Lögberg - 10.02.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.02.1938, Blaðsíða 4
4 LÖG5ERG, FIMTUDAGINN 10. FEBRÚAR, 1938 ILögÍjerg Geíi8 út hvern fimtudag af T H K COLUMBIA PRE88 L I lí I T E D S95 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG. 5*5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO IJ.OO um árid — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbl* Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Mr. Bennett í vígamóð 1 vikunni sem leið sló í snarpa brýnu milli þeirra Mr. Kings forsætisráðherra, og Mr. Bennetts, foringja afturhaldsflokksins, við umræður um stjómarboðskapinn í sam- bandsþinginu; rann þá á Mr. Bennett slíkur berserksgangur, að fimum þótti sæ'ta. Engan furðaði á því, þótt Mr. Bennett hefði eitt og annað að athuga við gerðir stjómarinnar og fyndi lienni hitt og þetta til foráttu; er slíkt gömul þingvenja í lýðræðislöndum, að mál- svarar stjómarandstæðinga á þingi helli úr pokanum á eldhúsdögum og gagnrýni eftir föngum ráðstafanir og meginstefnur þeirrar stjórnar, sem í þann og þann svipinn á hlut að máli; þetta getur oft verið næsta þarflegt, sé æskilegrar sanngirni gætt. En að þessu sinni virðist flest hafa farið fjrrir ofan garð og neðan hjá Mr. Bennett, annað en heift- rækni til núverandi stjórnar. Það vakti með- al annars undrun mikla, að maður með jafn- langan stjórnmálaferil að baki og Mr. Ben- net't, og jafn hæfur maður á ýmsum sviðum og hann óneitanlega er, skyldi verja eins miklu af tíma sínum og raun varð á, í mátt- laust fimbulfamb um kosningabrellur eða kosningasvik, er núverandi stjórnarflokkur, frjálslyndi flokkurinn, hefði gert sig sekan um; krafðist hann þess af miklum móði, að skipuð yrði sérstök þingnefnd í málið með það fyrir augum að leiða í ljós allan sannleikann. Mr. King, sem eins og vitað er fyrir löngu, er hverjum manni háttprúðari í ræðu, þyktist við þe'tta venju fremur, og beindi þeirrí spumingu til Mr. Bennetts, hvort hann væri með öllu ófáanlegur til þess að sundurliða á- kærur sínar, eða draga fram eitthvert ákveðið atriði út af fyrir sig, er hengja mætti hattinn á, því að öðrum kosti yrði eigi auðvel't að koma rannsókn við. Mr. Bennett lét sem hann heyrði ekki þetta, og þar við sat; þótti þingheimi hann lítinn veg hafa haft af þessari viðureign, og fundu víst flestir til þess, eða höfðu það á meðvitundinni, að staðhæfingar hans hefði við næsta veik rök að styðjast. Hliðstæðar að innviðagildi voru aðrar að- finslur Mr. Bennetts í garð stjórnarinnar; þær voru í rauninni hvorki fugl né fiskur, heldur almenns eðlis og út í hött. Nokkru fyrir kosningahjúðina 1935, hélt Mr. Bennett að hann hefði fundið upp nýtt púður, þar sem voru hin svonefndu ellefu umbótaboðorð. “Sjá, alt er orðið nýtt, því hið fyrra er farið.,, Það var þetta, sem Mr. Bennett var að reyna að smeygja inn hjá al- menningi nokkuru fyrir áminstar kosningar. Ýmsum þeim, er til þektu, þótti þetta koma úr hörðustu átt, og áttu bágt með að átta sig á sinnaskiftunum. Peningaverzlunin var al- veg úrelt í augum Mr. Rennetts; hana þurfti að endurbæta, og til þess var hann hinn eini útvaldi; stjóraarskránni þurfti líka að breyta, . og til þess var engum öðram en honum trú- andi; að sjálfsögðu var það líka öldungis ó- hjákvæmilegt að auka tollvemdina, og til þess að slíkt kæmi að tilætluðum notum, varð það að vera gert að hans fyrirlagi