Lögberg - 05.08.1937, Side 6
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 5. AGÚST, 1937
6
Munaðarlaus fósturfaðir
III.
A veginum.
Til að kaupa unglinga fyrir fjörutíu
franka, til þess að kaupendur fáist, er ekki
nauðsynlegt að þeir séu óskapnaðir eða van-
skapnaðir af einhverri tegnnd, til dæmis
skrímsli, sem þurta að fá nýtt ferskt kjöt í
hverja einustu máltíð. Ekki heldur er það
nauðsynlegt að kaupandinn sé skrímsli af
þessari tegund.
Vitalis ætlaði ekki að eta mig á nokkurn
hátt, eins og orðið eta er skilið, og það má
heita sjaldgæít á meðal þeirra, sem kaupa
unglinga. Hann var ekki vondur maður.
f
Ef'tir að hafa farið niður allbrattán og
breiðan hjalla, komum við á flatneskju, sem
var marfiöt og tilbreytingarlaus, eins langt
og sást. Engin hús né tré sáust. Þessi há-
slétta var þakin skrælnuðu lyngi, hér og þar
með stórum flekkjum af stórgresi með kyrk-
ingsvexti, sem gekk í bylgjum, er það svign-
aði fyrir vindinum.
“Þú sérð,” sagði Vitalis og benti út yfir
heiðina, “að það yrði árangurslaust fyrir þig
að reyna að strjúka, Capi og Lerbino næðu
þér undir eins.”
Að strjúka! Eg var hættur að hugsa um
það. Hvert átti eg að fara ? Til hverra?
E/ftir alt þá var þessi gamli gráskeggur
lireint ekki vondur maður. Ekki eins vondur
og eg hafði hugsað í fyrstu. Þegar hann væri
orðinn húsbóndi minn, gat þá ekki verið, að
hann yrði bærilega góður við mig.
Lengi, lengi héldum við áfram yfir þessar
eyðilegu auðnir, þar sem ekkert sést nein-
staðar eins langt og augað eygði, nema hæðir
í hálfhring, sjáanlega gróðurlausar efst. Hús-
bóndi minn hélt áfram með löngum skrefum,
jafnt og þétt, og bar Joli-Coeur á öxlinni eða
á bagga sínum, og rétt hjá honum brokkuðu
hundarnir með jöfnu millibili, stöðugt.
Við og við sagði Vitalis eitthvert gælu-
orð við hundana, stundum á frönsku og stund-
um á einhverju öðru tungumáli, sem eg skrldi
ekki.
Hvorki liann né hundarnir virtust finna
til þreytu, en það var öðru máli að gegna með
mig. Eg var dauðþreyttur. Líkamlegu vand-
ræðin bættust við þau andlegu; svo eg var
kominn að niðurfalli. Eg drógst áfram og var
í dauðans vandræðum með að fylgjast með.
Eg þorði ekki að biðja húsbóndann að stanza.
“Það eru klossarnir, sem þreyta þig. Eg
skal kaupa þér skó að Ussel,” sagði Vitalis.
Þetta hughreysti mig. Raunar hafði mig
lengi langað til að eiga skó. Synir bæjarstjór-
ans og líka synir gistihússhaldarans voru á
skóm; skórnir, sem þeir voni á á sunnudögum
þegar þeir komu til messu, fóru mjúklega yfir
hvað sem var og söng í fallega, en okkar tré-
skór, mínir og annara sveitamanna, hlömm-
uðust og gerðu óþolandi hávaða.
“H\rað er langt til Ussel?” spurði eg.
“Þar kemur hljóð frá hjartanu,” sagði
Vitalis og hló. “Þig hefir lengi langað til að
eiga skó, drengur minn f Jæja, eg lofa því að
kaupa þér skó með nöglum neðan á. Eg skal
líka kaupa þér flauels-buxur, vesti og hatt.
Það þerrar tárin, vona eg, og styrkir fæturna
til að komast þessar átján mílur sem eftir eru.
Eg átti að fá skó með nöglum neðan á.
Eg var í sjöunda himni að hugsa um slíkt.
Það var ágætt að fá bara skó, en að fá skó
með nöglum neðan á, það var þó enn meira
virði. A augnablikinu gleymdi eg öllum
vandræðunum.
Nei, það var áreiðanlegt, að Vitalis var
ekki vondur maður. Þrátt fyrir skóna, flauels
buxurnar, sem kæmu ekki fyr en eftir ferða-
lag um fimtán mílur, þá var eg nú orðinn svo
þreyttur að mér fanst eg ekki komast lengra.
