Lögberg - 22.04.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.04.1937, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG. FIMTUDAGINN 22. APRÍL, 1937 h- ----— ii Xögíjerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 / Sumri fagnað Sá fagri siður hefir lengi haldist við með hinni íslenzku þjóð, að sumn væri fagnað; hann er eitt af því lerfðafé, er landnemar vorir fluttu með sér að heiman og er enn við lvði vítt um liinar dreifðu nýbygðir vorar; vafalausf leggur fólk af íslenzkum stofni vestan hafs, rækt við hann enn um langt skeið; svo ætti það að minsta kosti að vera.— Sumarið, þegar “sólbjarmans fang vefst um alt og alla,” er ekki hvað sízt velkominn gestur hinni íslenzku þjóð, er sjaldnast fer varhluta af vetrarrík\. Og þó sumstaðar séu meiri frosthörkur en á Fróni, svo sem á sér stað hér í Vesturlandinu, þá er þó veturinn heima oft þrálátur og langdreginn, og sólar- litlir dagar. Oss, sem borin vorum og barnfædd á ís- landi, mun seint ór minni líða hátíðablærinn, sem yfir öllu hvíldi á sumardaginn fyrsta; jafnvel íatækustu innheiða- og öræfabýlin skiftu svo um svip, að því er oss fanst, að þau í vorum augum urðu að óviðjafnanlegri kon- ungshöll; þó var því ekki ávalt að fagna, að sumardagurinn fyrsti og sjálf sumarblíðan héldist í hendur; oft hagaði þó svo til, að yfir heilum héruðum hvíldi grimmúðugt hjarn svo langt sem augað eygði; þó var breyting- in raunveruieg engu að síður. Sumarið var endurfætt í hjartanu; menn réttu fram hend- ur sínar með heitri og hjartanlegri ósk um gleðilegt sumar; í handtakinu fólst heill heimur af trausti til Guðs, gróandans og lífs- ins. Vorménn hverrar þjóðar eru hennar dýrasta eign. Og þó íslenzka þjóðin hafi ver- ið og sé fámenn, þá hefir hún þó á öllum öld- um átt frækna, djarfhuga menn og tápmiklar forgöngukonur, er sótt hafa glaðsinna á brattann án þess að verða að saltstólpa eða horfa um öxl. Þessvegna er það, að þjóð vorri hefir vaxið ásmegin við eldraun hverja. Vitað er það, að ýmsir eigi um sárt að binda af völdum vetrarins, sem nú er að kveðja, þó mörgum hafi hann víð'tæka bless- an veitt. En nú er sumarið gengið í garð með lífstein þann, er fægja skal og græða sárin; tryggingin fyrir því að sumarið fái hrundið áformum sínum í framkvæmd er eilífs eðlis; hún er falin í sólbjarmanum, langdeginu og gróðrarskúrinni. Islenzk skáld hafa öld af öld fagnað sumri með ljóðum; oft og einatt ógleyman- lega fögrum ljóðum; nú er engu líkara en þessi tegund \ íslenzkrar ljóðagerðar sé að veslast upp eða lognast út af. Hvað veldur ? Alveg eins og sumarið, sem nú er að heilsa sé ekki jafn innviðatraust j^rkisefni og frum- sumarið, eða öll önnur sumur, er runnið hafa upp yfir stofnþjóð.vora, og j)á vitaskuld aðr- ar jijóðir líka!— / Sú þjóð, sem yrkir vorljóð og vökuljóð á ávalt vormenn og vökumenn.— Með vinnuglöðum vökumannshuga'skyldi hver íslendingur fagna sumri! Þingslit Síðastliðið laugardagskvöld var fylkis- jtinginu í Manitoba slitið. Fimmtíu og átta breytingar á eldri lögum náðu fram að ganga, jafnframt j>ví sem tuttugu ný lagafrumvörp hlutu samþykki þings. Að öllu athuguðu, verður ekki annað með sanni sagt en sam- vinna hinna ýmsu þingflokka væri yfir höfuð að tala góð, og verður það að teljast góðs viti í meðferð opinberra málaj— Spáð var á ýmsa vegu um það, hvernig Mr. Bracken myndi reiða af, er þetta nýaf- staðna þing kæmi saman; virtust allmargir þeirrar