Lögberg - 26.05.1938, Síða 3

Lögberg - 26.05.1938, Síða 3
LÖGrBEIBG, FIMTUDAGINN 26. MAÍ, 1938 3 Amerískur drenghnokki gerði á dögunum verkfall er mamma hans ætlaði aS klippa neglur ihans og lok- aSi sig innj í bál foreldra sinni. Þar sat hann í 24. klukkutíma, en þá mistu foreldrarnir þolinmæSina og brutu eina rúSu í bílnum til að ná drenghnokkanum út. Rússrteski söngvarinn Fjodior Schaljapin, sem nýlega er látmn, ætlaði að halda hátíðlegt 50 ára af- mæli sitt sem söngvara í júní n.k., ef hann hefði lifað. VEITIR HREYSTl OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU Fólk. sem vegna aldurs, eOa annara orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða heilsu vi8 a8 nota NUGA-TONE. ! NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til rauna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. lnnan fárra daga munið þór finna til bata. NUGA TONE fæst I lyfjabúðum. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. Oxford speki og-- Motto:— Hjá úrkynjun barnanna og erfingjans hefnd er ættinni hamingja að verða ekki nefnd. Af tilviljun bárust mér í hend- ur á sama deginum “The Art of Poetry in Iceland’’ eftir Sir William A. Craigie og “Endeavour,” mál- gagn Ungmennasambands hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Eg las þau bæði strax. Hið fyrra er ein- róma lof um skáldskap íslendinga, hið síðara hefir að innihalda grein um íslenzkuna í Winnipeg. Eg get ekki varist þess að fara nokkrum orðum um hvorttveggja. Greinin í “Endeavour” kveður upp með það á ihrapalegri ensku og enn lélegri ritstíl að þeir yngri munu ekki framar nota íslenzku í heirna- húsum eða kirkju. Gott og vel. Þeir um það. Ep ekki er þetta nóg. Höfundur greinarinnar halda og fram að islenzku nám sé alls ekki verjandi. (“We do not feel that this study (i.e. of Ice- landic is justified”). Og á hverju byggja þeir þessa skoðun sína? Á þvi að þeir áhta sig Kanadamenn. Þetta mun hafa, að suimra dómi, ljótu eftirköstin. Kánadamenn eiga víst ekki að læra annað mál en ensku. Töluverðan sparnað hefir þetta þó í för með sér því nú verður hægt að leggja niður alla kenslu í erlend- um tungumálum við háskóla vora. Eða ætli hægt verði að fá leyfi til að viðhalda frönskunni. Greinar- höfundar eru á öðru máli en marg- ir, sem álíta þekkingu á íslenzku nauðsynlega fyrir þá, er vilja leggja sig eftir ensku. En þó sé búið að kasta íslenzkri tungu, ætla þessir ungu menn að hreykja sér af islenzka arfinum, menningu of andagift. Gaman væri að frétta hvernig farið verður að því þegar búið er að losa sig við lykil- inn að þessuim, fjársjóðum. Mað- ur biður frétta. Þá er að minnast á fyrirlestur Craigies. Ekki er hægt að sjá að enska hans hafi beðið tap við is- , lenzkunám hans. Hugsanir sínar túlkar hann á snildarmáli og eru engar villur að finna, eins og hjá hinum, sem aldrei hafa varið tíma í íslenzkunám. Hann rekur á skýru og samanþjöppuðu máli feril skáld- skaparlistarinnar á Islandi. Þetta er ekki langt mál — 34 blaðsíður — en mikinn fróðleik er þar að finna. Byrjar höfundur með því að sýna hversu fljótt norrænn skáldskapur fór fram úr hinum engil-saxneska. Lýsir hann þar næst kvæðum hirð- skáldanna, hinni miklu list er kem- ur fram í þeim, og hversu mikillar þekkingar var krafist af áheyrend- um, bæði vegna kenninganna og orð- skipunar, ef þeir áttu að hafa full not af kvæðunum. Bendir hann á að góð skáld gátu kveðið ágætis kvæði hvort sem þeir notuðu kenn ingar mikið eða lítið. Þar næst snýr Craigie sér að rím- unum og rekur sögu þeirra. Án hinnar ströngu þjálfunar, er hirð- kvæðin höfðu veitt mönnum, segir hann, að rímurnar hefðu aldrei orð- ið til. Ekkert beri betur vott um hversu mikla fekáldskapiar æfingju íslendingar hafi alment haft en sá aragrúi af fólki af öllum stéttum, er fengist hefir við rímnakveðskap. Beztan skáldskap Islands um fimm alda bil sé að finna í rimunum. Hann minnist svo á árás Jónasar á rímurnar og telur hana að nokkru réttmæta, en lýsir samt ánægju sinni yfir því h.versu lítil áhrif hún hafi haft. Og þó færri. rímur hafi verið orktar á nítjándu Öldinni en áður, er þó áhuginn fyrir þeim ljós af því hversu margar voru gefnar út á því tímabili. Ferskeytluna