Lögberg


Lögberg - 07.10.1937, Qupperneq 6

Lögberg - 07.10.1937, Qupperneq 6
LÖGrBHRG, FIM'TUDAGINN 7. OKTÓBER 1937 i r> Madame Thérése “Alt það, sem fyrirhugað er, verður að koma fram. Úr því að þessir Republikanar hafa hrynt þessum höfðingjum. af stóli og guðfræðingum þeirra, þá hefir það verið fyr- irhugað írá upphafi vega. Guð hefir fyrir- hugað það. Hvort þessir höfðingjar rétta við, koma í sæti sín aftur, er undir því komið hvort Guð vill það eða ekki. Ef hann vill rétta við hina föllnu og hina dauðu, þá getur hann það og gerir það. En síðastliðið ár þegar eg var að yfirlíta flugnabú mín, þá sá eg alt í einu þessar litlu verur, svo þægar og kátar, ráðast alt í einu á ungu flugurnar, stinga þær og draga þær út úr búunum, svona margar í einu. Nú hefði maður hugsað að þær dræpu ekki fleiri, en það var ekki tilfellið. Þær réðust altaf á fleiri og fleiri þar^til þær höfðu drepið hundruð, tugi hundraða. Þetta virtist voðalegt. En þær voru að hugsa um vistir fyrir veturinn. Þær kunna að setja á vetur. En þetta var auðvitað fyrirhugað af forsjóninni. Eg hugsaði til Republikana. Já, þær komu hvað eftir annað inn í búin eftir fleirum til að drepa. Þetta var fyrirhugað, það hlaut að koma fram . . . það mótti til. ” Rottuveiðarinn hristi höfuðið og Karolos stanzaði á miðju gólfi og hrópaði: “Hvað meinarðu með þessum “mjóu”? Orðið “frelons” stendur fyrir menn, sem þykjast geta hvað sem er, en ekki höfðingj- ana eða guðfræðinga þeirra.” “Eg bið afsökunar, Mr. Riehter, þessir mjóu, rennilegu “frelons” eru letingjarnir, sem ekki nenna að vinna, en leika sér altaf. Þeir gera ekkert gagn; þeir dubla við drotn- inguna og vilja sér sé vel tekið. Og það getur verið að þeir séu beðnir að vinna eitthvað, en það fer altaf þannig á endanum að þeim er hent út. Forsjónin hafði það fyrirhugað. Þetta hefir komið fyrir mörgum þúsund sinn- um og hlýtur að ské á komandi tíð. Býflug- umar þurfa að vinna og vinna hart. Þær gera það. Þær gætu ekki fælt alla þessa let- ingja vfir veturinn. Það er slæmt, það er hrvggilegt; en þegar þær búa til hunangið, þá er það til þess að halda sér við lífið. Þær gætu ekki fætt allan f jöldann. “Þú ert Pakobín munkur!” hrópaði Karolus með þykkju. “Eg er það gagnstæða,” sagði rottuveið- arinn, “eg er borgari að Anstatt, veiðimaður og býflugnameistari. Eg elska landið mitt ekki síður en þú. Eg er reiðubúinn að fórna mér fyrir föðurlandið hvenær sem er; máske fljótari til en þú. En eg má til að viðurkenna að liinir virkilegu letingjar vinna ekki ærlegt handarvik, og að býflugumar eru neyddar til að vinna sjálfar hart. Bg hefi séð það hundr- að sinnum fyrir eitt.” “Ah” hrópaði Karolus Riohter. “Eg geng frá því sem vissu, að þú hefir sömu hugmyndirnar og hann Koffel!” Þá lifnaði litli læknirinn og ‘klastrarinn’ við, sem hingað til hafði þagað, deplaði aug- unum og sagði: “Monsieur Karolus: ef eg er svo hepp- inn að vera sonur eins af þjónum Yeri-Peter eða Salm-Salm og ef eg hefi erft þannig frelsi til að ræða um það, hvort þetta eða hitt er virlíilegt eða bara sjónhverfing, þá vil eg halda að þeir mjóu letingjarnir “frelons” vinni sína vinnu, en að bíflugurnar sjálfar vinni ekki eins hart og þær látast gera. En eg er svona gerður, að eg þykist sjá þörf fyr- ir að allir vinni og að allir lifi; þessvegna þegi eg. Eg held mér saman sem bezt eg get, þó eg sé ekki á sama máli og sá sem talar. Þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, sem menn segja, þá held eg samt sanngjarnt að hver og einn fái sanngjarnlega borgað það sem hann