Lögberg - 05.08.1937, Page 4

Lögberg - 05.08.1937, Page 4
4 LÖGBEiRG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST, 1937. Hogfcerg GefiíS út hvern fimtudag af 111 E G O LU M BIA P RE 8 S L I MITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utaná3krift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 4 Minm Islands flutt að Hnausa, Man. 31. júlí 1937 Eftir Dr. B. J. Brandson. Víðsvegar um bygðir Vestur-lslendinga hefir íslenzkur hátíðisdagur, tileinkaður ls- landi og íslenzkri þjóðrækni, verið haldinn ár hvert í meir en hálfa öld. Hvar sem þessi há- tíð hefir verið haldin, hefir Islands verið sér- staklega minst í ræðum og kvæðum. Margar af þeim ræðum hafa birst í íslenzku blöðunum ár hvert og eflaust verið lesnar af æði mörg- um. Fyrir mig, að ætla að færa ykkur nokk- uð nýtt viðvíkjandi Islandi, er öldungis of- vaxið, fyrir utan það, að eg veit að mörg af ykkur vita meira um Island og eruð betur kunnug öllu, sem Islandi viðkemur en eg er. Eg verð þess vegna að láta mér nægja að benda með mjög fáum orðum á fáein atriði í sambandi við þennan þjóðminningardag og svo Island sjálft, sem mér finst vera sérstak- lega eftirtektar verð. Að Vestur-lslendingar halda þessa hátíð ár hvert, ber órækan vott um að allur fjöldi þeirra geymir minninguna mn Island í fersku minni. Þetta má segja með sanni, ekki ein- ungis um hina elztu kynslóð Islendinga í Ameríku, heldur líka um hina aðra og þriðju kynslóð, sem oftast þekkir ekkert til Islands, nema af afspurn. Að þeir, sem á Islandi eru fæddir og uppaldir skuli varðveita vandlega hugljúfar endurminningar frá æskustöðvun- um, er eðlilegt og næstum sjálfsagt. E'f þeir gjörðu það ekki, væru þeir ótrúir sínu ís- lenzka eðli. En að sjá svo margt af fólki voru sem er fætt og uppalið í þessu landi og sem aldrei hefir Island séð, vera sann-íslenzkt í anda, er mjög eftirtektar vert. Sumt af okkar fólki, sem er að miklu leyt^ búið að glata tungu feðra sinna, er þrátt fyrir það íslenzkt í anda og lætur sér ant um heiður og velferð Islands. Enginn efi er á því í mínum huga, að Vestur-lslendingar bera mikið hlýrri hug til Islands en menn á Islandi alment bera til Vestur-lslendinga. Fyrir utan þá sem eiga náin skyldmenni eða persónulega vini hér, láta Austur- Islendingar alment sig litlu skifta um hag hins íslenzka þjóðarbrots fyr- ir vestan haf. E|g segi þetta ekki í neinum aðfinslu anda heldur bendi á það, sem eg held að sé ómótmælanlegur sannleikur. 1 sjálfu sér er þetta að miklu leyti eð'li- legt. Þegar vesturferðir hófust, voru leið- togar þjóðarnnar mjög á móti öllum burt- flutningi úr landinu. Þeir reyndu að sýna fram á að það væri eiginlega föðurlandssvik að yfirgefa landið. Líka var oft reynt að sýna fram á, að það væri aðeins ruslið, sem færi, og þegar öllu væri á botninn hvolft, þá væri það ef til vill enginn sérlegur skaði þótt þessir fáráðlingar flyttu af landi burt. En þetta er langt f rá því sanna. Margir af okkar íslenzku frumherjum, sem fluttu frá Islandi til þessa lands, voru meðal kjarkmestu, fram- takssömustu og duglegustu mönnum þjóðar- i nnar. Fáir af þeim höfðu mikinn auð í gulli eða silfri, en þeir áttu þann auð, sem var meira virði, en það var íslenzkur manndómur í orðsins fylstu merkingu. 