Lögberg - 17.02.1938, Síða 2

Lögberg - 17.02.1938, Síða 2
2 LÖGBMRG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1938 Örœfagöni Eftir Lán Veturinn 1907—’o8 ákváðum viÖ Stefán Björnsson, tveir þáverandi ungir kennarar viÖ gagnfræÖaskól- ann á Akureyri, að fara gangandi suÖur fjöll á næsta sumri( til Reykjavikur og þaðan aftur gang- andi um bygðir til l>aka. Gátum viö ekki til þess' hugsao að )ifa svo alla æfina. sem starfandi kennarar við fjölmennan skóla, að hafa ekki séð öræfin og jöklana, Gullfoss, Geysi og Þingvöll, ásamt hinum fegurstu bygöarlögum hér á landi, en vita að menn koma langt að frá fjarlægum löndum, með ærnum kostnaði, til þess að sjá þetta undraland, sem við byggjum. ViÖ nánari athugun þótti okkur of djarft að fara tveir einir suÖur fjöll- in, þv;í veriö gæti að eitthvað yrði að öðrum hvorum, og yrði þá fátt til ráða, svo við réðum það af að fá þriðja félagann. Fyrir valinu varð Magnús, sonur séra Matthiasar þjóðskálds, sein undir eins var til í slarkið. Alt fór þetta meÖ mestu leynd, því við vissum að almenningsálitið mundi dæma okkur bjána eða lítil- inótlegar níannrolur fyrir það að hugsa til þess að fara gangandi tvi- vegis yfir landið um hásumariÖ. Nokkru áður en förin skyldi hat'- in kom Jóhann skáld Sigurjónsson frá Laxamýri heim frá Kaupmanna- höfn til föður síns á Oddeyri, i þeim einum tilgangi að ferðast um öræfin þá um sumarið. Vildi hann kynn- ast þeim af eigin sjón og raun áður en hann legði síðustu hönd á skáld- rit sitt, Fjalla-Eyvind. Hafði nú fréttin um fyrirætlanir okkar félaga Ixirist út, og fanst þeim feðgum ráð að Jóhann fengi að slást í förina með, og það því fremur sem við höfðum ákveðið leið okkar um þau svæði, sem skáldið vildi kynnast. Var sú málaleitun auðsótt, því við fyrstu sýn sáum við, að Jóhann mundi verða góður félagi. Var nú boðað til fundar heima á Laxamýri hjá Sigurjóni. Þeir mættu báðir á fundinum. Gamli maðurinn lék á als oddi og nefndi okkur “ör- æfafugla” í hverri setningu, er hann gat við komið. Eftir nokkrar um- ræður bar Sigurjón upp svohljóð- andi tillögu: “Fáið þið Guðmund Ólafsson á Eyrarlandi með einn eða tvo hesta til þess að reiða fyrir ykkur tjöíd, vistir og annan útbúnað fram á f jöll. in, svo þið getið gengið lausir, og látið ykkur líða vel, og sendið hann svo heim með hestana, þegar fer að halla undan fæti og þið komnir vel á veg.” Tillagan var samþykt í einu hljóði og fundinum lauk með einróma á- nægju allra fundarmanna og þakk- læti til tillögumanns, meðal annars fyrir góðar veitingar. Ferðin hófst frá Akureyri kl. 5.30 siðari hluta dags 29. júli. Fórum við einir lausgangandi fram veg, með stafi í höndum, landabréf í vasanum, litla myndavél og tvo áttavita. Við töfðum um stund á Botni hjá föður mínum og komum við á höfuðból- inu Grund, en töfin þar var stutt og héldum þaðan seint um kvöldið fram eyrarnar eins og leið liggur að Sam- komugerði. Brýr voru þá engar á ánum. Finnastaðaá gátum við stokkið, en Skjólgdalsá urðum við að vaða og fórum þá í fyrsta skifti úr sokkunum. Kalt þótti okkur og ónotalegt að stíga á grjótið, “en nú dugðu engar góðar bænir,” og verra mundi það verða á f jöllunum. Þegar að Samkomugerði kom var alt fólkið í svefni. Gátum við ekki fengið af okkur að vekja það, en fundum