Lögberg - 10.03.1938, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MABZ, 1938
3
alt af niÖur, þangaÖ til þau nú nema
tæpast vinnukostnaði. ViÖhald og
rekstur blaÖanna er þjóÖræknisstarf
og sízt hið veigaminsta, má því fé-
lagið naumast við að veikja það á
nokkurn hátt.
Þá hafa félagagjöldin innheimst á
þessu liðna ári frábærlega vel, auk
þess sem nýir félagar hafa stutt að
því að auka þau. Er þetta ágætu
starfi fjármálaritara, hr. Guðmann
Levy, að þakka, hjálparmanna hans
og f jármálaritara “Fróns” hr. Gunn-
Björns Stefánssonar. Er því bæði
meira líf og fjör með félaginu en
verið hefir.
Og svo síðast á árinu, hefir fé-
laginu hlotnast höfðingleg dánar-
gjöf. er kemur til að nerna alt að
$1,700.00. Þessi rausnarlega gjöf
er veitt félaginu skilmálalaust af hr.
Elías Geir Jóhannssyni á Gimli, er
andaðist hér á Ahnenna sjúkrahús-
inu 20. sept. s.l. Skifti hann upp
eignum sínutn milli ýmissa félags-
stofnana íslenzkra, er sýnir hugsun
hans og innræti sem íslendings.
Hann var maður fáskiftinn, hafði
sig lítið frammi, en sístarfandi,
sannur og trúr, orðheldinn og ein-
lægur. Vona eg og treysti því, að
gjöf þessi haldi uppi heiðri hans og
minningu meðal landa hans hér á
vesturvegum.
Féhirðir mun leggja fyrir þing-
ið fyrirspurn og bendingu hvort eigi
sé hyggilegt að ráðstafa sjóðum fé-
lagsins, er nú liggja sem næst arð-
lausir á banka, á hagkvæmari hátt en
hingað til hefir verið gert. Legg
eg til að þingheimur athugi nákvæm-
lega þær benditigar er hann kann að
gefa.
RITHÖFUNDASJÓÐ UR
hefir staðið nokkurn veginn í stað
á þessu ári. Yfirlit yfir eignir hans
er birt í féhirðis skýrslunni. Auka
hefði þurft við hann eftir því sem
kraftar leyfðu, því engu fé er betur
varið en því sem lagt er til islenzkra
höfunda og bókmenta hér í álfu.
SÖFNUN ISL. SAGNA
OG MUNNMÆLA
Nokkuð hefir verið unnið að
þessu máli á árinu. Milliþinganefnd
hefir það með höndum og leggur
formaðurinn, séra Sigurður Ólafs-
son væntanlega fram skýrslu yfir
það hvað nefndinni hefir orðið á-
gengt með söfnun á árinu.
félagsskapur
UNGRA ISLENDINGA
Hreyfing hófst hér á þinginu í
fyrra meðal yngri íslendinga hér í
bæ að stofna þjóðræknisfélags-
skap sín á með^l hliðstæðan við
Þjóðræknisfélagið. Hefir máli þessu
skilað áfram svo, að stofnuð er nú
deild er tekin hefir verið upp í Þjóð-
ræknisfélagið og er félagatal henn-
ar birt í þessa árs hefti Tímaritsins.
Þá mun og lögð verða fram skýrsla
af formanni deildarinnar er skýrir
frá þessari félagsstofnun greinilegar
en hér er sagt.
FRAMTÍÐARHORFUR
Út frá þeim vegaskilum sem vér
stöndum við, fæ eg ekki annað séð
en að félagsskapur vor eigi bjarta
framtið fyrir höndum. Skilningur-
inn er að verða almennari á starfi
og köllun hans, hugir manna eru að
sameinast um hann, og hendur eru
oss réttar nú, æ fleiri og fleiri yfir
hafið. Ekkert ætti heldur að vera
oss 'hugstæðara en í sameiningu að
rifja upp fyrir oss æfi og líf þjóðar
vorrar og eftir fremstu getu útfæra
sögu hennar hér á vesturvegum.
Vér höfum mist frá oss mæta
stuðningsmenn og höldum áfram að
niissa ágæt félagssystkyni með ári
hverju. En þau hafa þá líka skilið
eftir hjá oss ljúfar minningar og
fagrar menjar, sem oss er gott að
eiga. Til dæmis má nefna hinn góð-
kunna og vitra bændaöldung Magn-
ús Hinriksson við Churchbridge, er
andaðist á þessu hausti 4. dag nóv-
ernber mánaðar. Hann var stofn-
andi og sem næst verndari deildar-
innar “Snæfell” í Þingvallabygð.
