Lögberg - 23.12.1937, Qupperneq 7

Lögberg - 23.12.1937, Qupperneq 7
Fimmtíu Ára Minningarblað Lögbergs Tuittugasta og Annan Desember Nítján Hundruð Þrjátíu og Sjö 7 “Lögberg” fimmtíu ára ( Framhald frá fimtu blaðsíðu) Ekki verður hér farið út í, aÖ lýsa rithætti eða öðrum sérkennum allra hinna mörgu ritstjóra Lógbergs hvers um sig. En með sanni mun mega segja um j>á sameiginlega, að þeir hafa allir verið greindir menn, hver á sinn hátt, og jafnframt yfir- leitt sæmilega pennafærir, og sumir með ágætum. Eðlilega hafa þeir, sem lengst komu þar við sögu, sett mestan svip sinn á blaðið, þeir Einar Hjörleifsson, Sigtryggur Jónasson, Magnús Paulson, Stefán Björnsson, Jón J. Bíldfell og Einar P. Jónsson. Um ritsnild og ritstjórnarhæfi- leika Einars Hjörleifssonar hefir þegar verið farið nokkrum orðum, enda er hann löngu þjóðkunnur sem rithöfundur. Framfarahugur og einurð einkendu blaðamensku Sig- tryggs Jónassonar, og reyndist hann jafnvígur til sóknar og varnar; var hann einnig ritstjóri á þeim árum, þegar flokkaskifting var áköf með mönnum bæði i stjórn- og trúmál- um. Magnús Páulson var maður gjörhugull og gætinn, en jafnframt fastur fyrir í skoðunum. Séra Stefán Björnsson var enginn víga- maður i blaðamenskunni, en rit- stjórn hans þó hin farsælasta; gat hann með sanni sagt í kveðjugrein sinni er hann fór frá blaðinu (2. apríl, 1914) : “Eg hefi kostað kapps um að efna það, sem eg hét í upp- hafi ritstjórnar minnar, að leitast við að gera blaðið friðsamt og ljá eigi rúm persónulegum óhróðri, og illkvittni ellegar öðrum, þvílíkum sora.” Ritstjórnargreinar Jóns J. Bíldfell bera vott um góða greind, íhugun og áhuga á þjóðmálum; bardagamaður var hann einnig miklu meiri en séra Stefán, þegar því var að skifta, og fylginn sér. Einar P. Jónsson liefir á hinn bóginn yfir- leitt verið hinn mesti friðsemdar maður í ritmenskunni, þó út af þvi hafi brugðið endur og sinnum; hann er maður óvenjulega hagur á islenzkt mál, og eru honum menn- ingarmál og bókmentir hugstæðust umærðuefni. Mun óhætt tnega segja, að Einar hafi haft nokkur áhrif í þá átt, að auka íslenzka mál- fegurð vestan hafs og listræna við- leitni meðal landa sinna, enda hefir hann oftar en einu sinni átt frum- kvæði að því, að efnilegir listamenn hafa sendir verið til framhaldsnáms. Ætla eg einnig að vestur-íslenzk æska hafi stundum nokkurt tillit tek- ið til orða Einars og athafna í menn- ingaráttina. Af þeim öðrum rit- stjórum Lögbergs, sem um styttri tíma hafa stjórnað blaðinu, má sér- staklega nefna Dr. Sig. J. Jóhannes- son, sem er prýðilega ritfær maður, lipur í stíl og skeimtilegur. Lógberg hefir frá upphafi vega sinna fyrst og fremst verið frétta- blað, og jafnframt að öðrum þræði stjórnmálablað. (Smbr. boðsbréfið hér að framan). Það hefir eftir föngum flutt ítarlegar fréttir úr bygðarlögum íslendinga vestan hafs og af Islendingum utan þeirra, en þeir eru nú dreifir orðnir um alt meginland Vesturálfu. Einnig hefir blaðið frá byrjun flutt nákvæmar fregnir af öllu hinu helzta, setn gerst hefir heima á ættjörðinni; enda var blaðið blátt áfram stofnað með það fyrir augum, að vera tengitaug milli fslendinga hérlendis, annars- veg, og milli þeirra og heimalandsins hinsvegar. Er það réttilega tekið fram í greininni “íslenzk blaða- menska” (Lögberg, 10. jan. 1901): “Það, sem sérstaklega vakti fyrir þeinx, sem fyrst stofnuðu íslenzk blöð hér vestra, var það, meðal ann- ars, að þau yrðu öflugt meðal til að viðhalda íslenzkri tungu og þjóðerni hér í landi.” Þó að nokkuð skifti í tvö horn um það, hvernig vestur- íslenzk blöð hafa stundum snúist við þjóðræknismálunum, verður hinu