Lögberg - 29.04.1937, Síða 1

Lögberg - 29.04.1937, Síða 1
50. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. APRIL, 1937 NÚMER 17 Fyrstu vorgeálirnir mínir, 11 komnir Nú lieyrði’ eg fyrsta hrafninn lcveða, eg lirestist við þann kæra söng. Með svörtum hröfnum vil eg vaka, þá verður tíðin ekki löng, * þar finn eg einlægt vina val, eg virði þá og heiðra skal. Þeir koma að sunnan, skjótt. og skoða hvort skaflar fanna tefji enn. Þéir vilja fyrstir vorið boða og vita bezt, það gleður menn; því vetrarhríð er hörð og löng og heyra aldrei fuglasöng. I. söng þið eruð furðu fróðir, og fögur hljóð þið hafði til, eg votta ykkur, vinir góðir, ])á vináttu, sem eg á til. Ó, syngið fagurt ljóð og lag um langan vor- og sumardag. V. J. Guttormsson. Frá Islandi Togararnir afla vel Langflestir togaranna eru nú komnir á saltfiskveiðar og komu þeir fyrstu inn í gær. Höfðu þeir allir mjög góðan afla, fenda þótt sumir þeirra hefðu ekki verið úti nema í 5—6 daga. Til Reykjavíkur komu: Reykja- borg með 238 tn. lifrar, Hannes ráðherra með 147 tn., Bragi með 96 tn., Kári með 85 tn., Tryggvi gamli með 106 tn. og Max Pemberton með 138 tn. Til Hafnarf jarðar komu: Venus með 140 tn., Júpiter með 114 tn., Sviði með 108 tn., Maí með 100 tn., Júní með 104 tn., Rán með 84 tn. og Brimi með 86 tn. — Einnig kom Hafsteinn þangað af ufsaveiðum með 140 smál. Togararnir stunda aðallega veiðar á Jökuldjúpi, á Selvogsbanka og við Eldey. Hefir afli verið góður á öll- um þessum stöðum. í verstöðvum við Faxaflóa og austan fjalls hefir afli líka verið sæmilegur og stundum góður síðast- ‘liðinn hálfan mánuð. í Vestmanna- eyjum er afli líka heldur að glæðast, en hann hefir verið mjög tre^ur fram að þessu.—N. dagbl. 31. marz. # * * Bátur frá Hornafirði ferst Hornafjarðarbátarnir réru flestir í fyrrinótt og var’þá sæmilegt veður. Koma þeir venjulega að um miðjan dag. En árdegis í gær tók að hvessa af suðaustri, en i þeirri átt stafar bátunum aðalhættan af briminu úti fyrjr lendingarstaðnum. Fórst þar í gær einn bátanna, Auðbergur frá Fáskrúðsfirði, og druknuðu tveir skipverðar, Erlendur Árnason for- maður, en um nafn hins mannsins var blaðinu ókunnugt, en tveimur var bjargað af öðrum bát. Um miðnætti í nótt voru tálf bát- ar ókomnir að landi og var þá ekki lengur lendandi í Hornafirði. Hins- vegar þótti ekki vonlaust um, að þeir kynnu að hafa náð landi annars- staðar. En menn, sem sendir voru frá Hornafirði til Papaóss, komu aftur í nótt og skýrðu frá því, að tveir bátar hefðu lent þar, og að hinir héldu sig þar úti fyrir og væru að mestu í einum flota og veður væri ekki mjög slæmt þar um slóðir. Frá Hornafirði ganga um 26 bát- ar óg eru flestir þeirra víðsvegar að af Austfjörðum. — N. dagbl. 