Lögberg - 11.11.1937, Síða 4

Lögberg - 11.11.1937, Síða 4
4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER, 1937 Hogberg Gefið út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA PRE88 LIM1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba ■ Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 395 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 urn áriö — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Col'imbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ummœli )óns forseta um nauðsynlega koáti þingmanna 1 öðrum árgangi Nýrra Félagsrita, gerir Jón Sigurðsson forseti, sá maðurinn, er mest- ur hefir verið og beztur með þjóð vorri, grein fyrir því, hvaða kosturn þeir menn eigi að vera búnir, er vilji verða þingmenn eða opin- berir málsvarar þjóðarinnar. Skoðun þess- arar göfugu þjóðhetju er slík, að hún í raun- inni gildir jafnt um hvaða þjóð sem er; þó á hún ekki hvað sízt erindi til þeirra þjóða, er gert hafa þinghallir sínar að ræningjabæli, þar sem skoðanaleg hrossakaup eru daglegt brauð, og samvizkusala sýnist standa í blóma. Það væri ekki úr vegi, að íslenzkir menn hugleiddu grandgæfilega hin vituflegu um- mæli forsetans fræga, er til þess kemur að gera út um val fulltrúa sinna eða þingmanna; myndi þá margt betur fara en farið hefir, og ástæðan minni til þess að naga sig í handar- bökin að loknum leik. Ummæli forsetans eru á þessa leið: “Það sem mest á ríður fyrir þann, sem fulltrúi á að vera, er að hann hafi sanna, brennandi, óhvikula föðurlandsást. Eg meina ekki þá föðurlandsást, sem ekkert vill sjá eða við kannast annað en það, sem viðgengst á landinu á peirri tíð, sem hann er á, sem þykir alt fara bezt sem er, og allar breytingar að öllu óþarfar eða ómögulegar, en ef breytingar eru gerðar sem eru móti hans geði, dregur sig óðar aftur úr og spáir að alt muni kollsteyp- ast; eg meina heldur ekki þá föðurlandsást, sem vill gera föðurlandi sínu gott eins og ölmusumanni, sem einskis eigi úrkosti, vill láta umhverfa öllu og taka upp eitthvað það, sem liggur fyrir utan eðli landsins og lands- manna, eða sem hann hefir þóst sjá annars- staðar, vegna þess hann sér ekki dýpra en í það, sem fyrir augun ber. Eg meina J>á föðurlandsást, sem elskar land sitt eins og það er, kannast við annmarka þess og kosti, og vill ekki spara til að styrkja framför þess,' hagnýta kostina en bægja ann- mörkunum; þá föðurlandsást, sem ekki lætur gagn landsins eða þjóðarinnar hverfa sér við neinar freistingar, fortölur né hótanir, skimp né skútyrði; }>á föðurlandsást, sem heimfærir alt það, sem hann sér, gott og ilt, nytsamt -og óþarft, til samanburðar við þjóð sína, og sér alt eins og í gegnum skuggsjá hennar, heim- færir alt henni til eftirdæmis eða viðvörunar. Þetta er að lifa þjóðlífi, og það er aug- ljóst og óbrigðult, að sá sem þannig lifir, hann mun ekki spara neitt ómak til að útvega sér hinn annan kost, sem verður að vera þessum fyrsttalda samfara, ef hann á ekki að verða tómt skrum og grundvallarlaus og ávaxtar- laus hégómi, sem þýtur út í loftið við minsta vindblæ mótmælanna, eða slitnar við minstu áreynslu; þessi kostur er: Kunnugleiki á landinu og ástandi þess í öllu tilliti; án þess að hafa þennan kost getur enginn, hvorki fulltrúi né nokkur embættis- maðuf, né yfir höfuð nokkur sá verið, sem ætlar eða vill skifta sér af því, sem fósturjörð- inni kemur við. Bg meina hér ekki þesskon- ar kunnugleika, að rata bæ frá bæ í landinu, eða þekkja hvern bæ og hvern mann með nafni m s. frv., þó þetta sé fróðlegt, því maður getur verið eins ókunnugur