hlöðu með hreinu og góðu heyi og skriðum þar inn. Þar sváf- um við vært um nóttina og leið á- gætlega. Snemma um morguninn fann Kristinn bóndi okkur alla fjóra sofandi í hlöðunni, en ekki nema f jóra, en þá hygg eg að ein af aðal- persónunum í Fjalla-Eyvindi, Arnes, hafi fengið reynslu fyrir þvi að sofa í heyi. (Sbr. Ames í x. þætti: “Eg sef hvergi betur en i þurru, gömlu heyi.”). Og þó við værum ekki fleiri en fjórir sýnilegir í þessari öræfa- göngu, þá munu allar persónurnar í Fjalla-Eyvindi hafa fylgt trúlega juför 1908 r J. Rist með og notað hvert tækifæri til þess að kynnast fjallalífinu, vitkast og stækka. . Viðtökurnar voru hinar beztu i % SamkomugerÖi, eins og annarsstaðar á leiðinni, og þegar við höfðum þvegið okkur og fengið góða hress- ingu, héldum við að Saurbæ. Þar skoðuðum við bæinn, sem var stór og ganiall í fornum stíl, og kirkjuna, sem er ein af þeim þrem torfkirkj- um, sem eftir eru hér á landi. Héld- ur við svo fram fjörðinn, fórum beint og hirtum ekki um almanna- leiðir. Eyjafjarðará óðum við und- an Nesi, en nú urðum við að fara úr buxunum. Gcngum við svo hálf- strípaðir langa leið frami bakkana, yfir holt og mýrar, og býst eg við að fólkinu, sem til okkar sá frá bæjun- um, hafi þótt þetta alleinkennílegir ferðalangar. Að Tjörnum, hinu gamla höfð- ingjasetri fremsta bænum austan- megin árinnar, náðum við kl. 5- Ferðalagið þessa 'tvo dagparta skoð- uðum við sem undirbúning eða þjálfun undir hina eiginlegu öræfa- göngu. LTm kvöldið kom svo Guð- mundur Ólafsson ríðandi með tvo hesta í taumi undir tjaldi og öðrum farangri, og hafði hann eigi lagt af stað fyr en þá um morguninn. Frá Tjörnum hófst öræfagangan kl. 7 að morgni 31. júlí. Gengurn við inn hjá Úlfá og höfðum tal af Kristni Jónssyni tónda þar, sem i fjallgöngum 1898 viltist á fjöllunum fram af Eyjafirði og kom loks niður í Hreppa eftir átta daga, nær dauða en lífi, mijög kalinn'á fótum og mátt- farinn, enda var hann nestislaus og klæðlítill. Fjallið var bratt uppgöngu með svonefndu Hafrárgili, þó eigi sé það liátt. Fjallsbrúninni náðum við kl. 10. Áðum við þar í fyrsta skifti hjá snjófönn undr allstórri klettaborg. Hituðum við kaffi og skoðuðum í nestispokana, því varla var það meira. Lystin var enn ekki vakin. Veður var ágætt, 'heiðskírt og bjart, og reyndum við að njóta útsýnisins sem bezt þarna úr fjallabrúninni norður yfir Eyjafjarðardalinn, sem blasti svo vel við. Gaf þar að lita grösugar engjar og slegin tún og þétt settar bæjaraðir báðumegin ár- innar, sem liÖaðist rólega norður- eftir, en hrikaleg fjöll til beggja hliða. Var nú eigi til setunnar boð- ið. Gengum við því upp og áfram yfir brúnina. Á fáeinum augnablik- umi hvarf okkur hin fagra sýn til norðurs yfir Eyjafjörðinn, en önn- ur ný blasti við. í fyrstu var hún eigi fögur eða tilkomumikil, stórir ásar, hæðir og melöldur og eintóm auðn. Vegurinn yfir Vatnahjalla, sem var fjölfarinn um marga tugi ára, var ennþá nokkurnveginn greinilegur. Yfir grófir og gil- skorninga hafa gömlu mennirnir, forfeður vorir, hlaðið öflugar brýr úr eintómum blágrýtishellum, sem voru furðu stórar sumar hverjar. Því lengra, sem kom suður og vest- ur á hæðirnar, og sléttlendið varð samfeldara, því óskýrari varð veg- urinn, og brátt sást ekkert annað, sem benti