Lögberg


Lögberg - 11.11.1937, Qupperneq 2

Lögberg - 11.11.1937, Qupperneq 2
2 .LÖGBEUJG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBEB, 1937 Hvernig á að lesa fornsögurnar? Eftir dr. Einar Ól. Sveinsson. Erindi það, sem hér fer á eftir, var flutt á námskeiði, semi Xorræna félagið hélt vorið 1936 í Reykholti og á Laugarvatni fyrir stúdenta af Norðurlönd- um, en síðan var það birt í Nordisk tidskrift för vetenskap, konst och industri. Morgun- blaðið hefir óskað að flytja það lesendum sinunt, og hefi eg þvi snarað því á íslenzku og lagað það lítils háttar fyrir islenzka lesendur. Það er ekki laust við, að því fylgi nokkurt hagræði að tala fyrir lærð- um áheyrendum. T. d. eins og í þetta sinn. Hér þarf ekkert að hugsa um það, á hvaða tungumáli eigi að lesa íslenzku fornsögurnar, því að tilheyrendur mínir lesa þær auðvitað á frummálinu, íslenzku. Þetta kemur sér vel fyrir ræðu- manninn, því að ella hefði hann komist i þann vanda, að eiga að gefa ráð um það, hvaða'þýðingar sé bezt að nota. En það hefði reynst erfitt. Einu sinni í fyrndinni bar eg saman við frumritin nokkrar af þýðing- um N. M. Petersens, og síðan hefi eg forðast þýðingar þessara bók- menta eins og heitan eldinn. Nú er það ekki ætlun mín að fara hér að tala illa um þennan ágæta mann, sem unni svo heitt máli og bókmetjtum norrænna þjóða og vann svo mikið fyrir þær, til þess er enn minni á- stæða, þar sem nýlega hafa verið miklar umræður um þýðingar hans og þær untræður ollu því, að menn hófu útgáfu af nýrri danskri þýð- ingu sagnanna og fóru þá eftir öðr- um meginreglum en hann hafði gert. Þetta var í Danmörku, en hjá öðrum þjóðum hafa sömu vandamálin gert vart við sig, hvort sem menn hafa rætt þau opinberlega eða ekki. Á þýðingunum, einkennum þeirra og stefnu, má gjörla sjá áhrif þau, seni' sögurnar hafa haft á menn, sem fengið hafa mætur á þeirn: þannig hafa sögurnar, andi þeirra og ein- kenni speglast í hugum þessara manna. Eg er viss um, að þegar rætt er um það, hvernig eigi að lesa þessi rit, getur verið haganlegt að líta á þessa ósviknu vitnisburði um það, hvernig síðari tíma rnenn frá öðrum þjóðurn hafa lesið þau. Þegar við lesum sumar eldri þýð- ingar (og reyndar líka sumar þær yngri) skilst okkur, að saguastíllinn hljóti að vera þunglamalegur, óeðli- legur, málið fymt. Frummálið sýn- ir, að þetta er alt öðruvísi. Að hann sé þunglamalegur er mikið til í- myndun, að hann sé ónáttúrlegur er fullkominn misskilningur. En það er hægt að benda á ýmislegt, sem á þátt í þessari skoðun. í fyrsta lagi hve frásögnin er oft fámál, saman- þjöppuð, kjarnyrt; þetta eru eigin- leikar, sent eiga sér djúpar rætur með norrænumi þjóðum, ekki sízt sveitafólki. Það er eins og í orð- unum felist sprengiefni, og slíkt getur verið þýðandanum erfitt. í öðru lagi er islenzka mikið beyg- ingamál, og mönnum, sem frá blautu barnsbeini hafa talað mál með litlum beyingarendingum, munu þykja beygingamálin þung i togi. Islenzkt skáld, sem dvaldist um tíma þar sem iatina var töluð, sagði einu sinni við mig: “Við íslendingar tölum latínu.” Það er rneira en lítið satt í þessurn orðurn. — Misskilningur margra út- lendinga á stíl fornsagnanna stafar þó