31. marz. # # # Arthur Wieland um íslenzka bœndur Rithöfundurinn og leikarinn Arthur Wieland hefir nýlega ritað grein í sænskt blað um kynni sín af íslendingum og þá sérstaklega ís- lenzkum bændum. Lýsir hann þvi, er hann hitti á ferðum sínum hér um landið bænd- ur, sem honum virtust mun áhuga- samari um bókmentaleg efni heldur en landbúnaðinn. Segir hann að sér virtist bændur á íslandi ekki eins vakandi í framfaramálum atvinnu- vegar síns, eins og stéttarbræður þeirra í Svíþjóð. Þvi nota ekki bændurnir betur ýmsa möguleika, spyr hann. Bænd- ur i Svíþjóð mundu við svipaða að- stöðu hafa mun meiri og f jölbreytt- ari framleiðslu. Svo virtist hin^im sænska rithöf- undi — og nokkrar smásögur segir hann um heimsóknir sínar á sveita- bæi hér. “Þegar/eg fór að tala um það við bóndann, að hann hlyti að geta framleitt meira af hænueggj- um til að seljt út af heimilinu, en nota andareggin, sem mikið var til af þar í sveitinni, til heimanotkun- ar, þá stóð hann upp og gekk að orgelinu, sem var í stofunni og tók þar eitt nótnahefti. Þetta voru lög eftir Bellman og hann spurði mig, hvort hann mætti ekki syngja fyrir mig nokkur f jörug Bellmans-lög. Svo söng hann fyrir mig töluvert af Bellman og fór svo yfir 1 lög Wennerbergs og söng ýms lög og ljóð við Gluntarne á ágætri sænsku.” Einn bóndi á Norðurlandi, segir Wieland að eigi 2,000 bindi bóka. Þetta er það, sem Wieland gerir að aðalumtalsefni viðvíkjandi ferð- um sínum um landið. En það virðist að sumu leyti koma úr hörðustu átt, þegar sænskum rithöfundi finst of mikið af því, hvað íslenzkir bændur hugsi um fornbókmentir eða siðari tíma höfunda, jafnvel Fröding og Tegnér! Hann segir blákalt, að bændurnir ættu fremur að hugsa um að auka svínaræktina á jörðunum! —Vísir 24. marz. # # # Dr. Helgi Péturss Dr. Helgi Péturss á 65 ára af- mæli í dag. Hann má óhætt telja einn hinn mætasta vísindamann, sem Island hefir alið og er hann víð- kunnur fyrir ritgerðir sínar, sem birst hafa í ýmsum merkustu vísinda tímaritum Norðurálfu. Dr. Helgi varð fyrstur manna til þess að uppgötva hvernig móbergið hefir myndast á Islandi, og þar með lagt manna drýgstan skerf til þekk- ingar á jarðfræðisögu landsins. Um langt skeið hefir hann feng- ist við rannsókn drauma, sálarlífs- ins og framhaldslífsins. Hefir franskur vísindamaður sagt um kenningar hans í því efni að þær væri það frumlegasta af öllu frum- legu. En á dr. Helga rætist það, að enginn verður spámaður í sínu föð- urlandi, og er kenningum lians minni gaumur gefinn hér heldur en meðal erlendra vísindamanna. Eins og áður er sagt, hefir dr. Helgi ritað margar greinar í erlend vísinclárit, en auk þess hefir hann stöðugt skrifast á við frægustu vísindamenn víða um heim. Er hans og getið í mörgum alfræði bókum, og bókum sem birta skrár um nöfn vísindamanna og upplýs- ingar um þá.—Mbl. 31. marz. # # # Vísindalegt yfirlit um dýraríki íslands Bráðlega kemur út 1. hefti af miklu vísindariti um dýraríki Is- lands. Frumkvöðull að útgáfu þess er dr. R. Spaark, sem, ásamt pró- fessor Adolf S. JenSen og dr. A. Vedel Tháning er í danska hluta ritnefndarinnar, en íslenzka hlutann skipa þeir dr. Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriksson magister og Pálmi Hannesson rektor. Ritstjórar rits- íns eru þeir Árni Friðriksson og S. L. Tuxen magester. Útgefendur eru Levin og Munks- gaard. En Carlsbergsjóður, Rask- Örstedsjóðúr og Sáttmálasjóður, ís- lenzka deildin, styrkja útgáfuna. Ritið verður í 5 bindum á ensku og heitir “The Zöology of Iceland.” I fyrsta hefti verður m. a. kafli eftir dr. Spárk um dýralífið á sjávar- botni.