Lögberg - 07.10.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.10.1937, Blaðsíða 3
V LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 7. OIvTÓBER 1937 3 Á ferð og flugi Eg veit ekki hvort að safnaðarfólk vort alment gerir sér grein fyrir því hvernig heimatrúboðsstarfi því, er kirkjufélag vort rekur, er tekið af þeim, er njóta þess. Eg hefi talsverða reynslu frá fleiri ára starfi í þessu efni, sem mér finst að ef til vill eigi erindi til allra þeirra ér að málinu standa eða iíklegir væru til að veita því styrk. Starfsmaður í kristilegum erindum, er fer um prest- lausar bvgðir fslendinga má eiga von á hinum beztu og bróð- urlegustu viðtökuin helzt alstaðar. Almenn gestrisni þeirra kemur að sjálfsögðu til greina. Þeir vilja taka vel löndum sínum sem að garði ber og greiða fyrir þeim. Hefi eg notið merkilega mikils liðs i einstaka tilfelli jafnvel í sambandi við það að boða samkomur eða messur frá mönnum sem mjög hafa staðið á öndverðum meiði trúarlega við boðskap þann er eg flyt. Hefi eg metið þetta sem drenglyndi og gestrisni, er jafnvel eigi dýpri rætur en hlutaðeigendur gera sér grein fyrir. En hitt er miklu almennara að njóta þess beint, að maður er kristinn starfsmaður. Kristinn kennimaður er mjög velkominn gestur í prestlausum, íslenzkum bygðum einmitt vegna þess erindis sem liann er að reka. Það er reynsla mín að mjög auðvelt sé víða að koma á samtali við menn um andleg mál. Þó lítið sé sumstaðar að því gert að hlúa að andlegum málum félagslega í slíkum bygðum, þá hreyfir sér augljóslega tilfinning fyrir andlegum verðmætum og mikið af velvild til kristilegrar viðleitni og hugsjóna. Eru fleiri en færri til þess búnir að liðsinna manni á ýmsan hátt og greiða fyrir-því að maður nái til almennings með boðskap sinn. Þykist eg vera orðinn allglöggur á að dæma um and- rúmsloft á kristilegum samkoinum og er það ákveðin tilfinn- ing mín að oft sé stemning í þessu tilliti í bezta lagi í bygðum þar sem lítið er um fast kristilegt starf, þó oft séu vandræði með söng, og húsnæði fvrir guðsþjónustur ekki ætíð sem heppilegast. En þó þannig sé mikið af velvild og góðum hug, þá er óvani að starfa að þessum málum áberandi og hik að leggja út í starf, sem menn hafa litla eða enga reynslu í. Velvild bygðarfólks til starfsmanna, er koma til þeirra í kristilegum erindum, liggur ekki í því að umferðaprestur hitti tóma jábræður þar sem hann fer. Það er yfirleitt ' ekki einkenni íslendinga að falla í þann hóp. Eg hefi metið það mjög, hve víða verður fyrir manni hispurslaus hrein- skilni. Er það góður skóli íyrir hvern mann að verða fyrir slíku og væri það mikill gróði fyrir okkur prestana að menn yfirleitt, er njóta starfs okkar, segðu okkur sinn fulla hug oftar en raun er á. Einungis þegar sambandið milli presta og leikmanna byggist á slíkri einlægni, skapast það andrúms- loft er styður að heilbrigðri samvinnu. Þegar leikmenn leyfa sér og þeim líðst xið segja einlæglega skoðun sína við prest- ana i bróðerni, þá er líka auðveldara fyrir prestana að gera hið sama, og það gefst betur þegar það er á gagnskifta grund- velli. Eg met það mjög hve margir hafa hreinskilnislega og í einlægni talað við mig um andleg mál á ferðum mínum. Slíkt samtal gefur tilefni til margs, sem annars ekki kemst að. Það er mælt með þvi að prestarnir heimsæki fólk og er það í sjálfu sér þarft og gott, en nær ekki tilgangi sínum fyllilega nema það leiði til þess að menn kynnist verulega, hvað afstöðu snertir að andlegum málum og verðmætum. Eg er í þakkar- skuld við fjölda marga íslenzka almúgamenn fyrir samiteður við þá um trúmál. Og alveg