Lögberg - 14.04.1938, Page 2
2
LÖGBESRG, FIMTUDAGINN 14. APRIL, 1938
“Hvernig ætli það fari?”
Eg las eitt sinn sögu með þessari
fyrirsögn. Dettur mér þessi spurn-
ing í hug í sambandi viÖ framtiÖar-
horfur kirkjufélagsins. Ýmsum virS-
ist starfsemi þess nreÖ öörum hætti
en var eitt sinn. Geta menn ýmsra
orsaka, en þeir virðast ekki gera
sér grein fyrir þeim breytingúm,
sem eru nú hvaÖ tíðast að gerast
oieðal vor.
Þegar landar fyrst náðu hér land-
festu, bygðu þeir sér svæði út af
fyrir sig aÖ mestu á líkamlega og
andlega vísu. Sem þjóÖflokkur
ræktu þeir sérmál sín óskiftir að
miklu leyti, og áhugi manna var
mikill í kirkju- og mentamálum; í
stjórnmálum áttu margir sameigin-
legan áhuga. En því lengur sem
menn bjuggu hér og kyntust hugs-
unarhætti og tækifærum landsins,
þess meiri breytingum tók og hugs-
unarháttur þeirra; sumir tóku sig
upp og fluttust á fjarlægar stöðvar
eÖa tóku að dreifast hér og þar inn-
an um menn af öðrum þjóÖflokkum.
Fru’mstofninn hlaut - því að ganga
saman, og menn sem eftir sátu sáu
sitt óvænna að halda í horfinp eins
og í byrjun.
Og þótt menn skiftust ekki með
burtflutningi, tóku hugir manna
ýmsar stefnur frá því sem áður var,
bæði í trúmálum, stjórnmálum o. fl.
Fyrir nokkrum árurn. bar það við
um kosningar í kjördæmi einu í
Manitoba, að þingmannsefnið var
kosiÖ af öllum íslenzkúm atkvæðis-
bærum mönnum i kjördæminu, að
undanteknum einum gömlum manni,
sem ekki treysti sér til kosningar-
staðarins. En seinna sveigðist hug-
ur manna þessara í ýmsar áttir í
stjórnmálum og svo mun vera enn.
Það þarf því ekki að láta sig
undra, þótt hnignunarmerki kunni
að finnast í trúmálum; mun nær
sanni, aÖ þar sé minni hugardreif-
ing iheldur en í ýmsum öðrum mál-
um. Svo er Guði fyrir þakkandi, aÖ
vér eigum marga einlæga GuÖ-elsk-
andi menn og konur, sem skilja hlut-
verk sitt, og vilja gjarnan leggja á
sig mikið, til stuðnings málefni
Guðs.
Ýms fyrirtæki, sem menn eitt sinn
höfðu með höndum, eru nú úr sög-
unni; lestrarfélögin eru nú svipur
hjá sjón við það sem áður var; dag-
blöðin eiga erfiðara uppdráttar með
ári hverju,
Vér sem þjóðflokkur erum teknir
að “fjara út” i þjóðarhaf þessa
lands; íslenzku nýlendurnar sumar
eru úr sögunni að mestu. \7ér erum
að hverfa smám saman sem heild, en
erum dreifðir um alla þessa álfu og
að verða þjóðlega innliðamir.
Engum þarf að korna þetta á ó-
vart; þaÖ er ekkert annað en það,
sem ávalt hefir borið við, þar sem
smáflokkar hafa tekið sér bólfestu
meÖal þjóðar af öðrum stofni. Saga
Norðmanna á Frakklandi, Italiu og
víðar sýnfr þetta,
Suma dreymir um árfamhaldandi
samband við Island, en saga annara
þjóðflokka neitar því með öllu. Það
mun öllum ljóst, sem nokkuð þekkja
til þeirra mála, eða vilja taka til
greina vitnisburð sögunnar.
Af þessu og af mörgum öðrum
ástæðum hlýtur að leiða að félags-
legri hnignun í sérmálum vorum á
öllum sviðum.
Þótt nú ástandið sé þannig, þarf
enginn að efast um það, að oss er
ætlað hlutverk eins og öðrum þjóð-
arbrotum, sem. berast hingað.