á veg, en blásin hestabein hér og þar. Meðan útsýnið var svo lítið töfrandi, notuðum við augun og eftirtektina til þess að skoða þann fátæklega gróður, sem þarna var. Helzt var þar að finna steinbrjóta og jöklasóleyjar með margra faðma millibili. Allir f jórir slitum við upp nokkrar sóleyjar, þurkuðum þær og presuðum í vasabókum okkar, en um það, hvernig hver og einn hefir hag- nýtt. sér þær, fær enginn að vita. Þar mun Kári hafa fundið hina ný- útsprungnu jöklasóley, er hann skýr- ir Höllu frá í 2. þætti. Kl. 3 um daginn komum við að Jökulsá hinni eystri, sem er önnur aðalkvíslin, sem myndar Héraðs- vötnin, er falla um Skagafjörð, og komum við þar að henni, sem hún fellur fyrst i gljúfur og dalurinn byrjar. Langt til að sjá sýndist áin látil, og höfðum við orð á því, að varla yrði þessi spræna torfæra á okkar leið, en þegar að henni kom setti okkur hljóða. Hún valt áfram vatnsmikil um flúðir og í fossum og því engri skepnu fær, nema fugl- inumi fljúgandi. Það var þegjandi samþykt að setjast niður og fá sér bita. Við höfðum þó ekki kingt mörgum bitum, þegar okkur fór að hrjóta orð af vörum. Þau urðu fleiri og djarfari, og Ioks þegar upp var staðið varð inælskan óstöðvandi, rómurinn hávær og þróttmikill eins og árstraumurinn. Ákveðið var aö fara fram með ánni og yfir hana á jökli, ef ekki vildi betur til. Veg- urinn meðfram henni var með köfl. um Ógreiðfær fyrir hestana. Sér- staklega var þverá ein, er við héldum vera Geldingsá, ill yfirferðar fyrir stórgrýti og vatnsdýpi. Við stukk- unx yfir liana á flúðunf. En vei þeim, sem niður félli! Einn félag- anna fór þó yfir hana á þann hátt, að hann fór úr fötunum að neðan og óð, en hélt í taglið á einum hest- anna og lýt hann draga sig yfir. Hörmuðum við það mjög að geta ekki náð mynd af þessari skringilegu sýn, semi varð okkur umtals- og hlátursefni lengi á eftir. Víða með- fram ánni voru stórar grjóteyrar al- þaktar eyrarrósum eins og sáinn akur, og lituðu eyrarnar rósrauðar langt til að sjá. Tók sú mynd mjög huga okkar og hefir oft sýnt sig í hUganum síðan. Áin varð lygnari og breiðari eftir því sem lengra kom fram með henni, og kl. 6.30 komum við þar að henni, sem okkur sýndist tiltækilegt að vaða yfir. Fórum við nú úr yfirhöfnum, skóm, sokkurn og buxum, bundum í böggul og sett- um á klárana. Skyrturnar bundum við upp um mitti eða axlir, svo við þyrftum ekki að hafa áhyggjur út af því að forða þeim frá að vökna. Þannig lögðum við út í ána. Á iit- inn var hún eins og gott rjómakaffi, en botninn var hnullungagrjót, sem við reyndumi að stikla á til þess að forðast dýpið. Af stöfunum höfð- um við nokkurn stuðning, en það fundum við að erfitt mundi að standa, ef straumurinn félli nokkuð verulega upp á holið. Enginn var hræddur, því allir vorum við svo syndir, að vissa var fyrir þvi, að við gætum náð til lands öðru hvoru megin, ef straumurinn skyldi skella okkur flötum. En á því þurfti ekki að halda. Þetta lánaðist prýðilega, og við höfðum samskonar ánægju af þessu og smástrákar, sem stolist hafa út í vorleysinguna til þess að vaða í pollunumi og þykjast svo hafa unnið frábært hreystiverk. Við klæddum okkur í fötin á ný og héldum göngunni áfram til kl. 8 að við náðum í Polla, og voru þar hagar fyrir hestana. Við tjölduðum, snæddum með góðri lyst og hvíld- umst um stund. En lengi gátum við ekki haldist við í tjaldinu, því veðrið var indælt og útsýn dýrðleg. Öll þreyta var horfin. Við hlupum i smásprettum upp á hæðirnar ,í kring, reyndum handahlaup og gerðum ýmsar kúnstir eftir geðþótta og getu. Til suðurs blöstu fannhvítir jöklarn- ir hátt við himin. Til austurs og vesturs víðáttumiklar sléttur með hæðum og fellum hér og þar, en til norðurs voru daladrögin með hrika- legum fjallgörðum á milli, með hnjúkum og tindum, sem virtust leika feluleik í blámóðunni. Fjalla- kyrðin og víðsýniÖ gagntók okkur. Við vorum hrifnir. Og þegar mesti gáskinn var af okkur runninn, sung- um við hið alkunna kvæði Stein- gríms Thorsteinssonar: “Þú bláf jalla geimur! með heiðjökla hring” og “Hér andar guðs blær, og hér verð eg svo frjáls. í hæðir er berst til ljóssins strauma. Æ lengra, æ lengra að lindum himin- báls, unz leiðist eg í sólu fegri drauma.” Nú var klukkan að verða 11 og við neyddir til þess að fara inn og skríða í svefnpokana, því næsta dag urðum við að geta lagst snemma af stað til þess að vera vissir um að ná á Hveravelli. Við sofnuðum brátt, en höfðum ekki sofið lengi er við vöknuðum allir saman nokkurnveginn jafn- snemma við illa líðan. Svefnpok- arnir, sem voru gerðir eftir okkar eigin hugviti, voru mesta óhræsi. Þeir voru úr einföldu olíubornu lér- efti, svo þeir yrðu léttir í flutningi, en urðu rennblautir innan og kaldir þegar búið var að vera í þeim nokkra stund. Við fórum því sem snarast úr þeim, breiddum þá á jörðina undir okkur og tindum alt lauslegt ofan á okkur, sem hanð- bært var og gat orðið okkur til skjóls. Sváfum við svo vært það sem eftir var nætur til kl. 4, að við fórum á fætur að elta hestana, sem voru farnir að halda heim á leið, og búa okkur undir ferðina þá um dag- inn. Þennan dag, þann 1. ágúst, lögð- um við af stað kl. 6 um morguninn. og lá leiðin um gróðurlausa sand- auðn eins og fyrri daginn. Nálægt Orravötnum komum við að “Rúst- um,” sem er stórgert þýfi í mýrar- flóum hátt til f jalla. Nafnið er mjög táknandi, því að þetta þýfi er engu líkara en niðurhrundum, uppgrónum torfbyggingum. Voru þær á stóru svæði, og mátti því álykta að þarna hafi verið stórborg til foma. (Framh.) Vetrarbeit á Þórsmörk Höfundur þessarar greinar, Bergsteinn Kristjánsson, er einn nianna, .sem .stunda .örnefna- söfnun fyrir Fornleifafélagið. Hann hefir ritað greinaflokk, sem hann nefnir “Fentar slóð- ir,'' og er það lýsing ýmsra þjóðsiða, sem hafa breyst frá fyrri tímum eða horfið með öllu. Er þetta 6. greinin, sem birtist úr þessum flokki, og var sú síðasta í Sunnudagsblaði Al- þýðublaðsins 31. okt. s.l. Hefir þú komið til Þórsmerkur? Ef svo er, þá hefir þú auðgast af endurminningums. Þú hefir komið þar um hásumar, þegar mörkin var klædd í sinn fegursta sumarskrúða. Þý minnist traustu og fótvissu hest- anna í Innhliðinni. Þú kendir nokk- urs geigs, er þú sást vötnin fleygjast fram aurana kolmórauð og ægileg. En fylgdarmaðurinn og hestarnir brugðust þér ekki, og gleði þín var því meiri, er þú steigst af baki í Fagraskógi eða Húsadal, og þegar þangað kom fanst þér að öllu því, sem fegurst er og stórfenglegast í ís- lenzkri náttúru, hafi verið safnað þarna saman handa þér til að skoða. En þér hefir sennilega