Lögberg - 24.03.1938, Page 6

Lögberg - 24.03.1938, Page 6
6 LÖGBiOliG, FIMTUDAGINN 24. MABZ 1938 i r——————— I Hundur kafteinsins || ‘‘Tækifærið er nú ágæitt, vesalingurinn,” fiagði Jean Pigault og klappaði honum á höf- uðið. ‘‘Loiktu þér meðan þú mátt. Það verð- ur langt þangað til við sjáumst aftur.” Það var eins og hundurinn skildi J)að sem húsbóndinn sagði. Andlitssvipurinn bröyttist — hann hafði andlit eins og maður — hann varð eins og annar hundur. Hann leit á húsbónda sinn eins og hann vildi segja: “A eg að fylgja þér, eða hvað?” “Komdu! Við skulum nú fara úr því þú ert hér,” sfag'ði kaftdinninn, ‘‘en eg hefði fremur kosið að maúa þér ekki þennan morg- unn.” Hundurinn varð lúpulegur en fylgdi hús- bónda sínum eftir og gekk í spor hans fet fyrir fet. Hann var í vafa um eitthvað. Við sögðum að kafteinninn hefði farið niður að höfn. Hér hafði Zero verið oft áður á þessum stöðvum með gamla húsbóndanum Norkind, um borð í skipinu Sophia, og ekki ætíð liðið sem bezt. Frá þessum stöð\Tim mundi hann ekkert nema ólán og hafði því enga skemtun af komunni þangalð. Hann horfði á bátana með ólund. Hann hafði aldrei verið sjóveikur, en honum komu í hug ýms vandræði og leiðindi, sem höfðu mætt lionum þarna. Þarna hafði* hann verið meðal Jiess- ara fljótandi kastala og þar var ekkert að hafa nema Jætta óendanlega mauk af fiski— einhver fiskgrautur, sem honum leiddist — betra að hafa land fast undir fótum og kræla fyrir sig sjálfur. En kafteinninn gekk hratt eins og maður, sem þarf að flýta sér að koma einhverju á- kveðnu í verk, eins fljótt og mögulegt væri. Aftur og aftur lei't hann við til að sjá hvort hundurinn fylgdi sér — varúð, sem hann hefði ekki þurft við að hafa vanalega. Það var engin hætta á að Zero viltist. En af því að hann hafði nú þegar samvizkubit af því, sem hann ætlaði að gera, gagnvart hund- inum og vildi því ekki sýna nein vinamerki, sem hefðu þýtt hræsni, þá vildi hann ekki sleppa sér með nein blíðuatlot, sem merki um hina innilegu vináttu þeirra kunningjanna. Zero mislíkaði þessi kuldi frá hendi kaf- teinsins; það fór ekki fram hjá honum. Hann leit svo á að úr því enginn horfði á ætti kaf- teinninn að sýna hvað honum þætti vænt um . þennan hund sinn og vin. En af því hann var vel upp alinn þagði hann, en hugsaði því meira; og gekk í spor vinar síns. Beggja megin við kafteininn voru nú skipin að koma og fara, koma með vörur og fara af stað með vörur á öðrum stöðum. Á meðal þessara síðarnefndu vár eitt skip, sem farið var að tengja sig togara, sem átti að flytja það til hafs. Skipið var við bryggjuna. Að þessu skipi sneri Jean Pigault strax. Hann þekti skipið; enda var prentað með stórum stöfum á stafninn: “La Jeune-Alix. Lagið á þessu skipi, möstur og reiði, var alt vel kunnugt kafteininum. Hann hefði þekt skipið á meðal þúsunda. Hann klofaðist yfir borðstokkinn; skipið var nokkru neðar ?n yfirborð bryggjunnar. Ilann sneri sér við og kallaði á Zero. Undir öllum öðrum kringumstæðum liefði ekki Jmrft að toga Zero niður í skipið; hann hefði bara hlaupið kátur á eftir húsbóndanum niður, og jafnvel verið kominn niður á undan honum. Hann þorði ekki að flýja. Það hefði hann þó viljað; en hann var hræddur við einhverja ímyndaða hættu — að einhver kynni að spyrja og ekki vikli hann heldur fara upp á skipið óbeðinn, svo einhver gæti spurt: ‘‘Hver hefir stolist upp á Jietta skip!” Hann sat því ró- legur á afturfótunum, horfði út í bláinn og beið einhverra skipana. Það leit út fyrir að hann héldi að húsbóndinn væri í heimsókn, og hann þyrfti því ekki að fara um borð nema hann yrði kallaður. Kafteinninn þekti hundinn og vissi hvað liann var að hugsa, skildi áhyggjur hans og hræðslu. Hann skildi það að Zero hafði hug- mynd um hversvegna hann kom eftir honum og að J>að gerði honum þungt fyrir hjarta. Ef hann hefði ekki viljað lilýða, þá liefði hann farið heim strax. Hann er hér ekki nema vegna þess að hann er mér tryggur, — dauðatryggur.” í Hann var nú samt kominn of langt til þess að snúa aftur. Hann hafði lofað við drengskap sinn: það sem hann gerði ekki í dag varð liann að gera á morgun; réttast að gera J>að strax. “Hér, Zero!” sagði hann í skipandi róm. Hundurinn tók undir sig stökk og stökk léttilega um borð og kastaði sér að fótum húsbóndans. “Legstu niður!” sagði Jean Pigault, sem ekki hafði nú skap til að horfa á hundinn, né kjassa hann, því J)að hefði verið eins og drottinsvik. líundurinn lei’t á liann Jiessum stóru, skæru augum, vinalegum og djúpum eins og liann vúldi segja: “Þú kallaðir á mig. Hér er eg. Hvað á eg að gjöra ?” “Legstu niður,” endurtók Pigault og gaf bendingu með hendinni um að hann ætti að liggja hreyfingarlaus. Zero fór tvisvar í hring, eins og hann vildi velja sér pláss, síðan lagðist hann nið- ur, lokaði öðru auganu en hélt hinu opnu og beið. “Mér þykir vænt um þig,” sagði Pig- ault. Eg ætla að forðast að láta bera á til- finningum mínum. Það þýðir ekki að sleppa sér algerlega. Það gerir ekkert gott . . . og gerir ef til vill ilt verra. ” Kafteinninn á JeuneAlix, stóð á tengi- brúnni og leit eftir öllu, rétt áður en lagt væri af stað. Ems og Pigault var kafteinninn Tantin gamall sæúlfur, en hafði ekki grætt eins fljótt og hann, sem nú var seztur að og fari'nn að eiga góða daga, þar sem Tantin varð enn að ferðast og flækjast fram og aftur. Þeir voru samt góðir kunningjar og glaðir að hittast við og við. “Góðan daginn, gamli kunningi,” sagði Tantin og rétti Pigault hendina. livaða góð- viðri flytur þig hingað?” “Eg ætla að biðja þig að gera mér greiða.” “J’akk, það er velkomið; en talaðu fljótt. Þú sérð að við ætlum ekki að leggja hér.” “Eg ætla að biðja um far.” “Fyrir sjálfan þig?” “Nei, fyrir vin minn.” “1‘ú veizt hvert við ætlum?” “Til Senegal, sagði einhver.” “Svo það er J)angað sem við eigum að taka vin þinii?” “Já . . . það er að segja . . . Nei.” “Já . . . Nei. Hvorterþað?” . “Ja, hann þarf ekki endilega að fara svo langt; en liann verður að fara eitthvað.” “A-ha. Eg skil . . . Hann er einn óvið- ráðanlegur og verður að setjast í betrunar- húsið til að lagast.” “Nei.” svaraði Pigault fljótlega. “Það er það öfuga. Hann er góður drengur. En hann er valdur að klofningi innan fjölskyld- unnar.” “Milli pabba og mömmu!” “Nei, ekki alveg það, en milli elginmanns og eiginkonu.” “Óláns-bjálfinn! ” “Hann er brjóstumkennanlegur, þú verð- ur að fara vel með hann.” “ Já, sjálfsagt, þó þú hefðir ekki haft orð á því. Eh eg læt J)ig vita að við liöfum ekki mikinn útbúnað. Eg flyt ekki farþega og við höfum því lítinn slíkan útbúnað. Og sjálfur er eg fátækur, eins og þú veizt, — liefi lítið að mér.” “'Svofeiðisj smámuni læt eg ekki hafa nein álirif á mig. Eg kemst af með lítið í þessu efni.” “Það er ágætt; en farðu og sæktu liann. Hann er í nágrenninu vona eg. Við förum af stað innan fimm mínútna. Höfnin er djöfulleg. Þú veizt það eins vel og nolíkur annar. Ef eg tek nú ekki tækifærið meðan f jara er, þá verð eg að láta toga mig alla leið út á rúmsjó. Hlauptu og komdu fljótt aft- ur!” ‘ ‘Þess þarf ekki. Farþeginn er hérna um borð.” “Hvað? Eg sá engan koma um borð nema þig.” “Og hundinn minn,” sagði Pigault, og hló. “Hvaða vitleysa er það sem þú segir.” “Engin vitleysa! Hann er farþeginn sem eg kem með til þín. Heyrðu!” “Eg geri ekkert annað en hlusta. ” Með mikilli mælsku sagði nú Pigault sög- una af Zero og konu sinni. Þær sögur voru svo samantvinnaðar að ómögulegt var að segja aðra án hinnar. Hann lýsti því líka hvernig hann hafði bjargað Zero frá dauða. Hann sagði líka frá trygð uhndsins við sig og frá hinni heimskulegu afbrýðissemi konu sinnar, — leyndi engu. Líf þeirra þriggja varð óba;rilegt. Zero varð að fara. “Það er altaf svona,” sagði Tantin, og hló gríðarlega, “þegar við gamlir giftumst ungum drósum, — betra að grána undir hár- um samferða, það er máske ekki skemtilegt, en það er samt satt.” “Það má vel vera,” sagði Pigault, “en það er búið sem búið er, og hann má ekki koma til baka. Hundurinn verður að fara. En eins og þú sérð fellur mér þetta mjög þungt, að skilja við hann, mér þykir svo vænt um hann. Hann er svo tryggur og vitur og skemtilegur, þessi skepna. Mér fellur svo J)ungt að skilja við hann, og enn þyngra, ef eg vissi að illa færi um hann. Eg er að bjóða þér hann. Viltu taka við honum? Það er gjöf, sem eg er að gefa þér. Taktu við hon- um. Honum mun þykja vænt um þig, vænna en nokkrum öðrum hundi.” “Já, eg tek því, J)að er útgert,” sagði Tantin. “Eg tek við honum og við förum til Senegal til samans. Ferðin er góð og við höfum tíma til að kynnast. Þegar eg kem til baka stanza eg að Grand Champ, og mun eg setjast þar að eins fljótt og eg get. Konunni minni þykir vænt um hunda og það er einmitt gott, og ef hundurinn sýnir vinahót, J)á mun liann ekki hafa yfir neinu að kvarta frá henn- ar hendi. Þetta er alt klappað og klárt. En nú verðurðu að fara, því ef þú verð’ur héí lengur, fer eg með tvo farþega í staðinn fyrir einn. ’ ’ “Eg er farinn; en eitt orð enn. Eg ætla að láta liann undir Júljur. Þú verður að loka liann þar niðri og opna ekki fyr en þú ert kominn langt á sjó út; ef ekki, stekkur hann fyrir borð og er J>á ómögulegt að segja hvað liann gerir, eða hvað um hann verður.” “Vertu rólegur. Eg sleppi honum ekki fyr en við Finistere-höfða. En farðu nú. Flóðið eykst um yard á mínútunni. Eg kemst ekki út í tíma.” Pigault gekk hægt niður í skipið og nálg- aðist liund sinn. “Hér, Zero!” Zero hélt að þeir ættu að fara af stað. Hann stóð upp eins og honum liefði verið hrint af stað. Hann ldjóp með svo miklum ofsa að hann nærri steyptist um til hægri og vinstri, og fram og aftur. Pigault sefaði hann með einni bendingu og rakkinn gekk nú á eftir honurn rólegur, hægur og Jiægur. Það var eins og hann sæi nú eftir ofsalátun- um. A þesfiu augnabliki, þegar maður Lise varð að vera kaldur og rólegur og mátti ekki segja alt sem hann hugsaði, tók hann klút úr vasa sínum, hnýtti á hann hnút og sneri hann saman og eftir að hafa sýnt Zero klút- inn, kastaði hann lionum niður í holið á skip- inu og sagði: “Sæktu hann.” Zero var ekki vanur að vera seinn við þennan leik. Hann kastaði sér á eftir klútn- um, stiklaði milli tunna og kvartéla og rak trýnið á milli smjöríláta, þar sem hann hafði fallið. En á meðan hann var svona ákafur að sýna. Velvild fíína og þægð og gleði til vinar síns kafteinsins hrinti einhver plankanum og lokaði hleranum yfir Zero og hann varð þess var að hann var innilokaður sem fangi, ekki með orðum, heldur með því sem ekki lét und- an. Hann skildi ekki fyrst hvað um var að vera, en smám saman skildist honum það raunverulega. Hann kastaði sér nú á hvað sem fyrir var ýlfrandi, en ekkert gaf eftir. Því miður varð það árangurslaust. Skipið var traust í alla staði. Ekkert lét undan. Hann sá að hann var innilokaður, og rak upp angistarlegt vein. Þetta vein, sem var ekki ólíkt angistarópi manns, féll að eyrum Pig- aults, eins þungt eins og neyðaróp gamals vinar, rétt þegar hann var að skilja við kaf- teininn á Jeune-Alix og stökk upp á bryggj- una. Honum gekk þetta til hjarta, eins og bezti vinur heíði kallað á lijálp og verið að drukna. Af eðlisávísun, án þess að gjöra sér grein fyrir hvað hann gerði, stanzaði hann og stóð eins og hann væri negldur niður. Hann hik- aði. Þessi sama meðlíðunar tilfinning yfir- bugaði liann. Hann herti sig upp aftur og hélt áfram án þess að líta við, heim til Grace- hæðarinnar og livíta hússins. Á miðri leið frá hvíta húsinu til hafnarinnar var dálítið rjóður, þar áem menn gátu séð í gegnum skóginn til liafnarinnar, og litið yfir höfnina. Hér stanzaði Pigault mjög oft þegar hann var á gangi og enn stanzaði hann J>ar. Jeune-Alix hafði nú skilið við togarann og sigldi nú fullum seglum fyrir stinnum vindi til hafs, tíu mílur á klukkutímanum. “1 bráðina er nú alt búið,” sagði kaf- teinninn. “Lise verður nú ánægð. Það er altaf svona! En eg er ekki eins ánægður. Vesalings skepnan. Hvíílkt neyðaróp, þegar hann af lyktinni fann að eg var farinn! Mér fanst það fylgja mér langan veg. Eg er ekki karlmaður lengur! Það er tár í auga mér!‘ Getur maður grátið yfir hundi?” Pigault dró upp úrið og sá að' klukkan var nærri tólf. “Eftir svo sem klukkutíma borðum við miðdagfíverð. Hann brá erminni á augað. Zero hafði aldrei lcomið með klút- inn til hans. Það var eðlilegt. Og hann liélt áfram veginn til hvíta hússins. VII. Þegar Pigault kom lieim var Miðdags- maturinn á borðinu og kona hans að sauma í borðstofunni. Honum varð fyrst að líta á klukkuna. Hún var eina mínútu yfir eitt. “Eg held klukkan sé fljót,” sagði hann eins og honum fyndist hann seinn og þyrfti að verja sig, })ótt enginn hefði sagt neitt. “Eg held ekki,” svaraði frú Pigauít, nokkuð fljótlega; “hún er eins og kirkju- klukkan, sem er eins og ba*jarklukkan, sem gengur eftir sólartíma, og henni stjórnar úr- smiðurinn í Havre!” “Sólinni?” “Ó-nei, klukkunni! En þú ert ekki seinn. Eg var kominn nærri því að bíða, en eg h0fi ekki beðið og það er aðalatriðið. Aðeins,” sagði hún og festi nú bláu augun á manni sínum, rannsakandi; “eg hefði gaman af að vita livar þú liefir verið í dag.” “Þú hefir ætlað að segja: í morgunn!” “Jæja, látum svo vera. Eg deili ekki um orðavalið. Þú fórst af stað strax eftir morg- unverð . . . og síðan hefi eg hvergi heyrt til þín.v “Jú. það er rétt. Eg liefi altaf verið að hvíla mig úti síðan!” ‘ ‘Þetta svar sýnir, að þér liefir ekki fund- ist tíminn langur, þó eg væri ekki við.---- En það skýrir ekki hvar þú hefir verið, eða hvað þú hefir verið að ge^a. ’ ’ “Hvað eg hefi gert?” “ Já!” “ Jæja, sleppum því. Eg vil helzt ekkert tala um það. Eg vildi lielzt reyna að gleyma því alveg sjálfur.” “Ó, þú heí'ir verið að gera eittlivað, sem þú þorir ekki að tala um; eitthvað, sem þú vilt gleyma, ’ ’ sagði unga konan og komu leift- ur í augun, gull-lituð geislabrot. “Varaðu þig, Pigault!” Pigault brosti að þessari breytingu í aug- um konu sinnar, og þótti vænt um. Maðurinn var svo hégómagjarn. að hann var löngum að leita eftir einhverju kjassi frá konu sinni og endaði löngum — vanalega með því að ná í eitthvað þvílíkt. “Eg hefi verið að senda Zero á brott.. Heimilið er nú laust við þann óvin, og þú færð nú fersk egg á morgun, ef hænurnar gleyma elcki að verpa. Þú sérð að vitna- ieiðslan stóð ekki lengi!” 