Lögberg - 21.04.1938, Síða 7
LÖGBEflRG, FIMTUDAUÍNN 21. APRlL 1938
7
ÆFIMINNING
Ingimundur Erlendsson
Þrettánda janúar síÖastliÖinn
andaÖist að heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Margrétar og Jóns
Thorsteinssonar á Steep Rock,
Manitoba, Ingimundur Erlendsson,
fyrrum bóndi viÖ Reykjavik, P.O.,
Man., 82 ára að aldri.
Ingimundur var fæddur 12. ág.
1855 á Böðmótsstöðum i Árnes-
sýslu. Faðir hans var Erlendur
Eyjólfsson bóndi þar Þorleifssonar
bónda á Snorrastöðum í LaUgardal.
Móðir Ingimundar var Margrét
Ingimundardóttir Tómassonar bónda
í Efstadal i Laugardag.
Ingimundur ólst upp með for-
eldrum sínum, fyrst á Böðmóðsstöð-
um og síðan i Skálholti í Biskups-
tungum; en þangað fluttust þau ár-
ið 1860. Hann var elztur af 18
systkinum, en af þeim komust 13 ti>
fullorðins ára. Eftir lát foreldra
sinna var hann fyrir búi i Skálholti
með systrum sínum tvö ár. Árið
1887 giftist hann Valgerði finars-
dóttur Kjartanssonar prests í Skóg-
um undir Eyjafjöllum, og sama árið
fluttust þau vestur um haf. Settust
þau fyrst að í Winnipeg og voru
þar 5 sex ár. Vann Ingimundur
daglaunavinnu á þeim árum. Að
þeim liðnum fluttust þau vestur i
land og dvíldu þar tvö ár, en hurfu
síðan aftur austur á bóginn og sett-
ust að við Sandy Bay á vesturströnd
Manitobavatns. Þar voru þau sex
ár. Árið 1900 færðu þau sig lengra
norður með vatninu til Bluff,
Reykjavíkur pósthús. Voru þeir
Ingimundur og Guðjón bróðir hans
fyrstu landnámsmenn þar. Þar.bjó
hann til 1917, er hann brá búi. Var
hann allmörg síðustu árin, sem
hann lifði til heimilis hjá dóttur
sinni og tengdasyni, sem áður eru
nefndí, nokkur ár í Langruth og
síðast á Steep Rock. Árið 1930 fór
hann kynnisför til íslands.
Af hinum mörgu systkinum Ingi-
mundar, sem; jafjnan voru net'nd
Skálholts systkin, fluttust sjö vest-
ur, auk hans sjálfs, fjórir bræður
og þrjár systur. Bræðurnir eru
allir dánir, en systurnar eru á lífi;
Kristin er ekkja Nikulásar heitins
Snædal og á heima á Lundar; Sig-
n'ður er gift Jóhannesi Baldvins-
syni og búa þau í Glenboro, hún
var áður gift Ágústi heitnum Jóns-
syni bónda á Bluff; Margrét er
kona Árna Pálssonar Sigfússonar
úr Borgarfirði eystr.a. og búa þau á
Bluff. Tvö systkini þeirra eru enn
á lífi á Islandi, Erlendur og Guð-
finna, og eiga þau bæði heima í
Reykjavík.
Þau Ingimundur og Valgerður
eignuðust fjögur börn. Ein dóttir
Þeirra, Torfhildur að nafni, dó ung.
Þau sem lifa eru: Margrét, kona
Jóns Thorsteinssonar á Steep Rock,
Uelga, gift Alfred Klein, manni af
þýzkum ættum, búa þau við Lonely
Lake, P.O., og Einar, sem stundar
oftast fiskiveiðar á Manitoba-vatni
°g viðar. Uppeldissonur þeirra,
Agúst Eyjólfsson að nafni, er bú-
settur nálægt Crane River, Mani-
toba, og er giftur franskri konu.
