Lögberg - 10.03.1938, Síða 1
51. ÁRGrANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. MARZ, 1938
NÚMER 10
MRS. laura goodman salverson
Skáldkonunni íslenzlk-canadisku og víðkunnu, liefir nýverið hlotn-
ast sú sæmd, að vera kjörinn að heiðursfélaga í “The French
Academy of Arts” fyrir ritstörf sín. Um þessar rnundir er verið
að þýða skáldsögu hennar “The Dark Weaver" á dönsku og
frönsku; þrjár af sögum hennar voru þýddar á þessi tvö tungu-
mál árið sem leið.
Guðni frá Signýjarátöðum
Þú hefir stigið stóra sporið,
—Stundar-klæði lagt að jörðu—
* Stigið út úr stríði liörðu,
Stigið inn í friðsælt vorið.
Nú má fróðleiks-elskur andi
Óhindraður flugið þreyta,
Svífa hærra, lengra leita,
Leystur úr jarðar vista-bandi.
Fátækt þig ei fjötra kunni
Fót og hönd þó særði stritið.
Andinn frjálsi, vilji og vitið
Veg þér ruddu að fræða-brunni.
Þótt mót lífsins ergi og önnum
Oftast mættir huga beita,
Við þig fróðleiks fangbrögð þreyta
Fáum dugði skóla-mönnum.
Margur vana og heimsku hlekkur
Höggvinn var, og numin fræði
Þar sem f jóss og f járhúss-næði
Fyrsti var og efsti bekkur.
Þar sem eilíf árdags-sunna
Allri þoku og skýjum dreifir
Hittumst frændur heilir, reifir
Hinumegin tjaldsins þunna.
Kristján S. Pálsson.
Öreigarnir
Sú eyðimörkin ömurlegusit finst
þar örbyrgð skæðust bannar mat og lilýju.
Hve feikna margir hafa henni kynst
í lieimi dauðans bæð'i að fornu og nýju.
Á ólánstímum öreig'anna leið
er alkunnust og mest af lýðnum gengin.
Um píslir, sorg og mestu mannkyns neyð
og manntjónið á henni, fréttir enginn.
Þar magnast böl og bjargráð stöðugt þver,
því böðlar liervalds kúga daga og nætur.
Svo liryggilegt nú heimsins ástand er
að yfir mannkyns þrautum himinn grætur.
Þeir valdsmennirnir valda slíkri neyð,
er vinna það, sem engum mönnum sæmir.
Þá enda tekur guðlaust glæpa skeið
þau grimdar mannhrök réttvís herra dæmir.
Sú alheims þrá eg vildi að væri ein
að verja til þess fé og lífsins dögum,
að bæta kjör og lækna lýða mein,
sem líða nauð á mannlífs brunaflögum.
V. J. Guttormsson.
Mrs. J. B. Johnson frá Gimli, kom
til borgarinnar á fostudaginn í fyrri
viku^ og dvaldi hér fram á laugar-
dagkveld.
Félagsskapur sá, er Norwegian
League nefnist, efnir til leiksýningar
í Trinity Hall, beint á móti Tribune
á fimtudaginn þann 24. þ. m., kl. 8
Leikurinn, sem sýndur verður er í 2
þáttum, og nefnist “A Poor Married
Man.” Aðgöngumiðar kosta 25C,
fást á skrifstofu Columbia Press,
Ltd., 695 Sargent Ave., og við inn-
ganginn, kveldið sem leiksýningin
hefst.
The Winnipeg Chamber Orchestra
sem Mr. Frank pianokennari Thor-
olfson stofnaði og stjórnay efnir til
hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju
þriðjudaginn þann 22. þ. m., kl. 8.30
e. h. Til aðstoðar við þessa hljóm-
leika verða Pearl Johnson, Irene
Diehl og Bohdan Lechow. Mr.
Thorolfson er ágætur sönglaga höf-
undur og hljómsveitarstjóri, og má
þvi ganga út frá því sem gefnu, að
þessi samkoma hans verði f jölsótt.
