Lögberg - 10.03.1938, Síða 6
6
LÖGBÍIRG, FIMTG DAGINN 10. MARZ, 1938
Hundur kafteinsins
Jeanneton hljóp ofan í kjallarann eftir
eg’gjunum, sem beðið var eftir. Hún fann
ekki eitt einasta egg. Hún varð forviða.
Hetta var einmitt á þeim tíma, þegar ungar
liænur verpa vel, og Hvít og Surtla áttu gott,
mð öllu móti. Þær höfðu nálega aldrei brugð-
ist í þessu efni. Þótt náttúran hefði umturn-
ast alt í einu; |>ótt jarðskjálfti og umbrot
hefðu orðið svo mikil að heil þorp hefðu færst
til og hlaðist hvrert ofan á annað, þá hefði
það ekki haft meiri áhrif en eggjamissirinn á
Jeanneton. Hún trúi ekki sínum eigin aug-
um. Hún þreifaði í hreiður Surtlu; það var
alveg tómt. IJún rótaði um heyinu; þar voru
engin egg.
‘ ‘ Þetta er eitthvað skrítið- Það er ó-
skiljanlegt. A þremur mánuðum er það í
fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir. Surtla
bar sig "til í morgun sem hún væri að verpa,
þegar eg sótti eldiviðinn. Ef maður getur
ekki reitt sig á að ungar hænur verpi þennan
tíma árs, hverju á maður þá að trúa ? En svo
er,nú fleira að athuga. Hvað skyldi frúin
segjaf Hún sem er ekki búin að jafna sig
síðan í gau-.
Eðlilega myndi frúin verða enn verri en
áður, í dag. Hún vildi fá eggin alveg ný; og
hún hafði æfinlega fengið það hingað til, nú
komst Jeanneton ekki undan með brögðum.
Hún var spurð til þrauta. Það varð árang-
urslaust. Hún vissi ekkert nema að hún liafði
farið ofan í kjallarann á vanalegum tíma,
fundið hreiðrin en ekkert egg. Það var ekki
til neins að spyrja hana meira.
“Jæja, þetta er — þetta er þó einkenni-
legt. Eg hefði sannarlega ekki búist við
þssu af hænum sm eru eins vel haldnar og
þær eru, og einmitt á þeim tíma þegar allur
hænur verpa. Eg get ekki trúað því. En
hvernig er það með þig, hr. Pigaultf 1 stað-
inn fyrir að láta mig slíta mér út á að tala;
því segir þú ekki eitthvað, lieldur stendur þú
j)arna og steinþegirf Þú ættir að geta sagt
eitthvað. ’ ’
“Það yrði fremur erfitt fyrir mig, þó
eg reyndi, góða mín; þú gefur mér fremur
•lítinn tíma,’’ sagði kafteinninn góðlátlega
mjög.
“Eg fékk aðeins eitt egg í gær. Hvað
heldurðu um þaðf”
“Eg held að þessar hænur séu farnar að
haga sér eitthvað skammarlega, ” sagði
kafteinninn hægur og alvarlegur, eins og
ekkert hefði í skorist.
Lise, sem ekki vár alveg ánægð með svar-
íð, leit á mann sinn rannsóknaraugum, hvort
hann meinti þetta eða væri að gera háð að
sér. En á svona augnablikum hafði kafteinn-
inn nokkurs konar grímu, sem var eins svip-
laus og Sphinx — ekkert þar að sjá. Frúin
varð ráðalaus og þagnaði, en það lá afar illa
á henni það sem eftir var dagsins.
Hún sefur j>að úr sér, liugsaði kafteinn-
inn. A ferðum sínum og vafstri í ýmsum
myndum hafði kalfteánninn fengið allmikla
lífsreynslu og hugsaði nú talsvert heimspeki-
lega.
IV.
Jeanneton, samt sem áður, langaði ekki
til að verða fyrir slíkum vanræðum sem fyr,
eða verri, svo hún passaði sig með að fara
dálítið fyr en hún var vön, ofan í kjallarann.
