Lögberg - 11.11.1937, Side 7
LCvQBEtRG, FIMTUDAGLNIS 11. NÓVEMBER, 1937
7
Frá Edmonton
(5. nóvember, 1937)
Herra ritstjóri Lögbergs :—
TíSarfariÖ hér, síÖan eg skrifaÖi
seinast, hefir verið hið ákjósanleg-
asta. DálítiÖ frost um nætur, en
flest alla daga sól og sumar.
Nýlega giftu sig hér, Óli Bene-
diktsson og Miss Rósa Rosychuk.
Er Óli sonur þeirra velþektu hjóna
Mr. og Mrs. John Benediktsson, sem
um langt skeið ráku verzlun í Mark-
erville, Alta. Unga konan er af
rússneskum ættum; verður fram-
tíðarheimili þeirra hér í Edmonton.
Vér óskura þessum ungu hjónum til
lukku og farsældar í framtíðinni.
Mrs. L. Cook frá Markerville er
hér í borginni, að heimsækja dóttur
sína, sem hér býr.
Mr. Indriði Reinholt frá Minook,
Alta., er staddur hér í borginni. Er
hann hress og skrafhreyfinn, eins og
hann á vanda til: kann frá mörgum
æfintýrum að segja, þvi hann hefir
víða farið um æfina.
Þann 7. október heimsótti okkur
hér, Frk, Halldóra Bjarnadóttir frá
Reykjavík á fslandi. Var hún á
leið ftó Vancouver, til Markerville,
Alta. Hafði hún ekki ákvarðað
að standa neitt við hér, svo hún
gjörði engum hér aðvart um að hún
væri á ferðinni. Sama daginn og
hún kom hingað að vestan, kom
talsímaskeyti frá Markerville, þess
efnis, að frk. Halldóra skyldi ekki
koma þangað að sinni, sökum þess
að langvarandi votviðri þar hefðu
gert alla vegi ófæra, svo ekki væru
líkindi til þess, að fólk gæti sótt
neinar samkomur þar, að svo stöddu.
Barst þetta skeyti til Mrs. I,. Bene-
diktsson, og var hún beðin að mæta
frk. Halldóru á vagnstöðinni hér, er
hún kæmi þá um kveldið. Tók
Mrs. Benediktsson hana heim til sin
og gisti hún þar á meðan hún var
hér.
Næsta morgun mætti Mr. John
Johnson frk. Halldóru og talaðist
þeim svo til, að hún hefði samkomu
hér þá um kveldið; bauð Mri John-
son frökeninni samkomusal sinn
henni kostnaðarlaust. Var talað um
að íslenzki klúbburinn tæki að sér
að sjá um samkomuna. En það var
auðsjáanlega of naumur tími til þess
svo þeim kom saman um, að ákveða
samkomuna þá um kveldið, og
byrjað var á að koma fyrir sýning-
armunum í samkomusalnum, Allir
landar, sem náðist til, voru látnir
vita um samkomuna, sem átti að
byrja kl. 8 um kvöldið.
Á tilteknum tíma var nokkuð
margt fólk komið saman, þó marga
vantaði, sem ekki var hægt að ná til,
með svo stuttum fyrii-vara. Var svo
fólk að skoða sýningarmuni þá, sem
frökenin hafði þar til sýnis. Dáðist
fólk að því öllu að maklegleikum.
Kl. 9 byrjaði frk. Halldóra að
flytja sitt skemtilega og fróðlega
erindi, og færði okkur kveðjur frá
gamla landinu. Var hún klædd ís-
lenzka þjóðbúningnum sem henni
fór prýðilega vel, svo manni gat
hæglega komið það til hugar, að hér
væri komin í persónugerfi Fjallkon-
an sjálf.