ekki flogið i hug að þessa sömu leið hafi menn oft orðið að brjótast í vetrarhríðum og illfærum vötnum í nauðsynlegum erindum. í þessari grein vil eg leitast við að segja frá vetrarbeit á Þórsmörk og merkurferðum í sambandi við hana. Er því fremur ástæða til þess þar sem þessi vetrarbeit er nú bönn- uð, og því lögð niður með öllu. Var bæði að 'hún þótti ekki örugg í öll- um vetrum hvað féð snerti, og enn fremur var þessi ráðstöfun gerð ti! verndar skóglendinu. * # * Frá ómunatíð mun sauðfé hafa verið látið ganga úti á Þórsmörk. Fjárbeitin þar mun löngum hafa þótt girnileg. Til forna voru tveir bæir á Þórs- mörk, og hafa rústir fundist af öðr- um þeirra, Þuríðarstöðum, þar sem nú er uppblásinn melur syðst á Mörkinni. Enn fremur er kunnugt, að þangað fluttu menn til búskapar, og var annar þeirra Sæmundur, fað- ir Tóinasar Sæmundssonar. En ekki bjuggu þeir þar nema eitt eða tvö ár. Hálf Þórsmörk var eign Odda- kirkju, .og höfðu Fljótshlíðingar þann part leigðan og guldu eftir hann 40 krónur á ári. Hinn part- inn áttu bændajarðir í Fljótshlíð, og skiftust hlunnindin eftir stærð jarð- anna, þannig, að hver jörð átti beit fyrir nokkrar kindur og heimild til að höggva jafnmarga skógarhesta. Séu taldar 40 jarðir i bændaeign i Fljótshlíð og Mörkin talin bera 200 fjár, hafa meðalhlunnindi hverrar jarðar verið beit fyrir 2/2 kind og 2)4 skógarhestur. Kirkjujarðirnar áttu aftur á móti sérstök ítök. Breiðabólsstaður, Goðaiand, Teigur Teigsstungur og Eyvindarmúli Múlatungur. Gangverð á beitirétti á Þórsmörk var 50 aurar á kind, og þar sem margir áttu svo lítinn rétt til beitar, að ekki þótti ,taka að nota hann seldu þeir hann öðrum, og safnaðist þannig rétturinn til beitar á höndur fárra manna, sem síðan stunduðu þenna búskap. En þeir, sem höfðu ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONB er dásamlegt meBal fyrir sjúkt og lasburSa fölk. Eftlr vikutíma, eSa svo, verSur batans vart, og viS stöSuga notkun fœst göS heilsa. Saga NUGA-TONS er einstæS I sinni röS. Miljönir manna og kvenna hafa fengiS af því heilsu þessi 45 ár. sem þaS hefir veriS I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúSum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, þvi eftirliking- ar eru árangurslausar. KaupiS aðeins ekta NUGA-TONE i ábyggilegum lyfjabúðum. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. þar vetrarbeit, áttu að sjá þar um allar smalamenskur og reka fram ó- iskilafé. Því- var það, að í æsku minni kunnum við krakkarnir utan að klausu, sem stóð i “fjallseðli” Fljótshlíðarhrepps, sem lesinn var upp við Breiðabólsstaðarkirkju og hljóðaði svo: “Þeir sem nota Þórsmörk til vetr- arbeitar, sjái um söfn á henni.” Þetta voru þá þær skyldur, sem rétturinn til vetrarbeitar á Þórsmörk lagði þeim á herðar, sem hann not- uðu, og verður ekki sagt, að þær væru þungar, þegar þess er gætt, að aðal smalamenskan á Mörl^inni fór fram á vanalegum safntíma, eins og síðar getur. Það segir sig sjálft, að hirðingin á þessu fé var mjög ófullkomin og það varð að mestu leyti að sjá um sig sjálft. En þó varð ekki hjá þvi i komist að fara þangað nokkrar ferð- ir árlega til að hirða afurðir og sjá um, að alt gengi sinn rétta gang. Skal þessum ferðum nú stuttlega lýst. Það fyrsta, sem sá maður þurfti