að töluverðu leyti af því, að þýð- endur hafa oft verið að kalla tjóðr- aðir við orðalag frummálsins, án þess þeir hafi gætt að, hvort orða- lagið hefði santa blæ i báðum mál- um. Sem dæmi má nefna hinn mikla breytileik i orðaröð, sem sögu- ritarinn gat beitt, þegar hann vildi breyta um hraða eða styrk eða litblæ, svo sem röð frumlags og umsagnar (hann gekk þá inn — gekk hann þá inn o. þ. h.), setning orðs á ákveð- inn stað til áherzlu o. s. frv. Snorri lætur Hrólf kraka segja við Aðils: “Svínbeygt hefi ek nú þann, er rík- astr er með Svíum”; og einhvern veginn. veitir það, að orðið svínbeygt er sett fremst, fyrirlitningu Hrólfs margfalt afl: setningin er eins og svipuhögg. Þegar stendur: “Engi var hann jafnaðarmaðr,” með þunga á fyrsta og síðasta orði, þá er setn- ingin vitanlega miklu áherzlumeiri en ef sagt væri: “Hann var eng) jafnaðarmaðr.” Yfirleitt ber mikið á því, að orðstef byrji á þungri á- herzlu, þetta veitir stílnum einkenni- legan svip. Samtöl með þessum hætti ntinna mig á orðskviðinn: “Önd- verðir skulu ernir klóast.” En þeg- ar Snorri skrifar umi deilurnar á Uppsalaþingi: “Þá stóð upp Þor- gnýr” — með frumlagið aftast í setningunni, þá speglast i þessu orðalagi hin langa bið: menn höfðu allan tímann verið að bíða eftir þessu, að Þorgnýr tæki til máls. Þessu líkar setningar eru ekki að- eins torveldar þýðandanum, heldur einnig hættulegar, þær freista hans að stæla orðalag frumritsins, og þýðingin getur orðið óþolandi til- gerðarleg. Það mætti nefna mörg önnur at- riði í stíl sagnanna, sem reynast þýð- endum erfið ýiðfangs, t. d. lög- fræðilegir forntálar, orð og orðtæki úr hinu forna hermannamáli, svo sem víg, vega, bani, sem einhvern veginn eru lýst upp af karlmensku- hugsjónum þeirra tíma. Alt þetta fer vel og liðlega í frumritunum, þó að það verði vanalega stirt og ó- kunnuglegt í þýðingum, oft með bókmálsblæ. Eða tökum einhverja ættartölu: í lestri eru þær eins og rennandi vatn. Þegar ættir eru rakt- ar í Njálu er í því bæði viðhöfn og fimi: “Hallr hét maðr, er kallaðr var Síðu-Hallr. Hann var Þorsteins- son, Böðvarssonar. Móðir Halls hét Þórdis ok var Özurardóttir, Hróð- laugssonar, Rögnvaldssonar jarls á Mæri, Éysteinssonar glumru. Hallr átti Jóreiði Þiðrandadóttur hins spaka, Ketilssonar þryms, Þórisson- ar þiðranda ór Veradal.” Z Verzlunarmentun j Oumflýanleg nú á tímum! o Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum 2 sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun biátt áfram ö óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- H skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu ° við skrifstofu- og verzlunarstörf. 0 UNGIR IULTAR og UNGA_R STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verziunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGBNT, WINNIPBG Þetta leika þýðendurnir ekki eftir, sem ekki er von, ættartölur eru ógn óásjálegar hjá þeim. Efni, sem sízt af öllu getur talist listrænt, jafnvel það sætir slíkri meðferð, að það verður lipurt í framsögn. Sögustíllinn á rætur að rekja til munnlegrar frásagnar, og eftir að fornsögurnar voru orðnar bókmentir, voru þær þó ætlaðar til upplesturs, fratnsagnar, á líkan hátt og rit í