Lögberg - 17.02.1938, Side 3

Lögberg - 17.02.1938, Side 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1938 3 MerkuYmenn á sunnudegi. I þessari ferS féll afuröin af Merkurbúskapn- um í hendur bændanna og var því i 'henni mest gleÖi og eftirvænting: Hversu vel heimtist, lömbin voru væn, ómerkingar komu sem vöntuÖu um vorið o. s. frv. Fjárréttin stendur sunnarlega á Mörkinni við Krossá, undir Val- lmúk. Var þar oft að vonum, erjur milli manna og all hávaðasamt. Bar þá við, að menn notuðu tækifærið til að ná sér niður hver á öðrum út af gömlum erjum heima fyrir, því f jallaloftið og landslagið gerði menn opinskárri og örari í lund en hvers- dagsléga, jafnvel þó að ferðapelinn væri ekki með. En ekki spiltu þess- ar erjur neitt sarnbúð manna heima fyrir, heldur jafnvel það gagnstæða. 1 þessari ferð voru svo þær ær valdar úr, sem heyja áttu lifsbaráttu sína á Mörkinni næsta vetur, og mun gangnastjóri hafa litið eftir, að rétt væri talið út frá hverjum manni. Þessar ær voru valdar mjög vand- lega, eftir þvi sem eigandinn hafði f járauga til. Heim til bygða var svo rekið alt það fé, sem slátra átti, lömb öll, og ær, sem ekki þóttu færar til úti- gangs, og ennfremur alt óskilafé, sem flest var undan Eyjaf jöllum. En það einkenni fylgdi jafnan því fé, sem lengi hafði dvalið á Þórs- mörk, að ekkert fékk skilið það frá Mörkinni nema dauðinn, svo var þráin þangað sterk. — Kom það læzt í ljós, er það ráð var tekið að friða Mörkina, að ær sem þar höfðu gengið og gefa átti heima, létu ekk- ert hindra sig heldur brutust ótrauð- ar til sinna fyrri stöðva. Dilkarnir af Þórsntörk voru orð- lagðir fyrir vænleik og kjötgæði, svo að þegar nefndur var “Merkurdilk- ur,’’ þýddi það sama og vænn dilkur. Eftirleit mun oft hafa verið farin til Þórsmerkur á haustin, til að líta eftir fénu og ná í óskilakindur. En erfiðasta Merkurferðin var farin í janúar til að sækja hrútana. Hrútunum var slept út með ánum á haustin, og var það þess valdandi, að flestar ærnar báru um sumarmál, og var það meðal annars til að auka þroska haustlambanna. En í janúar voru hrútarnir búnir að láta svo hold, að ógjörningur var að láta þá ganga úti, ef þeir áttu að halda lifi, -—varð því að sækja þá og ala það sem eftir var vetrar. Þessar ferðir voru oft erfiðar og kaldsamar, enda líka meira vandað til útbúnaðar í þeim, en sumar og haustferðir, þar sem búast mátti við vosbúð, kulda og jafnvel teppu vegna ófærra veðra eða vatna. Höfðu mfcnn því með sér ríflegt nesti og meiri plögg en venjulega, að ógleymdri vatnastönginni, löng- um broddstaf, sem einkennir Fljóts- hlíðinginn á vetrarferðalagi frá öðr- um Rangæingum. Valda því hinir mörgu og talsvert vatnsmiklu lækir, sem renna frá hlíðunum til Þverár, og menn hafa frá barnæsku æft sig i að stökkva yfir á stöng. Enda margir þeirra ótrúlega langskreiðir í stangarstökkum. Bólstaðir á Þórsmörk eru tveir Ifellisskútar, sem hlaðið er fyrir og búið um dyr; mun þar hafa verið leitað skjóls um nætur fyrir menn og hesta. Er annar við Búðahamar en hinn hjá réttinni, undir Valahnúk. Það bar oft við að þó að farið væri á stað á þessar vetrarferðir i sæmilegu veðri og útliti, að veður eða vötn spiltust svo á einni eða tveimur nóttum, að menn teptust á Mörkinni eða brutust með fé og hesta til Merkurbæja austan vatna. Seinna komust menn á þá Skoðun, að öruggara væri að láta ærnar ekki bera fyr en á vanalegum tíma og urðu þá vetrarferðirnar tvær, önnur til að fara með hrútana, hin til að sækja þá, sem áður getur. Vanaleg ítök, setn menn höfðu á Mörkinni, voru io ær, sutnir höfðu tvö ítök og höfðu þá 20 ær, mátti þvi hver maður vænta þess, að fá að haustinu io—20 dilka, og var það ekki lítið búsílag með tilliti til þess að þessi búskapur útheimti enga vinnu um aðal bjargræðistíma sveit- anna, sláttinn. Því var líka viðbrugðið, hvað Merkurmenn voru glaðir og reifir er þeir komu af Mörkinni með dilk- ana á haustin, og er ekki að efa, að gleðin yfir góðum, feng fyrir hug- næma vinnu, hefir