Hún ætlaði að koma að hænunum á eggjunum.
Hún kom samt of seint. Einhver hafði tekið
eggin. Það var ekki aðeins annað eggið sem
vantaði, heldur bæði. Zero var að magnast.
Þrællinn þafði kingt áklögunum samvizkunn-
ar eins hæglega og vatni — og eggjunum
með.
“Hvaða vandræði! ’ ’ sagði Jeanneton;
‘ ‘ tvo daga hvern eftir annan hefir frúin liðið
sult. Það verður, svei mér, svipur á henni.
1 gær voru aðeins ský á lofti. Nú verður á-
reiðanlega ofviðri í lofti. Eg verð að komast
í eitthvert skýli. ”
Hún kallaði á Zero.
Hann hafði farið í kofa sinn, og var nú
að melta glæp sinn og eggin góðu, dottandi og
dreymandi um eitthvað svo undurgott. Hann
dreymdi að kafteinninn hefði nú hundrað
hænur, sem verptu skilvíslega á hverjum degi
og allan daginn.
Hann rumskaðist þegar Jeanneton kall-
aði. Samvizkan var ekki alveg hrein. Hann
varð smeikur um að hún ætlaði að spyrja sig
um-------; hann reyndi samt að vera rólegur
og lét ekki á neinu bera. Þegar matreiðslu-
konan kom, þótt hann þættist nú viss um að
hún ætlaði að setjast í dómarasætið. Samt
sem áður, þar sem hann sá hana koma, fór
hann að halda að hún ætlaði ara að senda
hann í búðirnar. Hann fékk bráðlega viss-
una.. Fyrsta tillit fullvissaði hann um að
þessi myndarlega stúlka frá Normandy hugs-
aði ekkert ilt um hann.
“Alt í bezta lagi,” hugsaði þrællinn;
“hún heíir ekki minsta grun.”
Hann liorfði samt á hana nákvæmlega, til
þess að fá fulla vissu um að alt væri með
feldu, og hvað hún myndi nú vilja sér þenn-
an morguninn.
“Heyrðu góði minn,” sagði hún'og lagði
hendina ofan á loðna höfuðið á Zero, “þú átt
að fara í sendiför fyrir mig.”
Zero hafði um nokkurt skeið verið sendi-
sveinn og póstur frá Hvíta Húsinu. Jeanne-
ton hafði sent eftir matvælum til matfanga-
salans og liann hafði æfiniega komið með
það sem beðið var um, aiveg eins og átti að
vera, aldrei brugðist á nokkurn hátt.
Jeanneton tók því pappírsblað og rissaði
eitthvað á það, þó læsilegt, nokkur orð, sem
Zero, þessi vitri kunningi, sem alt virtist
skilja, átti að fara með í réttu búðina niðri í
bæ:
“Tvö ný egg, ef j)ú vilt gjöra svo vel.”
Jeanneton lét svo blaðið innan í pentu-
dúk, lét svo alt saman í dálitla körfu, sem
fléttuð var í víði og skreytt innan með klæði;
lét þrjá smápeninga ofan í, vafða innan í
blað. Lét svo hundinn taka við, sem beit í
handarhaldið og lagði af stað.
“Til matfangasalans, ” sagði hún og
endurtók það þrisvar sinnum skýrt.
Tóbakssalinn, matfangasalinn og póstur-
inn voru menn, sem Zero hafði kynst og var
hann góður kunningi þeirra. Þessi einstaki
hundur misskildi aldrei heimlisfangið,—fór
ætíð í réttu búðina.
Hann fór af stað undir eins ákveðinn í
jiví að stanza ekki á leiðinni; honum hefir ef
til vill þótt vænt um að . geta gert þennan
breiða — lett dálítið byrðina sem lá á með-
vitundinni og í maganum.
