Lögberg - 22.04.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.04.1937, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGLNN 22. APRIL, 1937 7 lslandsvinur — á annari stjörnu Eftir dr. Helga Péturss. Snillingurinn William Morrife var eins og kunnugt er, einn hinn vnesti Islandsvinur og hefir í ágætu kvæöi spáð mjög fagurlega um framtíð þjóÖar vorrar, og raunar í nokkuð líkum anda og Eggert Ólafsson. Morris spáir ekki um endurkomu Krists, heldur Baldurs og kennir Baldur sérstaklega við ísland. Á Ragnarök, Loka og Heljarsinna minnist hið ágæta skáld ekki í kvæði þessu, en þó hafa ýms þau tíðindi orðið, sem helzt verður að telja úr þeirri áttinni, og mjög erfiðar tálm- anir hafa verið í vegi fyrir þeirn öfl- um, sem að því vinna, að hinni löngu þrautasögu lífsins verði lokið, og lánist að breyta um til hinnar réttu stefnu, til hins sanna lífs, á þessum hnetti, sem vér nefnum jörð. Ekkert sýnir betur hvílikur snillingur Wil- liam Morris var, en það, að 'hann skyldi verða til þess að spá því, að upphaf þessarar stefnubreytingar mundi verða hér á íslandi, þar sem svo erfitt hefir verið að lifa, að nærri lá að úrval hins norræna kyns sligaðist. Nægir til þess að sýna þetta, að minna á, að um aldamótin 1800 voru íslendingar mun færri en öll likindi eru til að þeir hafi ver- ið 8oo árum áður; en á sama tíma mun í Noregi, fólksfjöldinn hafa þrefaldast eða nálægt þvi. Á Eng- landi hefir íbúatalan hérumbil ní- faldast síðustu 300—350 árin; en íslendingum stórfækkaði frá 1600 —1800. Oss má því mikið um finnast, þegar annar eins andagift- armaður og Wílliam Morris spáir mjög fagtirlega um framtíð svo þjakaðrar þjóðar. Og þegar eg sá þess getið, að Morris hefði látið til sin heyra eftir að hann var orðinn ibúi annarar stjörnu, varð mér skilj- anlega mikill hugur á að vita.'hvað haft væri eftir snillingnum í öðru lífi, og þá sérstaklega hvort hann hefði nokkuð á ísland minst og þá ótrúlegu og undarlegu örðugleika, sem hér hafa til táknunar orðið og að miklu leyti má setja í samband við það sem í hinni nýju lifaaflfræði (Biadynamik) er nefnt Complicatio paratropica. II. Bókin, sem um ræðir heitir: From Heavenly Spheres, by Wil- liam Morris, throúgh Mary Hughes : Frá Himneskum sviðum, eftir W. M., gegnum M. H. Leist mér að visu ekki allskostar vel á heiti bók- arinnar, en þó tel eg vafalítið, að um samband við hinn framliðna William Morris sé að ræða, þó að honum hafi auðsjáanlega ekki tek- ist að koma fram nema litlu af því, sem hann vildi sagt hafa, og varla nokkru sem ekki sé eitthvað úr lagi fært, og er slíkt óumflýjanlegt, meðan réttar undirstöðuhugmyndir um framhald lífsins, vantar hérna- megin, Og ekki þarf það að efa, að það er ekki Morris að kenna, að íslands er í bók þessari, sem frá honum á að vera runnin, að epgu getið. En þrátt fyrir þessa galla, er i bókinni ýmislegt, sem telja verður mjög fróðlegt, og nú skal nokkuð af sagt. III. Morris kveðst eiga heima í víð- lendu fjallahéraði og er undursam- legur garður við hið fagra hús hans. Sér þaðan ekki annað en fjöll og dali, en litfegurðin er svo frábær, að hann kveður erfitt að koma orð- um að. Af blómunum hérna leggur eins og nokkurskonar sólarbirtu, segir hann, og krónublöðin teygja sig upp þegar vér göngum hjá. Ber Morris saman við Swed^nborg og ýmsa aðra höf. um hina stórum meiri fegurð jurtagróðursins á framlífsjörðunum — þar sem vel er — og hina furðulegu samúð jurta og manna. Og er fróðleikur þessi ekki síður eftirtektarverður vegna þess, að sú, sem ritar bókina eftir innblæstri frá William Morris — að þvi er hún hyggur — hefir ekki að því er séð verði, neina hugmynd um að hann á heima á jarðstjörnu, (S. 17—18). IV. Sá kafli bókarinnar, sem mér virðist helzt ástæða til að segja nokkru nánar frá, heitir, “The World Crisis (S. 124), og er um tímamót þau, sem nú eru í sögu mannkynsins og svo stórkostleg, að aldrei hefir á jafnmiklu oltið. “Vér heyrum menn (á jörðinni) vera að tala um tímamót í sögu mannkyns- ins” — segir Morris — og vér, sem framliðnir erum, fáum