skoðunar, að nokkur líkindi væri til að hann fengi vantraustsyfirlýsingu þegar í þingbyrjun, og yrði þá annað hvort að segja af sér eða fá rofið þing og efnt til nýrra kosninga. Allir slíkir spádómar fuku út í veður og vind, eða gufuðu upp eins og Dr. Leacock komst að orði um Social Credit farg- anið í Alberta. Gerðar voru til þess tvær tilraunir á þingi, að fella Mr. Bracken og ráðuneyt hans, vegna launaskattsins margumrædda og ölskattsins. Fyrri atlöguna gerði Mr. Stubbs; vantrausts- yfirlýsing hans var samt sem áður feld með 29 atkvæðum gegn 25. Móti henni greiddu atkvæði Liberal-Progrosdive þingmennirnir 22 að tölu, Social Credit þingmennirnir 5 og tveir hinir óháðu þingnlenn, þeir Oddur Ól- afsson frá Rupertsland og Mr. Wright frá Emerson. Hin síðari atlaga kom frá Mr. Farmer, leiðtoga sósíalistaflokksins, og fékk hún margtfalt verri útreið, því hvorki meira né minna en 44 þingmenn greiddu atkvæði á móti henni. 1 hvert sinn, sem eitthvað veru- lega reyndi á, fékk stjómin yfirgnæfandi stuðning í þinginu, og átti því jafnaðarlegast ofur auðvelt með að koma áhugamálum sín- um í framkvæmd. Social Credit þingmenn- irnir fylgdu henni í gegnum þykt og þunt, auk þeirra tveggja óháðu þingmanna, sem . nefndir hafa þegar verið, og þingmanns Rockwood kjördæmisins. Dr. M. T. Lewis, er upphaflega taldist til íhaldsfylkingarinn- ar á þingi, en komst brátt í mótsögn við flokk sinfi. í Heimskringlu, — ekki Snorra, heldur Rögnvaldar, frá 14. j>. m., birtust villandi um- mæli um vinnulaunaskattinn og afstöðu stjórnarinnar til þess máls. _ Umma'li téðs blaðs eru á þessa leið: “ Vinnulaunaskatturinn verður j>ví ekki afnuminn. Social Credit sinnar og tveir ó- háðu þingmennirnir sáu um það með stjórn- inni, að til þess kæmi ekki. “Og svo sjáum vér nú að í gær var á vinnulaunaskattinn minst í þinginu á þá leið að á honum myndi engin breyting verða gerð á þessu ári. Og j>að er það, sem við mátti búast, að Bracken hætti við að létta honum af þeim bláfátækustu, sem hann hafði þ'ó hugsað sér að gera af því auðvitað að hann var knúinn til þess, en sem hann nú með svo ótrauðu fylgi þessara flokksflækinga á þingi, virðist nú ætla að slá skollaeyrum við. Það eUþví ekki við neinni breytingu á vinnulauna- skattinum að búast. Er Islendingunum tveim- ur, sem á þingi eru, ekki upphefð í framkomu sinni í jiessu skattmáli. ” Það er að vísu rétt, að vinnulaunaskatt- urinn var ekki afnuminn á síðasta j>ingi; hitt . er samt sem áður vitað af öllum, sem vilja vita, að allmjög var rýmkvað til um undan- þágur frá þessum áminsta skatti, og honum þar með létt af þeim “bláfátækustu.” Islend- ingarnir tveir, sem á þingi eiga sæti, léðu báðir þessum undanjiágum lið, og verðskulda þessvegna ekkert hnotabit í þ\ú sambandi. IJndanþágur þær, sem gerðar voru á ný- afstöðnu þingi á vinnulaunaskattinum, nema $400,000 og ná til 30,000 manna og kvenna, er lægst liafa laun. Hvorki Mr. Willis, né nokkur annar úr andstæðinga flokkum stjórnarinnar, gat á það með skynsamlegum rökum bent, hvernig sá halli yrði bættur upp, er af því leiddi, ef vinnulaunaskatturinn yrði afnuminn í einu lagi. Brýnt var það samt sem áður fyrir stjórninni, að vera sér úti um upplýsingar milli þinga viðvíkjandi öðrum tekjustofni, er á sínum tíma kæmi í stað vinnulaunaskatts- ins.