óbundnu máli á grísku eðá latínu. Þetta er vert að hafa í huga, list þeirra. Megineinkenni sögustílsins er það, að hann er eðlilegur, einfaldur. En við það blandast karlmannleg hóf- semi, hvort sem undir hinu slétta yfirborði býr róleg ánægja af því að segja frá eða ólgandi ástriða. í sögustilnum býr óbeit á öllu óhóf- legu, íburðarmiklu, líka á tilfinn- ingasemi, viðkvæmnishneigð. Þetta er sofrosyne fornsagnanna. Þær sýna óbeit á samblöndun bundins í máls og óbundins. Forníslenzkur kveðskapur var oftast fullur af orð- ( skrauti og flúri dýrra hátta, en ó- j btindna mátið átti að vera óbundið j ír.ál. Nú á tímum er vant að blanda 1 óbundna málið með lýrik og skáld- j legum orðatiltækjum, það hefði höf- j undum fornsagnanna að líkindum j þótt tilgerðarlegt og óeðlilegt. Þeir I hneigjast ennfremur að því, sem er | sammannlegt, á alstaðar við, forðast j það sent er hlálegt, klúrt, skrílslegt I —eða það sem er kunnugum bezt að bjóða. Þegar Grundtvig blandar þýðingu sína af Heimskringlu með j almúgalegri kýmni, hefði Snorra ! þótt maðurinn furðu ósiðaður. 1 1 fornsögunum birtist óendanleg ást á ! skýrleik og heiðrikju, þær hafa mik- ið af eðli dagsljóssins. Þær minna á íslenzku f jöllin með sínum skörpu dráttum, með skóglausum hlíðum, nöktum hömrum og gljúfrum, á loftið, hið óendanlega heiða loft á björtum, íslenzkum sumardegi. Þetta er rnynd — og kannske líka fyrirmynd — eins eðlisþáttarins í íslenzkum sögum. En ef fjöllin eru athuguð betur, tökum við ef til vill eftir öðru, sem vel má hafa í huga, þegar um þetta efni er rætt. Horfið á fjöllin, horf- ið aftur á þau eftir klukkustund, og þau eru orðin öll önnur. Litblær- ^ inn er breyttur. Við höfum aldrei séð þau svona áður, og immurn j aldrei sjá þau svona aftur. Það kann að þykja fjarstæða: í máli fornsagnanna er líka eitthvað breyti- legt, orðin hafa allskonar litblæ eftir því, hvernig á stendur. Þessi orð, sem virtust fyrst svo þunglamaleg og nakin og dauð, reynast vera gædd kynlegu lífi. Þegar við sökkvunt okkur ofan í þessa einföldu og stilli- legu frásögn, förum við brátt að eygja gletnina í augum sögumanns- ins eða alvöru hans og sorg, finnum, hve sárt hann tekur það, sem hann er að segja frá, veitum þvi athygli, nteð hve mikilli nærfærni hann hag- ar orðum sínum. Og smám saman skilst, að sögurnar eru hver annari ólíkar, með margvíslegum skaps- munum og frásagnarlist. Hingað til höfum við fyrst og fremst beitt athyglinni að stílnum, þar sem andi fornsagnanna birtist þar í rikum mæli. Hugsum okkur að við höldumi lestrinum áfram. Við höfum nú þegar lagt svo mikinn hug á list sagnanna, að við förum úr þessu ekki að hafa textann fyrir ■ lopa til að spinna úr samanburðar- málfræði eða hljóðfræði, til þess eru þessi rit of góð, enda eru til aðrir textar miklu betur fallnir til þess, eins og t. d. hinar svokölluðu “helgu þýðingar,” sem eru sumar hverjar eldri en sögurnar og merkilegar að máli til, eða þá dróttkvæði. Hitt er annað, að sjálfsagt er að þiggja með þökkum alla þá hjálp, sem: mál- visindjn geta veitt til að skilja betur sögurnar. En fornritin snerta aðrar visinda- greinar, og hér er margs að gæta. Hér eigum við að læra af þessum