1 fornsögum vor- um lesum við um hina norrænu víkinga sem her juðu um ókunn höf og brutust til valda í f jarlægum löndum, og dáumst við að hugrekki þeirra og dugnaði. En oft hefir mér komið til hug ar, að Islendingar, sem yfirgáfu ætt- jörðina, oft með tvær hendur tómar, til þess að freista gæfunnar í fjarlægri heimsálfu, hafi verið engu minni hetjur en forfeður þeirra sem svo annálaðir voru fyrir 1000 ár- um síðan. Þeir komu hingað oftast með tvær hendur tómar og hófu baráttu fyrir tilberu sinni og framtíð ástvina sinna. Höfuðstóll þeirra sýndist oft lítilfjörlegur, en hann bar oft undraverðan ávöxt. Islenzkt þol og kjark- ur, trú á algóðan Guð, sem hafði leitt þeirra íslenzku forfeður í gegnum myrkur og hörm- ungar margra alda, og óslökkvandi von um betri tíma bar vora ísl. frumherja í þessu landi til sigurs í ótal mörgum tilfellum. Þó'tt menn á íslandi hafi yfirleitt litla samúð með okkur Vestur-lslendingum og láti þeirra mál og þeirra hag isig litlu skifta, þá hafa í seinni tíð heyrst raddir sem látið hafa í ljósi að þessu ætti að breyta og sam- vinna ætti að vera meiri en nú á sér stað. Á öllum öldum hafa nýlendur ætíð þótt ein hin dýrmætasta eign hverrar þjóðar. í orðs- ins fylsta skilningi er ekki hægt að kalla hinar íslenzku bygðir í Ameríku íslenzkar nýlendur þar sem Island getur ekki háft nein afskifti af stjórn þeirra. En þótt þessar bygðir séu ekki íslenzkar nýlendur, ættu þær að vera vermireitir íslenzkrar menningar. Slíkir vermireitir geta verið dýrmætir fyrir hvaða þjóð sem þá á, ef þeir eru réttilega notaðir. Island á nú vermireiti íslenzkrar menningar og hugsjóna ekki aðeins í mörgum af hinum upprunalegu bygðum Islendinga hér, heldur eru nú slíkar gróðarstöðvar að komast á fót við margar af hinum stærri mentastofnunum þessa lands. Þótt Vestur-lsleníjingar geti ekki talið sér það til gildis að hafa komið á fót kenslu í íslenskum fræðum við háskóla þessa lands, þá hefir álirifa þeirra gætt í þessu sambandi. Ednmitt það, hve mikils álits Islendingar í þessu landi yfirleitt njóta, hefir verið auglýsing fyrir ísland og alt ís- lenzkt og hjálpað að sannfæra hérlenda menn um verðmæti þeirra hluta, sem Islendingar stæra sig af. Að Vestur-lslendingar eru ekki í meira áliti á Islandi en þeir eru, er að nokkru leyti þeim sjálfum að kenna. Framkoma sumra Vestur-lslendinga hefir í sumum tilfellum eflaust mint menn á söguna af Færeyja gikknum. Líka hættir sumum mönnum til að mæla alt á þann mælikvarða, sem með er mælt í því landi sem þeir koma frá og láta sér fátt um finnast það, sem þeim finst miður fara í því landi sem þeir eru gestir í. Ein margt af því sem gott þykir í Ameríku, væri ekki mögu- legt að notfæra sér á íslandi, eins og sumt af því sem er í alla staði fullnægjandi á Islandi, væri öldungis ónothæft í Canada. Með aukn- um samgöngum og vaxandi skilningi hjá báð- um málspörtum, vex hlýhugur og samúð, sem á eftir að verða bæði Austur- og Vestur-ls- lendingum til ánægju og blessunar. Islend- ingar voru búnir að vera búsettir í þessu landi meir en heilan mannsaldur áður en þeir nutu nokkuð nærri þeirrar viðurkenningar, sem þeim bar. Á næsta mannsaldri má mað- ur vonast eftir að hin íslenzka þjóð opni sína andlegu arma móti sínum glataða syni og bjóði hann velkominn, eins og hinn norræni faðir forðum bauð son sinn velkominn, sem lengi hafði herjað sem víkingur og áunnið sér góðan orðstír. Eflaust glæsilegasta tímbailið í sögu Is- lands er söguöldin, fyrstu 