Lögberg


Lögberg - 18.11.1937, Qupperneq 4

Lögberg - 18.11.1937, Qupperneq 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1937 Högfcerg GefiO út hvern fimtudag af T H E O O LU M BIA PRE 8 8 LIM1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um áriB — Boraist fyrirfram The “Lögberg” ts printed and published by The CoJumbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Einátaklingsfrelsið í hættu? Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. 1 orðum þessum er falinn sígildur sannleikur, er heimfæra má jafnt upp á ein- staklinga sem heilar þjóð'ir. Vér, sem Norður-Ameríku byggjum, höf- um notið, og njótum í allríkum mæli enn, flestra þeirra hlunninda, er lýðræðið jafnað- arlegast veitir. Og þó það sé að vísu vitan- lega margt, sem ekki er eins og það á að vera, og eitt og annað gangi á tréfótum, þá erum vér þó fleygir og frjálsir menn borið saman við þá andlegu og einskorð'uðu áþján, sem við- gengst með P1asista þjóðunum. Vér eigum ' því margra réttarfarslegra verðmæta að gæta, er krefjast þess af oss að eigi sé sofið á verðinum. Ekki alls fyrir löngu gerðist sá atburður í Montreal, er glögt bendir í Fasista átt, og ætti að verða hverjum drenglunduð'um borg- ara knýjandi hvöt til þess að vera á verði og vaka yfir hugsjónum lýðræðis og mannrétt- inda í þessu landi. Samkvæmt fyrirskipun frá dómsmálaráðuneyti fylkisstjómarinnar í Quebec, var ráðist inn á skrifstofu blaðs eins í Montreal, er “La Clarte” nefnist; blaðið gert upptækt fyrirvaralaust og skrifstofum þess harðlokað; blað þetta var hlynt kommún- istum, eða hallaðist að minsta kos'ti á sveif vinstri manna, að því er skýrt er frá; þó er þess ekki getið, að það hafi eggjað til æsinga eður landráða; reynt hefir verið að réttlæta tiltæki þetta með löggjöf, er Duplessis-stjóm- in knúði fram á fylkisþinginu í vetur sem leið. Annað nýstárlegt fyrirbrigði þarna austur í kaþólskunni má telja það, að harðbannað hef- ir verið að sýna í Quebec fagra og fræðandi kvikmynd, er gerlýsir æfi rithöfundarins víð- fræga, Emile Zola. Mynd þessi dregur fram í dagsljósið sigur róttæks frjálshyggjumanns yfir úreltri og steinrunninni einhyggju. Ekki var nú syndin stærri en það. Þann 22. október síðastliðmn var fundur auglýstur í Montreal. Ræðumenn áttu að vera þeir Tim Buck og Alfred Costes, franskur , verkamannaleiðtogi. Varla hafði fundarboð- ið fyr verið fest upp á götum Montrealborg- ar, en 300 stúdentar frá háskólanum þyrptust inn í ráðhús borgarinnar og kröfðust þess að fundarhaldið yrði bannað; borgarstjóri kvað engin lög vera fyrir hendi, er réttlætt gæti slíkt bann; stúdentar brugðtist reiðir við og höfðu í hótunum með að sprengja upp fund- inn, ef hann á annað borð yrði leyfður. Um elleftu stundu var fundarhaldið bannað; var þetta nákvæmlega hliðstætt því, er í1asist- sinnaðir stúdentar í Montreal gerðu málsvör- um spánversku stjórnarinnar ókleift að túlka mál sitt þar í borginni í fyrrahaust; menn þessir komu hingað til Winnipeg og fengu hér góða áheyrn, eins og vera bar. Samkvæmt hinum nýju “lokunarlögum” þeirra Quebec-manna, gengi það glæpi næst, ef það þá ekki yrði blátt áfram talinn glæpur, að hafa í fórum sínum bækur eftir þá Marx, Bernard Shaw, John Strachey, og þar fram eftir götunum. Skoðanafrelsi innan vébanda hins brezka veldis, er verndað með lögum og venjum, og því aðeins takmarkað, að það brjóti í bága við