Lögberg - 06.05.1937, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ, 1937
um og kvenfélaginu, prýÖi heimilis
síns, ágæt eiginkona og móÖir, og
trygg öllum sínum vinum og vanda-
mönnum.
Þetta kvöld var hiÖ ánægjuleg-
asta. — Guð blessi þessi silfurbrúð-
hjón og láti hamingjusóHna halda
áfram að skina á þau næsta aldar-
fjórðunginn og til æfiloka.
Carl J. Olson.
“I helgum stein”
Þetta er stuttur kafli úr frásögn
hins sœnska landkónnuðar Sven
Hedin, þar sem hann lýsir merki-
legum einsetumunkum í Tíbet.
Einn dag í stormi og snjókomu
fór eg með nokkrum félögum mín-
um i Klausturdalinn fyrir ofan
Linga og Pesa að helli einum eða
steinbyrgi við klettavegg einn, sem
nefnt er Samdepuk. Þar sáum við
hund vera að snuðra um. Þar var
klausturhundurinn. Hann vissi að í
hellinum var matarvon. En ef hann
ætti að njóta þess vissi hann að hann
þurfti að bíða lengi.
Klettabyrgið haifði hvorki dyr né
glugga. En inni í því var ofurlítil
uppspretta. Niður við jörð var dá-
lítil glufa í vegginn.
í byrgi þessu var Lama einn
múraður inni. Eigi var hann þar
sem afbrotamaður að bæta fyrir af-
glöp sín. Af frjálsum vilja hafði
hann gengið í steininn, í einveruna
og myrkrið.
Hvað heitir hann? spurði eg.
Hann hefir ekkert nafn, var svar-
ið. Við köllum hann Lama Rin-
pocke — hinn heilaga munk.
—Hvaðan er hann?
—Hann er fæddur í Ngor i Nakt-
sang.
—Á hann skyldfólk?
—Það vitum við ekki. /Ettmenn
hans vita ekki að hann er hér.
—Hve lengi hefir hann verið
múraður hér inni?
—Þrjú ár!
—Hve lengi verður hann þarna ?
—Þangað til hann deyr.
—Sér hann aldrei dagsljósið?
—Nei. Hann hefir svarið þess
dýran eið, að fara ekki úr steininum
í lifanda lífi.
—Hve gamall er hann?
—Það veit eg ekki. Líklega um
fertugt.
—Hvað verður um hann ef hann
veikist?
—Þá annaðhvort deyr hann,
ellegar hann hressist aftur.
—Vitið þið aldrei hvernig honum
líður?
—Á hverjum degi er ýtt skál með
Tsamba og dáltlu smjöri og tei inn
til hans. Ef hann snertir ekki mat-
inn í sex daga, þá gírum við ráð
fyrir að hann sé dauður. Þá rjúf-
um við byrgið.
—Hefir það komið fyrir?
—Já. Síðast fyrir þrem árum.
Þá dó þar Lama einn, sem verið
hafði í Steininum í 12 ár. Og fyrir
15 árum dó þarna einn, sem gekk
tvítugur í Steininn og lifði þar í 40
ár.
—Talar munkurinn sem ber hon-
um matinn aldrei við hann?
—Nei. Ef hann mælti orð af vör-
um myndi hann leiða yfir sig eilífa
glötun, og þriggja ára einsetan yrði
honum að engu gagni.
—Heyrir hann til okkar er við
tölum sanian utan við múrinn?
—Nei, múrinn er svo þykkur.
Þegar þessi dularfulli Lama Rin-
pocke kom til Linga fyrir þrem ár-
um, bar hann fram það heit sitt, að
ganga í eilíft myrkur til dauða-
stundar. Af heilögum ritum munk
anna varð það síðan ráðið, hvaða
dag munkurinn ætti að múrast inni.