Til allrar hamingju hjálpaði tíminn mér.
Loftið hafði verið býsna blátt frá því við
fórum og nú var það að þykna sem óðast.
Gráu skýin urðu að dropum, sem féllu fyrst
hægt og stöðugt og drýgðust.
1 sauðskinnsúlpu sinni var Vitalis óhult-
ur og hún gat líka skýlt Joli-Coeur, sem hafði
þegar fyrstu droparnir féllu, flúið í handui-
krika húsbóndans. En hundamir og eg, vií
vorum illa staddir. Við höfðum engar verjui
og við mundum verða holdvotir fljótlega.
Hundarnir gátu samt hrist sig annað slagið
og þannig létt á sér, en það gat eg ekki. Eg
varð að ganga í öllum þyngslunum og verða
magnþrota af kulda áður lyki.
“Er þér gjarnt til að fá gigtveiki?”
spurði Vitalis.
“Eg veit það ekki,” svaraði eg, “eg man
ekki til að eg hafi fengið hana.”
“Það er ágætt, ágætt,” sagði hann. “Það
er meira en lítil blessun fyrir þig. En eg
ætla ekki að láta þig blotna mjög mikið að
raunalausu. Við förum ekki lengra í dag.
Það er þorp hérna skamt frá. Við hvíldum
okkur þar.”
En það var ekkert gistihús hér; engum
leizt á að hýsa be\lara með dreng í eftirdragi
og þrjá hunda, sem allir voru jafn forugir.
“Fólk hýsir ekki slíka sem ykkur, ” sagði
einn.
Þeir skeltu hurðunum framan í okkur.
Við fórum frá húsi til húss, en enginn vildi
opna fyrir okkur. Við urðum þá að fara enn
tólf mílur til Ussel. Myrkrið datt á. Regnið
gerði okkur vota og kalda, og fæturnir á mér
voru eins stirðir og renglur úr skógi.
Ó, að við værum nú komnir í hús mömmu
Barberin!
Loksins rákumst við á bónda, sem var
eitthvað meðlíðunarsamari en hinir. Hann
bauð okkur í hlöðu, en tók það fram að við
mættum ekki vera með neinar eldspýtur.
“Fáðu mér eldspýturnar, ” sagði hann
við Vitalis. “Eg skal fá þér þær aftur á
morgun, þegar þið íarið.”
Við höíðum nú að minsta kosti þak yfir
höfuðið og skýli, svo að regnið gat ekki fallið
á okkur.
. Vitalis var praktískur. Hann fór ekki í
ferðalag án þess að hafa einhverjar vistir
með sér. 1 pokanum sem hann bar á öxlinni
var stór brauðhleifur, sem hann skifti í fjóra
staði.
Nú komst eg að því í fyrsta sinn hvernig
Vitalis hélt reglu og hlýðni í leikflokknum.
Um kvöldið áður þegar við fórum frá
húsi til húss, liafði Lerbino stolist inn í hús,
en hami haíði skotist út svo fljótt, að hann
náðist ekki, með brauð í kjaftinum. Vitalis
sagði bara við hann:
“l 'kvöld, Lerbino.”
Eg hugsaði svo ekki meira um þjófinn,
þar til Vitalis fór að skifta brauðinu, þá sá
eg að Lerbino var eitthvað skömmustulegur.
Við sátum á strábindum, eg og Vitalis,
hver við hliðina á öðrum. Joli-Coeur var á
milli okkar og hundarnir þrír jafnhliða á móti
okkur. Capi og Dolce með augun á húsbónd-
anum, en Lerbino með trýnið fram á við, en
með eyrun lögð aftur með höfðinu, skömm-
ustulegur.
‘ ‘ Þegar þjófur tekur sig út úr hópnum, ’ ’
sagði Vitalis í skipunarróm, ”verður hann að
leggjat út í horn matarlaus. ”
Jafnskjótt og þetta hafði verið sagt, fór
Lerbino af stað til að fela sig í horni því er
húsbóndinn hafði bent á. Hann reif upp strá-
ið og lagðist þannig niður að hann faldi sig í
stráinu og við heyrðum ekki til hans nema
“bofs” annað slagið upp úr svefninum.
Að þessu búnu rétti Vitalis mér minn
part, um leið og hann át sinn part af brauð-
inu. Svo skifti hann því sem eftir var milli
Joli-Coeur, Capi og Dolce.