stjómarskrána og alment velsæmi. Róttæka vinstrimenn má kjósa á þing, og þeir hafa að sjálfsögðu fult málfrelsi í sölum hlutaðeig- andi þinga. Afkáralega flónskulegt hlýtur það því að teljast, að banna þeim öðrum frem- ur rétt til opinberra fundarhalda á öðrum stöðum. Þessi fáu dæmi, sem hér hafa verið dreg- in fram, taka af öll tvímæli um það, að alvar- legur undirróður af hálfu Fasista sé á ferð í þessU landi. Þeir menn allir, sem í einlægni lýðræði unna, verða því að taka höndum sam- an mannréttindum sínum til fylstu verndar, áður en það er um seinan. t Dr. Björnson Eftir Dr. Ross Mitchell. Það er stundum meiri vandi að leysa af hendi þau verk, sem “lítil” virðast vera en hin, sem stærri sýnast. Þegar eg var beðinn að þýða stutta grein, er Dr. Ross Mitchelí hafði skrifað um stétt- arbróður sinn l)r. Björnson, þá lofaði eg því fafarlaust — og hugsunarlaust.— En þegar eg las þessa “litlu'> grein, varð mér það.fyrst ljóst hverju eg hafði lofað. Að þýða grein Dr. Mitchells orðrétt eða bókstaflega er engum manni mögulegt. Hitt skal reynt að túlka sál og anda greinarinnar eftir því, sem mér er unt.—Þýð. # # # “O.B.” er genginn. Aldrei framar sjá- um vér hann sveifla höndum þannig að gleði- geislar virðist stafa af hverjum fingri. Aldrei framar heyrum vér liið hressandi ávarp hans: “Hvað er nú um að veraf Hvað er nú upp á teningnum!” Dr. Björnson var einstakur í sinni röð. Hann sameinaði þær tvær gáfur að vera bæði veglyndur maður og fyndinn’með afbrigðum. Þessi skóli — skólinn hans og skólinn okkar — hefir tapað nokkru af sinni andlegu hlýju og sínum sérstaka blæ við fráfall hans. Á fundi, sem haldinn var í sögufélagi Manitoba, sagði Dr. Björnson æskusögu sína fvrir nálægt tveimur árum. Hann sagði frá því þegar hánn kvaddi Island sem átta ára gamall drengur; hann sagði frá undrun sinni, þegar hann kom til Skotlands og sá gufulest í fyrsta skifti. Hann sagði frá ferðinni yfir Atlantshafið þar sem hann var með fjölda samlanda sinna; og hann sagði frá því þegar þeir komu að Winnipegvatni árið 1875. Og hann sagði þessa sögu með svo miklu lífi og fyndni að allir voru gagnteknir. Áheyr- endurnir fundu það, að hér var sögð hin veru- lega og sanna saga íslenzku þjóðarinnar. Þar næst sagði hann frá námsárum sín- um. Fyrsti kennarinn var faðir hans; þá gekk hann á alþýðuskóla í Winnipeg og útskrifað- ist að síðustu frá læknaskólanum í Manitoba árið 1897. Eftir að hann hafði stundað almennar lækningar í fimm ár, fór hann til Evrópu og Bretlands til framhaldsnáms ásamt Dr. B. J. Brandson, en þeir voru vinir alla æfi. Lengstan tíma af þessu framhaldsnámi var hann í hospítali í Dýflinni á Irlandi, sem Rotunda heitir; enda varð honum námið þar notadýgst síðarmeir, því það hafði flestum öðrum hospítölum meira orð á sér fyrir kenslu í yfirsetufræði. Þegar Dr. Björnson kom aftur til Winni- peg var hann skipaður læknir við General hospítalið í Winnipeg; fyrst var hann við útideildina, þar næst við almennu deildina og loksins var hann skipaður læknir við yfir- setudeildina; þar var hann stöðugt prófessor þangað til árið 1932; varð hann þá að hætta sökum þess aldurstakmarks er hospítallögin ákveða. Hann hafði unnið hospítalinu ómetanlegt gagn og var starf hans viðurkent með því að skipa hann ráðleggjandi lækni í heiðursskyni. Mesta og bezta verk hans í þarfir læknis- fræðinnar var þó kenslan. Hann var