og undir hans forustu. En svo vildi nú til, að Mr. Bennett hafði verið við völd í fimm ár, og haft sig lítt í frammi viðvíkjandi þeim umbótum, sem í augum hans þoldu nú ekki lengri bið; um þetta var kjósendum kunnugt, og með það fyrir augum veittu þeir Mr. Bennétt lausn frá stjórnarforustu og fólu hana á hendur manni, er stóð þeim nær og þeir treystu betur til drengilegrar úrlausnar á vandamálum sínum. Mr. Bennett beitti sér-fyrir stofnun Centrai bankans, og með því afreki staðhæfði hann að peningaverzlun landsins væri komin í ákjós- anlegt horf. Eins og Mr. Bennett bjó um hnútana, var þessi nýja peningastofnun einkahluthafa banki; hún átti að skipuleggja og reglubinda lánstrust hinnar canadisku þjóðar öllum almenningi jafnt til heilla; stofnunin hefir gefist vel, þó það megi að miklu leyti þakka þeirri róttæku breytingu, er núverandi stjórn gerði á henni með því að kaupa meirihluta hlutabréfanna og gera hana að miklu leyti, með því, að almenningseign; og áður en langt um líður, á hún að vera, og verður vafalaust að öllu almenningseign. Gull reynist í eldi, en geðprýði í mótlæti, er gömul spakleg setning. Hvað varð um geðprýði Mr. Bennetts að þessu sinni? Vor sameiginlega norræna arfleitð Eftir W. J. Lmdal, K.C. (Ræða, sem hann flutti í útvarpið í Winnipeg, 30. janúar, 1938.) Efnið, sem eg ætla að ræða í kvöld er: “Vor sameiginlega, norræna arfleifð.,, Þegar rakin er saga vorrar sameiginlegu norrænu arfleifðar er það óhjákvæmilegt, að leiða hugi yðar til þeirra þjóða, sem bygðu norðurhluta Evrópu fyrir rúmum þúsund ár- um. Miðdepill þess svæðis er Jótlandsskag- inn. 1 norðurátt voru Norðmenn, og bygðu þeir suðurhluta Skandinaviska skagans. A sjálfu Jótlandi og næst fyrir sunnan það bjuggu Englar, Saxar og Jótar. Lengra suð- ur voru Láglendingar (Þjóðverjar í þeim hluta Þýzkalands) og í suðvestur Fríslend- ingar; nú er það svæði kallað Niðurlönd. Jafnvel þótt orðið norrænn í þess víðari merkingu nái yfir þá Þjóðverja, sem bygðu efri hluta Þýzkalands (Lálendinga), þá er svo lítið sameiginlegt með þeim og því fólki, sem eg hefi minst á, að óhætt er að ganga fram hjá þeim í því, sem hér verður sagt. Vor norræna arfleifð nær ekki til þeirra. 1 upphafi þessa máls mætti spyrja þess- arar spurningar: Hvað var það — ef það annars var nokk- uð — sem þessar þjóðir áttu sameiginlegt ? Hvað var það, sem einkendi þær sérstaklega frá þeirri þýzku grein norræna flokksins, sem Hálendingar nefndist eða jafnvel frá öðrum þjóðflokkum Norðurálfunnar ? Þeir voru einstaklingssinnar og þoldu ekki ofríki; voru eirðarlausir og æfin!týragjarnir. Frelsisást og sjálfstæðis, réttur hvers einasta manns til þess að sigla sinn eiginn sjó og skapa sína eigin framtíð, hugsanafrelsi og athafnafrelsi — alt þetta myndaði bæði ívaf og uppistöðu í lyndiseinkunn þessara nor- rænu þjóða. En samvafið þessu sjálfstæði er þráin til þess að vinna sameiginlega að almennings- heill og eindregin mótstaða gegn því að beygj- ast undir algert kúgunarvald, hvort heldur var einveldi eða ofríki í einhverri annari mynd. 1 stuttu móli sagt má finna hjá þess- um þjóðum frumrætur eða frjóanga þess lýð- ræðis, er vér þekkjum nú á dögum. Eins og vænta mátti, fluttu þessar þjóð- ir til annara landa. Þær fluttu austur, suður og vestur. 