Lögberg - 26.05.1938, Side 1

Lögberg - 26.05.1938, Side 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. MAl, 1938 Góður gestur — gott málefni Þann 33. júní næstkomandi eiga Uundarbúar von á góðuim gestum. Þá verða þar á samkomu tveir merkir menn og þjóðkunnir: þeir professor Kirkconnell frá Wesley skólanum og Guttormur skáld Gutt- ormsson frá Riverton. Kirkconnell er alveg einstakur maður í sinni röð og hefi eg tvisvar sinnum áður skrifað um hann í ís- lenzku blöðin. Hann er talinn mesti tungumála- maður, sem nú er uppi, ekki ein- ungis hér í Canada — heldur í víðri veröld. Hann er skáld og bók- mentamaður og hefir þýtt ljóð á enska tun<gu af 52 (fimmt'íu og íveimur) tungumálum. Hefir hann verið sæmdur nafnbótum og heið- ursmerkjum í svo að segja öllum löndum Evrópu, að imeðtöldu ís- landi. Hann hefir sérstaklega ritað mikið og lofsamlega um íslendinga og virðist hafa tekið andlegu ást- íóstri við þá. Hann hefir hiklaust lýst því yfir í ritum sínum, að Stephan G. Stephansson sé mesta skáld allra þjóða, sem Canada hafi átt; hefir hann þýtt heilmikið eftir Stephan. Kirkconnell er einn hina afkasta- mestu manna í bókmentalegum störfum, semi sögur fara af. Hefir hann t. d. núna nýlega ort hvert kvæðið á fætur öðru í bókmenta- deild Free Press (laugardagsblað- ið). Eru það alt myndumskreytt söguljóð úr frumbýlingslífi Mani- toba. Kirkconnell hlakkar til að koma í þanrf bæ, sem honum hefir verið sagt að alíslenzkastur væri allra bæja í öjlum heimi utan fslands. Það er Lundar. Efast eg alls ekki um að Lundarbúar hlakki eins mik- ið til þess að sjá hann og heyra, eins og Ihann hlakkar til þess að mæta þeim. Um hinn gestinmþarf ekki margt að segja. Guttormur J. Guttorms- son J>arf ekki neinnar kynningar. Sá sem orti “Sandibar,” “Sál húss- ins,” “Þorra,” “Eldfluguna,” “Góða nótt” o. f 1., á sér svo veglegt og varaníegt sæti meðal íslenzkra skálda, að hann þarf hvorki á lýs- ingu né meðmælum að halda. Guttormur fer til íslands í sum- ar, sem heiðursgestur; boðinn þang- að af íslenzku þjóðinni í virðingar- skyni fyrir þann mikla skerf sem hann hefir lagt til íslenzkra bók menta og skáldskapar. Þessir tveir imerku menn verða gestir að Lundar 3. júní næstkom- andi. Koma þeir þar fram á sam- komu, sem haldin verður til ^rðs fyrir gptt málefni: Það er til að- stoðar sumarheimili barna, sem stofnað hefir verið af Sambands- kirkjunni og er bygt að Hnausum, aðallega í því skyni að íslenzk börn frá Winnipeg fái tækifæri til þess að lyfta sér upp, skemta sér og styrkjast í sumarfriinu. Það verður óefað fjölm-ent að Lundar 3. júni; þar styðja góðir gesttr gott málefni. Slg. Júl. Jóhannesson. Góður gestur væntanlegur Fullvíst þykir nú, að fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins komi hingað á næstunni í fyrirlestra erindum hjá íslendingum vestan hafs, 'hr. Jónas Jónsson, fyrruim. dómsmálaráðherra fslands og núverandi formaður Framsóknarflokksins. Er hann, sem kunnugt er, einn af allra á- hrifamestu stjórnmálamönnum ís- lenzku þjóðarinnar um þessar mundir. Dr. lngimiundson verður staddur i Riverton þann 31. þessa mánaðar. Mr. og Msr. Daníel Backman frá Clarkleigh, Man., dvelja í borginni uun þessar mundir hjá syni sínum Dr. Kristjáni Backman og frú hans. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur fund í fundarsal kirkj- unnar á fimtudaginn þann 26. maí kl. 3 e. h. Mæður fermingarbarn- anna verða gestir félagsins. Miss Florence Johannson, kenslu- kona frá Zhoda, Man., er nýkomin til borgarinnar í hemisókn til for- eldra sinrfa, þiéirra Mr. og Mrs. Johann G. Johannson. To rent for summer months, furnished cottage at Gimli, t'nree bedroomis, living room with open fireplace, large grounds fenced in. Apply to Columbia Press. Old Timers’ Dans verður í River- ton Hall á föstudaginn þann 27. maí kl. 9 e. h. Woodland Orchestra undir forustu Hannesar Kristjáns- son frá Gimli spilar við dansinn. Mr. Steve Sigurðsson verður dans- stjóri. Búist er við miklrf fjölmenni. Mr. Sq/fanias Thorkelsson verk- smiðjueigandi, kom heim um síð- ustu helgi úr sex vikna ferðalagi suður ufti Bandaríki. Hitti hann all- margt íslendinga í Californiíu, Washingtonríki, Vancouver og ef til vill víðar. í kvæði S. E. Björnssonar til Lifmans hjónanna, sem birt var í síðasta blaði slæddist inn prentvilla í 2. linu 3. erindis; þar stendur “land” fyrir “lund.” Þetta eru les- endur vinsamlega beðnir að taka til athugunar. Mr. Gunnar B. Björnson, frá Minneota, Minn., og börn hans þrjú, Valdimar, Jón og Helga, komu til borgarinnar á laugardagsmorguninn til þess að vera við útför Kristjáns heitins Backmans frá Lundar, sern fraim fór frá útfararstofu Bardals hér í borginni þá um daginn. OTVARP Ákveðið er að hið fjórða útvarp Hins. ev. lút. kirkjufélags fari frarn fimtudaginn 26. maá (í kveld) kl. 8.30—9, frá útvarpsstöðinni CJRC. Séra E. H. Fáfnis flytur ræðuna og söngflokkur frá Argyle aðstoðar. Meðlimum Heimilisiðnaðarfélags- ins er hér með tilkynt að hin fyrir- í.iugaða heimsókn til Mrs. Churchill í Sturgeon Creek, verður á laugar- dags eftirmiðdaginn 28. maí 1938, ef veður leyfir. Þær félagskonur, er ætla sér að vera með, eru beðriar að tilkynna Mrs. Hannes Líndal, 46948; Mrs. Albert Wathne, 35 663; eða Mrs. P. J. Sivertson, 33 400. HEIMBOÐ í tilefni af gullbrúðkaupi foreldra okkar, bjóðumi við vinum þeirra og fjölskyldunnar, að heimsækja þau á heimili þeirra, 118 Emily street hér í borginni á sunnudaginn þann 5. júní næstkomandi, frá kl. 2 e. h. og fram eftir kveldinu. Allir, sem kynnu að vilja heimsækja foreldra okkar, þau Mr. og Mrs. A. G. Polson þenna áminsta dag, eru hjartanlega velkomnir. Winnipeg, 23. mai 1938. Börn Polson fjölskyldnnnar. Mr. Walter J. Lindal, K.C., er nýlega kominn austan frá Ottawa af ársþingi Liberal samtakanna i Canada. Fregnir af veglegum hátíðahöld- um i tilefni af gullbrúðkaupi þeirra séra N. Steingríimis Thorlákssonar og frúar hans, verða að biða næstu viku vegna rúmleysis í blaðinu. Árslokahátið Jóns Bjarnasonar skóla er ákveðin i Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. á föstudaginn i þessari viku (27. maí) ; samkoman hefst kl. 7.30. Ræðumaður er mentamálaráðgjafj Manitoba-fylkis, Hon. Ivan Schultz. Allir velkoimin- ir. Gjöfum til skólans veitt mót- taka. Frú Jóhanna Jónasson, kona Jónasar Jóassonar, áður mjólkur- sala í Selkirk, kom hingað frá Is- landi á sunnudagsmorguninn í heim- sókn til 'Sona sinna þriggja, þeirra Hafsteins, Gúðmundar og Ottos, er allir eiga heima í þessari borg. Samkepni í framsögn á íslenzkum ljóðum fer fram í kirkju Gimli lút- erska safnaðar, mánudaginn 30. maí, kl. 8.30 e. h. Fer samkepnin fram í tveirn þáttuim;: (1) börn innan tólf ára, og (2) börn. fyrir ofan þann aldur. Börn þau, sem að áliti dómara koma bezt fram, taka þátt i alsherjar samkepni, sem væntan'- lega fer fram á ársþingi Bandalags lúterskra kvenna snemma í júlímán- uði, Ýnrfslegt fleira á