landinu eftir mín- um skilningi þar fyrir. Eg meina þann kunnugleika, að maður þekki og geti matið rétt alla andlega og lík- amlega krafta, sem í landinu eru (eða í ein- stökum pörtum þess), og sagt hve mikið í þeim getur legið til framfara á hverjum tíma. Slíkur kunnugleiki er ómissandi, og hann hef- ir líka góða kosti með sér; einkanlega er hann aftur eins öflugur, styrkur föðurlandsástinni eins og hún var hvöt til að ná honum. Því kunnugri sem maður verður landinu, því kær- ara fær maður það einnig, því maður lærir þá að sjá marga þá kosti, sem hinn afskiftalausi leit ekki við; maður fær fastan grundvöll, sem liggur í þjóðinni sjálfri og þeim kröftum, sem í henni eru á hverjum tilteknum tíma, til að byggja á sérhver.ja þá ráðagerð, sem til fram- fara má horfa, eða mótmæli þau, sem mæta I þarf með þeim, sem af ókunnugleik eða ólagi taka það, sem langt liggur frá í tíma eða rúmi og enga rót hefir í þjóðinni. En þessi kunnugleiki á landi og þjóð verður ekki fengnn nema með margri annari þekkingu, því hver grein þekkingarinnar skorðar og styður aðra, svo að engrar má án vera ef bezt ætti að fara. Það sem þó mest ríður á er þekking á sögu landsins og þjóðar- innar, þvínæst Norðurlanda, þá Norðurálf- unnar, þá mannkynsins. Mannkynssagan eða veraldarsagan er ótæmandi uppspretta lær- dóms og reynslu, og setur manni fyrir sjónir dæmi, sem betur sanna. en nokkrar fortölur hve oft litlir kraftar vel hagnýttir hafa hrundið miklu ofurefli, hve margt land hefir umskapast á fáum árum frá eyðimörku til á- nægjusamasta heimkynnis, frá sultarkima til nægtabúrs. Þegar fulltrúinn hefir það tvent, sem nú var talið, brennandi og óhvikula föðurlands- ást og þekkingu á landinu (en þar. er eins og sjálfsagt er undirskilinn sérlegur kunnug- leiki lians á héraði hans og stétt) án hleypi- dóma, þá er óyggjandi að hann er fær um að færa heim sanninn um sérhvert það mál- efni, sem mest er um vert, því meira ríður á, að hann geti skýrt frá hugsunum sínum ein- faldlega og skiljanlega, og fært til ástæður þær sem hann veit, en að hann sé eiginlegur mælskumaður; þó mun hann brátt verða þess var, að málsnilli er ekki lítilsverð, en hann mun þá brátt fá sér færi til að taka sér fram í henni,tbæði með því að kynna sér verk hinna beztu mælskumanna, og*æfa sig í að halda ræður. En ekki ríður hvað minst á, að fulltrúinn sé svo skapi farinn sem hann á að vera. Að hann sé ráðvandur og fölskvalaus, forsjáll án undirferlis, einarður og hugrakkur án frekju, staðfastur án þrályndis og sérvisku og að öllu óvilhallur mönnum, stéttum eða héruðum. Sannleikann á hann að meta umfram alt'og láta sig af hans röddu leiða, hann verður því jafnframt að yfirvega mótmæli annara og meiningar sjálfs sín, og það því grandgæfi- legar, sem hann finnur með sjálfum sér að hann vantar meira til þekkingarinnar, en hann verður að varast að taka hverja mein- ingu sem góða vöru og gilda, hvert hún kemur frá æðri eða lægri, meðan hann hefir ekki aðrar ástæður fyrir henni en nafn þess sem sagði eða vilja hans. ' Ekki ríður minna á, einkum þegar maður er geðmikill og þykkinn, eins og vér erum í rauninni, Islendingar, að setja sér að reiðast ekki mótmælum, og allra sízt að færa þau til illvilja og úlfúðar, nema til þess sé ljósar ástæður, en sé þær, þá mun illmenskan skjótt bregðast þeim, sem henni beitir, án þess menn geri sig reiða á móti. því sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Að fulltrúinn þúrfi að hafa óspjallað mannorð og fullkomið traust kosningar- manna er svo sjálfsagt, að þar um þarf ekki *að orðlengja. Deyfð