Lögberg - 31.03.1938, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 31. MABZ, 1938
Högberg
Geíiö út hvern fimtudag af
I U E COLUMBIA PRE8S L1M1T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO (3.00 urn áriO — Borgist fyrirfram
The "Lögberg'’ is printed and published by The
Coiumbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Virðingarverð átarfsemi
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi hefir í allmörg nndangengin ár haldið
uppi kenslu í íslenzku; kensla þessi hefir
farið fram á laugardögum, og gengur undir
nafninu Laugardagsskóli; kensla hefir verið
ókeypis og kennarar allir int starf sitt af
hendi endurgjaldslaust; stofnun þessi nýtur
góðra vinsælda þó vel hefði almenningur
mátt færa hana sér enn betur í nyt. Starf
laugardagsskólans er virðingarverð tilraun
í þá átt að bjarga frá glötun, að minsta kosti
enn um hríð tungunni mildu og megindjúpu,
sem frá vöggu til grafar hefir blessað íslenzk-
ar kynslóðir; heilsað þeim með “Vorið er
komið,” og kvatt þær með “Alt eins og
blómstrið eina.”
Hún er ekkert smáræði, ábyrgðin, sem
því er samfara að vera hreinræktaður Islend-
ingur; hafa tekið að erfðum “Astkæra, yl-
hýra málið”; Sonartorrek Egils, frásagnar-
snild Snorra, Lilju Eysteins og “Ó, Guð vors
land^.” Allir eru þes<sir ærfðakostir það
innviðatraustir og líklegir til manngildis-
tryggingar, að þeir krefjast einkis minna en
óskifts trúnaðar af hálfu vor íslenzkra manna,
hvar í heimi sem er.
Þann 9. apríl í fyrra efndi Laugardags-
skólinn og þeir, sem að honum stóðu, til söng-
samkomu í Eyrstu lútersku kirkju, þar sem
einungis börn tóku þátt í skemtiskrá; fór þar
alt fram á íslenzku og þótfi sú skemtan frá-
bær og eftirminnileg. Ragnar H. Ragnar
hafði æft stóran barnasöngflokk, er vakti al-
menna aðdáun. Hliðstæð samkoma þeirri í
fyrra, var haldin á sama stað síðastliðið
laugardagskveld við ágæta aðsókn; stýrði
henni séra Rúnólfur Marteinsson, sem er for-
maður skólans. Tveir barnasöngflokkar létu
til sín heyra; sá fyrri, skólaflokkurinn, undir
forustu Miss Salome Halldórsson, M.L.A.,
en hinum flokknum, eða þeim meiri, stýrði
Ragnar H. Ragnar; er þar skemst frá að
segja, að mörg lög hins síðarnefnda flokks
sungust með ágætum; má þar einkum til telja
“Island ögnpn skorið,” “Þú ert fríður,
breiður blár” og “Hættu að gráta hringa-
gná”; var samhljóðan þessara laga hin bezta
og tónblöndun frá upphafi til enda heilsteypt
og tær. Ragnar H. Ragnar verðskuldar al-
mennings þökk fyrir frábæran áhuga í þessu
máli og þá forustu, sem hann hefir veitt því.
Er hér um merkilega menningarstarfsemi að
fnða, sem vonandi vex fiskur um hrygg með
verju líðandi ári. Mörg böm komu fram
á samkomu þessari með upplestur, einsöng
og hljóðfæraslátt, er gerðu hlutverkum sínum
góð skil, þó ákjósanlegt hefði verið, að heyrst
hefði til þeirra nokkm betur. Miss Lilja
Bergsson aðsfoðaði söngflokk Ragnars með
prýðilegu píanó undirspili. Yfir höfuð var
framburður beggja söngflokkanna góður, og
blæbrigði íslenzkunnar sveiflumjúk og lokk-
andi.
Þingslit
Um miðja fyrri viku var fylkisþinginu í
Manitoba slitið, eftir að það hafði setið á
rökstólum svo að segja uppihaldslaust frá
því þann 9. desember síðastliðinn; sennilega
verða næsta deildar meiningar um afrek
þess, þó mest væri áberandi, því miður, skort-
ur á röggsamlegri forustu af hálfu stjórnar-
mnar. Svo má segja, að mikili meiri hluti
þingtímans gengi í vandræðalegt þóf um fjár-
hagslegt öngþveiti Winnipegborgar; fjár-
framlögin vegna atvinnuleysisins, hafa sorf-
ið tilfinnanlega að borginni og farið í vöxt
ár frá ári; svo hefir gjaldþoii einstakiinga
verið íþyngt, að ekki er lengur viðunandi.
Utanbæjarþingmönnum, mörgum hverjum,
reyndist það ærið örðugt að átta sig á þessu,
og þarafleiðandi lenti alt í látlausu hags-
munalegu reiptogi milli þeirra og þingmanna
bæjarins; kendi þarna hins ömurlegasta mis-
skilnings, því í runinni er sérhver þingmað-
ur fulltrúi fylkisbúa í heild; fálm þetta leiddi
til þess, að rétt í vertíðarlokin, gekk þingið
frá nokkrum skattaákvæðum eða skattheim-
ildum, sem gert er ráð fyrir að veita muni
Winnipegborg ’tekjuauka, er nemi freklega
átta hundruð þúsund dölum á ári; þssar ráð-
stafanir eiga að gilda í tvö ár. En svo hagar
skringilega til, að flestir þessir nýju, eða
réttara sagt hækkuðu skattstofnar, eru þann-
ig vaxnir, að þingmenn borgarinnar töldu
þá óhafandi og börðust á móti þeim með
hnúum og hnjám. Vert er að þess sé sérs’tak-
lega getið, að náttúrufríðinda ráðgjafinn,
Hon. J. S. McDiarmid, sýndi drengilega við-
leitni í þá átt að ráða fram úr vandræðam
bæjarfélagsins.—
Um það verður tæpast deilt, að margt
hafi verið vel um gerðir Bracken-stjórnar-
innar á liðnum árum, eða að minsta kosti
fram að síðustu kosningum; víst er um það.
að Mr. Towers, forstjóri Central bankans,
gaf stjórninni fjárhagslegt heilbrigðisvott-
orð ekki alls fyrir löngu og taldi hana vel
hafa staðið af sér strauma kreppunnar. A
hinh bóginn verður því ekki neitað, að síð-
ustu tvö árin hafi stjórnin verið minni fyrir
sér og reikulli í rás, en hún var á meðan hún
naut af eigin ramleik ákveðins meirihluta í
þinginu; nú á hún sína pólitísku tilveru und-
ir óskyldum æfintýraöflum, sem enginn veit
hvert stefna muni, og jafnvel ekki þau sjálf.
Með þetta fyrir augum, verður vafalaust
mörgum manninum á að spyrja hvort ekki
myndi æskilegt að þing yrði rofið í sumar
og efnt til nýrra kosninga.
Mr. Joseph T. Thorson er alveg vafa-
laust einn allra nýtasti og áhrifamesti fulltrúi
Vesturlandsins á Sambandsþingi, og á bænda-
stéttin ekki bvað sízt góðan hauk í horni þar
sem hann er. Nýlega beitti Mr. Thorson sér
fyrir því, að verndartollur á skilvindum
yrði lækkaður að mun; leiddi hann að því ljós
og ómótmælanleg rök hve bændur vestan-
lands hefðu verið sárt leiknir í þessu tilliti,
og hve óumflýjanlegt það væri, að greitt^’rði
tafarlaust úr misfellunum á þessu sviði;
ýmsir Manitoba-þingmennirnir tóku í sama
streng, svo sem þeir Leslie Mutch frá Win-
nipeg og Harry Leader, þingmaður Portage
la Prairie kjördæmisins.
“Ekkert búnaðaráhald,” sagði Mr. Thor-
son, “kemst í liálfkvisti að mikilvægi, við
skilvinduna; þar sem blandaður landbúnaður
er stundaður, er hún óhjákvæmilegt áhald
hverju einasta og eina bændabýli; rjóminn er
í mörgum tilfellum alveg eina framleiðslan,
sem fátækir bændur fá skilding fyrir; þess-
vegna er það, að einkum og sérílagi á kreppu-
tímum eða í harðæri, að mikið veltur á því,
að bændum sé gert kleyft, að afla sér þessa
óumflýjanlega áhalds við þolanlegu verði.
Mr. Thorson leiddi athygli þings og þjóðar
að því, að árið 1933 hefðu annars flokks skil-
vindur International Harvester félagsins
verið seldar á $91 í Billings, Montana, en í
Regina hefði verð sömu tegundar numið
$102.50; stafaði þessi gífurlegi verðmunur
frá óhæfilega háum innflutningstolli.
