Lögberg - 07.10.1937, Side 8

Lögberg - 07.10.1937, Side 8
8 LÖGrBElRGr, FIMTTJDAGINN 7. OKTÓBER 1937 Það hressir ykkur fljótt Úr borg og bygð HeimilisiSnaðarfélagiÖ h e 1 d u r næsta fund á miövikudagskvöldiö 13. október, aÖ heimili Mrs. Finnur Johnson, Ste. 14 Thelmo Mansions, Burnell St. Fundurinn byrjar kl. 8. Mr. Halvdan Thorlakson, starfs- maður Hudsons Bay verzlunarinnar hér í borginni, fór suÖur til Moun- tain, N. Dak., um miÖja fyrri viku og dvaldi þar fram um helgina. Séra' N. Stgr. Thorlaksson. kom til borgarinnar sunnan frá Moun- tain, N. Dak., um síðustu helgi, á- samt frú sinni. Munu þau dvelj- ast hér um nokkurn tíma. Dr. Ingimundson verÖur staddur í Riverton á þriÖjudaginn þann 12. þ. m. Mr. John Thordarson óðalsbóndi frá Langruth, Man., var staddur i borginni um miðja fyrri viku; kom hann hingað með vagnhlass af slát- urgripum. Mr. Bjarni Pétursson og Mr. og Mrs. Sigurður Pétursson frá Hall- son, N. Dak., komu til borgarinnar á fimtudaginn í vikunni sem leið, og dvöldu hér fram á sunnudag. Miss Dorothy Melsted, dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. W. Melsted, sem dvalið hefir hjá foreldrum sín- um síðan þann 20. september, s. 1., lagði af stað austur til Ottawa, þar sem hún hefir ágæta stjórnarstöðu, á laugardaginn var. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur fund í samkomusal kirkjunnar á föstudaginn þann 7. þ. m. kl. 3 síðdegis. Mr. og Mrs. Finnbogi Hjálmars- son frá Winnipegosis eru nýkomin til borgarinnar og dvelja hér í vetur. Þau systkinin, Mr. Kristján Geir frá Eyford, N. Dak., og Miss Lauga Geir frá Grand Forks, komu til borgarinnar um helgina og fóru norður til Gimli til þess að vera við útför frænda síns, Elíasar Jóhanns- sonar, sem þar fór fram á mánudag- inn. Bridge & Whist Drive til arðs fyrir sjúkrasjóð St. Heklu No. 33, I.O.G.T. þann 4. nóv. n. k. Nánar auglýst síðar. Jóns Sigurðssonar félagið er að hafa Silver Tea og Home Cooking Sale laugardaginn 9. október, kl. 2.30 til 5.30 e. h. í T. Eaton As- sembly Hall á 7. gólfi í búðinni. Óskað er að allir vinir félagsins skoði þetta sem boðsbréf, því ó- mögulegt er að ná til þeirra allra. Séra Jóhann Bjarnason og fjöl- skylda hans hafa flutt burt úr Ste. 14 Glenora Apts, Toronto St., þar sem bústaður þeirra hefir verið nokkuð á annað ái;. Utanáskrift þeirra 'er nú 543 Greenwood Place, rétt fyrir sunnan Portage Ave., að austanverðu í strætinu. Eftir þessu eru vinafólk þeirra og vanda- menn beðnir að taka og festa í minni. Sími þeirra hefir enn ekki verið fluttur, en til þeirra má ná, ef á liggur, í gegnum talsíma 73 106, sem er í næstu íbúð í sömu byggingu. Fyrsta blaðið af fjórða árgangi af Ungmennablaðinu “Baldursbrá” kemur út þessa viku. Eru þeir sem ætla að gerast áskrifendur beðnir að koma gjöldum sínum sem fyrst til skila. Sendist þau til B. E. Johnson, 1016 Etominion St., Winnipeg. Einnig verður tekið á móti gjöldum á skrifstofu Lögbergs. Bráðlega verða til 3 árgangar af “Baldursbrá” innbundnir í eina bók og verður hún send póstfrítt hvert sem er fyrir $1.50. Gjafir til Betel í September 1937 Mr. G. W. Arnason, Gimli, Man., 24 boxes Raspberries; Mr. H. W. Vivatson, Svold, N. D., $1.00; Mrs. Kr. Samuelson, Gardar, N. D., $2.00; Vinkona, Mountain, N. D., $3.00; Dr. B. J. Brandson, box of apples; Gudmund Peterson, 2903— i4th Ave. S., Minneapolis, Minn., $5.00; Friðrik Hanson, 467 Jessie Ave., Winnipeg, $5.00; Kvenfélag Herðubreiðar safnaðar, Langruth, Man., $25.00. . Innilega þakkað fyrir hönd stjórn- arnefndarinnar, /. /. Swanson, féhirðir. 601 Paris Blgd., Wpg. -------- I Almennan skemtifund heldur G. T. stúkan “Skuld” á þriðjudags- kveldið 12. október. Ræðumenn: Dr. S. J. Johannesson og séra Rún- ólfur Marteinsson. Byrjar kb 8.30 e. h. Allir velkomnir. All Canadian ViSlory for Pupils of DOMINION BUSINESS GOLLEGE AT TORONTO EXHIBITION Pupils oí' the Dominion Business Oollege, Winnipeg, were awarded first place in böth Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Mlss GWYNETH BELYEA won tirst place and silver cup for hÍKhest speed in open school championship with net speed of 92 words a mínute. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Section of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second plac-e for accuracy in the Novice Division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. pupil, came fourth in the Open School Championship Section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Etominiod Business College, Winnipeg, had the best showing of any commercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROLL NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG THE MALL Four Schools: ST. JAMES ELMWOOD ST. JOHNS Messuboð Þakkargerðar guðsþjónustur verða fluttar í Fyrstu lútersku kirkju, ensk messa kl. 11 f. h., íslenzk messa kl. 7 e. h. Hvorartveggju guðsþjónust- urnar hátíðar-guðsþjónustur. VATNABYGÐIR Föstudaginn 8. okt., kh 7.30 — söngæfing. Sunnudaginn 10. okt., kh 2 e. h.— messa i Mozart. Söngflokkur kirkjunnar í Wyn- yard mun koma með prestinum í heimsókn til Mozart og syngja við messuna. Séra N. Stgr. Thorláksson pré- dikar í kirkju Selkirk safnaðar á sunnudagskveldið þann 10. þ. m., kl. 7. Á sunnudaginn 10. október mess- ar séra Haraldur Sigmar í Brown, Man., kl. 2 e. h. Þakkarskyldunnar sérstaklega minst. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudaga: 10. október—Mikley, kl. 2 e. h. 17. október— Betel, á venjulegum tíma. Gimli, íslenzk messa, kh 7 e. h. 24. október— Betel, á venjulegum tíma. Víðines, kl. 2 e. h. Gimli, ensk messa, kl. 7 e. h. 31. október— Betel, á venjulegum tíma. Árnes, kl. 2 e. h. Gimli, íslenzk messa, kl. 7 e. h. Sunnudagsskóli Gimli safnaðar, kl. 1.30 e. h. B. A. Bjarnason Hjónavígslur Nýlega voru gefin saman í hjóna- band að Mountain, N. E>ak., þau Miss Margaret Steinólfson og Mr. Jack Thorfinnsson. Hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúðar- innar, þeirra Mr. og -Mrs. S. F. Steinólfson. Séra Haraldur Sigmar gifti. Haukur Thorkelson frá Ashern, og Frances Googetle frá Beausejour, voru gefin saman í hjónaband i Fyrstu lútersku kirkju 30. sept. Séra Björn B. Jónsson framkvæmdi at- höfnina. PELISSIERS Country Club Beer PELISSIER S BREWERY LIMITED MULVEY and OSBORNE STS. WINNIPEG Phone 96 361 i V Ferming fór fram í Víðinessöfn- uði, þ. 26. sept. s.E Nöfn barnanna eru: Sigfríður Violet Bergman Agnes Guðlaug Guttormson. Sunnudaginn þ. 3 okt. var ferrnt í Árnessöfnuði. Nöfn barnanna: Jón Thorkelson Guðrún Metta Thorkelson Hólmfríður Jakobína Sigurást Stefánson Margrite Emily Magnússon Stefán Iæifur Sigurdson. Séra Bjarni A. Bjarnason fermdi báða hópana. VEITIÐ ATHYGLI! Þær Mrs. Betty Sigurdson og Miss Alice Benson, hafa opnað nýja og fullkomna snyrtistofu “Rainbow Beauty Parlor,” að 309 Boyd Bldg., hér í borginni, Edmonton og Port- age. Báðar eru þessar stallsystur vel að sér í þessari grein, og geta konur og stúlkur þarafleiðandi reitt sig á fyrsta flokks afgreiðslu. Mrs. Sigurdson er ættuð frá Ár- borg, en Miss Benson frá Gimli. Vænta þær góðra viðskifta úr Nýja Islandi engu síður en Winnipeg. Símanúmer þessarar nýju vinnu- stofu er 22 188. Mr. Guðmundur S. Grímsson, héraðsdómari frá Rugby, N. Dak., kom til borgarinnar á mánudaginn, ásamt frú sinni. Brugðu þau sér norður til Gimli, til þess að heilsa upp á bróður dómarans, Grím S. Grímsson, sem heima á að BeteE Prestahöfðinginn séra Hans B. Thorgrimsen frá Minneapolis, Minn., kom til borgarinnar á þriðju- daginn, til þess að vera viðstaddur útför Dr. Ólafs Björnssonar. Þakklæti viljum við undirrituð votta öllum, sem sýndu okkur vinar- hug og samúð við fráfall elskulegu litlu dóttur okkar, Sigrúnar Kristín- ar, sem andaðist 29. september s.l.; einnig