sérstaklega er þetta miðað við ferðalög mín á starfssviði Kirkjufélagsins. Til eru þeir meðal fólks vors, einkum tilheyrandi eldri kynslóðinni. sem gjarnir eru til þess, er þeir kynnast nýjum presti, að prófa í honum þolrifin á einhvern hátt. Eg þekti áður fyr góðan og gamlan íslending, er ætíð otaði lestri meistara Jóns á þriðja í hvítasunnu að prestum er hann var að kynnast. Eins og ýmsa mun reka minni til tekur sá lestur ómjúkum tökum á prestunum og segir þeim til syndanna. Þar kemur fyrir hið vængjaða orð að margir þeirra séu eins og vörður á heiðum uppi, sem vísi öðrum leið, en færist aldrei sjálfar úr stað. Eftir því hvernig presturinn snerist við þess- um lestri fór gjarnan álit þessa mæta manns á kennimanns- hæfileikum þess, er hlut átti að máli. Aðrir eru til, sem ekki nota sömu aðferð en stefna þó að sama takmarki. Þeir vilja komast að því, hvað presturinn hefir til brunns að bera, eftir sínum eigin leiðum. Oftast er þetta laust við alla óvild, og græzkulaust, og oft eru þeir sem þannig leita fyrir sér manna fúsastir að viðurkenna kosti engu síður en að leiða í ljós veilur. En finnist þeim að þeir verði fyrir algerðum von- brigðum, má búast við að þeir verði erfiðir til samvinnu. Margt óvænt vei-ður fyrir manni, er maður kynnist vel í okkar íslenzku bygðum. Eg hefi hitt fátæka fjölskyldu- feður, er manni virðist að hafi haft ærið nóg með aðeins að bjarga við stórum barnahóp en hafa einhvernveginn komist vfir að lesa og hafa ótrúlega mikið gagn af bókum sem ekki eru á almanna færi auk þess að vera alment víðlesnar. Eða fyrir manni verða hæglátir menn og yfirlætislausir, sem við nánari viðkvnningu leiða í ljós, að þeir leggja sjálfstæðan dóm og heilbrigðan á stefnur og menn í samtíðinni af merki- lega mikilli þekkingu. Einhig verður manni ljóst, að ekki er hægt að dæma um manngildi eða mentun eftir þeirri skóla- göngu er menn hafa notið. Maður freistast oft til að spyrja hvort aðferðir og fyrirkomulag sé ekki oft dýrkað meir en árangur þegar til skólanna kemur. Eitt er áberandi í ýmsum þessum prestslausu bygðum. Þó ekki öllum. Ungir og eldri eiga meiri samleið en alment gerist á þessari tíð. Eg hefi lengi verið sannfærður um að kirkjan hefir ekki ætíð farið viturlega að í því að aðgreina þá eldri og yngri sem allra mest í starfinu,en styðja lítið að því, að þeir eigi samleið eftir því sem unt er. En það eimir eftir af hinu þar sem svokallaðar nútíma aðferðir hafa minna náð sér niðri. Þá geta fjölskyldur í heilu lagi betur notið saman þess sem á boðstóluin er. Nýverið hafði eg þrjú kvöld sam- fleytt samkomur fyrir æskulýð sérstaklega, þó allir væru boðnir og velkomnir. Var sín samkoman á hverjum stað og staðhættir nokkuð ólíkir. Tvær samkomurnar hepnuðust alveg sérstaklega vel, vegna þess að ekki einungis margt af ungu fólki sótti heldur líka af því eldra. Og þar virtist ekki þurfa að vera neinn árekstur. Vaxandi vandi er í sambandi við starfið vegna tungu- málanna tveggja, sem nota verður. Þeir unglingar eru að verða mjög fáir í okkar íslenzku bygðum, sem hafa fult gagn af kristindómsfræðslu á íslenzlcu. Þeim er svo að segja öllum enskan svo miklu tamari. Fullviss eins og eg er um verðmæti þess fyrir íslenzka unglinga að halda við sem allra lengst kunnáttu á íslenzku, getur mér þó ekki dulist að notkun ís- lenzku við kristindómsfræðslu aðallega eða eingöngu verður úr þessu á kostnað trúarfræðslunnar. Þegar tíminn er tak- markaður til kenslunnar gerir það líka margfalt erfiðara fyrir að skifta hópunum vegna málanna. Allvíðast gætir miklu meiri sanngirni í þessu efni en áður fyr. Menn átta sig á því