Lögberg - 24.03.1938, Síða 2

Lögberg - 24.03.1938, Síða 2
9 LÖGrBMJG, FIMTUDAGINN 24. MABZ 1938 Látum oss sameinaát U.L.C.A. Eftir séra G. P. Johnson. Þegar Dr. Richard Beck hélt sína ágætu fræðslu- og hvatningarræðu á fimtíu ára afmælishátíð hinna ís- lenzku Goodtemplara hér í Winni- peg, fyrir nokkru síðan, þá var það eitt hið mest sláandi atriði er doktor- inn lagði sérstaka áherzlu á, að það sem gjörði okkur fámenna Good- templara hugdjarfa í baráttunni, væri fullvissan unn allar þúsundirnar er stæðu á bak við okkur um allan heim, (The International Order of Good Templar.). Vér værum hlekk- ur í keðju er næði um allan liinn mentaða heim, og sem tengdi okkur með sterkum taugum kærleika og sameiginlegrar menningar, hugsjóna og mannúðar. Þetta sagði Dr. Beck vera ómetanlegan. styrk til fram- sóknar. Eg leyfi mér því að nota þessi sannleiksþrungnu orð okkar íslenzka fræðimanns, sem innleiðslu til þess máls, er hér birtist á prenti. Kristilegar bækur og rit Vestur íslendinga sýna það einnig glögg lega, að sú hefir verið sannfæring allflestra okkar merkustu manna, er starfað hafa að kirkju og kristileg- um menningarmálum, að framtíð kirkjufélagsins okkar gæti verið borgið aðeins með þvi, að ganga í samband við sér sterkara félag. Mr. Jón Bíldfell mánnist lítið eitt á þetta samibandSmál í greininni “Straumar” sem birtist í Fimtíu ára minningarblaði Lögbergs, greinin var vel og bróðurlega skrifuð að mínu áliti, hann skýrir í fáum orð- um hina hörmulegu hningnunarsögu okkar lúterska kirkjufélags, síðati ýmsir annarlegir lærdómar byrjuðu að gjöra vart við sig innan vébanda félagsins. Þó lítur ekki út fyrir að sú góða grein Mr. Bíldfells hafi fallið í mjög vökvaðan, andlegan jarðveg, því enginn hefir á hana minst, til stuðn- ings, og er það illa farið, ef lúterskir menn eru orðnir svo værugjarnir, að ekki rumski; þó ýtt sé við þeim til aðvörunar og framtiðar blessunar. Mr. J. Bíldfell getur þess einnig .í nefndri grein, að Dr. B. J. Brand- son hafi skrifað mjög greinilega unt sambandsmálið, fyrir nokkrum ár- um síðan, og bætir þvi við að þau rök er Doktorinn hafi fært fyrir máli sínu þá, séu jafn gildandi enn í dag, nema hvað málið hafi skýrst mikið síðan, svo að afdrifin séu nú auðsæ hverjum þeim, sem opin hafi augun og á þau rök vilji líta. Einnig hafa margír kennimenn skrifað um sambandsmálið, og hafa þeir allflestir verið algjörlega sam- mála um þá brýnu nauðsyn, að sam- einast öðru sterkara kirkjufélagi. En þar sem það mun óþarfi þykja að eg fari að rekja alla þá sögu, þá ætla eg helzt að halda mér við þau sönnunargögn er eg sjálfur hefi ver- ið vitni til, síðan eg kom til þessa lands. Árið 1932 var sérstaklega mikið talað og ritað um sambandsmálið, einnig mestallan veturinn 1933, gaf að líta hverja greinina eftir aðra í íslenzku blöðunum, þó sérstaklega í Lögbergi, þar létu til sín heyra flest- ir laf okkar beztu kennimönnum, sem flestir voru með því að þá væri stígið sporið, hið marg—umritaða og velhugsaða spor. Flestir af málsflytjendum bentu á að United Lutheran Church in America, væri hin æskilegasta, öfl- ugasta og bezt viðeigandi, að vér slæjum okkur í samband við þá kirkju, þar sem vér hefðum svo oft notið hennar hjálpar á ýmsan hátt. Nokkrir skrifuðu þó um málið frá annari