Lögberg - 17.02.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.02.1938, Blaðsíða 6
n LÖGB'mO. FIMTU OAGINN 17. FEBRUAE 1938 Madame Thérése ----------....... Hann hafði farið út á akur með mölbrjót á öxlinni, og hafði séð á veginum nokkuð langt frá fjölda af hermönnum. Allir í þorp- inu vissu bráðlega um þetta og a'llir fóru út til að sjá. Eg var æstastur allra, og hljóp af stað til að mæta þeim. Með Hans Aden, Frantz Sépel, sem eg mætti á veginum. Sólin skein nokkuð heitt og for var mikil, sem slett- ist hátt og hvelt upp þar sem við hlupum, eins og verið væri að brjóta smáskeljar. Við feng- umst (“kk(>rt um það, og við hlupum þannig viðstöðulaust um hálfan klukkutíma. Helm- ingur fólksins úr þoi-jjinu, karlmenn, konur og l)örn fylgdu okkur eftir og lirópuðu í sífellu: “Þeir eru að koma! Þeir eru að koma!” Hugmvndir manna o<£ tilfinningar, höfðu breyzt fremur skyndilega. Nú voru menn samhuga um að láta sér þykja vænt um Re- publikana, Frakka. Þegar við komum á f jallsbrúnina Birken- wald, Hans Aden, I’rantz Sépel og eg, sáum við fylkinguna. Þeir voru að koma í miðjum hlíðum, með sekk á baki og byssu um öxl, foringjarnfr á eftir mönnum sínum. Lengra í burtu sáum við vagnalestina við stóru brúna. Allir voru að blístra og tala saman, eins og hermönnum er lagið; og þeir komu nær og nær. E|inn stanzaði til að kveikja í pípu sinni, annar lagaði sekk sinn á öxlinni. Hinar glað- væru raddir heyrðust um gjörvallan herinn og hvellir hlátrar. Það gaf mönnum bend- ingu um léttlyndi Frakka, sem eru kunnir að því að halda þannig glaðværð sinni á lier- göngum, með ýmiskonar gáska og gamanlát- um. 1 öllum þessum lióp, þessum mannf jölda, horlði eg aðeins eftir frænda og madömu Thérése. Það tók mig langan tíma að koma auga á þau, með þeim öftustu í þyrpingunni. Loksins kom eg auga á frænda. Hann var aftast og sat á hesti sínum, Rappel. Fyrst hafði eg mikil vandræði með að þekkja hann; hann var svo breyttur í búningnum. Hann hafði nú afarstóran “Republikana” hatt og var í ljósrauðri kápu, og mjög fyrirferðar- mikið, þungt sverð á hlið. Þetta alt hafði breytt honum ótrúlega mikið. Hann virtist stærri en eg átti von á. Eg þekti hann samt. Og svo var Madarna Thérése á litla.vagninum sínum, sem breitt var klæði yfir. Mér virtist hún alveg óbreytt, með sama hattinn’og sama trefilinn. Hún var rjóð í kinnum og augun f jörug og falleg. Frændi hélt hesti sínum svo nærri vagni hennar að þau gátu talað saman. Eg þekti líka Jón litla, sem eg liafði séð aðeins einu sinni áður. Hann var gangandi með þykkur, breiðum borða á skakk yfir brjóstið, sem var skreyttur með ýmsu móti, og með þykkum, breiðum borða á skakk yfir dinglaði yfir kálfana. Þetta var alt einkenn- i.sbúningur fyrir hann sem lúðurþeytara og trumbuslagara. Þó þekti eg einnig yfirfor- ingjann og Lafléehe undirforingjahn og kaf- teininn, sem eg fylgdi forðum inn í gistihúsið okkar. Og svo voru allir hermennirnir. Eg þekti þá nálega alla. Þeir voru svo vinalegir eins og þeir tilheyrðu allir einni fjölskyldu. Þá sá eg líka flaggið úr fallega sterka dúkn- um. Eg hafði gaman af að virða það fyrir mér, þar sem það blakti í hægum andvara: Eg hljóp beint til frænda, sem var aftast, svo Hans Aden og Fraritz Sépel voru búnir að finna þá, sem þeir leituðu að löngu á und- an mér. Eg hijóp altaf, en þegar eg var svo sem þrjátíu skref frá frænda, kaillaði eg: “Frændi, frændi!” Og madama Thérése beygði sig niður af tilviljun og hrópaði mjög ‘ glaðlega: “Hér