—Mbl. 31. marz. VATNAVEXTIR VALDA STÓRTJÓNI l ONTARIO Á mánudagskvöldið var, kvað svo ramt að vatnavöxtum í Ontariofylki, einkum þó í bænum London, að 6,000 mann's urðu húsviltir, eða án skýlis yfir höfuðið. Víða annars- staðar er og getið um spjöll allmikil, svo sem í héruðum norður af Woodstock. Skólum er nú víða lok- að vegna flóðanna. Um fjórar mílur vestan við Beachville, lenti farþegalest Canadian National Rail- ways út af teinunum, með því $ð undirstöðu hafði skolað í burtu, og létu þar þrír járnbrautarþjónar líf sitt. MESTA SNJÓKYNGl 1 ÞRJÁTIU AR Að því er dagblöðin í Winnipeg herma, hefir ekki komið annað eins snjókyngi í Manitoba siðastliðin þrjátíu ár, og raun varð á fyrir síð- ustu helgi. Olli krapahríðin hér og þar allmiklu tjóni, og bílvegir urðu sumstaðar með öllu ófærir. I Win- nipeg lenti strætisvagn út af sporinu og meiddust við það niu farþegar. VIÐSJAR 1 STJÓRNMALUM ALBERTAFYLKIS Það væri synd að segja að Aber- hart-stjórnin í Alberta hafi siglt Hrafnistubyr upp á síðkastið. Varð klofningur i stjórnarflokknum þess valdandi, að fresta varð þingfund- um fram i júní. Ofan á þetta bætt- ist svo það, að Mr. Cockroft, fyrr- um f jánnálaráðherra Social Credit stjórnarinnar, hefir lleyst ofan af pokanum og borið Mr. Aberhart og ráðuneyti hans bæði flónsku og fá- kænsku á brýn; einkum og sérílagi þó með tilliti til fjármálanna. Nú hefir Mr. Aberhart svarað þessum ákúrum í einni af hinum mörgu sunnudags prédikunum sínum um stjórnmáln, og kveðst óttast að þær séu ekki af sem allra heilbrigðustum toga spunnar. MINNISVARÐI YFÍR MJÓLKURKC í ágústmánuði næstkomandi verð- ur afhjúpaður minnisvarði af “beztu mjólkurkú í heimi” á býli einu skaint frá bænurn. Woodstock í Ontariofylki. Minnisvarði þessi, eða réttara sagt myndastytta, verður úr málmi og í fullri stærð kýrinnar, og kostar $4,000 uppkominn. Kýr þessi dó 9. ágúst 1936 og nefndist Springbank Snow Countess; hún var 16 ára gömul, er dauða hennar bar að. Alls gaf hún af sér um æfina 9,062 pund af smjörfitu. Minnisvarðinn verður um 5 smá- lestir að þyngd. Þessi fágæta belja var af hreinu Holstein kyni, og er það félag Holstein nautgripa fram- leiðenda, er leggur fram féð til minnisvarðans. Draumsjónamaðurinn Eftir John Boyle Reilly Eg þreyttist á stimpinga striti og styrkur minn lamast á því að reikna og bygg.ja og rífa og rífa og byggja á ný. Því fýsir mig aftur að ánni með æskunnar draumbornu sæld: Hinn draumræni deyr ekki’ um eilífð, en dagstund er fjöldanum mæld. Mér ofbjóða loddaralæti og líf, sem er helmingur fals og andlit með yfirskins helgi —hér alt er til kaups eða sals.