skemtiskrá. Frekar auglýst heimafyrir. Nefnd “íslendingadagsins” fyrir yfirstandandi starfsár, er sem hér segir: -Jón J. Samson, forseti Séra Philip Pétursson, vara-fors Davíð Björnsson, ritari Jóh. Sigurðsson, vara-ritari Jochum Ásgeirsson, gjaldkeri Asb. Eggertsson, vara-gjaldkeri Th. Thordarson, eignavörður Eiríkur A. ísfejd Erlendur Anderson Sveinn Pálmason Guðm. Féldsted, Gimli Th. S. Shorsteinson, Selkirk. Auk þess eiga ritstjórar íslenzku blaðanna venju samkvæmt sæti í nefndinni. Öldungurinn Jón Sveinbjörnsson Oddsted andaðist miðvikudaginn 11. maí að heimili sonar síns Jóns Svein- björnsonar í grend við Elfros, Sask. Hann var fæddur 30. nóv. 1852 á Oddstöðum í Lundareykj adal í Borgarf jarðarsýslu, sonur Svein- björns Arnasonar og Guðlaugar Kristjánsdóttur. Hann kvæntist 1876 Guðnýju Andrésdóttur, systur Andrésar Fjeldsted yngra á Hvitár- völlum og Þorbergs, sem dó hér vestra. Fluttust þau til Ameríku 1887, dvöldu í Argylebygð þar til 1903, fluttu þá vestur að hafi. Bjuggu í nánd við Blaine og síðar í bænum sjálfum. Fluttust til Sas- katcewan 1929 og voru þar til heim- ilis síðan. Dó Guðný fyrir þremur árum. Börn þeirra eru þessi: Thorkell í Braslorne, B.C., Jón J. við Elfros, Sveinbjörn og Guðjón við Kandahar, og Andrés í San Francisco. Voru þessi hjón merk og nrfkilsmetin hvar sem þau bjuggu. Jón var búhöldur góður, á- reiðanlegur og tryggur í lund, rétt-. sýnn og góðviljaður. Hans verður nninst sem göfugs skýrleiksmanns af samferðamönnum á lífsleiðinni. K. K. Ó. FUNDARBOD Almennur fundur Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn í fundar- sal kirkjunnar á þriðjudagskveldið 31. maí 1938, kl. 8. Tilefni fundar- ins er að kjósa erindreka til kirkju- þings, útnefninga til prests hér í söfnuðinum og önnur mál er lögð verða fyrir fundinn. (Signed) Albert IVathne, skrifari safnaðarins. Vegna feykilegs annrikis í prent- smiðjunni, sem og vegna Drotning- ardagsins, sem er lögskipaður helgi- dagur, var ekki unt að koma Lög- bergi út ií fullri stærð þessa viku, en fyrir þetta verður bætt seinna á árinu.— ÞAKKARÁV ARP Okkur langar til að þakka öílum kunningjum okkar og vinum sem hafa aukið ánægju okkar með þvi að senda okkur góðar gjafir og heillaóskir í tilefnj af giftingu okk- ar. Með kærri þökk til kunningja okkar og vina. Þorleifur K jartanson Margrét Kjartanson. Frá Edmonton (19. maí 1938) Herra ritstjóri Lögbergs:— Tíðarfarið hér um slóðir, hefir verið hagstætt fyrir allan jarðar- gróður það sem af er sumrinu, og bændur víðast hvar að ljúka við að sá í akra sína. Þann 7. maí vory gefin saman í hjónaband Mr. John D. McNaugh- ton og Joyce Marguerite Payzant, af Rev. Ilarold Stibbards, presti McDonald Baptista kirkjunnar. Er John D. McNaughton íslenzkiy i móðurættina, sonur þeirra W. S. og Kristjönu McNaughton í Edmon- ton; brúðurin er af enskum ættum og er ihér velþekt fyrir sönghæfi- leika sína. Hefir- hún verið um langan tíma “cotralto soloist” í “The Lyric Ladies Club Choir,” og oft skemt með söng sínum á opinberum samkomum; allir ættingjar og vinir ungu hjónanna óska þeim til lukku og farsældar í framtíðinni. Mis Salome Halldórson, M.L.A. frá Winnipeg var hér nýlega, til að sitja á fúndi sem Premier Aberhart kallaði til að mynda “Socjal Credit Association” fyrir Alberta, Saskat- chewan og Manitoba. Var Mr Aberhart nefndur til að vera for- maður þessa félagskapar, og eru nokkrir úr ráðuneyti hans embættis- menn í þessum félagskap. Aðalstöð