eða hún vinnur fyrir. ” “Kæru vinir,” sagði nú frændi alvar- lega: Verið þið nú ekki að ræða um þessa hluti með svona miklum hávaða. Hafið frið! Frið, frið! Fyrir frið, alheimsfrið, er þörfin mest. Friðurinn gjörir menn hamingju- drjúga og þá kemst alt í tilverunni á sinn rétta stað. Á ófriðartímunum eru allar verri tilfinningar mannsins og hugsanir í uppörf-,' un, og morð, eyðilegging, rán og alt annað' ilt á sér stað. Allir vondir menn óska eftir ófriði; því aðeins í ófriði sýnast þeir vera einhvers virð'i. Þeir eru þá lítið fyrir sjónum vorum. Við aðeins heyrum um þá. En á friðartímum eru þeir einskis virði. Við sjá- um þá ljóslega að hugsanir þeirra, verk og óskir, éru af hinni lægstu og lélegustu tegund. Guð hefir skapað manninn til að lifa í friði við konu sína, börn sín og nágranna sína og til að vinna ráðvandlega. Þessvegna er ó- friður allur til eyðileggingar og í algerðri andstæðu við heilbrigt heimilislíf. Þessvegna eru alheimsstríðin eyðilegging í ótal mynd- um. Nú er klukkan að slá tíu. Við gætum rifist um þetta til morguns, án þess að kom- ast að nokkurri niðurstöðu, sem vit væri í. Eg legg til að við förum í bólið.” Þá stóðu allir á fætur og borgmeistarinn tók sínum tröllslegu fingrum, um stólbríkurn- ar og studdist á sína sterku arma um leið og hann stóð upp segjandi: “Himininn fyrirbyggi að þessir Repub- likanar, Prússar eða Austurríkismenn komi hingað, því þeir hljóta að vera bæði hungrað- ir og þyrstir. Og þar-sem það er miklu við- feldnara að drekka sitt vín sjálfur, en að sjá aðra svelgja j)að í sig. Svo vil eg heldur lesa um þetta í blöðunum óáreittur, heldur en að horfa á það með berum augum. Þetta er það sem eg er að hugsa um.” Með þessum hugsunum í huga slangrað'- ist hann fram að dyrum og hinir fóru á eftir. “Góða nótt,” sagði frændi. “Góða nótt!” sagði veiðimaðurinn og hvarf inn í skuggann úti á strætinu. Dyrnar lokuð'ust og frændi sagði við mig blíðlega: “Komdu, Fritzel, reyndu að sofa vel.” “Sama óska eg þér, frændi!” svaraði eg. Lizbeth og eg fórum upp á loft. Eftir svo sem fimtán mínútur var alveg hljótt í húsinu. II. Eitt miðvikudagskvöld í nóvember 1793, hnoðaði Lisbeth brauðdeig til að baka okkur brauð, ens og hún var vön. E|g vissi að nú myndi hún búa til góðgæti svo sem smábrauð, sætt og mjúkt í munni, og þessar hnattmynd- uðu kökur með rúsínum í, svo eg hélt mig í nágrenninu. Það kom vatn í munninn á mér, er eg hugsaði um hvað þetta yrði gott. Þegar hún var búin að hnoða alt, sem hún ætlaði, gekk hún frá stóru brauðunum eða deigunum, svo að lyfting gæti komist að, lét yfir það dúnsæng; svo opnaði hún stóna svo hún gæti komið brauðinu fyrir sem bezt; ýtti öllu innarlega og lokaði, eftir að hafa lagt valdar spýtur í eldinn svo að skíðlogaði. Síðan gekk hún svo frá inni í stónni að hitinn færi sem minst út, og sagði við mig; “Nú, nú, Fritzel, farðu nú að sofa^ á morgun, þegar þú kemur á fætur, verða ýmsar álitlegar dellu-dömur komnar á borðið, já fleiri tegundir en þú getur hugsað þér.” Við fórum svo upp á loft til herbergja okkar. Frændi var búinn að hrjóta hátt heilan klukkutíma áður en við fórum upp. Eg afklæddi mig og dreymdi um öll þessi ósköp, sem eg átti von á; eg sofnaði ifljótt og vært. Eg var víst búinn að sofa nokkuð lengi, en samt var enn nótt þegar eg vaknaði við einhvern hávaða. Mánaskinið lagði inn um litla gluggann minn. Hávað'inn var svo mik- ill, að svo virtist sem þorpið væri alt í upp- námi. 1 fjarlægðinni, rétt hjá og eins langt og augað eygði, var verið að opna glugga og loka þeim