er Scipio!” A sama augnabliki stökk Scipio, sem eg hafði alveg gleymt, upp á litla vagninn henn- ar madömu Thérése, ólmur og allur forugur. Og Jón litli kallaði: “Scipio!” Framdi tók nú eftir mér og rétti út hend- urnar, þar sem hann sat á hestinum. Eg tók um fótinu og ístaðið, og hann lyfti mér upp og kysti mig. fig fann tár hans hrynja yfir mig, heit gleðitár. Hann rétti mig að madömu Thérése, sem lyfti mér upp á vagn sinn og sagði: “Góðan daginn, Fritzel!” Hún virtst mjög sæl og ánægjuleg, og hún kysti mig með tárin í augunum. Þegar Scipio hafði flaðrað upp um madömu Thérése, stökk hann niður af vagni hennar og fór að dansa kringum Jón litla, gelti og stökk alveg vil'tur í kæti. Þá kvað við úr öllum áttum: “Hér er Scipio! Scipio! Scipio!” Rétt í ]>essu komu þeir Mauser og Koffel og réttu hendurnar að frænda. Og svo komu hinir, sem komið höfðu á eftir okkur úr þorp- inu og heilsuðu í öllum áttum, og hermenn- irnir tóku af sér byssur og sekki og létu hina bera, sem liöfðu gaman af, tóku við og hróp- uðu til kvenfólksins, sem var að koma : “Ham, feita mamma ! Þú þarna fallega stúlka, komdu hérna, hérna!” Ó, það var ósköp mikið um að vera. Allir voru vinalegir og glaðir og kystust eins og bræður; en Jón litli og eg vorum þó kátastir og ef til vill vinalegastir. “Kystu Jón litla ! ” kallaði frændi til mín. “Kystu Fritzel!” kallaði madama Thér- ése til bróður síns. Og við kystumst og horfðum hvor á ann- an mjög hrifnir. “Mér lízt vei á hann,” sagði Jón litli. “Eg held hann sé hugaður og góður dreng- ur.” “Og mér lízt vel á þig,” sagði eg, upp með mér af að geta talað frönskuna. Við leiddumst mjög vinalegir, þangað til frændi og madama Thérése gátu ekki að sér gert að brosa hvort til annars. Foringinn rétti mér líka hendina og sagði: “Hérna hefirðu lífvörð, allgóðan, Doktor Wagner, Þú ætlar ætíð að vera góður og hugaður drengur minn?” “ Já, foringi,” sagði eg. ‘ ‘ Gott; ágætt! ’ ’ sagði hann. Þannig komum við að yzta húsi þorpsins. Hér var stanzað til að undirbúa sig dálítið; Jón litli tók nú lúðurinn úr hulstrinu og for- inginn hrópaði: “Af stað; fram, fram!” Og lúðrarnir gnllu hátt. Við fórum niður breitt stræti og nú gengu allr í takt. Okkur þótti það dæmalaust skemtilegt — mér að minsta kosti. Gamla fólkið, sem ekki hafði farið að mæta fylking- unni, var við gluggana og lét frænda sjá sig, sem reið nú fram tignarlega á eftir foringj- anum, milli tveggja kafteina. Eg tók sér- staklega eftir gamla Smith, sem stóð við skáladyr sínar. Hann rétti nú úr beygjunni, stóð teinréttur og horfði á okkur leiftrandi augTim fara fram hjá, með ágætu skipulagi. Frammi fyrir g’osbranninum hrópaði for- inginn: “Stanzið!” Menn létu nú byssurn- ar í hlaða með öðrum vopnum, og svo dreifð- ust menn í allar áttir. Allir borgarar voru viljugir að taka á móti hermanni og alt fólk gladdist yfir sigurvinningum Republikana, yfir sigri hinna óvinnandi Republikana; en það leyndi sér ekki að þessir kátu, síhlæjandi Frakkar, kusu helzt að vera með fallegu stúlkunum. Foringinn fór heim með okkur. Gamla Lisbeth var við dyrnar, og baðaði út mögru höndunum út í loftið, um leið og hún sagði: Ó, madama Thérése! Ó, monsieur Doktor! ’ ’ Hér heyrðust þá ný gleðihróp og nýir kossar. Svo fórum við inn og alt gott sem til var, var framreitt: reykt svínslæri, laukar, hvítt vín og gamalt fullgörótt Rínarvín, og við settumst að þessu öllu, Koffel og Mauser og foringinn og frændi og madama Thérése og eg og Jón litli; við vorum