Á þessum degi komu allir munk-
arnir saman, til þess að fylgja hon-
um til grafar. Þöglir og hátíðlegir,
gengu munkarnir i sorgarfylking
eftir dalnum, hægt og hægt, fet fyr-
ir fet, eins og þeir vildu treina síð-
ustu mínúturnar sem hinn ókunni
einsetumaður fengi að njóta sólar-
ljóss og lita. Hann vissi að hann
var að yfirgefa heiminn, að hann
myndi aldrei sjá f jöllin sem gnæfðu
yfir gröf hans. Hann vissi, að
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man....................O. Anderson
Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............Arni Símonarson
Blaine, Wash. ..............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brovvn, Man. ....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask................ S. Loptson
Cypress River, Man.............O. Anderson
Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota........Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldssorí
Gimli, Man....................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man..................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Hecla, Man.................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota..............John Norman
Husavick, Man..................F. O. Lyngdal
Hnausa, Man................................B. Marteinsson
Ivanhoe, Minn......................B. Jones
Kandalliar, Sask.............J. G. Stephanson
Langruth, Man............................John Valdimarson
Leslie, Sask...................Jón Ólafsson
Lundar, Man..................Jón Halldórsson
Markerville, Alta...............O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man................A. J. Skagfeld
Oakview, Man..................Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash.............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta.................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.................Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. ................J. J. Middal
Selkirk, Man..............Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man......Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man...............Búi Thorlacius
Svold, N. Dak. ...........B, S. Thorvardson
Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man.......Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson
steininum myndi hann deyja, yfir-
gefinn af öllum.
Dyrnar í byrgið stóðu opnar.
Nokkrir nninkar gengu inn. Þeir
lögðu pjötluteppi í eitt hornið og
settu tvær guðamyndir upp á sillu.
Að aflokinni helgiathöfn gengu þeir
út.
Stórum björgum er nú velt fyrir
dyrnar, og þeim hlaðið fyrir dyra-
opið i margföldum lögum. Fylt er
allar holur þangað til hvergi er
neitt ljósop að finna. Ljósið er
sloknað fyrir honum fyrir fult og
alt. Hann er einn. Aldrei oftar
heyrir hann mannamál, nema hið
innibyrgða bergmál sinnar eigin
raddar. Og þegar hann segir fram
bænir sínar, hlustar enginn á hann.
Kalli hann, svarar honum enginn.
Fyrir bræðrunum er hann lifandi
grafinn — þegar dauður.
Þeir gatiga þögulir til baka til
klaustursins, og taka upp sín dag-
legu störf. Einasta sambandið
milli þeirra og hans er að þeir skuld-
Itinda sig til þess að færa honum
mat daglega.
Fyrir okkur hina væri það þung-
bært að þola að vera' einn dag í
þessari myrkraholu. En Lama Rin-
pocke verður þar þangað til hann
deyr. Það fer hrollur um mann að
hugsa til þessa hræðilega og þó að
visu háleita vernkaðar. Er síðasti
ljósgeislinn er sloknaður í byrginu,
veit hann að þeir eru farnir frá hon-
um. Hann veit, að sólin er í há-
degisstað, en í einveru og niyrkri
verður langt til kvöldsins. En hann
veit ekki hvenær nóttin kemur, þvi
nú er hann kominn í hið sífelda
rnyrkur.
' Fyrsta nóttin líður. Hann vak-
ir, þreifar fyrir sér til glufunnar i
múrinn og réttir fram höndina eftir
skálinni. Með krosslagðar fætur,
og rósinkransinn í höndunum hallar
hann sér upp að steinveggnum, hef
ur upp bænir sínar og hugsar um
tiíveruna. Dagurinn líður. Nýir
dagar og nætur. Það haustar. |
Hann heyrir ekki til regnskúranna.
Veturinn gengur í garð, og kuldinn.
Við fáum ei skilið hvernig hann get-
ur lifað í þessum kulda. Engin hlý
föt hefir hann, engan eld til að yla
sér við.
Dagana getur hann ekki talið. En
að sumri finnur hann að eitt ár er
liðið. Seinna gleymir hann því hve
mörg ár eru liðin. Það einasta sem
hann getur talið eru kúlurnar í talna-
bandi hans, og bænir sinar um leið.
Með hverju ári sem líður f jarlægist
hann meira jarðneskar endurminn-
ingar sínar, og smátt og smátt
gleymir hann því, hvernig umhorfs
er úti í sólinni. Tlveran í byrginu
rennur út í eitt, verður augnablik
eitt í samanburði við eilífðina.
Einmana um nætur og ár leitar
einsetumaðurinn að svörum við ráð-
gátu tilveru og dauða. Hann þráir
dauðann. Og einasta eftirvænting
hans er að standa á tímamótum þeg-
ar stundaglas hans rennur út. En
dauðinn flýtir sér ekki, þegar hann
er velkominn gestur. Ný ár líða.
Endurminningar hins innimúraða
einsetumanns um umheiminn fölna.
Hann gleymir hinu eldrauða skini
morgunroðans og bjarma sólarlags-
ins. Og líti hann upp yfir sig, sér
liann ekki annað en svartamyrkrið,
enga blikandi stjörnu.