Ingimundur heitinn var mesti at-
gerfismaður; hann var athugull og
kafði skýra hugsun; áhugasamur og
skjótur til úrræða og með afbrigð-
Um duglegur og fylginn sér. Hann
var meðalmaður á vöxt, grannvax-
lnn, skarplegur og snar i hreyfing-
urn- Hann var vinsæll maður, hjálp-
samur og fljótur til liðsinnis* þegar
á þurfti að halda. Mestalla æfina
var hann mjög heilsutæpur, þjóðist
lengi af brjóstveiki, og það svo, að
þegar hann var i Winnipeg, sögðu
læknar honum að hann mundi að-
eins eiga stutt eftir þar til sjúk-
dómurinn drægi hann til bana, S:ð-
ustu árin þjáðist hann einnig af öðr-
um sjúkdómum og var orðinn m jög
sjóndapur. En þrátt fyrir heilsu-
leysið vann h^nn ávalt erfiðustu
vinnu, stundaði fiskiveiðar á vetrum
árum saman og búskap jöfnum
höndum, og gaf heilbrigðum mönn-
um ekkert eftir með kapp og dugn-
að. Starfsáhuginn var ótrúlega
mikill. Og alveg fram’ á siðústu ár,
eða þar til heilsa hans var að þrot-
um komin, var f jörið og áhuginn sá
sami.
Og hann var ekki síður áhuga-
samur um almenn mál en verkleg
efni. í stjórnmálum fylgdist hann
ágætlega með því sem var að gerast
bæði hér í landi og heima á ætt-
jörðinni. Og í stjórnmálunum voru
það hinar nýjustu stefnur, sem mest
heilluðu huga hans. Hann hafði
góða dómgreind og þekkingu á
stjórnmálasviðinu og var einlæglega
hlyntur öllum umbótastefnum.
Hann fylgist af lífi og sál með
stjórnmálabaráttunni á íslandi, sem
og öllum framfarahreyfingum þar.
Hafði hann hinar mestu mætur á
stefnu Framsóknarflokksins á Is-
landí og leiðtogum hans.
I trúmálum var hann viðsýnn cg
frjálslyndur maður og hallaðist
eindregið að hinni frjálslyndu trú-
málahreyfirjgu hér meðal íslendinga.
Með Ingimundi er fallinn frá
einn af merkustu landnámsn|önnum
íslenzkum hér vestan hafs, maður,
sem bæði vegna skapgerðar og
hæfileika stóð farmarlega í fylkingu
og hefði staðið framarlega hvar
sem verið hefði.
Hann var jarðaður 26. marz í
graf reit Bluff-bygðarinnar. Allir
bygðarntenn og margir aðkomnir
fylgdu honum til grafar. Sá sem
þessi minningarorð ritar, flutti hin-
ar síðustu kveðjur, og sömuleiðis
tálaði hr. Einar Johnson frá Steep
Rock, vinur hins látna, nokkur orð.
Valgerður, ekkja Ingi-mundar,
nýtur rólegrar elli hjá tengdasyni
sinum og dóttur, Mr. og Mrs. Klein,
þar sem hún hefir átt heima nokk-
ur síðustu árin.
G. A.
Til Tengchow til Is ands
Ólafur Ólafsson kristniboði var
meðal þeirra, sem komu með Drotn-
ingunni i gærmorgun. Hefir hann
verið austur i Kína í full níu ár
samfleytt, en trúboðsstarf sitt þar
eystra hóf hann árið 1921.
Fréttaritai Nýja dagblaðsins hitti
Ólaf snöggvast að máli í gærkvöldi.
Starf kristniboðanna
—Heimkoma mín, sagði hann,
stendur ekki í neinu sambandi við
stríðið sem nú er háð í Kína. Hún
var ákveðin áður. Eg hefði jafnvei
fremur kosið að vera en fara. sökum
þeirrar áhættu, sem er samfara
ferðalögum þar eystra um þessar
mundir. Hinar norsku trúboðs-
stöðvar, sem eg starfa við, hafa ið-
setur sitt nyrzt í Mið-Kína, fjarri
vigvöllunum. Við kristniboðarnir
erum samtals sjötíu og höfum stöðv-
ar okkar í ellefu stórum bæjum.
Bærinn, sem eg starfa i, heitir
Tengchow. Starf okkar kristniboð-
anna er þrennskonar, þrédikunar-
starf, fræðslustarf og liknarstarf.
Við rekum t. a. m. eina sjúkrahús-
ið, sem til er á svæði er sex miljónir
manna byggja.