Um síðustu mánuðina, sem eg hafði ver-
ið hjá móður Berberin, hafði eg hreint ekki
verið sveltur. Mér féll því illa þessi mikli
munur á mat. Ó, hvað súpan hafði verið heit
og góð hjá mömmu. Mér hafði þótt hún góð,
jafnvel þó ekkert brauð væri í henni, já og
ekkert smjör.
Ilvað hornið við reykháfinn hafði verið
notalegt heima. Eg hafði bara rent mér nið-
ur milli voðanna og svo breitt ábreiðuna ujjp
yfir höfuð. Hvílík sæla!
En nú, engar voðir, engin ábreiða, og nú
vorum við ánægðir með að liafa þak yfir höfð-
inu og liggja í strái.
Lamaður af þreytu og fæturnir eins og í
eldi úr klossunum, skalf eg af kulda og bleytu.
Nóttin féll á; en eg gat ekki sofnað.
“Tennurnar nötra í þér; þér er *kalt,”
sagði Vitalis.
‘ ‘ Dálítið, ’ ’ sagði eg.
Eg heyrði hann opna sekk sinn.
“Eg hefi ekk i fóðraða feldi til að skýla
þér með,” sagði hann, “en hérna er þur
skyrta og vesti til að hleypa þér í, þegar þú
ert kominn úr votu fötunum, svo skaltu grafa
þig niður í stráið, þá verður ekki langt þar til
þér hitnar og þú sofnar.
Mér hitnaði ekki eins fljótt og Vitalis
hafði hugsað. Lengi, lengi bylti eg mér í
rúminu — í stráinu— of sár og vansæll til að
geta sofnað.
Skyldi það verða svona á hverjum degi?
Verða að ganga hvíldarlaust í regni, sofa í
hlöðu, skjálfa af kulda, hafa ekkert til kvöld-
verðar nema brauðskorpu, engan til að kvarta
fyrir, eiga engan, sem þykir vænt um mann,
enga mömmu Barberin.
Þegar eg var að hugsa um þetta með
hryggu hjarta, með augun full af tárum, fanst
mér sem volgur andardráttur færi um andlit
mér. Eg rétti fram hendina og mætti mjúka
hárinu á Capi. Hann var að koma nær mér
ofur hægt og íor mjög varlega í stráinu.
Hann kom fast að mér, nusaði að mér ósköp
hægt; andardráttur hans leið framan í mig
og fór gegnum árið. Hvð vildi hann!
Hann lagðist svo niður í stráið fast hjá
mér; og fór að sleikja hendur mínar mjög
blíðlega.
Eg komst við af þessari vinsemd. Eg
reis upp til hálfs og kysti á kalda trýnið.
Hann rak upp niðurbælt “bofs”; svo lagði
hann löppina í hönd mér og lá svo hreyfing-
arlaus.
Þá gleymdi eg bæði þreytu og þraut.
Mér hægðist um andard ráttinn. Eg andaði.
Eg var ekki einn lengur. Eg átti vin.
IV.
Leiksviðið.
Næsta dag fórum við snemma af stað.
Nú var hætt að rigna, loftið var heiðríkt,
og vindur hafði blásið alla nóttina og var því
engin for. Fuglarnir kvökuðu kátir í buskan-
um meðfram veginum og hundarnir hlupu og
stukku kringum okkur. Af og til rak Capi
upp þrjú “bofs,” þar sem hann hafði sezt,
og leit um leið framan í mig. Eg skildi vel
hvað hann meinti.
“Vertu hughraustur! Hertu þig upp,”
sagði hann.
Hann var framúrskarandi vitur hundur,
sem skildi alt og gat látið aðra skilja hvað
sem var. Eg heyrði menn oft segja, að hann
vantaði ekkert nema málið. En mér virtist
sem hann kæmist af án þess. í skotti hans
var meira vit og mælska, en ýmsir menn hafa
á að skipa. 1 öllu falli þurftum við engin orð
til að skilja. hvor annan. Við skildum hvor
annan frá því fyrsta til hins síðasta, undir
eins.
Þar sem eg hafði aldrei séð borg, lang-
aði mig mikið til að sjá þá næstu, Ussel.
En eg verð að segja, að eg varð ekki
hrifinn af Ussel. Það eina, sem eg man enn
eftir í sambandi við Ussel er sölubúð, þar sem
alt var dimt og reykrokið við aðal markað-
inn. Úti fyrir voru vörur til sýnis: gamlar
byssur, alklæðnaður, gyltur á börmum og
silfraðar axlir, fjöldi lampa, og í körfum úr
járni, mest af skrám og lokum og ryðguðum
lyklum.