Og sem lúterskt kirkjufélag, ætti
að vera létt fyrir oss að skilja á-
kvörðun vora.
Feður vorir og mæður fluttu með
sér hingað lúterska trú og kenn-
ingu. Það mikla andlega þrekvirki.
sem þeir leystu af hendi er og verð-
ur ógleymanlegur bautasteinn, og ó-
mótmælanlegur vitnisburður um
dýrmæti hins andlega fjársjóðs.
Þetta mikla verðmæti hefir
kirkjufélagið með höndum. Það er
ákvörðun Guðs og tilgangur, að
kirkjufélagið geymi þessa fjársjóðs
svo að hann aldrei fyrirfarist.
Mun kirkjufélagið megnugt að
fara með þennan f jársjóð eins og til
er ætlast?
Eins og sakir standa, virðist fæst
benda til þess að kirkjufélagið sé
megnugt að standa straum af sér-
málum sínum.
Það gengur undir sama merki og
er háð nákvæmlega sömu örlögum
og aðrir efnangraðir .'smláflokkar,
eins og hefir verið bent á.
Smá-söfnuðir og safnaÖabrot til-
heyrandi kirkjufélaginu eru hér og
þar án nokkurrar verulegrar lið-
veislu; kirkjurnar eru nú þegar
teknar að hverfa úr eign Islendinga;
samtök við menn af öðrum trúar- og
þjóðflokki eiga sér nú stað.
Eg er ekki að benda á þessi at-
riði eins og þau væru nein sérleg
sáluhjálpar hætta.
En færum vér að bindast samtök.
um með mönnum annara kirkju-
deilda, kemur margt til greina; víj
eg leyfa mér að benda sérstaklega
á þrent.
Með því að bindast samtökum
með ólúterskum mönnum, göngum
vér í beinni mótsetningu við tilgang-
inn fyrir stofnun kirkjufélagsins.
Stofnun kirkjufélagsins var gerð
með það fyrir augum, að lúterska
kirkjan hefir sérkenni, og yfirburði
á sumum svæðum yfir aðrar kirkju-
deildir. Það er af þessari ástæðu,
að lúterska kirkjan vex hér í landi
flestum kirkjudeildúm fremur, eða
jafnvel öllum fremur, ef marka má
kirkjuskýrslur, sem eru gefnar út
af því opinbera.
Ekki getur farið hjá því, að þegar
lúterskir menn gera minnihluta sam-
tök með öðrum trúflokkum, að hin
lútersku einkenni hverfi úr sögunni
að mestu.
Þótt vér kysum. að ganga í sam-
Dand við ólúterska menn, fremur en
beita samtökum við trúarlega já-
bræður vora, myndum vér þá á
nokkurn hátt fremur tryggja and-
lega framtíð og trúarlegar fram-
kvæmdir? Eg sé enga ástæðu til
að hakla það,
Um þetta skal nú úttalað að sinni.
Ef vér sem kirkjufélag finnum
til þess, að vér getum ekki fremur
en aðrir smáflokkar staðið af oss
dragsúg og hið sviplega hvirfilvindi
yfirstandandi tiðar, hvað er þá til
ráða?
Ef vér viljum nokkuð taka til
greina aðferð stjómmálaflokka og
trúmálaflokka yfirleitt, kemur það
í ljós að menn bindast samtökum við
þá sem standa næstir í trú og skoð-
un. Annað ráð þekkja þeir ekki til
þess að bjarga tilveru sinni.
Það hefir verið bent á þessa leið
i kirkjufélaginu, en ekkert orðið að
framkvæmdum en sem komið er, eru
orsakir þess helzt það, að málið er
fremur lítið rætt eftir þörf; útlist-
hnir eru aá skbrnum skamti, al-
menningur hefir ekki aðgang að
skilríkjum, sem gæti gefið réttan
skilning á tilgangi málsins. Menn
hafa í síðustu tíð ekki gert sér fulla
grein fyrir þörfinni á heppilegri af-
greiðslu í þessu efni.