hlið og reyndu að sýna fólki fram á að það væri hin mesta glópska að sameinast þeirri kirkju, og reyndi að finna þeirri sambands- hugsjón ýmislegt til foráttu. Einn af beztu stuðningsmönnum hinnar göfugu samibandshugsjónar var forsetinn okkar séra K. K. Ól- y afsson; hann skrifaði sérstaklega skýrt og skorinort um málið, enda hafði hann þar sérstaka þekkingu, þar sem hann hafði verið og var einn af aðal guðfræðikennurum við einn af prestaskólum U.L.C.A. og sumir af prestum kirkjufélagsins okkar eru þaðan útskrifaðir. Séra Jóh. Bjarnason sýndi fram á með skýrum rökum að U.L.C.A. væri í sannleika sú kirkja er oss bæri að sameinast, þar sem trúin væri okkar og hefði verið feðra vorra, og væri hin sanna og rétta lúterska trú, einnig nokkrir fleiri skrifuðu vel og skilmerkilega um málið. Aliir vita það að hin sameinaða lúterska kirkja í Vesturheimi er og verður aldrei annað en bara kristin lútersk kirkja, svo ekki hefðu land- arnir, sem flestir eru lúterskir í anda átt, átt að þurfa að eyða mörg- tim orðum um þann part málsins. U-L.C.A. er kristið, lúterskt bræðra- félag, sem telur miljónir meðlima, og sem öll eru nú mikið sjálfstæðari en nokkru sinni áður, og það mund- um vér einnig verða, eftir að hafa sameinast U.L.C.A. En samt sem áður þá skrifuðu nokkrir á móti sambandsmálinu, sem gjörði það að verkum, að fólk gat ekki vel áttað sig á því í fljótu bragði, 'hverri hlið málsins það ætti heldur að fylgja, svo skifting varð áberandi, sem og gjörði það að verk- um að aðalkjarni málsins hvarf, en fólk snerist um smáatriði, sem lítils eða einskis virði var, eins og oft gengur og gerist er menn hafa of mikið skiftar skoðanir. Samt komst nú málið svo langt, að það var lagt fyrir kirkjuþingið í Argylebygð árið 1933 og útskurður þingheims féll þannig, að af 62 at- kvæðum sem greidd voru, urðu 24 rneð sambandsmálinu en 38 á móti. Það skal þó hér tekið fram til skýringar, að enginn var á þinginu, sem virkilega þorði að mæla með þessu mikla velferðarmáli, umræðu- andi flestra var orðinn svo bundinn af hálfgerðum ótta við að alt mundi fara í bál og brand, ef málið yrði fætt ítarlega, vegna undanfarinna blaðagreina; fólkið var því eins og kvíðandi, þar sem allir vissu af mis- munandi skoðunum í málinu, sem ekki hafði verið athugað nógu ræki- lega. Áberandi afturför í kirkjufélag- inu byrjaði árið 1932, þegar minka þurfti kirkjublaðið okkar, Samein- inguna um helming, .hörmuleg aft- urför en blátt áfram eðlileg, undir kringumstæðunum. Kirkjufélagið okkar er alt of lítið og fjárhagslega máttvana, til þess að standa straum af miklum blaða- eða bókaútgáfum>, svo lengi það stendur einsamalt; það eru líkast til um eða yfir 30 þúsund íslendingar í Vesturheimi, en aðeins tæp 6 þúsund, sem heyra til Kirkju- félaginu; tæplega hægt að furða sig á því þó miklir séu erfiðleikarnir, nu sem stendur hjá okkur. — Okkar eldra fólki er altaf að fækka, og hin unga kynslóð ekki líkleg til þess að leggja huga sinn til Sameiningar- innar, svo lengi ekki er hægt að hafa lmna meira við hæfi hinna ungu, Eg sem þessar línur rita hefi séð unga fólkið okkar lesa með áhuga, kristi- leg blöð frá öðrum lúterskum kirkj- um, er prentuð eru á ensku, og finst ungmennunum þau njóta þess betur, heldur en að þreyta sig á því að reyna