Lögberg - 31.03.1938, Side 1
51. ÁRGANGUR
Frá Islandi
Tjón af völdum
ofviðrisins
Fréttir eru enn að berast um
tjón aí völdum ofvíð'risins þann
5. þ. m. Hér fara á eftir síÖustu
fréttirnar samkvæmt Fréttastofu
Útvarpsins.
H allormsstað:
1 Jökuldal fauk þak af nýreistu
steinhúsi og fólk flutti úr því á
næsta bæ. Á EiÖum skemdist til
muna þak og gluggar á skólahús-
inu. í BorgarfirÖi eystra tók út
báta. HeyskaÖar urÖu í ýmsum
nálægum sveitum og víða fuku þök
af hlöðum. Nemur það tjón mörg-
um þúsundum króna. Á Héraði og
sumsstaðar á Austfjörðum stóð
veðrið af norðvestri þegar hvassast
var.
Eskifirði:
Auk þess tjóns, sem getið var í
gær, er þetta: Á Sólvangi fauk fjós
og hlaða. Fjárhús yfir 20 kindur
hvarf alveg. Snjóhús Jóhanns
Þorvaldssonar fauk. Sex árabátar
brotnuðu i spón. Að Svínaskála
fuku tvær hlöður og eitthvað af
heyi og sömuleiðis hesthús. Á Búð-
areyri urðu nokkrar skemdir, en
ekki stórfeldar. Fauk aðallega
járn af ibúÖarhúsum og útihúsum
og eitthvað af hlöðum og heyi.
Simakerfi og rafveitukerfi bilaði og
eitthvað af bátum skemdist. Skemd-
ir á útihúsum hafa orðið á; Eyri,
Borgargerði. Sléttu, Stuðlum og
ef til vill víðar. Eitthvað hefir líka
fokið af heyi.
Sauðárkróki:
Hér fauk þak af íbúðarhúsi og
geymsluskúr. Símaþræðir og ljósa-
þræðir slitnuðu. Vélbátur sökk við
hafnargarðinn. Var hann dreginn
á land eftir óveðrið mjög brotinn.
Raufarhöfn:
Á laugardaginn var hér ofsarok
af vestri og norðvestri. Fylgdi því
snjókoma eftir kl. 17. Þak síld-
arverksmiðjunnar skemdist. Glugg-
ar brotnuðu og símastaurar. Á Rifi
fauk þak af hlöðu. í Höskulds-
staðanesi fauk þak af fjósi og
kýrnar hálffenti. Fólk var ekki á
bænum sakir húsbruna, er þar varð
fyrir skömmu.
Norðfirði:
1 ofviðrinu aðfaranótt hins f jórða
> og að morgni hins firnta þessa mán-
aðar urðu hér ýmsar skemdir, þar
á meðal ónýttust fimm bátabryggj-
ur og tveir skúrar, og járn fauk af
húsaþökum. Veðurhæð var afar-
mikil.
Akwreyri:
í afspyrnu vestanroki, er gekk
yfir síðari hluta nætur og náði há-
marki um kl. 5.20 um morguninn,
urðu allmiklar skemdir á rafmagns-
kerfi bæjarins. Brotnuðu þá staur-
ar í háspennulínunni, og var bær-
inn ljóslaus um morguninn. Unnið
var að viðgerð allan daginn. 1
brunanum á Oddeyrartanga 3. þ.
m., sem fyr er getið, brann nýsmíð-
aður trillubátur, er stóð inni í hús-
inu. Búið var að ganga frá vél í
bátnum. Báturinn var eign Gústavs
Andersen.
Skúlar:
Á Skálum á Langanesi fauk mik-
ill hluti af þaki og gafl úr stóru
fiskihúsi, eign hlutafélagsins Tjald-
ur í Reykjavík. Á Sauðanesi fauk
alt járn af annari þakhlið á íbúðar-
húsi prestsins. í Bakkafirði fauk
sláturhús og nokkuð af þaki af
vörugeymsluhúsi Kaupfélagsins.
Undanfarandi hefir verið auð jörð
að mestu og hagstæð tíð.
—Alþ.bl. 8. marz.
Stórtjón af ofviðrinu
í Borgarfirði eystra
Eaust fyrir kl. 8 í gærkveldi
bárust útvarpinu fyrst ljósar fregn-
ir um stórtjón í Borgarfirði eystra
af völdum óveðursins 5. þ. m. Eru
torvaldar samgöngur við bygðarlag-
ið og símar slitnuðu allvíða á þess-
um slóðum í óveðrinu, og átti það
þátt í því, að fréttir töfðust. Síma-
stjórinn á staðnum — þ. e. i Borg-
arfirði eystra — segir þannig frá:
Hér varð mikið tjón af völdum
óveðursins 5. þ. m. í Húsavik fauk
timburhús, en fólkið komst út úr
rústunum, — þrjú systkini eitthvað
meidd. Við íbúðarhúsið var bað-
stofa, skúrar og fjós. Fauk alt, en
kýr sakaði ekki. Tvær hlöður, 200
kinda hús og þak af fiskhúsi fauk
einnig — alt eign fjögra bræðra, er
keyptu jörðina fyrir nokkrum árum.
Á Dallandsparti fauk þak af íbúð-
arhúsi. — í Hólshúsum fauk járn
af annari hlið íbúðarhússins. 1
Bakkagerðisþorpi fauk þak af húsi
Björns Jónssonar og áfastur skúr.
Fiskgeymsluhús Pöntunarfélagsins
fauk og 3 trillubátar, sem í því
voru. mikið skemdir eða ónýtir.
Hlaða, 20 hestar hey, 60 kinda
fjárhús og hesthús fauk algerlega
—eign Sigbjörns Guðmundssonar.
Þá fauk hlaða, 10 hestar af heyi og
fjós, eign Björns Helgasonar. Sami
átti og tvo af áðurnefndum trillu-
bátum. Trillubáturinn Svanur
fauk og er algerlega ónýtur. Þá
fauk þak af hlöðu, sem Bjarni
Steinsson er eigandi að. Enn fauk
þak af fiskhúsi, sem Björgvin Vil-
hjálmsson á. 1 Geitavík fauk
skemma og þak af ábúurðarhúsi.—
Þess utan fuku víða 8 til 10 hest-
burðir af heyi og járnplötur af
peningslhúsum og íbúðarhúsum.
ÁIikið tjón varð á eldiviði. Auk
alls þessa eru mörg íbúðarhús og
peningshús skemd á ýmsan hátt og
röskuð á grunni, þar á meðal
skólahús hreppsins.
—Alþ.bl. 8. marz.
* # *
Sigurður Nordal
kjörinn heiðursdoktor
10. þ. m. verður prófessor Sig-
urðúr Nordal kjörinn heiðurdoktor
háskólans í Osló. Fara þá fram
hátíðahöld við háskólann, þar sem-
þeir menn verða kjörnir doktorar,
er varið hafa doktorsritgerðir við
skólann síðastliðin fimm ár.
Háskólinn i Osló hefir boðið pró-
fessor Sigurði Nordal að vera við-
staddur þessa athöfn, en hann hefir
ekki getað þegið boðið að því er
hann hermir.—N. dagbl. 4. marz.
Karlakór Reykjavíkur
boðið til Ámeríku
Annað stærsta útvarpsfélagið í
Bandaríkjunum, Columbia Broad-
casting Corporation hefir boðið
Karlakór Reykjavíkur að heimsækja
sig í Ameríku á næsta ári. Yrði
kórinn vestra nokkurn þess tíma,
sem New York-sýningin stendur
yfir. Jafnframt lætur CBC þá ósk
í ljós, að Sig. Þórðarson verði
stjórnandi kórsins, en Stefán Guð-
mundsson einsöngvari.—
Ilafði kórinn skrifað CBC fyr-
ir tveim árum og sent því ummæli
blaða á Norðurlöndum, með þeirri
von að það myndi vilja styðja för
kórsins. Af því varð þó ekki, að
svo stöddu, en það fylgdi svari
CBC, að ummæli blaða í Mið-
Evrópu yrði metin meira.
Kórinn fór svo utan s.l. sumar
og söng víða um Mið-Evrópu.
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 31. MARZ, 1938
Rev. V. J. Eylands
who will address a special dinner
meeting of the Men’s Club of the
First Eutheran Church next Tues
>day, April 5th, at 6.30 p.m.
Hafði kórinn þá samband við um-
boðsmenn CBC og lét umboðs-
manninn í Vínarborð fá öll ummæli
blaða í öðrum löndum. Sendi hann
þau vestur um haf, en svarið kom
t fyrradag í skeyti, þar sem segir að
félagið bjóði a. m. k. 35 manna
kór vestur og verður það meðlimum
hans að kostnaðarlausu, frá því'
stigið er á skipsfjöl hér og stigiö
hér á land aftur.
Viðtal við Svein G. Björnsson,
formann kórsins.
Tíðindamaður Vísis átti í morgun
viðtal við Svein G. Björnsson, for-
mann kórsins, og spurði hann nán-
ara um hina fyrirhuguðu vesturför
körsins, tildrög hennar, hvenær
förin yrði farin o. s. frv.
“Að öllum líkindum fer kórinn
vestur um haf í þessa för sina 1939,
er heimssýningin mikla stendur yfir.
Væri að minni hyggju sjálfsagt að
nota þetta tækifæri til þess að vekja
athygii á íslenzku deildinni á heims-
sýningunni með því að láta kórinn
syngja þar, en þá þyrfti að ganga"
þannig frá samningum við Colum-
bia Broadcasting Co., að þetta væri
leyft.”
“Samningarnir við C.B.C. hafa
þannig ekki verið undirritaðir enn?”
“Nei. En kórnum hefir borist
skeyti frá C.B.C. þess efnis, að það
fallist á skilmála kórsins, um kostn-
aðarlausa för milli íslands og Ame-
ríku o. s. frv. Má því víst telja, að
af’ förinni yerði. Annað musik-
firma hafði sent okkur tilboð, sem
var að sumu leyti gott, en þó ekki
eins aðgengilegt og tilboð C.B.C.”
“Hverjir áðstoðuðu ykkur við
að vekja athygli C.B.C. á frægð-
arferli ykkar um Evrópu?”
1 veir ágætir Vestur-íslending-
ar, þeir Ásmundur P. Jóhannsson
fasteignasali og Árni Helgason
verksmiðjustjóri í Chicago. Fleiri
ágætir lanclar vestra hafa haft á-
huga fyrir því, að við færum
vestur, þótt eigi séu hér taldir.”
* * #
Það má vera mikið fagnaðarefni
öllum vinum kórsins, að honum
hefir verið sá sómi sýndur, sem að
framan greinir. En það ætti einn-
ig að vera gleðiefni öllum, sem
vilja að vegur lands og þjóðar sé
sem mestur erlendis, því að slíkar
farir sem þessar eru hin bezta aug-
lýsing um land og þjóð, og mun
ferðin auk þess, að þvi er vænta má
ef hún verður farin á sýningartím-
anum 1939, hafa mikið viðskifta-
legt gildi. 1 þessu sambandi má
sninna á, að frægur norskur kór á
að' syngja á norsku deildinni á
heimssýningunni í New York. Ætt-
um vér að fara eins að og Norð-
menn í þessu efni. Tekur sýning-
arráðið þetta mál vafalaust til at-
hugunar.—Vfsir, 2. marz.
1 Mentaskólanum á Akureyri.
fór í dag fram minningarathöfn um
Jón Ófeigsson. — Athöfnin hófst
með því, að sungið var Integcr vite
Þá flutti Sigurður skólameistari
Guðmundsson minningarræðu. Að
henni lokinni var sunginn sálmur-
inn “Á hendur fel þú honum.”
—Vísir, 8. rnarz.
Uppbúið herbergi til leigu að 591
Alverstone Street; fæði ef óskast.
Mr. Th. Thordarson kaupmaður
á Gimli, liefir dýa/lið í borginni
nokkra undanfarna daga.
Mr. Björn B. Johnson frá Gimli
var staddur í borginni fyrri part
yfirstandandi viku.
Mr. Steingrímur Johnson frá
Kandahjár kom til borgarinnar á
föstudaginn og dvaldi hér fram, á
þriðjudag.
Mrs. Hermann Johnson frá
Kandáliar dvelur í borginni þessa
dagana.
Mr. og Mrs. Hallgrímur Sigurðs-
son frá Foam Lake, Sask., hafa
dvalið í borginni nokkra undan-
farna daga.
1 Fólk er beðið að veita því athygli
að námskeiði þvi, sem getið var um
í síðasta blaði að haldið yrði í Ár-
borg, befir óviðráðanlegra orsaka
vegna verið frestað til þess 12. apríl
næstkomandi, og stendur það yfir að
minsta kosti í tvo daga.
Kvenfélag Fyrsta lúíerska safn-
aðar heldur sinn næsta fund á
fimtudaginn 7. apríl; flytur Mrs. S.
Ólafson, Árborg, Man., erindi um
Hallgrim Pétursson. Meðlimir eru
beðnir að veita því athygli, að það
verður enginn fundur þessa viku.
Sjónleikur:
Meðlimir í goodtemplara stúk-
unni Skuld, eru nú að æfa skop og
skemti-leik, sem verður leikinn í
fyrsta sinn, miðvikudaginn 13. april
kl. 8 e. h. — Sjónleikurinn heitir
“Frá einni plágu til annarar” í fjór-
um, þáttum, eftir Dr. S. J. Johann-
esson. Þetta verður auglýst nánar
síðar í íslenzku blöðunum.
Edmonton 23. marz, 1938
Herra rittjóri Lögbergs:—
1 dánarfregn Ingibjargar Ás-
geirsson í síðasta Lögbergi, er villa,
sem höfundur greinarinnar hefir
beðið mig um, að fá leiðrétta. Þar
er sagt að Noah Ásgeirsson sé lög-
maður, en það átti að vera að ihann
væri lögregluþjónn( policeman).
Vinsamlegast,
Y. Guðmundson.
Miss Matthildur Hávarðson,
hjúkrunarkona, er fyrir nokkru
farin suður til Rochester, Minn.,
þar sem hún befir fengið góða stöðu
við sjúkrahús. Matthildur er út-
skrifuð af AJmenna sjúkrahúsinu
í Selkirk og er dóttir Jóns Hávarðs-
sonar og Maríu konu hans frá
Ilayland, sem látin er fyrir mörg-
um árum.
Men’s Club
The Men’s Club of the First
Lutheran Church will hold a special
dinner meeting next Tuesday, April
5th. The Principal purpose of the
meeting will be to welcome Rev.
Mr. V. J. Eylands into membership
in the Club. AIl members are urged
to take advantage of the opportunity
this meeting will afford to meet
Rev. Eylands and to lend emphasis
to the welcome by their presence.
Rev. Eylands will give the ad-
dress of the evening and his subject
will be: “Has the Church Failed?”
The. dinner will start at 6:30 p.m.
Mr. Guðmundur Elíasson frá
Árnes, Man., dvelur i borginni um
þessar mundir.
Stórt og bjart herbergi fæst til
leigu á Sherburn Street; nægilegt
fyrir tvo menn. Fæði á staðnum ef
óskað er. Srmi 35 909.
Fiskimanna dansleikur verður
haldinn í Riverton á föstudagskveki-
ið þapn 8. apríl næstkomandi. Má
þar búast við margmenni miklu og
góðri skemtun.
Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E.,
heldur sinn næsta fund að heimili
Mrs. T. E. Thorsteinson, 140 Gar-
field St., á þriðjudagskveldið, 5.
apríl kt. 8 e. h.
Mr. Gústaf Williaims, kaupmað-
ur frá Hecla, kom til borgarinnar á
mánudaginn ásamt frú sinni og
ungum syni, og dvelst hér fram á
föstudag.
Séra Jóhann Bjarnason og kona
hans eru flutt til Gimli og búast við
að verða þar fyrst um sinn. Utan-
áskrift þeirra verður þar Box 459.
Með simtali má ná til þeirra með
Tel. 41, sem er talsími séra B. A.
Bjarnasonar.—
The members of the Young
Péóples’ Society of the Lutheran
Church of Selkirk, Manitoba will be
the guests of the Young Peoples
Society of the First Lutheran
Church on Monday, April 4. The
meeting will be held in the church
parlors at 8.30 p.m. An interesting
programme has been arranged and
refreshments will be served. All
young peole are welcome.
Næsti Frónsfundur verður hald-
inn á venjulegum stað og tíma
þann 7. apríl næstkomandi. Verður
þar margt til skemtana. Fjórir
ungir menn halda þar stuttar. ræð-
ur, þeir Sigurður Helgason, Gizzur
Elíasson, Einar Árnason og Thomas
Oleson. Með söng skemta Guð-
mundur Stefánsson og Hafsteinn
Jónasson. Telja má víst að fundur
þessi verði næsta fjölsóttur.
Ákveðið er að hið þriðja útvarp
Hins. ev. lút. kirkjufélags fari
fram fimtudaginn 7. apríl kl. 8.30
til kl. 9 síðdegis, frá CJRC stöð-
inni. Séra Haraldur Sigmar flytur
ræðuna, en nokkrir úr söngflokki
Fyrsta lúterska safnaðar aðstoða
með söng við það tækifæri.