Matfangasalinn, sem var vanur við að
sjá þennan einkennilega sendisvein koma,
þráttaði ekki neitt við hann, heldur opnaði
hæversklega fyrir honum, las blaðið, tók smá-
peningana, valdi eggin og bar þau upp að
birtunni til að sjá hvort þau væru ný, og Zero
sá að hann gerði það samvizkusamlega, lét
eggin varlega ofan í körfuna og breiddi ofan
á pentudúkinn, og af gömlum vana sagði
hann: “Nokkuð meira?”
Zero, sem var frá mjög góðu og ákveðnu
fólki, áleit þessa spuniingu heimskulega og
óþarfa; hann vissi hvað vantaði og bað um
jmð strax og ætlaði sér ekki að bæta neinu
við. En þar sem hann kaus að vera kurteis,
þá hugsaði hann aðeins með sjálfum sér um
þetta en þagði; sneri við undir eins heimleiðis
eins og trúr þjónn, sem ekki vill láta bíða eftir
sér heima; hann hélt því upp Grace hlíðina
liröðum skrefum, án þess samt að hlaupa.
Hann vissi að þeir sem eru með egg verða
að fara varlega.
Að treysta hundi til að bera egg og færa
sér, sem þykir þau eins góð og Zero vini vor-
um, er að gefa lambið á vald úlfinum. Þó að
blaðið, sem Jeanneton skrifaði á lægi opið
fvrir framan hann, hafði Zero ekki látið sér
detta í hug að lesa það. Hann vissi ekki hvað
hann var að sækja. En þegar liann sá kaup-
manninn láta í körfuna, kom vatn í munninn
á honum og ýmsar miður heppilegar hugsanir
vöknuðu hjá honum. Ýmsar myndir af því
sem væri hugsanlegt, komu upp í huganum
og ástríðurnar urðu því sterkari sem hann
færðist lengra upp eftir lilíðinni. Atvaglið
• komst í algleyming — Jeanneton gat ef til
vildi ekki talið, og hún yrði ef til vill ánægð,
ef hann kæmi bara með tvö egg. Tækifærið
var ágætt; verkið svo fyrirhafnarlítið! Voru
ekki eggin þarna? Þessi egg, svo dásamleg
— freistandi! Ekki þurfti annað en beygja
sig niður til þess að taka þau. Hann stilti sig
enn, eins og hann skildi að það sem manni
hefir verið trúað fyrir, má maður ekki á nokk-
urn hátt skerða eða láta skemmast, hvað svo
sem manni kann að hugsast um hlutinn. Það
á við alla heiðvirða hunda. Þessi sigur sann-
aði ef til vill, að hann var ekki sokkinn alla
leið sem óþokki, heldur að það væri einhver
skíma enn í fórum hans, sem benti honum í
rétta átt af villustigum, og ef til vill gæti rétt
hann við.
Jeanneton bjargaði lionum úr þessum
síðustu jjjáningum freistinganna. Henni
leiddist að bíð'a og var að horfa eftir honum
og fór á móti honum; klukkan rak á eftir ;
þess vegna fór hún að flýta fyrir honum.
Hún lyfti nú upp pentudúknum og sá
eggin, sem hundurinn hafði komið með eins
og honum var sagt, óbrotin. Jeanneton var í
sjöunda himni.
“Úr allri hættu!” hrópaði hún. Ef hún
hefði verið meira inni í bókmentum en hún
var, hefði hún sagt:
“Þökk sé góðum guði!”
Jeanneton misreiknaði, hún var ekki úr
allri hættu enn. Frú Pigault hafði framúr-
skarandi næman smekk. Hún hafði ekki fyr
bragðað fyrra eggið, sem loddi á brauðinu,
sem hún dífði sneiðinni í, en hún hrópaði:
‘ ‘ Þetta eru ekki egg frá mínum hænum! ’ ’
“Ómögulegt annað,” sagði kafteinninn
forviða.
“Þú segir að það sé ómögulegt annað;
en það er nú svo samt.”