telur hann hafa komið í stað lausavísna hirðskáld- anna Slíkur skáldskapur væri ó- hugsandi nema hjá þjóð, sem hefði liaft svo náin kynni af skáldskap liðna tímans að bundið mál væri orð- ið henni næstum eins eðlilegt og ó- bundið. Síðan getur höfundur ýmsra skálda eins og t. d. Egils, Sighvats Þórðarsonar, Arnórs Jarlaskálds, Lopts Guttormsonar, Jóns Arason- ar, Biólu-Hjálmars, og Sigurðar Breiðfjörðs. Álítur hann Breið- fjörð eftirtektarverðan sem lið milli hins garnia og nýja. Að endingu nefnir hann þrent, sem gerir íslenzkan skáldskap merkilegan: hinir mörgu og marg- brotnu hættir; hið óbrotna sam- hengi íslenzks skáldskapar og tungu frá tíundu öld upp til vorra tíma; og í þriðja lagi hversu víða hann hafi verið saminn, — ekki einungis á ísalndi og i skandinavisku löndun- um, heldur og á mörgum öðrum stöðum, norðan frá heimskautabaug og suður að miðjarðarhafi, vestan frá Grænlandi og austur til Gyð- ingalands, og nú á vorurn tímum í Kanada. Þar segir hann einn land- nema i vesturparti landsins hafa samið sumt af því bezta sem orkt hefir verið á siðustu fimtíu árum. Á þar náttúrlega við Stephan G. Öll ber ritgerðin með sér að höf- undur gjörþekkir umræðuefni sitt. Og er aðdáun hans a íslenzkum skáldskap augljós. Er slíkt æfin- lega ánægjuefni er óislenzkir menn tala svo. Erfitt er þó samt að skilja hversu hreyknir sumir landar verða ef einhver útlendingur hælir íslenzk- um bókmentum þó hann ef til vill þekki þær lítið, en finst fátt um og þykir sem þáð bendi á vítaverðan þjóðrænishroka ef íslendingur, sem þekkir bókmentir vorar lætur í ljós hrifningu sína af þeim. En þetta á ekki við Sir Wm. Craigie, er auð- sjáanlega þekkir til hlítar og skilur íslenzkar bókmentir. Ekki er þó við því að búast að þessi fyrrilestur um verðmæti is- lenzks skáldskapar breyti mjög áliti höfunda “Endeavours” greinarinnar. ( ( Svo virðist sem allir nöldurseggir séu að ganga í bandalag til þess að fella Liberalátjórnina á MULUGAN MAUKS STEFNUSKRA” Að því er Frarik Eliason, skrifara Sameinuðu bœndasamtakanna, segist frá, samkvcemt btað- inu Saskatoon Star-Phoenix þann 25. apríl. Hugsið yð'ur stjórn, sem samsett vœri af svona gerólíkum öflum! Viðurkennandi það, að Liberalflokkurinn sé í raun og veru eini flokkurinn, sem von sé til að geti myndað stjórn, hafa for- ingjar hinna flokkanna gengið af sinni pólitísku trú til þess að reyna með öllum hrögðum að ná völdum í Saskatchewan. LTm bræðslustjórn er einungis rætt, þar som svo hagar til, að tveir eða fleiri andstöðuhópar, sameinast um “Independent eða “Unity” frambjóðanda, með það fyrir augum að blekkja kjóséndur til þess að snúa baki vi$ þingmannsefni Liberal flokksins. í fyrgreindu samtali komst skrifari Sameinuðu bændasamtakanna ennfremur þannig að orði: # Eg hefði garnan af að kynnast þeim hrmgdansara, sem lœtur í veðri vaka, að hann geti í einu farið með umboð fyrir C.C.F., Kommúnista, Social Credit og Afturhaldsmenn.” Hvernig svo sem hinum pólitisku trúarbrögðuun er háttað, þá á hver maður og kona heimtingu á því, að skoðun þeirra sé sýnd full virðing, sé hún grundvölluð á einlægni. Þegar foringjar hlutaðeigandi stjórnmálahópa ganga af sinm pohtisku trú og mynda fylkingu við fjarskyld öfl til þess að reyna að ná völdum, er sízt að undra þó fylgismenn snúi við þeim baki i forundran og korrii til liðs við Liberal-stjórnina. Sem dænri upp á þetta má geta þess, að frambjóðandi Conservatíva flokksins* fyrir fáum árum í fylkiskosningum, lýsti nýlega yfir því, að hann gæti ekki undir neinum kringumstæðum stutt C.C.F, Kommúnista, Conservatíva, Social Credit hrærigrautinn, og að hann ætti ekki annars úrkosta, en fylgja Liberal flokknum opinberlega að málum. Með verndun lánstraustsins hefir Patterson gert fólki i Saskatchewan það kleift, að hjargast af áfram Liberal flokkurinn tileinkar sér enga óverðskuldaða viðurkenningu fyrir tilraunir sínar í þá átt, að tryggja fylkisbúum matbjörg, skepnufóður, fatnað, eldsneyti og útsæði í hinu afar örðuga árferði. Allar stjórnir myndu hafa reynt að gera það sama. En myndi þetta hafa orðið kleift af flokki, er beitt hefði sér opinberlega fyrir greiðslufalli skulda og vaxta? Skuldir hafa verið lækkaðar og um þær saimið; vextir hafa einnig verið lækkaðir . . . miljónir hafa sjwast lwendum í Saskatchewan með samningum í stað greiðslufalla.. Með þessum hætti hefir Patterson forsætisráðherra lánast að vernda lánstraust og hið góða nafn Saskatchewanfylkis, og af þessari ástæðu hefir miljónum verið veitt inn í fylkið til þess að fleyta fólkinu yfir brim og boða örðugs vetrar og sjá þvi fyrir útsæði til vorsins. Haldið Patterson áfram við stýrið.