Lögberg - 29.04.1937, Page 4

Lögberg - 29.04.1937, Page 4
4 JjÖOBERG. FIMTUDAGINN 29. APRIL, 1937 ii—---------------— iLögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLVMBIA PREB8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba TJtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. * VerS $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sarger^t Avetjue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Þjóðernisleg verðmæti Allir þeir hinir mörgu og mismunandi ])jóðflokkar, er meginland þetta byggja, eiga sín sérkenni; verðmæti, sem sameiginlegur stofn og sameiginlegar erfðir, hafa verndað öld fram af öld. Forustumennirnir í mentun og menningarmálum Xorður-Ameríku, þeir, er fyrir réttdæmis og sögulegrar þekkingar sakir má fulltreysta, eru á eitt sáttir um það, að viðhald slíkra þjóðernislegra verðmæta, sé eigi aðeins þjóðflokkabrotunum sjálfum til- sæmdar, heldur og jafnframt hlutaðeigandi þjóðum til varanlegs gildis og æskilegrar fjölbreytni í háttum þeirra og lífi. Til slíkra forustumanna, svo tekið sé aðeins eitt dæmi, má telja Watson Kirkconnell, prófessor við Wesley College hér í borginni. Hefir hann gengið flestum mönnum lengra í þá átt að vernda frá þröngsýnum innaðkomandi áhrif- um, eða hreinni og beinni lítilsvirðandi sjálfs- tortíming, tilverurétt “útlendinganna” í þessu landi; ítrekaðar ritgerðir hans nm ís- lenzka mannflokkinn hér vestra, taka af öll tvímæli í þessu. 1 meistaraþýðing-u Einar Benediktssonar á meistaraverki Ibsens, Pétri Gaut, er þjóð- erni glöggar skilgreint í eftirfarandi ljóðlín- um, en venjulegt er: “Það alt, sem merkir mig í anda frá mönnum allra þjóða og landa.” “Sumardagurinn Fyráli” Erindi flutt t Fyrstu lútersku kirkjú 22. apríl 1937. Eftir Björn Eðvald Olson Herra forseti, Heiðraða kvenfélag, Háttvirta samkoma! Aður en eg byrja á byrjuninni, eins og K. X. heitinn mundi hafa orðað það, vil eg þakka innilega fyrir þann heiður, sem konur þessa safnaðar sýndu mér með því, að bjóða mér, ungum og óreyndum, að tala hér nokkur orð við þetta hátíðlega tækifæri, og það með slíkri prýði, að ekkert var tekið fram um efni, form eða tíma af þeirra hálfu; en samt var eitt fram tekið, það, að erindið mátti til að flytjast á íslenzku — annars ekkert. Eg bað um frest, að hugsa málið, þar eð eg hefi aldrei reynt að flytja ræðu, erindi, tölu eða hvað helzt, sem ykkur þóknast að kalla það, á ís- lenzku. Þið getið gefið' því nafnið, þegar eg er'búinn. En útkoman varð samt sú — eftir að hafa klórað mér í höfðinu í heilan sólarhring — að eg lofaðist til að vera hér. E'n með því þær voru svona velviljaðar í minn garð, konurnar, hefi eg ákveðið að tileinka þeim heiðnrinn eða skömmina, af því er eg kann að segja. Með öðrum orðum: þær bera ábyrgðina en eg ekki. # # # Kom heitur til míns hjarta blærinn blíði! Kom blessaður í dásemd þinnar prýði! Kom lífsins englil, nýr og náðarfagur í nafni Drottins, fyrsti sumardagur! Þannig syngur Matthías Jochumsson. Sumardagurinn fyrsti! Eg fór að hugsa um það, eftir að blessuð konan hafði beðið mín, hvað eg vissi um sumardaginn fyrsta — þennan alíslenzka tyllidag islendinga á ættjörðinni, sem næst gekk jólum að hátíðahaldi í fyrri daga. Rann þá upp í huga mínum vísa sem mér var kend sem barni á Gimli, og sem vakti þá hlýjan hug — vorhug — í sál minni, þótt eg ungur væri. Vísan er eftir Jónas Hallgrímsson og er á þennan veg: “Vorið góða, grænt og hlýtt græðir fjör um dalinn: alt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn.” ✓ fyrir sumarmálin til þess að-fá sér á kút, því að þá var oftast tekið að gerast tómlegt heima; og eftir að kaffi fór