að lesa islenzkt blað. Þegar við sameinumst U.L.C.A. þá verður Sameiningin þrefalt stærri og lesin af fimmfalt fleirum, og kostar þá aðeins 50C, með meiri ágóða en nú er. Árið 1933 segir forseti í árs- skýrslu sinni, um Jóns Bjarnasonar skóla, að stofnunin sé tvítug, og aldrei hafi skólinn talið eins marga nemendur, sem nú og aldrei notið eins mikils álits, sem mentastofnun, sem nú og að þær hugsjónir er skól- inn vilji þjóna hafi að engu leyti tapað gildi. Auðvitað með ýmsa erfiðleika og f járhagslega örðugleika í huga, finst forseta að kirkjufélaginu beri að gjöra alt sem í þess valdi standi til þess að sjá skólanum borgið. Eg efast ekki um, eitt augnablik, að kirkjufélagið bæði vildi og hefði gjört slikt, en því var ómögulegt að hjálpa skólanum. Skólinn er nú tapaður okkar kirkjufélagi, og er það ávöxturinn af hinni hörmulegu atkvæðagreiðslu í sambandsmálinu árið 1933. Hefði málið verið betur undirbú- ið og atkvæðin fallið kirkjufélagi voru í vil, þá væri Jóns Bjarnasonar skóli ennþá eign hins lúterska og is- lenzka kirkjufélags, og í mesta blóma; ef einhver efast um þetta, þá vil eg benda þeim sama á það, að United Lutheran Church in America var búin að hjálpa skólanum um þúsundir dollara til þess að hjálpa okkur sem trúbræðrum þeirra að halda við okkar göfugu menningar- I stofnun og gjörðu það ávalt með ' hinum mesta og hlýjasta bróðurhug 1 til okkar lúterska kirkju- og menn- ingarstarfs. Engin stöðyun hefði ! orðið á þessari hjálp til skólans, hefðum vér verið jafn bróðurlegir viðvikjandi U.L.C.A. og sýnt áhuga í samstarfi og sameining, sem hefði auðvitað gjört okkur margfalt sterk- ari til allra framkvæmda. Svolítil glæðing sýndist koma i starf kirkjufélagsins árin 1934 og 1935; var þá komin stöðug prests- þjónusta að Lundar og Langruth, ásamt Piney og fleirum prestlausum stöðum við Manitobavatnið, einnig tveir prestar um tíma, á hinu stóra lúterska kirkjufélags svæði í Vatna- bygðunum í Saskatchewan, sem fluttu messur á einum átta stöðum á meðal landanna þar vestur frá, einnig duglegur ungur prestur að Selkirk, sem líka gjörði nokkra þjónustu i Winnipegosis, og jafnvel fengu landarnir dálitla prestsþjón- ustu í Alberta og Ontario; þó fór svo að það starfsljós gat ekki skinið lengi, enda ekki við því að búast, því skilyrðin voru ekki nægileg fyrir því, að svo gæti orðið, vegna fjár- hagslegra örðugleika höfðum vér orðið að minka blaðið “Sameining- una” nær því um helming, og svo hin sorglegu afdrif skólans; svo hvernig áttum vér að vænta glæsi- legrar framtíðar með kirkjufélagið sjálft, án aðkomandi hjálpar. Það var alveg eins hjálparlaust eins og önnur fyrirtæki þess, enda hélt hnignunin áfrara. Árið 1936 kom þó aðal afturförin í kirkjufélagið okkar, hinn ungi og efnilegi prestur, séra Jóhann Frið- riksson, varð að leggja niður starf að Lundar og Langruth, ásamt fleiri stöðum er hann þjónaði; von- svikinn og bilaður bæði á likarna og sál varð h>ann að láta berast út í hringiðu lífsins, og sýnist nú vera að mestu gleymdur hjá flestum. Séra Guðmundur P. Johnson sagði upp söfnuðum: sínum í Foam Lake og víðar, þvert á móti vilja sinum, aðeins af þeirri einföldu á- stæðu, að ómögulegt reyndist að lifa af þeim launum, sem svo fámennir | söfnuðir gátu borgað, en starfssvið- ið afar mikið til framtíðar, aðeins ef hægt hefði verið að fá dálitla fjárhagslega hjálp til þess að vinna upp safnaðarlíf, sem þarf að vera mestmegnis í því fólgið að starf- rækja ungmennafélög og sunnudags skóla. því fólkið er margt og gott, fjöldinn allur af ungu og efnilegu fólki, sem hreint ekki er fráhverft kirkjulegu starfi. Siðastliðið sumar var lúterska starfið i Wynyard, Sask., orðið svo bágborið eftir öll þessi ár, að þeir urðu að selja kirkjuna sína, samt er þar fjöldi af sannleikselskandi fólki vel kristnu, sem ávalt mun reynast trútt sinni guðlegu hugsjón. Samt trúi eg því staðfastlega að lúterska kirkjan verði bráðlega end- urreist í Wynyard-bygðinni, og verður þá blómlegri en nokkru sinni fyr. Síðastliðið sumar lagði niður starf hinn velliðni, ungi prestur, séra Theodor Sigurðsson í Selkirk, mest- n.egnis af því að laun hans voru Iækkuð frá 15 hundruð dollurum niður í eitt þúsund, en var svo með annari samþykt aftur hækkað upp í 12 hundruð, en prestur hafði þá ákveðið að fara, semi og varð. Söfnuðurinn í Selkirk sýnist hafa rekið á nokkurs konar fleka síðan, en mun nú kanske borgið, þar sem hann hefir ráðið séra Eylands frá 1. marz að telja, en á sama tima verða tveir söfnuðir prestlausir er hann hefir þjónað og tilheyra kirkjufélagi voru, og munu þá verða um þrjátíu og einn söfnuðir og hóp- ar af íslenzku fólki, sem ekki hafa prestþjónustu, sem vert er að gefa nokkuð slíkt nafn. Þessir söfnuðir og fólkshópar eru bæði í Alberta, og get eg talið þá flesta með nöfn- Saskatchewan, Manitoba og Ontario. um, og er sá fyrsti, sem eg þekki vel til, í Saskatchewan. 1. Foam Lake söfnuður, 2. Westside skóla söfn., 3. Kristnes, 4. Hólar, 5. Elfros, 6. Mozart, 7. Wynyard, og 8. Kanda- har söfnuður; 9. staðurinn er bær- inn .SaskatfXBi, þar eru nær þvlí hundrað íslendingar, og hafði eg oft Guðsþjónustur þar þau ár er eg gekk á guðfræðaskólann þar í bæ, og oft vel sóttar messur, indælt fólk, ekki síður en annarsstaðar á meðal landanna; svo er 10. plássið Yarbo og 11. Tantallon i Sask., margt af íslenzku fólki. 12. Lundar söfn., 13. Lúters söfn., 14. Herðubreiðar söfn., 15. Stranda söfn., 16. Hólar söfn, Bay End, 17. Skálholts söfn., Reykjavík, 18. Betel söfn., Silver Bay, 19. Betaniu söfn., Oakview, 20. Jóns Bjarnasonar söfn., Hay- land, 21. Steep Rock og þar um kring eru allmargir lúterskir landar, 22. Oak Point, þar búa margir ein- lægir og sannir lúterskir menn og konur, 23. Winnipegosis söfn., 24. Swan River söfn., Piney söfn., 26. Keewatin in Ontario, 27. Edmonton í Alberta, 28. Markerville, og Burnt Lake, Alberta, þar sem séra Bjami Bjarnason starfaði í fjóra mánuði árið 1934, með góðum árangri. Á öllum þessum stöðum gæti ver- ið allgott safnaðarlíf, sumstaðar Ijómandi, með ungmennafélögum og sunnudagsskólum, þar sem kirkju- félag okkar væri í standi til þess að hjálpa f járhagslega. Hér eru þá dregnar allskýrar lín- ur viðvikjandi ástandinu eins og það er núna hjá okkur, án þess þó að tala mikið um algjörlega ófullnægj- andi þjónustu er sumir söfnuðirnir liafa við að búa, á meðal þeirra er vér teljum að hafi fulla þjónustu, og má þar minnast á hið alt of mikla starf er ætlað er séra Sigmar, með átta söfnuðum, og mun hann þurfa að keyra urn 15 til 17 þúsund mílur árlega á milli