þarna öll. Hugsið ykkur: hvílíkt borð, hvílík lyst, hvílík ánægja ! Allan þennan dag var þessi fyrsta her- deild að Anstatt og heima hjá okkur. Svo varð hún að fára af stað til vetursetu að Iíacmátt, ta*pleg sex mílur frá Anstatt. Frænd varð eftir í þorpinu og lagði niður sverðið og stóra hattinn; en frá þessum tíma til vors, kom ekki sá dagur, að hann legði ekki út á veginn til Hacmatt. Hugurinn virtist allur vera þar. Af og til kom Madama Thérése líka að sjá okkur og Jón litli með henni. Við hlóum og vorum glaðir og ánægðir; okkur þótti reglulega vænt hvorum um annan. Hvað ætti eg nú að segja ykkur fleira og meiraf Næsta vor, stuttu eftir að lævirkinn fór að syngja, heyrðum við einn dag, að fyrsta herdeildin, sem hafði verið um vetur- inn að Hacmatt, ætlaði að fara af stað til Vendél. Þá var það, að frændi, náfölur, stökk á bak hesti sínum Rappel og fór eins liaht og hann gat komið hestinum á stökki, berhöfðaður, hafði gleymt hattinum. Hvað skeði svo að Hacmatt? Eg veit ekkert um það; en eitt er víst, að næsta dag kom frændi heim stórmannlegur sem kon- ungur, og hafði með sér Jón litla og madömu Thérése. Svo var mikil veizla hjá okkur og kossar og glaðværð, bara vilt. Átta dögum seinna kom Duchene foringi og allir kafteinar úr fyrstu herdeild. Það kvöld varð enn meiri veizla en áður. Madama Thérése og frændi fóru til bæjarstjórans, og á eftir þeim fór löng halarófa af heldur en ekki kátum gestum. Mauser, sem menn höfðu gert að bæjarskrif- ara eða eitthvað skylt því, með almennri at- kvæðagreiðslu, tók á móti þeim. Hann “inn- ritaði” nú frænda og madömu Thérése í afar- stórt “regis'tur”, svo allir voru sáttir með. Já, nú eignaðist Jón litli föður, og eg eignað- ist móður svo góða, að eg get ekki varist því að mér viknar ætíð um augun þegar eg minn- ist hennar. Eg hefi margt fleira að segja ykkur, en þetta er nóg í einu. Ef Guð lofar, erum vér vísir að segja þessa sögu til enda, sem endar eins og allar aðrar sögur, undir grúum hárum, er vér kveðjum í síðasta sinn þá, sem okkur þykir vænst um. ENDIR Hundur kafteinsins “Hvar er Zero (síró) ?” spurði Jean Pigault konu sína, þegar hann liafð lokið úr súpudiskinum. “Eg er svo vanur við að sjá hann hér, þegar við borðum, að eg sakna hans þegar hann er ekki við. ” “tíg lokaði liann inni,” ^varaði sú, sem spurð var, sem var engin önnur en frú Pigault sjálf, nokkuð þurlega. Þegar hún var ung og ógefin, hafði hún heitið Lise Lehalleux. Hún var bóndadóttir úr nágrenninu við litla og skemtilega þorpið Honfleur. Hún var gift fyrir hálfu ári, Jean Pigault, sem lengi liafði verið kafteinn og mikill ferðalangur. Hann var nú í allgóðum efnum, sem hann hafði inn- unnið sér ráðvandlega á ferðum sínum um lög og láð. “Hvað! Hversvegna lokaðirðu hann inni ?” hélt eiginmaður hennar áfram. “Vegna þess að mér finst óþolandi að láta hann hanga hér í kring þegar verið er að borða. Mér virðist nægilegt að hann hangi hér inni alla aðra tíma dagsins. Við ættum að hjálpast að, að koma okkur þannig fyrir að við gætum verið í friði þessa stund. ” Frú Pigault var enn að tala þegar Vic- toria (utan af landi, blóðrjóð út undir eyru og sítalandi vinnukonan sem ætlað var að gjöra hvað sem var í þessu litla húshaldí) Jíom inn aðeins til þess að skifta á súpudisk- inum tómum og einhverjum völdum, norman- diskum rétti. A sama augnabliki sem hún opnaði dyrn- ar, og hún þurfti að opna þær allvel fyrir slíkri konu sem hún var, ruddist hundur með meðallags skott, en einkennilega