Loks eftir niörg ár og löng er
barið að dyrum i byrginu. Það er
dauðinn sem kemur. Hann tekur
gestinum opnum örmum, vininum,
sem hann svo lengi hefir beðið eftir.
Dauðinn stígur inn fyrir þröskuld-
inn. Hinn blindi einsetumaður, sem
arum saman hefir lifað í algerðu
myrkri, sér nú ljósgeisla. Hann er
dáinn. Hann hefir trúlega staðist
prófraun sína.
Eftir sex daga er byrgið rofið.
Hetjan er færð í hvít líkklæði, og
sett kóróna á höfuð henni. Hárið
er langt og hvítt. Líkaminn þur og
skorpinn. Munkurinn sem fyrir
mannsaldri síðan fylgdu honum til
grafar eru nú dánir. Nýir eru
komnir í þeirra stað. Þeir bera
hann á bálköst og logarnir taka við
bráð sinni. Brátt er aðeins askan
eftir.
Hinn ókunni einsetumunkur er
kominn i helgra tölu. Hann er laus
við sálnaflakkið og horfinn í eilífa
sælu ljósheima.—Lesb. Mbl.
Ví,a'1t®lb
^GOOD HEALTH“
FOR OnLY4<fl DflY
Hundruð Winnipegbúa el’la heilsu
sina með þvi að éta VITA-KELP
töflur, hina nýju málmefna fæðu.
VITA-KELP ber mikinn árangur
til lækningar taugabilun, gigt,
bakverk, meltingarleysi, ónógri
líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn-
leysi og mörgum fleiri kvillum,
sem stafa frá skorti málmefna i
likamanum.
Fáið flösku i dag! Tryggið
heilsu yðar fyrir 2 til. 4c á dag.
Fæst f öllum lyfjabúðum eða
póstfrítt hjá
Runion’s Drug Store
541% ELLICE AVE.
Winnipeg
SÍMI 31 355
Verð: 200 töflur ............$1-50
350 töflur ..$2.25
1000 töflur .,$5.40
Business and Professional Cards
Minningarorð
Miss Una Herdís Eyjólfsson frá
Hóli við Riverton, andaðist í Win-
nipeg á Almenna sjúkrahúsinu nótt-
ina milli þess 14. og 15. apríl. Sár-
veik hafði hún verið flutt á sjúkra
húsið ; lækningatilraun gerð, en and-
aðist stuttu síðar. Una heitin var
dóttir Þorsteins bónda Eyjólfsson-
ar fyr bónda á Hóli, og látinnar
konu hans, Lilju Halldórsdóttur;
var hún tíunda í aldursröð þrettán
barna þeirra. Una heitin var fædd
13. sept. 1899, ólst upp að Hóli.
Átti um hríð við heilsuleysi að
stríða. Fyrir tíu árum siðan fékk
hún góða heilsu, og mun oftast síð-
an hafa notið sæmilegrar heilsu.
Hún veitti heimili foreldra sinna á-
gæta þjónustu, er þau tóku að eld-
ast, en eldri systkini að heiman far-
in og sum hinna yngri sömuleiðis.
Ljúf var samvinna hennar við
bræður og systur og aldraða for-
eldra. Hjúkraði hún af hagri mund
öldruðum föður, er rúmfastur hefir
verið hin siðari ár. Lilja móðir
hennar andaðist á síðastliðnu sumri,
eftir all-langt sjúkdómsstríð; naut
hún ágætrar uinönnunar dætra sinna
er heima voru. Una heitin var starf-
andi meðlimur Bræðrasafnaðar í
Riverton, og einnig starfandi í ýms-
um félagsmálum umhverfisins. Við
snögglegan dauða hennar er þungur
harmur kveðinn að ástvinahópnum
öllum: öldruðum föður, systrum og
bræðrum, tengdasystkinum og stór-
um hópi frændaliðs, er sakna sárt
hinnar ljúfu, látnu stúlku, er var
þeim öllum hjartfólgin og heimilinu
á Hóli svo stór missir, sökum ljúfr-
ar þjónustu, umhyggjusemi og fórn-
fýsi, er einkendi hana of störf henn-
ar. Við langvarandi sjúkdómsstríð
hafði Una þjálfast og þroskast; átti
örugga og bjarta trú, er gerði henni
létt að gleyma sjálfri sér, í þjón-
ustu annara. Útför hennar fór
fram 19. apríl, frá heimili hennar og
kirkju Bræðrasafnaðar að viðstöddu
fjölmenni. Ensku blöðin fluttu
fregnina um lát Unu heitinnar, en
athygli skal að því leitt, að föður-
nafn hennar þar var Egilsson, í stað
hins rétt, Eyjólfsson.