Maður varð að ganga niður þrjár tröpp-
ur, til að komast inn, og kom maður þá í stór-
an sal, en svo dimman og svo úr garði gerðan,
að þangað hafði sólin sjálfsagt aldrei sent
geisla sína, síðan þakið var sett á. Hvernig
gátu slíkir hluti sem fallegir skór, verið í
slíkri búð; skór til sölu í svo óvistlegu bæli?
En Vitalis vissi hvað liann var að fara,
þegar hann fór þangað inn með mig, og bráð-
lega hafði eg þá ánægju að smeygja fótunum í
járnaða skó, sem voru tíu sinnum eins þungir
og klossarnir.
En örlæti liúsbóndans endaði ekki þar
við. Hann .keypti mér tlauels-vesti blátt,
ullar-buxur, og ílókahatt. 1 stuttu máli — alt
sem hann hafði lofað að kaupa. Flauel handa
mér, sem aldrei liafði verið í neinu nema klæði
og lérefti; það var hátíð. Og svo voru skórn-
it, og svo hattur lianda mér, sem aldrei áður
hafði liaft neitt á höfðinu nema hárið. Areið-
anlega var þessi maður hinn bezti í heimi, ör-
látasti og ríkasti.
Reyndar var flauelið fornlegt og ullar-
fötin slitin nokkuð svo; og það var erfitt að
gizka á hvernig flókinn hefði verið litur í
fyrztu. Bæði regn og ryk liafði fallið á liann
á víxl; en eg var svo blindaður og hrifinn af
nýju fötunum, að eg tók ekkert eftir göllun-
um undir yfirborðinu.
Eg ætlaði að f'lýta mér að fara í nýju föt-
in, en Vitalis þurfti að laga þau áður en eg
fór í þau og hann breytti þeim svo að eg varð
alveg forviða og hálf-eyðilagður.
Ilann fór inn í gistihúsið og fékk sér
skæri og klipti skálmarnar af um knén á bux-
unum.
Þegar eg horfði á aðfarir hans forviða,
sagði hann: •
Þetta geri eg aðeins til þess að þú lítir
ekki út sem aðrir menn hér um slóðir. Við
erum í Frakklandi, og því klæði eg þig sem
Itala. Ef við förum til ítalíu, sem vel getur
verið, þá klæði eg þig sem Frakka.”
Eg virtist samt ekki ánægður með þessa
skýringu, svo hann hélt áfram:
‘ ‘ Hvað erum við ? Við erum listamenn á
leiksviði. Er það ekki ? Við erum leikarar og
við þurfum að láta taka eftir okkur. Ileld-
urðu að ef við færum á torgið eins klæddir og
hverjir aðrir borgarar, að fólk tæki eftir okk-
ur? Þú segir nei við því; er það ekki svo?
Þú verður því að láta þér skiljast, að ]>að er
stundum mest um vert að sýnast fyrir mönn-
um — já, bráðnauðsynlegt. Það er aumkvun-
arvert, en við getum ekki gert að því — getum
ekki lagað það.
Svona var það; um morguninn var eg
franskur um kvöldið var eg orðinn ítalskur.
Buxurnar náðu aðeins niður að knjám,
og Vitalis dróg þær saman um knén með rauð-
um, kögruðum böndum og vafði fram og aftur
leggina. A flókahattinn setti hann líka borða
og skreytti hann með blómum.
Eg vissi ekki hvað aðrir hugsuðu, en eg
hélt eg liti bara afbragðs vel út, og þetta var
víst nokkuð rétt, því*vinur minn Capi, eftir
að hafa lengi athugað útlit mitt, rétti mér
löppina með ánægjusvip.
Viðurkenningin, sem Capi gaf mér, var
mér mjög ánægjuleg, því meðan eg var að
klæða mig, hafði Joli-Coeur setið fyrir fram-
an mig og hermt eftir mér og ýkt eins og
vanalegt er. Og þegar eg var búinn að
klæða mig, hafði hann stungið höndunum á
mjaðmir sér og farið að hlæja, flyssa og hæð-
ast að mér.
‘ ‘ Þegar þú ert búinn að klæða þig, ’ ’ sagði
Vitalis, skaltu láta á þig hattinn. Við förum
nú að vinna að því að undirbúa það sem við
eigum að leika á morgun. Það er leikur, sem
þú átt að taka þátt í. ”
Eg spi»rði hann hvað þessi “byrjun”
þýddi. Og Vitalis skýrði fyrir mér, að það
þýddi að koma sem leikari fram á sviðið fyrir
almenning, í fyrsta sinn.