— Viðvíkjandi mentamálunum, gerði þing- ið ráðstafanir, er veita mentamálaráðherra óbundnari hendur en fram að þessu hefir verið venja til. Nýju ráðgjafarnir þrír, komu allir vel fram á þingi, og eru líklegir til giftusamlegra áhrifa hver á sínu sviði. Einkum vakti hinn ungi fjármálaráðgjafi, Mr. Garson, athygli á sér fyrir skýrleik í hugsun og góða dóm- greind í meðferð þeirra-mála, er áhrærðu J)á deild ráðuneytisins, sem hann veitir for- ustu.— Víst er um það, að Mr. Bracken er meiri maður en ella fyrir það, hve giftusamlega honum tókst til um gang og úrlausn þing- mála, þrátt fyrir sundurleitar skoðanir hinna mörgu flokka, sem sæti eiga á þingi. Harðsnúinn áljórnaiformaður Hvaða skoðanir sem menn annars kunna að hafa á Mitchell F. Hepburn, forsætisráð- herra Ontariofylkis, þá kemur víst flestum saman um það, að hann sé flestum mönnum fljótvirkari og skjótari til ályktana. Núna fyrir skemstu, eftir að bílaverk- fallið mikla hófst í Oshawa, rak Mr. Hepburn tvo af atkvæðamestu ráðgjöfum sínum, Roe- buck dómsmálaráðgjafa og Croll heilbrigðis- málaráðgjafa, vegna þess að þeir sáu ekki auga til auga við hann í afstöðu hans gagn- vart verkfallinu. Hvernig máli þessu lýkur, og hver áhrif þetta tiltæki að reka ráðgjafana tvo, kann að hafa á framtíð Mr. Hepburns sem stjórnmálamanns, þá er hitt þó víst, að enginn ber honum bleyðiorð á brýn. Við vötnin helgu Eftir Þorstein Jósepsson. I vestasta og um leið hæsta lands- hluta Sviss, þeim sem Wallis heitir, er loftslag svo þurt og vindasamt, að gróÖur myndi ekki geta þrifist þar, ef ekki væri ráðstafanir gerðar til þess af mannavöldum. Á sumrin kemur oft ekki dropi úr lofti vikum og mánuðum saman, og ársúrkoma er þar helmingi minni, en sem þarf til þess að fullnægja gróðurskilyrÖ- um. Og þó vex þar gróður, sem er fjölbreyttari og fegurri en annars-' sjaðar norðan Alpafjalla. í suÖurhlíðum Berna-Alpanna, i 460—810 m. hæð, er vínviðarrækt aðalatvinnuvegur Wallisarbúa, en það er eina vinviðarsvæðið í Sviss. sem er svo þurlent að þurfi að vökva það. Alstaðar annarsstaðar þjáist vínviðurinn fremur af raka en of miklurn þurk. Af þessri ástæðu • hafa íbúarnir orðið að leiða vatnið ofan úr fjöllunum, i alt að þrjú þúsund metra hæð, þar sem jökul- vatnið beljar undan skriðjöklunum. Vegna þess hve landið er tröllslegt og sundurtætt af giljum og gljúfr- um, er ekki hægt að leiða vatnið i skurðum, heldur er það leitt eftir stokkum eða rennurn úr timbri eða holum trjábolum. Leiðslurnar liggja oft utan í hyldjúpum gljúfrum og hengiflugum, svo bröttum og þver- hníptum, að í fljótu bragði virðist það vera ofvaxið mannlegur skiln- j ingi hvernig hægt hefir verið að | hrinda þessu þrekvirki i framkvæmd. | —Vatnsleiðslurnar vekja undrun og 1 aðdáun allra þeirra er séð hafa, þær hafa útheimt aðdáanlegt hugrekki, úthald og trú á framkvæmd verks- ins, og þær eru eitthvert ágætasta dæmi um það, hvernig fátækir bændur geta leyst stórkostlegustu þrekvirki af hendi, ef samhugur, samtök og vilji eru fyrir hendi. Það nægir ekki að leggja leiðsl- urnar í eitt skifti fyrir öll, því þær útheinrta geypi mikið viðhald á hverju ári. Sérhver vatnsleiðsla krefst gæslumanns, sem ekki hefir annan starfa á hendi en sjá um og gera við leiðslustokkana og skifta „vatninu á milli vinekrueigendanna. Staða hans er einhver hin hættuleg- asta, sem hægt er að hugsa sér, og það takast hana ekki aðrir á hend- ur en fífldjarfir ofurhugar. Ein hverstaðlar híátt aipi í ifjöllum er honum reistur kofi, þar sem hann sefur og hvílir sig. Þar býr hanri frá