fjörugur, inn í borðstofuna, eins og stormbylur, hentist sem óður væri tvisvar í kring í herberginu, krafs- aði með klónum, liggjandi á kviðnum, í hið rauða vax, sem steinninn í gólfinu hafði ver- ið málaður með; svo gljáandi og skínandi, skelti um stól, fór með lappirnar ofan í fat, sem gleymst hafði á gólfinu, og með lieimsku- legum brottum með trýninu, gerði hann rauð- an páfagauk, með gulum og grænum röndum, sém sat í búri sínu, öskureiðan, svo hann lét skammirnar dynja óspart og liástöfum yfir hinn óboðna þrjót. \ Augu frú Pigault sýndust slá eld sem tinna og stál. Zero mætti víst augnaráði hennar, því hann stanzaði mitt í þessum gleði- látum, hætti alveg eins og töfraður og læddist bak við stól til þess að fela sig lijá húsbónda sínum; lagðist niður og skreið flatur á mag- anum og gerði sig eins lítinn og hann gat; hann titraði dauðhræddur um að liann yrði rekinn til baka í kofa sinn. “Ætlarðu virðilega ekki að losa mig við þennan hund-asna?” spurði frú Pigault nokkuð háðslega. “Æ, mér þykir svo vænt um hundinn og hann er svo hændur að mér, að mér þætti- vænt um að þú lofaðir honum að vera inni.” “Það er ekki það, sem um er að ræða, hvort eg 'vil lofa honum að vera inni rétt núna eða hvort eg er þakklát eða óþakklát; lieldur er það þetta: ef þú ættir að kjósa milli mín og hans, þá veit eg vel livort okkar þú myndir kjósa. ” “Hann hefir aldrei gjört neitt á hluta þinn,” svaraði kafteinninn blátt ófram, þótt röddin væri ekki laus við ávítun. “En Guð komi til! Eg veit mjög vel að ]>ú trúir því þó ekki á mig, að mér þyki vænna um hundinn en þig. Þú þekkir mig. Þú veizt mjög vel hvað mér þykir vænt um þig . . . of vænt, máske, og því notar þú þér það hvað eg er veikur fyrir. ” “Og enn er þessi óþolandi, sóðalega skepna látin hanga liér inni í borðstofunni, það er eins og eg segi, það er hundurinn, sem 'þér þykir vænna um!” sagði frú Pigault. Jean Pigault stóð upp, og án þess að svara konu sinni, kallaði hann á Zero í lágum hljóðum. Hundurinn skildi það, að í þetta sinn var öll mótstaða árangurslaus. Hann reis á fæt- ur og fór úr felustaðnum, þessu ágæta skjóli á bak við húsbóndann og fylgdi honum. “Komdu, vesalings gamli vinur,” sagði Jean Pigault í kjassandi róm, um leið og hann klappaði á kollinn á hundinum og þeir fóru út úr borðsalnum. “Þú veizt að við erum ekki lengur velkomnir í borðstofum; tímarnir erii breyttir frá því sem var þegar eg var dreng- ur. Þá máttu hundar koma inn!” Hann lokaði hundinn inni í nokkurs konar þvottahúsi, sem var áfast við íveruhúsið. Hann vissi að enginn myndi opna þær dyr á meðan ó múltíð stæði. Hann fór svo inn í borðsalinn aftur, niðurlútur, sjáanlega dálítið ólundarlegur og settist niður steinþegjandi þar sem hann hafði áður setið. Það mætti geta þess, máske, Lise til hróss, að hún sýndi engin merki þess, að mað- ur hennar hefði sýnt henni mótþróa fyrir fá- um augnablikum síðan. Það gagnstæða kom einmitt í ljós. Það leit út eins og sigur henn- ar í viðgkiftunum við eiginmanninn, hefði blíðkað hana. Það benti á að hún væri hreint ekki illa innrætt. Frú Pigault var eðallyndur andstæðingur. Hún lagði niður vopnin strax þegar sigurihn var unninn. Það leyndi sér heldur ekki að maður hennar var í sjöunda himni vfír þessum nýju og yndislegu lyndis- einkunnum hennar. Án efa hefir hann sagt við sjálfan sig: “Eftir alt, þá er það þeimsku- legt að láta lítilf jörlegan hund spilla heimilis- friðnum,” og hann horfði á konu sína með því augnaráði, sem