Lögberg


Lögberg - 29.04.1937, Qupperneq 2

Lögberg - 29.04.1937, Qupperneq 2
LÖUBEliG. FiMT UDAGINN 29. APBÍL, 1937 í KYRÞEY \ ihur vor hér, Jakob J. Norman, í Wynyard, skrifar grein í Lögberg, I. april, 1937, er hann nefnir "FriÖ- armál.’’ Er það vel meint mál, og sumt af þvi sérlega vel heilbrigt. Samt er í því ýmislegt á víð og dreif, sem ekki er gerð full grein fyrir, þess vegna læt eg þessar fáu línur hér, til nokkurra athugasemda þar við. • Eg gæti trúað því bezt, að það yrði fjöldinn af öllum þjóðum í Norður-Ameríku, körlum og kon- um, sem finna nú í sál sinni, sömu löngun eins og Jakob J. Norman, eg og mennirnir tveir, dr. Sigurður Júl. Jóliannesson skáld og hr. Joseph T. Thorson, 4v.C. þingmaður, sem Mr. Norman minnist svo þakklátlega í grein sinni, að friður og hagsæld mætti haldast um ótal, helzt öll, ó- komin ár i Norður-Ameríku. Að þessu leyti erum við öll sammála. Greinin “Friðarmál,” byrjar á orðunum, "Þegar Kristur var her- prestur,” svo á erindi eftir Stephán G. Stephánsson, er svo hljóðar: “Úr helgum ritum hefi' eg það í minni, að herprestur var Kristur einu sinni; en stutt var ræðan sú er sagan getur, og sem hann flutti: ‘slíðra sverð þitt Pétur, Því hver sem bfegður ^verði, sá skal falla A sverðseggjum" — við slíka texta alla, Nú blíjgs til liðhlaups lúðrasveit Guðs nýja— Sem leigumenskan úlfinn sé að flýja.” Heilög Ritning er yfirgripsmikil og ekkert smáræðis viðfangsefni að fara með suma kafla hennar. Kaf'.- inn, sem hér um ræðir er einn af þeim, sem á sér tvær hliðar. Svo sem orðin hér að ofan eru rétt til- færð, svo standa og einnig í Guð- spjöllunum önnur orð um sama efni, sem sýnast fara i mótsögn við þau sem tilgreind eru. Eru vitaskuld ekki mótsögn, heldur eiga við aðrar kringumstæður en þær sem höfund- ur orðanna vildi innprenta mönnum þarna. Þetta má finna í Ritning- unni, sé leitað. — Mr. Norman talar um stríðið 1914-18, sem hafi þar verið jöfn sök á báðar hliðar. Það er punkturinn, sem er stærsta spursmálið. Maður sér það mál ekki rætt nú, í íslenzku blöðunum, nema frá Mr. Normans hlið — þeirri hlið, sem kemur í ljós aðallega í greininni “Friðarmál,” sem og í greinum dr. Sigurðar Júl. Jóhannessonar, og þingmannsins ís- lenzka í sambandsþinginu núna. feæði Dr. Jóhannesson og Jakob J. Norman eru gestrisnir menn, svo sem bezt má vera, en það hygg eg að ef heimili þeirra, ástvinir og eigin persónur hefðu verið í vegi þeirra Þjóðverjanna 1914, er þeir réðust inn í Belgíu, áleiðis til Frakklands, þá hefðu þeir þózt verða fyrir ó- næði nokkru — og sársauka líka.— Sannleikurinn og réttlætið er það, sem ávalt á að sitja í fyrirrúmi. Það er alls ekki fullkominn drengskapur, að draga fram aðra hliðina á þessu máli, frammi fyrir þjóð sinni, en þegja um hina hliðina. Eða það sem er enn verra, segja ekki rétt frá. í þessu máli er sannleikurinn, sá að Bretar og Bandaríkjamenn eru að hervæðast af alt öðrum ástæðum en þeir Mussolini og Hitler. Þeir tveir síðarnefndu eru að búa sig í það, að ráðast á heiminn, Bretar og Bandarikin eru að hervæðast til þess að verjast, ef til áhlaups kemur. Þetta er eins giikill munur eins og á myrkri og