Það var eitt af afrekum Bennett-stjórn-
arinnar að leggja 25% innflutningstoll á skil-
vindur; ekki var nú nærgætnin við fátæka
bændur í Sléttufylkjunum meiri en það. Nú
er eftir að vita hvaða afstöðu King-stjórnin
tekur til málsins; hvort hún fer að ráðum
Mr. Thorsons eða ekki. Mr. Thorson krefst
þess, að innflutningstollur á skilvindum
verði með öllu afnuminn; svo á það að vera
og þarf að vera; Vonandi hlutast stjórnin
til um að þetta verði gert vafningalaust á
yfirstandandi þingi.
ISLENDINGAR VEIDDU 660 MlLJÓNlIi
SlLDA SÍÐASTLIÐIÐ AR
Arið 1937 var síldveiði Islendinga um 660
milj. sílda. Ætti að skifta þessum afla jafnt
milli allra íbúa jarðarinnar, lætur nærri að
hvert mannsibarn. fengi þriðjung síldar.
Væri aflanum aðeins skift milli Etvrópubúa,
fengi hver þeirra um VA síldar í sinn hlut, en
ættu Norðurlandabúa r að gera jöfn skifti,
yrðu ca. 40 síldar á mann, eða hæfileg síldar-
máltíð fyrir öll Norðurlönd einu sinni á viku
alt árið. Ef það væri dæmt á okkur Islend-
inga að borða alla þessa síld á einu ári, yrði
hvert mannsbarn í landinu að borða 13—14
síldar á hverjum degi, eða 4—5 kíló af síld,
en í hæfilega daglega s,oðnjngu fyrir alla
þjóðina myndi síldin endast upp undir 20 ár.
Ef gert er ráð fyrir að hver síld sé 33
cm. á lengd, fara þrjár í metrann. Sé nú
allri síldinni skipað í “halarófu” hverri
aftan við aðra, þannig að þær myndi óslitna
röð, verður röðin 220,000 km. á lengd. Við
gætum með öðrum orðum búið til 110-falda
röð af síldum frá Reykjavík alla leið til
Kaupmannahafnar, eða — ef við vldum það
heldur — 5-falda síldarröð hrnginn í kringum
jörðina eftir miðjarðarlínu, og gengi þó af
nægilega mikið i 3—4-falda röð frá
Reykjavík til Kaupmannahafnar.—
Ef við hefðum fiskað ca. 43%
meira, þá hefðum við átt í ein-
falda síldarröð alla leið til tunglsins.
Til þess að framleiða alla þessa
sild, þarf þó ekki nema tíunda hlut-
ann af þeim fjölda, sem fer í eina
tunnu, ef gert væri ráð fyrir 1) að
belmingurinn af því væri hængar og
hetmingurinn hrygnur, 2) að hrygn
urnar hrygndu aðeins einu sinni, og
3) að öll eggin kæmust upp og yrðu
að fullorðinni síld.
—Mbl. 31. marz.
Sólardansinn
Því mun hafa verið trúað all-
lengi hér á landi — svona hálft í
hvoru að minsta kosti — að sólin
dansaði, sem kallað er, einu sinni
á ári hverju og ávalt hinn sama dag
—páskadagsmorgun snemma, ná-
kvæmlega á þeirri stundu, er menn
ætla, að frelsari mannkynsins hafi
risið upp frá dauðum. Fyrir nokkr-
um áratugum var trú þessi enn tals-
vert almenn meðal þeirra, sem
rosknir voru. Og vel má vera, að
hún sé ekki aldauða enn í dag.
Sá, sem þetta ritar, heyrði ein-
hverju sinni gamlan mann, hún-
vetnskan, Kristján að nafni, segja
frá því, að ekki þyrfti að efa, að
sólin dansaði á hverjum einasta
páskamorgni, þvi að hann hefði
séð það sjálfur. En vitanlega sæ-
ist dansinn því að eins, að himin-
inn væri heiður og “klár” í sólar-
átt þá stundina.
Kristján þessi var kallaður greind-
ur maður og gætinn, athugall í bezta
lagi. Hann tók mark á ýmsu, er
öðrum þótti hégómi. Hann var gæf-
lyndur, hlýr í þeli og barngóður,
einstakur dýravinur. Þótti og nær-
færinn við skepnur. Hann andað-
ist skömmu eftir 1890, líklega 1893
eða ári síðar.—
Hann kvaðst hafa séð sólardans-
inn einu sinni á unglingsárum sín-
um. Hann hefði heyrt fólk segja
frá því, að sólin dansaði alveg á-
reiðanlega á páskunum og æfiniega
sama mund (þ. e. snemma á
páskadagsmorgun). En það sagði,
að fæstir hefði séð þenna merkilega
dans. — Kærni það og sjaldan fyr-
ir, að heiðskírt væri á því augna-
bliki, sem dansinn færi fram. —
Nú langaði mig, sagði karlinn, að
sjá þetta fyrirbrigði og ráðgerði
með sjálfum mér, að vera árla á fót-
um næsta páskadag. Hefi eg nú
andvara á mér og er kominn á kreik
fýrir allar aldir. En ekki var til
fagnaðar að flýta sér að því sinni,
því að loft alt var skýjum hulið, og
ekkert sólskin í vændum. En eg
hugsaði mér, að gefast ekki upp.
Eg vonaði að guð gæfi mér það, að
lifa ínargar pajskahátíðir, og það
hefir hann líka gert, blessaður. —
Næstu páska var ekki heldur sól
að sjá. Þá var grenjandi hríð af
norðri. Og svona liðu þrjú eða
fjögur ár.
Lá nú við að eg færi að trúa þvi,
sem fullorðna fólkið hafði sagt mér,
að sjaldan væri glatt sólskin á
páskadagsmorgni. Það dró heldur
úr áhuga mínum, að gömul kona á
næsta bæ hafði trúað mér fyrir því,
að sólin væri svo bjö rt, er hún
dansaði, að hver maður, sem á þau
himnesku undur horfði, yrði stein-
blindur. Þú ættir ekki að vera að
sækjast eftir því, Stjáni minn, að
sjá það blessaða ljós. Þér er nóg
að vita með sjálfum þér, að sólin
dansar. Það er ekki aftur tekið, ef
við skemmum í okkur augun og
missum sjónina. Augu okkar hér i
heimi eru fullgóð, þó að þau sjái
skamt og sjái fátt að visu. Jú, og
sei-sei-jú. Fullsæmilega íhér í
skuggadalnum, en þola ekki hinn
himneska ljóma.—
Þannig mælti kerlingarhróið eða
þessu líkt. Eg trúði henni svona
hálft í hvoru, en gat þó ekki látið
af að óska þess, að eg fengi að sjá
hinn dýrlega sólardans.
Og loksins fékk eg ósk mína upp-
fylta. Eg^ mun þá hafa verið held-
ur innan við tvitugt.
Þegar eg háttaði laugardagskveld-
ið fyrir páska, sást -hvergi ský á
lofti. Eg vonaði að heiðríkjan
héldist til morguns, og það varð.
Eg lofaði guð hátt og í hljóíSi, þeg-
ALVEG SÉRSTAKT
ALVEG SÉRSTAKT
INTERNATIONAL
Brúkuð truck vikusala
4. APRIL TIL 9. APRIL
1933 Ford $325
/2 smálest, 4 cylindra, þilj-
uð. Þessi Truck er í á-
gætu ásigkomulagi, og með
fyrirtaks tierum. Selst nú
þegar.
1937 Chevrolet$675
/2 smálest, með ökusæti og
fullbúin til flutninga. Þessi
Truck hefir ekki -farið
nema tiltölulega stutta
vegalengd og sýnist sem ný.
International$250
Fyrirmynd X
1 smálest, 6 hraða einka-
gerð, með sterkri undir-
byggingu. 32x6 tierar. 1
afbragðs standi.
G.M.C.—T30 $425
Þessi flutningsvél hefir 9
feta langa undirbyggingu,
34x7 einfaldir aftur-tierar.
Nýmáluð, og endurbygð að
öllu.
Allar þessar Trucks eru endurgerðar og til taks fyrir
fulla notkun. Mörg kjörkaup, sem fullnægja þörfum
livers og ein.s.
Þœgilegir skilmálar
Lítill greiðslukostnaður
INTERNATIONAL MOTOR TRUCKS
917 PORTAGE AVE.
SlMI 37 191
i ar eg leit út páskamorguninn, því
■ að hvergi sást ský á lofti né bliku-
! drög. Sól var ekki risin. Og nú
þóttist eg eiga í vændum miklar dá-
semdir. Eg hafði enga eirð né ró
og hljóp upp á fellið fyrir ofan bæ-
inn. Frost var í lofti og napur
andvari, en eg fann ekki til kulda.