varla skilið vegna hvers menn á jörðinni geta ekki séð hvernig á heimskreppu þessari stendur. Vér (hérnamegin) sjáum glöggar og það er vegna þess, sem það er ósk roín að koma og tala um það mál, sem svo er mikilvægt . . . Alla mína æfi hafði eg mikinn áhuga á því, sem va.r að gerast á jörðinni, og þessum áhuga hefi eg haldið að mjög miklu leyti. Ef ekki væri svo, þá mundi eg ekki vera að reyrta að koma bók þessari fyrir al- menningssjónir. Eg þrái að sjá jörðina bjartari og hamingjusam- legri dvalarstað en hún er nú, stað. þar sem menn og konur lifi við far- sællegri ástæður en þær, sem nú eru. . . . Vér (hinir 'framliðnu) sjáum fram á endalok alls lífs á jarðar- sviðinu (The earth plane!) og það á fárra alda fresti, ef menn sem nú hata náunga sína í stað þess að elska þá, hverfa ekki af sínum vondu veg- um . . . Þetta er leyndardómur heimskreppunnar, lesendur mínir. Ekki að það sé ekki til nóg af pen- ingur til umferðar manna á milli, eða nóg til viðurværis handa fjöld- anum, heldur það, að nú á dögum er ágirndin í heiminum ákafari en hún hefir nokkru sinni verið áður.” (S. 124—25). V. Mjög virðist mér liklegt, að það sé satt sagt, að William Morris, snillingurinn, sem hafði vit og anda- gi'ft til að sjá betur aðalsmerkið á hinni þjökuðu og fátæku íslenzku þjóð, en nokkur útlendingur hefir annars gert, hafi verið að reyna til áð verða mannkyninu að liði á þess- um tímamótum, og að það sé ekki honum að kenna, að ekki er í bók þessari, sem honutn er eignuð, einu orði minst á þjóðina, sem hann hafði kent við Baldur, heldur hug- arfari miðilsins og þó ekki síður stilliáhrifunum á hana. Tel eg ekki vafa á því, að mun fróðlegar mundi þarna i bókinni hafa verið ritað um örlagatíma þá, sem nú eru, ef 25 oz. $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnaett 1832 Elzta áfengisgerC I Canada Thln ad vertlaement Ib not inBerted by the Qovernment I-ilquor Control Commission. The CoTmnlssim|Mi^no^r^spon8Íhle#orBtateTnentflmadeaBt^thequalit^ofproduct^^dv4LrtÍBed Morris hefði tekist að koma frarn í meðvitund miðilsins því, sem hann hafði sjálfur i huga um það efni. Eftirtektarverðust allra þeirra orða, sem Morris hefir tekist að fá rit- uð, virðast mér þessi: “Hvílíkur skaði, að menn skuli vera blindir, þar sem nú á tímum eru frelsarar á jörðinni” (S. 127). Vrirðist þarna ótvíræðlega gefið í skyn, að til séu þeir menn, sem viti hvað það er, sem þarf til þess að aldaskiftin geti farsællega tekist, eða hafi jafnvel sagt það, án þess að því hafi verið gaumur gefinn. En þar sem bætt fer við (S. 127—28) “\*ision is what men need t^day — that inner vision which permits those who come to their aid to unfold before their eyes the vision of life eternal” — þá er auðsjáanlega um hina vanalegu “parafrastik” að ræða; eða m. ö. o. talsvert annað ritað en það, sem til var stefnt með innblæstrinum. En það hygg eg hafi verið þetta: Það, sem þarf nú, er að menn öðl- ist hinn náttúrufræðilega skilning á framhaldi lifsins, því þegar sá skilningur er fenginn, þá verður hinum fullkomnari lífverum miklu auðveldara en nú er, að rétta mann- kyninu þá hjálparhönd, sem svo niikil er þörfin á. Og víst er um það, að takist ekki að færa út nátt- úrufræðina á þann hátt, sem gefið er í skyn, þá mun illa fara, alda- skiftin verða til hins verra, þannig að tilraunin til æðra og fullkomnara lífs á þessari jörð, mistakist með öllu. Eg hefi aldrei orðið þess var, að þeir, sem ritað hafa um þau efni, sem hér koma til greina, hafi veitt því eftirtekt hvað það þýðir, að allri sókn lífsins upp á við hér á jörðu, hefir }afnan fylgt nokkur afturför, svo að hin æðsta vera jarðarinnar nú, er að verulegu leyti ófullkomn- ari heldur en hinir fyrstu foreldrar hennar; fyrstlingarnir, sem uppi voru fyrir þúsund miljónum ára, eða svo, og að tímamótin í sögu lífs- ins þyrftu að verða þau, að fram- vindu (evolution) lífsins fylgdi eng- in afturför. En það er það, sem á vísindamáli má nefna diexeliktiska evolution eða diexelixis. Er þá helstefnan sigruð þegar svo er kom- ið