aðstoðar- prófessor, yfir prófessor og að síðustu heið- ursprófessor í yfirsetufræði. Dr. Björnson hafði hlotið lærdóm og æf- ingu í skóla sem var íhaldssamur og kendi því varfærni og fastheldni í yfirsetufræðinni; vildi heldur halda því, sem reynt var og vel hafði gefist, en að leggja út í hættur, sem nýjung og dirfsku fylgja. En þótt heilbrigð skynsemi og full alvara réði í kenslu hans, hafði hann lag á því að haga þannig orðum sínum og framkomu að nemendurnir urðu allir að athygli og veltust um af hlátri. Djúp og yfirgripsmikil lífsreynsla kom honum að betra haldi við kensluna en þekking sú, sem bóklestur einn saman veitir; fyrir- lestrar hans í kenslustofunni voru hans eigin andleg afkvæmi, sem báru svip hans og ein- kenni. Dr. Björnson var að eðlisfari gæddur meiri hagsýni en hugsjónum og hann fékst fremur lítið við ritstörf. Þó ritaði hann nokkrar greinar í lækningarit, þar á meðal: “Yfirlit yfir yfirsetufræði, sem birtist í “Ijæknablaði Canada” í desembermánuði 1925; “Þegar hnakkinn snýr aftur í fæðingu” sem prentað var í “Brezka læknablaðinu ” 25. febrúar 1933 og “Mishepnuð tangatök” pfentað í Manitoba læknaritinu í október 1935. Mikil eftirsókn var eftir Dr. Björnson til þess að tala á keknafundum, og árið 1928 ferðaðist hann ásamt Dr. A. R. MacKinnon og Dr. J. D. McEachern um Albertafylki, til Greiðið atkvœði með breytingu í bœjarráðshöllinni Númer 1 atkvœði með KILSHAW Þýðir athafnir nú þegar! þess að flytja fyrirlestra fyrir hönd læknafélagsins í Canada. Voru þeir fyrirlestrar ætlaðir til framhalds- náms fyrir lækna úti á landsbygÖ- inni. Sá heiður sem honum fanst sér hafa verið mestur veittur, var þegar hann var kjörinn heiðursforseti Lækna-stúdentafélagsins í Manitoba árið 1931-32. Ræða sú, sem hann flutti við skólasetningu í september mánuði 1931 er flestum ógleymd enn, sem hana heyrðu. Sem læknir lét hann sér annara um að afla sér vina en sjúklinga; það var svo fjarri skapi hans að berast á eða leita lofdýrðar, að fæst- ir vissu um hans mörgu líknarverk. Þegar Dr. Björnson var kvaddur í síðasta sinn, leyndi það sér ekki hversu 'marga vini hann hafði átt og hversu hjartfólginn hann var öll- um stéttum manna, því kirkjan rúm- aði tæplega þá er þangað sóttu. Þegar sagan að síðustu kallar þá fram sem útskrifast hafa frá lækna- skólanum í Manitoba, þá verður valið sérstakt sæti meðal hinna fremstu handa Ólafi Björnson — þótt hann sjálfur hefði verið siðast- ur allra til þess að sækjast eftir því. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Dr. Guðbrandur Jónsson skrifar um Mannfagnað Guðmundur Finnbogason: Mannfagnaður. ísafoldar- preHtsmiðja h. f., Reykja- vík 1937. 190 bls. Sá, sem þetta ritar var unglingur, er hann man fyrst eftir dr. Guð- mundi Finnbogasyni. Guðmundur var þá ungur maður og nýkominn til Reykjavíkur að loknu embættisprófi. Það fylgdi honum einkennilegur, nýr og hressandi blær, sem kom sér heldur en ekki vel í mollu smábæjar- holunnar, Reykjavík, því annað var bærinn ekki um og eftir aldamótin. Ei leyndi sér, að það var maður ný- breytninnar, sem hafði skilað sér heim, hann var fullur als þess, sem hann hafði numið og séð annarstað- ar, og svo þægilega laus við þann keituþæfða peysuhátt sem þá var hér landlægur, og er naumast horfinn ■með öllu enn. Dr. Guðmundur varð þá þegar maður, sem allir vildu heyra til, af þvi að hann var alt öðruvísi, en þeir, sem