“Eg verð að segja það, að þú hefir
merkilega næman smekk — alveg óþektan
áðtir. ’ ’
“Leyfirðu þér að gera gaman að mér?”
og það leyndi sér hvorki í rödd né svip, að
óveður var í nánd.
“Þú veizt það mín kæra, að eg geri aldrei
gaman að þér. Eg bara dáist að því að þú
skulir hafa svona dásamlega næman smekk,
að finna það á bragðinu, hvaða hæna hefir
verpt eggiYiu. Það er alt.”
“Og það gerir þig forviða, án efa.”
‘ ‘ Forviða var nú ekki orðið, sem eg vildi
nota,” sagði kafteinninn og ætlaði að fara
undan í flæmingi, eins og menn hafa oft áður
gert og sem hefir leitt til vandræða stundum,
en hefir líka stundum leitt til friðar í hjú-
skapnum. “Það var aðdáunin, sem fyrst
kom upp í huga mínum.”
Lise hlustaði á þessi orð, leið snögt upp
og horfði á mann sinn rannsóknaraugum —
þessum gegnumgangandi kátu, bláu augum.
Hún víldi vita vissu sína um hvort kaftein-
inum væri alvara eða hvort hann væri að hæð-
ast að henni. Bn rannsókn hennar varð
árangurslaus eins og áður. Ekkert var í
svipnum að sjá nema alvöru og góð'mensku.
Hún sagði því í ákveðnum einbeittum róm:
‘ ‘ Hvað sem því líður, þá komumst við ekki að
neinni niðurstöðu með því að tala um þetta;
en eg ætla mér a komast að því rétta og vita
fyrir víst hvaðan þessi egg hafa komið.”
Kafteininum leið hálf illa; liann hefði
viljað breyta umtalsefninu og hugsunum
þeirra hjónanna; en liann vissi vel hvað Lise
var j)rá og þver. Hann vildi ekki eiga á hættu
að hafa á móti því sem hún sagði. Það var
ékki um annað að' gera en að láta dómgreind
Lise vera ómótmælanlega eins og dóm drotn-
ingarinnar eða konungsins.
Lise hringdi bjöllunni ofsalega og
Jeanneton kom á þröskuldinn í borðsalnum
á augnabliki Með hvað miklum ofsa bjöllunni
var hringt gaf til kynna að eitthvað sérstakt
væri um að vera og hana grunaði fljótlega að
eitthvað ætti að hreyfa við eggja-málinu.
Samt sem áður j>ótti henni ráðlegt að bíða á-
tekta, heldur en að segja nokkuð. Hún beið
því og var ekki frítt við að hún kviði fyrir
því sem koma myndi.
Hún þurfti ekki lengi að bíða.
LTngu konunni var of mikið niðri fyrir til
þess að lialda sér í skefjum, hún viidi fá að
vita strax það sem henni þótti nauðsynlegt að
vita.
‘Hvaðan komu þessi egg?” spurði liún
matreiðslukonuna og reyndi að lesa hugsanir
Jeanneton með þessum,bláu, skæru augum
sínum.
Jeanneton var ein af þessum ráðvöndu
stúlkum frá Normandy, og sagði ekki ósatt
þegar hún vissi að það var árangurslaust, og
ómögulegt að koma l>ví við.
“Þau komu frá matfangasalanum, frú,”
svaraði Jeanneton alveg róleg.
“ Og síð'an hvenær, ef þú vilt vera svo góð
að segja mér það, hafa þau komið þaðan?”
‘ ‘ Eíðan hænumar hérna hættu að verpa. ’ ’
“Ó, síðan mínar hænur hættu að verpa;
eg hefði gaman af að vita hvað hefir komið
fyrir mínar hænur.”
“Þú verður a spyrja þær um það. því eg
veit það ekki. Alt sem eg veit, er það, að
það eru engin egg hjá þeim.”