1 þessu sambandi eru það ein- ungis þrennir þjóðflu'tningar, sem nokkru máli skifta. A öndverðri fimtu öld hófu Englar, Sax- ar og Jótar flutning til Bretlands. Tímabil flutninganna og landvinninganna nær yfir tvær aldir; þar næst komu aðrar tvær aldir friðsamlegrar þjóðskipunar og eignarráðs. A eftir þessu tímabili kom hálf þriðja öld óeirða og styrjalda. Þá áttu engil-saxnesku þjóðirnar í stöðugum erjum við þá Dani og Norðmenn, sem síðar komu. Næs’tu þjóðflutningar áttu sér ekki eins beinar brautir. Seint á níundu öld fluttu Norðmanna- flokkar þangað sem nú er norðurhluti Frakk lands. Foringi þerra hét Hrólfur. Styttri mynd af nafninu Norðmenn er Normenn (eða var); og því heitir héraðið þar sem þessir menn settust að Normandí. Viðurkend land- taka Norðmanna á Frakklandi átti sér s'tað 911; var þá gerður samningur milli Karls konungs heimska á Frakklandi og Hrólfs; Varð Hrólfur fyrsti hertogi í Normandí. Hér um bil hálfri annari öld seinna, eða árið 1066, fór þáverandi hertoginn í Normandí yfir enska sundið og barðist við Harald konung að Hastings; var sá hertogi beinn aíkomandi Hrólfs. Eftir orustuna við Hastings hélt her- toginn áfram að hertaka Bretland. Þessar tvær hertekningar era greinilega ólíkar. Engil-Saxar hertóku ekki einungis Bretland, heldur urðu þeir Englendingar — þeir urðu enska þjóðin. Nafninu var breytt í Engilland eða England. Tungumál Bret- lands hvarf, nema á útkjálkum landsins. Norðmenn hertóku England, en sú her- tekning var með öllu ólík hinni; eftir hertekn- inguna samlöguðust þeir þjóðinni sem fyrir var. Astæðan fyrir því er auðskilin þegar þess er gætt hveraig farið hafði fyrir öðrum Norðmönnum, er þeir settust að í nýjum löndum, eins og t. d. þegar þeir fluttu til Sikileyjar og þess héraðs, sem nú er nefnt Úkranía. Hinir fornu Norðmenn sömdu sig algerlega að flestum ytri siðum og samlög- uðust þeim þjóðum, sem fyrir voru, þar sem þeir tóku sér bólfestu. 1 sambandi við þessa lyndseinkunn Norð- manna farast ensku alfræðibókinni orð sem hér segir: “Þeir hurfu allstaðar smám saman inn í þjóðina, sem þeir yfirunnu; þeir tileinkuðu sér málið og staðnæmdus't. En jafnframt þessu breyttu þeir og veittu oft meiri kraft þjóðsiðum og þjóðlífi hjá hinum ýmsu þjóð- um, er þeir að síðustu sameinuðust.,, Fyrir suma af oss, sem af nor- rænu bergi eru brotnir og finnum í oss sömu einkennin, að hneigjast til algerðrar samsteypu, er falin sannarleg huggun og von í síðustu orðunum, sem tilfærð eru. I Normandy tileinkuðu Norð- menn sér algerlega franska tungu og franska siði. En það sem meira er um vert: þeir drukku í sig á auga- bragði djúpa þrá til þjóðskipulags, sem Frakkar höfðu erft frá Róma- borg. og þessa þrá fluttu þeir með sér til Englands. Til jæss að koma á staðfastara skipulagi, var nauð- synlegt sterkara miðstjórnarvald. Og það varð hlutskifti Norðmanna að koma því á. Og þegar þeir kornu á norskum völdum á Englandi hafa þeir tvímælalaust notið styrks og aðstoðar náfrænda sinna, Englend- inga og Dana. Sú aðstoð var þess kyns að þeir voru sér hennar ekki meðvitandi, en hún var áhrifarík eigi að síður. Þriðji þjóðflutningurinn skal ekki gerður að löngu umræðuefni; hann er að sumu leyti sannari mynd nor- ræns hugarfars, þar sem landnámið, sem hér er um að ræða, var eyja, áður óbygð og af engum tekin. 'Á síðari hluta níundu aldar hafði Haraldur konungur hárfagri her- tekið mest allan suðurhlutann af Noreg/. Margir aðalsmenn og óðals- bændur neituðu að beygja sig undir vald hans, flýðu land og fóru til Is- lands, sem fundist hafði skömmu áður. Þetta var að einu leyti alveg sérstakur þjóðflutningur. Þeir, sem flýðu( voru heldri stéttar menn, en ekki lægri stétta; þeir fluttu með sér menta- og menningaráhrif og stofnanir þjóðar sinnar. Hin meðfædda tilhneiging þessara manna til þess að hafa skipulega stjórn i landi til sameiginlegrar verndar og hagsmuna, kom brátt í ljós. Árið 930 mættu leiðtogarnir og stofnuðu Alþingi — þing eða löggjafarmót allrar þjóðarinnar. Þetta þing var að sumu leyti samið eftir Gulaþingi i vesturhluta Noregs. Árið 1930 hélt íslenzka þjóðin há- tíðlegt þúsund ára afmæli þessa þings. Þess mætti minnast hér, að á þessu tímabili var norsk nýlenda stofnuð á “Isle of Man.” Þar var einnig þing stofnað bráðlega. Það er enn við lýði og er kallað Lykla- húsið (The House-of-Keys). Það skipa 24 þingmenn, jafnmargir og þeir voru í fyrstu. Hvert sem Norðmenn fóru og hvar sem þeir settust að fylgdi þeim æfinlega hug- sjónin um lýðstjórn og þjóðræði. Þegar það er tekið til greina ‘hversu sterkur norrænn þráður er spunninn inn í ensku þjóðina, þótt það sé að nokkru leyti dulið; þegar þess er ennfremur gætt að Englend- ingar hafa tikinkað sér hinar miklu þjóðskipulags gáfur frá Rómverjum og mannfélagsreglur þær, sem Norð- menn lærðu á Frakklandi og fluttu með sér til Englands — þegar alt þetta er íhugað, hvað er þá eðlilegra; hvað getur verið í fullkomnara sam- ræmi við óhjákvæmileg framþróun- arlög en það að einmitt á Englandi hlyti að verða barist fyrir þjóðræð- 1 isstefnunni Brezka þingið er ekki elzta löggjafarþing, en það er samt í öllum skilningi móðir löggjafar- þinganna, Jörðin á Englandi er vökvuð blóði; sem oft hefir verið úthelt þar í stórum stíl, til þess að skapa og varðveita stofnanir, sem kærari eru en nokkuð annað þeirri þjóð, sem elskar frelsi og réttindi. Brezkar hugmyndir — eða ætti eg að segja norrænar hugmyndir — : um stjórnarfar og mannlega hegðun, hafa fluzt til margra annara þjóða. Sé svo að þær hugmyndir hafi sum- ; staðar verið upprættar eða séu þær í hættu, þá er það fyrir þá sök að önn- ur öfl hafa náð yfirhöndinni. Vér getum spurt sjálfa oss þess- arar spurningar: Getur norræna arfleifðin einu sinni enn látið svo til sín taka, að hún megi stöðva þá óheillaöldu, sem 1 risið hefir? ( Eg trúi þvi, að hið norræna hug- arfar og eðli hafi sérstakt gildi ein- ’ mitt nú, þegar sakir standa eins og ] raun er á. Vera má að þjóðræknis fyrirkomulagið sé ekkert eða lítið 1 nema nafnið eitt. Það er sannleik- 1 ur að það er einungis skrifstofu- < stjórn nema því aðeins að kjósend- urnir geri sér grein fyrir grundvall- aratriðum sannarlegs frelsis. Kjós- endurnir verða að vera þeim gáftun gæddir að geta hagað sér sem frjáls- ir menn jafnframt því sem þeir skilja hvað heildinni er fyrir beztu. Vér skulum renna huganum til skandinavisku þjóðanna. Á miðöldum sukku bændumir í Norðurálfunni niður í ánauð og þrældóm undir oki hinna ráðandi stétta. Bændurnir í skandinavisku löndunum liðu hörmungar af fá- tækt og allsleysi; en þeir töpuðu aldrei frelsi sínu. Jafnvel í svartasta myrkri sögunnar þegar alt logaði i stríðum og ófriði átti fjöldinn yfir að ráða huldum krafti, sem brauzt fram þegar tími og tækifæri gáfust og leiddi hann til baráttu fyrir nýju frelsi. Þessar þjóðir eru gæddar hagkvætnum hugsjónum og eru ekki ánægðar nema því aðeins að fram- farir og umbætur eigi sér stað undir umsjón þjóðstjórnar, sem meira sé en nafnið eitt. Þrátt fyrir það, þótt þessar þjóðir séu einstaklingssinnaðar eiga þær samt í eðli sinu róttæka þrá til al- mennings heilla. Þess vegna hefir þeim tekist að brúa það haf, sem venjulega skilur stéttir og flokk'a. Hjá öllum skandinavisku þjóðun- um rikir einkennilegt sambland sam- eiginlegra og einstaklings athafna — og einmitt þetta er brennidepill sannarlegs þjóðræðis. Þar á sér stað mikilsvarðandi jafnvægiskerfi, sem miðar til þess að jafna tekjur manna, þar er um enga velLauðuga menn að ræða né heldur sjúkdóms- lömuð öreigahverfi. Samvinnustarfsemi skandinavisku þjóðanna hefir hepnast frábærlega vel, er það ólíkt því, sem átt hefir sér stað í Vesturheimi. Mín skoðun er sú, að þetta sé því að þakka að meiri áherzla er þar lögð á mannúð- arhliðina í samtökunum en peninga- hliðina. Lífshamingja manna meðal þeirra þjóða er ekki miðuð einvörð- ungu við peninga eða fjárgróða. Þær hafa orðið að læra að treysta gildi andans og hugsananna; þar hafa þær fundið ábyggilegri mæli- kvarða fyrir sönnu líferni en hinar þjóðirnar, sem meiri auði hafa safn- að en notið minni ánægju. Stórvaxið dæmi þess hversu mikl- um andlegum þroska norrænir menn geta náð þrátt fyrir fjárhagslega erfiðleika og daglegt strit, má nefna hinn þjóðkunna mann, íslenzka skáldið Stephan G. Stephansson, sem nefndur hefir verið hinn cana- diski Robert Browning. A daginn vann hann baki brotnu á sínu litla landi nálægt Red Deer í Alberta. Á kveldin kom hann heim eftir erfiði dagsins; en hann lagðist ekki til hvíldar, heldur vakti hann langt fram á nótt, þótt líkamlega þreyttur væri^ því andinn var bæði vakandi og í fullu f jöri; hann hélzt þá við í lítilli stofu; þangað hafði hann safnað bókum sígildra ljóða og alls konar ritum heimsfrægra höfunda. Watson Kirkconnell hefir sagt að vel megi svo fara að Stephan G. verði viðurkendur fyrsta stórskáld isem á nokkuru máli hafi ritáð og frægð hlotið í canadisku þjóðlífi. Hér í landi má finna vott um afturhvarf til hins frumlega. St. Francois-Xavier háskólinn hefir þroskað fólkið í vissum hluta í Canada siðferðislega og andlega með samvinnu starfi í því skyni að menta fullorðið fólk. í Nova Scotia eru um eitt þúsund slík samvinnu- félög og þrjátiu þúsund manns alls sem hreyfingunni tilheyra. Sumir spá því að þessi hreyfing breiðist smám saman yfir alla Can- ada. Þegar eg lít yfir þann sorgarleik, sem nú á sér stað í heiminum, þá dettur mér nokkuð í hug; það er þetta: Ef þjóðræknis fyrirkomulag- ið á ekki að líða undir lok; ef allar fórnfærslur liðins tíma eiga ekki að verða til einskis, er það þá ekki ó- hjákvæmilegt að norræna eðlið láti ennþá einu sinni til sín taka Vér vitum engan rósum stráðan veg til frelsis þar sem um sannarlegt þjóðræði er að ræða. Eini vegurinn sem farinn verður til þess að ná þjóðræðislegri full- komun, bæði út á við og inn á við, er sá, sem herðir 0g stælir. Þær þjóðir, sem eignast frelsi af tilvilj- an einni, eru ekki liklegar til þess að varðveita það lengi. Það út af fyrir sig að veita at- kvæðisrétt skapar hvorki þjóðræði né heldur því við. Hugsjónir þær, sem forfeður vor- ir hafa barist fyrir; vorar eigin hug- sjónir og stefnur, eru í svo mörgu tilliti einkennilegar í augum margra annara þjóða, sem annars konar uppruna