Lögberg


Lögberg - 11.11.1937, Qupperneq 3

Lögberg - 11.11.1937, Qupperneq 3
LÖGBHRGr, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER, 1937 3 Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar Eftir Stefán Júlíusson. í júlímánuÖi síÖastliÖnum fóru tveir kennarar úr HafnarfirÖi gangandi frá Þingvöllum vestur á Önundarf jörÖ. Það voru þeir Ólafur Þ. Kristjánsson og Stefán Júlíusson. Birtist hér frásögn annars þeirra um síð- asta áfangann, frá Múla í ísa- firði, næstinsta bæ í ísaf jarðar- hjúpi, til Kirkjubóls í Bjarnar- dal í Önundarfirði, yfir Glámu. Það fyrsta, sem við gerum, þegar við vöknum, er að líta út um glugg- ann og gá til veðurs. — Engu er ferðamaðurinn eins háður og veðr- inu. — Þess vegna er það fyrsta spurning hans á morgnana, hvernig veðrið sé, og um leið og hann legg- ur höfuðið á koddann á kveldin, muldrar hann við sjálfan sig eða fé- laga sinn: Hvernig skyldi verið nú verða á morgun? Annars erum við Ólafur ósköp lítilþægir í þessum efn- um. —Það er ekki von, að altaf sé sól- skin, segjum við, þegar dregur fyrir sólina. Og það er ekki von, að altaf sé þurt, segjum við, þegar skúr kem- ur. En kannske er þessi hæverska bara vegna þess, að yfirleitt er veðr- ið altaf sæmilega gott. En nú ríður sérstaklega á því, »ð veðrið sé verulega gott, því að í dag ætlum við að leggja á Glámu. —Nú, er þoka? segi eg, þegar eg hefi teygt mig nægilega mikið til þess að sjá út um gluggann. —Já, svarta þoka, segir Ólafur. —Mér sýnist hún nú vera hvít, segi eg. Og um leið erum við báðir komnir í sama góða skapið, sem er svo ein- kennandi fyrir okkur á þessari ferð. Svo klæðumst við. Þokan reyn- ist vera sæþoka, sem að vísu hylur hæðir, lautir, fjöll og dali, en okkur báðum og bóndanum kemur saman um það, að henni muni létta. — Og þá er ekki um annað að gera en borða og bíða. Það er heldur ekki amalegt að vera hér í Múla, því að fólkið, mat- ur, aðbúnaður er alt með ágætum. —Enda erum við nú komnir á Vestfirði, segir Ólafur. Hann er Vestfirðingur. Tilgáta okkar viðvíkjandi þokunni reynist rétt. Að klukkutíma liðn- um er hún óðum tekin að leysast upp, — og sólin sendir bjarta og ferska geisla sína til þess að þerra foldinni um vangann. Um tíuleytið leggjum við af stað frá Múla. Sturlaugur bóndi vill endilega ljá okkur nesta inn í f jarð- arbotninn. Og auðvitað þiggjum við það, enda þótt við séum vanastir að pjakka á tveim jafnfljótum. Til fylgdar fær bóndi okkur 13 ára gamlan son sinn, greindan og stát- inn strák, sem heitir Kristján og er ánægður með nafn sitt. — Enda hafði svo heitið afi hans, er bjó þar í Múla, mesti atorkumaður um bú, en auk þess harðfengur sjósóknari í Bolungavik. Svo höldum við inn með ísafirði, þrír saman, og látum gæðingana reyna sig á grundum og melum. Þokan er alveg horfin og Djúpið blasir við í vestri, en i öðrum áttuin rísa fjöllin með gróðusælum dölum á milli. 1 norðri gefur að líta Drangajökul, sem nú hefir tekið ofan sina hvítu nátthúfu, svo skín í beran skallann. Ólafur lítur hann með lotning, þvi að Vestf jarðablóð- ið er ríkt í æðum hans. . Kristján litli er fróður um margt, sem gerist í djúpinu, og Barði, en svo heitir hesturinn, sem eg ríð, er stór, góður og traustur, svo að alt gengur vel og skemtilega inn með firðinum í baðandi geislum morgun- sólarinnar. Að hálfumi öðrum tima liðnum höfum við farið yfir Isafjarðará, sem rennur í f jarðarbotninn og er allmikil á. Þá kveðjum við Kristján litla og hestana og þökkum þeirra fylgd og aðstoð. Um hádegisbilið leggjum við svo á Hestakleif, en svo nefníst brekkan upp á háls þann, sem liggur á milli ísafjarðar og Mjóafjarðar. Brekk- an er allbrött og leiðin liggur upp með tröllslegu og ógnandi gili. En áfram sækist, þrátt fyrir hitann og brattann. , Svo tekur hálsinn við lágur og góður yfirferðar. Þegar við förum að nálgast brúnina hinum megin, blasir Mjóifjörður við. Pað er tilkomumikið að líta út