ljósi. Enskumælandi þjóðirnar sem og Norðurlönd, vilja hafa lýðræði, það er þingbundna konungsstjórn eða lýðveldi, sem einu nafni er nefnt Democracy á enska tungu. Mussolini og Hitler vilja hafa öll ráð í eins manns höndum. Hnefinn og sverðið skal taka fyrir kverkar hvers þess einstaklings, sem andar á móti þeim, hvort sem sá einstakl- ingur má sín mikils eða lítils. Brot- legir menn skulu píndir og deyddir án dóms og laga. Sjö ára drengir skulu æfðir til herskyldu hjá Musso- lini. Eru æfðir nú til herskyldu á þeim aldri. Gunnar Björnsson sagði íslendingum í vetur, á Þjóð- ræknisþinginu, að Mussolini segði að frelsið væri úldið hræ. Siðustu tima fréttir segja |að Hitler hafi fyrirboðið Þjóðverjum að þiggja Nóbelsverðlaunin. Engin bókmenta- leg verðlaun, nema í þeirra eigin landi. Kona, sem ferðaðist frá Banda- ríkjunum til Evró'pu, 1934, skrifar u:n það í Readers’ Digest. Segir hún að maður verði að hafa hina mestu varasemi á sjálfum sér á ferðalagi um meginland Evrópu, scrstaklega að nefna ekki nafn þeirra Hitlers eða Mussolini. Als- staðar séu spæjarar, og heyrist þessi nöfn af vöruni manns, á lest ,eða annarsstaðar, er maður óðara kom- inn i laganna hendur. Ef einhver gerðist svo djarfur að segja: Mussolini er heimskingi, Væru vopnaðir menn óðar komnir að dyrum hans. Ef einhver Banda- ríkjamaður kallaði úti á stræti: Forsetinn er flón, dytti engum heil- vita manni í hug að skifta sér að honum. "Það er einhver heimsk- inginn að liljóða úr sér vitleysuna,” mundi vera það mesta sem nokkrum dytti í hug að segja. Á þenna hátt eru allar f’réttir, sem maður sér að handan. Hver rithöfundurinn á fætur öðrum, sem hefir sagt þessum herrum, — ef maður á að hafa svo mikið við þá, að kalla þá það — til syndanna, er rekinn úr landi og,. lýsingarnar, sem þeir hinir sömu gefa á meðferðinni á mannlegum verum, er næsta ægileg. “Days of Wrath” — Dagar reiðinnar — er ein slík bók, send út sem “Book of tlíe Month” af 'bókmentaklúbb í New York. “Prisoner of the Nazis” heitir grein, sem er í Readers’ Digest, frá 1934. Það er lýsing á fangahaldi á Þýzskalandi i Hitlers tíð, núna. Framkoman gagnvart föngunum auglýsist í þessum orðum sem Nazi embættismaður talaði í ræðu til sinna undirmanna, segir blaðið: “Æfinlega að muna það, að engar mannlegar verur eru hér (á fangagarði), bara svín.” “Eng- inn sem misþyrmir föngunum þarf að óttast hegningu. ‘Þvi fleiri sem þér skjótið, því færri þarf að fæða.” Híbýli fanganna skýla þeim lítið fyrir kulda, vindi eða regni; þeir sofa i strápokum og hafa eitt lak, sem um er skift einu sinni á tveim mánuðum. Ein þvottaskál er til handa hverjum fimtíu og tveim mönnutn og tíminn sem þeim er gef- inn til að þvo sér,/er aðeins tuttugu og fimm minútur; Öllum þessuim fimtíu og tveim, á litlu þvottaborði. Nærri fangaskálunum er óhreinn pollur. Klóklega tekin mynd af honum kom í Munich Illustrerte Zeitung, 16. júlí 1933, sem sund- laug fyrir fangana. Fangarnir eru látnir vinna erfið- isvinnu, byggja vegi, setja upp her- æfingavelli og skotæfinga. Sumir voru aktýgjaðir vikum saman fyrir þungum sléttunarvélum, sem þeir urðu að draga níu klukkutíma á dag, án