig orðið að rífa sundur föt sín og maka vefjarhött sinn úr leir og leðju, þar eð hún var þræll hins syrgjandi höfðingjasonar; en hún hafði komist undan því að klóra sig til blóðs á enninu. Nú hljómaði fyrsti lúðurþyturinn og alt komst á tjá og tundur. Undirbúningnum var lokið í mesta flýti, og þó var alt gert með á- kveðinni nákvæmni. Lík Tagars var klætt í mislitan silkibúning. Nú var því lyft upp og sett á bak hvíta gunnfáknum, sem Tagar hafði svo oft riðið á í lifanda lífi. Nú átti að drepa hest þenna og jarða með húsbónda sín- um. Líkið var bundið rækilega niður í hnakk- inn, og tveir menn höfðu fult í fangi með að hemja liestinn rétt innan við borgarhliðið. Caverly reið kolsvörtum Araba-hesti og ruddí sér nú braut gegnum raðirnir. Bó var einnig ríðandi. Hún reið rétt á eftir honum og stritaðist við að stjórna liálftömdum dverghesti, sem liún reið. Rétt á eftir reið Nakhla á fallegum veðhlaupaliesti, lijúpuð svörtu frá hvirfli til ilja. Caverly sneri sér í ístöðunum og leit aft- ur fyrir sig á hinar hvikulu raðir að baki sér. Og um leið og fyrsta dagsbrún kom í ljós, lyfti hann hendinni og hrópaði skiinmarorð, um að halda af stað. Hornin gullu við og hliðum borgarinnar var slegið upp á víðan vegg. Úlla-la-leen! — Úlla-la-leen — la-een-la- een!” Hrópin voru há og gjallandi og urðu að tryllingslegum sorgarsöng. Skrúðganga þessi var tilskipuð og fram- kvæmd með- allri þeirri viðhöfn og skrauti, er sæma þótti síðustu ferð þessa eyðimerkur- höfðingja frá heimkynnum sínum. — Langt úti við sjóndeildarhringinn framundan hneig morgunrauður máninn og varpaði bjarma yfir sandöldurnar. Hér — í hallargarðinum — logaði á snarkandi kyndlum, er lýstu á af- skræmd andlit og æpandi munna. Hestar, úlf- aldar og menn tróðust saman í eina bendu innan við múrana. Það var ein óslitin flækja af mönnum, prjónandi hestum og löngum, bugðóttum úlfaldahálsum, sem undu sig á- fram á milli kyndlanna. Skepnurnar voru alveg ruglaðar af hávaðanum og ljósagang- inum. Það hefði ekki þurft mikið til, að þær hefðu ætt af stað eitthvað út í bláinn. Þegar liliðin voru alt í einu opnuð, var eins og þrýstingnum slotaði. Báðir lúður- þeytararnir hleyptu á sprett út um liliðið og blésu af öllum kröftum, því að þessi sorgar- söngur Jieirra átti að kalla á dauðaenglana. Ali Móhab keyrði hest sinn sporum og reið rétt á eftir lúðurþeyturunum með sverðið dingiandi við hlið sér og gunnfánann með höggormshausunum blaktandi á spjóti sínu. Á eftir lionum kom svo gunnfákur Tagars með lík húsbónda síns á milli tveggja ríðandi hestasveina, er liéldu í sinn tauminn hvor. Ilinn fyrverandi höfðingi í Gazim var klædd- ur í flugvíðan silkibúning, gult og grænt og bleikrautt, og- með gylta festi um hálsinn, eins og hann væri á leiðinni í skemtiför. Hann , var í stígvélum, og voru fætur lians bundnir í ístöðin. Líkið hallaðist áfram á söðulhnapp- inn og var lialdið uppi með strengdum reipum á báða bóga. Um leið og komið var út úr borgarhliðinu, var slegið í hvíta fákinn, svo hann þaut á stökk, og nú var hleypt á hvínandi sprett, eins og höfðinginn riði sjálfur í farar- broddi fyrir hermönnum sínum til árásar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.