Sigurður Ólafsson.
Hér í heimi er sorgin sára
Söm um lífsins stig;
Okkar hjartans undin blæðir
Af að missa þig.
Æ þitt var yndi hrddum, hrjáðum
Hjálpar rétta mund;
Alt það háa, göfga og góða
Hið glaða dáði sprund.
Ekki tjáir um að kvarta,
Því alvalds höndin ræður;
Þó bera sára sorg í brjósti
Systur, faðir, bræður.
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Grahani og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 2-3
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H.OLSON
Phones: 35 076
906 047
Consultation by Appointment
Oniy
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur f eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusfmi — 22 251
Heimili — 401 991
Dr. Herbert J. Scott
306-7 BOYD BLDG.
Stundar augna-, eyrna-, nef- og
kverka-sjúkdðma
Viðtalstími 2-5, by appointment
Sfmi 80 745
Gleraugu útveguO
PRESCRIPTIONS FILLED
CAREFULLY
Goodman Drugs
COR. ELLICE & SHERBROOK
Phone 34 403 We Deliver
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstfmi 3-5 e. h.
218 SHERBURN ST.
Sfmi 30 877
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœtcnar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
íslenzkur lögfrœðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
íslenzkur lögfræöingur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaður
Fyrir Islandingal
Vingjarnleg aðbúð.
Sanngjarnt verð.
Cornwall Hotel
MAIN & RUPERT
Sími 94 742
A.S. BARDAL
84 8 SHERBROOKE ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsími: 501 562
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð af
1 öllu tægi.
PHONE 94 221
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
Pœgilegur og rólegur bústaður (
miðbiki borgarinnar.
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Ágætar máltfðir 4 Oc—6 Oc
Free Parking for Guests
Samt er gleði í sorg að vita
Sannleika af þeim,
Að þín er sálin fleyga flogin
Til fegri landa heim.
Viðstaddur.
INNLIMUN YUKON I
BRITISH COLUMBIA
Þær fregnir bárust landshornanna
á milli á þriðjudaginn um það, að
satnningar væri í undirbúningi milli
fylkisstjórnarinnar i British Colum-
bia og Sambandsstjórnarinnar, er í
þá átt gengi, að Yukon verði inn-
lirnað í British Columbia. Tíðindi
þessi hafa vakið víðtæka athygli.
íbúatala Yukon landsvæðisins nem-
ur eitthvað um fjórutn þúsundum.
Dagbókarblöð Reykvík-
ings
í landafræði, sem samin var i
Persítt árið 1214, segir svo frá Eng-
landi:
Margt er merkilegt í þvi landi,
m. a. það, að þar vex trjátegund
ein, sem er með þeirri náttúru, að
fuglar vaxa á greinum trjánna.
Á haustin vaxa ávextir á trjárn
þessum, sem í laginu eru svipaðir og
rósir. I ávöxtum þessum eru fugl-
arnir. Þegar ávöxtur þessi tekur að
þroskast, þá höggva fuglarnir sig
iít úr þeim með nefinu. Síðan
handsama menn fuglana og ala þá til
frálags í 2 ár. Þá eru þeir orðnir á
stærð ’við aligæsir. Fuglar þessir
eru aðalfæða landsmanna.
Axel Munthje, hinn heimsfrægi
höfundur San Michele, hefir selt
amerisku kviktnyndafélagi réttinn
til þess að gera kvikmyndir af sög-
um sínum. Myndatakan byrjar inn-
an skamms.
Konur eiga fratnvegis ekki sæti
í kviðdómum á Þýzkalandi. Ástæð-
an er sú, að þar í landi er litið svo
á, að kvenfólk eigi erfitt með að
hugsa "logiskt,” og hætt við að til-
finningarnar hlaupi með dómgreind-
ina í gönur.
Svíar nota neftóbak fyrir 17
miljónir króna á ári. Þeir munu nú
vera mesta neftóbaksþjóð í heimi.
Þ. e. a. s. ef reikna á neftóbaksbrúk-
un á mann að meðaltali, verða Is-
lendingar líklega drýgri.
Kengúruungar eru ekki nema 10
sentimetrar á lengd er þeir fæðast.
Og það merkilega er, að þá eru
framlappirnar þroskaðri en aftur-
lappirnar.
Tyrkneska stjórnin hefir ákveðið,
að allir bíógestir eigi að syngja
þjóðsönginn á undan hverri mynda-
sýningu.