“A morgun leikum við í fyrsta sinn, og
þú leikur þinn þátt í leiknum. Við verðum því
að læra, æfa, undirbúa, það sem þú átt að
leika.
En svipurinn í augum mér sýndi honum
að eg skildi ekki hvað hann var að segja.
“E'g- læt þig lesa og hafa yfir það sem
þú átt að leika. Eg tók þig ekki með mér að-
eins til þess að þú yrðir mór til skemtunar á
ganginum. Eg er ekki ríkur maður, ekki svo
ríkur. Þú átt að vinna. Og vinnan er það,
að leika ]>átt í leikriti með hundunum og Joli-
Coeur. ”
“En eg get ekki leikið í skemtileik,”
sag'ði eg hálfgrátandi.
“Það er einmitt vegna þess, að eg ætla
að kenna þér,” sagði hann.
Leikritið eða leikurinn, sem við ætlum að
leika heitir: Þjónn Monsieur Joli-Coeur, eða
Sá heimskari er ekki sá, sem menn halda.
Hugmyndin er þetta: Joli-Coeur hefir fram
að þessu verið ánægður með Capi sem þjón.
En Capi er orðinn gamall og Joli-Coour vill
fá sér annan þjón. Capi ætlar að útvega hon-
um þjóninn; en það á ekki að vera hundur,
heldur sveitadrengur, sem heitir Remi.”
“Eins og eg?” sagði eg.
Ekki eins og þú eða líkur þér, heldur þú
sjálfur,” sagði Vitalis. “Þú kemur frá
{torpinu þar sem þú hefir átt heima og gengur
í þjónustu Joli-Coeur.
“Apar hafa ekki þjónustufólk,” sagði eg.
“1 þessum leik er það svo,” sagði Vitalis, ■
“að þú kemur og Joli-Coeur tekur þig fyrir
vitfirring. ”
“Það er hreint ekki skemtilegt,” sagði
eg.
“Það gerir ekkert til. Það er aðeins til
að hlæja að því. En liugsaðu þér nú að þú
komir sem tilvonandi þjónn einhvers lierra-
manns og að þér verði sagt, tildæmis, að setj-
ast að borði til að eta, eða að þú eigir að
leggja á borðið. Þetta er einmitt það sem þú
átt að gera í leiknum. Breitt hefir verið yfir
matinn og ])ú tekur blæjuna af. A borðinu
eru diskar, vínglas, hnífur, matkvísl og hvít-
ur dúkur. Hvernig myndir þú ganga f rá öllu
þessu?”
Þar sem eg lilustaði á þessar spurningar
og lá fram á handleggina á borðinu, með op-
inn munninn og skildi ekki minstu vitund á
hverju eg ætyi að byrja, klappaði Vitalis sam-
an höndunum og hló.
‘ ‘ Bravó! ’ ’ sagði liann. ‘ ‘ Það er afbragð.
Svipurinn og alt útlit er ágætt. Drengurinn,
sem eg hafði á undan þér setti á sig spek-
ingssvip, eins og hann segði: “Þið munuð
sjá, að eg leik skepnuna snildarlega. ” Þú
gerir ekkert þvílíkt, þar sýnir þú þitt rétta
eðli. Elinfeldnissvipur þinn er afbragð.
“Eg veit ekkert livað ætlast er til að eg
geri,” sagði eg.
“ Og í því er ágætið fólgið,” sagði liann.
A morgun, já, innan fárra daga muntu verða
merkilega góður leikari — skilja hvað þú átt
að géra. Það sem þú þarft að gera er að
muna feimnina og ráðaleysið, sem þú finnur
til nú. Þú getur ekki haft þann svip, sem þú
hefir nú alt af, svo þú verður að ryfja þetta
upp. Þú verður að látast vera feiminn og
ráðalaus, þá verður leikur þinn ágætur. Það
er persónan sjálf, sem þarf að sjást í leikn-
um, ungur sveitadrengur, sem hefir ekkert
séð og veit ekki neitt. Hann kemur til apans
og reynist fákænni og klaufalegri en apinn
sjálfur, eins og nafnið sýnir: Sá heimskari
er ekki sá, sem menn halda, — heimskari en
Joli-Coeur; það er þitt að leika, og til þess
að leika það, eins og á að vera, þarftu ekki
annað en að ryfja upp feimnina og vandræð-
in núna og koma hvorutveggja í svip þinn,
svo að það virðist eðlilegt að vera svona
merkilega fávís.