bókmentum, sýna í lestri þeirra sama hæfileikann til að sjá framan í veru- leikann og þau, Við megum ekki láta alt lenda í skemtilegum dagdraumum um anda þeirra og fagurfræði, held- ur verðum við líka að huga að efn- inu, sagnfræðinni og öðru, sem að vísindum lýtur. Um leið þarf að átta sig á uppruna og þróun þessara STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar skerpir matarlyst, hressir upp á inelt- ingarfæri, stuðlar að væruin svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna ú meðal I 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst í öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUC4A- TONE, þvf fá meðöl bera slíkan árang. ur. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. bókmenta. Sannindi og skáldskapur í sögunum er vandasamt efni og miklu minna rannsakað en ætla mætti. Mannfræði og ættvísi á jafn- vel ekki að leiða alveg hjá sér. Ef til vill er enn ástæða að nefna stað- fræðina: í fornsögunum eru stað- irnir, þar sem þær gerast, tilgreindir nákvæmlega, og til að hafa fult gagn af lestrinum, verður að gefa þessu efni gætur. Það er ómetanlegt, að hafa séð staðina með eigin augum, og ástæða til að hvetja menn að fá íljarnar til hjálpar við lesturinn. Ef þess er ekki kostur, má hafa mikið gagn af nákvæmu korti og góðurn Ijósmyndum. Með þessu móti verð- ur lesandinn að áhorfanda. Stund- urn má fá alveg nýjan skilning á sögu með því að sjá staðina. Mað- ur, sem farið hefir um Helgafells- sveit, skilur á augabragði, að Snorri goði og Arnkell hlutu að berast á banaspjót; það var ekki rúm fyrir tvo goða, og deilan var eðlisnauðsyn. Þegar á sögurnar er litið með sagnfræðings augum, reynist hver sagan annari ólík, hver með sín vandamál og með allskonar sam- blöndun sanninda og skáldskapar. . . Þannig þyrpast vísindalegu við- ‘fangsefnin í kringum lesandann, sagnfræðileg, staðfræðileg, lög- fræðileg . . . hjá þeim verður ekki komist, því að það sem um þessi rit hefir verið skrifað, er fult af slíku. En eg skal í þetta sinn ekki tefja lengur við þau, við þurfum enn að hyggja að mörgu. í fornsögunum er bæði stórt og merkilegt myndasafn af mannfólki, sem vert er að kynnast, og náin kynni af því fæst ekki, nema menn kúnni vel þá list að lesa þessi rit, hafi skilnig á listaraðferðum þeirra og anda. Hér er nú fyrst þess að gæta, að sögurnar krefjast mikils, heimta sívakandi athygli og glöggan skilning af lesanda eða áheyranda, og ganga að þessu vísu. Söguritar- inn hefir, alveg eins og leikritaskáld- ið, óbeit á að skýra það sem gerist: ef einhver skilur ekki, hvað urn er að vera, þá hann um það. En hinn hóf- sami sögumaður býst líka við hóf- semi, nærfærni af lesandanum: þeg- ar lesandinn endurskapar í hug sér þann heim, semi sagt er frá í sögunni, á hann að stilla sig um að ýkja og færa úr lagi, stilla sig um að skálda inn í. Til skýringar þessu skal eg nefna dæmi. Norska skáldið Hans Kinck, sem hafði rnikla ást á fornsögunum. skrifaði einu. sinni grein sem heitir: “Et par ting om ættesagaen, skikk- elser, den ikke forstod”; sú grein er full af leiftrandi ritsnild og djúpri innsæi. En hér vantar jafnvægi sögumannsins. Kinck hefir ekki hinn algáða hug hans, ekki