minútu til hvíldar. Þeir voru barðir áfram með svipum og spark- að í þá. Margir hnigu út af og það varð að bera þá í burtu. Fæðið er-rétt nóg handa iðjulaus- um manni; áreiðanlega ekki nærri nóg fyrir erfiðismann. Að nóttunni koma yfirmenn þeirra oft fullir í hópum og berja þá upp úr fletjun- um. í mörgum tilfellum hefir hár fanganna orðið hvítt af skelfing- unni, sem yfir þá dynur. Föngunum er leyft að skrifa eitt bréf eða póstspjald á viku. Yfir- menn lesa það, eins og nærri má geta. Sé minst orði á meðferðina á þeim, eru þeir barðir daglega og tugtaðir í dimmum klefum. í klef- um þessum er hengingaról, ef fang- inn skyldi vilja hengja sig. Uppáhalds aðferð Nazistanna er að taka nýja fanga, láta þá í dimt herbergi, með andlitið fast upp við vegginn og skjóta svo heilli hríð upp i loftið. Hivenær sem nýir fangar koma, eru nokkrir teknir frá og barðir með vírlögðum uxahölum. 12. apríl var komið með þrjá Gyð- inga frá Nuremberg. Þeir voru leiddir eitt kvöld frá fangastöðvun- um. Fáum mínútum seinna var bú- ið að drepa þá alla. Undirforingi, Erpsmuller, hældi sér af verkinu frammi fyrir hinum föngunum. "Eg er á móti þvi að kvelja Gyðingana. | Ormar eru ekki drepnir með því að 1 rífa af þeim limina. Það er troðið á þeim.” Þannig fórust þessum manni orð. Formaður konnmúnista, Josep Goetz, var margoft kallaður fyrir rétt. Æfinlega þegar hann kom aftur, var hann þakinn í sárutn og r : læknirinn við fangahúsin neitaði að binda um þau. Á hverju einasta ! kvöldi klukkan tíu, kom einn af yfirmönnunum með fimm valda lög- regluþjóna sem börðu liann þar til hann var meðvitundarlaus. Dýnan ' hans ,rennvot af blóði, var látin út ’ til að þurka hana annan hvern dag. { Eftir mieira en tvær vikur af þess- ! um pyntingum var Goetz drepinn. 1 Marga fleiri glæpi telur þessi málsgrein upp. A þessum sömu hegningarstöðum, það er í Pachu, ein fermíla, umgirt sjö feta háum steinmúr, gaddavír og vélbySsum. (Oft er skift um yfirmenn af þvi menn hrærast til meðaumkunar hver með öðrum. Þeir grimmustu eru látnir vera yfir alt af). Þar voru 1933, seytján hundruð manns. Þessi grein, aðeins miklu lengri, er i Readers’ Digest, október 1934, gefið út í Bandaríkjunum. Það sem hér er sagt, er i fullu samræmi við það sem maður sér nærri hvar sem auguim er litið, á fréttir frá Þýzkalandi, siðan Hitler tók við stjórn, af þeim sem auð- sjáanlega vita nokkuð verulega um hvað þar gerist. 27. marz 1937, er grein í Winnipeg Free Press, Young Authors’ Section, bls. 5, sem ís- lenzku blöðin bæði hefðu átt að færa lesendum sínum, i íslenzkri þýðingu og andrétta. Hún er rituð af Grant Dexter, fréttaritara Free Press, sem dvelur í Evrópu nú. Þar er, í fá- um, en f jarska skýrum og látlausum orðum, sagt frá því hvað það er, sem um ræðir í heiminum nú. Bret- ar, Frakkar og Bandaríkjamenn, Norðurlönd, Sviss og Holland eru með og vilja hafa þingbundna kon- ungsstjórn eða lýðveldi; þar í inni- felst, sem kunnugt er, trúfrelsi, fxálitískt frelsi, ritfrelsi. Sekur mað- ur er ekki dæmdur án dóms og laga, heldur er mál hans flutt fyrir dóm- stólum. Hann fær tólf valdra manna kviðdóm. Hver einstakling- ur sem