að flytjast, varð algengt að gefa kaffi og lummur á sumar- daginn fyrsta. Það mátti ekki til sleppa með það, að geta fagnað ssumrirju sem bezt auðið var. Þá var og annað, sem ekki einkendi þann dag síður, það voru sumar- gjafirnar. í stað þess að aðrar þjóðir hafa jóla og nýársgjafir, hafa sumargjafirnar einar verið hér þjóð- légar um langan aldur og eru enn i dag, að minsta kosti hér norðan- lands. Hjónin gáfu hvort öðru gjafir og börnum sínum og stundum öllu heimafólkinu. Börnin og heima- fólkið gáfu stundum húsbændunum gjafir aftur og svo hvert öðru. Oft voru gefnar heljarstórar pottkökur, og þóttu þær kostagjafir á þeim ár- um; þegar lítið var um brauð hér á landi. Nú er þessi siður að leggjast niður, að minsta kosti í kaupstöð- unum, og í nánd við þá, og útlenda lagið með jólagjafir að koma í stað- inn. En svo fátt eigum vér íslend- ingar af þjóðlegum menjum, að það má ekki minna vera en haldið sé í það, sem enn er til. Algengt var það og þann dag, að unglingar söfn- uðust saman til þess að glíma og bændurnir riðu út til þess að hressa sig hver hjá öðrum, þegar bærilega voraði og ekki var kúturinn orðinn tómur. Nú er víða orðið mjög dauft yfir þessum degi, einkum syðra, og er ilt til þess að vita.” * * # Hér endar séra Jónas frásögn sína um sumardaginn fyrsta, og virðist vera hnugginn mjög yfir hnignun- hans, og er það sízt að undra um svo þjóðlegan mann. Er slæmt til þess að vita, að svona skuli komið með þessa einu alíslenzku há- tíð, sem komin er til okkar alla leið frá okkar fyrstu forfeðrum sem Is- lendingar. Vildi eg óska, að þeim auðnaðist að taka leiðbeiningum hins mæta manns, og endurreisa daginn i líkum anda og áður átti sér stað. Við, hér vestra, gætum einnig tekið þátt í þessari endurreisn, þó við verðuim að sleppa kútnum og út- reiðunum. ólíklegt er þaÖ, að fólk af írskum upp- runa í þessari borg, léti umyrðalaust dragít úr höiKlum sér minningardag hins heilaga Patreks. Telja má það jafnfraiát víst, að Englendingar yrði næsta fastheldnir við Sankti Georgs daginn. Um átrúnað Skotans á þjóðernisleg verðmæti, er alþjóð manna fullkunnugt. En hvað er um oss Islendinga? Eigum vér að láta hræða úr oss kjarkinn? Gtetum vér sætt oss við það að Sumardagur- inn Fyrsti yrði afmáður úr vitund vorri og minningalífi ? Sá dagur, sem í meðvitund þjóðar vorrar kynslóð fram af kynslóð, hefir helgaður verið gróðrarhugsjóninni, þroskan- um og upprisu alls lífs. Vitaskuld kæmi ekki til nokkurra mála að sætta sig við slíkan af- slátt. 1 stað þes§ að amast við Sumardegin- um Fyrsta, eða rýra á nokkurn hátt minn- ingagildi hans, ættum vér að fagna honum heitar ég hjartanlegar en áður, og láta til- gang hans verka á allar vorar athafnir ár út og ár inn. Fátt skilst oss í rauinni fjarskyld- ara Islendingseðlinu, þar sem það nýtur sín bezt, en ótti og undanhald, þó engan veginn sé laust við að slíkur óvinafagnaður skjóti annað veifið upp trjónu í félagslífi voru. Það, sem hér hefir sagt verið um Sumardag- inn Fyrsta, gildir einnig um Islendingadag- inn og þau flest önnur félagssamtök, er for- feður vorir, frumherjarnir af íslenzkum stofni, lögðu grundvöllinn að. I einhverri skuld hljótum vér að standa við þá, og eitt- hvað raunverulegt ber oss alveg vafalaust á oss að leggja í viðurkenningu fyrir hina miklu og margþættu fórnarstarfsemi þeirra. Með það fyrir augum getum vér gengið glað- ir til verks, tekið undir með séra Friðriki heitnum Bergmann og sagt: “Já, Guði sé lof; nú er dagur um alt loft.” Félagsmál vor Vestur-Islendinga þarfnast vökumanna, Sumardags Fyrsta manna, Af náttuglum höfum vér hvort sem er meira en nóg.