aftur, og fólksfjöldinn tróð um alt á tröð'unum og niðri í forinni á strætunum. Á sama tíma heyrði eg menn fara og koma í okk- ar húsi og purpurarautt Ijós dansaði á glugg- arúðunum mínum. Þið getið því nærri hvað eg varð hræddur. Eftir að hafa hlustað all-lengi læddist eg á fætur og opnaði gluggann. Strætið var fult af fólki og ekki aðeins strætin, heldur líka garðarnir bak við húsin og allir aukastígir í nágrenninu; en það virtist sem mest bæri á vissri tegund manna í einkennisbúningi blá- um, rauðum og grænum, með höfuðdjásnum, hlægilegum og héngu borðar niður á bakið. Þetta voru háir hermenn með sverð á hlið og einhver ósköp um lendarnar, einhver vopn eða verjur. Þeir höfðu hlaðið saman byssum sínum í horni í hlöðunni okkar og sett tvo verði til að vakta þær. Aðrir fóru inn í hús okkar, eins og öll önnur hús í þorpinu. 1 hlöðuhorni blésu þrír reiðhestar. Lengra í burtu hjá kjötsölubúð Sépels, hinum megin á torginu, var verið að steikja kálfsrof, sem hengt var upp á vegginn. Eldurinn, sem kveiktur hafði verið, logaði vel og reis bálið og féll á víxl, því gola lítil var á, og varð bjart alt um kring. Höfuð og herðar skrokksins tóku niður á jörð. Einn af þessum nýkomnu mönnum með uppbrettar ermar á skyrtu sinni, upp fyrir olnboga, var að flá kálfinn. Hann hafði sterklega handleggi, og var nú að rista hann á kviðinn og féllu út og niður innyflin, og runnu þau nú og blóðið með, niður í forina. Þessi maður var eitthvað ægilegur; ber um hálsinn og með óhreint skottið á höfuðdjásn- inu, lafandi, flöktandi í golunni. Mér skildist fljótlega að Republikanar höfðu tekið þorpið óvörum. Þeir höfðu kom- ið fyrstu klukkutímana, sem við sváfum, fyr- ir svo sem tveimur eða þremur klukkutímum, og eg hugsaði til Josephs keisarans og manna hans, sem Karolus Richter talaði um löngum. Frakkar höfðu komið fyrir nokkrum tíma, að minsta kosti fyrir þremur, fjórum tímum, J)ví J>egar eg leit niður og ætlaði að leggja af stað sá eg ]»r já eins klædda og þann sem var að slátra kálfinum með uppbrettar ermar, og voru þeir að taka brauðið út úr ofni okkar. Þeir höfðu fríjað Lisbeth við fyrir- höfnina með brauðið alveg eins og þeir höfðu fríjað Sépel við að slátra kálfinum. Þessir náungar vissu hvað þeir áttu að aðhafast og \Toru ekki feimnir við neitt. Lisbeth sat úti í homi og horfði á ránið. Hún bærði ekki á sér, en sat með hendurnar í kjöltu sinni. Fyrsta hræðsla hennar var af- staðin. Hún sá mig uppi á pallskörinni og kallaði til mín: “Fritzel, komdu niður . .. liann gerir þér ekkert mein, eða þeir.” Eg kom niður af loftinu og þeir héldu á- fram starfi sínu, án þess að líta við mér. Dyrnar út í ganginn til vinstri voru opnar; og eg sá hjá ávaxtasalanum tvo af þessum Republikönum, sem voru að ræna brauði og fleiru í f jórum stöðum. Seinast sá eg til hægri í húsi okkar, því hurðin var í hálfa gátt, frænda Jacob, þar sem hann sat nærri borð- inu. En við borðið sat einn Republikani, skeggjaður á vöngum með stutt, kartöflunef, augnahár löng, eyrun út í loftið ‘frá höfðinu. Þessi maður var hraustlegur og át mikinn. Skottið á höfuðdjásninu var svert eins og mannshandleggur, bleikt að lit, og hékk það niður á mitt bakið. Hann sat í ruggustól frænda og var að rífa í sig svínakjötið okkar góða. Hann hafði sjáanlega afargóða mat- arlyst, því maður sá lítið annað af honum, en brúnu handleggina með matkvísl í annari hendi en hníf í hinni og titring á kjálkunum, er tennur og jaxlar mörðu matinn til melting- ar. Af og til tók hann vínglasið og drakk úr Iþví í einum teig og hélt svo