eiga. Hengiláslögin i Quebec eru afsökuð á þeim grund- velli að fólk af latnesku bergi brotið sé svo ólikt, að þetta sé nauðsyn- legt. Sé um slíkan mismun að ræða, þá ætti að bæla hann niður, ef vér á annað borð hugsum oss að halda áfram þjóðræðisstefnunni. Ef það er mögulegt að átta sig aftur á sönnu manngildi, ef það er framkvæmanlegt að nálgast á ný hin norrænu einkenni, sem eg hefi mist á. þá er ekki óhugsandi að á þeim grundvelli megi skapa andlegt sam- band milli þeirra þjóðræðislanda, þar sem norræna eðlið er enn þá ríkjandi: Það er að segja brezka ríkisins, Bandaríkjanna og Skandi- navisku landanna. Á þann hátt væri það éf til vill mögulegt að reisa öfl- uga mótstöðu gegn ofsóknum ein- veldislandanna. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Til ritstjóra Lögbergs Lítil athúgasemd og viðbætir við “Karlar í krapinu.” Eg sá aldrei Hallgrím þann, sem um er getið, en Albert sonur hans bjó um langt skeið á Sæði í Höfðahverfi, atkvæða eljumaður; ekki sterkur, sem kallað er, en sivinnandi; annar sá mesti göngugarpur, sem eg ]?ekti og þoldi kulda og vosbúð öllum mönnum bet- ur, þeirra, sem, eg hefi þekt. Aldrei heyrði eg Hallgr.imi gefið auknefnið “sterki” en afl hans var alkunnugt. Ilonum var lýst sem hversdags gæf- um, en ef honum þótti fyrir þá gengu flestir úr vegi. Þó var þess getið að hann aldrei hreyfði reiði á sjó. Um lýsistunnuna — ekki kjagga. —A þeim tima sem sagan getur, var lending rétt neðan við Höefners- verzlun og Hallgrímur velti lýsis- tunnunni upp þangað. Hallgrími 'þótti sér misboðið í orðum og óhæfi- lega lítið verð boðið. Því reiddist hann greip upp tunnuna í fang sitt og hélt norður til næstu verzlunar. sem var alllangur spölur — í minni tíð kölluð Jónasens verzlun. — Á leiðinni mætti hann kunningja, en svo æstur var hann í skapi, að hann gáði ekki að, að setja niður tunnuna, þó ]>eir töluðust við um hríð. Þetta var atriðið, sem talið var sögulegt, en alls ekki þó hann væri lýsistunnu fær, þv,í það voru margir við Eyja- f jörð.og í nærliggjandi sveitum. En þó mörg þrekvirki hans væri í minn- um höfð, voru það tvö, sem mest voru talin með afbrigðum: Eitt kvöld snemma vetrar heyrðist þrusk i frambænum í Vík, svo Hall- grimur gekk til dyra. Þegar hann kom til bæjardyra sér hann við glóru gegnum útidyr að afarstór ófreskja er í bæjardyrum. Svo vildi til að lurkur nokkur var inst í bæjardyr- um; Hallgrímur grípur lurkinn og / rekur í skrimslið, sem hann álitur vera, og urðu stympingar miklar, sem enduðu rneð því, að skímslið fór út og með því alt bæjardyraþilið. Þar skildu leikar og “merkin sýndu verkin” næsta dag. Hvaða skepna þetta hefir verið veit enginn enn á þeirri tíð og enda fram á mína daga var margra trú að sjóskrímsli kæmu við og við á land. Eitt sinn komu Dalverjar úr kaup- staðarferð með töluverðan kornmat. Einn af skipverjum reitti Hallgrím til reiði, svo öllum var ljóst, en að vana hélt hann sér í skefjum á sjón- um. Um leið og báturinn tók niðri i lendingit stukku allir skipverðar i burtu sem fætur toguðu nema Hall- grímur. Næsta morgun var bátur- inn fyrir ofan sjávarmál og brotið úr stafnlok. Vegsummerki sýndu, að hann hafði borið bátinn á stöfn- um, án þess að afferma. Þetta var talið meðal hans mestu mannrauna. Sagan um, nautið er sönn, eftir því sem eg bezt veit; en var algerlega J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.