þessa félagsskapar verður hér í Ed- monton. Mr. Wm. Johnson, kaupmaður frá Markerville, var staddur hér i borginni síðastliðna viku; var hann i verzlunarerindum. Þann 18. apríl vildi það slys til hér á járnbrautinni í East Edmon- ton, að maður lenti undir lestinni, sem var að fara á stað, og runnu tveir vagnar yfir ihann, áður lestin varð stönzuð; var maðurinn svo slasaður, að hann dó ,samstundis. Var lögreglunni strax tilkynt um slysið. Komu þeir strax og létu flytja líkið til útfararstofu Andrews Bros. Það fundust bréf í pjönk- úm, sem hinn framliðni hafði með- ferðis til Peter Jónasson, Stump Lake, Sask. Var bréfið frá bróður hans í Parkside, Sask. \ ar strax sent skeyti til lögreglunnar í Prince Albert, Sask. Kom bráðlega svar frá þeim, að hinn látni væri Peter Jónasson, 31 árs, frá Stump Lake Sask. Hann ætti konu og foreldra, Mr. og Mrs. J. Jónasson í Parkside, Sask., og var líkið sent þangað til greftrunar. Eg get umi þetta slys, því það virðist efalaust hafa verið íslendingur eftir nöfnuftum að. dæma. Það sem veitir mesta eftirtekt fólks nú á dögum, er það heimsæk- ir dýragarðinn í Borden Park hér í Edmonton, er gamla “Goldy”, 14 ára gamall (rfn, stór, sterkur og grimmúðlegur. Til að sýna að að hann er engin “nusta” má geta þess, að þegar vængir hans eru breiddir út, þá nú þeir yfir 9 fet. “Goldy” var náð á ungdómsárum, hátt uppi í klettaf jöllunum, suður í Bandaríkjum. Er hún búin að lifa hér í búri sínu í dýragarðinum einsömul og aldrei verið við karl- fugl kend, en hefir samt eignast tvo unga, sem ihenni virðist þykja mjög vænt um. Sagan um þessa fjölgun í fjölskyldu “Goldies” er þetta: Eins og áður er getið um, þá er'Goldy stór og grimm, svo eng- inn vogar sér inn i búr hennar, nema eftirlitsmaðurinn í dýragarðinum. Goldy er búin að læra það, að hann keaiur þar æfinlega faerandi hendi með blóðugan héra, hænu eða þá dúfu, sem Goldy þykir sælgæti, og hún gerir sér gott af. Fyrir liðug- um mánuði síðan tók eftirlitsmaður- inn sig til, og bjó til bezta hreiður í búrinu hjá Goldy, hnuplaði svo tveimur eggjutn frá einni af gæsun- um sem þar eru og setti þau í hreiðr- ið hjá Goldy. Eftir nokkra yfir- vegun fór Goldy og settist á eggin og sat á þeim, eins og lög gjöra ráð fyrir í 30 daga. Þegar úr eggjunum komu tveir gæsarungar. , Enginn veit hvað Goldy hugsar um þessa vansköpuðu arnarunga sína, en það lítur út fyrir að henni þyki vænt um þá. Mikið var rætt uim. þetta hér, á meðan Goldy sat á eggjum. Flestir spáðu þvi, að þegar Goldy sæi þessa unga sina, mundi henni ekki lítast á þá, og gjöra sér máltíð af þeim strax. Ekki var eftirlitsmaðurinn á því. Hann sagðist búast við þvi að Goldy mundi þykja eins vænt um þá, eins og þó þeir væru reglulegir arnarungar. Nú er Goldy búin að hafa þá í búrinu hjá sér í tíu daga, og alt farið vel, Nú eru margir að spyrja um það, hvort Goldy sé móð- ir eða stjúpa gæsarunganna. i -f " 4 4 STJÓRNMÁL Þá hefir kosningadagurinn í Sas- katchewan verið ákveðinn 8. júní. Premier Aberhart og helmingurinn úr ráðuneyti hans, lögðu strax af stað til Saskatchewan til að leið- beina kjósendum þar, hverjum þeir skuli gefa atkvæði sín. Sagt er að fjöldi af Social Credit þingmönnum héðan, þeim, sem eitthvert kjaftavit hafi, sé stefnt þangað til að veita Aberhart liðveizlu. Er þetta víst í fyrsta sinni í sögu Canada, að ein fylkisstjórn beiti sér fyrir þvi að ráða kosningaúrslitum í öðrum fylkjum með liðsöfnuði. Er ekki þetta