— Um óróar andvökunætur eg öfunda barnslega sæld: Hinn draumræni deyr ekki’ um eilífð, en dagstund er f jöldanum mæld. Iliiin fjáða eg öfunda ekki, lít aumkandi byrðina hans; það eina, sem hér getur hrifið, er hógværð ins fátæka manns. . Sjá barnshönd við ofraunir æfða —ei annað er kent eða lært— og dóttirin flekuð og farin og foreldra hjartað er sært. Úr borginni, burtu frá glaumnum, frá brjálandi hávaða’ og gný, í blækvikan, blíðróma skóginn, á blómskrýdda engið eg flý: Að dreyma sem áður við ána við unað og draumboma sæld. Hinn draumræni deyr ekki’ um eilífð, en dagstund er fjöldanum mæld. Sig. Júl. Jóhannesson. Bílaverkfallinu í Oshawa lokið Vegar Hepburns forsœtisráðgjafa þykir mjög hafa vaxið vegna festu og framtakssemi í málinu Þann 16. þ. m., lauk bílaverkfall- inu mikla hjá General Motors í Oshawa í Ontariofylki; hafði það staðið yfir í sextán daga. Tala verkfallsmanna var 2,244. Af öll- um þessum milda marmfjölda greiddu allir nema 36 atkvæði með þvi að ganga að hinum nýju launa- kjana og atvinnuskilyrða samning- um, er bilafélagið fyrir atbeina Mr. Hepburns bauð fram. Þessu sam- kvæmt er fastákveðinn fimm daga vinnuvika, eða samtals 44 klukku- stundir; níu klukkustunda vinna f jóra fyrstu daga vikunnar, en átta á föstudag. Fyrir vinnu er kaup hækkað mikið, og vinnuskilyrðum mjög breytt til hins betra. Samn- ingur þessi gildir til eins árs, og innibindur í sér almenna kauphækk- un. Mr. Hepburn gerði þá kröfu, að verkamenn bílaverksmiðjanna stæði í engum samböndum við þau hin miklu iðnaðarmanna samtök í Bandaríkjunum, er John L. Lewis veitti forustu, með því hér væri um mál að ræða, er einungis áhrærði canadiskan iðnað og canadiska verkamenn. Á þetta féllust að lok- um allir samningsaðiljar. íslendingasamkoma í Grand Forks Þó við íslendingar í Grand Forks höfum eigi með okkur neinn fastan félagsskap, er það orðin venja okk- ar, að koma saman einu sinni árlega, til þess að auka kynnin okkar á meðal og treysta ættarböndin ís- lenzku. Samkoma okkar í ár var haldin laugardagskvöldiþ 17. apríl í fuud- arsal Sameinuðu lútersku kirkjunn. ar í Grand Forks. Veður var hið á- kjósanlegasta, enda var samkoman með fjölsóttasta móti, en hún hefir frá byrjun verið vel sótt. Yfir hundrað manns sóttu hana nú, meiri hlutinn frá Grand Forks, eins og vænta má; en allstór hópur var þar einnig aðkominna Islendinga, frá Mountain, Garðar og Hensel. Eru okkur slíkir gestir kærkomnir mjög. Dr. Richard Beck, formaður undirbúningsnefndar; stýrði sam- komunni og setti hana með stuttu ávarpi á íslenzku og ensku. Minti hann á, að það væri gamall og góð- ur siður íslendinga að fagna sumri; og þeim ummælutn til áréttingar las hann upp vorkvæði eftir Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi. Aðalræðuna flutti Miss Margrét A. Björnson frá Wiinnipeg. Sagði hún frá íslandsferð sinni á liðnu hausti, og þótti mælast prýðisvel. Bar hún landi og þjóð vel söguna, en var jafnframt drengilega hrein- skilin í frásögn sinni. Brá hún upp skáldlegum myndum og fögrum af einstæðri náttúrufegurð íslands og h/ikadýrð; stiklaði á höfuðatriðum f sögu þess, og sýndi fram á, að í landi þar býr framsækin þjóð, er á sér auðuga og sérkennilega menn- ingu, en stendur nú á hinum ör- lagaríkustu tímamótum. Féll ræða þessi í góðan jarðveg, ekki sízt hjá yngra fólkinu, en margt af því var á samkomunni. Að ræðunni lok- inni sýndi samkomustjóri allmarg- ar myndir frá íslandi, með aðstoð Dr. A. M. Rovelstadsý eins sam- kennara síns frá ríkisháskólanum í Norður Dakóta. Mikill og fjölbreyttur söngur