— Lærdómsrík er hún, sagan af Magnúsi konungi hinum berfætta, þar sem hann gekk fram fyrir fylkingar hlífarlítill eða hlífar- laus, og hlífði sér lítt. Spurðu menn hann að því, hverju það sætti að hann eigi færi varlegar að. Svarið er alkunnugt: “Til frægðar skal konungi meira en langlífis.” Þetta er undur ólíkt starfsaðferðum ýmsra hinna svokölluðu nútíðarforingja, er ekki koma fram í dagsljósið nema endrum og eins og vinna flest sín verk að tjaldabaki. Sumardagurinn fyrsti boðar vorkomuna, og til þess hlakka *allir, hvar svo sem þeir eru, en ekki sízt á Islandi, sem situr “norður við heimskaut í kvalköldum sævi,” enda fögn- uðu Islendingar sumri af mikilli rausn um langan aldur og gera líklega enn að meira og minna leyti, þó breytt sé um að nokkru og mesta helgin afnumin. — Skal eg nú tína saman í fáum orðum það, sem mér er kunn- ugt um hátíðahald við komu sumars. Forfeður vorir skiftu árinu í tvo jafna helminga, vetur og sumar, sem þeir svo köll- uðu missiri, hvern um sig. Var blótað á haustnóttum til vetrar eða mót yetri, eins og þeir kölluðu það — en um sumarmál — sum- ardaginn fyrsta — mót sumri. Var þó Frey og öðrum goðum, er réðu um veðurfar og gróður jarðar, færðar dýrar fórnir og þeir tignaðir mjög, ásamt því að þessari tilbeiðslu fvlgdi gleðskapur mikill og liátíðahöld, bæði við hofin og í heimahúsum. Eftir að kristni var lögtekin á íslandi, breyttist þetta auð- vitað þannig, að í stað blótanna komu messur og bænagjörðir til skaparans og gjafara allra góðra liluta og árferðis. Var þá sumardagur- inn fyrsti haldinn alhelgur og lögskipað að messa í öllum kirkjum landsins, og hélst sá siður þar til árið 1744, að þetta helgihald var afnumið með konungstilskipan. Hefir þetta sjálfsagt verið fremur gert til þess, að hlífa prestunum en fólkinu, þar sem allir áttu frí þann dag, nema þeir; en síðan hafa þeir átt frí á slimardaginn fyrsta, en aðrir ekki. Hef- ir þetta verið talsverður léttir fyrir prest einn á suðurlandi, sem mér hefir verið sagt, að hafi haft fimtíu og tvö messuföll á einu ári! Því ef sumardagurinn fyrsti hefði kraf- ist messu, hefðu úrfellingamar, að öllum lík- indum, orðið fimmtíu og þr jár! Má hér um segja, eins og oftar, að fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði eitthvað gott! Vil eg svo leyfa mér að taka hér upp til frekari skýringar á helgihaldi sumardagsins fyrsta á síðustu 193 árum, eða frá þeim tíma, að kóngurinn skipaði að hætta að ónáða prest- ana, lýsingar séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili í Islenzkum þjóðháttum. Hann segir svo: “-----]>á var vant að lesa, undir eins og komið var £ fætur, en síðan var skamtað ríflega af öllu því bezta, er búið átti til, hangi- kjöt, magálar, sperðlar, pottbrauð, flot, smjör og önnur gæði. Víða var og sent í kaupstað Ennfremur getur séra Jónas þess í sömu bók, að sumardagurinn fyrsti hafi verið merkisdagur um veður- far, þannig: “að ef gott er veður á þeim degi og sunnudaginn næsta, verði gott sumar. Eldiviðarþerrir fer eftir laugar- deginum fyrsta í sumar, en hey- þerrir eftir sunnudeginum fyrsta.” Skulum við nú veita þessu eftir- tekt í sumar og sjá ihvað gömlu mennirnir vega á móti - veðurspá- dómunum í ensku blöðunum og veðurtöflum almanakanna. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt sumar! # * # Eg mintist á það áðan, að sumar- dagurinn fyrsti boðaði vorkomuna í hugum Islendinga, og er þetta svo nátengt hvort öðru, að á sama mundi standa, hvort heldur væri sagt sum- ardagurinn fyrsti eða fyrsti vordag- ur; þeir mundu skilja það á einn og sama veg. En öðru máli væri kannske að gegna með þá Islend- inga, sem hér i landi eru fæddir og fræddir, þeim mundi hætta til að slengja saman vorinu og jafndægr- unum — the first day of spring — þó aldrei beri hér á vori fyr en eftir islenzkri hugsun um sumarmál. Gætum við hér, sem víða annars- staðar, orðið enskinum að liði, með því að benda honum á og kenna þetta samræmi i orðum og athöfnum náttúrunnar. Eftir þennan útúrdúr erum við þá komin að þeirri niðurstöðu, að þessi dagur sé boðunardagur vors- ins — þeirra tímaskifta er alt endur- fæðist i náttúrunnar ríki — tíma ástar og blómgunar. “Og hér er alt svo fult af frið og fult af helgum'dómum, og gullna sólargeisla við eg guðspjöll les i blómum. Og gróðrarblær um grundir fer, sem gerir alt að hressa; þá finn eg vel, að vorið er í víðri kirkju’ að messa. Segir Steingrímur Thorsteinsson. Ujn vorið eru til óteljandi fjöldi kvæða á öllum tungumálum, en engin þjóð mun hafa kveðið eins yndislega og margbreytilega og mik- ið, sem íslendirigar fyr og síðar, bæði heima og erlendis. Á þetta heima hjá okkur Vestur-lslending- um engu síður en öðrum er af landi hafa flutt. Að þetta sé ekki að úr- ættast meðal okkar sannar það, að siðasta kvæðabók, sem gefin var út á íslenzku hér í landi, hefir ekki færri en fjögur vorkvæði að flytja, og er þó bókin ekki stór. Öll kepp- ast skáldin við að fagna vorinu og dýrð þes's og unaði, jafnframt því, sem það verður þeim hvöt, að á- mi»na mennina til dygða og dugn- aðar hvarvetna í lifi þeirra. / Kristján Jónsson segir, í hrifn- ingu sinni: Fríð eru glaðra fugla hljóð, fríð eru vorsins sigurljóð, fagur er dagsins fyrirboði, fagur er gullinn aftanroði, fagurt er blóm í fjallahlíð, fögur ér lindin tær og blíð. Benedikt Gröndal biður vorið: Gefðu ljós og líf, losa þjóð við kíf. heimsku og hatur, sem er hefndar matur ; efldu náungans ást til síns lands, sýn þeim hið sanna, sigurguð manna! Gefðu dug og dáð og Drottins náð. Hannes Hafstein óskar: Eitt þó blessist allra mest æ með hverju vori, Drottins gjöfin drýgst og bezt: dugur, með kjark og þori. Þorsteinn Erlingsson gerir ástar- játning til ættjarðar sinnar með þessum orðum: Eyjan vor er engum köld er þú brosa lætur hennar morgna, hennar kvöld, hennar ljósu nætur. Hún á okkar heita blóð, hún hefir okkur borið til að elska líf og ljóð ljósið, frelsið, vorið. Áður en eg enda þennan ljóða- lestur, vil eg taka þrjú dæmi af handahófi, ttm sumar- og vorljóða- gerð Vestur-lslendinga. Einar P. Jónsson finnur friðinn og lýsir honum með þessum orðum: Allar svæfir sorgirnar sumardisin fögur; sól um brekku-brúnirnar bindur geislakögur. í lofti þýtur ljúfur blær, á laufsins hörpustreng ’ann slær og segir fagrar sögur. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson biður vorið: Litlu fleyi stýr að strönd, stormi og öldum týndu, farmanninum fögur lönd fyrir stafni sýndu. Láttu alla einni hönd áfram plóginn draga; saman knýttu brostin bönd, • birta láttu’ og daga. Páll S. Pálsson sendir íslandi þessa vorkveðju: Vorsins vindur þíður vestan hafið líður, kystur Vínlands vænu strönd; okkar kveðja er hann, ástarhugi ber hann, einnig vor og bræðra-bönd. Hér læt eg staðar riumið tam þessa hlið vorsins, og — með ykkar góða leyfi — langar mig að prjóna hér neðan við nokkrum orðum um mitt eigið áhugamál, en sem þó snertir oss alla sem nefnumst Vestur-lslendingar. Vormenn íslands, vorsins boðar, vel sé yður, frjálsu menn! Morgunn skóga og rósir roðar, rækt og trygð er græðir senn. Notið, vinir, vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvern hug og gró.ðurblett! Kvað Guðmundur Guðmundsson til vormanna íslands. Alstaðar í mannlífinu eru vor- menn — menn, sem beita sér fyrir plóginn og hvetja aðra til að hjálpa sér að undirbúa jarðveginp. « Með því naifni er ekki eingöngu átt við æsku eða uppvaxtarárin, heldur miklu fremur við þá menn, — á hvaða aldri sem eru, sem hrinda ein- hverjum framkvæmdum á stað, sem leiða til gagns og blessunar fyrir land og lýð. Hugsjónamennirnir, sem ekki eru hræddir við “að leggja á tæpasta vaðið,” og spara hvorki tíma né fyrirhöfn að koma þeim hugsjónum á framfæri, er fyrir þeim vaka í það og það sinn. Þeir eru hinir sönnu vormenn. Því lofi æskan alla tíð, þá eiða hjörtun sverji, að æfi sinni öllum lýð til auðnu’ og gagns hún verji. Og blessum þessi hljóðu heit, sem heill vors lands eru’ unnin, hvert líf, sem græddi einn lítinn reit og lagði einn stein í grunninn. Þannig eggjar Einai* Benediktsson. Vestur-íslendingar hafa alt af átt og eiga enn, nokkra slíka vormenn, og vil eg þar til nefna félög þeirra, bæði andleg og veraldleg, sem hafa staðið í broddi fylkingar með á-. hugamál vor, hvort sem þau hafa verið trúarleg, líknsamleg, bindindis- leg eða þjóðernisleg, og frá þeim höfum við fengið leiðtogana, er leiddu fjöldann gegnuim þrenging- arnar, og þeim — sérstaklega kirkj- um og blöðum — eigum við það að þakka, að við teljum oss þjóðflokk, með nafninu Vestur-lslendingar. Ef þeirra hefði ekki notið við, værum við hvað — “Eg veit það ei! Þú veizt það einn, sem veizt í heimi alt.” Eg hvorki þarf né ætla að vera langorður um neinn sérstakan fé- lagsskap, er til þrifa hefir orðið hér meðal vor, þess gerist engin þörf. Kirkjufélagsskapinn þekkja allir og að hverju takmarki hann keppir. Innan hans hafa myndast kvenna- og karla-félög, en öll eru þau háð skorðum og skoðunum þeirrar kirkjudeildar er þau tilheyra að ein- hverju leyti, sem eðlilegt er. — Bindindisfélög haf,a Islendingar stofnað meðal sín, en þau vinna að- eins að bindindismálum, sem sjálf- sagt er, og eitthvað að líknarstarf- semi meðal sinna félaga, (og það gera kirkjurnar líka), en svo er líka þeirra starf þar með búið. Þjóðræknisfélagið og deildir þess einskorða sig að mestu leyti við ís- lenzkuna, og þar af leiðandi draga allir þeirf 'sig í hlé, er eigi tala eða skilja íslenzka tungu svo vel, að þeir geti sæmilega fylgst með, og er það illa farið, því margir þeirra hafa löngun til að taka þátt í barátt- unni fyrir viðhaldi íslenzks þjóð- ernis hér í álfu, og vilja gjarna til- heyra íslenzkum félagsskap, er gæfi þeim tækifæri að rétta hjálparhönd i þeirri viðleitni. Til þess að ráða einhverja bót á þessu, var á síðasta Þjóðræknis- þingi, ko§in fimm manna nefnd er skyldi íhuga þetta mál og hrinda því á framfæri, ef mögulegt væri. Hefir nefnd þessi haldið nokkra fundi sín á meðal, og þar á meðal einn, er hún bauð nokkrum fram- takssömum yngri mönnum og kon- um af íslenzku bergi, að taka þátt í. Var sá fundur haldinn að heimili hr. Ásmundar P. Jóhannssonar 5. jiessa mánaðar, og mættu þar 30 alls. Var samþykt að gera tilraun til að stofna félag meðal enskumælandi íslendinga og að boða til .opins fundar meðal þéirra hér í bæ, og hafa þann fund jafnframt stofn- fund liins fyrirhugaða félag^, Hefir dagurinn verið ákveðinn og er hann þann 11. næsta mánaðar í Good- templarahúsinu. Ennfremur var komist að þessum niðurstöðulm: Að meðlimir yrðu að vera íslenzkir að minsta kosti í aðra ætt; að fundir fari fram á ensku, en hver sem kýs að tala á íslenzku, er það leyfilegt, og skal stuðla að því að sem flestir reyni það. að hvetja meðlimi til að leggja rækt við íslenzka tungu og bókmentir; að félagið standi i sambandi við þjóðræknisfélagið og undir vernd þess.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.