að það er ekki af móthaldi við íslenzkuna að enska er notuð við kristindómsfræðsluna, þegar bersýnilega að það gefst svo margfalt betur. Breyting, hvað snertir íslenzku kunnáttu unglinga í bygðum vorum, hefir verið feyki- lega mikil síðasta aldarfjórðunginn. Á fyrstu prestskap- arárum mínum mátti heita að engin vandkvæði væru að upp- fræða á íslenzku. öll börn höfðu lært að lesa íslenzku vel og lásu töluvert í íslenzkum blöðum og bókum. Nú, þó að unglingar hafi lært að lesa, heyrir það mjög til undantekn- inga, að þeir hafi le3Íð nokkuð á íslenzku nema það sem óum- flýjanlegt var til að ná lestrinum. Þegar þetta er skrifað, vill svo til að eg er að undirbúa allstóran hóp unglinga undir fermingu, og samanburður við það sem áður var er þeim mun greinilegri fyrir mér vegna þess að eg fermdi marga af foreldrum þessara barna. Rúmur þriðjungur er nú upp- fræddur á íslenzku og hefir meiri rækt verið lögð við að kenna þeim en alment gerist, en nám á íslenzku er þeim þó um hönd — að ekki sé vikið að hinum sem á ensku nema. Eg held það sé þörf á því að átta sig á ástæðum í þessu efni bæði vegna kristindómsfræðslunnar og í sambandi við íslenzku- námið. Það breytir engu að loka augunum fyrir veruleik- anum. Tvent hefir reynst vel hér á vesturslóðum til að kynnast eldri kynslóð íslendinga þegar mann hefir borið að garði þar sem maður áður var ókunnugur. Annað hefir verið að þekkja eitthvað til ætta og skyldleika, en hitt að vera ekki alveg ófróður um íslenzkar bókmentir og fræði. Eftir þessum leiðum hefir venjulega verið auðvelt að kynnast. Að kann- ast eitthvað við ætt hvers annars eða að þekkja til sama fólks, hefir oft gert greiðari viðkynningu en anpars hefði verið. Eins að eiga sammerkt hvað þekkingu og uppáhald á íslenzk- um bókmentum snertir hefir leitt þræði á milli er tengja samán. Ennþá er þetta mikilsvert, en ekki eihs og áður. Vaxandi fjöldi tilheyrir ekki lengur þeirri kynslóð er þetta nær til. Erfiðara kann að vera að finna jafn greiðfæra leið til kynningar við hina yngri, eða hún er nýrri og ekki eins glögglega vörðuð. Er þar mikið verkefni fyrir kirkjuna i nútíð og framtíð. 0£ þeir ungu eru enganveginn allir við sömu fjölina feldir. Nýverið hafa komið fyrir almennings- sjónir aðfinslur frá ungum gáfu- og mentamanni í einum safnaða vorra við trúarlega afstöðu kirkjufélags vors. Finst honum of lítil festa og íhaldssemi hjá starfsmönnum og leið- togum. Samtimis hefi eg orðið fyrir bendingum í gagnstæða átt einnig frá gáfuðum og glæsilegum æskumönnum. Þvi haldið fram að blind íhaldssemi sé til ásteytings í starfi voru. ótal blæbrigði eru þarna á milli og þar fyrir utan. Til að koma til móts við þetta og þvílíkt og að komast að æskulýð, sein ber enga sölc á því að vera uppalinn á tíð þegar hið and- lega viðhorf er rnjög á reiki og það einnig hjá hinum eldri, er eðlilega vandasamt. Þó að oft sé á það minst að finna upp ný ráð til að ná til æskunnar með kristindómsmálin, er eg hræddur um að það reynist torvelt öðruvísi en þannig að kristindómurinn beri meira aðlaðandi ávexti hjá okkur hin- um eldri. Æskan hefir næma tilfinningu fyrir einlægni og raunveruleik, og finni hún til þess að eitthvað verulega vaki fyrir sem mæli með sér er það líklegra til að fanga hug henn- ar og fala krafta hennar til þjónustu en nokkuð annað. Svo lítið hefir vakað fyrir að jafnaði hjá fólki, sem ber kristið nafn og einnig hjá kristnum söfnuðum og kirkjudeildum, að æskan hefir orðið þess vör. Áhugi verður einungis kveiktur af áhuga, líf af lífi. Veilan í kristilegu tilliti er ekki aðeins hjá hinum ungu, heldur einnig hjá hinum eldri, en það er alvarlegra hvað hina ungu snertir, því í þeirra höndum er framtíðin. Úrlausnin getur engin önnur verið en sú að mönnum skiljist að mannlegu lífi verður ekki bjargað víð nema að andi og lífsþróttur kristindómsins fái að njóta sín. Þeir sem af alvöru vilja sýna þá úrlausn að verki í lífi sinu eru boðberar nýs tíma í kristilegu tilliti. K. K. ó. —Sameining-in. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Ofíice tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 , Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœJ5ingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220. Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstimi — 11 tll 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 RARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. w tslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 PHONES 95 052 og 39 043 BUSINESS CARDS J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENPELL BLVD. Phone 62 200 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og almennar lœkningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Slmi 22 775 DR. B. H.OLSON Phones: 3 5 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 7 Ákjósanlegur gististaöur Fyrir fslendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngtjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO^ A.S.BARDAL . 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkiatur og annast um út- farir Ailur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas: 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pægilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og Þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests Erlend doktorsritgerð um Island Hr. ritstjóri. í júnímánuði síðastliðnum fór fram doktorspróf við háskólann í Montpellier í Suður-Frakklandi. Var það danskur maður, sem er fulltrúi í utanríkismálaráðunejrti Dana, Aage Gregersen, sem varði þar doktorsritgerð sína. Titill rit- gerðarinnar, sem skrifuð er á frönsku er: “L’Islande, son statut á travers les áges.” Þetta er mikið ritverk, hálft fimta hundrað blað- síður að stærð i stóru broti og f jall- ar, eins og nafnið bendir til, um stöðu fslands frá fyrstu tímum og alt fram til vorra daga. Hér verður hvorki lagður dómur á doktorsritgerð þessa, því til þess brestur þann, er þetta ritar, nægi- lega þekkingu, né heldur verður efni hennar rakið, því það mundi verða lítið annað en upþtalning á efnis- yfirlitum — ítarlegra getur það tæp- lega orðið í blaðagrein — og líkl. mundi þó ekki gefa rétta hugmynd um ritgerðina. Hinsvegar þykir hlýða að ritsins sé að nokkru getið í íslenzku blaði. f doktorsritgerð þessari er gerð ítarleg grein fyrir réttarstöðu ís- lands á hinum ýmsu tímum jafn- framt því sem rakin er réttarsaga landsins. Eins og kunnugt er, hefir áður fyr verið mikið deilt um fyrra atriðið, réttarstöðu landsins, en slík- ar deilur hafa að sjálfsögðu að mestu fallið niður eftir að sjálfstæð- isbaráttunni lauk og heyra þær nú sögunni til. Höfundurinn gerir mjög skilmerkilega grein fyrir skoð- unura þeim, sem áður hafa komið fram um þessi atriði og lýsir svo á eftir sinni skoðun á málunum. Það verður eigi annað sagt, en að höf- undurinn skrifi mjög samvizkusam- lega um þau atriði, sem hann tekur þannig til meðferðar í bók sinni og að fullrar sanngirni og velvildar gæti þar gagnvart Islandi og skoðun- um þeim, sem haldið hefir verið fram af hálfu íslendinga. ' Ef vekja skyldi athygli á ein- hverjum einstökum kafla ritsins; þykir réttast að geta síðasta kafla þess, sem fjallar um ísland eftir 1918. Þar er meðal annars lýst