‘ ‘ Ó, það er engin kona í Honfleur, sem er
farið eins skammarlega með og mig!” sagði
frúin og neri saman hinum mjallhvítu hönd-
um sínum.
“Ef frúin heldur það,” sagði Jeanneton
og gerði sig líklega til að leysa af sér svunt-
una, “ þá þarf hún ekki annað að gera en víkja
okkur úr vistinni — mér og hænunum!”
Þetta var sú mesta ósvífni sem nokkur
vinnukona gat viðhaft í orði, án þess að verða
ekki rekin á dyr þegar, og Jeann^ton hélt að
bezt myndi að fara út. Hún gerði j>að; fór
út án þess að heyra meira.
Lise var svo yfirkomin, svo utan við sig,
að maður hennar hélt að það myndi líða yfir
liana; en hann j>ekti hana of vel til þess að
vita ekki að þegar svona var bezt að láta hana
eina um hituna og vera ekki að þrátta neitt
við hana né hugga. Hún minti mann á suma
þessa innfluttu hesta, sem er bezt að fara
mjög varlega að', láta þá verða sem minst
vara við mélin, j>ví eftir því sem hreyft er við
mélunum taka þeir meira í, leggjast í taum-
ana og gera ilt verra.
Eftir nokkrar mínátur reis hún á fætur,
hrvnti frá sér stólnum, henti pentudúknum út
í horn og fór út úr borðsalnum og skildi þar
við mann sinn forviða og ráðalausan. Frúin
heyrðist segja: “Eg læt ekki gabba mig
þannig! Eg ætla að komast að því hvað ver-
ið er að brugga í mínu húsi!”
Hún var ákveðin í því að rannsaka ná-
grennið og eins og hvert annað yfirvald
ætlaði kona kafteinsins að' rannsaka, leita ná-
kvæmlega heima þar sem glæpurinn var fram-
inn fyrst. 1 glæpamálum er það ætíð bezt.
Hún fór því fyrst ofan í kjallarann, þar sem
frá ómunatíð hænurnar voru vanar að verpa.
Þær voru þar báðar; önnur að klifra upp
um ámurnar hálf-hlakkandi, eins og þessum
fuglum er títt, þegar þær ætla að fara að
verpa eða eru nýbúnar að því; hún var á
þverslá uppi undir rjáfri —hún komst ekki
liærra. Þessi var flóttaleg til augnanna og
rauði kamburinn í ólagi. Hún var öll úfin og
leit út fyrir að hún hefði orðið fyrir einhverj-
um ósköpum og komist með' naumindum und-
an. Þrátt fyrir það þó þær væru vanar frúnni
og hefðu étið úr liöndum hennar brauðmola
og fleira, þá urðu þær viltar þegar þær sáu
hana, Surtia og Hvít, og görguðu æðislega og
reyndu að fljúga, sem þeim ætíð tekst seint
og illa. Þær komast hvorki hátt né langt.
“Þetta er þó merkilegt, ” sagði frú
Pigault, og varð hugsi. Látum okkur nú
skoða hreiðrin.”
Hún gekk nú strax að hreiðrunum. Þar
sáust merki um einhvern óróa. Maður veit
hvað alt er vanalega hreint í hreiðrum hæna,
alt slétt eins og pressað með veltivél. En
nú var alt úfið og óslétt, heyið rifið upp, alt
úfið hingað og j>angað.
“Þetta er eitthvað ónáttúrlegt,” sagði
frú Pigault. “Eg er viss um að þessar hæn-
ur mínar hafa verpt og einhver hefir tekið
eggin. Það er einhver sekur í nágrenninu, og
það er mitt að finna hann — standa hann að
verkinu og hegna honum. ”
Eins og allir þeir, sem hafa næmar og
viðkvæmar taugar varð frúin alveg upptekin
við þessa einu liugmynd sína. Hvenær sem
hún þráði eitthvað, þráði liún það svo §terk-
lega og hætti ekki við fyr en hún liafði sitt
fram. Hún stilti sig samt, og sagði ekki neitt
allan daginn um þetta, sem hún bar fyrir
brjósti. Hún hugsaði sig lengi um livað hún
ætti að gera og komst loks að því, sem hún
hélt að myndi duga. Hún hafði ekki neitt
sérstakt að gera þessa stundina — gat ekkert
gert. Ilænurnar verptu aðeins að morgnin-
um; það var að morgninum líka, sem þjófur-
inn myndi vera á ferð; það varð því að vera
að morgninum, sem hún liti í kringum sig og
léti hendur standa fram úr ermum.
Frúin svaf vanalega fremur laust. Eyr-
un voru altaf á verði; hún heyrði hið minsta
j)rusk, hinn minsta hávaða sem til féll í liús-
inu. Það var ekki mögulegt að hugsa sér ná-
kvæmari gæslumann eða aðgætnari. En j)essa
næstu nótt svaf hún enn lausara ef unt var.
Hún vaknaði með afturbirtu, klæddi sig fljót-
lega, hljóðlega, án þess að vekja kafteininn,
sem nú svaf eins og steinn, og fór út úr her-
berginu og horfði til baka með svip, sem ó-
mögulegt er að lýsa — ja, eins og kona, sem
er sí og æ á vakki og viðhúin, þegar maðurinn
er á ferð í draumalandinu dýrðlega — sefur
fast.
Hún fór niður á neðsta gólf, fann ekkert
athugavert j>ar, fór því út í garðinn. Alt var
lokað úti og inni. Hvergi sást merki um að
brotist hefð'i verið inn, klifrað eða brotnir
gluggar; hún athugaði mjög nákvæmlega alla
stígi og götur að framan og aftan, því þar
var eitthvert hvítt efni í jarðveginum, sem
var næmt fyrir sporum og loddi talsvert við.
Hvorki í jarðveginum né á gangveginum sást
neitt, sem grunsamlegt væri um óvin í nánd.
Það varð ljóst að óvinurinn var í hennar eigin
húsi. Það er vanalega létt að finna slíkan
óvin, sem er rétt undir handarjaðri manns;
hann getur ékki sloppið. Ekki er því að neita
að henni datt Jeanneton í hug; en liún trúði
því }>ó varla. Jeanneton var ráðvönd; það
var ómögulegt að hún væri þjófurinn. Svo
hafði hún alt lyklavald. Hún gat tekið það
sem hún vildi og átti hún við sama borð og
þau hjónin.
“Hvað eg er heimsk?” sagði hún við
sjálfa sig og ypti öxlum. “Það eru auðvitað
rottur, sem liafa stolið eggjunum. Eg þarf
að fá mér boga og veiða þær, — það er alt og
sumt. — Eg þekki hund, sem er góður að ná
rottum, en hann er svo jmnglamalegur og
latur að hann verður ekki til neins. Eg get
ekki notað hann við þetta tækifæri.”
Þegar Lise var að fara rannsóknarferð
sína um morguninn, hafði hún farið fram lijá
kofadyrum Zeros. Hann hafði séð lmna og
sá að það var frúin; áleit að hún ætti frjálst
með að ferðast um á sinni eign, fara og koma,
eins og henni sýndist. Hann hafði því álitið
réttast að iáta ’ekkert á sér bera, sýna enga
ókurteisi. Ef frúin hefði verið eitthvað betri
við hann, hefði hann máske farið á móti henni
og fagnað henni, því hann var aldrei bund-
inn, — heilsað upp á hana, þegar hún var á
ferð svona snemma að morgninu. En Zero
var enginn smjaðrari og var ekki líklegur til
að reyna nema einu sinni að vingast við nokk
urn mann eða nokkra konu. Hann lét því
aftur augun eins fljótt og hún fór fram hjá,
rétti úr sér, sneri sér á hlið í mjúka heyinu og
hugsaði með sér að bezt myndi að sofa dálítið
meira.