kominn er til vits og ára, má kjósa þann mann, sem honum eða henni likar bezt, til þess að vera sinn umboðsmann á þingi. Með þessari grein Mr. Dexter’s eru myndir af þeim þremur, sem ijú ráða mestu í Evrópu: Mussolini, Hitler og Stalin. Einnig hugsjónir þeirra: Kristna tímabilið er búið að vera. Lýðveldishugsjónir eru að visu ávöxtur seinni tíma kristni, en nú eru þær útslitnar. Sverðið og hnefinn er það sem skal ráða. Ef tækifæri eru heppileg, þá er það ekki einungis rétt, heldur sið- ferðisleg og stjórnarfarsleg skylda, að setja á stríð. “Vér Italir neitum draumsögnum um æfinlegan frið.” “Eg býð Evrópu olíuviðargrein, sprottna í skógi spjótsoddanna.” Það er talið víst, að Mussolini. hafi haft Breta í huga, þegar hann sagði: “Stórveldi eru sem einstakl- ingar, þau fæðast, þroskast, þeim hnignar og þau deyja.” Þessar fáu setningar eru teknar úr ræðum þessara manna. Alt þetta er gott að athuga í ró og næði síns eigin huga og útsjónar yfir lífið. Það hvílir ekki á at- kvæðisúrskurði Islendinga, hvort friður eða ófriður er í heiminum, einu landi né öðru, en undir brezku flaggi mega menn láta álit sitt i ljósi, opinberlega, með eða móti því er um ræðir. Það er einmitt atriðið, sem öllum frjálshugsandi mönnum ætti að þykja vænt um. En fyrst svo er nú komið, að vér hér í Canada erum partur af brezka veldinu og sérstaklega allir, sem börn eiga hér, eðlilega svo samgróin veldinu, að þau mæla betur á ríkis- tunguna en móðurtunguna, þá er ó- hætt að segja, að brezka veldið sé einnig partur af oss; þá er sann- gjarnt að ætlast til þess að leiðtogar vorir þeir er blöðum stýra, eða þeir sem í þau rita sem leiðandi menn, upplýsi í fullu Ijósi um það sem virkilega er að gerast, bæði í urh- heiminum og sérstaklega hjá þjóð- inni, sem vér búum með og erum orðin partur af. Færi svo að til stórræða kæmi, er það ærin meiri trygging fyrir innbyrðis einingu, að vita að maður standi inn með sýkn- um mönnum en ekki sekum. Það, að vita sannleikann, stefnir æfinlega til réttarins sviðs og þar af leiðandi til sameiningar. Lögberg er liberal i pólitík, það er Winnipeg Free Press lika. Mað- urinn sem stýrir því blaÖi, er þjóð- kunnur sæmdarmaður og atkvæða- ritstjóri. Það mun vpra óhætt að flytja Islendingum þær fréttir, um þessi mál, sem hanri telur ábyggileg- ar, eins og til dæmis greinarnar, sem Grant Dexter skrifar, þar sem blað- ið gerir hann út til Evrópu, til þess að sjá og heyra sjálfur hvað um er að vera. * * * I kveðjuskyni til vinar vors, Jakobs J. Norman, skal eg geta þess, að erindið eftir séra Matthías, sem hann tilfærir í endalok greinar | sinnar, á ekki við það mál, sem hér um ræðir. 1 Englendingar eru ekki páfatrúar- menn, en þeir gefa kaþólskum mönnum fullan frið og frelsi undir sinu flaggi. Það er, sem gefur að skilja partur af trúfrelsinu. En það er eitthvað annað, en Hitler og Mussolini séu að berjast fyrir kirkjulegum hugsjónum, svo sem lítillega er minst á hér að framan. Það er nú orðiÖ lýðum Ijóst, að það sem Hitler og hans fylgjendur vilja innleiða í Þýzkaland, er heiðindóm- ur og heimska. Hitler lofaði Róm öllu fögru 1933, það sama gerði hann til mótmælenda á