1 sjöunda himni yiir sigurvinning sínum varð frú Pigault enn alúðlegri en hún hafði verið nokkurn tíma. Pigault lét ekki sitt eftir liggja, að sýna vinahótin, og hann reyndi með öllu móti að gera borðræðurnar skemtilegar. En maður má til að geta þess að honum tókst ekki sem bezt. Hann hlustaði á konu sína, en heyrði til hunds síns. Þetta neyðaróp Zeros var honum enn í eyrum. Síðasta ópið þegar hann skildi við bátinn J eune-Alix, haf ði geng- ið honum til hjartans. Alt vii’tist hafa gert samsæri til að minna hann á útlagann. I livert sinn sem hann sá inn í eldhúsið eða leit á mottuna sem hundur- inn liafði legið á og enn var í sama stað, kom í hann óhugur. Ilann varaðist að nefna nafn vesalings vinar síns; en þögnin virtist verða til að auka umhugsunina. Lise, þrátt fyrir skapið, þótti vænt um mann sinn í raun og veru, og vegna þess fór það ekki fram hjá henni að honum leið illa. “autt var rúm og opið sár,” liún fór að verða óróleg og ávítaði sjálfa sig í liljóði, og hann, mann sinn, ekki síður, fyrir að láta sér þykja svona vænt um liund, úr því hann átti konu. E*n þegar hún sá að óróleikinn ágjörðist, þótt maður hennar léti sér þykja vænt um hana sem áður, sýndi henni viðkvæm ástaratlot og sömu stöðugu umhyggjuna, þá fór hún að finna til einhvers sem líktist iðrun. Hún ásakaði sig fyrir að hafa svift svo > ágætan mann virni, þótt hundur væri, sem hann hafði orsök til að láta sér þykja svo ósköp vænt um. Kafteinninn sá fljótlega breytinguna, sem varð á tilfinningum hennar; og þar sem konan var nú enn kátari og innilegri við hann en áður, þá komu fyrir þau augnablik sem hann gleymdi sjálfsagt hundinum alveg. En aftur á móti komu líka fyrir tímar þegar hundurinn kom honum í hug og gjörði liann mjög órólegan. Þá fór hann að hugsa um hvar Zero myndi nú vera; livert hann hefði farið, hvernig honum liði; hvort honum liði mjög illa; hann var ekki búinn að gleyma honum. Hann hefði viljað hylja þessar hug- renningar fyrir konu sinni; en það kom fyrir að þrátt fyrir alt sem liann reyndi í því efni, þá sá hún þetta í svip manns síns. Til þess að ýfa ekki upp þetta opna sár, sem altaf blæddi, mintist Lise aldrei á Zero, en hún hugsaði J>ví meira um mann sinn. “Eg ætla að fara til Cherbourg innan sex mánaða, ’ ’ sagði kafteinninn, og gjöra upp reikninga mína við Sorel. Eg fer á land í Isigny og skrepp til að sjá hann.” Vinur kafteinsins, Tantin, stóð vanalega við það sem hann lofaði, og Pigault þóttist viss um að hann myndi bráðlega skrifa sér, eins og hann hafði lofað. Og svo einn góðan veðurdag kom bréfið. pósturinn var að afhenda bréfin nálægt morg- unverðartíma við Grace bygginguna. Hann Jmrfti ekki lengi að liorfa á utanáskriftina; það var ekki um að villast, hina skýru, stór- karlalegu skrift Tantins kafteins. Frímerkið var Saint Louis, sem sýndi að þeir væru komnir alla leið. Ilann stakk því strax í vasa sinn, svo hann gæti lesið það í næði seinna, þegar hann væri viss um að enginn gæti ó- náðað sig. Lise hafði ekki tekið eftir póst- inum.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.