þjóðarandans er æfinlega vön að koma, þegar einn eða fáir fá ráðin í hendur, því þá fer hver að hugsa um sig, og málefni þjóðarinnar gleymast, af því þau þykja þá ekki koma öðrum við en hæstráðendum; nú þegar þjóðin hættir að veita aðferð þeirra eftirtekt, nema til að hlýða í öllu, þá fara þeir að fara sinna ferða, vilja koma öllu í horf hver eftir sínu höfði og þola engin mótmæli, og þessu fer fram þangað til einhver vand- ræði ber að höndum og taka verður til lið- veizlu þjóðarinnar. Þá er það oft að þjóðin sér fyrst hversu hún hefir verið tæld. ”--- Hörmulegar horfur Árið 1922 komu saman í Washingtonborg fulltrúar níu þjóða, með það fyrir augum. að reyna að tryggja heimsfriðinn; þóttu það góð tíðindi og mikil, og gerðu menn sér yfir höf- uð bjartar vonir um árangurinn. Hinir og þessir sáttmálar voru undirskrifaðir á stefnu þessari, og meðal annars sá, er að því laut, að Uyggja fjárhagslega, landfræðilega og stjórnskipulega tilveru kínversku þjóðarinn- ar, með því að sýnt þótti að hún ætti ills eins að vænta af hálfu Japana. Fögnuðu Kín- verjar þessu mjög og hugðu gott til framtíð- arinnar; framfarir þjóðarinnar hafa orðið margar og mikilvægar á því tímabili, sem hér um ræðir. En það er ekki ávalt lengi að breytast veður í lofti.--- Nú er svo komið, að þrátt fyrir skjalfest gögn Washington-stefnunnar um þjóðfélags- legt öryggi Kínverja, hafa Japanir ráðist inn í landið, og höggvið niður sem hráviði alsak- laust, kínverskt fólk; munaðarleysingja, gamalmenni, konur og börn. Meðan þessu fer fram er haldin ráðstefna í höfuðborg Belgíu, þar sem skeggrætt er um mál þessi, en eigi hafst að. Og nú er Shanghai fallin í óvinahendur, og hið fornfræga Kínaveldi alt í hættu statt. Einhversstaðar er eitthvað meira en lítið bogið við forustu mannfélags- málanna. Rödd úr vestri Seattle, 28. okt. 1937. Kæri Einar Páll,— Það fjúka fyrir gluggann guln- uð laufblöð, og getur engum dulist að sumarið er á burt. — En hvort munu fleiri kveðjur í lofti hér um slóðir? — Svo er víst, og máske fleiri en ein. Eg vil að þessu sinni láta þess get- ið, að íslenzki félagsskapurinn í Seattle varð fyrir því tjóni i síðastl. viku, að Gunnar Matthíassojn og Guðný kona hans tóku sig upp og fluttu suður til Los Angeles, þar sem þau búast við að dvelja um óá- kveðinn tima. Þrjú af börnum þeirra eru þegar búsett í L. A.:— Helen, þj úkrunarkona; Thora, söng- kona, og einkasonur þeirra, Árni Matthías. Elzta dóttir þeirra, Elín, er búsett hér. í meir en 30 ár hafa þessi hjón búið hér, og eignast fjölda vina. Hei'mili þeirra var ætíð vinlegt og gestrisið og hjónin bæði félagslynd. Á óteljandi samkomum hefir söng- ur Gunnars verið ein aðal prýðin, og mun þess lengi og að verðugu minst. Einnig stýrði hann hér íslenzkum söngflokki í mörg ár.--------Út á við er hann sömuleiðis víða kunnur fyrir söng sinn. Það var þessvegna eðlilegt að fjölment væri kveðju- samsætið 22. okt., sem haldið var i samk.sal Icelandic Liberal Church. Fyrir því stóðu safnaðarnefnd þeirr- ar kirkju, lestrarfélagið “Vestri” og kvenfélagið “Eining,” setni Guðný I hefir svo oft veitt forstöðu.—Safn-1 áðarforseti, J. E. Hansen, stýrði samkomunni, sem hófst með kaffi- drykkju við blómum prýdd borð. Eftir að allir höfðu sungið með Gunnari “Hvað er svo glatt,” voru margar ræður fluttar. Fyrir hönd | kirkjufélagsskaparins töluðu J. H. Straumfjörð og undirituð. Fyrir hönd “Vestra” talaði Jón Magnús- son, og flutti frumort kvæði. Mrs. B. Ó. Jóhannson ávarpaði fyrir hönd kvenfél. “Eining.” — — Fiðlan hennar Kristínar Jónsson hljómaði fagurlega þetta kvöld.