Alþýðublaðið - 18.03.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ f eu*sKiPAF./et. Islands /J W\'*S35?- A? E.s. Stevling fer béðan suður og austur um kmd þriðjud. 22. marz kl. IO árd. Tekið verður við vörum þsnnig: / dag föstud. 18. marz: Til tsafjarðar, Hólmavikur, Bitru- fjarðar, Borðeyrar, Hvammstanga, Blönduóss, Skagastrandar, Kálfs hamarsvíkur, Sauðárkróks, Hofs- óss, Akureyrar, Húsavfkur, Kópa- skers og Raufarhaíhar. Auglýsing fyrir sjófarendur. Vestm.eyjavitinn logar aftur. Rvík 17. tnarz 1921. Th. Krabbe. Hvít bollapör 09 F reyju-súkkulaði Á morgun, laugard ip. mars: Tií Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar, Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Vestmannaeyja. fæst í Kaupfélaginu í Gamla bankanum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Jack London: Æflntýri. vanur pví að pola engum mögl, og þeir, sem á fótum voru gutu augunum illilega til hans, um leið og þeir framkvæmdu skipanir hans. Einn af þeim muldraði eithvað nm leið og hann greip um fætur líksins, og hvlti maðurinn svaraði þegar, bæði 1 orði og verki. Það tók á hann, en með handarbakinu gaf hann hon- um utan undir svo um munaði. „Þarft þú aP segja eitthvað Angara?" hrópaði hann. „Hvað ertu að nöldra? Eg skal rétt finna þig í Ijöru- grjótinu!" Svertinginn bjóst, eins og villidýr, til þess að ráðast á hann. Ur augum hans skein villidýrslegt æði; en hann sá að hvíti maðurinn greip um skammbyssuna i belti sér, og ekkert varð úr árásinni. Vöðvamir linuð- ust, svertinginn beygði sig yfir líkið og hjálpaði til að bera það út. Og nú nöldraði hann ekki. „Kvikindil" hvein i hvíta manninum, og meinti hann þar með alla ihúa Salomonseyjanna. Þessi hvíti maður var alvarlega veikur, og engu minna en svertingjarnir, sem hanu var að líta eftir. Hann vissi hreint ekki, þegar hann fór inn í kofann, hvort hann mundi komast út úr honum aftur. En hon- um var það full Ijóst, að ef hann liði í ómegin mitt á meðal svertingjanna, mundu allir þeir, sem gátu hreyft sig, ráðast á hann eins og hungraðir úlfar. Yzt á bekknum lá maður, sem var í andarslitrunum. Hann skipaði að fara hurt með hann jafnskjótt og hann dæi. Svertingi rak höfuðið inn úr dyrunum og sagði á suðurhafs-ensku sinni: „Fjórir menn mikið veikir". Það voru nýjir sjúklingar-, þeir gátu enn þá gengið, en héldu sér í þanD, sem hafði orð fyrir þeim. Hvíti maðurinn valdi þann, sem veikastur var og lét hann eggjast þar, sem líkið hafði áður legið. Þeim sem var eæatur honum sagði hann að bíða þangað til einhver 3jS. Því næst gaf hann einum þeirra, sem heilbrigður var, skipun um að sækja hóp af verkamönnum út á akurinn, ti! þess að reisa viðbót við sjúkraskýlið, svo hélt hann áfram göngu sinni; hann úthlutaði lyfjnm og hughreysti sjúklingana á suðurhafs-ensku. Við og við heyrðust leiðinda kveinstafir inst innan úr skúrnnm. Þegar hann kom þangað, heyrði hann að þær voru í ungum manni,' sem ekki var veikur. Og samstundis hljóp vonska í hvíta manninn. „Hvað ertu að góla?“ spurði hann. „Þetta er bróðir minn. Alt of margir bræður mínir deyja". „Þú vælir, af þvl alt of margir bræður þínir deyja", hélt hvíti maðurinn áfram ógnandí. „Eg vil ekki heyra þetta eilífa vol. þú lætur þá liggja hér og deyja hjálp- arlausa, asninn þinn. Hættu nú að öskra, skilurðu það. Ef þú hættir ekki, skal eg hjálpa þér til þess snöggiega." Hann ógnaði manntetrinu, sem hljóp í kút og gaut át undan sér augunum lýmskulega. „Hvaða gagn heldur þú, að sé i þessu væli?" hélt hviti maðurinn áfram bljúgari í máli „Hættu nú. Þú ættir heldur að reka flugurnar út. Sæktu vatn, þvoðu bræðrum þínutu, þvoðu þeim oft, smám samau batnar þeim þá. — Til starfal" hrópaði hann loks og drotnun- arvald hans hafði samstundis áhrif á óþroskaðar gáfur svertingjans; eins og rafurmagnshögg hefði lostiðhann, stökk hann á fætur og fór að berjast við flugnahópinn. A3 svo búnu reið hvfti maðurinn aftur út í hitamoll- una. Hann hélt sér dauðahaldi um hálsinn á svertingj- %num og dróg andan djúft, en loftið særði beinlínis lungu hans, svo hann lét höfúðið síga og hálfdottaði, þangað til þeir komu aftur að húsinn. Honum var það hreinasta kvöl, að hreyfa sig nokkuð eða hugsa, en þó var hann stöðugt neyddur til þess. Hann gaf svert- íngjanum, sem hafði borið hann, hrennivínsstanp; Viaburi, pilturinn sem var léttadrengur í húsinu, færði honum sterka blöndu af sótthreinsunarlyfjum og vatn, og þvoði hann sér vandlega upp úr því. Þvi næst tók hann inn hressandi lyf, tók á slagæðinni, raældi hitann og hallaði sér stynjandi út af á legubekkinn. Þetta var nokkru eftir hádegi, og hann hafði nú lokið þriðju umferð sinni um daginn. Hann kalalði á drenginn: „Taktu stóra hlutinn og vittu hvort þú sérð ekht Jcssie," skipaði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.