Deilur hafa engar orðið út af
máli þessu, er það afar heppilegt i
þessu eins og í öllu öðru; með bið
og varfærni vinzt ljósari skilningur
á þörf fyrir framkvæmd á einhvern
hátt. Eg trúi ekki öðru en en að
skoðun magra breytist við auknar
upplýsingar og glöggari skilning á
f ramtiðarhorfum kirkju félagsins.
Sumir óttast, að ef menn gerðu
samtök við lúterskar kirkjudeildir,
þá væri fyrirgert einstaklingsfrelsi
og fjáráðum. Þrjúhundruð ára
saga kirkju vorrar hér í landi virð-
ist alls ekki benda á það.
Enda væi það óhugsanlegt hér,
þar sem lýðveldisfyrirkomulag ræð-
um lögum og lofum; enda leyfir
engin kirkjudeild sér að sitja yfir
einstaklings rétti manna, nema ef
vera skyldi katólska kirkjan. Kirku-
félög þau, sem skipa stærri heildir
kirkju vorrar geta vel borið um það,
hvort þau séu svift einstaklings-rétti
sínum i einu eða öðru. Naumast
mundi það leynast ef svo væri.
Sambandið er gert af algerlega
frjálsum vilja; menn geta sagt sig
úr félagsskapnum eftir vild; engin
pindaður til að leggja af mörkum
um megn fram.
Þannig er fyrirkomulagið í U.L.
C.A. (United Lutheran Church of
America).
Eg er ekki að halda þeirri deild
fram yfir allar aðrar deildir kirkju
vorrar, þó eg minnist á hana; held-
ur vegna þess, að það hefir verið
mest rætt um hana.
Lesið ummali annara
og útilokið þjáningar
287 Garry Street,
Winnipeg, Man.
14. marz, 1938
“Eg skrifa þetta bréf til þess
aS láta í ljós ánægju mína yfir
þeim árangri, sem notkun Uncle
Ben’s Rheumatic Remedy hefir
borió.
Eg haf8i btiið við langvarandi
þjftningar í höndum og hand-
leggjum; nú hafa verkirnir
þorrið a8 miklu leyti, og nú get
eg krept hendurnar án óþæg-
inda.
YSar einlægur,
Sam Dalman.”
UNCLE BEN’S RHEUMATIC
REMEDY and
UNCLE BEN’S STOMACH
REMEDY
Fæst í öllum stærri !yfjabúöym.
lfafi iyfMalinn þaö ekki, getilí |,ér
ekrifaö ohh á yöar eigin mííli, ef |>ér
viljiö.
Sendiö oss $1.00
Viö Hendnm yöur 48 tiiflnr, pÖHtfrítt
Hluntið á Uncle Bens Tal sérhverl
laugardagskveld kl. 8:05 til 8:35
CJRC Winnipeg
Uncle Ben’s Remedies, Ltd.
BEP’T. I.
845 SOMEBSET Itl.!><;., tVlNNIPEG
I reglugerð U.L.C.A. segir á þessa
leið:
“U.L.C.A. virðir í fylsta máta
skipulag hvers kirkjufélags og
starfrækslu þess innan sinna vé-
banda, og forðast alt, sem geti kom-
ið í bága við það.”
“Hver^ kirkjufélag hefir fult vald
og umrað yfir sérmálum sínum,
nema þeim scm það ’sjálft felur
U.L.C.A. til. framkvæmda,
Gagnvart tungumála spursmálinu
segir á þessa leið:
“UL.C.A. heldur því fram sem
grundvallaratriði, að guðsorð skuli
prédikað á því máli, sem söfnuðir
Ásgerður Josephsson
(Æfiminning)
24. maí 1856—24. marz 1938
Getið var um andlát konu þessar-
ar hér í blaðinu í vikunni sem leið,
en eigi frá æfiatriðum hennar skýrt
þá, sökum þess að komið var að
útkomudegi blaðsins svo timi vanst
eigi til. Skal nú getið helztu æfi-
vorar standa ónotaðar, menn eru að
skipast inn með öðrum kirkjuflokk-
um, eða missa kirkjulegan áhuga
með öllu. Kirkjufélagið virðist ekki
megnugt að stemma stigu fyrir
þessum viðburðum, eða bæta það,
sem aflaga fer.