þjóðréttarsambandi Islands og Dan- rnerkur, eins og það varð eftir að sambandslögin gengu í gildi, og er gott til þess að vitá, því það er mik- ilsvert, að geta visað til áreiðanlegr- ar greinargerðar á einu af málum stórþjóðanna um það, hvernið sam- bandið raunverulega er og hvernig afstaða íslands nú er út á við. Það er svo oft misskilið óg rangfært á ýmsa lund, ekki aðeins í erlendum blöðum og tímaritum, heldur jafn- vel líka í vísindaritum um þjóðrétt- armálefni. % Þess má geta, að háskólinn í Montpellier er talinn helzti lagaskóli Frakklands og að hann hefir sæmt dr. Gregersen sérstökum verðlaun- um fyrir ritverk þetta. Skylda er að afhenda háskólanum tiltekinn f jölda eintaka af doktorsritgerðinni og eru þau send háskólabókasöfnum víðs- vegar ui\i heim. Þar sem lítið sem ekki neitt hefir áður verið ritað um þetta efni á frakkneska tungu, að minsta kosti ekki í heild; þá er það mikill fengur fyrir Island, að slík bók sem þessi, nú mun verða fyrir hendi í ýmsum löndum til notkunar fyrir þá, sem kynnast vilja réttar- sögu íslands og réttarstöðu þess. Höfundur ritsins, dr. Gregersen, hefir oft til íslands komið og á hér marga góða vini frá ferðum sinum um landið. Munu þeir sjálfsagt gleðjast yfir þeim heiðri, sem honum nú hefir hlotnast; en með því að velja sér þetta verkefni um stöðu íslands til vísindalegs frama, hefir dr. Gregersen sýnt hve hlýjan hug hann ber til lands og þjóðar. Agnar Kl. Jónsson. —Mbl. 27. ágúst. Dánarminning Þann u. september lézt á City Hospital í Saskatoon, Sask., Stefán Victor Gudmundson, og fór útför hans fram þann 14. sept. í Foam Lake, Sask., að viðstöddu miklu fjölmenni. Var hann jarðsunginn af Rev. J. Wilkinson, presti United- kirkjunnar þar. — Stefán var sonur hjónanna Þórarins Guðmundssonar frá Skollatungu í Gönguskorðum og Hallfríðar Magnúsdóttur frá Sæv- arlandi í Skagaf jarðarsýslu; bjuggu þau um eitt skeið í Markerville-ný- lendunni og síðar i Red Deer í Alberta-fylki; en eiga nú heima í Elfros, Sask. — Stefán var fæddur þann 25. marz 1899 í Markerville, Alberta, en ólst upp í Red Deer og stundaði þar skólanám. Árið 1916 fór hann til Norðurálfunnar og var þar i striðinu, varð fyrir eiturgasi í maí 1917, var aldrei heill heilsu eftir það, og dó af afleiðingum þess. Þegar hann kom heim úr stríðinu, stundaði hann nám við kennaraskól- ann i Calgary, fluttist því næst til Saskatchewan, þar sem foreldrar hans voru þá búsettir, og kendi við ýmsa alþýðuskóla þar í fylkinu, þangað til í júnímánaðarlok 1934. Það ár settist hann að i bænum Foam Lake og átti þar heima það sem eftir var æfinnar. — Hann kvæntist í nóybmbermánuði -1925 og gekk að eiga Miss Anne V. Cart- wright frá Oxbow, Sask., og er hún skólakennari. — Af systkinum Stef- áns eru fjórar systur á lífi: Mrs. Wjm. Lee í Meanook, Alberta; Mrs. W. E. Jansen i Red Deer, Alberta: Mrs. A. Kinna í Benalto, Alberta; 0g Mrs. H. M. Sumarliðason í Wadena, Saskatchewan. — Stefán Victor var mætur maður og gáf- aður, og hann var sérlega vinsæll. CHURCHBRIDGE 30. SEPT. Tíðarfar hér tekur nú mjög að breytast til meiri votviðra. Aðfara- nótt þess 23. þ. m. tók að rigna og rigndi í heilan sólarhring. Þann 29. féll snjóföl sem er nú að mestu horf- ið. Er jarðvegur nú allvel blautur frá því sem verið hefir, er það mál manna að jörð sé betur búin undir komandi ár, en átt hefir sér stað að undanförnu, og glæðir það von manna um batnnadi árferði. I grein minni i síðasta blaði Lög- bergs, “Er kristin trú að tapa eða vinna?” er slæm ritvilla: “Frjáls- leiki” á að vera “f jálgleiki.” Á. S. C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.