Samgönguleiðir
til Mið-Kína
Við lögðum af stað 27. okt. frá
höfuðstöðvum kristniboðsins í Lao-
hokow, eg, konan min og börn okkar
fimm, á kínverskum fljótabáti. Á
bátnum var dálitið skýli. Lögðum
við farangur okkar í botninn,
breiddum sængurföt ofan á hann og
höfðumst þar við öll sjö þá átta
daga, sem við vorum á leiðinni til
Hankow. Urðum við að láta sem
minst á okkur bera, því að mikið
er um ræningja á þessum slóðum,
sem hyggja þar helzt von fanga, sem
útlendingar eru. Kínverska tjórnin
getur engri vernd heitið útlending-
um, þegar langt inn í landið kemur.
Þegar til Hankow kom, urðum
við fyrst vör stríðsins. Borgin
ha,fði þegar orðið fyrir nokkrum
loftárásum og ein sprengja hafðí
drepið um tvö hundruð manns,
skömmu áður en við komum. Alls-
staðar var verið að grafa skýli, þa
sem óhult væri fyrir sprengjum og
viða festar upp hegðunarreglur,
þegar loftárásir bæri að.
Frá Hankow eru þrjár leiðir tii
sjávar. Þaðan liggur járnbraut til
Kanton og með henni er flutt mikið
af hergögnum og vörum inn i land-
ið og nú er hún eina samgönguleiðin
sem tengir Mið-Kina við umheim-
inn. Um þessar mundir gerðu Jap-
anir daglega loftárásir á járnbraut-
ina.
Einn dag, meðan við vorum i
Hankow, var járnbrautin eyðilögð á
80 stöðum á 30 km. löngu svæði.
En Kínverjar hafa til þessa dags
gert jafnharðan við skemdirnar og
er það til marks urn þrautséigju
þeirra. Vegna þessara tíðu loftá-
rása, voguðum við ekki að fara
með járnbrautinni.
Með flugvélum var okkur ekki
heldur kleift að fara, sökum kostn-
aðar, auk þess, sem við gátum eng-
an farangur tekið með okkur i flug-
vél, sem þó var nauðsynlegt, meðal
annars vegna mismunandi loftslags.
f Singapore vorum.við til dæmis í
30 stiga hita og í Osló í 20 stiga
frosti.
Þriðja leiðin var að halda niður
Bláafljótið, en þvi höfðu Kínverjar
lokað með sprengjuduflum neðan
við Nanking, svo að herskip Jap-
ana kæmust ekki upp eftir því. Mörg
ensk skip voru þannig innilokuð á
fljótinu. Vöiruflutninglar fóru þó
sem áður fram, eftir gömlum og
krókóttum skipaskurði.
Niður fíláafljótið
Við fengum far niður fljótið
með ensku skipi og töldum okkur
tiltölulega örugg undir brezkum
fána. Þó var ensku skipi sökt um
sama leyti og jafnvel tveim her-
skipum, ensku og amerísku, litlu
síðar. Við komum til Nanking
kvöldið eftir að m. loftárásin var
gerð á borgina. Frá Nanking fór-
um við á vélbát, með kínverskan
fljótabát, sem flutti farangur okkar
i eftirdragi, eftir skurðinum, sem eg
mintist á áður. Ferðin stóð í tvö
dægur og var þreytandi og erfið,
því að hinn þröngi og krókótti
skurður var yfirfullur af vöruflutn-
ingabátum.
Þegar aftur kom út á Bláafljótið,
fórum við um borð í enskt skip, sem
flutti okkur til Shanghai. Á þrem-
úr stöðum sáum við japönsk herskip,
mörg hundruð saman. Þau voru
flest máluð svört með hvítum tölum
á siðunum. Þau hétu Kalifornia
Maru, Austrila Maru o. s. frv., og
réðum við af því, að þau hefðu áð-
ur verið flutningaskip eða farþega-
skip, en verið dubbuð upp til hern-
aðarins. Önnur voru grá að lit og
lágu í löngum röðum meðfrairi
ströndinni. Það voru hin eiginlegu
herskip.
1 Shanghai
Það fyrsta, sem við sáum frá
Shanghai, var reykur frá brennandi
borgarhlutum. Þá var eldur viða
laus í borginni og stórbrunar á tólf
stöðum.