að hafa í huga, sem notaði vetrar- beit á Mörkinni, var það, að velja gimbrar úr gemlingum sínum á vorin til að fylla skörðin sem féllu i ær- stofninn. Voru þær valdar áður en lömbum var slept, og vanalega vald- ar vænar gimbrar og þróttmiklar, sem að bragði og sköpulagi þóttu lik- legar til að vera duglegar til úti- gangs. Þessar gimbrar voru reknar til Þórmerkur og reiddar yfir vötnin strax sem þær voru teknar af gjöf. Mun sú ferð oftast hafa verið farin áður en vötn fóru að vaxa af vor- leysingum, og fóru menn þær ýmist frá einum bæ eða fleirum saman, og með ekki færri gimbrar en sá sem itakið átti, bjóst við að þurfa að farga af ánum á haustinu, og máske með tilliti til vanskila. Ef giinbr- arnar urðu svo of margar að haust- inu, gengu þær kaupum og sölu, og þóttu betri til útigöngu en heima- gengnar ær. 1 þessari íerð notuðu svo fjáreigendur tækifærið og iitu eftir fénu, í hvaða ástandi það væri og hvers mætti vænta með afurðirn- ar. Næsta ferð var farin um eða eftir fardaga (snemma í júní) til að marka lörnb og 'hirða ull. Kom þá í 1 jós, hvernig féð hafði afklæðst. I þessari ferð lentu menn oft í mikl- um vatnavöxtum, þvi þá var koinjð hlýrra veður; en á vorin í hlýjum austanvindum eru mestir .langvar- andi vextir í vötnunum. Þeir, sem hafa fengist við að hirða lambfé, geta skilið það, að þetta var seinlegt og erfitt verk. Smalamenskan erfið og siðan alt féð, sem margir áttu hlut i, rekið í sömu rétt, og lömb öll ómörkuð, og féð óvant manninum. Vöktu menn yfir þessu dag og nótt þar til því var lokið. Og ef féð var vel undan gengið, ærnar loðnar og lömbin státin, var mikil gleði yfir ferðinni. Stundum kom það fyrir, að vor- smalamenskur voru tvær, sú síðari farin umi mánaðamót júni og júli, til að hirða ull, sem eftir var á ánum, en oft mun sú ferð hafa verið látin niður falla þvi ékki þótti svara kostnaði að eltast við að ná þeirri jull, sem eftir var á ánum. Skóg- lendið átti líka sinn þátt í því, að hún vildi tolla illa á fénu. Að vorsmalamenskutu loknum var ekkert hirt um féð fyr en um 22. sumarhelgi. Þeir, sem áttu fé á Teigs- eða Múlatungum, fóru á laugardeginum að safna þær, en “Látum það vera— við höfum þurkaðan eða pæklaðan FISK til kveldverðar” • Jafnvel þó hugrakkur fiskimaður liafi ekki 'haft hepnina með sér í dag, þá getur hann haft fisk til kveldverðar . . . og honum fellur það vel! Matsali yðar getur útvegað þurkaðan eða pækl- aðan fisk, hversu langt sem þér búið frá auðu vatni. Þér getið valið um þurkaðan fisk svo sem Þorsk, Ýsu, Hake, Cusk og Pollock, og pæklaðan fisk eins og Síld, Makríl og Alewives . . . og allar þess- ar tegundir má framreiða á margvislegan og ljúf- tfengan hátt. Njótið þessarar fæðu á heimili yðar. Þér getið fengið þurkaðan eða pæklaðan canadiskan Fisk með öllum hans kostum. Spyrjið matsalann. Þér sánnfærist jafnframt um hagsmunaihliðina. KONUR! Skrifið Eftir ókeypis Bæklingi DKPAHTMENT OF, FISHEKIES, OTTAWA. DEPARTMENT OF FISHERIES, OTTAWA. 895 Please send me your free 52-page Booklet, "Any Day a Fish Day,” con- taining 100 delightful and economical Fish Recipes. Name ......................... Address ...................... .........................FL-7 ALLIR DAGAR FISKDAGAR

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.