fjörðinn, sem bugðast örmjór inn milli fjall- anna, en fyrir utan liggur Djúpið, blátt og lygnt, og f jöllin fyrir hand- an eru fagurblá og formrík. Það borgar sig að setjast hér niður. Fyrir botni Mjóafjarðar eru tveir bæir, Kleifarkot og Botn. Við ætl- um að Botni. I’ar ætlum við að spyrja bónda um beztu leiðina upp á Glámuhálendið. En áður en við ná- um þangað, verðum við að fara yfir á, því að alls staðar falla árnar út í firðina. Ennþá einu sinni verðum við að fara úr skótn og sokkum. Ennþá einu sinni verður Ólafur að feta sig áfram eftir grýttri og eggj- óttri á með sína sáru fætur. Hann er svo sárfættur. Svo löbbum við heim að bænum. Þar er fólkið við hirðingu. Við heilsum með handabandi. — Ólafur hefur upp erindið. —Hvar mundi bezt að leggja héð- an á Glámu? —Á Glámu? spyr bóndi. Hann er nú ekki alveg tilbúinn að svara þvi að svo stöddu. —Gerið þið svo vel að ganga í bæinn. Þið fáið kaffisopa. Alveg eins og það væri sjálfsagt að drekka kaffi, áður en rætt yrði nokkuð um leið upp á Glámu! Við þekkjumst boðið. — Eg kann nú sjaldan kaffi að neita, og nú er tekið að halla á dag, og þá þiggur Ólafur kaffi. Honutni þykir soðið vatn bezt á morgnana, — en kaffi á kvöldin! —Veðrið? Auðvitað er sjálfsagt að ræða um það. * » —Ja, hann segir nú hann væri í Breiðafirði, og þá er eg aldrei ör- uggur, segir bóndi. Þessi “hann,” sem nú er svo mjög farinn að blandast inn í veðurtal fólksins, i viðbót við hinn gamla “hann,” er maðurinn, sem þylur veðurfregnirnar í útvarpið, eða “Jón í veðrinu,” eins og flestir kalla þá persónu. Svo göngum við í bæinn, fáum kaffi og pönnukökur, ræðum við bónda og húsfreyju, og unum okkur hið bezta. Það er ávalt gaman að ræða við gestrisið sveitaíólk, — og ekkert liggur á. Þetta er hvort sem er síðasta dagleiðin! En kaffidrykkjan fær þó sinn enda, eins og alt annað i heiini hér. Við kveðjum húsfreyju og þökkum kaffið. Bóndi fylgir okkur út á tún- ið. —Eíklega fáið þið nú 'ekki þoku, segir bóndi um leið og hann kveður okkur, — og lítur upp í loftið. Mér finst kenna efa í rómnum, þótt orðin falli svona. Þegar við höfum kvatt bónda með mestu virktum, leggjum við gunn- reifir og hýrir af kaffinu fram túnið og upp dalinn. Loksins er þá komin sú stund, að við höldum í áttiria upp á Glámu, sem á mörgum kortum er merkt jökull, en er þó ekki jökull. Leiðin liggur upp rrijóan og all- brattan dal, sem heitir Húsadalur. Eftir dalnum rennur á, sem vegna hallans skoppar oft stall af stalli og myndar marga fallega fossa. Hér eru gil og skorningar og margs kon- ar gróður, svo segja má með sanni, að hér 'sé litauðugt land. Og yfir- leitt má segja það sama um allflesta dali, sem hníga að Isafjarðardjúpi. Þeir eru gróðursælir og hlýlegir, og þar má víða finna hina indælustu angan úr jörðu. Svo löbbum við þarna upp með ánni, annar með bakpokann, hinn með myndavélina, báðir í sólskins- skapi. Skapið er eitt af því, sem ferðamaðurinn verður að gæta að. Slæmt skap á ferðalögum. er likast saltlausum haframjölsgraut. Og bezt er að þurfa ekki að “setja upp” gott skap, því að það verður aldrei eins haldgott og varanlegt og hið eðlilega góða skap, sem gerir manni kleift að standast allar þrekraunir ferða- laganna. — Og alt af hallar á fótinn. En við Ólafur erum minnugir orða skálds- ins, sem segir, að “sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinum megin býr.” Þess vegna örkum við áfram tnieð þann fasta ásetning i huga, að klífa f jallið — og sjá, hvað hinum megin býr. Við höfum kort- ið ávalt uppi, því að það er okkar leiðarljós á þessari ferð. Svona höldum við áfram lengi, og eigum ekkert skylt við konu Lots, því að við ætlum ekki að líta aftur fyr en við komum upp á næstu hæð, en þegar þangað er komið, tekur við önnur hæð, og þaðan hlýtur að vera Stop ^duertisinq ^ and the world will pass you by and forget you are in business. Aduertisinq Couraqe is the vital spark in the midst