þvi í aprílmánaðarbyrjun og langt fram á haust, þar eldar hann matinn sinn á opnum hlóðum og þar sefur hann á hörðu hálmfleti. Gæslumanninum ber skylda til, að fara meðfram endilölngum vatns- leiðslunum á hverjum degi og gæta þess að alt sé i röð og reglu og hvergi bilun. ■ Ef rignir, þarf einn- ig að fara meðfram þeim að nætur- lagi, þvi þá hættir leiðslunum við að fyllast af möl og grjóti og brotna niður. Hlýtur hverjum þeirn, er séð hefir vatnsleiðslurnar hangandi í voðagljúfrum Alpanna, að hrjósa hugur við þeirri tilhugsun, að þar þurfi menn að ganga í myrkri, stormum og regni við ofurlitla glætu af ljóskeri, en án nokkurs stuðnings neinstaðar frá. Þar er hvert mis- stig og hvert hik á hinum örmjóu og glerhálu fjöllum, hrap niður í hyldjúp og ægileg gljúfrin. Og þar þýður dauðinn manns í hverju fót- máíi og við' hvert augnablik sem líður. Allar smærri viðgerðir getur gæslumaðurinn gert einn, en stund- um hafa leiðslurnar orðið fyrir grjóthruni eða skriðum, svo þær hafa brotnað eða 'fallið niður. Verður hann þá að fá hjálp vín- ekrubændanna, sem bregða eins skjótt við og um eldsvoða væri að ræða. Er þessi vinna svo hættuleg, að líkurnar eru nærri eins miklar til að mennirnir hrapi og missi líf- ið, eins og að þeir komi heilir heim til sín aftur. Af þessari ástæðu eru ýmsar trúarlegar varúðarráðstafanir gerðar, t. d. sú, að enginn má taka þátt í vinnunni nema hann thafi rétt áður beðið “Faðir vor” fimm sinn- um upphátt. En^inn ómyndugur unglingur og enginn afbrotamaður má starfa við Vatnsleiðslurnar, því það er trú manna, að þær beri því aðeins giftusamlegan árangur, að 1877 uReynd að gœðum í 60 ár” 1937 Viðurkendir í forustu þeirra plóga, sem hestar draga The Cockshutt u Jewel Gang-plógur Við fljðta, g-agngerða plægingu á nýju landi eða stubböttu, skarar Cockshutt “Jewel” Gang Plógur alveg fram úr. Gerð hans ber með sér einlcenni hinnar högu handar plógsmiðsins. Notkun hluta úr kolefna stáli, fyrirbyggir ðþarfa þyngd og tryggir gðða endingu. Afbragð í meðförum. Er með 12. þml og 14 þml. botnum.—Alemite smurning veldur léttum drætti. No. 6 (sýndur) í 7 feta, 8 feta og 10 feta stærðum. No. 9 I 12 feta, 16 feta, 18 feta og 24 feta breidd. Tímasparnaður — Betra verk með COCKSHUTT No. 6 Tvöföldu Diskherfi Cockshutt Herfin vinna verk sitt bæði fljðtt og vel. Diskablöðin eru úr fyrsta flokks tempruðu stáli, endast í það ðendanlega, nákvæmlega skerpt og rétt löguð fyrir nákvæman skurð. Hvort heldur fyrir hesta eða dráttarvélar, ávalt við hendina. Ryktryggar boltavöltur. Alemite háspennu smurning og auðveld miðstjðrn lyfti- slanga. Einnig handhæg og sterktent herfi, sem margir kjðsa við vinnu 4 grýttu landi. Bæklíngar um Cockshutt verkfæri, sendir ðekypis þeim er æskja. CDCKSHUTT PL0W CO. limited WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON aðeins heiðarlegir borgarar í hérað- inu sjálfu vinni við þær. Þá var það til skamms tima föst venja, að vínbændurnir höfðu með sér prest þegar þeir gerðu við leiðslustokk- ana; var það gert í þeim tilgangi, að þeir stöktu vígðu vatni á þá sem hröpuðu og legðu blessun sína yfir þá í hrapinu, svo þeir þyrftu ekki að lenda með kolmórauða samvizku og synduga sál niður í dýki kvala- staðarins. Þó það falli venjulega ekki i hlut nema gæzlumannsins eins, að ganga meðfram vatnsleiðslunum, er það samt sem áður metnaðarmál flestra ungra manna þar um slóðir, að hafa einhverju sinni gengið