Fólk er vinsamlega beðið að
hafa þetta í minni og einnig veita
athygli auglýsingu í næsta blaði, ef
einhver breyting á þessari áætlun
hefir orðið nauðsynleg.
Siðustu forvöð
Nú fer mjög að liða að sáningar-
tíma, og þar af leiðandi óumflýj-
anlegt, að menn skygnist um eftii
útsæði og blómfræi. Lögberg hefir
í undanfarin nokkur ár, veitt skil-
vísum kauiændum, sem og nýjum
kaupendum, koStaboð viðvíkjandi
frætegundum frá einni allra víð-
kunnustu fræverzlun Vesturlands-
ins; hafa margir fært sér þetta í nyt,
þó fleiri mætti þeir að visu vera.
Enn er tími til stefnu ef brugðist er
skjótt við til þess að fá fræ, sam-
kvæmt þar að lútandi auglýsingu í
blaðinu. Sendið inn andvirði blaðs-
ins nú þegar, og verðúr yður svo
sent fræið saimkvæmt yðar eigin
vali.
NÚMER 13
Ann T. Ólafson
Þessi efnilega stúlka útskrifaðist i
hjúkrunarfræði, með ágætasta
vitnisburði, að Ancker sjúkrahúsinu
i St. Paul, Minnesota, 19. maí 1937.
Hún er dóttir þeirra hjónanna Mr.
og Mrs. S. J. Ólafson að Garðar,
N.D.—Ann er fædd í Eyfordbygð-
inni 7. desember 1914* Nám sitt
stundaði hún af rniklu kappi og
varð árangurinn að sama skapi. Er
það til marks um það, að hún fékk
verðlaun fyrir ritgerð, sem hún
skrifaði um “Epidemic Meningitis”
(mænuveiki.). Var ritgerð þessari
sýndur sá sómi, að hún var prent-
uð i tímaritinu “The Trained Nurse
and Hospital Review” í desembei
síðastliðnum. — Miss Ólafson hef-
ir nú fengið stöðu við Ancker
sjúkrahúsið.
Afmœlishátíð
Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson
átti nýlega 70 ára afmælisdag. 1
tilefni af því hefir verið ákveðið að
halda Dr. Jóhannesson og frú hans
hjeiðurssamsæti í Goodtemplara-
húsinu í Winnipeg 25. apríl næstk.
Af því Dr. Jóhannesson er svo vel
kyntur meðal íslendinga fyrir lækn-
isstarf hans, fyrir rit hans bæði í
bundnu og óbundnu máli, og fyrir
starfsemi hans í þágu íslendinga og
islenzks félagsskapar hér vestra, þá
verða þeir margir sem heiðra vilja
Dr. Jóhannesson og frú hans við
þetta tækifæri. Allir, sem hafa í
hyggju að taka þátt í samkvæminu,
eru beðnir að gefa sig fram við
einhvern af nefndarmönnum. Utan-
bæjarmenn, sem ekki geta verið
viðstaddir, en vilja vera með, geri
svo vel og sendi sín skeyti og tillög
til Mr. Berþórs E. Johnson, 1016
Dominion St., Winnipeg.
Það er nauðsynlegt bæði upp á
húsrúm og veitingar, að nefndar-
menn viti fyrir 18. apríl, hvað
margir veizlugestirnir verða.
Nefndarmenn:
Jón J. Samson,
273 Simcoe St., forseti
Gunnbjörn Stefánsson,
638 Alverstone St., skrifari
Bergthor E. Johnson,
1016 Dominion St., féhirðir
Rúnólfur Marteinsson,
493 Lipton St.
Friðrik Kristjánsson,
205 Ethelbert St.
Gunnlaugur Jóhannson,
757 Sargent Ave.
Ólafur Pétursson,
123 Home St.
J. G. Jóhannson,
586 Arlington St.
Jóh. Th. Beck,
975 Ingersoll St.
Soffonías Thorkelsson
738 Arlington St.
Jón Bjarnason Academy
Gjafir:
Sofíanías Thorkelsson, $100.00;
Dr. P. H. T. Thorlakson, Winni-
peg, $100.00; Á. P. Jóhannsson,
Winnipeg $75.00.
Með vinsamlegu þakklæti.
S. W. Melstcd,
gjaldkeri skólans.
i