of a complex competitive society which lights the fires \ of better business. For distinctive and effective advertising use the services of THE COLUIÍIBIA PRESS LimiTED SARGENT AVENUE AT TORONTO STREET, WINNIPEG PHONE 86 327 enn betra útsýni. Það er kapp göngumannsins, sem komið er yfir okkur. En þar kernur þó að við setjumst og horfum yfir farinn veg. Útsýnið er stórkostlegt. Firðirnir eru að vísu horfnir vegna hárra fjallanna.en þó glittir í Djúpið milli þeirra, lygnt eins og stöðuvatn. Lengra í fjarskanum liggur Snæ- fjallaströndin með sín tígulegu fjöll og sitt góða sauðfé. Inn i hana skerast Kaldalónið, sem er við- brugðið fyrir sérkennileik og feg- urð. — En bíðum við! — Heyrðu lagsmaður, hann er búinn að setja upp pottlokið. Eg hnippi í Ólaf úm leið. —Ha, hver? Já, Drangjökull, segir Ólafur. Og satt er það ! Þykk- ur þokukúfur hlassar sér neðar og neðar á jökulinn. —Skyldi hún ætla að ná okkur, sú gráa? segir Ólafur um leið og við stöndum upp. —Það er ekki gott að segja, en nú er tekið að þykkna í lofti og sólar nýtur minna en áður. Nú fara að korna snjóskaflar við og við, og gróður er tekinn að fá á sig há- íjallasvip. Það er mest mosi, sem hér vitnar um lífið. En þó sjást hér einstaka harðfengar jurtir aðr- ar, svo sem jöklasóley, sem grær hér ein og öðrum óháð. » “Væri eg blómstur þá veit það mín trú, að vildi eg, fjallablóm, lifa sem þú.” muldra eg um leið og við höldum áfram, svona til þess að gefa þess- um litla jurtaríkisborgara viður- kenniivgu fyrir dugnaðinn. Annars er hér ekkert kvikt sjáanlegt, nema flugur, enda erum við nú að komast að allstóru vatni, sem nefnist Mý- flugnavatn. Liggur það í dalverpi með lágum fjöllum í kring, og er apalurð og snjóskaflar hið næsta vatninu. Þó er þar ekki slæmt yfir- ferðar. Við göngum meðfram vatn- inu, og síðan upp með á, sem fellur í vatnið. Þegar þessi á hefir horfið undir stóran skafl, finst okkur rétt- ast að athuga kortið og borða. —Þá er bezt að verða tvisvar feg- inn, segir Ólafur og sezt á stein. Eg geri slíkt hið sama. Síðan borðum við brauðbita, ögn af súkkulaði og drekkum tært fjallavatnið með. Þetta er óbrotin máltið, en góð. Við berum ekki með okkur of mikinn mat. Er við höfum matast, er okkur orðið nægilega svalt til þess að ganga rösklega upp hálendið, því að ennþá hallar upp. Landslagi er annars svo háttað þarna uppi, að þar skiftast á ásar og dældir, hólar og lautir. Lautirnar eru fyltar snjó, en milli snjóskaflanna er hart undir fæti, mest grjót og gráar urðir, sem þó er greiðlegt að ganga. Léttir og suðandi læknir seitla þar í urð og snjó, og maður getur heyrt þá vel, þótt þeir séu ekki sjáanlegir. Þessir kliðandi smálækir eru hollvinir okk- ar Ólafs, og við tölum um þá með hlýju. Hér þarf enginn að óttast vatnsleysi. Nú er veðri orðið svo háttað, að loft er næstum alþykt og sólin horf- in. Þokan færist æ neðar ó f jöllin handan við Djúpið, og ógnar okkur, því að vindur stendur af norðvestri. Við þurfum að hraða okkur upp á næsta tindinn. Þegar þangað er kornið, blasa við okkur nokkrir háir hnjúkar fram undan. Eftir tíma og vegalengd hljóta þetta að vera hæstu tindar hálendisins. Milli okkar og þeirra liggur stór snjóskafl með sprungum og dældum. Og áfram er ahldið. Hér er loft- ið tært og svalandi, og bláleitum fölva slær furðu fljótt á hæðir og hóla. Við stefnum á þann tindinn, sem sýnist hæstur. Að klukkutíma liðn- um komum við að honum. Að utan er hann þakinn stórgrýtisurð, og er í laginu eins og kerald á hvolfi. —Nú lít eg ekki í kringum mig fyr en upp er komið, segir Ólafur, stingur undir sig hausnum og ræðst til uppgöngu. Þegar upp er komið, tökum við af okkur farangurinn, setjumst niður og athugum gaum- gæfilega kort og kompás. En brátt þokar slík vísindamenska fyrir heill- andi útsýninu. Við horfum og horf- um. þegjandi og agndofa. PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg, Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-2 