safnaðanna, án þess þó að geta haft tíma til að gjöra nokk- uðfyrir söfnuðina, nema það allra bráðnauðsynlegasta. Séra Sigurð- ur Ólafsson og séra Bjarni hafa sína 6 söfnuðina hvor. Séra K. K. Ólafson, forseti okkar er alt af á sífeldu ferðalagi lands- hornanna á milli, en er auðvitað al- gjörlega ómögulegt, þrátt fyrir hans dugnað, að fullnægja þeirri kirkju- legri þörf er nauðsynleg væri, til þess að starf gæti kallast eða þjón- usta. Kirkjufélagið okkar þyrfti núna sem stendur eina 7 presta, fleiri en nú eru starfandi, 5 stöðuga við mátulega erfiða þjónustu, og 2 mission-presta, er á ;valt væru á ferðinni árið um kring, til þess að gefa þeim dreifðu trúbræðrum okk- ar allsæmilega þjónustu, þó mest hér í Canada. Þetta er þó ekki í samræmi við þá skringilegu frétt er prestar vorir fluttu söfnuðum sínum eftir kirkju- þingið árið 1936, sem var á þá leið, að nú væri komið svo að prestarnir í kirkjufélaginu væru of margir, en sem hefði auðvitað átt að vera þann- ig, að nú væri komið svo hörmulega fyrir kirkjufiélaginu', fjárhagslega, að ómögulegt reyndist að geta fært sér í nyt þá prestlegu krafta er völ og þörf væri á. Hefði því sambandsmálið verið vel og rækilega undirbúið, hefði það verið rætt og útskýrt fyrir fólkinu á öllumi safnaðarfundur, í hverjum einasta söfnuði og allir verið komn. ir til fullkomins skilnings á málinu, þá hefði atkvæðagreiðslan 1933, fallið oss öllum til blessunar, þá værum vér nú sameinaðir U.L.C.A. og alt öðruvísi ástatt fyrir kirkju- félaginu okkar. Fyrstværi það, að “Sameiningin” væri með fullri stærð, eða vel það, i öðru lagi skólinn okkar í fullum STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar. skerpir matarlyst, hressir upp 4 melt- ingrarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna tx meðal í 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst í öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang. ur. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. blóma, undir lúterskum merkjum, í þriðja lagi: forseti okkar í góðu embætti, og allir aðrir starfslausir prestar félagsins önnumi kafnir við safnaðarstörf, og í fjórða lagi, væru ungir og efnilegir mentamenn af ís- lenzkum foreldrum, að læra til prests, svo þeir gætu tekið við fram- tíðarstarfi hins lúterska kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi. Enn þá er náðardagur, og timi til að sameinast U.L.C.A. Látum oss ekki daufheyrast við þeim góðu og bróðurlegu ráðleggingum, er flestir af okkar beztu mönnum hafa sýnt okkur fram á, að framtíð kirkjufé- lagsins gæti verið borgið aðeins með því, að ganga í samband við sér sterkara félag. Þetta er því mín áskorun til allra Islendinga, nær og fjær, í öllum bygðum landanna í Vesturheimi, sem láta sér velferðarmál kirkju og kristindóms eitthvað snerta, að þeir og vér öll, með sameiginlegum kröftum, hjálpumi og verðum með að hrinda til framkvæmda, svo fljótt sem auðið er, þeirri guðinnblásnu hugsjón að sameinast stærri kirkju- deild kristinna trúbræðra, United Lutheran Church in America, og tryggjum með því trúarlega fram- tíð barna vorra, og afkomenda um aldaraðir. 