fyrir voru. Það var ekki svo að skilja, að hann væri ekki íslenzkur í allri hugsun og hætti, en hann var laus við þá þyngd, sem oss er svo eðlileg, og hann sá ekki öll íslenzk — og erlend — fyr- irbrigði ofan úr afdölum, eins og þá var gert hér heima, eða um Eyrar- sund, eins og þá var ekki heldur dæmalaust. í þá daga var Kaup- mánnahöfn endimark veraldar í aug- um margra hér, og Guðmundur var einn af þeim fyrstu, sem komist hafði beint í tæri við hinn mikla heim, og hann var einn hinna fyrstu, sem fluttu okkur áhrif þaðan milli- liðalaust. Hann hafði haft kynni af franskri menningu, og hann var svo næmur fyrir öllu fögru, að hún hafði þegar bitið á hann, en jafn- framt svo fastur í því sem íslenzkt er, að hvorttveggja hafði runnið saman í honum í nýjan íslending með Evrópusniði —- hann var i raun réttri einn hinn fyrsti Evrópu-ls- lendingur. Þetta er lykillinn að þeim miklu vinsældum,, sem Guðmui^dur þegar varð aðnjótandi — hann tal- aði til okkar tungu Evrópu með ís- lenzkum blæ. Og svona er dr. Guð- mundur enn, þrátt fyrir langa hér- vist, að hann er hvorttveggja í senn, Evrópu-maður og íslendingur. Málsnild dr. Guðmundar varð þegar viðbrugðið, og það fór svo, að hvergi þótti mælt, nema Guð- mundur hefði talað. Það var von, því að málsnildin er frábærlega mik- il og ekki var myndauðgi og orð- skrúð síðra. Slíku höfðu menn að vísu átt að venjast hér áður sumum, en það sem rak smiðshöggið á, var hinn létti og lipri, fagri, franski blær, sem á öllu tali hans var. Því áttu menn ekki að venjast, '<ýS talað væri létt og þó i alvöru; hér var venja altaf að tala þungt og þreytu- lega. Hvar sem mannfagnaður var, var þar sókst eftir dr. Guðmundi, hann var hrókur als fagnaðar, og hann varð og er enn fremsti veizlu- ræðumaður landsins. Það hafa margir reynt að stæla Guðmund síðan, en það hefir ekki tekist, og mun ekki takast. Áhrif þau, sem hann hefir haft, ekki aðeins með ritum sínum, heldur einnig með ræðum sinum, eru þó geysilega mik- il; þau munu sjást eins lengi og Heljarslóðarorusta segir spor Hanni. bals hafa sést i snjónum. Málleikni hans hefir kent mönnum fegurri meðferð og betri nýtingu tungu vorrar, svo að honum má meðal ann- ars þakka aukna stnekkvísi í þeirri grein. Það er galli á töluðum orðum, að þeirra sér sjaldan stað að loknu máli; þau eru farin út i veður og vind. Máltækið “gleymt er þá gleypt er” sannast í fáum betur en ræðumönn- um, og eg skal játa það, að þó eg hafi heyrt margar ræður til dr. Guð- mundar, þá hefi eg að visu notið þeirra, meðan á stóð, en síðan hefi eg gleymt þeim, og ekki munað hver ræðusnillingur hann var fyrri en eg heyrði til hans aftur. Það er mein, að mæltu máli er svona farið, en það vill svo vel til, að Guðmundur á vel- flestar þær hinar mörgu ræður, sem hann hefir flutt í mannfagnaði, og þetta rit er úrval af slíkum ræðurn hans. Þegar maður hefir þær svona allar undir í senn, verður manni fyrst magn snildarinnar ljóst, og hvað laginn Guðmundur er að finna ein- mitt þann blæ í hvért skiftið, sem við á, en þó er listin svo fast mótuð, að þrátt fyrir mismunandi viðfangs- efni er þetta safn samfeld heild. Manni bregst það ekki að höf. er skáld og hann er meira, hann er mál- ari, svo eru myndirnar litauðgar og lifandi, hann er hljómlistarmaður, svo er málið hreimmikið — hann er hagur á alt. Þá ljómar svo til af hverri einustu ræðu hinn hárfíni smekkur