áfram við hangi- kjötið. Einkennismerkin á öxlunum voru blýlit- uð, sverð á hlið í afarsterkri leðurumgerð, og stóð hún alla leið upp á háls að aftan. Stíg- vélin hans voru svo forug, að ekki sá í þau nema efst, það sem var brett niður og var farið að þorna dálítið. Hatturinn lá skamt frá og var hann skreyttur rauðum fjaðra- skúf; fjaðrirnar hreyfðust dálítið í andvara, sem lék inn um opna gluggana í kalda veðr- inu. Varðmaður gekk fram og aftur úti fyrir og studdist við byssu sína. Hann stanzaði af og til og gaf matborðinu hýrt auga. Tyggjundi í óða önn gaf þessi maður sér samt tíma til að tala all-fjörlega og hristist vangaskeggið þá talsvert. “Svo þú ert læknir,” sagði hann við frænda. “Já, Monsieur foringi,” sagði frændi. “Kallaðu mig bara foringja; það er styttra, eða fólks-foringja. Eg er búinn að segja þér að Monsieur er ofaukið, það er al- veg úr móð að viðhafa þennan titil “Mon- sieur” og “Madame.” Við viljum ekkert með slíka titla hafa. En svo við komum aftur að unitalsefninu: Þú hlýtur að vera kunnugur í sveit og umhverfi; læknir úti á landi hlýtur að vera einn fjórða af tímanum á ferðinni út um alt. Hvað er langt til Keiserstantern?” “Hérumbil tuttugu og ein míla, foringi.” “Og til Pirmarsens?” “Hérumbil tuttugu og fjórar.” “Og til Landau?” “Eg held það séu góðar fimtán. ” “Eg held . . . nærri því . . . hérumbil . . . Er það viðtekið úti á landsbygðinni að tala ]>annig ? Það lítur út sem þú hræðist mig. Heyrðu! Þú heldur að vegna þess að þeir hvitklæddu foru hér hjá, að þu verðir að sýna mér sérstaka kurteisi. Þér er óhætt að reka þá flugu úr höfði ]>ér. Hinir frönsku Re- publikanar munu annast þig sem aðra. Hann leit nú sínum gráu augum á frænda og sagði: “rIil velferðar hinum sterk;u, óvinnandi Republikönum! ” 0g hann veifaði glasinu, sem hann ætlaði að setja á munn sér; þeir liringdu glösum, frændi náfölur. “A-ha,” byrjaði hinn aftur; “hafið þið virkilega ekki séð austurríkismenn fara hér hjá?” “Nei, foringi, ” sagði frændi. Eirtu alveg viss um það? Við skulum sjá. Horfð'u beint í augu mér.” “Eig hefi engan þeirra séð.” “Er það mögulegt að þú hafir ekki farið til Rélthal þessa síðustu daga?” Frændi hafði verið að Rélthal fyrir þremur dögum og hélt að einhver í þorpinu hefði sagt foringjanum frá því og svaraði: “Jú, foringi.” “A’ha! Voru ekki Austurríkismenn þar?” “Nei,” sagði frændi. Lýðveldissinninn tæmdi glasið og gaut miður vinalegu hornauga til frænda. Síðan rétti hann út handlegginn og tók um úlflið- inn á honum einkennilegur á svipinn. “Þú segir nei,” sagði hann. “Já, foringi.” “Jæja, þú lýgur,” sagði foringinn. 1 lægri nótum bætti hann við: “Við reiðum okkur ekki á ykkur hérna, en við skjótum stundum þá, sem ljúga að okkur. ’ ’ Frændi varð ennþá fölari en hann liafði áður verið. Samt sem áður sagði hann í á- kveðnum róm og bar höfuðið hátt: ‘ ‘ Foringi, eg segi þér eins og er og legg þar við drengskap minn, að eg sá enga Aust- urríkismenn að Réltlial fyrir þremur dögum.” “Og eg veit betur,” sagði lýðveldissinn- inn með litlu, gráu, tindrandi augun undir augabrúnunum. “Eg segi þeir voru þar. Er þér ljóst hvað eg er að segja?” Nú varð þögn. Þeir, sem höfðu verið í eldhúsinu komu nú aftur, Svipur foringjans sýndi að hanp var ekki ánægður. Eg fór að gráta; eg kom meira að segja inn í salinn til að hjálpa frænda og stóð fyrir aftan liann. Foringinn virti okkur fyrir sér báða, og hniklaði býrn- ar. Hann hikaði við og til að geta betur hugsað sig um hvað gera skyldi, fór hann nú að rífa í sig, það sem eftir var af svíninu