Lögberg - 14.04.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.04.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. APRLL, 1938 NÚMER 15 Marching On By Rickard Beck. Written for the 80th anniversary of the Methodist Episcopal Church, Princeton, Minnesota. (Tune: “Onward Christian Soldiers.”) Not with roar of cannon, Nor a sword in hand, But with Love’s mild scepter Will we rule the land. Not with cruel bloodshed Stain the fertile ground, But in peaceful union Labor, heaven-bound. Hark! Like rushing waters Comes the voice of yore: Onward! Saints and martyrs Trod our patli before. To the sunlit vistas Of the coming day Like our noble sires, March we on and pray, Not for wealth nor power, Nor the gleam of fame, But for clearer vision Of the distant aim. Hark! Like rushing waters Comes the voice of yore: Onward! Saints and martyrs Trod our path before. Onward, brethren, upwárd! Darkness folds its wings; Dawn its golden mantle On the hilltops flings. In that morning glory Smiles our Master’s face, Saying: “I am with you Till the last of days.” Hark! Like rushing waters Comes the voice of yore: Onward! Saints and martyrs Trod our path before. (Kvæði þetta var orkt að tilmælum séra Sveinbjörns Ólafssonar, þáverandi prests ofannefndrar kirkju í Princeton, Minnesota, en hann er nú prestur í Morris, Minnesota.—II öf.). Vorsöngur (Eftir Mary Fraser) Litlu, vængjuðu vinir, velkomnir séuð þið; töfrandi sölusöngva syngið um vorsins frið. Ótal nótur þið eigið, allar velkomnar þó, yfir þagnbundinn anda undan vetri og snjó. Veifað er væng og goggi, vakað við aflaföng: fuglarnir verða að vinna— vinna vi ðfleira en söng. Bráðum í laufgum lundi —ljúfasta starf það er— tvö úndir heiðum himni heimili byggja sér. Morgunsöngvana sína syngja hvem nýjan dag; kvöldsöngvar himin heiðir heyrast um sólarlag. Hvílíkir unaðsómar aldingarðstrjánum frá • lífta um hljóðbært loftið— Ljúft er að heyra þá. Glaðlega enduróma út fyrir klausturvöll, draumrænir dýrðarsöngvar, dulrænna tóna föll. Páskarnir fögnuð flytja friðþurfa, döprum heim; fuglarnir, sál mín, syngja, syng þú og gleðst með þeim. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. ATH.—Þetta kvæði birtist á ritstjórnarsíðu Free Press síðastliðinn laugardag. Það er eftir konu, sem heitir Mrs. A. M. Fraser. Þau lijón eiga nú heima í Montreal, en voru um langt skeið í Winnipeg og stóðu framarlega í öllum velgjörða- og líknarstörfum. -Þýð. Islenzkt söngútvarp James Richardson & Sons Broad- casting Co. hefir fengið barnasöng- flokk þann, er R. H. Ragnar hefir stjórnað s. 1. tvo vetur, til að gefa hljómleika föstudaginn 22. april n. k., kl. 8.05 e. h. Má heyra söng- inn yfir þessar stöðvar félagsins: CJRC, Winnipeg — CJGX, York- ton — stuttbylgjustöðina CJRX og e. t. v. yfir stöðina í Regina. Þessi lög verða sungin: “Látum af hárri heiðar brún” “Nú er frost á Fróni” Sólskríkjan “ísland ögrum skorið” “Vorhiminn” “Nú er vetur úr bæ” “Ei glóir æ á grænum lauki” “Máninn hátt á himni skín” “Sof þú, barn mitt” “Bí, bí og blaka” “Sofðu mín Sigrún” “Hættu að gráta hringagná” “Ólafur reið með björgum fram.” —Flest þessi lög eru íslenzk þjóð- lög og eru öll raddsett sérstaklega fyrir þenna söngflokk af R‘. H. Ragnar er einnig hefir samið piano- undirspilið við þau. Ungfrú Lily Bergson leikur á piano með flokku- um. Ef Islendingar óska að heyra meiri íslenzkan söng yfir útvarpið í framtíðinni, ættu þeir að skrifa CJRC Radio Station, Royal Alex- andra Hotel, Winnipeg, að aflokn- um söngnum og votta þeim þakklæti sitt. Munið, að útvarpið er föstu- dagskvöld 22. apríli kl. fimm mín- útur eftir átta til kl. hálf níu (Win- nipeg tími). Fröken Halldóra Bjarnadóttir heiðruð með samsœti Á föstudaginn var bauð frú Kristjana Chiswell frá Gimli all- mörgum konum til samsætis hér í borginni í virðingarskyni við frk. Halldóru Bjamadóttur, sem nú er bráðum á förum heim til Islands; var veizla þessi hin virðulegasta, eins og jafnan tíðkast um það, er frú Kristjana beitir sér fyrir; fóru þar fram ræðuhöld nokkur, en aðal- eindið flutti frú Kristjana sjálf Eftirgreindar konur tóku þátt í samsætinu: Fröken H. Bjarnadóttir, Mrs. R. Marteinsson, Mrs. R. Pétursson, Miss Salome Halldórson, M.L.A., Mrs. B. J. Brandson, Mrs. F. John- son, Mrs. P. Pétursson, Mrs. A. S. Bardal, Mrs. L. Thomsen, Mrs. S. Björnson, "^Árborg, Man., Mrs. B. Thorpe, Mrs. O. Stephensen, Mrs. G. Johnson, Mrs. A. C. Johnson, Mrs B. S. Brynjólfson, Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. P. Bardal, sr., Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. L. E. Summers, Mrs. A. Wathne, Mrs. J. Markus- son, Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. B. E. Johnson, Mrs. S. Olafson, Árborg, Man., Mrs. B. S. Benson, Mrs. L. O. Chiswell, Gimli, Man. Frá Islandi Jón Baldvisnson, forseti sameinaðs þings, látinn Aðfaranótt þess 17. marz, s.l., lézt í Reykjavík, eftir allanga van- heilsu, forseti sameinaðs þings, Jón Baldvinsson, stofnandi og um langt skeið fornmður Alþýðuflokksins á Islandi. Jón Baldvinsson var fæddur 20. desembeir 1882 á 1 Strandsleljum i Ögurhreppi. Foreldrar hans voru Baldvin Jónsson bóndi þar og kona hans Halldóra Sigurðardóttir. Jón Baldvinsson lærði prentiðn á Isafirði og Bessastöðum 1897 til 1901. Var hann prentari á Bessa- stöðum 1901 til 1905. 1905—1908 stundaði hann prentiðn hér i Reykjavík, lengst af i Gutenberg. Á stofnfundi Alþýðusambands- ins 12. marzJi9i6 var Jón Báldvins- son kosinn ritari þess, sem fulltrúi frá Hinu íslenzka prentarafélagi. Á fyrsta þingi Alþýðusambandsins í nóvember 1016 var hann kjörinn Framh. á bls. 5 3 stór og rúmgóð herbergi til leigu, ásamt eldhúsi, að 522 Sher- brooke Street, við mjög sanngjöhiu verði. Óskað er helzt eftir islenzkri f jölskyldu. Heimilisiðnaðarfél. heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. Ovida Sveinsson, Ste. 2 Reliance Block, 480 Young St., á miðvikudagskveld- ið 13. apríl, kl. 6. Mr. J. T. Thorson, K.C., sam- bandsþingmaður fyrir Selkirk kjör- dæmið, kom til borgarinnar austan frá Ottawa á mánudagsmoguninn, og dvelur hér fram yfir páskafríið. Mr. Bjöm Eggertsson kaupmaður frá Cogar, Man., kom til borgarinn- ar i lok fyrri viku með Ingibjörgu konu sína til lækninga; var hún skor- in upp af Dr. Thorláksson á Grace sjúkrahúsinu, og er í góðum aftur- bata. Með Mr. Eggertsson komu einnig tveir tengdabræður hans, þeir Jón og Guðmundur Jónssynir frá Sleðbrjót. Mr. J. K. Jónasson frá Vogar, kom til borgarinnar á laugardaginn var og dvelst hér um hálfsmánaðar- tíma hjá sonum sinum. Synir hans tveir, þeir Guðmundur og Snorri, höfðu bmgðið sér norður til Vogar seinni j)art fyrri viku, til þess að sækja föður sinn. Mr. Jónasson, þó freklega sé hálfáttræður að aldri, er kátur og ern sem ungur væri. Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur hljómleika miðvikud. þann 4. maí n. k. í lútersku kirkjunni á Victor stræti. Mun kórinn syngja átján valin lög og auk þess syngur Mr. Paul Bardal, bæjarráðsiinaður, einsöngva og Mr. Frank Thorolf- son leikur piano solos. Verður sam- koman auglýst í næstu blöðum. Að- göngumiðar eru nú til sölu hjá öllum karlakórsmönnura. Má vænta að al- menningur sæki þessa samkomu, því nú eru fleiri ár síðan karlakórinn hefir haldið hér hljómleika. “The- Crucifixion” (Krossfesting- in) hið yndisfagra tónverk eftir J. Stainer, verður sungið af hinum eldri söngflokk safnaðarins, undir stjórn herra Sigurbjörns Sigurðs- sonar söngstjóra flokksins, í Fyrstu lútesku kirkjunni, á föstudaginn langa. Sólóistar við þetta tækifæri eru þau frú Sigríður Olson og Paul Bardal. Söngurinn byrjar klukkan 7 e. h., og allir eru velkomnir. JON BJARNASON ACADEMY GJAFIR: D. H. Backman, Clarkleigh, Man. $2.00; J. Goodman, Glenboro, Man., $2.00; Sig. Davidson, Edinburg, N. D., $10.00; Mrs. Sig. Eiríksson, Lundar, Man., $10.00. Fyrir þessar gjafir vottast hér með vinsamlegt þakklæti. X. W. Melstcd, gjaldkeri skólans. Y. P. S. CONCERT The Annual Spring Concert of the Young Peoples’ Society of the First Lutheran Church will be held in the church parlors at 8.30 o’clock 011 Tuesday, April 19, 1938. An interesting and varied programme has been arranged with many mem- bers taking part. Tickets can be obtained from any mernber of the Society. Admission is 25 cents. Refreshments will be served. Remember the date, TUESDAY, APRIL 19, 1938. Mr. John Austmann er nýkominn til borgarinnar, eftir nokkurra ára dvöl í Los Angeles, Cal. Kona hans og sonur komu að sunnan í síðast- liðnum janúarmánuði. Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá Hecla, Man., var stödd í borginni í lok fyrri viku, ásamt Jóni syni sínum.— Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church, Victor St., are auaking preparations for a Jubilee Tea and Home Cooking Sale, to be held in the Church Parlors, Wednes- day, April 27, 1938. för sinni. ____________ Mr. Ólafur N. Kárdal, tenór- söngvari, söng í kirkjunni að Brú í Argylesveit á ' þriðj udag'skveldið við ágæta aðsókn og mikla hrifningu af hálfu áheyrenda. Mr. Ragnar H. Ragnar lék undir á piano. Mr. Hafsteinn Jónasson var bílstjóri á ferðalagi þessu; komu þessir þrí- menningar heim á miðvikudags- morguninn, og létu hið bezta yfir ÍSLENDINGUR VINNUR $1200 NAMSVERÐLAUN Kornungur, islenzkur námsmað- ur, Sigurður Melsted frá Garðar, N. Dak., hefir nýlega hlotnast sú sæmd, að vinna $1200 námsverð- laun til jarðvegsrannsókna við Rutgers háskólann í New Jersey rík- inu; er hann sonur þeirra Benedikts og Geirfríðar Melsted, sem búa í grend við Garðarþorp og er með af- brigðum duglegur og skyldurækinn hvort heldur er við nám eða búnað- arstörf heima fyrir. Systkini Sig- urðar hafa öll gengið mentaveginn og unnið sér þar hinn bezta orðstír. Elzti bróðirinn, Bjöm, er útekrifað- ur af School of Science í W'Tmpeton, sem radio-verkfræðingUr; tveir yngri bræður, Freeman og Alvin, stunda nám við kennaraskóla í Mayville; eldri systir Sigurðar, Elin, er útskrifuð í hjúkrunarfræði með ágætis einkunn af háskólanum i Minnesota, en yngri systir, Sigrún, hefir lokið kennararprófi með ágæt- um vitnisburði í Oregon. Er það gleðiefni mikið, er íslenzkum æsku- lýð vegnar jafn vel á erfiðri menta- 1 braut og hér er raun á; verður slíkt jafnan til fyrirmyndar talið. Leikflokkur Árborgar kemur til Wionipeg Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, sýnir leikflokkur Ár* borgar sjónleikinn “Tengdamamma" i Goodtemplarahúsinu hér í borg- inni þann 5. maí næstkomandi, og þarf ekki að efa að honum verði vel tekið. Leikritið er ágætt, og leik- endur fyrirtaks góðir; er þetta fyr- ir löngu kunnugt og viðurkent; mönnum stendur enn í fersku minni sigur Árborgar leikflokksins í leik- samkepni Manitobafylkis fyrir nokkrum árum. Frú Hólmfriður Danielson hefir æft flokkinn, og er það út af fyrir sig næg trygging fyrir því, að vel sé til alls vapdað; er hún framúrskarandi listræn, og sjálf ágæt leikkona. Leikendaskrá er á þessa leið: Tengdamamma—Sella Johnson Þura—Thorbj örg Jónasosn Rósa—Finna Carscadden Sveinn—Sigm. E. Johannson Jón—Sigurður Brandson Signý—Herdis Eiriksson Séra Guðmundur—Magnús Sig- urðsson. Ásta—Hólmfríður Danielson Ari—Thor Fjeldsted. Þessi ágæti leikflokkur verðskuld- ar fylztu samúð 'ísJendin|gfe fyrir það nytsama þjóðræknisstarf, sem hann hefir int af hendi, og er þess að vænta að húsfyllir verði á öllum þeim stöðum, sem auglýst er að hann sýni list sína. ÞJ ÖÐARA TKVÆÐI t AUSTURRIKI Síðastliðinn sunnudag fór fram þjóðaratkvæði í Austurríki að til- hlutan Hilters um innliman þess í Þýzkaland; var úrskurður þjóðar- innar því nær einhljóða, þar sem 99.75 af hundraði greiddu atkvæði með sameiningunni. Var úrslitum tekið með feykilegum fögnuði í Vínarborg og Berlín, eftir símfregn- um að dæma. STJÓRNARSKIFTl Á FRAKKLANDI Blum-stjórnin á Frakklandi varð ekki ellidauð fremur en títt er uro aðrar stjórnir þar í landi; hún ent- ist að þessu sinni aðeins þrjár vik- ur. Orsökin að falli hennar varð sú, að efri málstofan synjaði for- sætisráðherra um alræðisvald í f jár- málum. Við stjórnartaumunum hefir tekið Daladier, fýrrum stjórn- arformaður og utanríkisráðherra. Þögn Þú meginafl þess myrkva, dulda mikla þögn! Þú liylur leiðir skapa og skulda og skákar sögn. Um hnattkerfanna himinvídd þú heldur vörð, af ímyndunar-afli prýdd, á okkar jörS. Hinn góSi guS í bláma býr, á bak viS þig. og örlaganna orku knýr á alda stig. Þú hefir aldrei orSiS gröm né áleitin. Þú ert um alla eilífð söm og óráðin. Úr miljón hnatta mold þú dregur móður afl, og alheiminn með augum vegur, eins og tafl. Þú hávaðanum grefur gröf um grátna nótt, og eftir stutta stundar töf er stilt 0g hljótt. Eg leikfang var sem lítið peð í lífsins urð; nú leggur þögn mig lágt á beð og lokar hurð. J. S. frá Kaldbak.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.