þessa hættu- göngu. Og það var alls ekki að á- stæðulausu, þvi að í sumum þorp- um og sveitafélögum voru það jafn- vel skráð lög, að enginn kæmist í hreppsnefnd sem ekki hefði ein- hverntíma vogað sér meðfram leiðslunum, pg þvi síður að hann kæmist á þing. En það sem verra var: Ungar stúlkur settu það að skilyrði fyrir jáyrði sínu við biðil- inn, að hann hefði uppfylt skyldu skyldanna — að hafa gengið með “vötnunum helgu.” Það hefir verið venja síðan sögur hófust á þessum slóðum, að vatninu væri hleypt í stokkana fyrsta mánu- dag í aprílmánuði og stundvislega klukkan 12 á miðnætti. En áður verða vínbændurnir og gæslumað- urinn að hafa gert við og endur- bætt renmistokkana svo þeir leki ekki. Þar sem hætta er á, að grjót eða ruðningur falli niður í stokk- ana eru þeir lokaðir að ofan; verð- ur stundum að skríða í gegnum þessa lokuðu rennu til að hreinsa þær, og þykir það ilt verk og erfitt. Er til saga um það, að einhverju sinni þegar maður nokkur var send- ur í gegnum lokaða rennu, hélt hann sig rekast á sjálfan myrkrahöfð- ingjann þar inni, hann fann eitthvað loðið og mjúkt og sá í grænar, hræðilega starandi glyrnur. Mað- urinn varð hálf vitstola af hræðslu og skelfingu, hann komst hvorki aftur á bak né áfram en hrópaði í dauðans angist: “Mamma, mamima! Djöfullinn!” Þetta hljóðaði hann í sífellu þangað til mennirnir, sem með honum voru, heyrðu til hans og héldu að hann væri kominn í lífs- hættu; sáu þeir sér ekki annað fært en brjóta upp rennustokkana til að bjarga honum og vita hvað um væri að vera. Djöfullinn sem hann sá, og sem hann hafði skelfst svo ó' skapiega, lá við hliðina á honum,— það var dauður geithafur, sem í einhverju ógáti hafði skriðið þarna inn, en ekki komist út aftur og látið lifið. Vegna þess að vatnið er jökul- vatn, flytur það með sér jökulleðju svo þykka, að landið sem vatnið flæðir yfir smáhækkar, víðast hvar um 1 meter á hverjurti 100 árum. Áburðarefni eru svo mikil í vatn- inu, að álitið er, að gróðurmagn þess jarðvegs ferfaldist, sem það flæðir yfir. Þar sem trjástokkarnir enda, eru grafnir örmjóir skurðir eða rennur niður í lönd vínbændanna. og er hafður útbúnaður til þess að stöðva vatnsrensli til eins og bæta við ann- an, eftir vild. Var gæslumaður vatnsleiðslanna einvaldur yfir út- hlutan vatnsins og voru allir skyldir að hlýta úrskurði hans. I æfagöml- um skjölum, svokallaðri “landbók,” er vínekrueign hvers einasta bónda nákvæmlega innfærð, og eins hve mikið vatnsmagn honum ber. Þriðja hvert ár komii allir vínbændur sam- an og sóru eið að því, að nota ekki Framh. á bls. 5 Krýningar hátíðahöldin Ráðstafið J>ví nú að prýða heimili vðar á viðeigandi hátt fyrir krýningardag- inn. Krýningarskrautj f á n a r og flögg, Union Jacks, Canadian Ensigns og Old Eíngland flagg — til taks nú l>egar, á J>ví verði, sem ávalt einkennir Eaton’s J>egar um hin vanalegu fyrirmyndar k j ö r k a u p neðir. Á blaðsíðu 167 i Vor og Sumar verðskrá vorri, sjáið þér verðið, en verið viss um að senda pöntun yðar í tæka tíð vegna þess, að frá þessum tíma og til 12 maí, verður feykileg eftirspurn eftir efni til skreytingar, og vér getum aðeins heitið því að afgreiða pantanir yðar meðan núverandi birgðir endast. Það er farið að styttast í tíman- um! Blaðið í Vor og Sum- ar verðskránni, sannfær- ist um hvers þér þarfnist, og sendið oss pantanir yðar nú þegar. EATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.