fyrir öll fögru blómin, sem send voru við útfararathöfnina. Asgeir Guðjohnsen. Sif Guðjohnsen. Mannalát Elías Geir Jóhannson (Elli), vöruflutningamaður á Gimli, andað ist í Winnipeg General Hospital þ. 29. september, eftir stutta sjúkdóms- legu. Hann var fæddur þ. 15. apríl 1875, á Snorrastöðum í Stranda- sýslu, sonur hjónanna Jóhanns Geirs Jóhannssonar og Margrétar Jóns- dóttur Kernested. Hann ólst upp hjá Elíasi Jónssyni Kernested og Ólöfu Þorsteinsdóttur og kom með þessum fósturforeldrum sínum til þessa lands árið 1884. Kona Elíasar heitins var Vilborg Ámundadóttir; hún dó árið 1911. Þau hjón áttu eina dóttur, Ámundínu Elinborg, en Þakkarhátíð Undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í fundarsal kirkjunnar, (Victor St.,) á mánudagskveldið 11. október. Sezt verður að máltíð (Turkey Dinner) kl. 6:30 e. h. og að því búnu fer fram eftirfylgjandi skemtiskrá: O Canada Piano Solo...'....................Allan Halldorson Tenor Solo— (a) Love Sends Me a Little Gift of Roses, by Leslie Cooke (b) When My Dream Boat Comes Home, by Cliff. Friend .........................Mr. E. S. Johnson Ladies’ Chorus—Lift Thine Eyes. Address........................Mr. G. S. Thorvaldson Soprano Solo—Thank God for a Garden, by Teresa Del Rigo ..........................Mrs. Grace Johnson Ladies’ Chorus—Brahm’s Lullaby. National Anthems. Aðgangur 35C Byrjar kl. 6:30 e. h. 25 oz. $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengisgerð í Canada Thls advertisement is not inserted by the Oovernment Liquor Control Commission. The Jommission ts not responsible for statements made as to_th^ ^uality^of^products^advertlsed^ hún andaðist vorið 1935. Hálfsyst- kini Elíasar sál. eru Kristján Geir, búsettur í nánd við Mountain, N.D. og Geirlaug Geir, áður kennari á Jóns Bjarnasinar skóla, en nú við rikisháskólann i Grand Forks, N.D., Jarðarför Ella heitins fór fram á mánudaginn þ. 4. október frá lút- ersku kirkjunni á Gimli. Afarmikið fjölmenni var þar viðstatt, því hinn látni var einkar vinsæll maður. Séra B. A. Bjarnason og séra Sigurður Ólafsson jarðsungu. Tveir mætir og mikilsmetnir menn úr frumbyggjahópi íslenzka land- námsins í North Dakota, létust í vik- unni sem leið. Voru það þeir Thor. lákur Björnsson, bóndi við HenseE bróðir Símonar Dalaskálds, 85 ára að aldri, og Stefán M. Breiðfjörð kaupmaður að Garðar, 65 ára. Sá fyrnefndi hafði búið rausnarbúi á sömu bújörðinni þar syðra í 50 ár, en hinn sðarnefndi rekið verzlun með miklum dugnaði og fyrirhyggju í því nær f jörutíu og fimm á'r. Ættatölur fyrir Islendinga semur: GUNNAR ÞORSTEINSSON P. O. Box 608 Reykjavík, Iceland PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY Goodman Drugs COR. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver HÚSGÖGN STOPPUÐ Legubekkir og stólar endurbætt- ir of fóöraSir. Mjög sanngjarnt veró. ökeypis kostnaóaráætlun. GEO. R. MUTTON 546 ELLICE AVE. Sími 37 716 Bflar stoppaðir og fóðraóír Þér getið aukið við núverandi tekjur Umboðsmenn óskast til þess að selja legsteina. Hundruð af þeim seld I bygðarlagi yðar. Við leggjum til sýnishorn og segjum fyrir um söluaðferðir. Skrifið eftir upplýsingum til 695 Sargent Ave., Winnipeg. Thorlakson & Baldwin 699 SARGENT AVENUE ipt a Liberal Allowance (DícS ^lA/atcK Tiade It in foi a New PRESIDENT ... 81 lawels, eurved lo 81 ihe wrtu. le ihe eolor ond choni of yellow ootd. tASY CREDIT TERMS NO EXTRA CHAROS The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watchee Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellera 699 SARGENT AVE„ WPG. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stórum. Hvergi sanngjarnara rerO. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slml 15 909 Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Skuluð þér ávalt kalla upp SARQENT TAXI FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.