að apa eftir öðru mesta ofur- menni heimsins, Hitler hinum þýzka. Þó þessi innreið Aberharts í Saskat- chewan sé-aðeins eitt af hans skripa- látum, þá sýnir það, eins og svo margt annað, sem hann hefir gjört, hvað honum mundi verða það þókn- anlegt, að geta orðið hér einráður, eins og Hitler á Þýzkalandi. Það er ekki ástfeðulaust, að í mörgum pörtum Canada, og i Bandaríkjun- um, er farið að benda á Alberta sem gróðrarstöð fyrir fasisma i Canada. Ekki er það líklegt að Soeial Credit skútan fái eins góðan byr í seglin í Saskatchewan, eins og hún fékk í Alberta 1935. Þar er af- staðan alt önnur en var í Alberta á þeim tíma. Social Credit var þá nýtt og óreynt. Margir af þeirn, sem ekki lögðu neinn trúnað á öll þau öfgafullu loforð Mr. Aberharts og “yes” manna hans, voru samt svo talhlýðnir, að þeir gáfu þeim at- kvæði sín, til þes að gefa þeim tæki- færi til að sýna það, að þeir gætu gjört eins og þeir Iofuðu. 55% af kjósendum í Alberta gaf þeim at- kvæði sín, svo þeir unnu 56 þing- NTlMER 21 MISS FREDA OLIVER Þessi unga og efnilega stúlka Freda Oliver, R.N., er dóttir Mr. og Mrs. G. M. Oliver í Selkirk Hún er uppalin þar í bænum, og fékk mentun sína á barnaskóla og “Col- legiate” bæjarins. Nítján ára byrjaði hún að læra hjúkrunarfræði á Almenna spítal- anum þar i bænum, og útskrifaðist þaðan í fyrra með bezta vitnisburði (Honors). A síðastliðnu hausti tók hún einnig próf hjá Manitoba Asociation of Registered Nurses. Freda leysis starf sitt afbragðs vel af hendi, er dugleg og ástundunar- söm og hvers manns hugljúfi, er kynnist henni. sæti af 63. Nú hafði þeim verið veitt meira en þeir beiddu um. Nú hafð Aberhart og hans stjórn alt i sinni hendi. Meira vald en nokkur stjórnmálaflokkur hafði áður haft i Alberta. Það er nú flestum kunnugt um afrek “hinnar fyrstu Social Credit stjórnar í heiminum”; nú í nærfelt þrjú ár. Það imá skrifa þeirra stjórnmálasögu í fjórum orðum; óefnd loforð, táldrœgni og úrrœða- leysi. Þetta er þeirra saga á öllum svið- um. Nú er ekki nein ástæða fyrir kjós- endur í Saskatohewan að greiða at- kvæði sín i blindni með Social Credit. Nú geta þeir haft okkar þriggja ára reynslu i Alberta sér til leiðbeiningar. Ekki er það neitt ólíklegt, að reynt verði að brúka sömu tálbeit- una í Saskatchewan eins og brúkuð var í Alberta og reyndist svo vel þar. Svona til vonar og vara, þá hefir Mr. Wm. Irwin ex. M.P. verið fenginn til Saskatchewan á meðan á kosningum stnedur, til að minna Social Crediters á ýmislegt héðan, sem þeir nnáske vildu gleyma að geta um, og eins til þess að leið- rétta þá, ef þeir skildu fara óvar- lega með sannleikann. Mr. Trwin er öllu því kunnugur sení hefir gjörst hér á stjórnmálasviðinu, síð- an hin svonefnda Social Credit- stjórn komst hér til valda. Það er alveg óhætt að trúa honum til þess að leysa það verk vel af hendi. Þegar þetta er skrifað ’hafa Liberalar i Saskatchewan útnefnt 5i þingmannsefni, C.C.F. 30, og Con- servativar 22. Social Credit ætlar að útnefna mann úr sinnm flokki i öllum kjósdæmum. Kosningarnar, sem fóru fram í Saskatchewan 1934 féllu þannig: Liberalar fengu 206,191 atkvæði, og kusu 50 þingmenn; C.C.F., 103,- 582, og kusu 5 þingmenn, Con- servativar fengu 114,973 atkvæði, en enginn þeirra manna náði kosn- ingu. Það er fróðlegt að hafa þessi kosninga úrslit í Saskatchewan 1934 til samanburðar við úrslitin, sem verða í næsta mánuði. N. Guðmundson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.