Lögberg


Lögberg - 24.03.1938, Qupperneq 4

Lögberg - 24.03.1938, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 24. MAEZ 1938 ÍLögtjers GefiS út hvern fimtudag af I a S C O LXJ M B 1 A P R E S B L 1 Íí 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, ö»5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $2.00 um áriS — Borgist fyrirfram The "Lðgberg'’ ia printed and publiahed by The Cohimbia Preaa, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnlpeg, Manitoba PHONE 86 327 Tímarit Þjóðræknisfélagsins Nýlega hefir Lögbergi borist í hendur nítjándi árgangur Tímarits Þjóðræknisfélags Isléndinga í Vesturheimi, mikið rit, og fyr- ir margra hluta sakir harla merkilegt. Ekki verður um það deilt, að á undanförnum árum hafi Tímaritið jafnan haft eitt og annað næsta nytsamt til brunns að bera, þó mis- skift hafi stundum verið um innviðagildi þess; hefir það alla jafna verið fjölskrúðugt að efni og flutt vel samdar hugvekjur og nýti- leg ljóð eftir ma>ta höfunda beggja megin hafsins. Hugvekjurnar að heiman hafa jafnaðarlegast átt til vor brýnt erindi, og flutt í garð vorn hressandi vorblæ skarpra hugsana og myndauðugs málfars; þetta ber oss að meta til fullra verðleika. Að öllu yfirveguðu, virðist oss Tímaritið að þessu sinni eigi aðeins standa hinum fyrri árgöngum fyllilega á sporði, heldur ná feti framar og ber til þess margt. Veigamesta tillagið að heiman, sem Tímaritið flytur að þessu sinni, og um leið jafnframt lang mikil- vægasta ritgerðin: “Framtíð íslenzkrar menningar í Vesturheimi,’' eftir prófessor Sigurð Nordal, setur á það þann andlega aðalssvip, sem einkennir sérhvað það, er út kemur frá penna þessa vængjaða djúphyggju- manns, er svo hefir röggsamlega haslað sér völl í íslenzkum bókmentum síðasta aldar- f jórðunginn með stílþrótti og vísindalegri ná- kvæmni, að hann í flokki hinna fáu, útvöldu, hefir skapað sér ævarandi sérstöðu. Pró- fessor Nordal var skamiAdvalar gestur hér í Winnipeg fyrir fáum árum, vinum hans og aðdáendum til ósegjanlegrar ánægju; hann kom, sá, sigraði. Máltækið segir að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin, og mun það mála sannast; og með það fyrir augum, og með hliðsjón af því, þó vafalaust hafi allmargir þegar lesið ritgerfð þeslsa, þykir hlýða að taka hér upp kafla, sem öðrum fremur ætti að vekja menn til þess, að gerlesa hana alla jafnt frá upphafi til enda. Nokkur hluti inn- gangsorðanna er á þessa leið: “Enginn Islendingur, sem nokkuð hugsar út yfir básinn sinn, ætti að geta látið sig þjóð- ræknisbaráttu landa sinna í Vesturheimi litlu skifta. Ef þeir týna þjóðerni sínu með öllu, gleyma uppruna sínum og glata ræktarhug sínum til Islands, verður þjóð var minni og fátækari en hún er nú. Stærri og umkomu- meiri þjóðir en vér erum reyna á margvísleg- an hátt að treysta sambandið við landa sína í öðrum heimsálfum og glæða vitund þeirra um uppruna sinn og eðlistengsl við heimaland og heimaþjóð. Eg efast heldur ekki um, að íslendingar hugsi í raun og veru meira til landa vestra en þeir sýna í orðum og verkum. Landinn er dulur og nokkuð tómlátur, ef ekki er hnipt í hann, en þó er hann frændrækinn að eðlisfari. En viðkvæmastan streng hlýtur þetta mál að snerta hjá þeim mönnum, sem hafa átt því láni að fagna að sækja Islendínga vestan hafs heim, því að sjón er jafnan sögu ríkari. Að minsta kosti get eg sagt það um sjálfan mig, að kynni mín af löndum í Vest- urheimi eru eitt af þeim æfintýrum lífsins, sem eg sízt vildi án vera að hafa reynt, og þá einkum vikudvöl mín í Winnipeg. Það er furðulegur hlutur að stíga að kvöldi til upp í járnbrautarlest í Toronto, þjóta hvíldarlaust áfram í hálfan annan sólarhring út í fjarsk- ann, finnast maður aldrei hafa verið í eins gjörframandi landi og standa svo alt í einu annan morguninn á stöðvarstéttinni í Winni- peg, umkringdur af hóp af íslendingum, vin- um og frændum, sem maður flesta hefir aldrei séð áður, en fagna manni eins og sonur væri að koma til föðurhúsa eftir langar fjarvistir. Mér er alúð íslendinganna í Winnipeg minn- isstæðust af öllu og hugsa til hennar með mestu þakklæti, ekki einungis fyrir mína hönd, heldur af því að hún færði mér bezt heim sanninn um þann hug, sem þarna er til Islands borinn. Margs annars væri að minn- ast frá þessum dögum. þegar eg stundum gat gleymt því að eg væri ekki staddur í íslenzk- um bæ,—í íslenzkri heimsálfu, ef eg ætlaði að fara að segja ferðasögu. En hana hefi eg ekki tíma til að skrifa fyr en eg er orðinn gamall og aflóga. Eg minnist aðeins á þetta til þess að skýra, hversu sár sú tilhugsun hlýtur að vera mér og öllum þeim, sem eitt- hvað svipað hafa reynt, ef afkomendur þess- ara vina og frænda hyrfu eins og dropi í hafið og Islendingur kæmi á þessar stöðvar eftir fáeina mannsaldra, en þar væri kominn “nýr konungur, sem engin deili vissi á Jósef,” — enginn “landi” væri þar framar finnanlegur, sem vildi rétta honum bróðurhönd. ” Næst velur prófessor Nordal sér að texta þrjá þætti þjóðrækninnar, er hann réttilega ■telur vera meginþættina, og leggur skilmerki- lega út af þeim eins og hann á vanda til; kemst hann meðal annars þannig að orði: “Eg skal hér aðeins nefna þrjá þætti þjóðrækninnar en þeir eru að mínu viti megin- þættir: tunga, þjóðernisvitund, menning. Hvern þeirra mun eg síðan skýra nokkuð út af fyrir sig. En þess er rétt að geta undir eins, að náið samhengi er á milli þeirra allra. Tungan er því aðeins verð þess, að rækt sé við hana lögð, ef hún er lykill og leið að sérstakri og verðmætri andlegri menningu, sem verður ekki aflað jafn vel án hennar. Hagnýtt gildi hennar í lífsbaráttunni er sama og ekki neitt: Þjóðernisvitundin getur ekki haldist við, nema hinar íslenzku ættir eigi sér sameigin- legan menningararf, sem þær meta og virða. Svo mikils virði sem sjálfur kynstofninn (race) kann að vera, þá er víst, að hann er ekki nema hráefni, sem getur mótast á marg- víslegan hátt eftir umhverfi, lífsskoðun og menningu. Er ærið tækifæri til þess að at- huga þetta í Ameríku. Og saga Islendinga frá upphafi sýnir það' gjörla, að lífsstefna og hugsjónir landnámsmanna annárs vegar og landið og lífsskilyrðin hins vegar réðu meira um örlög og einkenni þjóðarinnar en kyn og kynblöndun. Það verður því menn- ingin, sem mest veltur á, þegar til úrslitanna kemur. En nú skal eg víkja að því að athuga dálítið hina þrjá meginþætti íslenzkrar þjóð- rækni, sem að framan eru nefndir hvern fyrir sig.” Þessi snildarlega og íturhugsaða ritgerð prófessor Nordals, er þannig úr garði ger, að hún á erindi inn á hvert einasta íslenzkt heim- ili í þessari álfu, og ætti að vera þýdd á ensku, æskulýð vorum til fullra nota. Af öðrum prýðilegum og nýtum ritgerð- um, sem Tímaritið flytur, má einkum til telja “Shakespeare á Islandi,” eftir dr. Stefán Einarsson í Baltimore; er þetta fyrri hluti ítarlegrar1 ritgerða/r og birtist framhald í næsta árgangi Tímaritsins, svo og hina marg- fróðlegu ritgerð “Um giftingar Islendinga í Vesturheimi,” eftir séra Guðmund Ámason. Af kvæðum, sem Tímaritið hefir inni að halda, er ljóð Gísla Jónssonar tvímælalaust veigamest; það heitir Iðunnarkviða; glæsileg og kjarnyrt hrynhenda. Er annað erindið á þessa leið: “Ljóð er upprás allra guða, eldi farið himins veldi, eldra en ragna Ýmis galdur ungt sem bros á hvítvoðungi, draumur þess er um djúpið sveimar, dagrenningar geisli fagur, skaparans þraut í næðings nepju neyðarkall á villuleiðum.” “Draumur,” smásögubrot eftir frú Guð- rúnu H. Finnsdóttur, er fyrir margra hluta sakir næsta íhyglisverð táknmynd af hugar- fari og sálarlífi þeirra, margra hverra, er viðskila hafa orðið við Island; þangað eru minningar raktar eins og Helga rakti skikkj- una til dánardægurs í sögu Gunnlaugs. Ragn- hildur stendur þarna í samkomusal kirkjunn- ar á sumardaginn fyrsta ljóslifandi frammi fyrir lesandanum, eða réttara sagt ef til vill, hugsanalíf hennar og innri maður, eins og heilsteypt, mótuð mynd; lýsing frú Guðrúnar er mörkuð djúpri innsýn og sál- rænni nákvæmni, þar sem ekki eitt einasta óþarft orð veikir heildarsvip efnisins, og telst slíkt til höfuðkosta. “Kvöldvakan á Bjargi,” brot úr langri skáldsögu, eftir frú Elinborgu Lárusdóttur, sem samið hefir ýmissar ágætar smásögur, eins og til dæmis “Gróður,” eykur að engu á skáldhróður hennar nema síður sé. ‘ ‘Æsku- endurminningar ” Jóns Jónssonar eru skemti- legar aflestrar, og er hið sama að segja um ritgerðina um Stephan G. Stephansson eftir prófessor Cawley í íslenzkri þýðingu Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar. Kvæðin eftir Huldu eru lagleg, en hreint ekki meira.— Tímaritið verðskuldar langt um víðtæk- ari útbreiðslu en það nú nýtur, og verður væntanlega röggsamlegar að því unnið í framtíðinni. FULLUR HRAÐI FRAMUNDAN 1938! FARM IMPLEMENTS Þessi stóra, sterka COCKSHUTT No. 8 DRIIjIj veitir yður betri SHIIÍILÍÍII ^>. ÞeK«i fullkomna og ramliyRða Xo. 8 Drlll veitir betri ^áningu og uppHkeru. Þessl Coekshutt Drill er óvenjulega nterk! Ilin voldnga gtálgrind Ktenzt meiri áre.vnHlu, en ImgKast «:etur. Hyatt viiltumar ojp Amelite olfiiHmurning, tryggir auöveltla vinnu. Ilesta og ílráttarvóla ^ertfir. 16 til 28 rennlu Ktiertfir. Finniö CoekKliutt umbotfHmann. COCKSHUTT HART-PARR Dráttarvélar stórir og voldugir orkugeymar sem flýta vinnunni CoekKhutt Hart-Parr Dráttarvélar, Kkara fram ór atf vílrænum kost- um . . . trjKgasla leitfnla hu«:*»anleg . . . minni jnmgi á heKtaflitf trvggir aukna vinnu metf minni tilkoKtnatfi. tiertfir fyrir gasolín atfeins, kerosín etfa (lÍKtillate. Spyrjltf Coeknhutt umhotfKmanninn um gertfir 80 - 90 og 99 . . . leititf einnig fullra upp- lýsinga um hinn nýja streamlined 6-eylindra CoekHhutt, Hart-I*arr “70." rOEKSHUTT ■ PLDW CDMPANY LIMITED WINNIPEG REGINA SASKATOON CAIiGARY EDMONTON Bókarfregn Vilhjálmur Stefánsson: Veiði- menn á hjara heims. Með myndum. Rvík 1937. — Ársæll Árnason. — Steindórsprent h.f. Ársæll Árnason hefir tekið sér fyrir hendur hið þarfa hlutverk að gefa út ferðabækur Vilhjálms Stef. ánssonar landkönnuðs, hins víðfræg- asta íslendings, sem> nú er uppi. “Veiðimenn á hjara heims” er fyrsta bókin í safni því, sem Ársæll gefur út. Kom seinasta heftið af f jórum út fyrir jólin og er nú bókin einnig fáanleg í bandi. Vilhjálmur Stefánsson er íslend- ingum ekki nægilega kunnur sem rit- höfundur, en nokkur kynni hafa þeir þó af ritum hans. Ein af bókum hans kom út á kostnað Þjóðvinafé- lagsins, “The Northward Course of Empire,” í þýðingu Baldurs heitins Sveinssonar blaðamanns. Auk þess er bók dr. Guðmundar Finnboga- sonar um Vilhjálm, sem Þorsteinn M. Jónsson gaf út. Eru hvort- tveggja bækurnar ágætis rit. Þá þykir rétt að efna hina ágætu rit- gerð eftir |Vilhjálm, “Mataræfin- týr,” sem dr. Guðmundur Finnboga- son landsbókavörður þýddi og prent- uð er í Búnaðarritinu 1936. Hafa menn því fengið forsmekk af ritum Villhjálms, þar sem þessi eru, en þau eru að eins lítill hluti þess, sem eftir hann liggur, og hin fylsta þörf var, að einhver áhugasamur maður tæki sér fyrir hendur að koma fleiri af hinum ágætu riturn. hans út á ís- lenzku. Er í rauninni ekki annað sæmandi en þjóðin hafi aðgang að þeim öllum á sínu eigin máli. Með útgáfu sinni er Ársæll Árnason að stíga stórt spor að þessu marki og sennilega verður þvi náð fyr en nokkurn óraði fyrir, því að ferða- bókunum er indæma vel tekið. í bók þeirri, sem hér er um að ræða, kveðst Vilhjálmur hafa reynt, með aðstoð dagbóka sinna og endur- minninga, að hverfa aftur til hrifn- ingaáhrifa þeirra, sem hann varð fyrir fyrsta ár sitt meðal Eskimóa, “og láta þau lífga upp frásagnirnar tnn það, sem eg sá og heyrði. Eg hefi reynt að segja söguna, eins og eg hefði viljað segja hana þá, nema það sem þroskðri þekking eftir tiu ára veru hefir felt burtu af skökk- Um athuunum og ályktunum þessa fyrsta tíma.” Bókin skiftist í eftirfarandi kafla: 1. Undirbúningur undir lífsstarf sem landkönnuður. 2. Norður eftir Mac- kenz’iefljóti. 3. Fyrstu kynni mín af Eskimóum. 4. Klinkenberg skip- stjóri — sægarpur og landkönnuð- ur. 5. Hvalaveiðaflotinn tekur sig upp. 6. Eg fer að lifa sem Eski- mói. 7. Hvernig Eskimói siglir í stormi. 8. Haustferð um fjalllendi. 9. Sólin hverfur. 10. Við villumst í ármynninu. 11. íshafs-jól með ensk- um hefðarmanni. 12. í Tuktoyatok. 13. Eg læri að gera þægilegt hús úr snjó. 14. Ferðalög eftir að sólin kom aftur. 15. Eg leita uppi leið- angursskipið. 16. Ferð að vorlagi á bát úr skinni. 17. Hraðferð um fjallveg að sumarlagi. 18. Á fleka niður eftir Porcupine-ánni.—Dýra- veiðar. 1. Hvernig mér lærðist að veiða hreindýr. 2. Hvernig mér lær- ist að veiða seli. 3. Hverngi við veið- um hvítabirni. Meðal hinna mörgu mynda, sem í bókinni eru, er heilsíðumynd af Vilhjálmi sjálfum. Með seinasta heftinu fylgir uppdráttur af þeim svæðum, sem ferðast var um. Vilhjálmur Stefánsson er heims- frægur ekki aðeins sem landkönn- uður og fyrir frumlegar athuganir á ýmsum sviðitm, heldur og sem af- burða snjall rithöfundur. Bækur hans hafa hvarvetna vakið mikla at- hygli og eru mikið lesnar um allon hinn enska heim og raunar í öllum menningarlöndum. Frásögnin í þess- ari bók er ljós og lifandi og hvar- vetna kemur skýrt fram, hversu at- hyglisgáfa Vilhjálms er frábær. Fróðleikur er þarna mikill um lítt kunn lönd og er sannarlega um “æfintýra”-ferðalag að ræða, sem vert er að kynnast. Ólíklegt er ann- að en að fólk á öllum aldri, sem kann að meta góðar bækur, fái mæt- ur á þessari bók og langi í meira. En sérstakt erindi á hún til heil- brigðs, framgjarns æskulýðs. Þýðinguna hefir útgefandinn gert með leyfi höfundarins og leyst verk sitt vel af hendi. Frágangur bókar- :nnar allur er prýðilegur. A. Th. —Vísir 17. jan. Burlington - jáanbrautarfélagið i Bandaríkjunum hefir bætt “járn- lunga” við lækninga. og hjúkrunar- tæki þau, sem félagið átti fyrir. S,ðan vígbúnaðurinn er orðinn svo æðisgenginn sem nú, er orðin mikil eftirspurn eftir efninu wol- fram, sem er mikið notað við skot- færagerð og hafa gullgrafarar marg. ir i Ástralíu hætt við gullgröftinn og farið í þess stað að grafa wolfram. Finst það mjög mikið umhverfis eina er heitir Tralia.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.