Arðinum af samkomu þessari verð-
ur skift milli deildar No. 2 Kvenfé-
lags Fyrsta lúterska safnaðar og
h 1 j óms veitar innar.
The Young People’s Society and
the Bible Class of the First Lutheran
Churah will hold a joint meeting iií*
the church parlors 011 Monday next,
March 14, at 8.30 o’clock. This
meeting will be addressed by Mr.
R. B. Graham, K.C., city police court
magistrate on the subject “Lights
and Shadows of the City Police
Court.” Due to the fact that Mr.
Graham has delighted several Win-
nii>eg audiences with the same topic,
the Society wishes to extend ai\
invitation to all members of thq
church, young and old, to attend*
this ípeeting. Refreshments will be
served.
55. ársþing Stórstúku Manitoba,
I.O.G.T. verður ahldið í G. T. hús-
inum í Winniiæg 27.—28. apríl n.k.
Mr. Fred Snowfield, lögfræðing-
ur í Cavalier, og Miss Pauline Thor-
vardson frá' Akra, N. Dak., komu
til borgarinnar snöggva ferð i vik-
uni sem leið.
Junior Ladies’ Aid of the First
Lutheran Church will hold their
regular meeting in the Church Par-
lors on Tuesday, March 15th, at 3
o’clock.
í fyrstu línunni í fyrstu vísu
kvæðisins, sem Lúðvík Kristjánsson
flutti á Frónsmótinu síðasta; og birt
var i Lögbergi í vikunni sem leið,
féll úr eitt orð. Línan prentaðist
þannig: “Mér hlotnast tign þenna
hátíðisdag,” en átti að vera: “Mér
hlotnast sý tign” o. s. frv.
I __________
•
The Jón Sigurðsson Chapter,
I.O.D.E., will hold a ‘íBirthday
Bridge” on Tuesday evening, March
15'th, at 3 o’clock, in the Federated
Church parlors. The proceeds will
be used towards the Jón Sigurðsson
Ghapter Music Scholarship Fund.
She Senior Ohoir of the First
Lutheran Church will hold a St.
Patrick's Tea in the Church Parlors
on March iyth, at 8.15 p.m. (Thurs-
day Eve).
The following program will be
rendered:
Orchestra—
Marvin Halderson
Allan Halderson
Bill Scott
Bernard Thurston.
Violin Solo ........Horace Boux
Vocal Solo..........Jas. Duncan
Reading ......Mable Thorgeirson
Refreshments
The proceeds of this Tea will be
used towards the purchase of music
for the Choir.
Sigurður P. Sivertsen,
vígslubiskup, prófessor
1
Hrunið hafa hærri eikur, en laufg-
aðra tré sjaldan fallið.
Þótt úthafið aðskilji álfurnar, fær
það ekki stemt söknuðinum stigu þá
góður maður fellur frá, hvoru megin
hafs sem er.
Austfirðingar, sem vestur hingað
fluttust á öndverðri öld þessari, hafa
oftsinnis minst með lotningu val-
mennisins, kennimannsins kæra á
Hofi i Vopnafirði. Þeir hér vestra,-
sem unna kristni ættjarðar sinnar,
mentamálum hennar og mannúðar-
störfum, hafa borið hlýjan hug til
kennarans og presta-foringjans í
Reykjavík.
Að honum látnum tala eg þó eigi
fyrir annara hönd en sjálfs mín.
Slík var okkar vinátta, að eg hlýt að
leggja lítið blóm á leiði hans.
Samvistum vorum við próf. S. P.
Sivertsen aldrei annað en part úr
sumri 1933. En löngu áður 'vorum
við orðnir vinir fyrir bréfaskifti.