Eg var kominn upp á Bæjarfellið
löngu fyrir sólar upprás og beið
hinnar fögru sýnar. Og loksins
kom hún — loksins rann hún upp á
himinbogann, hin dýrlega páska-
1 sunna.
Hún steig úr næturlauginni, hægt
og stilt og rétt sem að vanda. En
alt í einu virtist hún taka kipp upp
á við, en því næst til hliðar. Ef
til vill væri þó réttara að segja, að
hún hefði sveiflast í hring — sveifl-
ast fram og aftur, upp og niður. Eg
veit ekki með vissu hvernig það var,
en aldrei hefir neitt dásamlegra fyr-
ir mig borið, hvorki áður né siðan.
En bágt átti eg með að horfa í allan
þennan ljóma. Eg horfði á fyrir-
brigðið fáeinar sekúndur, en þá
komst alt í samt lag. Eg var á-
nægður og lofaði guð. — Eg hafði
séð sólina dansa.
—Vísir sunnudagsblað.
I örvæntingu sinni leitaði piltur-
inn til Farouks konungs, og hann
sendi líflækni sinn til hans. Komst
læknirinn að þeirri niðurstöðu, að
pilturinn hefði laskast á mænunni
í áflogunum, en ekkert væri hægt
að gera fyrir vesalings piltinn. Hins
vegar kom hann því til leiðar, að
konungurinn gaf honum álitlega
peningaupphæð, og nú á næstunni
verður Said Mehmed sendur til sér-
fræðings í Vínarborg.
—Lesb. Mbl.
Hitt og þetta
Mongólía tekur sér nýjan fána
Stjórnin í Innri-Mongólíu hefir tek-
ið sér nýjan fána eftir að landið
varð sjálfstætt, undir “vernd” Jap-
ana. Nýi fáninn er dökkblár, með
rauðum, fulum og hvítum láréttum
röndum í efra horninu við stöng-
ina.
Dálítill spotti
Bresku hernaðarflugvélarnar flugu
Fjaðrafok
Hin viðfræga skáldsaga Axels
Munthe, “Sagan um San Michele,”
hefir nú verið tekin upp á grammó-
fónplötur. Aðallega er þetta gert
fyrir blint fólk og hefir blindravina-
félagið enska séð um upptökuna.
En eftir þvi sem ensk blöð segja,
má búast við að “grammófónbókin”
verði seld almenningi í verzlunum,
þar sem ensk bókaforlög eru nú
byrjuð á þeirri nýjung að gefa
þannig út vinsælustu bækur sínar.
í Alexandria er unglingspiltur,
Said Mehmed, sem heldur stöðugt
áfram að hækka, og er nú orðinn
2.45 m. Til skamms tíma var hann
eins og fólk er flest. En svo vildi
það til, að hann lenti í áflogum og
var bornin meðvitundarlaus heim.
Eftir að hafa legið i rúminu
nokkra daga, virtist hann alheill
heilsu, og fór til vinnu sinnar. En
brátt fór að bera á þvi, að hann fór
að vaxa óeðlilega ört. — Hann fór
til læknis, en læknirinn fann ekkert
að honum.
Eftir það hélt hann þó áfram að
hækka, 0g hækkaði að meðaltali 15
cm. á mánuði, og fór svo að lok-
unt, að hann varð að fara í rúmið.
Hann misti atvinnuna og unnust-
an sagði llonum upp. En það versta
var þó, að eginn vissi, hvað gekk
að honum.
Vörumerkið
Verðgilda
Söluverðið eingöngu, gefur
ekki til kynna verðgildi. Tii
þess hluturinn beri með sér
sérstakt verðgildi verður hann
að vera betri að efnisgæðum
en söluverðið gefur til kynna.
Stjörnumerkt verðgildi stend-
ur skör ofar. Það táknar
beztu efnisgæði sem fáanleg
eru á því verði.
Stjörnuimerkið táknar að hlut-
urinn hefir sérstaklega verið
valinn, til þess að sýna hæzta
verðgildi sem fáanlegt er fyrir
það verð. Stundum er hann
keyptur sérstaklega í þeim til-
gangi. Stundum sérstaklega
færður niður á verðið. x\valt
er hánn ofanaffleyta allra
verðgilda á hvaða síðu sem
hans getur. — Samanburður-
mn sannfærir yður að stjörnu-
merkta varan skarar fram úr.
EATOM’S