--------Auk þeirra, sem nú hefir verið getið, töl- uðu ýmsir fleiri, og fanst það á öllu að Islendingar í heild sinni vildu heiðra þessi ágætu hjón, votta þeim þakklæti fyrir alla framkomu þeirra hér og árna þeim framtíðarheilla. ------“Vegir skiljast,” var sungið í samkomulok, en allir vonuðu:— ekki til fulls. Vinsamlegast, Jakobína Johnson. TIL SÖNGVARANS Þitt lag er svo fagurt, svo listrænt, og hlýtt, Þú laðar með söng þínum dísirnar björtu, Og umhverfið verður svo brosandi blítt Að banvænir eyðast þá skuggarnir svörtu. En fagnaðarandinn það framleiðir nýtt Að friðsæla breiðist um mannanna hjörtu. Þitt mál flytur aflramman, islenzkan þrótt Með ómanna líðandi, hrifandi straumum. Þar undir í djúpinu ekki er rótt Að orkunnar lindum er heldur þú taumum. En heyrendur svifa á segulafls- gnótt Að sælunnar hugljúfu vorþroska draumum. Þinn söngur er lífæð hvern sam- kvæmisdag Þú sigrandi geisla á hugarfar breið- ir, Og verðlaunin þín fyrir vel sungið lag Er vaknandi hvöt, semi að drungan- um eyðir. En hrifningin geymist og breytist í brag, Svo blessi þig framtíð um ókunnnar leiðir. Jón Magnússon. Setning Alþingis Alþingi var sett á laugardaginn 9. október og fór sú athöfn fram með sama hætti og áður. Sendiherrar og ræðismenn erlendra ríkja voru við- staddir. Klukkan 12:45 söfnuðust þing- menn saman i Alþingishúsinu og gengu þaðan í Dómkirkjuna, en þar hófst guðsþjónusta klukkan 1 eftir hádegi. Séra Björn Magnússon dósent prédikaði. Á undan prédikun var sunginn sálmurinn: “Þú Guð, ríkir hátt yfir hverfleikans straum.” Séra Björn lagði út af Mattheusarguð- spjalli 6. kap., 25.—33. versi: “Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast?” o. s. frv. Á eftir prédikun var sung- inn sálmurinn : “Faðir andanna.” / sameinitðu þingi Að lokinni guðsþjónustu komu þingmenn saman í neðri deildar sal Alþingis. Það vakti athygli hve margir lög- regluþjónar voru viðstaddir. Stóðu þeir í tveimur röðum, maður við tnann á svaeðinu frá dómkirkjunni til þinghússins, meðan þingmenn gengu inn í þinghúsið, en áhorfend- ur voru fáir. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því, að forsætisráðherrann las upp boðskap konungs um að Alþingi væri stefnt saman og setti þingið í umboði konungs. Bað forsætisráðherra því næst þingmenn að minnast ættjarðarinnar' og konungs. “íslenzka þjóðin og konungurinn lifi!” hrópaði þá Jör- undur Brynjólfsson og risu þing- menn úr sætum og tóku undir með ferföldu húrra. Sósíalistar (nema Ásgeir) 'og kommúnistar sátu kyrr- ir í sætum sínum. Haraldur ráð- herra smeygði sér út úr þingsaln- um meðan þessi athofn fór fram. Þegar þessu var lokið risu komm- únistarnir þrír úr sætum sinum og Einar Olgeirsson hrópaði: “Minn- umst frelsisbaráttu islenzku þjóðar- innar!” og hrópuðu þremenningarn- ir ferfalt húrra um leið og þeir sýndu þingheimi kveðju kommún- ista, sem er kreptur hnefinn. Minning látinna þingmanna. Þessu næst bað forsætisráðherra aldursforseta þingsins, Ingvar Pálmason 2. þm. Sunnmýlinga að stýra fundi uns kosinn væri forseti sameinaðs þings. Aldursforseti mintist fyrst þriggja fyrv. þingmanna, er látist höfðu eft- ir að síðasta þingi lauk. Þeir voru Guðm. Björnson fyrv. landlæknir, sem var þm. Reykvíknga 1905—07, konungkjörinn þm. 1913—15, og landkjörinn þm. 1916—24; séra Sigfús Jónsson, er var þm. Skag- firðinga 1934—37; Jón Ólafsson bankastjóri, sem var þm. frá 1927— 37, fyrst Reykvíkinga og síðan Rangæinga. Þingmenn risu úr sæt- um sínum til virðingar um hina látnu. .... Prófun kjörbréfa. Þvínæst skiftust þingmenn í 3 deildir, eftir hlutkesti, til þess að prófa kjörbréf og kosningu þing- manna. \ ar veitt hálftima fundar- hlé til þessa. Ekkert þótti athugavert við kosn- ingu þingmanna, engin kæra lá fyrir og var kjör þeirra allra samþykt. Framsögumenn kjördeilda voru: Bergur Jónsson, Gísli Sveinsson og. Magnús Guðmundsson. Forseti sameinaðs þings. Þá fór fram kosning forseta sam- einaðs þings, og var Jón Baldvins- son kjörinn forseti með 25 atkv., 18 seðlar voru auðir. Við forsetakosn- inguna komu þannig ekki fram nema 43 atkvæði, en 46 þingmenn voru mættir. Munu kommúnistar ekki hafa tekið þátt í kosningunni. Var nú ekki fleira aðhafst og þingsetningu frestað til morguns. Við þingsetningu vantaði þrjá þingmenn, þá Thor Thors og Bjarna Ásgeirsson, sem eru á heimleið frá útlöndum, og Jóhann Jósefsson, sem> er í Vestmannaeyjum. Þeir eru all- ir væntanlegir með Goðafossi í dag.. Mbl. 10. október. * * * DEILDASKIPAN— FORSETAKOSNINGAR 4 Við þingsetningu á laugardag var öllu frestað eftir að lokið var kosn- ingu forseta sameinaðs þings. Klukkan 1 í gær hófst fundur í Sþ. og var þá þingsetningu haldið áfram. Uppástunga kom um það frá stjórnarflokkunum, að sú venja skyldi upp tekin að stjórnarandstæð- ingar fengju alla fyrri varaforseta, en það fyrirkomulag tíðkast á þing- um Nörðurlanda. Sjálfstæðisflokurinn gat fyrir sitt leyti fallist á þetta fyrirkomulag og fékk hann því nú fyrra varaforseta í Sþ. og báða fyrri varaforseta í deildunum. Kosningarnar fóru þannig: / sameinuðu þingi. Fyrri varaforseti var kjörinn Magnús Guðmundsson með 16 atkv.; Emil Jónsson hlaut 8 atkv., en 24 seðlar voru auðir. Annar vara- forseti var kjörinn Bjarni Ásgeirs- son með 18 atkv.; Emil hlaut 8. atkv., en 22 seðlar voru auðir. — Einn þm., Sveinbjörn Högnason, var f jarverandi. Skrifarar Sþ. voru ko9nir Jóhann Þ. Jósefsson og Bjarni Bjarnason. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Gísli Sveinsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Bergur Jónsson, Einar Árnason og Vilmundur Jónsson. Kosning til efri deildar. Þessu næst fór fram kosning 16 þingmanna til efri deildar. Las for- seti upp bréf frá formönnum Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins um það, að flokkarnir hefðu bandalag um kosninguna til Ed. Þessir voru kosnir til efri deildar. Frá Sjálfstæðisflokknum: Magnús Guðmundsson, Guðrún Lárusdóttir, Magnús Jónsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Bjarni Snæbjörnsson og Jóhann Jósefsson. Frá Alþýðu- og Framsóknarflokknum: Bernhard Stefánsson, Einar Árnason, Her- mann Jónasson, Ingvar Pálmason, Jón Baldvinsson, Jónas Jónsson, Páll Hermannsson, Páll Zophonias- son og Sigurjón Ólafsson. Frá Kommúnistaflokknum: Brynjólfur Bjarnason. — Bændaflokkurinn á engan mann í Ed., hefir ekki at- kvæðamagn til þess að koma þangað manni. Kosningar í deildum. Hófust nú fundir í deildum og fóru fram kosningar þar. Neðri deild. — Forseti Nd. var kjörinn Jörundur Brynjólfsson með 17 atkv., 15 seðlar voru auðir. 1. Framh. á bls. 5 2 Outstanding $5.00 Offers From The Eaton Portrait Studio SUITABLE FOR CHRISTMAS MAILING 1 hree large portraits in new style easel folders — portraits size 6 by 8 inches in folder io by 12 inches, $5.00. Six portraits size 4 by 6 inches in easel folder 7 by 10 inches and one large portrait in frame, $5.00. Proofs of several poses are submitted. Work is carefully finished. Courteous and patient attention with babies and chil- dren. Satisfaction guaranteed. —Portrait Studio, Seventh Floor, Portage AT. EATON C?,„,ted

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.