Þegar frökenin hafði lokið máli
sínu, þá ávarpaði Mr. John Johnson
hana með velviðeigandi ræðu; þakk-
aði hann henni fyrir kornuna og
kveðjurnar frá gamla landinu, og
svo hennar langa og fróðlega erindi;
beiddi hana að flytja þeim “heima”
kveðju frá okkur hér, og árnaði
henni góðra fararheilla, þar til hún
kæmi aftur heim til sín.
Sá, sem þessar linur ritar, ávarp-
aði heiðursgestinn okkar þetta kveld
með fáeinum orðum, þakkaði hann
henni einnig fyrir komuna og þetta
skemtilega samkvæmi hér i kveld,
sagði að þetta kæmi öllum svo ó-
vart, að hann vildi kalla það “sur-
prise party” og að það væri það
skemtilegasta “surprise party” sem
hann myndi eftir að hafa verið á,
sagðist hann álíta fröken Halldóru
sem “goodwill messenger” sendan
hingað frá gamla landinu, og gaf
hann þess til, að þess fleiri sem is-
lenzka þjóðin sendi til að heimsækja
okkur, eins og fröken Halldóru, þá
rraindi það stuðla til þess að styrkja
til muna bræðraböndin, sem tengja
íslenzka þjóðarbrotið i þessari
heimsálfu við íslenzku þjóðina.
Hefði nokkur vitað um það, að
fröken Halldóra yrði hér á ferð-
inni, þó var væri ekki lengur en eina
kvöldstund, þá hefði íslenzki klúbb-
urinn hér tekið að sér að taka á móti
henni. Félagskonurnar gjörðu það
bezta sem hægt var undir kringum-
stæðunum, til að gjöra þessa stuttu
dvöl fröken Halldóru sem skemti-
legasta. Daginn eftir samkomuna,
var hún í heimboði hjá Mrs. O. T.
Johnson, Mrs. C. N. Marlatt og
Mrs. G. Gottfred. Keyrði Mrs.
Gottfred hana í kring í bíl sínum
fil að sýna henni helztu “beauty
spots” borgarinnar. Um kveldið
hélt frú Halldóra áfram ferð sinni
til Saskatchewan, þar sem samkom-
ur hennar höfðu áður verið aug-
I lýstar. Við öll þökkum frk. Hall-
; dóru fyrir komuna,
Þann 18. október hélt islenzki
klúbburinn sinn fyrsta skemtifund
á þessu hausti í fundarsal sínum í
: Art Institute byggingunni. Var
1 spilað progressive W'hist til kl. 10
I um kveldið, úr því dansað til kl. 12.
Var samkoman vel sótt og allir
, skemtu sér vel.
Mrs. Sveinn Johnson hafði búið
til stóran fíl úr purpura og silki,
j sem hún “rafflaði” á samkomunni,
J til arðs fyrir félagið. Komu inn fyr-
ir fílinn $9.45, sem alt gekk í fjár-
I liirzlu félagsins. Vottar klúbburinn
I Mrs. Johnson þakklæti sitt fyrir
gjöfina.
• Þeir sem fengu verðlaun fyrir
góða spilamensku voru:
Konur—1. Mrs. Margaret Mc-
Keon, R. N.; 2. Miss Vera Hughes;
3. Miss Bea Clendeming.
Menn—1. Ray Campbell; 2. Carl
Johnson; 33. Raymond Gottfred.
Miss Laufey Einarsson hlotnaðist
fillinn.
Nefndin, sem stóð fyrir- þessari
samkomu voru: Mrs. C. N. Marlatt,
formaður nefndarinnar; Mr. G.
Gottfred, Mr. Sveinn Johnson, Mrs.
Kiristjana McNauglýton og J. G.
Hinrikson, forseti klúbbsins.
Mr. Axel Johnson er nýlega kom-
in heim aftur, frá æfintýralandinu
kringum Cameron Bay. Hefir hann
unnið þar í sumar á bátum, sem
ganga þar á vötnum og—ám. Mr.