átt sinn þátt i því. En þar hefir líka fleira verið að verki. Það var ekki einungis hagsældin, sem olli því, að þessir menn hugsuðu gott til Merkurferða og þóttu þær hugnæmt umtalsefni fram til elli. Þar hafa líka verið að verki þau áhrif, sem fagurt og stór- fenglegt landslag hefir á sálarlíf manna. Dvöl á Þórsmörk um sum- artíma verður þeim, sem hennar nýt- ur, því ógleymanlegri, sem þar er oftar gist. Því eins og sagt er að málararnir eigi þar óþrjótandi við- fangsefnþ svo er og fyrir smalan- um í hverri ferð — nýtt að skoða og nýja fegttrð að kanna. Það eru sannindi, sem aldrei verða of oft sögð, að sá, sem gengur á fjöll og fær að njóta þess, sem útsýnið veitir af háum tindi eða jök- ulbungu, hann finnur það, sem orð fá ekki lýst og lengi varir. Eina ráðið til að njóta þess og finna hvar í boði er, er því það, að klífa fjallið upp á hæsta tind og reyna sjálfur. Og eg hygg, að sá miaður sé vandfundinn, sem eftir þá ferð, kvartar undan vonbrigðum. Bergsteinn Kristjánsson. Alþ.bl. 16. janúar. Sigríður Leifur 1857—1937 Eins og um var getið á sínutn tíma andaðist Sigriður Leifur á heimili sínu á Mountain, N.D., tíunda dag nóvemhermánaðar, 1937, eftir tals- vert langvarandi lasleik. Sigrlíður Einarsdóttir Leifur fæddist að Dvergasteini,, Stokkseyri í Árnessýslu á íslandi,' þriðja dag júnímánaðar 1857. Og var hún þvi fullra 80 ára, er hún lézt. Foreldrar Sigríðar voru Einar Einarsson og Sigþrúður Jónsd. er bjuggu þá að I>vergasteini. Voru systkini hinnar látnu æði mörg, en nú munu aðeins þrjú af þeini vera á lifi, Ingibjörg, ekkja Gísla V. Leifur, sem lengi ‘nefir búið og enn býr i Pembina, N.D., og Ingunn og Vilhjálmur á íslandi. Sigríður sál. ólst upp í Foreldra- húsum og naut þar venjulegrar heimiilismentunar. En auk þess lærði hún norsku og dönsku. Hvað hand- iðnað snerti var henni kent að sauma bæði kvenna og karlmannafatnað. Auk hins venjulega starfs, sem unglingum var kent að vinna að á sveitaheimilum á íslandi á þeirri tíð. fiíunda dag októbermánaðar árið 1880 giftist Sigríður Isleifi Vern- harðssyni, sem síðar tók ættarnafnið Leifur. Var hann fluggreindur og mjög bókhneigður maður. Og hafði hann notið nokkuð meira en vana- legrar mentunar, eftir því sem þá tíðkaðist. Var hann um það leyti er þau giftust skólakennari, fyrst á Stokkseyri en síðar á Eyrarbakka. Og jafnframt vann hann að sumrinu við verzlun Guðmundar Thorgrim- sens á Eyrarbakka. Þau Sigríður og Isleifur urðu fyr- ir þungum sorgum á fyrstu árum hjónabands síns, því þau mistu fyrstu fjögur börnin, sem þeim fæddust. Til Ameríku fluttust þau hjón ein árið 1887, því ekkert barna þeirra lifði. Fóru þau þá þegar tii telenzku sveitarinnar í Norður Dak- ota og bjuggu þar um stund. Áður langt leið fluttust þau til Hamilton. N.D., í námunda við íslenzku sveit- ina, og þar komst ísleifur að verzl- unarstörfum. Þar bjuggu þau hjón í 10 ár. Að þeimi tírna liðnum fluttu þau hjón til Mountain, N.D., og létu þegar byggja heimili það, sem síðan og frarn til andlátsins hefir verið heimili hinnar látnu. Tvö börn er þau eignuðust í Ameríku, dóu í æsku. En fjögur börn þeirra sem einnig fæddust í Ameríku eru enn á lfi.fi. Og fylgdu þau öll móður sinni til grafar, þó sum búi í nokkuri f jarlægð. Börn þeirra sem lifa eru : Ágústa, kona F. E. Arason, er búa Innilegar velkomenda óskir til fulltrúa og gesta á hið árlega þing ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS tSLENDINGA í VESTURHEIMÍ Til þæginda fyrir gesti, býður “Bay” fram— • Parcel Check Room—Mezzanine Floor § General Information—Main Floor 9 Post Office—Mezzanine Floor • Telephone Booths—Main Floor and 5th Floor • Rest Room and Nursery—Second Floor • Restaurant and Cafeteria—Fifth Floor • Coffee Shop—Basement • Snack Counter—Main Floor 9 Photo Studio—Second Floor 9 Beauty Parlor—Third Floor 9 Food Shops—-Bay Basement dompang. INCORPORATEO 2TT MAY 1670 / r Orkuverið við Slave Falls. Velkomnir til “ Rafurmagns Borgarinnar”... Gestir, sem sækja