Lyrir rúmu ári síðan gaf hann há-
skóla Islands $1,000 á tuttugasta og
fimta afmœlisdegi skólans og nú
með erfðabréfi sínu gefur hann
$3,000.00 er leggjast skulu í sjóð til
þess að koma á fót kennaraembætti
> íslenzkuin fræðum við háskóla
Manitoba-fylkis. Ilann bar jafnan
heiður og sóma hinnar íslenzku
þjóðar fyrir brjósti, og sjálfur var
hann þjóð sinni til sæmdar og virð-
ingar um sína daga.
Á þessu síðastliðna ári tók ríkis-
stjóri Canada, Tweedsmuir lávarð-
ur, þeim tilmælum nefndarinnar að
þiggja kjör sem konunglegur heið-
ursverndari félagsskapar vors (Hon-
orary Royal Patron). 1 því máli
gekk Dr. J. T. Thorson á milli
nefndarinnar og landstjórans. Þökk-
um vér landstjóranum þá virðingu,
sem hann sýnir :með þessu félagi
voru og þjóð vorri yfirleitt. Vér
árnum honum allra heilla, sem og
stjórn hans og þessu fósturlandi
voru, sem verið hefir oss “örugt
vígi” í lífsbaráttunni í 65 ár.
Vil eg svo enda þetta mál mitt
með því að bjóða yður öll velkomin
á þetta nítjánda ársþing Þjóðræknfs-
félags íslendinga í Vesturheimi. Eg
óska og vona að þessir dagar, sem
vér erum stödd hér á þessu þingi
verði yður ánægjulegir og til varan-
legrar gleði.
Það er holt að hafa átt
Heiðra drauma vökunætur,
Séð með vinum sínum þrátt
Sólskins rönd um miðja nátt,
Aukið degi í æfi þátt
Aðrir þegar stóðu á fætur.
R. P.
Svar við spurningu
ljóðakver með nafninu “Njóla," en í
þessu litla kveri voru himinvíðar
hugsanir, isem áttu sinn þátt í að
göfga trúarhugmyndir þjóðar vorr- *
ar. Höfundur ljóðanna, Björn
Gunnlaugsson, yfirkennari og
stjörnufræðingur virðir fyrir sér al-
stirndan himinn og skoðar gang
náttúrunnar og sál hans fyllist lotn-
ingu og aðdáun fyrir dýrð sköpunar-
verksins og himnaföðurnum, sem
öllu stýrir og sem hann hafði bjarg-
fasta trú á að væri kærleiksríkur,
miskunnsamur faðir, eins og Jesús
frá Nazaret kendi um í dæmisögunni
um týnda soninn, sem engu barn-
anna isinna gleymir og fordæmir
engan. Hann fann hve hræðilega
ósamboðin háleitri Guðshug.mynd
útskúfunarkenningin var og svo
lagðist hann með öllum sínum þunga
á móti þessari kenningu og kom
jat'nframt með nýja skýringu á
syndafallinu. Læt eg fylgja nokkur
erindi úr “Njólu” til skýringar:
“Útskúfa Guð engum kann
frá ætlunar settu merki,
ei þarf kasta hjólum hann
heims úr sigurverki.
Mun Guð skapa skepnu kind
í skelfingar þá glötun,
að hún fyrst i sökkvi synd
og svo eilífa glötun.
Ógn er hugsun ill og sljó
að ætla föður hæða
með ásetningi og alúð þó
olnbogabörn sér fæða.
Ein andlega sinnuð og gáfuð kona
í Vatnabygðum í Sask. ritaði grein
i Lögbergi 16. sept. s.l. með fyrir-
sögninni: “Brestur eða hvað?” i
hverri hún hugleiðir hvað því hafi
valdið að þjóðskáldið og kennimað-
urinn séra Matthías Jochumsson
hneigðist svo ákveðið að kenningum
Únítara. Greinarhöf. virðist að
minsta kosti hafa grun um ástæðuna,
sem þessi spurning ber vott um, er
hún setur fram í greinni: “eða var
skáldið í honuim svo viðkvæmt fyrir
þrautum þeirra er brjóta af sér náð-
ina að hann vildi ekki viðurkenna
réttmæta né ómælda hegningu fyrir
brotin.” Þessi “ómælda hegning
fyrir brotin” skilst mér muni þýða
á grófara máli, eilífar vítis-kvalir.