Johnson slasaðist í annari öxlinni,
og varð því að koma heim, og er
nú undir læknishendi.
Lesendur Lögbergs múnu fá að
heyra ýmislegt um ferðalag Mr.
Johnson þar norður frá áður langt
líður.
Það markverðasta, sem hefir
komið fyrir á stjómmálasviðinu, er
það, að tveir af höfuðpaurum
Aberhart-stjórnarinnar hafa verið
teknir fastir af lögreglunni og eru
sakaðir um að hafa gefið út æru-
meiðandi níðrit um nokkra velþekta
og velmetna borgara fylkisins. Líka
eru þeir sakaðir um að hafa hvatið
fólk til að fremja morð, og svo að
hafa haldið ræður og með flugritum,
hvatt fólk til uppreisnar gegn lands-
ins lögum og stjórn. Þessir menn
eru J. H. Unwin, þingmaður fyrir
Edson kjördæmið og hinn er Mr.
Powell, Social Credit sérfræðingur.
inn, sem Major Douglas sendi Mr.
Aberhart til að kenna honum að
stjórna hér, samkvæmt Social Credit
kenningunni. Urðu báðir þessir
kumpánar að gefa $20,000 veð hvor
um sig, til að mega vera lausir, þar
til mál þeirra kemur fyrir “The
Criminal Court” einhvern tima í
þessum mánuði. Gamli málsháttur-
inn sannast á þeim: “Gefðu seppa
nógu langan snærisspottann, þá er
hann viss að hengja sjálfan sig.”
S. Guðmundson.
Við andlátsfregn bróður
míns Þorláks
Björnssonar
í annað sinn í álfu nýja
þú er.t nú fluttur, bróðir minn ;
þar sem að ofar skúfum skýja
enn skærra ljómar röðull þinn.
Þín lengi geynúst minning mœta
og margir bera saknaðs-und.
Þ; vildir öllum bölið bæta,
með bróðurkærleiks þýðri mund.
Þin hönd var fús til hjálparverka
°g buggun veitti gla&vær lund;
þinn trausti vilj-i og trúin sterka
tárvota græddu sorgarund.
Mannúðarstarf og geðsnild góða
gjörla sá Drottinn þjónsins síns.
Gott er að heyra Guð sér bjóða:
“Gakk inn í fögnuð herra þins.”
Já^fallsins von er fornum meiði,
er fúna rætur niðri í mold.
Á áttatíu ára skeiði
hún elli þreytir mannlegt hold.
Er slitið eykst á trosnu tetri,
svo tekur mjög að mæða mann,
faðirinn gefur búning betri,
barninu sínu, spánýjan.
Þú nemur land í nýjum heimi,
i nágrenni við frænda lið.
Þú auðgast þar af andans seimi
og unir sælukjörin við.
Eg veit þar mun um völlu bjarta
á vötnin fögrum ljóma slá,
og heiðblá fjöll i fjarska skarta,
sem fegurst andinn skynja má.
Eg veit þar mun ei vetur kaldur,
eg veit að þar er sólin skær.
Eg veit að þar um allan aldur
eilífðar blóm þú lesið fær.
Þar aldrei ljóssins byrgist brunnur;
þar ber ei skugga af hóli í laut.
Þar eru máske ótal sunnur,
með allrar litsjár geislaskraut.
Hví skyldi það mig hryggja, bróðir,
þó hafir þú um bústað skift;
eða þó Drottins englar góðir
á æðra svið þér hafi lyft.
Lotin var sunna lágt að viði,
lokið var skeiði í elli há.
í Drottins helgum farðu friði;
við finnumst Sumarlandi á.
NikoUna Hólm.