þjóðræknisþingið hljóta að veita því at- hygli hve mikið er um rafnotkun í Winnipeg. Þetta er vegna þess að raforkukerfi borgarinnar hefir veitt Winnijæg ódýrustu raforku á meginlandinu. Kerfi þetta er fjárhagslega öflugt, með yfir $12,500,000.00 í varasjóði. og eignir, sem nema um $40,000,000.00. Og þetta hefir unnist á án þess að bæta einu centi til skattbyrði Winnijæglx>rgar. City Hydro stendur i þakkarskuld við Islendinga fyrir þeirra ágæta stuðning. Og það er enginn vafi ail þetta hefir nijög stuðlað að velgengni fyrirtækisins. CITY HYDRO WINNIPEG’S MUNICIPALLY OWNED ELECTRIC UTIIATY Sýningarstofur—PORTAGE ancl EDMONTON Skrifstofur—55 PRINCESS STREET a Mountain; Octavia og Albert (hann kvæntur hérlendri konu) búa í Chicago, 111) ; Conrad, kvæntur hérlendri konu, skólastjóri við mið- skóla í Bismafck, N.D. Eiginmann sinn misti Sigriður i október 1923. Sigriður sál. var greind og góÖ kona og mikilsmetin í sveit sinni. Studdi hún ýmsan félagsskap af ráði og dáð, meðan heilsa entist til. Einkum studdi hún þó hinn kirkju- lega félagsskaji hér, sem hún ávalt reyndist trú til dauðadags. Sigríður var kona fríð sýnum og mjög myndarleg, einlæg og ákveðin afstöðu og skoðunum. Þó hún hefði fótavist til síðustu mánaðanna, var hún oft æði heilsubiluð og mun þó kjarkur hennar ög dugnaður víst hafa mestu ráðið um það að hún gat verið á fótum og verið að ýmsum störfum. móðir. Og er hennar því sárt sakn- að af börnum hennar, sem lifa liana, og geyma minninguna um góða og elskuverða móður í fylgsnum hjartna sinna. Hún var sannur vin- ur vina sinna og sakna hennar marg ir vinir og nágranar, er oft og mikil- lega höfðu otið hinnar einlægu hreinlyndu gestrisni hennar og góð- semi. Jarðarför Sigríðar sál. fór fram frá heimili hentiar, þar sem þau Mr. og Mrs. F. G. Aason og dætur þeirra áttu heimilisfang með henni hin síð- ustu árin. Einnig var útfararathöfn í kirkju Vikursafnaðar á Mountain, þar sem hún hafði um langt skeið verið einlægur og starfsamur með- limur. Var lík hinnar látnu lagt til hvíldar við hlið eiginmanns hennar, í grafreit Mountain-bygðarinnar. Margir ættingjar og vinir fylgdu hinni látnu til grafar. Arar það auð- sætt að hún hafði átt marga vini, og að vinátta þeirra var einlæg og sönn. Sigríður var ástrík eiginkona og H. S. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 3 5 076 906 047 Consultation by Appointment On)y Heimiii: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœtSingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstlml — 11 tll 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 261 HeimlU — 401 9*1 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3-5 e. h. Dr. D. C. M. Hallson Stundar skur81æknlngar og almennar lœkningar 218 SHERBURN ST. Simi 30 877 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Sími 22 775 DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar 212 Curry Bldg., Winnipeg (Gegnt pósthúsinu) Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buiiding, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 8Ú0 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, SolicitorS, Notaries, etc. \V. ,T. Tjindul, K.C., A. Bulir Bjöi-n Stefánsson Teleplione »7 621 Offices: 325 MAIN STREET BUSINESS CARDS Akjósanlegur gististaOur Fyrir lslendlngat Vingjarnleg a8bú8. Sanngjarnt ver8. Cornwall Hotel MAINARUPERT Slmi 94 742 PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúna8ur sá. bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvar8a og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og elds&byrgS af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé fölks. Selur elds&byrgB og bií- reiBa IbyrgSlr. Skriflegum fyrir- spurnum svara8 samstundis. Skrifst.s. 96 767—Heimaa. 33 328 ST. REGIS HOTEL 2 85 SMITH ST., WINNIPEO pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; me8 baSklefa $3.00 og þar yflr. Agætar málti8ir 40c—60c Free Parking for Ghiests

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.