var einnig á skemtiskránni; og hafði séra Hans. B. Thorgrímsen annast undirbúning hans; er það alkunn- ugt hversu ágætlega honum ferst slíkt úr hendi; lifir enn í hinum gömlu glæðum, þó hann sé nú nær hálf-níræður að aldri. Miss Louise Arason, kenslukona í Grand Forks, söng einsöng; þeir séra Háns og Tómas Thorleifsson frá Garðar sungu tvisöng; en með fjórrödduðum söng skemtu þau Miss Louise Arason, Miss Margrét Hjörtson frá Garðar, Tómas Thor- leifsson og Haraldur Sigmar frá Mountain. Stunda þrjú hin síðast- nefndu nám við ríkisháskólann í Grand Forks. Söngfólk þetta söng eingöngu íslenzka uppáhaldssöngva og hlaut drjúgt lófaklapp að laun- um fyrir frammistöðuna. Haraldur Sigmar lék einnig á fiðlu “Kvöld- bæn” Björgvins tónskálds Guð- mundssonar, og þótti vel takast. í samkomubyrjun og milli skemtiat- riða sungu allir ís.lenzka söngva, undir stjórn séra Hans, en Mrs. G. G. Jackson lék undir á slaghörpu. Skemtiskrá lauk með því, að sungnir voru þjóðsöngvar íslands, Canada og Bandaríkjanna, og kom sér nú vel, að þeir eru allir undir einu lagi. \ ar síðan sezt að borðum, prýdd- um blómum og flöggum, og hlöðn- um gómsætum vistum. Höfðu kon- urnar sem fyrri daginn unnið. verk sitt með rausn og prýði, að þessu sinni undir forystu Mrs. R. D. Swengel (Emmu Thordarson). Meðal annars voru fram bornir ís- lenzkir réttir, sem bezt halda við þjóðrækninni, svo sem skyr, rúllu- pylsa og annað sælgæti; var það ekki bókfest, hversu hraustlega menn ■ tóku til matar sín, en óhætt mun mega segja, að enginn muni þar hafa ómettur upp staðið. Ekki spilti það veizlugleðinni, að broshýrar blómarósir íslenzkar, er nám stunda við ríkisháskólann, gengu um beina. Nokkrar ræður voru haldnar undir borðum. Dr. Rovelstad, er fy^ var nefndur, sem er norskrar ættar og prófessor í latneskum fræð- um við ríkisháskólann, bar saman latneskar og íslenzkar bókmentir, og fór miklum lofsorðum um listgildi pg lífsgildi hinna síðarnefndu. Dr. Ólafur Björnsson, er góðu heilli hafði komið með dóttur sinni, hélt fjöruga ræðu og mintist margs frá hinum fyrri árum í Dakotabygðinni. Stuttar tölur héldu einnig þeir Mr. Paul Johnson, skólaráðsformaður frá Grand Forks og Mr. Jóhannsson skólaráðsmaður. Var góður rómur gerður að máli allra ræðumanna, þeirra er yfir borðum mæltu. Skiftist fólk nú í smáhópa og ræddist við, unz líða tók að miðnætti og rnenn fóru að hugsa til heimferð- ar. \ ar það auðsætt af hýrum svip manna, að þeim hafði verið kvöld- stundin hin ánægjulegasta, enda kváðu margir upp úr um það. Þökkum við íslandingar í Grand Forks þeim ungfrú Margréti og Ólafi lækni föður hennar sérstak- lega fyrir komuna,*)g einnig öðrum aðkomandi löndum okkar, og bjóð- um þá velkomna á næstu samkomu okkar. Jafnframt sendum við löndum okkar hvarvetna alúðarkveðjur og sumaróskir, ásamt þeirri hvatningu, að þeir haldi sem bezt hópinn með þvi að koma saman endur og sinn- um, alstaðar þar sem því verður við komið. Sú viðleitni frestar því um hríð, að við hverfum með húð og hári- niður í Ginningagap hérlendr- ar þjóðblöndunar. Richard Beck.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.