ekki neitað, að blöðin þau hafa lagt ómetanlegan skerf til viðhalds ís- lenzkrar tungu og íslenzkrar menn- ingar í Vesturheimi; á það auðvit- að fremst og helzt við um elztu blöðin og útbreiddustu, Hciim- kringlu og Lögberg. Mun mega % jMbijjfa ^iijr % 0. s. THORGEIRSSON, eiiin af stofnendum Lógbergs. segja, að hefði ekki blaðanna þeirra við notið, myndi íslenzk þjóðræknis- viðleitni vestan hafs löngu dauða- dæmd. En þeirri viðleitni hafa þau eigi aðeins haldið vakandi með flutningi frétta af íslendingum hér í álfu og heiman af ættjörðinni. Lógberg hefir frá því fyrsta, jafnhliða frétt- unum, flutt kvæði, ritgerðir og rit- dóma, frumsamið vestur hér, og einnig prentað upp úrval slikra rit- smíða úr blöðum og tímaritum heima á íslandi, ekki sízt á síðari árum. Hafa raddir heyrst um það, að of mikið væri í Lógbergi (og Heirns- kringlu) af endurprentuðu lesmáli að heiman. Má það til sanns vegar færa, að sumt af því rúmi, sem til slíks hefir verið varið, hefði, ef til vill, legið nær, að fylla með fréttum úr íslenzkum bygðum vestan hafs; og er hér líklega um að ræða ein- hvern helzta gallann á Lögbergi og öðrum vestur-íslenzkum blöðum, frá sjónarmiði nútíðar blaðamensku. En jafnframt skyldi það haft hugfast, að ef Lögberg hefði eigi flutt les- endum sínum úrvalsefni úr íslenzk- um blöðum og timaritum, hefði all- ur þorri Jæirra, einkum á seinni ár- um, farið algerlega á mis við margt af því bezta, sem orkt hefir verið eða samið í óbundnu máli á íslandi. Með endurprentun sliks lesmáls hef- ir hérlendum islenzkum lesendum því verið gert drjúgum hægara um vik að fylgjast með andlegum straumum og verklegum framförum heima á ættjörðinni; og svo verður það að vera í framtíðinni, eigi sam- bandið við heimalandið ekki að veikjast eða slitna með öllu. Lítum nú nokkru nánar á frum- samda lesmálið héðan að vestan, sem Lögbcrg hefir flutt á liðnum aldar- helmingi. Óneitanlega kennir þar margra grasa, og fer fjarri, að það hafi alt verið kjarnmeti, sem borið hefir verið á borð fyrir lesendur. Gaumgæf og sanngjörn athugun á frumsömdu lesmáli Lögbergs leiðir þó jafnframt í ljós, að í dálkum þess hefir prentað verið margt af því, í bundnu máli og óbundnu, sem merkilegast og fegurst hefir samið verið í Vesturheimi. Þar birtist á ritstjórnarárum Einars Hjörleifs- sonar margt af kvæðum hans, og fram eftir árum eigi allfátt af kvæð- um Stepháns G. Stefánssonar. Margt af kvæðum Guttorms J. Gutt- ormssonar, Þorsteins Þ. Þorstéins- sonar, Sig. Júl. Jóhannessonar, Jóns Runólfssonar, Magnúsar Markús- sonar, frú Jakobínu Johnson, og séra J. A. Sigurðssonar hefir einnig kom- ið í Lögbegi, að ógleymdu miklu af kveðskap Kristjáns N. Júlíusar (K.N.). Á seinni árum hafa einnig hirst í Lógbergi nær öll kvæði þeirra Einars P. Jónssonar, Richards Beck, Dr. Sveins E. Björnsson og Hjálm- ars Gíslasonar, að ótöldum fjölda- mörgum öðrum ljóðasmiðum vestur- íslenzkum. Þá má einnig geta þess, að mörg kvæði Hannesar S. Blöndal voru á sinni tíð fyrst prentuð í Lógbergi. Sama verður uppi á teningnum, þegar óbundna málið er athugað. Á fyrstu árum Lógbergs birtust þar ýmsir fyrirlestrar eftir séra Friðrik J. Begntann, ræður og ritgerðir eftir Dr. Jón Bjarnason, kvæði og sögur eftir J. Magnús Bjarnason, og síðar ritgerðir og æfintýri eftir hann. Þá hefir Lógberg flutt ritgerðir, ræður eða ritdóma eftir þessa menn vestan hafs: Dr. Björn B. Jónsson, Dr. Sigurð Júl. Jóhannesson (utan rit- stjórnartíðar hans), Prófessor Richard Beck, Hjálmar Berg'man lögfræðing, Dr. B. J. Brandson, Prófessor Halldór Hermannsson, Dr. Ólaf Björnsson, séra Guttorm J. Guttormsson, Dr. Jón