Mér finst greinarhöf. vera fund-
vís á ástæðuna fyrir fráfalli séra
Matthíasar frá lúterskum “rétttrún-
aði”; hann hafnar útskúfunarkenn-
ingunni af sömu ástæðu og svo
margir aðrir af þjóð vorri hafa
hafnað henni: af því hún misþyrmir
réttlætistilfinningu þeirra og heil-
brigðu viti.
Séra M. J. var víðlesinn og við-
sýnn maður; hann fylgdist með and-
legmn hreyfingum víðsvegar um
heim, í trúmálum, vísindum og
heimspeki. Hann kyntist stórmenn-
um andans í ýmsum löndum; sumir
þeirra voru Únítarar, eins og James
Martineau og hin gáfaða dóttir hans
Harriet Martineu á Englandi.
Hann varð einnig mjög hrifinn af
hinum andríku leiðtogmn Únítara í
Bandaríkjunum, William Ellery
Ohanning, sem hann kallar stundum
“Guðsmanninn Channing,” Ralph
Waldo Emerson, Theodore Parker,
sem hann stundum kallar “tröllið
Parker” vitanlega í lofsamlegri
merkingu, og svo iskáldið William
Wadsworth Longfellow. Únítarar í
Nýja Englands ríkjunum áttu furðu
marga bókmentafrömuði og afburða
menn í ekki stærri flokki, því Úní-
tarar hafa aldrei getað stært sig af
höfðatölu. — Það hefði mátt heita
furðulegt ef séra M. J. hefði eigi
orðið fyrir áhrifum frá þessum
mönnum. Áhrifin urðu róttæk og
hann þreytist aldrei á að lofa þessa
andlegu bræður sína.
Sennilega munu efasemdir hans á
lúterskunni hafa byrjað i foreldra-
húsum. Hann kvaðst hafa heyrt um
foreldra sína að “þau trúðu ekki
mörguf sem kent var.” Til þess
munu liggja eðlilegar orsakir.
Skynsemitrúin hafði borist frá
Danmörku til íslands seint á 18. öld,
og mun hún hafa haft drjúg áhrif á
trúarlíf þjóðarinnar, gert það bjart-
sýnna og mildara og hjálpað henni
til að losna úr böndum hins myrka
og stranga lútersdóms með sínar
erfðasyndar. og refsidóma kenning-
ar.
Um miðja 19. öld kom út ofurlítið
Syndafallinu gerir hann þannig
skil:
"í alheims stjórnun ekkert slys
við Adams fallið skeði,
heldur einmitt áleiðis
áframhald þar réði.”
(i.e. Maðurinn lærði þá að greina
mun góðs og illsfvarð siðferðileg
vera).
Önnur útgáfa af “Njólu” mun
hafa komið út 1853, og fylgir Dr.
Sveinbjörn Egilsson henni úr garði
með þessu erindi:
“Eins og sól um aðaldjúp
uppheimsbóla flogin
tendraði Njóla í helgum hjúp
himinsjóla login.”
\ itanlega er kenning Njólu ná-
skyld Únítar-ismanum og áhrifum
hennar mun það vera að þakka að
nokkru leyti, að íslendingar mynd-
uðu fyrsta Únítarasöfnuðinn í Win-
nipeg.
Fyrir mitt leyti hændist eg að
Únítörum vegna þess, að þeir boð-
uðu göfugri Guðshugmynd en aðrar
kirkjur, að þeir leituðust við að láta
trú og skynsemi haldast í hen.dur, að
þeir höfðu mætur á vísindum og
voru fyrsti kirkjuflokkurinn, sem
viðurkendi þróunarkenninguna sem
staðreynd í aðalatriðum, þó hún
komi í bága við sköpunarsöguna í
Genesis. Únítarar hafa miklar mæt-
ur á Biblíunni, en neita óskeikulleika
hennar. Þeir leggja áherzlu á að
kenna siðalærdóm og kærleikskenn-
ingar Jesú frá Nazaret og að virða
og elska hann sem göfugmenni og
leiðtoga. Einnig eru þeir fúsir að
viðurkenna andans göfgi hjá öðrum
kennurum og leiðsögumönnum
mannkynsins svo sem Konfucius og
Buddha, o. fl.
Þvi miður hefir gamal-guðfræðin
í hinum kristna heirni oft verið and-
víg visindalegu starfi og uppgötvun.
um, ef grunur léki á að það rækist á
eitthvað í bibliíunni eða kenningum
“rétttrúnaðarins.”
Ekki býst eg við að víisindin geti
leyst úr öllum ráðgátum tilverunn-
ar, en samt hygg eg að með vísinda-
legum aðferðum og rannsóknum
komist menn næst sannleikanum, og
það hefir nú gengið svona hingað
til að þegar vísindi og guðfræði hafa
rekist á^ hefir guðfræðin ávalt orðið
að láta í minni ppkann.
Mér finst að kristnum mönnum
hætti stundum fullmikið til að gera
lítið úr “heiðingjunum”; en skyldi
ekki sumir þesisir “heiðingjar” slaga
hátt upp í það að jafnast á við
kristnar þjóðir hvað siðferði og
manngildi snertir.
Konfucius sem var uppi með
Kínverjum meir en 5 öldum fyrir
Krist, kendi og lét eftir sig hjá læri-
sveinum sínum siðfræðiskerfi og
lífsreglur, sem hafa orðið Kinverj-
um til ómetanlegrar blessunar. Hann
kendi fyrstur manna, að því sem
mér er kunnugt hina “gullnu reglu"
í neikvæðu formi: “Það sem þú
vilt ekki að mennirnir geri þér, það
skal þú varast að gera þeim.”
Hann kendi þessa reglu einnig í
jákvæðu formi. Hann kendi að
mcnn ættu að elska óvini sína. 1
þessum efnum og fleirum, svipar
mjögsaman kenningum Konfuciusar
og Jesú frá Nazaret.
Búddatrúarmenn, eins og þeir
kristnu, hafa skift i ótal flokka, og
siðferðiskenningar þessara flokka
eru svipaðar og hygg eg að Buddha
kenning sé ekki að mun ógöfugri en
önnur trúarbrögð heimsins.
Allmikla áherzlu leggja þeir á
mildja |og manuúðlega míeðferð á
dýrum og öllu, sem lífsanda dregur,
og mun ekki af veita, því maðurinn
er enn grimmasta dýrið á jörðunni.
Þvi miður eru hinar helgu bækur
kristindómsms sorglega fáorðar um
það mál.
Svo að við hverfum aftur að séra
Matthiasi, þá er það skoðun mín, að
þótt hann neitaði óskeikulleik biblí-
unnar, syndafallinu, blóðfórnar end-
urlausnarkenningunni og eilifri út-
skúfun, þá hafi hann verið sann-
kristinn maður á mælikvarða Jesú
frá Nazaret; og kenningar Únítara
hafði hann fyrir satt að væri kristin
kenning.
f minningarljóðum eftir Björn
Gunnlaugsison höf. “Njólu” eru
þessi erindi:
Með kærlekislotning kveðjum við
þig faðir,
og kyssum ennið, þar sem spekin
dvaldi
og brjóstið góða syngjum sorgar-
glaðir.
Þvi sjaldan undir sólar helgu tjaldi
frá Sókratesar dögum kendi maður
með hreinni sál og hlýrra andans
valdi.”
í minningarljóðum eftir séra F.
J. Bergmann, er þetta erindi:
“Þig, Bergmann, skar sú blekking,
er blettar kristinn arf,
að þýða trú með þekking
varð þitt hið mikla starf.
Eins holt er hér að búa
við hiimnaföður stjórn
(þú tjáðir) sem að trúa
á tákn og syndafórn..
Að endingu læt eg skáldið og
spekinginn á Bessastöðum hafa orð-
ið:
“Ein er þar kirkja undra há,
sem öllum býður rúm,
kærleiks að hlýða kenning á,
komnum af ýmsum trúm ;
frá hverri tíð og úr hverjum stað,
hver sem hann vera kann,
engum er þaðan útskúfað
elski hann sannleikann.
Hvort Búdda þessi heiðnum hinn
hallaðist kreddum að,
þriðji kendist við Kóraninn,
kemur í sama stað,
hið sanna ef hann aðeins vill
eins er hann velkominn.
Mörg kristins villa manns var ill
en minni vorkunnin.”
Friðrik Sveinsson.
Betra að veifa röngu
tré en engu!
Lögberg 24. febrúar s.l. flytur
grein er hefir að fyrirsögn “Leið-
rétting,” eftir S. Baldvinsson. Þar
stendur þannig orðuð setning: “Eg
tók eftir því, að Magnús á Storð
segir Björn Sigvaldason í Árborg
vera kominn af ætt Jóns biskups
Arasonar og telur þar 8 ættliði; Jón
Arason fæddist 1480; slík ættfærsla
er ómöguleg vegna timans, þó ekki
væri annað.” Hér er ekki nokkur
snefill af sannleika í þessari setn-
ingu, nema fæðingarár Jóns biskups
mun vera nær lagi rétt. Eg hefi
hvergi rakið ætt Björns Sigvalda-
sonar annarsstaðar en i landnáms-
þætti hans í Almanakinu 1933, bls.
55-58, en þar rakti eg ætt hans lengst
til Péturs bónda á Torfastöðum í
Miðfirði, sem var bróðir sálma-
skáldsins séra Hallgríms höfundar
Passiusálmanna, og er sú ættfærsla
í 7 ættliðum. Jón biskup er þar ekki
nefndur, svo ekki getur þar verið
misskilningi til að dreifa. Enginn
mun heldur bregða S. Baldvinssyni
um heimsku síðan hann skrifaði um
Halldór Kiljan Laxness. — Samt
vil eg ráða S. B. til þess að fara nú
að lesa upp fræði sín áður en hann
fer að rita næst í góðum tilgangi,
sérstaklega taki hann til þess fæð-
ingardag einhvers mikilmennis sem
Thomasar Edisons eða hans líka.
Skrifað á öskudag, 1938.
Magnús Signrðsson
á Ötorð.
Vinsamleg leiðrétting
Sveinn Árnason 4 Selkirk tekur
það illa upp, að eg skyldi leiðrétta i
Lögbergi ættartölu hans, sem hann
er að teygja til séra Einars Sigurðs-
sonar í Eydölum, sem fæddur er
1538, eða fyrir réttum 400 árum og
telur þar 8 menn með sjálfum sér,
og setur fram svo fáránlegt reikn-
ingsdæmi; þar sem hann dregur æfi-
ár sín frá þessum 400 árum, og 26
ár af æfi séra Einars, og fær þá út
295 ár; en svo telur hann sjálfan
sig aftur með þeim sem dauðir eru,
og heldur víst að lesendur Lögbergs
gái ekki að þessum brellum hans, en
hvernig sem hann reiknar þetta, get-
ur hann aldrei fengið fróða menn né
ófróða, til að fallast á að færri en
13 liði þurfi að finna til að lifa 400
ár, enda viðurkennir hann að móðir
sín sé dáin fyrir aðeins rúmum 30
árum, en hann sjálfur nærri átt-
ræður, svo lögmál lífsins stendur í
skorðum.
En því er Sveinn að kasta að mér
keskni þó eg bendi á misreikning
hans og segi sannleikann? Hann
hefði átt að vera mér þakklátur fyr-
ir, ef hann hefði verið betur hugs-
andi. En honum finst vist að eg sé
að minka sig með því, en mér hefir
aldrei dottið slíkt til hugar, enda
væri mér það ómögulegt.
Með kærri kveðju til Sveins.
S. Baldvinsson.
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment • Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson
Sérfrœðingur 1 eyrna, augrna, nef 205 Medical Arts Bldg.
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medic&l Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts.
Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866
Viðtalstimi — 11 til 1 og 2 tii 5
Skrifstofuslmi — 22 251 Res. 114 GRENFELL BLVD.
Heimili — 401 991 Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson Dr. D. C. M. Hallson
Stundar skurðlækningar og
Viötalstími 3-5 e. h. almennar lœkningar
264 HARGRAVE ST.
21* SHERBURN ST. —Gegnt Eaton’s—
Sími 30 877 Winnipeg
Slmi 22 775
DR. A. V. JOHNSON DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlæknir Tannlæknar
212 Curry Bldg., Winnipeg 406 TORONTO GENERAL
(Gegnt pósthúsinu) TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Sími: 96 210 - Heimils: 28 086
PHONE 26 545 WINNIPEG
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. íslemkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. I/iiulai, K.C., A. Butir Bjöm Stcfánsson Teiephone 97 621 Offices: .125 MAIN STIIEET
BUSINESS CARDS
PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver
A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 601 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG 0 Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð &1 öllu tægi. PHONE 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að aér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pægilegur og rólegur bústaOur i nUðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltlðir 4 0c—60c Free Varking for Guests