300 árin í sögu þjóðarinnar. Oft er þetta tímabil kallað guli öld Islands vegna þess dýrðarljóma sem yfir þessu tímabili hvílir. Það er freisting að láta hugann dvelja við íhugun þessa merkilega tímabils sem hefir borið orðstír Islands um allan heim. En eg ætla að sleppa því við þetta tækifæri, en benda á nokkur atriði, sem oss standa nær. Þá vil eg leyfa mér að láta það álit í ljósi að síðastliðin 100 ár eru næst söguöldinni sjálfri langmerkasta tímabil- ið í sögu íslands. Eftir margra alda ánauð, fátækt og volæði hefir þjóðin nú fundið sig sjálfa og vaknað til nýs lífs og nýrra fram- kvæmda. Hjá öllum menningarþjóðum heims- ins hefir næstliðin öld verið svo mikil fram- faraöld á öllum sviðum mannlegra íram- kvæmda að undrum sætir. Þegar vel er at- hugað er það niðurstaðan, sem maður verður að koinast að, að framfarir á Islandi hafi ver- ið tiltölulega meiri en hjá nokkurri annari þjóð á sama tíma. Það voru mörg öfl, sem hlut áttu í því að hrinda Islandi út á hina glæsilegu framfarabraut, sem þjóðin nú er á, en fyrst fær hin nýja framfaraöld verulegan byr þegar þjóðin fær sitt sjálfstæði á ný og byrjar að stjórna sínum eigin högum Þau rúm 600 ár, sem Island var algjör- lega háð útlendu konungsvaldi voru flest eymdarár fyrir hina íslenzku þjóð. A þessu tímabili þó(tt þjóðin sýnist ftokkin n(iður í eymd og örvæntingu, sézt samt af og til votta fyrir hinum fornu frægðareinkennum þjóðar- innar. Þegar þjóðin misti sitt sjálfsforræði misti hún um leið kjarkinn til framkvæmda; en þrekið til að þola, misti hún aldrei. Óhætt er að fullyrða að fáar þjóðir hafi fremur þurft á slíku þreki að halda, því fáar þjóðir hafa ratað í meiri og þyngri raunir. En þrátt fyrir alla eymdina, hungrið og hörmungamar hélt þjóðin trygð við þjóðerni sitt og hug- sjónir og það varð henni til lífs. 1 sögu margra þjóða er það oft talin glæsilegasti þátturinn þar sem lýst er hvernig þjóðin varði með vopnum frelsi sitt og sjálfstæði, og er slíkri vörn haldið á lofti í sögum og ljóð- um öld fram af öld. En oft verður enginn til þess að skýra frá baráttu sem ein fátæk þjóð stendur í öld eftir öld, til þess að vernda sína eigin tliveru og er sú barátta ekki síður frækileg og útheimtir oft meira þrek og meiri sjálfsfórn en sýnd er á þeim vígvelli þar sem vopnum hermannsins er beitt. Islendingar varðveittu sitt þjóðareðli í meir en 600 ár, gegn öllum eyðileggjandi ðflum og var það svo mikil eldraun að fáar þjóðir hefðu staðist hana.Á öllum þessum öldum var það íslenzk þjóðemistilfinning eða með öðrum orðum íslenzk þjóðrækni, sem reyndist sannur lífskraftur þjóðarinnar. Þessi lífskraftur læt- ur meir og meir á sér bera með hverju árinu á síðara helmingi 19. aldar O'g kveikir nýjan þrótt og kjark og von í brjóstum landsmanna þar til þjóðin vaknar til fulls, vakn- ar til meðvitundar um sitt eigið gildi, sína eigin köllun. Þegar eg kom heim úr Islands- ferð minni 1930 var eg oft spurður að hvað mér hefði nú eiginlega þótt mest eftirtektarvert á íslandi. Eg svaraði þvi ætíð að það sem mér væri minnisstæðast væri hin afar- sterka trú sem íslendingar hefðu á sínu eigin landi, sinni eigin þjóð og svo um leið trú á glæsilega framtið lands og þjóðar. Eg þóttist sjá að þjóðin hefði fullkomna meðvitund um þróttinn, sem í þjóðinni býr og trúi á þann þrótt, og þessi lifandi, óbifandi trú verður svo orkulind