heildar- sýn hans. Kinck yrkir til viðbótar, ntiklar sumt fyrir sér, en smækkar annað, lætur hrífast af augnabliks- skapbrigðum. til að feila einhliða dóma, gerist sækjandi og verjandi. í vörn sinni fyrir Hallgerði í Njáls sögu skrifar hann um Bergþóru, að hún hafi verið “en kluntet stabburs- kjærring av skinsykt og brusk væsen” — setningin er óþýðanleg, en meiningin er eitthvað á þessa leið: klunnalegt skemmuskass, af- brýðissöm og hranaleg. Hlálegur skilningur á persónu, sem er jafn skýr og auðráðin og Bergþóra, dóm- ur, sem vekur í huga manns nokkra efablendni um raunsæi nítjándu ald- ar. Sagan gleymir sannarlega ekki göllum Bergþóru, það er meira að segja sagt frá þeim með nokkurri kýmni ,en þar fyrir gleymist höf- undinum aldrei, að hún er mikil kona. Sú Bergþóra, sem gengur inn í eldinn á Bergþórshvoli til að fylgja Njáli í dauðann, með heiðri ró og látlausri vissu, eins og þétta væri sjálfsagður hlutur, hún er gædd þeim innra mikilleik, sem ekki dylst þó að ytra borðið sé stundum hrjúft. Það er ef til vill ómaksins vert að athuga, hvaða aðferðir sögumaður- inn hefir til að lýsa persónunum: þær eru mjög sama eðlis og list leik- ritaskáldsins. Höfundurinn dylst sjálfur bak við frásögnina, gefur engar skýringar,"dæmir ekki sjálfur. Ct af þessu er aðeins brugðið, þegar nýjar persónur eru nefndar til sdg- unnar./— þá er þeim vanalega lýst, oft bæði hið ytra og innra. Annars segir ekki frá hugsunum eða tilfinn- ingum persónanna, það verður les- andinn (eða áheyrandinn) sjálfurað ráða í. Sögumaðurinn er eins og á- horfandi, sem skýrir atburðina með geigvænlegum skýrleik, en athuga- semdalaust, hefir fast taumhald á samúð sinni og andúð og hefir til að bera óvanalegan hæfileika til að lýsa mönnum. Eg skal nefna úr Njálu eitt dæmi um það, hvaða áhrif hið klassiska hlutleysi hefir á mann, sem skrifar söguna upp síðar á tímum. Eftir að höfundurinn hefir sagt frá vél- ráðum þeimi, sem Valgarður hefir blásið Merði í brjóst, að Mörður skyldi mieð lygum og rógi vekja upp f jandskap milli Höskuldar og Njáls- sona, segir hann, að Mörður and- aðist og var heygður. Meira er ekki um það. En þessa stillingu getur eftirritari frá 15. öld ekki þolað, hann bætir við: “ok fari bannsettr.” Það er ekkert efamál, hvorum þeirra tveggja — höfundi eða eftirritara— hafa legið þessir atburðir þyngra á hjarta, það er höfundurinn, en hann hlýðir lögmáli listarinnar, sem er það, að listamaðurinn afmái eigin- vild sina, svo að listaverkið verði fullkomið. —Mbl. 10. okt. Œfiminning Sigríður Helga Johannsdóttir Jó- hannson dó. 14. október 1937, að Markerville, Alta., og var jarðsung- in 17. s. mi. af Rev. R. Möller. Hún var fædd árið 1865, á Tjör- nesi í Þingeyjarsýslu; dvaldi hún þar, þar til hún fluttist vestur um haf til Argyle-bygðar, til systur sinn- ar, Mrs. S. Arason. 17. desember 1895, var hún gift Sigtryggi Jóhannssyni af séra Haf- steini Péturssyni á heimili þeirra Arasons hjóna. Bjuggu þau um 3 ár á leigulandi í Argyle-bygð, en fluttu árið 1898 vestur til Alberta og námu land í nánd við Marker- ville P.O., þar sem þau síðan bjuggu sómabúi. Sigríður Jóhannson var mjög hæglát kona og afskiftalaus um ann- ara hagi. En að loknu æfistarfi kemur í ljós, að hún hefir verið gædd miklum og góðum hæfileikum sem húsmóðir og móðir. Velgefinn einkasonur þeirra hjóna, Halldór Jó- hann og stjúpdóttir hennar, Krist- rún, nú Mrs. E. Johnson, bera henni bezta og órækasta vitni í orði og með framkomu, að barnauppeldi var henni í blóð borið. Blessuð sé minning hennar. A. J. C. UNDEE TUE “HIJNICIP/iL ACT” RURAL MUNICIPALITY OF RIFROST. Sale of Land for Arrears of Taxes. By virtue of a warrant by the Reeve of the Municipality of Bifrost, in the Province of Manitoba, under his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me directed, and bearing date the 2nd day of November, A.D. 1937, com- manding me to levy on the several parcels of land hereinafter mentioned and described, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on Tuesday, December 14th, A.D. 1937, at the Council Charpber in the Muncipal Hall, Arborg, in the said Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. Description Arrears Costs Total S.V2 L.S.D. 9, Sec. 22-21-4E : $ 89.30 .50 $ 89.80 S.W. 32-21-4E 114.72 .50 115.22 N.E. 1-22-3E 109.79 .50 110.29 N.W. 4-22-4E 44.38 .50 44.88 S.E. <>-22-1E 204.24 .50 204.74 W.y2 9-22-4E 113.72 .50 114.22 N.y2 20-22-4E 338.09 .50 338.59 S.y2N.y2 21-22-4E 155.39 .50 155.89 N.E. 22-21-3E 102.10 .50 102.00 N.W. 22-21-3E 93.70 .50 94.20 N.W. 3-22-3E 127.55 .50 128.05 S.E. 5-22-3E 70.88 .50 77.38 N.W. 7-22-3E 215.44 .50 215.94 N.W. 12-22-3E 138.00 .50 138.50 S.W. 10-22-3 E 120.08 .50 120.58 S.W. 1 7-22-3E Most north-easterly 70 rods of L.S.D. 104.49 .50 104.99 10 & 13 Sec. 20/21-22-3E 74.51 .50 75.01 E.% S.E. 20-22-3E 120.40 .50 120 90 E.y2W.y2 19-22-3E 145.31 .50 145.81 S.E. 30-22-3E 91.48 .50 91.98 N.W. 10-23-3 E 105.32 .50 105.82 S.E. 32-22-4E 155.00 .50 110.10 R.L. 13W. Sec. 0/7-23-4E Lots 9 and 00, Blk. 1, Plan 13740, 103.23 .50 103.73 Rivcrton Lots 10 and 59, Blk. 1, Plan 13740, 257.75 .50 258.25 Riverton Lots 11 and 58, Blk. 1, Plan 13740, 177.82 .50 178.32 Riverton 111.75 .50 112.25 Lot 4, Blk. 2, Plan 13740, Riverton Lots 7 and 8, blk. 2, Plan, 13740, 00.77 .50 07.27 Riverton 118.92 .50 119.42 Lot 17, Blk. 2, Plan 13740, Riverton Lots 50 and 51, Blk. 2, Plan 13740, 79.09 .50 79.59 Riverton Lots 1, 2, 3, 4, 5 and 0, Blk. 3, Plan 40.30 .50 40.80 2389 Riverton 71.80 .50 72.30 S.E. 10-23-3E 210.82 .50 217.32 E.% N.W. 28-22-2E 70.20 .50 70.70 All Blk. 0, Plan 2337, Arborg Lots 8 to 17 Inclusive and 22 to 20 99.00 .50 99.50 Inclusive, Blk 3, Plain 1542, Arborg, 80.34 .50 80.84 Lot 5, Blk. 1, Plan 2097, Arborg 34.32 .50 34.82 N.E. 8-23-3E 105.55 .50 100.05 SAV. 21 23-3E 107.42 .50 107.92 N.E. 27-23-2E 75.83 .50 76.33 N.W. 33-22-2E 153.52 .50 154.02 S.E. 3-22-2E 202.55 .50 203.05 N.W. 25-22-2E 288.01 .50 289.11 N.E. 10-23-2E 100.42 .50 100.92 S.E. 18-23-2E 123.03 .50 124.13 S.% SAV. 19-23-2E 79.15 .50 79.65 S.E. 28-23-2E 181.07 .50 182.17 S.E. 29-23-2E 150.14 .50 150.04 S.% Lot 1, Sec. 34-24-OE 145.89 .50 140.39 Lot 30, Sec. 31-24-OE 09.85 .50 70.35 All the above lands are patented. Dated November 2nd, A.D. 1937. G. D. CARSCADDEN, Secretary-Treasurer. R.M. of Bifrost.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.