okkar, sem hann hafði verið að eta. Lisbeth snökti liástöfum úti fyrir. “Foringi, ” sagð'i nú frændi ákveðinn, “þú hefir ef til vill ekki tekið með í reikning- inn að það eru tvö Rélthal, annað að Keiser- lantern, hitt að Zneich, níu mílur frá Landau. Þessir Austurríkismenn hafa ef til vill verið þar; en hinum megin voru þeir ekki á mið- vikudagskvöld. “Það,” sagði foringinn á bjagaðri Lor- raine-þýzku, og brosti háðslega, “það er hreint ekki svo galið hjá þér, en við sem eig- um heima milli Bitche og Sarregue-Mines, vitum betur en þið; að minsta kosti, ef þú sannar mér ekki fyrir víst, fullkomlega, að til séu tvö þorp með nafninu Rélthal, þá læt eg þig vita að það er skylda mín að taka þig fastan og draga þig fyrir herrétt.” Heyrið þér, foringi, sönnunin fyrir því að til séu tvö þorp með því nafni, er sú, að bæði þorpin sjást úr sumum stöðum í sveitinni.” Hann benti foringjanum á gamla kortið okkar á veggnum, sem var uppdráttur af ná- grenninu öllu. Foringinn sneri sér í ruggustólnum og leit á kortið:. ‘ ‘ Ó, það er kort af landinu nærliggjandi; látum okkur skoða það. Frændi tók kortið niður og breiddi það út á borðinu, svo hann gæti séð bæði þorpin. “Það er rétt,” sagði foringinn. “Gott!” Alt sem eg er eftir er að sjá það rétta og vita rétt.” Hann hallaði sér fram yfir borð'ið með báða olnbogana á borðið og höfuðið milli handanna og horfði út í bláinn, og þó meira á kortið. “Heyrðu!” sagði hann; “hvaðan kom þetta kort?” “Faðir minn dróg upp þetta kort. Það . er teiknað samkvæmt rúmmálsfræðinni. ” Foringinn brosti. “Já, sagði hann. Þarna eru skógarnir, ámar, vegimir. Alt er merkt. Þetta er ágætt. Eg kannast við þetta og þetta. Við höfum farið þarna um. Það er gott! Það er ágætt! ” Og hann settist upp. “Þú þarft ekkert að nota þetta kort, þú sem ert læknir úti á landsbygð; en eg þarfnast ])ess. Eg tek það í þarfir lýðveldisins. Eg bið afsökunar. Eg hafði þig fyrir rangri sök. Við skulum drekka eitt glas til sátta og sam- lætis.” Þið getið hugsað ykkur hvað Lisbeth var tindilfætt niður í kjallarann eftir einni flösku enn. Frændi var nú búinn að jafna sig og hræðslan var horfin. Foringinn hafði augun oft á mér og sagði við frænda. “Er þetta drengur sem þú átt?” “Nei,” svara’ði frændi. “Hann er bróð- ursouur minn.” “Svolítill fjörkálfur og vel bygður,” sagði foringinn, þegar eg sá hann koma þér til hjálpar, þótti mér vænt um. Komdu hérna nær ’ ’ sagði hann og rétti liandlegginn í áttina til mín. Hann strauk hendinni gegnum hárið á mér og sagði dálítið harkalega, en þó í góðu: “Þú skalt ala þennan dreng upp í sam- ræmi við rétt og jöfnuð, sem mannfélagið á að viðurkenna. Það er bræðralag og bræðra- þel og jafnrétti í hverju sem er, sem við krefjumst hvar sem er. 1 staðinn fyrir að vakta kýr, gæti hann orðið foringi, ekki síður en sá næsti. Allar dyr em opnar fyrir ungl- ingum eins og honum. Alit er að breytast og menn vinna sér til frægðar og möguleikarnir eru miklir. Hugrökku mennirnir 'vinna alt. Tækifærin eru mörg, ef ungi maðurinn er vel undirbúinn og hugaður. Eg, eins og þú sérð mig, er sonur járnsmiðsins Sarregueminis. Ef það væri ekki fyrir lýðveldið væri eg enn við aflinn. Okkar hái snælduhalamjói jarl hefði orðið fið ómerkilegum erni og eg að asna, ef guð hefði ráðið lofum o glögum; en hamingjunni sé lof, með hjálp lýðveldisins hefir þessu öllu verið snúið við og eg er það sem þú sérð, eða þó öllu heldur með hjálp upp- reisnarinnar miklu er nú þetta öiíruvísi og alt komið á rétta leið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.