Hvað eigum vér að gera?
Tvær virðast leiðirnar;
Að einangrast og pota út af fyrir
okkur meðan auðið er, láta alt hólk-
eða kirkjufélög eíga bezt með að
skiljal Það er fúst til að liðsinna
við þýðingar á bókum, sem kunna
að reynast til uppbyggingar starf-
inu af einu tungumáli á annað. Það
er tilbúið að láta sérstakar nefndir
fjalla um öll mál, sem snerta tungu-
mál á einhvern hátt.”
Eg Ihygg að það sem. hér er sagt,
muni eiga sér stað i flestum eða öll-
um lúterskimi kirkjufélagsheildum.
Eg mætti ef til vill bæta við, með
því að tilfæra orð P. H. Knubel,
forseta U.L.C.A.:
“Eg get sagt fyllilega, að ekki
nokkurt kirkjufélag afsalar sér ein-
staklings rétti sínum, þegar það
gerir samtök við U.L-C.A. Vald
þess og réttur helzt sá hinn sami
rétt eins og hann var áður.”
Mér skilst að réttur kirkjufélag-
anna í sambandinu sé nákvæmlega
sá sami og réttur safnaða og safn-
aðarlima; söfnuðir geta sagt sig út
kirkjufélagi hvenær sem. er, safn-
aðarlimir geta það einnig að þvi er
söfnuði áhrærir; fjárframlög eru af
frjálsum vilja, eftir því sem efni og
ástæður leyfa. Lagaleg pinding
getur þar alls engin komið til greina.
Menn hafa fult sjálfsvald að velja
og hafna.
Það teljast nú 168 lútersk kirkju-
félög í Bandaríkjunum og Kanada,
flest af þeim hafa gengið i sambönd
í stærri eða minni deildir. U.L.C.A.
smanstendur af 37 kirkjufélögum;
hefir það aldrei borið við að eitt
einasta kirkjufélag hafi sagt sig úr
þeim félagsskap.
Bágt á eg með að trúa því, að
menn héldust til lengdar í því sam-
bandi, ef þeim þætti einstaklings-
réttur sinn fyrir borð borinn á ein-
hvern ihátt, eða ef mönnum reyndist
enginn áviningur af félagsskapn-
um.
Kirkjufélög þau, sem standa i
U.L.C.A. eru misjöfn að stærð og
þrótt; öll hafa þau verkefni hið
sama og viðfangsefni og kirkjufé-
lag vort. Þar liðsinna þeir sem eru
megnugir þeim sem eru minni mátt-
ar, án tillits til þjóðernis eða ann-
arar afstöðu. Þótt stuðst sé við
niðurjöfnunar fyrirkomulag til fjár-
framlaga frá hverju kirkjufélagi,
hljóta þó tillögin að miðast við þá
blessun, sem Guð leggur mönnum i
skaut, eins og tekið er fram í grein-
argerð U.L.C.A. (“Our Church”
bls. 85). “En margar hendur vinna
létt verk.”
Vér sem kirkjufélag höfum all-
miklum kröftum yfir að ráða, en
efnaleysi gerir oss ómögulegt að
færa oss þá í nyt; vér erum ekki
megnugir að gegna heimatrúboðs-
skyldum vorum; mikið af fólki
voru er án prestþjónustu; kirkjur
ast að eigin vild; vissir söfnuðir
geta notið fullrar prestsþjónustu, en
vegna fjárskorts og reynsluleysis
neyðast til að láta aðra sigla sinn
eiginn sjó.
Ef vér höldum áfram á þessa leið,
þarf engann spámann til þess að
segja fyrir um framtið vora; saga
kirkjubræðra vorra um þrjú hundr-
uð ár hér í landi gefur óbrigðula
vísbendingu; þess vegna hafa flest
kirkjufélögin gert með sér samband
i smærri eða stærri deildum, en þau
fáu, sem enn standa utan við öll
víðtækari samb.nd, standa flest með
litlum blóma, og sum eru í afturför.