Dánarfregn
Jónas Doll, sonur Eyvindar Doll
og látinnar konu hans, Sesselju Jó-
hannsdóttur Doll, andaðist snögg-
lega sd. 17. október á St. Vital
Sanatorium, þar sem að hann hafði
verið sér til heilsubótar um eins árs
bil. Jónas var fæddur 12. apríl
1906. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum i Riverton og var snemma
hjálplegur öldruðum föður og heilsu
veilli móður. Hann giftist 1931,
Sigurlínu Jónasson, dóttur Mr. og
Mrs. J. T. Jónasson í Riverton. Þau
áttu tvö börn, en mistu annað þeirra,
litla stúlku Donna Arlene að nafni.
Á lífi er ungur sveimi Jónas Irving
að nafni. Um mörg síðari ár stund-
aði Jónas heitinn eingöngu fiski-
veiðar, að sumri og vetri, hjá Sig-
urðsons fiskifélaginu í Riverton.
Hann var ötull fiskimaður og trú-
verðugur starfsmaður, og vel látinn
af samverkamönnum og félögum
sínum, fjörugur og lífsglaður, en
naut sín miður en hæfilegleikar
stóðu til. Hans er saknað af syst-
kynum, öldruðumi föður og öðrum
ástvinum. Útför hans fór frani frá
heimili föður hans og frá kirkju
Bræðrasafnaðar i Riverton, þann 21.
október, að mörgu fólki viðstöddu.
N. Ólafsson.
Sigríður Ólína Peterson
Fædd 28. Sept. 1871
Dáin 3. ágúst 1937
í kveldroða ljómanum leitum við
þín,
hér lokið er dagsiðju þinni;
frelsaður andi þinn fagnandi skín
á farsældar landinu inni.
Kyrlát í hegðan og híbýla prúð,
heimális þjónaðir dygðum;
'ástvinum þínum þú að hefir hlúð,
með umhyggjusemi og trygðum.
Ilugsanalif þitt ei hneygðist að
glaum,
hafnaðir öllu því ljóta;
þú vissir að heimsgæða nautnin er
naum,
nálægð Guðs dýrmætt að hljóta.
Ástvinir þínir og aðrir sem þú
æfinnar gladdir á vegi,
með kærleik og þakklæti kveðja þig
nú
klökkir á skilnaðar degi.
Vertu sæl elskaða móðir mín,
við munum ei ást þinni gleyma;
holl var og yndisleg umhyggja þín,
okkur leið bezt hjá þér heima.
Hljóðlega líður að heimfarar tíð,
harmur og sársauki dvína;
ástvini sameinar eilífðin blíð,
unaðar sólgeislar skína.
Astvinir hinnar látnu
ort af
Kristínu D. Johnson.
Haust
Guðar á glugga
geisli fagur,
Austur-gyðju
ástar brími.
En kaldur andi
kólgu þrunginn,
svífur af norðri
náströnd.u frá.
Striðast á öfl
stórra heima.
Vetur og sumar
völdum skifta.
Líf og dauði
leika að tafli.
Örlaga straumar
eilífð skapa.
Hvert og hvaðan?
vér heimskir spyrjum.
En ekkert svar.
Svo aldir renna.
Æska og elli
æfi skifta.
V
Grátur og gleði
ganga að leikum.
Hvert og hvaðan?
En hví að spyrja?
Saltjöld Skuldar
sannleik hylja.
Fram liggur gata.
Fram — en hvert?
Þatigað, sem óminnis-
elfur renna.
Hyl þig ei sól
bak háum tindum.
Bliki geisli þinn
börnum jarðar.
Vernda lífsrót
veikra stráa,
er Hrímnir herjar
að húsabaki.
S. B. Benedictsson.
Nú fall öll vötn til
Dýrafjarðar
Framh. frá bls. 3
an og Álftafjarðar að norðan. Nú
er mest yfir snjó að fara nokkuð
meiran til þess að gangfærið sé, á-
kjósanlegt. Þegar við höfum skamt
farið, flettir þokunni skyndilega af
í bili. Og þá sjáurn við þá sjón, sem
seint mun fyrnast úr hugum okkar.
