Lögberg - 06.05.1937, Page 4

Lögberg - 06.05.1937, Page 4
4 JjÖGBEUG, FIMTUDAGINN 6. MAJ, 1937 *------- — ii l.dgí)erg GefiB út hvern fimtudag af T H E C O LU M BIA P R E S 8 L I MIT E D 695 Sargent Avenu® Winnipeg, Manitoba TJtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vrrð $3.00 um árið — Bnrfrist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Frömuður í mentamálum Framarla í hópi þeirra manna, er dýpst rista í mentamálum íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir,‘verður að telja Sigurð Guð- mundsson, skólameistara við Mentaskólann á Akureyri; fer saman hjá honum eldlegur áhugi fyrir vaxtarskilyrðum, líkamlegum og andlegum, íslenzkrar æsku, ásamt djúpri inn- sýn í skapgerð hennar, viðhorf og þrár; þetta alt birtist fagurlega í pistlum þeim og rit- gerðum, sem frá hendi skólameistara birtast í ársritum skólans frá ári til árs. Hér fer á eftir nokkur kafli úr ritgerð Sigurðar skólameistara, er birtur var í árs- ritinu frá í fyrra; er hann svo þrunginn af mikilvægum og heilsteyptum kenningum, á- samt vængjuðum stílþrótti, að með fágætum verður talið; er það oss Islendingum vestan hafs holt, að kynnast því ýmsu, sem hugsað er fegurst og gleggst heima á ættjörðu vorri, svo sem þeim kjarnamálum, er Sigurður skólameistari jafnan tekur til meðferðar. Nú skulum vér láta hann hafa orðið: “Abyrgðartilfinning verður og að knýja áfram, þá er vér af eðlistregðu viljum eigi það að hafast, er vér að vítalausu fáum eigi skotið á frest. Glíma eða barátta við eigin hvatir er þroskafrömuður. Þó að sálarstríð stafi stundum af sjúkleika, er það oft sálu- frjótt og sálubót. Þroskuð ábyrgðartilfinning er því gæfu- skilyrði. Og hún er meira. Þó að hún sé — eða öllu heldur af því að hún er — ströng og gerhugul, er hún gæfugjafi. Hún er ein fóstra mannlegrar gaifu. Þa& er raunar erfitt, að gera grein fyrir, í hverju mannleg gifta er fólgin. Sálskiljandi rithöfundur kemst svo að orði: “Hamingjan er ekki epli, sem vér fáum tekið hýðið af og snætt. Gæfan er eiginleiki og- fylgja góðs lífernis. Því meir sem þér reynið að skýrgreina liana (define), því minni deili vitið þér á henni. Hún er raunveruleg sem rafmagnið. ” En gott líferni er ábyrgðarmikið líferni. Skil- yrði beggja, giftusamlegs lífernis og ábyrgð- arlífs, eru söm og ein. Þó að enginn viti, hvað líf vort er í instu innum þess og dýpstu djúp- um, vitum vér þó sitthvað um það, bæði hvað það er og hvað það ekki er. Og þó að slík lífsþekking sé ófullkomin og ekki nema hálf- sögð saga, k(*mur hún oss samt að ómet.an- legu gagni. Eins er því háttað um mannlega gæfu. Þó að eigi fáum vér skýrgreint hana sem stærðfræðilegt hugtak, vitum vér ofur- lítið skyn á giftusamlegu líferni. Gæfan felst ekki í því, sem sumir unglingar ætla, að óðara sé fullnægt öllum þörfum vorum og löngun- um, að vér þolum ekki þörf á neinu, sem Hávamál að orði kveða, né vér vitum eigi, livað skortur er. 1 kvæði Davíðs Stefáns- sonar um séra Matthías, fluttu á aldarafmæli hans, skýtur upp hugsun, er sýnir, að höf- undur þess er spakari heldur en í verður ráðið af sumum nýjustu ritdómum um ljóða- gerð hans. Davíð kveður þjóðina þakka, að skáld hennar voru eigi guðir, “. . .. beldur menn, sem bjuggu við skort og börðust við jarðnesk kjör. ” Mig kynjar eigi, þótt einhver hneykslað- ist á slíku. Það er ein hin skelfilegasta rauna- saga þjóðar vorrar, hve margir ágætir hæfi- leikar hafa, sökum skorts á nauðsynlegri mentun og sökum skorts á fæði og fé, farið forgörðum á voru landi. Samt segir skáldið alvöruþrungin lífssannindi í þessum þakkar- yrðum. Skorturinn er að vísu beiskur, en hann er stundum eitt þroskalyf vort. En slíks lyfs megum vér, sem annarra heilsu- lyfja, eigi neyta í of stórum skömmtum, svo að það verði eigi banalyf vort. Ef vér berj- umst samt eigi við skort af neinu tæi, stafar slíkt af því, að öllum þörfum vorum er óðara fullnægt. En því fer fjarri, að slík fullnægja flytji oss fullsælu. Alger fullnægja elur tóm- leikskennd og leiðindi. Ef menn sífellt skemmta sér, leiðast þeim sjálfar skemmt- anirnar, um það er lýkur, en fá þó eigi látið af þeim né frá þeim horfið. Skortur einhverr- ar tegundar er ein lífsnauðsyn vor. Án ein- I hvers skorts fáum vér eigi “unað lífi.” Skorturinn þarf eigi að vera brestur fjár, þó að eigi sé því að leyna, að ýmsum hafi hann reynzt drjúgur til þroska. Og það er við búið, að þann mann skorti að nokkru skiln- ing á mannlegu lífi, eins og því nú er háttað, nema ef hann er gæddur því meira ímyndun- ar- og ílífisafli. En það er samt einkum skortur í æðra skilningi, skortur menningar- mannsins og skortur hugsjónamannsins, sem er sá óróavaldur og sá þroskagjafi, sem vér fáum, á andlega og siðræna vísu, eigi vaxið né dafnað án. Þá að “fjármannahríðin” sé of oft “full af bölmóð,” og margur mætur verði þar úti í fönnum og sköflum, felst í því engin auðna, að sleppa við mótgang og örðugleika. Álger l unganþága frá mótlæti, fyrirhöfn og erfiði verður að teljast ólán. Bertrand Russell segir, að sumum auðmönnum finnist alt hé- gómi. Slík tilfinning þróist, þá er menn fái of auðveldlega fullnægt náttúrlegum þörfum. Manndýrið sé, sem önnur dýr, skapað (“adapted”) 'til nokkurrar lífsbaráttu. Ef einhver geti með auði sínum fullnægt öllum duttlungum sínum, án allrar áreynslu og án allrar fyrirhafnar, þá svipti sá hinn sami sjálfan sig einum meginhluta mannlegrar gæfu. Og vér vitum svo mikið um þróunar- skilyrði mannlegrar giftu, að vér skiljum að nokkru, af hverju slíkur auðnubrestur stafar. Það heyrir til allri gæfu, sem nokkuð kveður að, að drýgja dáð. En dáð drýgir enginn, nema hann drýgi áreynslu og erfiði. “Það er eina raunverulega gæfan, sem getur, að yfirvinna tálmanir,” segir sænskur rithöf- undur, Sten Selander. Fátt er betur fallið til þess heldur en sigur á hindrunum og mót- spyrnu, að eyða í oss þeirri lítilleikskennd, er oss flesta nagar við hjartarætur, sem orm- arnir Yggdrasil nætur og daga, að minnsta kosti fram eftir ævinni, að skapa traust í stað vantrausts á sjálfum oss, á manndómi vorum og máttugleik. á skólaárum mínum heyrði eg stór- ma;tan og stórvel gefinn embættismann ámæla Hannesi Hafstein fyrir það, að hann í einu kvæði sínu óskar sér, að hann hreppi ‘ ‘ ærlegt regn” og íslenzkan storm á Kaldadal. Þessi stór-skynsami menntamaður skildi ekki, að slík ó‘sk væri af einlægni kveðin. Honum sást yfir, að Hannes Hafstein var íþróttamaður og karlmenni, sem hann sýndi bæði á sýslu- mannsárum sínum á Isafirði og enn síðar í ráðherratign. Og hinn gagnrýnandi embætt- ismaður gætti þess eigi, þótt gætinn væri, að það fylgir því þéttings-drjúg þægindakennd, að brjótast gegn stormi og steypiregni, ef menn eru vel á sig komnir, og þeir kenna í sjálfum sér krafta til átaka við náttúruöflin. Hafið þér ekki fundið, hver sæla fylgir því, að sitja á styrkum og stæltum hestif Enn einlægari sælu hlýtur það þó að veita, er menn finna slíka kraftakennd í eigin-barmi. En slík þróttarkennd þróast því aðeins, að á krafta vora sé að marki reynt. Slíkrar orku- kenndar hafa þeir fundið til, fornkapparnir og víkingarnir, er marga sigra höfðu unnið í hólmgöngum og sjó-orrustum og trúðu á mátt og megin. Hannes Hafstein vissi hvað hann söng, er hann orti þetta erindi, sem sannindi, sálræn og siðræn, felast í: “Ef kaldur stormur um karlmann fer og kinnar bítur og reynir fót, þá finnur ‘ ann hitann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að standa mót.” Flestir verða að líkindum sammála um, að Friðþjófur Nansen hafi verið í gildasta lagi gæfumaður. Frá honum er svo sagt, að hann hafi verið gæddur þeim tilhneigingum og hæfileikum til að vinna bug á örðugleikum, sem ali upp í oss skaphafnarstyrk og mann- legleik. Aðeins örfáir geta, að líkindum, orð- ið slíkir afreksmenn og ágætismenn, sem Friðþjófur Nansen, farið sem hann á skíðum yfir Grænlandsjökla og kannað úthöfin og ísbreiður norðufhafa. E5n það er gæfa hvers skóla, ef honum tekst að nokkru að ala upþ í nemöndum sínum þær hneigðir og hvatir, sem ásamt frumlegum hæfileikum og lista- mannseðli, gerðu Friðþjóf Nansen að einu hinu mesta mikilmenni þjóðar sinnar og sam- tíðar, gera úr þeim að einhverju leyti eður á einhverju sviði hetjur hversdagslegs lífs. Er það og ekki flestra vor máttkasti sólardraum- ur og hjartfólgnasta hamingjuþrá, að vinna nokkur afreksverk, að drýgja drengilega dáð? Það er, samkvæmt þessum hugleiðingum, eitt auðkenni gaífunnar, að hún er að nokkru leyti, einskonar tvíliður, þar sem skiftast á þung og létt áherzla, fyrirhöfn eður erfið- leikar á að vinna sigurinn og fögnuður við unninn sigur. Gæfan er “blandaður kór”, sem svo er kallað á ljótu máli, þar sem syngja saman raddir léttleika og örðugleika, vöntun- ar og fullnægingar, leiðindasemi og áhuga, hrygðar og gleði, allar vel samstilltar, sem minnst hjáróma, en sigurhreimur og öryggis- ómar eru öðrum röddum yfirsterkari og verpa á samsönginn heildarblæ. ” 1877 “Reynd að gœðum í 60 ár” 1937 Til fljótrar og betri plægingar skul- uð þér kaupa Cockshutt6 Jewel’ plóg pessi frægi Cockshutt plógur ber alt í gegn merki hins æfða plógsmiðs. Fyrsta piógfarið unnið með Cockshutt “Jewel” gerir hann að uppáhaldi yðar. Auðveld fótlyfta til þess að hækka eða lækka botninn. Auðvelt að færa í lag það sem þarf. Lógar krækjur, stórar völtur og Alemite smurn- ing, gera léttan drátt fyrir hesta. Til þess að tryggja yður ivalt góða plægingu, skuluð þér kaupa Cockshutt “Jewel.” Finnið Cockshutt um- boðsmanninn. Upplýs- ingabæklingur ókeypis. Þurfið þér þreskivél? Kaupið hina heimsfrægu Lister þreskivél Hin nýja Lister vél með fullkomna skál, eða skálardiskum úr “Staybrite” blettlausu stáli, innir af hendi nákvæmari vinnu, aðskilur betur, og endist alveg frábærlega vel. Hinar ekta bolta- völtur gera það að verkum, að stengur og tann- hjól endast um ófyrirsjáanlega tíð, og vinna verk sitt án minstu truflunar. Búnar til af ýmsum stærðum ásamt einni eins og borð í laginu. Finnið Cockshutt-Frost & Wood umboðsmann eða skrifið eftir bæklingi. CDCK5HUTT PIDW C0 mLIMITED WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDJVIONTON Islenzk bókagjöf til Svíþjóðar Eftir prófessor Sigurð Nordal Það er almenningi hér á landi kunnugra en svo, að um þaÖ þurfi að fara mörgum orðum, hve mikil og margvisleg vináttumerki Svíar hafa sýnt Islendingum á síðari ár- um. Er nægilegt að nefna sem dæmi þess heimsókn Gústafs Adolfs ríkis- erfingja 1930, hina stórfeldu bóká- gjöf, sem þá var send hingað og annan sóma, er Svíþjóð sýndi oss i sambandi við Alþingishátíðina, enn- fremur hinar glæsilegu viðtökur, er fulltrúum íslands voru veittar á ís- lenzku vikunni í Stokkhólmi 1932, starfsemi Sænsk-islenzka félagsins (Samfundet Sverige — Island), stofnun sænska- sendikennaraem- bættisins hér við háskólann o. s. frv. Allir Islendingar, sem komið hafa til Svíþjóðar, kunna sömu sög- una um það að segja, hversu frá- bærlega vel þeim hefir verið fagn- að þar og hversu fúsir Svíar eru að fræðast um land vort og þjóð. Is- lenzkir stúdentar, sem stundað hafa nám við sænska háskóla, hafa verið bornir þar á höndum. Og nú er í ráði að efna til sjóðs til styrktar is- lenzkum námsmönnum í Svíþjóð, svo að þeim veitist framvegis auð- veldara að sækja sænska háskóla. Er það stórum þakkarvert, svo kröpp sem kjör íslenzkra náms- manna erlendis eru orðin síðari árin og slík lífsnauðsyn sem oss er það, að geta komið ungum mönnum utan til f jölbreyttara náms og ríkari menningaráhrifa en kostur er á hér heima. Mörgum Islendingum mun hafa hvarflað það í hug, hvort vér gæt- um ekki sýnt Svíum þakklæti vort á einhvern hátt í verki og ekki með orðum tómum. Og þá er von, að spurt sé: hvað getum vér fétækling- arnir látið af hendi rakna við þessa stóru og auðugu þjóð, sem henni væri nokkurs virði? Þeirri spurn- ingu þykist eg geta svarað. Mér er kuijnugt um, að sænskir mentamenn, sem kynnast vilja íslandi og is- lenzkri menningu, finna sárt til þess, hversu fátæklegur íslenzkur bóka- kostur er í sænskum bókasöfnum, jafnvel sjálfu þjóðbókasafninu (konunglega bókasafninu) i Stokk- hólmi. Auðvitað á það ekki við fornbókmentir vorar. Af þeim eru til ágæt söfn í öllum sænskum há- skólabæjum. En það eru seinni alda bókmentirnar, einkum frá 19. og 20. öld, sem tilfinnanlegur skortur er á. Og það er svo margvislegum erfið- leikum bundið að ná til íslenzkra bóka, að úr þessu verður varla bætt nema með hjálp frá Islandi. Til þess að safna íslenzkum bókum, jafnvel frá síðari áratugum, er ekki nægilegt að hafa nokkurt fé í hönd- um, heldur þarf til þess bókfræði- lega þekkingu, svo að skynsamlega sé valið, og góð sambönd hér innan- lands við bóksala og bókamenn. Eg býst við að flestum geti komið saman um, að æskilegt væri að Is- lendingar gæti bætt úr þörf, enda er það vor þága ekki síður en Svia, að stuðla að því að síðari tíma bók- mentir vorar verði kunnari þar i landi. En hvernig á að koma þessu fyrir, svo að það verði oss ekki of dýrt, en komi Svium hinsvegar að sem beztum notum? Myndarlegast væri auðvitað að senda þegar í stað gott safn allra helztu bókmenta 19. og 2O aldar. Yrði það helzt gert með því að kaupa eitthvert gott bókasafn úr einstaks manns eigu og bæta við það eftir þörfum. En þetta mundi kosta mikið fé, og mér er ekki kunnugt um, hvort slíkt safn er hér nú fá- anlegt. Auk þess má gera ráð fyrir, að nokkuð af bókum sé fyrir í bóka- safninu í Stokkhólmi, sem þar af leiðandi væri óþarft að senda. Þá kynni sumum að koma til hug- ar að leiða í lög, að Svíar fengi eitt eintak ókeypis af öllu, sem prentað væri framvegis hér á landi, líkt og Danir og Færeyingar fá nú. En á þessu eru auðsæir megingallar. Fyrst og frernst er varhugavert að iþyngja íslenzkum bókaútgeföndum með því að heimta af þeim fleiri gjafaeintök. Hagur þeirra er of órífur til þess, að slíkt sé sanngjarnt I öðru lagi safnaðist með þessu móti saman allskonar rusl, sem Svíum væri enginn akkur í að fá og ekki væri þess virði að binda það og geyma. I þriðja lagi væri með þessu ekki bætt úr skorti á eldri bók- um, sem seint eða aldrei verða end- urprentaðar. Tillaga sú, sem eg vil bera fram og sérstaklega skora á háttvirt Al- þingi að taka til athugunar, er á þessa leið: (1) Fé sé veitt á fjárlögum til þess að kaupa árlega íslenzkar bæk- ur og senda til Svíþjóðar. Upphæð- in verður að fara eftir því, sem lög- gjafarnir sjá sér fært. Til leiðbein- ingar get eg bent á, að nú eru veitt- ar árfega 1,000 krónur hverjum hinna erlendu lektora hér við há- skólann, — nema sænska lektornum. Hann er að fullu launaður af sænsku fé. Ef þetta þætti of há upphæð, tel eg viðunandi, að veittar væri í þessu skyni 600 krónur á ári. Fyrir þær mætti ekki einungis kaupa alt nýtilegt, sem út kemur, jafnóðum, heldur smám saman það helzta úr eldri bókmentum frá því um 1800. (2) Landsvókaverði væri falið að velja bækurnar, kaupa þær og senda, ef til vill í samráði við kenn- arana í íslenzkum fræðum við há- skólann. (3) Bækurnar væri látnar ganga til konunglega bókasafnsins í Stokk- hólmi. Þaðan væri fengin skrá um þær íslenzkar bækur frá þessu tímabili, sem þegar eru þar til, og höfð hliðsjón af henni við bóka- valið. Bækurnar yrði yfirleitt send- ar óbundnar, en þeim látið fylgja bókmerki (Ex libris), er segði til um, að þær væri gjöf frá íslandi og límt yrði inn i hverja bók jafn- óðum og inn væri bundið. Að vísu væri skemtilegra að senda bækum- ar bundnar, en þær yrði þá að því skapi færri, þar sem fé er takmark- að, enda munu Svíar ekki telja eftir sér að láta binda þær, og það betur en hér er unnt að fá gert, nema fyrir ærið fé. Auðvitað yrði það þakksamlega þegið, ef stofnanir, bókar eða rit- höfundar vildu gefa eitthvað af bók- urn, og efalaust mætti fá flestar nýj- ar bækur frá útgeföndum með nokk- urum afslætti. Ef þessu væri haldið áfram, mundi það sýna sig, að eftir 20—30 ár væri komið upp sómasamlegt safn nýrri íslenzkra bokmenta í Stokkhólmi, sem yrði ekki ómerk- asti þátturinn í menningarsambandi Svía og íslendinga, sem allir góðir menn hér á landi óska, að megi halda áfram að þróast og styrkjast. Það mundi hvorki kosta oss tilfinn- anleg fjárútlát né fyrirhöfn, en vilji vor mundi vera vel virtur af vinum vorum þar í landi. I gjöf- um sínum verður hver að sníða sér stakk eftir vexti: Mikit eitt skal manni gefa, oft kaupir sér í litlu lof. Bækur hafa þann kost til gjafa, að þær hafa annað og meira gildi en h'ið fjármunalegia, og eftir þeirri reynslu, sem fengin er um eldri ís- lenzkar bækur, má búast við, að þetta litla safn þyki því verðmætara, sem lengri tímar liði. Þó að það yrði aldrei jafngildi hins dýrmæta safns, sem Svíar gáfu hingað 1930, væri það samt l'ítil minning þess, að vér vildum ekki una því, að eiga aðeins “eina höndina, og þá þó, að þiggja ávalt, en veita aldregi.” —N. dagbl. 28. marz. Syngið nýjan söng Syngið Drotni nýjan söng! Hvað eftir annað heyrist þessi á- skorun í hvatningarorðum Gamla testamentisins, bæði af vörum sálmaskáldsins og spámannsins. Og orðin endurhljóma í hátíðlegu máli Opinberunarbókarinnar. Syngið Drotni nýjan söng! Er nokkurt orð til, sem meiri birta er yfir en þessu? Frá aldaöðli hefir söngurinn lyft mönnunum, söngur og hljóðfæra- sláttur verið samfara öllum gleðiat- höfnum. Söngur og dans, hrynjandi í hljómum og hreyfingum er senni- lega frumstæðasta listartjáning mannsins, og er miklu eldri en svo, að það verði rakið til uppsprettu sinnar. I grárri steinöld hafa þau, forfaðir okkar og formóðir, sungið, látið röddina klingja bæði i friði og stríði. En smámsaman leitar svo listin hærri og hærri verkefna, hærri og hærri þarfa. Og loksins hljómar orðið: Syngið Drotni nýjan söng! # # # Sálmasöngur og sálmakveðskap- ur hefir fylgt kristinni kirkju frá upphafi. Páll postuli segir í fyrra Korintubréfi, að þegar þeir koma saman á safnaðarsamkomur, þá komi hver með sitt, einn hafi sálm, annar kenningu, þriðji opinberun o. s. frv. Og i Kólossubréfinu seg- ir hann, að þeir eigi.að fræða hvern annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum Ijóðum, og syngja Guði

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.