Þýzkalandi. ; Þessu hefir hann brugðist. Hann og höfðingjar hans kenna mönnum að þeir eigi að trúa á Hitler og Þýzka- ; land og þar fram eftir götunum. Eg vil svo enn taka undir þá ósk Jakobs J. Normans, að blessun ; Drottins megi hvíla sem lengst yfir Canada, — alla tíð; yfir allri Norð- ur-Ameríku, hinu brezka veldi, og ; öllum heimi, innifalin í friði og sér- hverri náð. 1 Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. Pacific Coast Mission (Frarnh.) Nýr liðsafli. Nú þegar er eg heima komin i Kína. Flinir kristnu á meðal Kín- verja sýnast eins og manns eigin. j Svo sannarlega kynþættir og hör- undslitur hverfur manni í guðspjall- ! inu. Hversu það uppörfar hjörtu j vor að sjá svo marga sannkristna á ! ineðal Kínverjanna. Þeir ljóma af Guðs náð þegar þeir vitna. Á aðra hönd er það æði sorglegt að sjá svo ! marga í þorpi eftir þorpi, í hindur- I vitnum og myrkrum syndarinnar. Aldrei á æfi minni hefi eg haft eins sára löngun til að hjálpa sálum. Kærar þakkir til ykkar allra fyrii bænir ykkar og fyrir alla muni þreytið í bæninni. Bókfell eftir bók- fell mætti rita um árangur bænar- innar. I alvöru, yðar Elsie C. Cartwell. Við höfum þá ánægju lað finna okkur i einum anda með Elsie, og við fögnum að einn enn heíir bæzt við töluna hjá okkur. Fyrir hjálp- semi fárra vina, er okkur nú mögu- legt að bjóða fáeinum að unga fólk- inu inn á heimili okkar, til að læra að lesa Biblíuna. Hér fær þetta vfesalings fólk nýja hugmynd um heimilislíf, og verður yfirleitt hin bezta stund lífs þess. Einn cana- diskur dollar er næstum nógur mánaðarforði handa einum manni. Einn ókristnaður maður var svo stokkbólginn á fótum að ótrúlegt virðist; hann var talinn af. Fyrir mánuði síðan varð hann alheill, fyrir bæn. Biðjið að hann megi fá frels- un fyrir sálina líka. Biðjið einnig fyrir oklcar ungu mönnum, sem eru okkar önnur hönd í verkinu úti á NUGA-TONE ENDURNYJAK HEILSUNA I NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir meit- ' inguna og annað þar að lútancU. Veiur J vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að | almennri vellíðan. Helir oft hjálpað , er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- j sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. úrvals hægðalyf. 50c. petta landsbygðinni og í ýmsu fleiru. Sumir þeirra eiga í stríði með heils- una. Biðjið að þeirra nytsemi ekki hindrist fyrir heilsuleysi eða aðra erfiðleika, lieldur að þeir megi vaxa að mætti og þekkingu á Guði og hans mætti. Við þökkuð Guði fyrir batnandi heilsufar frú Zun. ITún er hjálparhella á meðal hinna ungu i trúnni, kennandi þeim -Guðs orð. Frú Tsang í Chang-Ho-Teo vinnur mikið verk á meðal fólksins. Ýmis- legt hefir hún mátt þola i verkinu á þessu hausti, en hún heldur sér stöðuglega við Guð, og biður gegn- um erfiðleikana. Munið eftir henni nær þér krjúpið við Guðs náðar fótskör. Mér finst við þurfa hvers annars bænir þvi meir sem vér sjá- um Jesú tilkomu nálgast. Oft íinn- ,um við kraft þeirrar bænar, sem •upp stígur frá ykkur fyrir okkur. Drottinn blessi ykkur öll. Eg er yðar systir í Jesú, M. E. Harrvood. Guðsþjónustur á götum úti. Vegna þess hvað fólk