Stefánsson, Gunnar B. Björnsson ritstjóra, Dr. Stefán Einarsson, séra Valdimar J. Eylands, Hjálmar skáld Gíslason, séra Sigurð Ólafsson, séra Jakob Jónsson, Finnboga Hjálmarsson, Guðmund Jónsson frá Húsey, G. T. Athelstan, G. J. O'leson og Mrs. Rannveigu G. K. Sigbjörsson, að taldir séu helzt þeir höfundar, sem hvað mest hafa lagt af mörkum til blaðsins, eða kunnastir eru. Helztu þýðendur íslenzkra ljóða á ensku vestan hafs hafa einnig lagt sinn skerf til lesmáls Lögbergs: Frú Jakobina Johnson, Prófessor Watson Kirkconnell, Prófessor Rúnólfur Félsted, Paul Bjarnason og Prófessor Skúli Johnson. Þar hafa einnig á prent komið f jölmörg af hinum ensku kvæðum Christo- pher Johnstone og Helen Swinburne (dóttur Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar tónskálds). Ýmsir rithöfundar heima á ís- landi hafa einnig auðgað dálka Lógbergs með frumsömdu efni: t. d. Steingrímur læknir Matthías- son, Sigurður meistari Skúlason, Dr. Guðmundur Finnbogason og Pétur kennirníaður Sigurðsson, að ógleymdum hinum þjóðkunna fræði- þul Kristleifi Þorsteinssyni á Stóra- Kroppi, sem sent hefir Lógbergi ár- legt fréttabréf af íslandi siðastliðin 14 ár. Lögberg hefir þó eigi látið staðar numið við það, að fræða lesendur sína með fréttum og fjölbreyttu efni af öðru tagi. Blaðið hefir jafn- an tekið mikinn þátt í félagsmálum og menningarmálum Vestur-fslend- inga. Það hefir átt sinn hlut í því, að hrinda af stað eða koma í fram- kvæmd mörgum þeim velferðar- málurn, sem ávaxtarikust hafa orðið og þjóðstofni vorum til varanleg- astrar sæmdar, þó eigi verði þau hér talin. Næsta f jölþættur og merkilegur er því sá skerfur orðinn, sem Lögberg hefir, á liðnum fimmtíu árum, lagt til menningarsögu íslendinga í Vest- urheimi, þó að vitanlega hefði betur mátt vera um ýmislegt í sambandi við blaðið. En jafnframt er ekki nema sanngjarnt, að draga athyglina að þvi, hversu miklum örðugleikum þð er háð, að halda úti íslenzkum blöðum í Vesturheimi, í hinu er- lenda umhverfi og dreifbýli íslend- inga. Að þessu er með gildum rök- um vikið í greininni “Vestur-íslenzk blaðamenska” (Lögberg 4. janúar, 1924) : “Vér erum helzt á því, að það séu engir blaðamenn, sem standa eins illa að vígi eins og íslenzkir blaðamenn i Vesturheimi, það er að segja þeir þeirra, sem eiga viðhald blaða sinna undir islenzkum lesend- um.” Bendir greinarhöfundur enn- fremur á það, að íslendingar hér- lendis hafi eigi notið nægilegs styrks frá heimaþjóðinni; þeir hafi að mestu barist einir í dreifingunni vestan hafs fyrir tilveru sinni og viðhaldi þjóðernis síns. Og eru þau orð ekki töluð út í bláinn. Lögberg hefir, í fáum orðum sagt, átt sinn mikla þátt í því, að halda íslendingum sarnan sem þjóðarheild, verið ein af höfuð afltaugum ís- lenzks þjóðernis vestan hafs. Jafn- framt hefir blaðið verið einn af meginstólpunum í brúnni yfir hafið —heim um Atlantsála. Og það mun sannast, þegar vestur-íslenzku blöð- in hætta að koma út (sem vonandi verður enn langt að bíða), að þá fer brúin sú, að standa veikari fótum. Hefir þá verið rakin saga Lóg- bergs í höfuðdráttum og bent á menningarlegt gildi blaðsins og á- hrif. Gildi þess sem heimild að sögu íslendinga i Vesturheimi er auðsæ. Það er hverju orði sannara, sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson segir um ARNI FREDERICKSON, einn af stofnenduni Lógbergs. Lógberg og Heimskringlu i bók sinni Vestmenn (bls. 207): “Þau eru spegilmynd islenzku sálarinnar í nýjum heimi.” En vestur-íslenzku blöðin, Lög- bcrg og Heimskringla sérstaklega, eru einnig merkileg í sögu íslenzkrar blaðamensku, en því merkisatriði hefir harla litið verið á lofti haldið. Prófessor Halldór Hermannsson hefir þó fært rök að því í grein sinni “íslenzk blöð og timarit” (Lógbcrg. 29. maí, i93o), að áhrifa af vestur- íslenzkum blöðunr hafi um sitt hvað gætt í íslenzkri blaðamensku heima fyrir. Meðal annars farast honum þannig orð: “Efalaust hafa vest- rænu blöðin íslenzku haft áhrif á blaðamenskuna heima að ýmsu leyti, en það var þó ekki auðvelt fyrir blöðin þar að taka upp snið þeirra, því að enn urm langan aldur var erfitt með samgöngur, fréttasöfn- un, og annað þess konar, sem nauð- synlegt er til blaðaútgáfu. Ame- rískrar blaðamensku kennir þó greinilega í smáum stíl undir lok nitjándu aldarinnar, þegar þeir Ein- ar H. Kvaran og Jón Ólafsson koma aftur að vestan. Þetta sézt þó varla i niðurskipun efnisins svo nokkru nemi, heldur í ýmsu öðru. Stórar og feitar fyrirsagnir og tónninn í greinunum, sérstaklega um opinber mál, ber vitni um vestræn áhrif. Þegar dagblöðin koma til sögunnar, þá taka þau aðallega til fyrirmyndar dönsk blöð og hafa haldið í því formi til þessa dags, — ef form skyldi kalla, því enn er niðurskipun og útliti íslenzkra dagblaða mjög ábóta- vant. Ennþá geta því Winnipeg- blöðin verið þeim til fyrirmyndar i því tilliti, því að þau halda ennþá að mestu þvi sniði, sem þau höfðu í upphafi.” Þó þessi ummæli hins gjörhugula fræðimanns séu rituð fyrir nokkr- um árum, eru þau enn hin athyglis- verðustu. Þau minna jafnframt á þá hlið vestur-íslenzkrar blaðaút- gáfu, sérstaklega Lögbergs og Heimskringlu, sem að heimaþjóð- inni íslenzku snýr að öðru leyti. Blöðin þessi hafa eigi aðeins, eins og að framan var lögð áherzla á, bygt brúna milli íslendinga beggja megin Atlantsála austan yfir hafið, með flutningi frétta og annars les- máls þaðan; heldur hafa þau einnig unnið að þeirri brúarbyggingu vestan yfir hafið, með flutningi frétta og frásagna af íslendingum þarlendis og með margvíslegum fróðleik, bókmentalegum og af öðru tagi, úr þeirri álfu heims. Vitanlega sættu nefnd blöð, eink- um á fyrri árum, ámælum fyrir að hvetja Islendinga til vesturferða; og er sú afstaða heimaþjóðarinnar til vestur-islenzkra blaða auðskilin hverjum hugsandi manni. En þess er þá jafnframt að minnast, að sá timi er löngu liðinn, og miklu ljúf- ara að hafa hitt hugfast á þessum tímamótum í sögu Lögbergs, að höf- uðblöð íslendinga vestan hafs hafa yfirleitt verið eindregin i þjóðrækn- ismálum, ekki sízt á seinni árum, — árvakrir málsvarar Islands og ís- lenzkrar þjóðar í Vesturheimi. Og fyrir þá viðleitni verðskulda þessi blöð meiri samúð og stuðning ís- lendinga heima fyrir, en þau eiga að fagna. Beverley Tea Room Lunches, Cigarettes, Con- fectionery, Picardy Cakes, Pastries, Ice Cream and Soft Drinks Við sendum vörur heim til yðar Phone 25 200 820 NOTRE PAME AVE. Innilegar hamingjuóskir til Lögbergj a fimmtíu ára afmœli þess. Megi framtíð blaðsins verða löng og giftusamleg! Hér sézt mynd af þeirri stœrstu kringferða flalslcða remiu (Toboggan Slide) sem bygð liefir verið í Canada. Þeir Ottensons feðgar hafa sett þecr upp í River Park. S. E. Ottenson er uppfindingamaðurinn að byggja þcer. Turn- inn annar er 46 fet frá jörð, þar sem sleðinn er lagður á þegar farið er af stað. Efsta Ijósið á turninum er 60 fet frá jörð. Rennurnar eru imi 1400 feta lcmgar, tvær hvora leið, svo allar renn- urnar gera þá 5600 fet. Það vceri ekkert úr vegi þó að fólk, sem heimsœkir Winnipeg utan af landsbygðinni, skryppi út til River Park að kvöldi til þegar búið er að setja Ijósin á, sem skifta mörgum hundruðum alla vega litum. Virðingarfylst, Tl. Ottenson S. E. Ottenson

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.