Þegar til Shanghai kom, fréttum
við, að borgin hefði fallið í hendur
Jajiönum þremur dögum áður. Það
var ömurleg sjón, sem við okkur
blasti. Húsin meðfram ánni, sem
borgin stendur við, Soochow-lækinn,
voru öll í rústum. Kínverjar gera
gys að Japönum fyrir það, hve lé-
legir skotmenn þeir séu, en hér
virðast þeir eigi að síður hafa hitt
og hitt vel. Sumstaðar stóðu reyk-
háfar stórra bygginga einir eftir.
Eina byggingu sá eg lítt skemda. Á
hana voru letruð árnaðarorð til
Japana, á ensku, stórum, rauðum
bókstöfum.
í erlenda borgarhlutanum voru
allar götur þaktar fólki. Þar höfð-
ust um 700 þúsundir flóttamanna
við. Þetta fólk hafði flest verið á
flækingi í þrjá mánuði. Á hverj-
um degi fann lögreglan yfir tvö
hundruð lik manna, sem látist höíðu
úr vesöld. Sjúkrahús öll og skýli (
voru yfirfull af særðu fólki. Tugir j
þúsunda höfðust við á hjálparstöðv- ;
um Rauða krossins. Kólera hafði
geisað i borginni og höfðu 90 manns
dáið úr henni í einu sjúkraskýlanna
á einni nóttu.
Eg hafði meðferðis kvikmyndavél
og í Shanghai tók eg myndir á síð-
ustu filmræmuna. Þessar myndir, ]
ásamt öðrum, er eg tók í Peking
áður en stríðið hófst, og víðar, mun
eg sýna hér i Reykjavík á næstunni.
Engin erlend skip komu til Shang-
hai um þessar mundir og urðum við
.að bíða i átta daga. Þá vorum við
loks svo heppin, að ítalskt skip kom.
Það mun tæpast hafa verið tilviljun,
að fyrsta útlenda skipið, sem kom
þar til hafnar, eftir að borgin féll
í hendur Japana, var ítalskt. Með
þessu skipi fengum við far til Hong-
Kong, og náðum þar þýzku skipi,
sem við höfðum áður keypt með far
til Evrópu. Þá voru 32 dagar liðnir
frá því, að við lögðum a.f stað frá
Tengchow. Hér fanst okkur ferða-
lagið eiginlega á enda.
Leiðarlok
Við komum til Þrándheims 13.
janúar og þar varð konan min eftir
með börnin, en eg hélt til Kaup-
mannahafnar eftir dálitla viðdvöl.
í maílok fer eg aftur til Noregs og
sæki hana og dveljumst við þá fýrst
um sinn á íslandi.
—Hverju spáið þér um endalok
stríðsins þar eystra?
—Sem hálfgildis Kínverji, vona
eg, að Japanir ha.fi ekki nægilegt
þol til þess að brjóta þjóðina undir
sig. Fjárhagur Japans var slæmur
áður en stríðið hófst, og hver dagur
hefir ógurleg útgjöld í för með sér.
Kínverjar eru hinsvegar þrautseigir
og stjórn Chiang Kai Shek traust
og án efa sú bezta í Kínaveldi, síð-
an lýðveldið var stofnsett. Kina er
líka land, sem er sjálfu sér nægt
á herrtaðartímum, um aðra hluti en
hergögn. . Hitt mun enginn Kínverji
gera sér vonir um, að signast á
Japonum í beinum vopnaviðskift-
um.—
—Nýja dagbl. 22. marz.
ar, innan um björg, er köstuðu frá
sér steikjandi geislaglóð yfir sanda
og salthóla, hingað og þangað um
vegleysur og krókaleiðir honum ein-
um kunnar, unz hann fann hinn
rænulausa ferðamann, sem hann svo
tók upp og bar á blett þar sem
skuggi var undir háu bjargi, dreypti
á hann úr vatnsflösku sinni og
stumraði yfir honum þar til nóttin
kom og hitaflóðið varð nokkrum
gráðum vægara. Þá tók hann aftur
upp hinn dauðvona ferðamann og
bar hann mílu eftir milu unz að
útjaðri mannbygða var náð.