krafðist einkis nema sótta og samlyndis. í’rú Pigault var örlynd, en liún var ekki slæm; komin af ráðvöndum foreldrum, ráð- vönd sjálf, og hún elskaði mann sinn, sem var auðvitað aðalatriðið, án efa; en þó ástin væri sterk, þá var hún samt ekki altaf jafn- sterk. Ást hennar var blandin athugaleysi, dutlungum og alt of miklum strangleik, smá- munalegum. Maður hennar, góðmenni í raun og veru, gæddur hinum ábyggilegustu lyndis- einkunnum, þótt þau sæist ekki á yfirborðinu, elskaði hana með öllum hennar göllum og gæðum. Jean Pigault og Lise Lehalleux voru ólík með aíbrigðum. Það var ef til vill þessvegua að þeim þótti svo vænt hvoru um annað. Hann var gamall sjómaður, herðar og brjóst fyrir- ferðarmikið, sólbrendur var hann í andliti, augun stór, sægræn eins og öldur sjávarins, sem hann hafði árum saman starfað á, kinn- beinin framstandandi, munnurinn stór með dráttum í kring, sem sýndi frjálshuga mann, ætíð reiðubúinn að mæta hverjum sem var, hlæjandi og hátalaður. Á landi greiddi hann fæturna allmikið sundur þégar liann var á gangi, eins og hann væri að reyna að halda jafnvægi á dekki á skipi, sem vaggaði ægilega úti á rúmsjó; en hann gat borið sveitisekk af efra lofti ofan í kjallara, án þess að bogna hið minsta í baki. Það var ekki einn einasti silfurþráður í hinu þykka hári kafteinsins, sem var svo stíft að það stóð upp eins og fax á ljóni, og ekkert grátt hér í hinu vænglagaða, harða skeggi. Hann hafði verið heppinn á sjóferðum sínum svo heppinn, að liann var nú í góðum efnum og gat sezt um kyrt og lifað rólegn lífi. Hann mætti Lise af tilviljun og leizt strax vel á hana, bað hennar og — mánuði síðar hætti hann sjóferðum og lagði út í hið nýja hjú- skaparlíf, sem geymdi ef til vildi ekki færri neðansjávar-nibbur en hið fyrra líf hans. Yfirleitt var heimilislífið hamingjusamt. Zero, hundur kafteinsins, liafði enn sem komið var, verið það eina, sem liafði orsakað ský út við sjóndeildarliringinn; en það var ekki nægilegur bylur til þess að lialda við stór- viðri til lengdar? Varla eins ábyggilegt og merki þau, sem reyndir sjómenn byggja á sínar veðurspár. Lise var í fyrstunni lirædd um að Zero drægi athygli kafteinsins frá sér, alt of mik- ið. Smátt og smátt vann hún sig upp í að verða alveg viss um það, og fór því að liata vesalinginn, sem ekki gat að þessu gert. Zero gat ekki ásakað sig fyrir að liafa gert frúnni rangt til á nokkurn hátt; en hann skildi það, að henni var illa við hann — skepnur skilja það oft betur en menn — og hafði því mjög viturlega tekið þá stefnu, að vera sem minst hjá liúsmóðurinni. Hann hafði ekki tekið þessa stefnu strax; þvert á móti hafði hann reynt að draga úr óvináttu hennar með ýmsu móti, augnaráði og vinahótum, og með því að sýna virðingarmerki og undirgefni. Hann hafði sýnt. ótal vináttumerki þegar liann var staddur frammi fyrir frúnni inni í húsi henn- ar. En hann skildi það fljótlega, að hann myndi aldrei geta unnið hylli slíkrar konu sem þessarar, og þar sem hann hafði að minsta kosti hunds-sjálfstæði, þá fór hann til baka í sitt eigið tjald, sinn eiginn afkima, vildi eg sagt hafa, og tók þá stefnu, að láta sem hann hefði aldrei kynst frúnni, og láta sem hún væri ekki til og hefði aldrei verið til; svo hún var nú ekki lengur til það sem hann áhrærði. Þessi misskilningur milli þessara tveggja vera, sem honum þótti svo vænt um, þó fyrír tvær mismunand ástæður, hafði ekki farið fram hjá Jean Pigault.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.