20 Medical Arts BÍdg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofustmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD, Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtalsttmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Stmi 3 0 877 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og almennar lœkningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Sími 22 775 BAIlllISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. r íslenxkur lögfrceöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Akjósanlegur gististaöur Fyrir Islendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG ----------------/------- A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir AUur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757-—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 28-5 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur 4 mAöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Freg Parking for Guests Augað beinist fyrst gegn þvi áður óséða, því óþekta. Framundan ligg- ur Arnarfjörður, breiður og blár, ljúfur og lygn, umgirtur háum og fagurlega mynduðum fjöllum, lág- lendislaus í hæfilegum fjarskanum, sem vatn nái í rniðjar hlíðar, eins og gjá. Fjöllin eru mitt á milli bláma og eðlilegs litar, og slær á þau húm- kendri slikju, — og maður sér ofan á alt. Ógleymanleg sjón. Norðan við fjörðinn rísa hvassir og há- hyrntir tindar. Það eru hin sér- kennilegu fjöll sunnan Dýrafjarðar. Én utan við þau sér í mynni Dýra- fjarðar, — og svo á haf út. Þá sézt Djúpið með sínumi djúpu döl- um, fjörðum og víkum og fjöllum. En sólroðin þoka liggur á f jöllunutn fyrir liandan. í norðaustri blasa Reiphólafjöll við, skjaldarlaga með miklum snjó. En Tröllakirkja og Snjófjöll sjást first við sjóndeildar- hring. í suðri gnæfir Snæfellsjökull, hár og tígulegur, eyjarnar á Breiðafirði nær, séð yfir fjöll Barðastrandar- innar. Sem snöggvast hvarflar hug- úrinn heim; Jökullinn sézt lika að heiman. Tindurinn, þar sem nú sitjum við, er þriðji hæsti tindur hálendisins (904 m.). Ilinir tveir hærri eru Sjónfríð, sem liggur fyrir botni Dýrafjarðar (920 m.) og svo Lambadalsfjall (957 m.). En okkur er ekki lengi til setunn- ar boðið. Það er þegar ljóst, að hefjast muni milli okkar og þokunn- ar kapphlaup, sem endað geti á hvorn veginn sem vera skal. Við höfum fast í hug að reyna að ná ^ Sjónfríð þokulausri, það er okkar ætlun og von. En þokan er að sleikja um toppinn á Reiphólsfjöll- um, Drangajökull horfinn og þau fjöll öll, og hana hrekur yfir Djúp- ið og út á f jöllin fyrir vestan okkur. Bún getur verið fljót í-£erðumi, þok- an. Við lítum enn einu sinni yfir það, sem sjónin spennir yfir, — og svo hefst kapphlaupið. — Þetta er að vísu ójafn leikur, því að þokan fer á vængjum vinda um loftsins veg, en við verðum að þrauka á okkar járnskóuðu, jarðföstu fótum, sem sífelt hafa gengið síðustu sjö daga. En um slíkt er ekki að fást, og áfram höldum við, hlaupum við fót, yfir urðir, grjót og skafla, þoku- hringurinn alt af að þrengjast, út- sýnið alt af að minka, kappið æ að harðna, tvísýnan alt af á, — í fimm stundarf jórðunga. En um leið og við erum að fara síðasta spölinn að þrímælingavörðunni, sem stendur á Sjónfríð, lyppást þokan um vörð- una, létt og leikandi, eins og stork- andi. — Hún hefir sigrað. \hð athugum í skyndingu kompás og kort, áður en syrtir enn meira að. Svo röltum við af stað, Ólafur með kompásinn í hendinni, eg með pok- ann á hakinu. —Ó, það verður ekki á alt kosið, segi eg. Það er nokkurs konar plástrun á ósigurinn. —Nei, en gaman hefði verið að hafa Sjónfríð heiða, segir Ólafur, og það kennir nokkurs saknaðar í rómnutn. Við tökum stefnuna á Lambadals- f ja.ll, og ætlum svo að,ganga norðan í því, og ofan í Lambadalsskarð, sem liggur á milli Dýrafjarðar að sunn- (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.