Eru mér mörg í minni hans ástúð-
legu bréf, og ekki sízt er bréfið mér
kært, er hann reit mér eftir biskups-
vígslu sína. Þar lagði hann svo bert
á borðið sitt saklausa, trúaða, bæn-
heita hjarta. Þegar eg kom til ís-
lands var eg eigi fyr af skipsfjöl
stiginn, en hann var kominn til móts
við mig til að fylgja mér á Synódus
og bjóða mér á prestastefnuna, er
standa átti í Reykholti dagana næstu
á eftir. Þann tíma, sem eg dvaldi í
Reykjavík, vorum við próf. Sívert-
sen mikið saman, bæði úti og inni,
bæði á nóttu og degi. Mörgu i fari
hans veitti eg þá eftirtekt og margt
nytsamlegt lærði eg af honum. Ætti
eg að segja í einu orði það, sem mér
fanst einkenna hann mest, þá myndi
eg velja til þess orðið prúffnwnska—
kristileg prúðmenska. Hann var
prúður maður bæði á sál og líkama.
Sál hans var hrein og hugsanir hans
allar fagrar. Hann var einlægur
trúmaður og æðsta boðorð hans var
boðorð kærleikans. Öllum mönnum
lagði hann gott til i samræðum, og
það eins þó þeir væri andstæðingar
hans í skoðunum. Hann var víð-
sýnn og lærður guðfræðingur. Hvort
“nýtt” var það eður “gamalt” varð-
aði minstu. Það eitt gilti, að það
væri satt. Evangelískur kristindóm-
ur, trúin á frelsarann, var honum
fyrir öllu.
I allri framkomu var próf. Sívert-
sen hið mesta prúðmenni, hvort
heldur í margmenni eður fámenni.
Hann var hinn mesti snyrtimaður.
Mér fanst helzt enginn maður á ís-
landi vera jafn vel og smeklkega
klæddur sem próf. Sívertsen, hvort
setn var á mannfundum, á götum
úti, eður í heiimiáhúsi. Alt í fari
hans varð að vera hreint og fagurt.
Það var innræti hans, hins hógværa,
prúða manns.
Einihver ógleymanlegasta stund
æfi minnar er næturstund ein í
Reykjavík sumarið 1933. Það var
komið langt fram yfir miðnætti; en
þó var svo bjart að lesa hefði mátt á
bók. Veðurbliðan var óviðjafnanleg
og sá friður á jörðu, sem engin orð
FRÖKEN HALLDÓRA BJARNADÓTTIR
Mynd þessi af frk. Halldóru Bjarnadóttur, birtist í stórblaðinu
Minneapolis Tribune á laugardaginn var, ásamt ítarlegri ritgerð um
starfsemi hennar í þágu íslenzks heimilisiðnaðar. Frk. Halldóra
sýndi varning þann, er hún hafði með sér að heiiman í kvenfélaginu
Hekla i Minneapolis, en í þessari viku flytur hún erindi um ísland
og sýnir islenzkan heimilisiðnað í Minneota. Áminst ritgerð er
eftir Anna Lou Tasker.
fá lýst. Við próf. Sívertsen geng-
um fram og aftur meðfram Tjörn-
inni. Fuglaforeldrar sveimuðu með
barnahópana sína hægt og sem í
leiðslu um vatnið. Svanirnir stóðu
fram með landi með höfuð undir
væng og sváfu. Friðsælli, fegurri
stund hefi eg aldrei átt á náttúrunn-
ar barmi. Vinur minn og eg geng-
um' og sem í leiðslu og töluðum um
það eitt, sem báðum voru hugðmál
helgust. Það er á slíkum stundum
að “stöðvast tímans hála hjól, en
hnýtast eilíf bönd.” Þetta atvik frá
Tjörninni í Reykjavík sumarnóttina
björtu er mér jartegn þess, að ein-
hversstaðar i tilverunni fái eg að
hitta vin minn aftur á ennþá yndis-
legri stunö en þessi var.
# # #
Sigurður P. Sívertsen var fæddur
i Höfn í Melasveit 2. okt. 1868.
Foreldrar: Pétur Sívertsen og Stein -
unn Þorgrímsdóttir. Stúdent úr
Lærðaskólanum í Reykjavík 1889.