1 samfélagi við L.U.C.A. verðum vér sjálfstæðir og frjálsir, sem kristnir kennimienn og kristnir safn- aðarmeðlimir, í ritningarlegu og kristnu bræðralagi. í sambandi við U.L.C.A. lifir is- lenzk tunga í söfnuðum vorum, svo lengi sem mögulegt er að fá kenni- mann er það mál getur talað, og einhver óskar eftir þvi. í sambandi við U.L.C.A. heldur okkar kirkjufélag velli, sem full- komin og sjálfstæð deild, innan vé- banda bræðralags, með sömu trú og vér, þá breytist félag okkar aðeins til batnaðar. Það, sem nú er veikt verður sterkt; það sem nú megnar Iítið til framkvæmda, verður fylt afli til þess að framkvæma sin skylduverk, og starfa að þeirri hug- sjón, er skapaði þess tilverurétt; það afklæðist tötrum og volæði, en iklæðist sjálfstæði og velmegun, í sambandi við U.L.C.A. breytist nafn félags vors ekkert, það verður ávalt The Icelandic Synod of North America með íslenzkum forseta, y eins og ávalt hefir verið hingað til, bæði málin, íslenzka og enska, hafa sama tilverurétt, og meigla notast i öllu starfi félagsins, eftir því sem þörf krefur. Trúin verður hrein, og sakra- mentin réttilega um hönd höfð, samkvæmt bæði ritningum og fræð- um Lúters, sem flestir íslendingar hafa lært, er notið hafa þeirrar fræðslu, og verið fermdir á kristi- legan hátt, þá eru þeir sannir lút- erskir menn, sem í hjarta sínu trúa því að Jesús Kristur sé Guðs sonu? og mannkynsfrelsari. 1 sambandi við U.L.C.A. getum vér notið kristilegrar athugunar á öllum aðkomandi og skemmandi trúarlærdómum, sem koma í beina mótsögn við játningar vorar og trú, er ganga í fótspor þeirrar kenningar sem ofsótt hafa Jesúm Krist og hans guðdóm, ásamt öllum náðarríku frelsismeðölum, er Jesús gaf sinni frelsandi kirkju hér á jörðu, því eins og fagnaðarerindið var kröftugt til frelsunar frá upphafi og er þann dag í dag, eins hafa líka ofsóknir annarlegra lærdóma haldið áfram til vorra daga, en þeir hafa ávalt haft í för með sér sundrung, hatur, flokkadrátt og vinaskilnað, ásamt lotningarleysi í ýmsum myndum, INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man.............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................Arni Símonarson Blaine, Wash...........................Arni Símonarson Bredenbury, Sask................S. Loptson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson , Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask......... J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Hecla, Man.................Gunnar Tómasson Ilensel, N. Dakota............John Norman Husavick, Man. ..............F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn.....................B. Jones Kandahar, Sask..............J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man.............................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak...........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld Oakview, Man............................Búi Thorlacius Otto, Man..................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. ................J. J. Middal Selkirk, Man..............Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Viðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man. .............Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarssor. Winnipegosis, Man......Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadh................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.