— UIIEKAI, Kadio NetvvorkM (Mt. Standard Time) -May 26—9 to 1« i».m. May 27—8.15 to 9.15 May 39—8.15 to 8.45 .lune 1—9 to 10 p.m. June 3—8.15 to 9.15 June 4—9.45 to 10.45 (Setjið ytSur í sam- band við næstu stöð) Greiðið Liberal atkvæði ^ heilbrigða stjórn Authorired by Saskatchewan Liberal Association Enda er þess varla von þar sem hann var fluttur á þessari “andans eyðimörk” sem alment nefnist “University of Oxford” á Englandi og sem auðvita er ekki samanber- andi við miðskóla Winnipegborgar. Svo verður það ekki varið að Craigie hefir stundað íslenzkunám. En er eg hafði lokið lestri þess- ara rita komu mér í hug tvö erindi úr “Hávamáluín” (fornkvæði eitt, nýtur töluverðrar virðingar meðal fræðimanna í Oxford, þó litt sé það metið af afkomendum vikinganna í Winnipeg). Þau eru svona: Byrði betri berrat maður brautu at en sé mannvit mikit; auði betra þykir þat í ókunnum stað slikt er válaðs vera. Ósnotr maðr es með aldri kömr, þat es bazt at hann þegi, engi þat veit at hann ekki kann nema hann mæli til mart. ■ T. J. Olcson. Fyráti ágúál íslendingadagsnefndin er nú að vinna af kappi við að undirbúa há- tíðahald “íslendingadagsins” sem haldið verður að Gimli -1. ágúst i sumar. Það verður af fremsta inegni vandað til hátíðahaldsins. Og margt verður þar til skemtunar, sem svein og svanna mun langa til að verða aðnjótandi. Og þess má geta að ýmislegar skemtanir fara þar fram í sumar, sem ekki hafa verið þar áður og má þar til nefna sund. Kapp- róður, langstökk (running broad) og margt fleira. Þar kveða góðskáldin okkar kvæði fyrir minni íslands og Vest- urheims. Og ágætir ræðumenn flytja áhrifamikil minni fyrir ís- landi og Ameríku. Þar verður og söngur, sem heillar alla og sitthvað fleira sem enginn má missa og sið- ar verður skýrt frá. Og ekki er ó- hugsandi að þar verði einnig góður gestur að heiman, sem marga mun langa til að heyra og sjá.— Munið eftir því, íslendingar, að í f jörutíu og níu ár hefir þessi sam- koma Winnipeg íslendinga verið ein af okkar vinsælustu og mest eftir- sóttu alíslenzku skemtunum hér vestan hafs. Þá leikur. “ástkæra, ylhýra málið” á flestra vörum og ctal myndir rísa og birtast oss í gegnum ljóð og lag úr djúpi minn- inganna og tengja oss traustari böndum “við land og fólk og feðra- tungu.”— Islendingar! Hafið það í ihuga að “íslendingadagurinn” verður haldinn að Girnli fyrsta ágúst, og þangað eigið þið öll að koma, sem getið, til að gleðjast með glöðum og fullkomna daginn með nærveru Davíð Björnsson. Business and Professional Cards ^P^YSICIANS^rSUEGEONS4 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts Phone 21 834—Office tímar 3-4.3C Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðta lstfmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 20É Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3-5 e. h. 21« SHERBURN ST. Slmi 30 877 DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir 212 Curry Bldg., VVinnipeg (Gegnt pðsthúsinu) Sfmi: 96 210 Heimils: 28 086 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOinffur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Avc. P.O. Box 1656 PHONES S5 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Tclephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET RUSINESS CARDS PRESCRIPTIONS FILLED CAREFÚLLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG.. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrlfstofu talsími: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 662 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., tVINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaOur i m.iObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Ouests *

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.