Kandidat í guðfræði frá Kaup-
mannahafnar-iháskóla 1895. Lær-
dómsferill hans allur hinn glæsileg-
asti og skólapróf hans með ágætum.
Prestvígður 12. júní, 1898. Prestur
að Hofi í Vopnafirði þar til 1911.
Guðfræða-kennari við Háskóla ís-
lands frá 1911 til 1936, varð þá að
láta af emibætti sökum vanheilsu.
Hugljúfi samverkamanna sinna og
lærisveina. Kosinn vígslubiskup af
prestum Skálholtsstiftis og vígður til
þess embættis 21. júní 1931. ^ ar
einn af stofnendum Prestafélags Is-
lands og formaður þess i 12 ár og
kjörinn heiðursforseti félagsins, er
hann vegna heilsubilunar, ekki fékk
lengur gegnt starfinu. Y’ar í Kirkju-
ráði og i milliþinganefnd um
fræðslumál þjóðarinnar. Eitthvert
ágætasta starf hans var ritstjórn
hans á Prestafélagsritinu 1919—‘34.
Var rit það vafalaust veigamest allra
tímarita á þeirri tíð á íslandi. Bæk.
ur og rit liggja eftir hann. Tvö
fylgirit með Árbókum Háskólans:
Opinbcrunarrit Síðgyðingdómsins,
1920 og Samanburður Samstofna
Guðspjallanna 1928. Finnn höfuð-
játningar ev. lút. kirkju kom út 1925.
Kenslubókin, Trúarbragðasaga Nýja
testamentisins (1923), er samin af
miklum lærdómi. Með samverka-
manni sínum og vini próf. Ásmundi
Guðmundssyni þýddi hann og gaf út
Apokrýfar-bcckur Gamla-testament-
isins. Auk þess átti hann þátt í út-
gáfu Hundrað hugvekja og bókar-
innar Heimilisguðrcekni. Eitthvert
mesta verk próf. Sívertsens er hin
nýja Hclgisiðabók ísl. þjóðkirkjunn-
ar, sem hann ásamt próf. Ásm. Guð-
mundssyni er aðal-höfundur að.
árið 1898 kvæntist próf. S. P.
Sívertsen Þórdísi Helgadóttur,
lektors, Hálfdánarsonar, systur Jóns
biskups. Hana misti hann eftir
stutta sambúð.
Hann andaðist í Reykjavík 9.
febrúar s.l.
Bjórn B. Jónsson.
ÓGILDING LÖGGJAFAR
Þann 4. þ. m. kvað hæztiréttur
Canada upp samhljóða úrskurð um
löggjöf Aberhart-stjórnarinnar, er
lögð var fyrir liann til álits, og féll
úrskurðurinn á þann veg, að lögin
um takmörkun prentfrelsis, skatt-
lögin á bankana, og löggjöfin um
lánstraust fjdkisins, væri utan vald-
sviðs fylkisþings og þar af leiðandi
ógild. Ennfremur staðfesti hæzti-
réttur það í einu hljóði, að sam-
bandsstjórninni bæri til þess stjórn-
skipuleg réttindi, að synja um fram-
kvæmd fylkislöggjöf, er hún teldi í
ósamræmi við stjórnarskrá landsins.
Ennf remur úrskurðaði hæztiréttur
það, að fylkisstjórar hefðu fult vald
til þess að fresta undirskrift laga,
er að þeirra áliti væri utan við vald-
svið fylkisþinga. Líklegt þykir að
úrskurði þessum verði áfríjað til
leyndarráðs Breta.
FLÓD I CALIFORNIURIKI
Stórflóð hafa nýverið geysað i
Los Angeles og öðrum stöðum í
Californiu, er orsakað hafa feykilegt
tjón. Er mælt að um 200 manns
hafi látið líf sitt af völdum þess,
auk þess sem eignatjón nemur mörg-
um miljónum dala.