hans á íslenzkan skáldskap. Það er aðeins um eitt, sem bókin svíkur mann, það er eitt, sem vantar, sem bók reyndar ekki megnar að sýna, það er flutningurinn, sem er frábær hjá dr. Guðmundi. Þó að ræðurnar verði lesnar til ánægju og gagns og séu listaverk, þegar maður hefir þær á svötu og hvítu, eru þær ekki það, sem. þær voru„ þegar mað- ur heyrði þær, því þær skortir hér lifandi líf leikandi tungutaks. Þær eru snúnar úr mæltu máli upp í fagrar bókmentir. Dr. Guðmundur segir að vísu eitthvað, sem maður er honum ósammála um, en það er ein- mitt til marks um listagildið í þess- um ræðum, að maður tekur naumast eftir sl'íku, fyrir yfirburðunum, er maður les. Allar hafa þessar ræðu eitthvað til síns ágætis, og setjist maður, eins og gerist og gengur, við að finna það, sem manni kynni að þykja sízt, þá verður manni ekki kápan úr því klæðinu, en það sýnir, að úrvalið er gert af mikilli nærfærni. Svipað fer auðvitað, er manni verður að leita þess, sem manni þykir bezt, en þó sækist það frekar, og hvergi þykir mér höf. takast betur upp, en í ræð- unum: “Björstjerne Björnsson” og “Sextugur,” svo ólíkar sem þær eru. Með þessari bók hefir íslenzkum í)ókmentum áskotnast ný grein, sem eykur á auð þeirra — og þó slær á mann nokkrum óhug, vfegna þess, að nú má búast við því, að annar hver maður hér, sem ekki hefir komist þegjandi um lífsleiðina, muni hér- eftir vilja koma orðum sínuto á framfæri, svo að ekki verði hann síðri. Við það getur auðvitað hæg- lega orðið ljót skella á bókmentum vorum, en svo ljót getur hún aldrei orðið, að ekki sé tilvinnandi að taka þetta alt í kaupbæti, til þesS að ræð- ur dr. Guðmundar megi geymast á prenti. Þá verður ekki svo við skilist, að ekki sé minst á ytri frágang bókar- innar. Að vísu er efnið aðalatriði, en sagan af Bakkabræðrom, er þ •.ir buðu biskupi rjómann í íláti, sem var tiil annars ætlað, er sæmileg kenning um gildi umbúðanna. í fám orðum sagt: eg man ekki eftir að hafa séð fallegri bók að ytri sýnum og prentfrágangi; með þvi er mikið sagt. Isaföldarprentsmiðja er ó- neitankga að verða ein merkasta stofnun hér á landi fyrir útgáfu- starfsemi sína. —Mbl. 17. okt. Sturlunga Oft og mikið hefi eg furðað mig á því hvað fáir af þeim mönnum, sem lesa íslendinga sögurnar lesa og íhuga Sturlungu, er verður að teljast með stórmerkustu bókum heimsins og kannske áreiðanlegasta allra fiornrita vorra. Ýmsar ástæður hrinda mönnum frá lestri bókarinn- ar — hvað hún er flókin að vissu leyti og erfitt að átta sig á ölluta þeim mönnum er þar kom frarn á sjónarsviðið, hryðjuverk, og hvaða sorgarsaga hún er. En þetta nægir ekki að skýra þessa vanrækt, sem hún hefir orðið fyrir. Því þessar ástæður ættu, þó svo sé ekki, að hvetja menn til að leggja sig niðúr STYÐJIÐ MR. PAUL BARDAL ALLIR SEM EINN ! Mr. Paul Bardal, bæjarfull- trúi, leitar endurkosnnigar til bæjarstjórnar í 2. kjördeild á föstudaginn þann 26. nóvem- ber 1937. íslendingar þurfa að eiga á- hrifamenn í sem allra flestum embættum og sýslunum. Mr. Bardal hefir orðið þeim til sæmdar í bæjarstjórninni, og hann verðskuldar það fyllilega að þeir veiti honum óskiftan stuðning með því að greiða honum forgangsatkvæði, og merkja töluna (1) við 'nafn hans á kjörlistanum. MR. PAUL BARDAL ALLIR SEM EINN ! COMMITTEE ROOM: SARGENT and WICTOR For Information Phone 34 422 /

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.