Og söfnuðir þeir, sem nú eiga við
allgóð kjör að búa, munu eiga í vök
að verjast, þegar tímar líða. Þannig
hefir það reynst á liðnum árum.
Ef vér á hinn bóginn vildum leita
fyrir oss um’ ráð og dáð hjá þeim,
sem eru oss reyndari og öflugri, án
þess að leggja sérstaklings rétt vorn
í hættu á nokkurn hátt, virðist það
hyggilegt, eins og nú er ástatt hjá
oss. Hygg eg það gæti orðið til
mikillar blessunar. Upplýsingar um
það efni ættu ómögulega að geta
spilt á neinn hátt. Kirkjuþing næsta
ætti að taka ákveðið spor í þá átt, og
láta það mál alls ekki leggjast undir
höfuð.
, Menn, sem vilja sporna við því,
taka á sig mikla ábyrgð.
Samtök í fjármálum, stjórnmál-
um og kirkjumálum er hrpp og
hreyfing nútimans. Menn og þjóðir
eru að kynnast og skipast í flokka;
umlheimurinn er að minka, með
auknum samgöngum og viðskifta-
tækjum, en hleypidómar að hverfa.
Þeir allir, sem gæta vilja bróður-
skyldunnar^ kannast hver við ann-
an, án tillits til lands eða þjóðernis.
Þeir kannast við sameiginlegt fað-
erni Guðs og sameiginlega frelsun
í Drotni Jesú Kristi.
Þetta er í fylsta samræmi við
skilnaðarbæn frelsarans:
Eg bið ekki einungis fyrir þess-
um, heldur og fyrir þeim, sem trúa
á mig fyrir orð þeirra, til þess að
þeir og séu í okkur. Jóh. 17; 20.
Vér megum ekki láta leggjast
undir höfuð að leita allra hugsan-
legra bjargráða, til viðgangs krist-
inni trú og þekking.
I því tilliti eru allir kristnir menn
kennimenn Guðs. Þeir geta allir
tekið til sín orð Hallgríms Péturs-
sonar:
“Þú Guðs kennimann, þenk um það;
þar mun um síðir grenslast að,
hvernig og hvað þú kendir;
að lærisveifrum mun líka spurt,
sem lét þitt gáleysí villast burt;
hugsa glögt hvar við lendir.”
s. s. c.
atriða hennar, eftir frásögn þeirra,
er til hennar þektu bezt þó eigi
verði þau öll talin.
Ásgerður Gunnlögsdóttir Josephs-
son var fædd að Svínavatni í Húna-
þingi 24. maí 1856 og skírð af séra
Jóni Þórðarsyni presti á Auðkúlu.
Foreldrar hennar voru hjónin
Gunnlögur bóndi Björnsson á
Svínavatni og Margrét Sigurðar-
dóttir. Margrét var sunnlenzk að
ætt, en Gunnlögur norðlenzkur,
sonur merkishjónanna Björns Gunn.
lögssoar söðlasmiðs og Ásgerðar
Guðmundsdóttur er var orðlögð
yfirsetukona á þeim timum og
kvenval mikið. Hún- var systir Sig-
urðar skálds Guðmundssonar á
Heiði i Gönguskörðum í Skaga-
f jarðarsýslu, þess er orti Varabálk
afa þeirra séra Sigurðar í Vigur og
Stefáns skólameistaa á Möðruvöll-
um.
Ellefu ára að aldri fluttist Gunn-
,'ögur, faðir Ásgerðar, með foreldr-
um sínum vestur í Dalasýslu, og
settust þau að á hinu forna höfuð-
bóli Sauðafelli í Dölum. Með for-
eldrum sínum var Gunnlögur þar
til hann var fulltíða að aldri að
hann flutti norður aftur á æsku-
stöðvar sína rog settist að á Svína-
vatni, kvæntist þar Margréti konu
sinni, bjuggu þau þar í sveit í 17
ár og eignuðust 6 börn. Mistu þau
3 en þrjár dætur komust til fulltíða
aldurs. Eftir þessa 17 ára dvöl í
Húnavatnssýslu, fluttu þau Gunn-
lögur sig aftur vestur í dali með
þremur dætrum sínum er þá voru
á lífi: Ásgerði, Ingibjörgu og
Ingigerði. Ingibjörg, sem nú er dá-
in, giftist Bjarna frá Höfða í Eyr-
arsveit og bjuggu þau í Kötluholti.