Það er um sólarlag. Geislar hníg-
andi sólarinnar smokrast gegnum
þokuþyknið, brotna í ótal litum og
falla síðan á hauður og haf. Alt er
ein margbreytileg litadýrð, fjöll og
firðir, þokan og skýin. ívafið er
rautt, en uppistaðan allavega, eftir
eðli og blæ. Þetta er eins og innsýn
á fagurt leiksvið, og ósjálfrátt fær
hugmyndaflugið vængi.
En þetta stendur skamt. Áður en
varir felltir þokutjaldið aftur, þungt
og myrkt. Þokan er svartari en
nokkru sinni fyr.
Og þá er ekki um annað að gera
en halda áfram eftir kompás, og taka
öllu, sem að höndum ber, með ró og
stillingu. Lundin er létt, þótt þok-
an sé þykk, snjórinn gljúpur og
meir, komið fram yfir miðnætti, og
kaldur og úrsvalur norðangjóstur-
inn strjúki ónotalega um vangann.
Ólafur ryrnur eldgamlar rímur með
ramknúsuðum kenningum, en eg
tralla nýjustu slagara út í þokuna.
—Alt af er hann smástríðinn,
gamli maðurinn gráskeggjaaði, segir
Ólafur milli erinda.
En þarna glittir í eitthvað kolblátt
á vinstri hönd. Það er ofurlítil
skriðjökulsmynd, sem hrukkast nið-
ur f jallshliðina, svo sem eins og tiu
fermetra stór. Aldrei fór það svo,
að við sæjum ekki jökul á Glámu!
En þar kemur, að þokan og kuldinn
fá mig til að finna það greinilega,
hve bagalegt það var að gleyma
húfunni á Húsafelli. Af einhverri
alveg einstaklega góðri fyrirhyggju,
hefir Ólafur stungið sjóhatti í bak-
pokann. Nú kemur hann í góðar
þarfir. Ólafur setur einnig upp sína
ágætu mórauðu kollu. Annars hefir
hann oftast gengið berhöfðaður mér
til samlætis. Og nú er flestum föt-
um tjaldað, sem til eru. Nú, og úr
því við erum seztir á annað borð, er
bezt að fá sér bita, þótt á miðjum
skafli sé.
Svo höldum við áfram að ganga,
kveða-og tralla, alt af á snjó, alt af
utan í Lambadalsf jalli.
—Allmikið fjall þetta hér, segir
Ólafur, þegar við höfum gengið á
annan tímá. — Já, Lambadalsf jall
er sannarlega stórt.
En skyndilega tekur að halla und-
an fæti. Fönnin verður snarbrött
og ilt að fóta sig. Eg læt það hafa
það að láta fállast á bossann — og
renna. Err alt í einu spyrni eg hæl-
unum fastlega i. Þokunni er skyndi-
lega létt af. Eða öllu heldur hefi
eg fallið ofan úr þokunni, þvi að hún
veltist úlfgrá fyrir ofan. Fyrir neð-
an sér í dökkbláan fjarðarbotn milli
hárra fjalla.
Ólafur hefir líka numið staðar.
—Dýrafjörður, sting eg upp á.
—Já, Dýrafjörður, segir Ólafur
með vissu þess í rómnum, er veit.
Við sitjum hér ofan við botn
Lambadals, sem er insti dalur i
Dýrafirði.
Og nú er um tvent að velja.
Annað er það, að stefna í skarð-
ið, inn i þokuna aftur, og út háfjöll-
in ofan við Önundarfjörð, en þang-
að æflum við. Hitt er að halda
niður i botninn og fá þokulausa ferð
út dalbotnana, slá sér siðan þaðan
yfir í öundarfjörð. — Við kjósuro
þann kostinn.