og opin eiðin að hinum óendan- legu möguleikum til góðs, sem al- heimurinn býr yfir. Eru á þeirri leið margar og vaxandi aflraunir, en engin, er ofraun verði þeirri líf- veru, sem leitar fram í fullu saim ræmi við hinn æðsta vilja. En hér i ríki helstefnunnar hefir oft, eða jafnvel oftar, verst tekist, það sem bezt var viljað, því að einmitt þá var sízt samúð og góðum undirtektum að mæta. 21./2. '37. Lesb. Morgunbl. Stúkan “Vonin” endurreist No. 1.37 I.O.G.T. Eftir Kristjönu O. E. Chisu'cll (Gimli, 11. jan. 1937) Bræður og systur! Mið langar til að segja fáein orð; mig langar til að þakka ykkur, sem koniið hafa út í kuldann og snjóinn kvöld eftir kvöld, án þess að sjá nokkra von um að stúkan “Vonin” yrði endurreist. Þetta sýnir mér, að þið hafið'ekki komið i eigin- gjörnum tilgangi. Þið hafið komið til að ljá lið góðu og göfugu mál- efni; þið hafið komið til þess að hjálpa öðrum. Fyrir það ber mér að þakka af öllum mínu hjarta. Þið vitið að þessi stúka hefir sofið i 9 ár. Með komu ykkar þetta kvöld, hafið þið vakið hana af þessum langa dúr; sagt henni að fara í föt- in sín; dagur sé hátt á himinn stig- inn og stór verkefni fyrir höndum. En vinir, það er létt verk að endur- reisa stúku; það er létt verk að mynda nýtt félag; en að halda stúk- unni eða félaginu lifandi, starfandi, er þyngri þrautin. Til þess þurfum við trú á málefni vort, trú á okkur sjálf og lifið — óbilandi kjark, þrautseigju, þohnmæði, kærleika til Guðs og manna. Kærleikur vor er rúmgóður, segir i stefnuskrá vorri. Hún er þarna á veggnum til vinstri handar. Mér þótti stefnuskráin fögur, lét skrautrita hana, setti gler yfir og gylta umgjörð kringum. Þetta gjörði eg til þess að láta litlu vinina mína í barnastúkunni, þá er þeir stækka, fá að sjá og skilja hug- sjónir Goodtemplara reglunnar. Eg hefi unnað Goodtemplara reglunni hugástum frá barnæsku. Ung var eg þegar kjörorð barnastúknanna var stimplað á hjarta mitt. Ekki get eg hugsað mér göfugra starf en það, að leiðbeina hinum ungu og minnimáttar frá freistingasnörum Bakkusar og sígarettunnar. “Sann- leikur, kærleikur, sakleysi,” eru kjörorð barnastúknanna. “Trú, von og kærleikur,” eru kjörorð hinna fullorðnu stúkna. Hver sá, sem ekki finnur til hrifningar, þegar hann eða hún er að skýra fyrir börnunum hugtakið, sem liggur til grundvallar? Hver er sá, sem ekki vill vinna í slíkum félagsskap og þessum? Vinir, margir, margir, alt of margir. Bakkus er nú að ryðja sér breiða braut um heim allan. Bilaslysin, tárin, sárin, hinna sak- lausu og aumu, hafa aldrei hrópað hærra til min en nú. Það er hvorki í eðli rnínu né skapi að standa að- gjörðarlaus lijá og horfa þegjandi á þessar aðfarir Bakkusar og sigar- ettanna. Nei, vinir, og aftur nei. Því hefi eg nú einu sinni enn beðið ykkur um hjálp. Og nú vil eg flétta hinum fegurstu litum, sem Guð og íslenzk náttúra hefir gefið mér, inn i þessa bón, því ein, alein, orka eg engu. Börnin fara úr stúkunni áður en þau fá þrek og skilning til að sjá hvað liggur til grundvallar. En ef stúkan “Vonin” sem þið hafið end- urreist í kvöld — ef við getum haldið henni lifandi, starfandi, þá geta börnin úr stúkunni “Gimli” gengið i hana þegar þau komast til lögaldurs. Þetta yrði svo stór gróði fyrir málefni vort, bæði fyrir barnastúku-starfið og stúkuna "Vonin.” Bræður og systur! Það bregður fyrir mynd í huga mér; fagurri mynd á himni Goodtemplara regl- unnar. Fræ, sem lengi hefir legið djúpt i moldu, er grafið upp og sett i vermireit. Frjóanginn stingur upp höfði, ljósgulur að lit fyrst, en grænkandi smám saman, eftir því sem hann dregur gróðurmagn mold- arinnar til sín. Margar kærleiks- ríkar hendur hlúa að honum, svo hann dafnar fljótt, vex og verður að voldugu tré, sem breiðir lim sitt langt út og hátt mót sólu. Tréð blómgast, fellir fræ. Fuglar him- insins fljúga með fræin út um slétt- ur Manitoba. Stór hópur barna og ungmenna tekur saman höndum kringum tréð og syngur með skær- uin róm: “Trúðui á tvent í heimi, tigo sem æðsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í í sjálfum þér.” Bræður og systur! Það er eitt meðal — aðeins eitt — sem getur bjargað börnunum okkar og fram- tíðinni frá Bakkusi og sigarettun- um, og það er bindindi. Nú er nýtt ár gengið í garð. Með því koma nýjar vonir, nýjar hugsjónir, nýtt líf, ný orka. Látum nú hendur mætast í bróðurkærleika, um hið stærsta og mesta menningarmál heimsins. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár! En íslenzka stofnarfinn studdir þú bezt, * Þar stærst verða talin þín spor. Þín ritstörf til minja um land þitt og lýð Eru ljósmynd um framtíðar vor. í þjóðtrú og bindindi, þar varstu heill Og þokaðir aldrei um fet; Og því sízt í framsóknar viðræðum veill; I Winnipeg settir þú met. Þó fleiri þar áður og enn leggi skerf til umbóta kynflokks vors hér, Þitt nafn mun þar standa sem stafur á bók; —1 stuðlum er kveðja frá mér. Þórður Kr. Kristjánsson. ÓL.4FUR S. THORGEIRSSON / minningn mn óverðskuldaða gest- risni og vináttu, við heimsókn mína til Winnipeg árin 1934-35 (Höf.) Að seilast til loku úr langvistum fjær, Fyrir lágsigldan, fátækan dreng, Er ofdirfska máske, en minning þin kær Snerti margþættan hjarta míns streng. Við dánarfregn þína, var dregið frá tjald, Ei duldist hvað þú hefir lyft. Því seinna meir viðrómað verður þitt nafn í \Testurheims landnámu skrift. í f jölmörgum störfum á fósturlands grund, Um fimtíu lífsára skeið, Þú óskiftur vanst hverja einustu stund Að almenning heill fram i deyð; GEFINS Blóma og matjurta frœ CTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er náhvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0Ð1! Hver gramall kaupandi, sem borgar blaSiS fyrirfram, {3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1938, fær að velja 2 söfnin af premur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af frsíi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskrlftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet wili grow 1,000 ibs. of cabbage. CARROTS, Haif Ixing Ohantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CUCU5IBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meai. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson. Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Ixing Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drlli. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, Erench Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet wlll produce 75 to 100 plants. TURNIP, Wliite Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surpiise Flower Mlrtnre. Eaeily grown annual fiowers biended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malahar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTiFUL SHADES—8 Regular fuli size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. / SEXTET QUEEN. Pure White. GEO. SHAWVER. Oi;ange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Plnk. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. BAf4lETJ)R^hBUTrON Many MIGNONETTE. Well balanced BACHELORS Bt l'iON. Many mixtUred of the old favorlte. new shades. CAIjENDULA. New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPr. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° many Nasturtiums. CLARKIA. Novelty Mlxture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CLIMBERS. Fiowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art Shaaes. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixe<j Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large PARSNIPS, Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large RADISH, ....French ... Breakfast Parketi (Large Packet) ___ . „ ,, T_ TURNIP, Purple Top Strap CARROT. Chantenay Half Long IjCaf (T.ar(?e packe^. Th‘e (Large Pac e ) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 26 feet ONION, White Ptckling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COEUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................. Heimilisfang ....................................,.... % Fylki .................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.