Hjá þeim andaðist Gunnlögur. Ingi-
gerður giftist ekki, en flutti hingað
vestur, og andaðist hér hjá Ásgerði
systur sinni, er þá var vestur kom-
in og búsett í Grunnavatnsbygð.
Innan við tvítugt lærði Ásgerður
ljósmóðurstörf hjá Hirti lækni Jóns-
syni á Stykkishólmi. Að því búnu
voru ihenni veittir Suður-dalir, —
þrir hreppar — Haukadalur, Mið-
dalur og Ilörðadalur til yfirsóknar,
og gegndi hún því starfi þar í 30 ár.
29 ára að aldri griftist hún Jóseph
bónda Jónssyni, JÓnssonar og
Kristínar Sigurðardóttur og reistu
þau bú að Geitastekk í Hörðadal.
Eftir 14 ára sambúð misti Ásgerður
mann sinn frá 7 börnum þeirra og
hið áttunda aðeins ófætt. Jukust
nú erfiðleikar hennar að mun. Mað-
ur hennar var hinn mesti dugnaðar-
maður, en nú varð hún ein að sjá
fyrir búi og börnum. Barðist hún
nú áfrani enn í 6 ár og gegndi jafn-
framt ljósmóðurstörfunum, en að
þeirn tíma liðnum flutti hún inn i
Stykkisihólm og var þar í 2ýi ár,
gegndi enn ljósmóðurstörfunum, en
að því loknu varð hún að segja
þeim af sér sökum þreytu óg van-
heilsu. Færði hún sig þá til Reykja*
víkur, dvaldi þar í 3 ár, en flutti
svo þvinæst þaðan til Canada sum-
arið 1912, með 3 börn sín, þá 56
ára að aldri. Var þá æfi farið að
halla og heilsa og orka tekin að réna.
Tvö börn hennar voru þá komin
vestur á undan henni, Hólmfríður
og Gunnlögur, er fluttu til Canada
1910 og settust að i Winnipeg; tvær
dætur urðu eftir heima, Helga, er
kom 8 árum seinna, og Ásgerður er
staðnæmdist þar. Settist nú Ásgerð-
ur að hjá börnumi sínum og dvaldi
um 5 ára skeið í Winnipeg, en flutti
sig þá til Hjartar sonar sins er num-
ið hafði land við Otto, P. O., í
Grunnavatnsbygð, og var hjá honum
í 7 ár. Hvarf hún þá til baka aftur
til Winnipeg og hefir síðan búið hjá
börnum sínum tveimur, Höllu og
Gunnlögi, hér i bæ þar til hún and-
aðist á fimtudaginn var, 24. marz
1938, þá nær 82 ára að aldri. Síð-
ustu 10 árin var heilsu hennar mjög
hallað, og siðasta árið hafði hún
tæpa fótavist og alls enga síðustu 3
vikurnar. Heilsubiluninni tók hún
með hinu sama jafnaðargeði og
öðru mótlæti er henni hafði að hönd-
um borið yfir æfina treystandi því
að eins og drottinn hafði varðveitt
hana um liðna æfidaga, svo mundi
hann og blessa hana og varðveita er
INNKOLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man................B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota............B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man.....................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............Arni Símonarson
Blaine, Wash. .............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask................S. Loptson
Brown, Man. ....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man............. O. Anderson
Dafoe, Sask................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man.....................F. O. Lyngdai
Glenboro, Man.....................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrimsson
Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhánnesson
Hecla, Man.................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.............John Norman
Husavick, Man................F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn..,...................B. Jones
Kandahar, Sask..............J. G. Stephanson
Langruth, Man............................John Valdimarson
Leslie, Sask................... Jón Ólafsson
Lundar, Man..................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ............O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld
Oakview, Man..................Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man<...............Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash....................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man..............Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man...............Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor.
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh...............F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson