Lögberg - 21.04.1938, Qupperneq 3
LÖGrBBRG, FIMTUDAGINN 21. APRIL 1938
3
aftur á móti þætti ókostir of margir
þar, þá snéri þeir aftur til sömu
stöðva. Féllust þeir allir félagar á
þetta ráð. Og eins kom þeim öllum
saman um, aÖ ekki myndi Otflutn-
ingsfélagiÖ heima vilja setjast aÖ í
Dona Francisca. Enda segir Jónas
FriÖfinnsson i bréfi til móður sinn-
ar og systkina (26. marz '64), að
það hafi líka verið á móti erindis-
bréfi því, sem nafni hans (J. H.)
hafi haft frá félaginu, að hann sett-
ist þar að, sem hagaði eins til og þar
í nýlendunni. Þeir félagar höfðu
bréf frá utanríkisráðinu í Khöfn til
danska ræðismannsins i Katrínarey,
og meðmælingabréf frá danska
Brasilip-konsúlnum í Höfn. Gerðu
þeir sér einhverjar vonir um að fá
ódýrari ferð suður vegna þessara
meðmæla. En hjá Gjörrigsen kaup-
manni fréttu þeir nafnar, að ræðis-
maðurinn í Katrínarey væri sigldur
fyrir nokkru til Norðurálfu, og ó-
s'éð hvernig eftirmaður hans myndi
reynast í þessum sökum.
26. janúar héldu þeir nafnar til
San Francisco og hittu Gjörrigsen
kaupmann að máli. Áttu þeir langt
tal við hann um félag sitt og fyrir-
ætlanir. Réð hann þeim fastlega frá
að fara til Rio Grande, og taldi þá
hafa oflítið fé til þess, en litla vinnu
þar að fá og alt afar dýrt er kaupa
þyrfti. Spurði hann þá hvort eigi
hefði verið hugsað um einn stað
öðrum fremur, en þeir kváðust helzt
hafa San Lourenco nýlenduna i
huga. En þegar hann heyrði hvar
hún lægi, sagði hann að þeir mættu
reiða sig á að hún væri orðin þétt-
bygð, ef hún væri á annað borð
mikils nýt, því að í Rio Grande væri
meðfram öilum vötnum og skip-
gengum ám orðið eins þéttbýlt og í
betri löndum Norðurálfunnar. En
þegar Gjörrigsen heyrði 'af munni
þeirra félaga, að ríkur kaupmaður
ætti nýlenduna, tókst hann á loft og
sagði, að það væri það vitlausasta
sem; nokkur maður gæti hugsað sér,
að eiga við kaupmann í þessum efn-
um. “Þó nlj’lenda þessi væri sú
bezta og lægi á hentugatsa stað,”
sagði hann ennfremur, “þá er þýð-
ingarlaust fyrir ykkur að hugsa um
hana meira, því við enga skyldu
menn síður binda sig en kaupmenn.”
Þótti þeim nöfnum þetta hreinskilin
ummæli af jafn stórríkum kaup-
manni og Gjörrigsen var. Áttu
þeir langt tal um þetta og færði
hann fram skarpar og sennilegar á-
stæður til síns máls. Aftur á móti
sagði kaupmaður þeim félögum, að
sér þætti ráðlegra fyrir þá og fé-
lag þeirra, að snúa heldur athygli
sinni að hálendinu í kring um
Curityba, fyrst það vildi endilega
komast á þann stað, sem það gæti
stundað kvikf járrækt, því þar væri
land vel til þess fallið, og sam-
göngur breyttust brátt til bóta, þeg-
ar vagnvegurinn væri fullgerður,
sem verið væri að leggja frá Dona
Francisca til hins unga bæjar Curi-
tyba, og yrði til mikils hagræðis
bæði fyrir hálendið og nýlenduna.
Gátu þeir félagar ekki séð- neinar
skynsamlegar ástæður fyrir því, að
honum gengi annað en gott til að
telja þá á að hverfa frá ferðinni,
og urðu þau leiðarlok, að þeir snéru
aftur til Joinville í Dona Francisca,
eftir að hafa gert árangurslausa til-
raun að ná í smíðavinnu í smábæ
skamt frá San ^Francisco, sem hét
Rio Parati. Komu þeir heim aftur
til nýlendunnar 30 janúar, og fékk
Jónas Friðfininsison yinnu við
smíðar, 4. febr. hjá trésmiðameist-
ara í Joinville við allgóð kjör.
Gjörrigsen hafði sagt þeim nöfn-
um frá bónda einuim gömlum, sem
farið hafði til Rio Grande til að
setjast þar að og kaupa landsspildu
handa börnum sínum, og hugði að
þar mundi betri kostr fnnast en í
Dona Francisca, en snúið þangað
aftur og keypt þar landið, eftir að
hafa skoðað sig mikið um syðra, og
eytt ærnu fé i ferðina. Bónda
þenna réði Jónas Hallgrímsson í að
finna uin líkt leyti og nafni hans
tók að smíða. Slóst Olsen í för með
nonum. Var karl talinn skynsamur
og útsjónarmaður mikill. Sagði hann
greinilega frá ásigkomulaginu syðra,
°S >ótti Jónasi það lakara, en þar
sem hann var. Væri þrælahald þar
mikið og því litla vinnu að fá, þvi í
bæjum og borgum og úti í sveitum
hjá efnaðri bændunum unnu þræl-
arnir flest-öll störf. Eftir því, sem
bónda sagðist frá, þurfti meira fé
að ferðast þaðna suður til Rio
Grande og til baka aftur en það, sem
þeir félagar þurftu að borga í far-
gjald frá íslandi til Brasilíu. Mörg-
um þýzkum nýlendum þar syðra
lýsti hann fyrir Jónasi, sem ekki
leizt vel á neina þeirra, eftir þvi
sem honum sagðist frá. Þegar
bóndi hafði lokið máli sínu, sagði
Jónas honum að heima á íslandi
væri félag, setn flytja vildi til
Brasilíu, einkum í þann stað, sem
það gæti stundað kvikfjárrækt með
fram jarðyrkjunni. Bóndi svaraði:
“Ef stórríkt félag kæmi til Rio
Grande, sem flytti sig langt inn i
landið, þar sem bygð er litt enn haf-
in og auðvelt að kaupa stórar land-
spildur með lágu verði,, keypti strax
mikinn kvikfénað, gæti fljótlega lagt
góða vegi til bygðar sinnar, og alt
eftir þessu, þá þykir niér líklegt að
það gæti komist vel áfram.” En
heldur vildi bóndi ráða tjl að hugsa
um hálendið þar fyrir vestan fjall-
garðinn (Serra do mar. Liggur
það um fjögur þúsund fet yfir sæ-
flöt, og er þar því allmiklu kaldara
loftslag en þar, sem þeir félagar
áttu heima, en vegurinn fremur tor-
sóttur yfir fjallið. Þegar Jónas
kvaddi bónda mælti hann; “Þú ert
hinn eini fslendingur, sem eg hefi
séð, og það gleður mig að íslend-
ingur skyldi heimsækja mig. Fyrst
þú varst sá gæfumaður að snúa
aftur, þá hafðu það eins og eg og
seztu hér að.”
—Sunnudagsblað Alþ.blaðsins
20. marz.
Dánarminning
Gísli Gíslason landnámsmaður á
Gilsbakka i Geysisbygð, og um langt
skeið bóndi þar, andaðist að Gimli,
Man., þann 8. apríl, þar sem hann
um hríð hafði notið hjúkrunar Dr.
F. W. Shaw, læknis þar, og Björg-
hildar frúar hans, sem er sonardótt-
ir Gísla heitins.
Gísli var fæddur 4. maí, 1852, að
Syðri-Skógum í Kolbeinsstaðahr.,
i Hnappadalssýslu. Foreldrar hans
voru Gísli Guðmundsson og Þuríður
Þorvaldsdóttir. Hann misti foreldra
sina ungur og ólst eftir það upp hjá
Þórarni Þorvaldssyni móðurbróður
sínum, til fermingaraldurs; en upp
frá því vann hann fyrir sér á ýms-
um stöðum. Lærði hann á þeim
árum söðlasmíði hjá Oddi Kristó-
ferssyni á Stóra-Fjalli.
Þann 25. júní 1882 giftist hann
Björghildi Guðmundsdóttur, einka-
dóttur Guðmundar Péturssonar og
Guðbjargar Ólafsdóttur.
Gisli átti hálfsystir, Margréti að
nafni; voru þau samfeðra, og einn
bróður er Eyjólfur hét.
Gísli og kona hans komu til þessa
lands 1886, en settust að á Gils-
bakka 1888. Þau eignuðust tvö
börn: stúlku, sem Þuríður hét og dó
í æsku og Guðmund Ólaf, bónda á
Gilsbakka, kvæntur Sigrúnu Jósefs-
dóttur Sigurðssonar frá Melstað við
Gimli.—
Einnig ólu þau upp frá barnæsku
til fullorbinsára Ebenezer Pálsson,
nú bónda við Riverton, kvæntur
Vilhelmínu, dóttur Þorvaldar heit-
ins Þórarinssonar bónda á Skriðu-
landi við Riverton. Björghildur kona
Gísla dó 24. júní 1924.
Hinn látni var dugandi maður og
ljúfmenni, er varð kær þeim er kynt-
ust honum. Hann var maður bón-
góður og hjálpsamur, skemtinn og
viðræðugóður. Hann hélt æfilangri
trygð við trú feðra sinna og unni
söfnuði sínum og kirkju. Heim-
ilið á Gilsbakka var gististaður veg-
farenda um langa hríð, áður fyr á
árum, og er merkisheimili, atorka
hjónann og góðvilji til allra er hér-
aðskunnur. Átti hinn aldraði mað-
ur hjá þeim og í samfélagi sonar-
barna sinna góða elli og var glaður
í lund og bar vel æfiárin mörgu.
Útförin fór fram1 frá heimilinu á
Gilsbakka og Geysiskirkju að við-
stöddu fjölmenni, þann 11. apríl.
Sóknarprestur jarðsöng.
S. Ólafsson.
“Jósafat”
Það þykir altaf nokkrum tíðind-
um sæta þegar ráðist er í að sýna
íslenzkan sjónleik, og eru fáar
skemtanir vinsælli, sérstaklega með-
al eldra fólksins. En sem vonlegt
er eru þeir nú orðnir sjaldgæfir.
Það kostar mikla fyrirhöfn að æfa
og undirbúa leiksýningu, og alt það
starf er unnið endurgjaldslaust.
Nokkrir menn úr Samandssöfn-
uðinum í Winnipeg hafa gengist
fyrir því að sýna, að minsta kosti
einn leik á ári og eiga þeir þakkir
skilið fyrir. Til leikjanna er ávalt
vandað eftir beztu föngum, og
jafnan valin góð leikrit. Siðasti
leikurinn “Jósafat” eftir Einar H
Kvaran er ortur út af nútíðarlífi í
Reykjavík, hefir efni leiksins verið
grandgæfilega lýst með langri grein
í Heimskringlu. Lífsskoðanir höf-
undarins eru alkunnar af sögum
hans og ritum; þær endurspeglast i
þessum leik. Skygni drengurinn sem
altaf sá litla bróður sinn, sem var
dáinn, sýnir trú hans á dularöflin.
Jósafat, samvizkulausi svíðingur-
inn; auðnuleysið, sem því er sam-
fara er menn gefa sig á vald fjár-
græðgi og efnishyggju, — hann
reynir að telja sjálfum sér trú um
að hann sé sterkur og sjálfum sér
nógur, vegna þess hann hafi notað*
vitið réttilega. En hann getur ekki
losast við fylgjuna og verður sjálf-
um sér ónógur þegar á reynir.
Gríma gamla, ekkjan, sem hefir
helgað líf sitt ráðvandri baráttu
fyrir börn sín verður stórmenni i
enda leiksins, þar sem hún fórnar
lífi sínu til að bjarga Jósafat úr
eldinum, þrátt fyrir það að hann
hafði þá rétt nýverið tekið af henni
kofann, sem hún hafði þó að mestu
borgað. Þessar ólíku skapgerðir
eru snildarlega dregnar, og sýna hið
djúpa innsýni höfundarins í sálarlif
manna.
Ástaræfintýrið milli læknisins og
ekkjunnar Finndal finst mér til-
komulítið og hefði jafnvel mátt
missast úr leiknum. Aðal persónur
leiksins, Jósafat, Gríima og skygni
drengurinn voru vel sýndar og sum-
staðar ágætlega. Og hin minni hlut-
verk full viðunanlega. Og mesta
furða hve vel hepnaðist að sýna
húsbrunann og gera hann náttúr-
! legan á jafn litlu leiksviði. Eg er
1 viss um að enginn sér eftir að hafa
eytt kvöldi til að horfa á þennan
leik. Og þeir sem ekki hafa séð
hann ættu ekki að láta tækifærið
ónotað, það á að sýna leikinn aftur
áður en langt liður.
H. G.
Kristieifs drápa
Man eg enn, þó margt sé að fenna,
morgun þann, er laus af sorgum,
gekk eg út þá glóði brekka,
grund og sær á árdagsstundu.
Horfði eg á, hvar hraður í ferðum
hjólagandur í skini sólar,
áfram þaut um beinar brautir
bar að garði fyr en varði.
Gekk út harla gildur rekkur,
göfugmennis lýsti af enni,
svipur hreinn og gleði gripinn
gat eg til hans sporum hvatað.
Varð mér hrifnum hratt að orði:
“Hver er þessi sunnan véri?
Slíkan vöxt, það eru ei ýkjur,
aldrei sá eg á landinu kalda.”
Kmoinn varstu, vinurinn trausti,
vegu stríða til Blöndúhlíðar.
Laus við hrelling leystu í elli,
ljúfan dag yfir -fjörðinn Skaga.
Best til heiðurs góðum gesti
glóði sól yfir Tindastóli,
f jallahringnum ytra og öllu
eylendinu, fram til heiða.
Heim var gengið og horskur drengur
hress og reifur var í sessi.
Stundu síðar af gleði glumdi
geimur salar af voru tali.
Fræði og sögur í einni iðu
óðu þar í kapp við ljóðin.
Hvergi bar, því kann eg að svara,
kærari mann að neinum ranni.
Undraðist eg á allar lundir
orða þinna vizkuforða,
dýra hugsun, dómgreind góða,
djarfleg svör af þinum vörum.
Enginn hefir af íslandsdrengjum
inn til sveita í fræðileitum,
seinni ár, með alúð hreinni —
orðstír betri en þú sér getið.
Undraðist eg á allar lundir
aflið mikla í vöðvahnyklum.
Brjóstið hvelft ei bugaði gjóstur.
og breiðar herðar í svaðilferðum.
Hellunni þar á Húsafelli
hefir enginn vaskur drengur,
hærra lyft frá horfnum Snorra,
heldur en þú ’inn jörmunefldi.
Skildum loks er leið að kveldi,
lengur ei hér þú máttir vera.
Bar þig skjótt um bjarta óttu,
bensínreiðin, suður um heiðar.
Horfði eg lengi upp háa Skarðið,
hljóður, eftir vininum góða.
Verða mun eg meir en sérðu
minnugur á þessi kynni.
Seinna löngu átti eg einnig
undurljúfar gleðistundir
inni í þínum rausnaranni,
og ríklát snót með blíðuhótin
alt sem bezt má.bjóða gestum
bar mér fljóðið dygðagóða.
Finn eg enn af alúð hennar
yl er seint við hjartað skilur.
Kunn er ykkar rausn og risna
rómuð um alt, að flestra dómi.
Hjúasæld og heill í búi.
Heiður yfir förnum leiðum .
Skála hér utn þjóðbraut þvera
þið hafið sett og veitt af létta.
Enda fór, sú umsögn stendur,
enginn loppinn frá Stóra-Kroppi.
Húsfellingur! Af hjarta fúsu
hylli eg þig fyrir dáð og snilli.
Seint mun slíkur í söguríkum
THOSE WHOM WE SERVE
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS
BECA USE—
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV-
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER.
COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE
WINNIPEG - PHONE 86 327
—sjást meðal virða — Borgarfirði.
Lengi enn í gæfu og gengi
góðu lifðu þulurinn fróði.
Krýni þig lán, og kæra þína,
konu, dætur og vaska sonu.
Stefán Vagnsson,
Hjaltastöðum.
ATHS.—Höfundur þessa snjalla
kvæðis sýndi ritstjóra Lögbergs þá
vinsemd, að senda honum það til
birtingar í Lögbergi; er honum hér
með alúðlega þakkað fyrir.—Ritstj.
Gaman og alvara
SPAUG?
í fyrra lofaði eg konunni minni
því, að eg skyldi ekki gefa henni
jólagjöf. Nei — við skyldum spara
peninga fyrir húsmuni, er við þyrft-
um að eignast síðar. — En þegar eg
fór að iðrast eftir að hafa lofað
þessu og hafði orð á því við nábúa
minn, þá sagðist hann, sem einnig
hefði gefið sinni konu svipað lof-
orð, geta bent á leið fyrir okkur út
úr þessum ógöngum.
“Við skulum,” sagði hann, “hafa
sameiginlegt jólatré. Þú lætur mig
vita hvað þín kona vill helzt fá, eg
kaupi það svo og gef henni í minu
naíni. Min kona þarf að fá náttföt.
Þú gefur henni þau, og við jöfnum
svo seinna verðmuninn, ef einhver
er.”
Eg sagði að mín kona þyrfti að fá
kvöldhempu, sem hann keypti og
gæfi henni í sínu nafni. Við fast-
réðum svo að fara svona í kringum
konurnar um jólin. Á aðfangadag-
inn gekk eg enda svo langt, að
skrifa á blað ástavísu og stinga
henni ásaint nafnspjaldi mínu innan
í jólagjöfina til nábúakonunnar, og
nábúinn skrifaði léttúðuga yfirlýs-
ing um kærleika sinn á minni konu,
og lagði með sinni gjöf til hennar.—
Og okkur fanst þetta ágætt spaug og
hnittilega hugsað. En var það þá
gáfulegt? Nei — það var sú
heimskasta heimska, sem eg nokk-
urn tíma á æfi minni flæktist í.
Þegar nábúakonan opnaði nær-
fataböggul sinn og rak sig á spjald
mitt og skrif, varð hún kafrjóð í
framan og stamaði út úr sér ein-
hverju um að sig hefði aldrei
dreymt um slíkar tilfinningar mín-
ar gagnvart sér og að þetta væri sér
regluleg opinberun. — Svo þegar
mín kona opnaði sinn hempu-bögg-
ul, leit hún kuldalega til nábúans.
Og öll jólanóttin gekk í að slétta úr
þeim misfellum er af þessu mynd-
uðust, og jafnvel jóladagurinn sjálf-
ur varð dimmur og drungalegur,
vegna þessara heimskupara okkar,
nábúans og mín, í garð konu hans
og minnar, uro jólin.
Detti einhverjum manni í hug að
nota svona “snjallræði” þá ráðlegg
eg honum að fara varlega.—
(Þýtt.—Aðs.).
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK SérfrœCingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstlmi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofuslml — 2 2 2B1 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 22 866 ' Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3-5 e. h. 21* SHERBURN ST. Slmi 30 877
DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir 212 Curry Bldg., Winnipeg (Gegnt pósthúsinu) Slmi: 96 210 - Heimils: 28 086 DRS. H. R. & H. W. , TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEQ
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfræöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET •
BUSINESS CARDS
PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG.. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgS a/ öllu tægi. PHONE 94 221
A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaBur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarfia og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimllis talsimi: 501 562 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEQ pægilegur og rólegur bústaöur < miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; m«8 baCklefa J3.00 og þar yflr. Agætar máltiCir 4 Oc—6 Oc Free Parklng for Quetts