er nú önn- um kafiÖ að slá og þreskja hrísinn, og svo margir eru að sá vetrar- garðamát, komumst við að þeirri niðurstöðu að bezt væri áð bíða með stundvíslegar tjaldsamkomur í þorp- unum þar til uppskera væri á enda. Svo þessar tvær síðastliðnu vikur höfum við haft samkomur á stræt- um og gatnamótum í Leeshing, svo að það af fólkinu, sem aldrei kemur til guðsþjónustu, fái tækifæri til ‘aÖ heyra fagnaðarerindið. Á hverju kveldi leggjum við af stað syngj- andi viðkvæði og sláandi smáhljóð- færin, þar til við finnum góðan stað fyrir guðsþjónustu. Ljósker' hengj- um við á járntein festan við stiga og sálmanótnablaðið er hengt þár sem allir ge(a séð. Fljótlega safnast fólk saman og hér höfum við lif- lega guðsþjónustu. Svo færum við okkur á annan stað og stundum á þann þriðja. Eitt kvöldið .kom kona, sém hlýtt hafði á, með níu ára gamlan son sinn, og bað okkur að taka hann á skóla okkar, þar sem hann mundi fá rétta uppfræðslu. Óskandi að þetta fólk megi frelsast ásamt mörgum fleiri, sem hlýða á á hverju kveldi. Guðsþjónustuhúsið með stráþak- inu ; — aðeins fáein orð til að minna yður á þetta samkomuhús. Fyrir skömmu fögnuðum við saman við sérstakar samkomur um vikutíima og heimsóttum heimilin að deginum, en söfnuðumst saman að kveldinu til guðsþjónustu, Eitt kveldið kom Elsie inn með gítarinn sinn, okkur á óvart; með henni komu nokkrir Kínverjar, okkar samverkafólk. Fanst mér þá að eg vera horfin á guðsþjónustu heima. (Gertrude Cartwell hefir verið í Kína i mörg ár, en Elsie fór þang- að fyrst i haust, Þær eru systur frá Chilliwak, British Columbia.). Þetta kristna fólk þakkar ykkur öllum fyrir bænir yðar. Gertrude Cartwell. Endurtekning. Hjartans heilsan i Jesú nafni og kær þökk til allra, sem hafa skrifað mér. Fyrir fáum vikum lögðum við af stað frá Chiang-Chiáo-Teo, James, minn samverkamaður og eg, eftir margar bænir, og tókum upp á okkur að heimsækja þorp í nokkurri fjarlægð, þar sem engin kristni er kend. Nábúi sá um rúmfötin okk- ar, fyrir fáein cent. Hann vísaði okkur á allþægilegan náttstað. Við hvíldumst (hvar sem við hengdum upp sálmana til að syngja og pré- dika. Þar sem við náttuðum kall- ast IIo Li Chiao; þaðan fórum við yfir nærliggjandi héruð og þorp. Þrír tollþjónar samnáttuðu okkur, og vegna þess að þeir töluðu betra mál en vanalega gjörist, gátum við rætt við þá. Snemma morguns tók- um við okkur upp og fórum i gegn- um yndislegar bambusreyr götur. Mættum við bændum i hundraðatali, sem báru afurðir sínar til kaupstað- ar, aðallega bambusreyr-körfur, seni þetta hérað er frægt fyrir. Mörg tækifæri gáfust til að tala um Jesú, en fáir voru hér lesandi svo sniárit komu að litlu gagni. Á þessum stöðvum íundum við aðeins eina gamla konu, sem sagðist trúa á Guð,<og-var það fyrir vitnis- burð sonar Jiennar. En því miður heldur vegalengd henni frá að ganga til guðsþjónustu. Á þriðja morgni, áður en stjörn- ur hurfu sjónum, fórum við af stað á bát, sem róið var af fjórum mönn- um, aftur til Ching-Chiao-Tio; það- an byrjuðum við íerðina. Biðjið með okkur, að sæðið, sem sáð er á þessum ferðum, megi bera ávöxt, Guði til dýrðar. Síðar höfðum við tækifæri til að skoða bómullarverk- smiðju þar sem yfir þúsund sálir vinna. Kvenfólk, sem þar vinnur hefir í kaup 10 cent á dag og fá- einir menn fá litlu meira kaup. Eg var spurður um aðgöngumiða, en alt sem eg hafði var smárit, Jó- hannes guðspjall 3, 16., og var það tekið til greina; var okkur sýnd lip- urð og kurteisi. Við réttum þeim smárit, sem voru lesandi, en hávað- inn í vélunum gjörði samtal nær ó- mögulegt. Drottinn er að hjálpa mér með tungumálið, en mikla þörf hefi eg á bænum yðar. “Sjá, nokkrir koma úr fjarlægum lands- álfum, aðrir frá norðri og vestri, og enn aðrir frá Sinalandi.” (Hína). Esajas, 49,12. R. A. Bryant. Hangchow Hjá okkur standa nú yfir hinar vehjulegu haustsamkomur, og er alt troðfult af fólki. Mrs. Milley vildi óska að þið gætuð litið inn á kveld- in og séð öll þau rúm. Alt er þakið af þessu kæra sveitafólki, sem gepg- ur frá sér á kistulokum, ef ekki ýill betur, vafið upp í sín eigin rúmföt. Hana undrar hvernig við hýsum þennan fjölda, með ekki meira hús- plássi en við höfum. Hversu hinir kristnu fagna í sameiningu við aðra —systur og bræður—frá öllum hin- um söfnuðunum! Guðs kærleiks- bönd þeirra á milli eru sterkari en skyldleiki holdsins. Frá því að morgunklukkan hringir þar til köld- Ijósin slokkna fara fram alvarlegar bænir, lestur og lærdómur í ritning- unni. Hversu þetta fólk vitnar og syngur! Fyrir síðdegis- og kveld- guðsþjónustu, skifta þeir sem út fara sér í fjóra hópa. Hver liópur fyrir sig heldur tvær eða þrjár guðs- þjónustur á strætum og gatnamót- um, og bjóða sálum til andlegrar máltíðar inni. Stór hópur er að undirbúa sig undir skírnina. Slæmt að þið getið ekki öll verið hér til að heyra þá vitna og segja: “Eg vil fýlgja Jesú.” Ef rúm leyfði, gætum við greint ykkur frá mörgu, sem er eftirtekt- arvert. Fyrir fáum dögum sendi kristinn faðir son sinn frá Mo-ko-li til Hangchow. Faðirinn var í pen- ingaþröng; átti sonurinn að selja strámottur, en í staðinn fyrir að færa heim þessa $20, eyddi hann því í glæfraspili. Þegar þessi fregn barst föðurnum, kom hann að leita sonar síns. Eftir árangurslausa leit kom faðirinn hingað á vorn kristni- fund, og fann þar, sér til hjartans ununar, sinn villuráfandi son krjúp- andi að leita Guðs. Eftir á bað son- urinri föðurinn fyrirgefningar, og lofaði hér eftir að fylgja Jesú. Fyrir skömmu, þegar við vorum al5 halda Guðsþjónustur í Ju Sán, varð yndislegur, ungur kvenmaður fyrir þeim áhrifum hins illa, að hún óróaði alt bygðarlagið með at- hæfi sinu. Loks lét hún undan og þáði að við bapðum fyrir henni og varð hún við það mikið kyrlátari og lærði að lesa smábæn, sem við gáf- um henni. Að morgni næsta dags sendi faðir hennar hana með fæðu til að offra eldhúsguðnum, og varð hún þá óð aftur; en þegar faðirinn fann að hann gat ekkert við hana ráðið, sárbað hann okkur að biðja aftur fyrir henni. Við báðum aftur og með sama árangri; og stóð fólk- ið í undrun þegar það sá þá um- myndun. Hún er nú hér þessa viku hjá okkur, með sinum unga eigin- manni. Viljið þið ekki biðja að þau megi frelsast og verndast frá árás- um óvinarins í framtíðinni.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.