Fairbanks tók aklrei svo mikið
sem eyrisvirði fyrir björgun þeirra
fimtíu manna, er hann hreif úr klóm
Dauðadals. Hann var áreiðanlega
einn hinna hugrökkustu og undra-
verðustu manna, er í heim þenna
hafa fæðst.— (Aðs.).
Fairbanks gamli
Ilann er vissulega undraverður
maður, sem hafst hefir við öll full-
orðinsár sin á eyðistað í sannköll-
uðum dauðadal. Ber útlit þessa
sjötuga öldungs ljós merki umhverf-
isins þar sem hann dvaldi. Andlitið
er með koparlit, eins og á Indiána,
hrukkótt mjög, allur líkaminn mag-
ur, hörundið sem skornpað skinn og
þyrkingslegt eins og eyðimörkin um-
hverfis hann.
Dauðadhlur svo kallaður, þar sem
Fairbanks ól aldur sinn, er víst
heitasti blettur á yfirborði jarðar,
enda oft nefndur “steikarapannan”
í Suður-Kaliforníu, og hann er ekk-
ert smásmíði heldur, um hundrað og
þrjátíu mílur á lengd og botninn
liggur á sumum stöðum ein 480 fet
neðan við sjávarmál; dalbotninn er
þar svo heitur, að ekki þarf annað
en stinga eggi í sandinn til að sjóða
það, og til að halda lifi næturlangt
verða menn að liggja i rennandi
vatni, enda er hitinn jafnaðarlegast
125 gr. á mælir.
Þarna dvaldi “Dad” Fairbanks og
iðkaði björgunarstarf sitt i “hinu
jarðneska helviti,” eins og komist
er að orði, þegar lýsa á Dauðadal.
Fyrir meðfædda, innri hvöt og öbil-
andi þrautseigju^ tókst Fairbanks að
venjast geislaflóði hádegissólarinn-
ar, sem alt lifandi fölnar fyrir. Með-
an hann dundaði við störf sin utan
dyra, stefndi hann arnfránum augum
að fjarlægum hæðum, er bar dauf-
lega við bláan himinn, og er hann
kom auga á dökka díla flögrandi
yfir hæðunum, vissi hann, að þar
myndi vera á ferð tólf, eða ef til
vildi tvisvar tólf milur vegar i burtu,
einhver ferðamaður yfirkominn af
þorsta, ef til vildi lagstur fyrir og
bíðandi dauðans.
Þá greip Fairbanks vatnsflösku
sína og stefndi för í þann hluta
Dauðadals, sem verstur var umferð
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ.
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver gramall kaupandi, sem borgar blaðitS fyrirfram, 53.00 fiskrift-
argrjald til 1. janúar 1939, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, 56.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, 53.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki. •
Allir pakkar sendir möttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BKT0TS, Detrolt Dark Red. The best all round Beet. Sufflcient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhulzen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CARROTS, Half Ix>ng Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CTJCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
LiETTUCE, Grand Raplds. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet wlll sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendld winter keeper.
ONION, White Portngal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of
drlll
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet-of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, WTilte Surnmer Table. Early, quick-growing. Packet
wlll sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTET QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet.
WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented
ASTERS, Queen of the Market, stocks.
the earliest bloomers^ MIGNONETTE. Well balanced
BACHELOR’S BUTTON. Many mlxtured of the oM fav0rite.
^CALENDULa! New Art Shades. NASTURTTUM. Dwarf Tom
CALIFORNIA POPIT. New Thumb. You can never have
Prize Hybrids. to° many Nasturtiums.
CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy-
CLIMBERS. Flowering climb- brids.
ing vines mlxed. POPPY. Shlrley. Delicate New
COSMOS. New Early Crowned Art Shades.
and Crested.
EVERT-ASTINGS. Newest shades ZTNNIA. Giant Dahlia Flowered.
mlxed Newest Shades.
No. 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large PARSNIPS, Early Short Round
Packet) (Large Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large ^French .. Breakfast
CAR^. Chantenay Half Long
(Large Packet) early white summer table
ONION, Yellow Globe Danvers, turnip.
(Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem
LETTUCE, Grand Raplds. This (Large Packet)
packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Picikling (Large
of row. Packet)
Sendið áskriftargjald'yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LEVHTED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.:
Nafn .................................................
Heimilisfang .........................................
Fylki .................................................