fyrir allar hennar framkvæmdir. Mér fanst að við sem búsettir erum hér í Canada og erum alls þess góða aðnjótandi sem þetta land getur veitt sínum borgurum, getum lært dýr- mæta lexíu af því að athuga þjóð- rækni hinnar íslenzku þjóðar og á- vexti þá, sem sú þjóðrækni hefir borið. / Ef Canada-menn hefðu yfirleitt samskonar lifandi trú á þessu landi og þess framtíð, þá væri það skilyrði til blessunarríkra framfara og hag- sældar, og gæfi þjóðinni aukinn styrk í baráttunni gegn þeim erfið- ieikum sem hún á nú við að stríða. y En um leið og eg dáist að íslenzkri þjóðrækni og trú þjóðarinnar á sinn eiginn mátt, þá fanst mér að í sum- um til/ellum væri þjóðræknin orðin að þjóðardrambi. Sönn þjóðrækni er þjóðarinnar fegursti gimsteinn, en þjóðardramb hvar svo sem það kemur frarn eða í hvers konar mynd sem það sýnir sig, er ætíð til óbless- unar og leiðir af sér afturför og eyðileggingu. Þjóðardramb hleður háan vegg þröngsýni og sérþótta umhverfis borgara sína, sem ekki aðeins takmarka þeirra andlega sjóndeildarhring, heldur líka blindar augu þeirra gagnvart því, sem kann að vera heillavænlegt og fagurt í fari nágranna þeirra, og gott til eft- irdæmis. Hin nýja framsóknaröld íslands er ekki aðeins merkileg öld vegna hinna mörgu verklegu framkvæmda þjóðarinnar heldur er hún líka merkileg vegna endurvakningar þjóðarinnar í andlegum efnum. Á síðastliðnum 100 árum hafa verið framleiddar sjálfstæðar bókmentir sem sérstaklega í ljóðlistinni, þola vel samanburð við nútíðar bókment- ir annara menningarþj óða. En því miður hafa í seinni tíð komið fram skáldverk eftir íslenzka höfunda, sem ekki eru líkleg til að verða höf- undum eða þjóð til varanlegrar frægðar. Sumir af Islands lær- dómsmönnum hafa lofað hin nýju skáldverk, sem fyrirmynd frá list- arinnar sjónarmiði: þó efnið sé ljótt og persónur andstyggilegar og í alla staði óeðlilegar, þá sýnir höfundur svo mikla list í stil og máli, að alt annað í sambandi við bókina gleym- ist. I þessu sambandi vil eg benda á orð eins af hinum gáfuðustu ís- lendingum þessarar aldar. Hann segir: “Þegar um bókmentir er að ræða, þá verður, til þess að meta rétt gildi þeirra, að líta á þær frá tveimur hliðum, eða tvöföldu sjón- armiði —. listarinnar og lífsins. Þau rit eru mörg til, einkum frá seinni tímum, sem fullnægja út í yztu æs- ar öllum kröfuim listarinnar og sem eru sannkölluð snildarverk frá því sjónarmiði. En þau fullnægja ekki að sama skapi kröfum lífsins. Þau standa ekki í neinu sambandi við þau öfl í heiminum, sem leiða til sigurs í lífsins þunga stríði. Þau styðja ekki lífsins góðu og göfugu hliðay efla ekki sálar- og siðferðis- þrekið. Þau rífa oft og tíðum nið- ur í stað þess að byggja upp. 1 stuttu máli, þau hafa ekkert lífsgildi í sér fólgið.” Mér finst hér vera sönn lýsing af sumum skáldsögum vissra nútíðar islenzkra rithöfunda. I bókum, eins og “Ljós heimsins” er fólki boðinn hinn andstyggilegasti andlegur ó- Sparið peninga með því að nota Clover Leaf Pink Salmon. Úrvals fæða og ábyggilega góð. Þarf að vera góð til þess að bera nafnið Clover Leaf. Enginn úrgangur — aðeins góður og heilnæmur lax^ með öllum sínum góðu efnum í könn- unni. Verið viss um að panta hjá matsalanum Clover Leaf Pink Salmon. þverri í nafni listarinnar. Enginn maður er betri maður, meiri maður, hæfari maður til þess að berjast hinni góðu baráttu lífsins, eftir að hafa lesið slíkar bækur. Það er enskur málsháttur, sem segir að það sé “illur fugl, sem saurgi sitt eigið hreiður.” Maður, sem skrifar aðra eins bók eins og “Ljós heimsins” saurgar hið bókmentalega hreiður þjóðar sinnar. Ef einhver annarar þjóðar piaður skrifaði aðra eins bók með íslenzkar persónur og íslenzkt umhverfi, hlyti hann óðar óblandaða fyrirlitningu Islendinga austan hafs og vestan. Á það yrði óðar bent af mörgum mönnum, að hér væri ekki sönn mynd, heldur hin argasta skrípamynd af íslandi og íslend- ingum. Við íhugun sögu Islands sér mað- ur fljótt að hin ýmsu markverðustu þjóðareinkenni halda sér svo að segja óbreytt í gegnum aldirnar. Bæði kostir og lestir forfeðranna koma bersýnilega í ljós hjá hinni íslenzku þjóð enn í dag. Þúsund ára stríð og stormar hafa ekki breytt eðli þjóðarinnar sem fornsögur vor- ar svo snildarlega lýsa. íslending- um hefir svo oft verið hælt fyrir hina mörgu kosti þjóðarinnar, að eg ætla að sleppa að gjöra það, en aft- ur á imóti minnast með fáum orðum á einn af hennar mestu löstum. Þessi löstur er sundrungin. Það var sundrungin, framar öllu öðru, sem kollvarpaði hinu upprunalega sjálfstæði landsins og kom því út- lendum konungi á vald. Á öllum eymdarárum íslands sat sundrungin í öndvegi, og oftar en einu sinni var sundrungin sá þrándur í götu, sem hindraði nauðsynlegar framkvæmd- ir. Nú er ísland sjálfstætt ríki, en sundrung, flokkadáttur og jafnvel hatur einkennir öll stjórnmál lands- ins. Blöð okkar Vestur-lslendinga hafa stundum þótt skömmótt, þegar um einhvern skoðanamun var að ræða í stjórnmálum eða öðrum mál- tim, en skammirnar í þeim blöðum eru eins og meinleysis barnahjal i samanburði við skammir þær, sem oft einkenna stjórnmáladeilur á Is- landi. Að ala á flokkaríg og sundr- ung í jafnlitlu landi og ísland er, getur verið hættulegt fyrir framtíð þjóðarinnar. Slík sundrung og sú tortryggni og hatur sem henni fylg- ir stofnar þjóðarheill og þjóðarhag- sæld í voða. Það er innileg bæn allra Islands vina að sagan eigi ekki eftir að endurtaka sig að hatur og f lokka- dráttur nái ekki að kollvarpa hinu endurreista, sjálfstæða, íslenzka riki. En einmitt nú er íslands hættulegasti óvinur, sundrung og ó- samlyndi hjá þjóðinni sjálfri. Fyrstu skilyrði fyrir áframhald- andi framfarir og vaxandi farsæld Islands er að þjóðin sé sjálfri sér trygg, trygg sínu eðli og sínum hug- sjónum. Ein af hinum fegurstu hugsjónum íslendinga frá því fyrst að sögur fara af, er hugsjónin, sem stendur í sambandi við frelsi ein- staklingsins. Margir af hinum göf- ugustu landnámsmönnum Islands Flúðu öðöl sín í Noregi vegna þess að þeir vildu ekki beygja kné sín fyrir Haraldi hárfagra og einveldi hans. Þeir kusu heldur að freista gæfunnar í hrjóstrugu og ókönn- uðu landi langt úti í reginhafi, en að afsala sér því frelsi, sem þeir unnu svo mikið. Islendingar dá einstaklingsfrelsið engu minna en Englendingar, sem hafa gróðursett þá hugsjón í ótal löndum í öllum heiimsálfum. Hjá þjóðum sem dá frelsi eistaklingsins getur sönn lýðstjórn bezt notið sín. Það er eftirtektarvert að, eins langt og sagan nær til, þá hefir einstaklings- frelsið bæði hjá Englendingum og Íslendingum ætíð verið takmarkað með viturlegum lögum. Erelsi án takmarkandi laga, verður að ófrelsi og alt þjóðarskipulag verður ómögu- legt. Það er orðin staðreynd, sem fáir geta á móti borið, að framfara- mestu og farsælustu þjóðirnar eru þær, sem gefa einstaklinguim flest og bezt tækifæri til þess að nota krafta sína, starfsþrek og vitsmuni. Óðar en nokkur höft eru lögð á einstakl- inginn og starf hans, eins lengi og hann fótum treður ekki rétt með- borgara sinna, þá er hnekt 'hagsæld einstaklingsins og um leið hag þeirr- ar þjóðar, sem hann heyrir til. Vegna þess að einstáklingsfrelsið hefir hefir ætíð verið ein af þjóðar- innar kærustu hugsjónum, finst mér stórt skilyrði vera fengið fyrir glæsilegri framtíð hinnar íslenzku þjóðar. Þjóðareðlið getur aldrei sætt sig við það stjórnarfyrirkomu- lag, sem sviftir einstaklinginn frelsi sínu. Bæði hjá Commúnistum á Rússlandi og Fascistum á Þýzka- landi er einstaklingurinn sviftur öllu frelsi og alt hans líf stjórnast í smáu sem stóru af þeim, sem völdin hafa í höndum sínum. Einmitt vegna þess að hinar enskumælandi þjóðir kjósa lögbundið frelsi og munu aldrei sæta sig við ánauð, sem missir þess frelsis er samfara, þá hafa þessar Fascista og Commúnista stefnur aldrei fengið mikið fylgi hjá þessum þjóðum. Eins mun reynslan verða á Islandi vegna þess að eðli þjóðar- innar er þessum stefnum algjörlega mótsnúið. Eins lengi og íslendingar eru tryggir sínu þjóðerniseðli og hugsjónum feðra þeirra, þá þarf ekki að óttast að útlend stjórnar- stefna kollvarpi því þjóðfélags- fyrirkomulagi, sem er í samræmi við hugsjónir og erfikenningar þjóðar- innar. Eg held það sé óþarfi að bera kvíðboga fyrir framtíð íslands. Ef þelr menn, sem stjórnina hafa með höndum, eru því vaxnir að efla ó eigingimi og bróðurhug en eyða sundrung, öfund og tortryggni, þá er þjóðinni trygð farsæl og glæsileg framtíð. I margar aldir hefir hin íslenzka þjóð sýnt undraverða staðfestu í öllu sínu mótlæti, dásamlega þolinmæði til að deyja og þola; þrátt fyrir alla storma og stríð margra dimmra alda hélt þjóðin fast við sín eðlis einkenni og glataði þeim aldrei. Eg trúi því fastlega að í framtíðinni muni slík þjóð hafa þrek og dug til að stríða og sigra. Ávarp forseta Islendingadagsins hr. Sveins Thorváldsonar, á Iðavelli við Hnausa 31. júlí Háttvirta samkomá! I siðastliðin fimtán ár hafið þið verið boðin hingað til þessa árlega hátíðahalds vor íslendinga á þess- um slóðum. Á þessum degi varpið þið frá ykkur hinu daglega striti og annríki og komið hér saman til þess, að endumæra og lifga þær taugar og þær rætur, sem lifa innst í meðvit- und ykkar og tengja ykkur við for- tíðina, söguna, þjóðernið og íslenzka tungu. Þér komið hér saman til að helga þessa stund öllu því ágætasta, sem fortíð vor og samtíð á til og minnast hinna ágætu manna, sem annaðhvort með listum eða lærdómi og hetjuskap héldu uppi fána irnenn- ingar vorrar og þjóðernis um þús- und ár og gerðu þjóðar-garðinn frægan að fornu og nýju. Þið kom- ið hingað til að endurnýja ykkar innri mann, með því að bergja af þeirri heilnæmu lind minninganna, sem er ykkar eigin eign, og hefir nært og vökvað ræturnar að öllu ykkar andlega og líkamlega lífi. Þið kannist öll við söguna af álfa drotningunni, sem varð bóndakona i mann’heimum, en einu sinni um jólin ár hvert hvarf hún til ríkis síns og varð drotning uim1 einn dag. Við hin daglegu störf heimilisins var hún fyrir sjónum manna eins og hver önnur alþýðukona, en með sjálfri

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.