Dalirnir á Vestfjörðum láta sér
ekki nægja með einn botn. Þeir hafa
flestir þetta tvo, þrjá og alt upp í
f jóra endakrika, sem allir vinda svo
upp á sig í endann. Það er því ekki
fljótlegt að ferðast um dalbotna
fyrir vestan. Enda fáum við Ólaf-
ur að finna það í þetta sinn, þegar
þokan byrgir alla útsýn.
Fyrst gÖngum við yfir alla botna
Lambadals, yfir allhátt fjall, sem
Tindafjall nefnist, og þá kotnum
við í heljarmikinn dal, sem heitir
Hjarðardal. — Og Hjarðardalur
er engin undantekning frá hmum
verstfirzku dölunum. Hann hefir
eina f jóra krika í endanum.
Það er um óttuskeiðiö, sem við
löbbum eftir Hjarðardalnum. Þok-
an byltist á brúnurn f jallanna, ár og
lækir suða í fönnum og urðum, og
það glittir draugalega í Dýrafjörð í
húmi þokunnar. — Þarna móar fyr-
ir Þingeyri fyrir handan.
Nú hefir Ólafur tekið við af kort-
inu með að vísa veginn. Honum
sýnist ráðlegast að fara upp úr vest-
asta krika dalsins. Þar er upp bratt-
an skafl að fara, upp í þokuna.
En hér er f jallvegurinn ekki lang-
ur. Undir eins ,steypist maður nið-
ur í næsta dal, Mjóadal í Önunclar-
firði. Leiðin liggur niður skafl,
ofan úr þokunni. — Svona eru
“heiðarnar" vestfirzku. Maður
getur næstuni þvi setið klofvega á
þeim, — og dinglað sínum fæti í
hvorn fjörð. Þetta kalla Vestfirð-
ingar heiðar.
Dalbotnarnir hér eru ólíkir dal-
botnum Djúpsins. Hér er.fábreytt-
ur gróður, fannir og grjót. Þó mun
þetta vera drjúggott beitiland.
Þegar Mjóadal sleppir, tekur
Bjarnardalur við. Nú víkkar útsýn-
ið nokkuð, þótt fjöllin séu nálæg og
há, þvi að hér sér út á önundar-
f jörð þveran. Og nú komum við á
bilveginn, sem liggur rnilli Dýra-
fjarðár og ísafjarðar.
Þetta eru bernskustöðvar Ólafs,.
og hann þylur hér örnefni gilja og
fossa, tinda og hvylfta.
En fyrir mér er þetta ókunnugt
land, og eg lít athugandi augum eftir
þröngum dalnum, upp til hárra
f jallanna,, sem eru svo einkennilega
nálægt. — Eg er Sunnlendingur. —
Þetta er stórbrotin bygð, sem hefir
sérkennilega fegurð. — Og það er
enginn asi á okkur, þegar við röltum
hér í þokufullu morgunsárinu “heim
dalina,” eins og Ólafur segir.
En það ér af hvorugum harmað,
að Kirkjuból, áfangastaðurinn, er
fremsti bær í Bjarnardal.
Stefán Júlíusson.
—Alþýðubl. 20. sept.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man................B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man....................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...........Arni Símonarson
Blaine, Wash...............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man. .....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man............O. Anderson
Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota........Jónéis S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota...........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man...............Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man.....................F. O. Lyngdai
Glenboro, Man...................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.........Magnús Jóhannesson
Hecla, Man...............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota..............John Norman
Husavick, Man...............F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn..................... .B. Jones
Kandahar, Sask...............J. G. Stephanson
Langruth, Man............................John Valdimarson
Leslie, Sask. ............’....Jón Ólafsson
Lundar, Man.................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ............O. Sigurdson
Minneota, Minn....................B. Jones
Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld
Oakview, Man............#....Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man................Árni Paulson
Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash..................J. J. Middal
Selkirk, Man............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man.........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man.........................Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota ......Einar T. Breiðfjörð
Viðir, Man...........................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man...............Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson