Lögberg - 09.06.1938, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.06.1938, Blaðsíða 7
LOGBEŒtG-, FIMTUDAGINK 9. JÚNl, 1938 7 Stœrsti hellir heimsins Eftir Loft Bjarnason nmg. artium. Það er ekki á hverju strái a8 menn geti komist 500 fet undir yfir- borð jaröar, og dvalið í háreistum híbýlum höggnu'rw út með hendi náttúrunnar sjálfrar. Ef menn vöknuðu þar að morgni og sæu dropsteinahvelfingar í öllum regn- bogans litum og dropsteinasúlur. sem gnæfðu tröllslegar yfir höfði þeirra, myndu þeir halda að þeir væru komnir í einskonar Aladdins- helli, sem fyndist aðeins i heimi draumanna, en ekki hins blákalda veruleika. Þannig er þessu háttað með Carlsbad-helli í Carslbad í New Mexico. Það væri máske ofsagt, ef full- yrt væri að Carlsbad-hellir sé fall- egasti hellir í heimi, en hiklaust er óhætt að fullyrða, að hann sé særsti og stórfenglegasti hellir, sem mann- kynið þekkir. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði mun saga hans furðu merkileg, með því að hann hefir mótast frá örófi alda, og litauðgi hans og litskrauti er ekki unt að lýsa til neinnar hlítar, með því að þar verður sjón sögu ríkari. Til þess að gefa nokkra hugmynd líln stærð hellisins, má geta þess í upp- hafi, að stærsta hvelfingin í honum er 25 sinnum stærri en stærsta hvelf- ingin í hinum svonefnda Mammoth- helli í Kentucky, sem áður var tal- inn stærsti hellir heimsins. Fjöldi jarðfræðinga hafa komið í Cjarlsbad-hellinn, og eru þeir ásáttir um, að hann muni vera um 60 mil- jón ára gamall. Hann hefir mynd- ast á þann hátt, að vatn hefir sigið í gegnum mjúkan kalkstein, leyst hann upp og borið á brautu og þetta hefir tímans tönn ein megnað að vinna, enda eru hvelfingar þessar ekki taldar jafngamlar heldur hafa þær myndast s'mám saman. Náttúr- an hefir verið eigin efnafræðingur og unnið starf, sem kemur mönnum á óvænt og þeim finst ótrúlegt. í hellinum eru margar vistarver- ur, sumar svo smáar og lágar, að ekki er unt að standa þar uppréttur né ganga þar um, en aðrar miklu meiri um sig en Austurvöllur og mörgum sinnum hærri en Hótel Bbrg. Tildrögin til þess að hellir þessi fanst voru einkennileg eins og hell- irinn sjálfur. Á landnámstíð vestur- hluta Ameríku tóku landnemarnir eftir því, að miljónir leðurblaðkna áttu sér bólstað í stórri holu í fjalli einu 25 mílur í norðvestur frá Carlsbad. Á ihverjum morgni flugu þær inn í holu þessa til að taka á sig náðir, en á hverju kvöldi fyltist loftið af þessum leðurblaðknasveim sem þusti út úr holunni. Allir vissu um þetta, en enginn gaf því sérstakan gaum, þar til smalamaður einn, Jim White að nafni, fyltist forvitni, og einsetti sér að athuga holu þessa nánar. Hann fékk dreng nokkurn í lið með sér og með hans aðstoð rannsakaði hann milu eftir milu af þessum mikla helli og flóknu og torsóttu göngum. Hann fór í gegnum stór- ar jarðhvelfingar, en smálampa hafði hann meðferðis, sem lýsti ekki frekar, en þó heldur óveruleg- ar, en eldspýta i hinni miklu Kölnar-dó'mkirkju. Þrátt fyrir þessa uppgötvun hans þorðu fáif að fara með honum og fór hann því oft einsamall. Hann hafði mat meðferðs, lampa, áttavita, reipi og feiknamikið seglgarn, en án þess hefði hann ekkert komist, að minsta kosti ekki til baka, með -því að hann þræddi sig eftir seglgarninu út í dagsljósið aftur. Jim White gat ekki rannsakað nema lítinn hluta hellisins, en þó það mikinn, að hann sannfærðist um, að menn ættu að gefa honum meiri gaum, en gert hafði verið. Hann reyndi að lý&a fegurð hellisins fyrir mönnum, en þótt nokkrir létu að orðum hans og athuguðu þetta nátt- úrunnar viðundur og dáðust að mikilleik þess, fóru litlar sögur af hellinum og fæstir eða engir gerðu sér stærð hans í hugarlund. Jim White var maður fátækur, og átti þess engan kost að vekja athygli á hellinum með kostnaðarsömum auglýsingum. Fyrst eftir að ljós- myndari hafði tekið 'myndir af hell- inum, fóru menn að gefa honum gaum og streyma þangað, enda jókst aðstreymi til þessa landshluta mjög mikið vegna “guano”-sölu en þaðan var það flutt og selt fyrir ærið fé. Árið 1923 varð hellirinn eign rík- isins og varð þá einskonar “skemti- garður,” og nú er þar alt breytt frá þvi sem áður var, og hættulaust að fara inn í hellirin, enda geta menn jafnvel komist í lyftum niður hann. Vegir hafa verið lagðir u'm hellinn og brautir bygðar og ger- samlega er hættulaust að fara um hann þveran og endilangan, en til þess endist enginn. Þegar ríkið hafði náð eignarhaldi á hellinum, lét það fjölda manns rannsaka hann, ryðja brautir og hreinsa til í honum. Það eru tæp 30 ár síðan hellirinn fanst, en á ári hverju hefir ferðamannastraumur- inn aukist til þessa staðar. Upp á síðkastið hefir aðsóknin verið svo mikil að fólkinu hefir verið skift í tvo flokka. Fer sá fyrri af stað kl. 10 f. m. en sá siðari kl. 11 e. h. Menn geta ráðið því sjálfir hvort þeir fara heldur fótgangandi eða í lyftu upp og njður til þess að spara tímann, en ef farið er fótgangandi tekur það 5—6 klst. Ferðamenn eru flestir á vorin haustin, en fæstir á vetru'm, en að meðaltali koma þangað 1000 manns á degi hverjum. 1 upphafi máls míns vék eg að dropsteinunum, en það er í rauninni ekki unt að lýsa þeim svo í lagi sé. Ef menn hafa það hugfast, að drop- steinarir vaxa um ca. 2 cm. á 100 árum, geta menn reiknað út hve 5 metra hár dropsteinn er gamall. Þessir dropsteinar eru margir hverj- ir frá 5—10 metrar að hæð, og einn þeirra, sem kallaður er “Rock of Ages” — steinn aldanna — er tal- inn að vera að minsta kosti 50 miljón ára gamall. Þá má geta þess, að einn kletturinn er 20 metrar á hæð og fimm 'metrar að þvermáli og er talinn vera 60 miljón ára að aldri. Þess var áður getið að hellirinn hefir enn ekki verið rannsakaður til neinnar hlítar. Hellirinn skiftist i tvo hel'minga og er annar frekar fá- skrúðugur að meistaraverkum nátt- úrunnar, en í þeim hluta hellisins hafa leðurblöðkurnar sínar vistar- verur. Sú hellis'hvelfing er um V2 kilómeter á hvern veg og er friðuð, þannig að ferðamenn fá ekkj að- gang. Hin hellishvelfingin hefir verið rannsökuð að verulegu leyti, en hún greinist í marga sali, sem liggja í mismunandi dýpt, en eru flestir rúmlega 750 fetum fyrir neðan yfirborð jarðar. Þá er það vitað, að fyrir neðan þessa “hæð” er önnur, sem er 900 fet undir yfir- borðinu og enn önnur, sem er 1320 fet undir yfirborði jarðar, og vel getur verið um fleiri hellishæðir að ræða, en það er enn órannsakað, og verður ekki gert fyr en aðalhellirinn hefir verið athugaður til hlitar. Carlsbad-hellirinn er “lifandi hellir,” hann er enn í myndun. Vatnið er að móta hann og mynda dropsteina, nýja sali og nýjar hvelf- ingar, en breyta öðrum. Með því að hellirinn er “lifandi” eru drop- steinarnir tiltölulega mjúkir, gljá- andi og fallegir. Þegar vatnið hætt- ir að seitla í gegnuin hvelfingarnar og mynda dropsteina, þá er sagt, að hellirinn sé “dauður,” og drop- steinarnir þorna og harðna og verða ekki lengur ljómandi og leiftrandi. Vatnið, sem hér er að verki, fer liægt i sakirnar og með engu óða- goti. Dropi eftir dropa ber með sér ofurlítið af kalki, sem ekki er unt að greina, en smá'm saman fnyndast búningur, steinar og heilir veggir, en á öðrum stöðum vex á hellisgólf- inu grysjaður skógur af dropstein- um, eða súlnaraðir rísa upp, þráð- beinar og tignarlegar eins og súlur í grísku musteri. Upplausn af eyri eða járni felst einnig í vatninu og við það koma fram hinar dásamlegu litir súlnanna og hvelfinganna. Áhrif málmanna sjást bezt í hinum svokallaða the Fairies). Þar er gólfið og veggirnir rauðir, vatnið i botninum grænt og dropsteinanálarnar að ofan mjallhvitar. Litinir eru ekki sterkir, heldu skygðir og blæfallegir, eins og hálfgagnsæ slæða. Carlsbad-hellir liggur i suðaustur- horni New Mexico fylkis, hér um bil 150 'mílur í norðaustur frá E1 Paso, en sá bær er á landamærum Bandaríkjanna og Mexico. New Mexico er yngsta fylki Bandarikjanna og sameinaðist þeim árið 1911. Til þess tíma var það hluti af gömlu Mexico, en áður og fyr laut það land Spánverjum. Fyrir vestan New Mexico fylkið Arizona, mikið landsvæði, sem einkisvirði var talið, — heimkynni höggorma, skorkvikinda og skellinaðra, en sem er nú eitthvert ágætasta og frjósam- asta fyl'ki Bandaríkjanna vegna stíflunnar miklu í Colorado, sém ný- lega var bygð. Fyrir norðan New Mexico, er Colorado, en þar eru svo mikjj&r námur gujls, silfurs, blýs og eyrs í jörðu, að þær virðast vera ótæmandi með öllu. Að austan eru' fylkin Texas og Oklahoma, þar sem gnægð er af hinu svokallaða “fljót- andi gulli,” þ. e. a. s. jarðolíu, sem flýtur í miklum leiðslum frá iðrum jarðar. Að sunnan er Gamla Mexico, landið, sem nýja öldin hef- ir gleymt, en þar býr þjóð, sem lifir sama lífi og forfeður hennar gerðu fyrir tveimur hundruðum ára. Þar hafa Indíánar og Spánverjar barist í fyrstu, en síðan blandast saman, ^ en þar sem New Mexico var áður HELGI FRÓÐl Þegar eg var krakki að alast upp heima á íslandi, var mikið um ferðafólk, sem kallað var flakkarar. Mest bar á því á sumrin, því þá voru bæði konur og karlar á því ferðalagi. Sérstaklega eru það þrír menn, sem eg man mæta vel eftir; þeir voru á ferð vetur, sumar, vor og haust, hvernig svo. sem viðraði. Þeir voru þessir: Jón Þorsteinsson, miður rómaður flækingur, Fyjólfur ljóstollur, og Helgi fróði. Allir voru menn þessir sérkenni- legir mjög, hver upp á sinn máta. Það sem eg man til takta þeirra, finst mér Helgj fróði þó þeirra merkastur. Skal þvi ihér tínast fram það -sem eg man til þessa einkenni- lega manns. Helgi fróði var með hæztu mönn- u'mi og að því skapi þrekvaxinn; andlitið var stórt, en aðeins enni, augu og nef sáust; hitt af and- litinu huldi þykt og úfið skegg. Ennið var hvelft og hátt, nefið stórt, með liði, augun sáust ekki eins vel, því yfir þeim slúttu stór- ar, loðnar augabrýr, þau munu hafa verið dökkblá. Þegar honum var mikið niðri fyrir gat maður séð sem tindrandi gneistakast undan augna- brúnunum. Ilann hafði mikið, dökkjarpt hár og skegg, liklega hrokkið, því einlægt var það úfið. Hann var ekki snyrtilega til fara, en ekki óþokkalegur, og víst bar hann ekki neinn óþverra með sér eins og surnu af þessu fólki var hætt hluti af þessu landi svipar Ibúunutn einnig til Mexicana og í New Mexico helzt enn við lýði hin frum- stæða menning Indíánanna. Eg vil ekki skilja svo við Carls- bad-helli, að eg geti þess ekki hvern- ig ljósum er*þar fyrir komið frá hendi nútímatækninnar og véla- menningarinnar. 1 hellishvelfing- unni eru op frá hendi náttúrunnar, sem leiða ferskt loft inn í hellinn og gefa sumsstaðar nokkra birtu, en þó enganveginn fullnægjandi. í hell- inu'm er altaf sami hiti, 12.3 stig á Celsius, en loftið þar inni er gott og ferskt. Við hellinn hefir rikið látið reisa mikla rafstöð sem lýsir upp all- an hellinn. í þessum hluta hellis- ins eru 24 hvelfingar um 30 metr- ar á hvern veg, allar uppljómaðar með 50—2000 kerta ljósum. Leið- sögumaðurinn tendrar ljósin i þeirn hlutum hellisins, sem fram undan eru, en varðmaðurinn sér uro að slökkva þau, og er hellirinn þannig eitt ljósahaf framundan en myrkur og dularfullur að baki. Ljósum er þannig -fyrir komið, að þau sjást ekki, en skin þeirra fellur á hvelf- ingarnar, glitrar og titrar og endur- varpast um allan hellinn. Manna- verkin sjást ekki og hellirinn nýtur hinnar frumstæðu fegurðar til fulls, og allir, sem þangað koma, gleyma aldrei þeirri fegurð, sem þar ber fyrir augun, — gleyma aldrei “Aladdins-hellinum,” sem kendur er við Carlsbad í New Mexico. við. Þegar eg var á níunda eða ti- unda árinu, bar svo við, að Helgi kom að Búrfelli, það var u'in há- vetur i slæmri tið; hann bar, eins og æfinlega, stóran poka á bakinu; var það mest bækur og eitthvað lítilsháttar af fatnaði; bar hann líka með sér helzt nærföt og sokka. Eg býst við að riiammh, sem þá var ekkja, hafi kent í brjósti um karlinn og boðið honum að vera, að minsta kosti hélt hann þá til hjá okkur í tvær eða þrjár vikur. Frá þeim tíma man eg bezt eftir honum. Ekki man eg eftir að sjá Helga taka sér verk í hönd, ‘býst við að hann hafi ekki gert það. Einu sinni vildi roskin vinnukona, sem á heim- ilinu var, fá hann til að tæja ull; hann brást reiður við, en sagði þó að meir gerði griðka sú það af heimsku en illgirni, að ætlast til að hann lúti að svo auðvirðilegu verki. Á daginn lá hann oft uppi í rúm- inu sínu og las, oftast hátt, því ætíð var eitthvað af fólki inni. Stund- um var hann við skriftir; sat þá við borð, sem stóð undir stafn- glugga, þar mataðist hann líka. Sagði hann að húsbændum og gestum bæri að snæða við borð, en ekki á rekkju'm sínum eins og vinnuhjú Allar kvöldvökur las hann hátt fyr- ir fólkið, eins og þá var siður; mikla rödd hafði hann, og las víst mæta vel. En kúnstir hafði hann við lesturinn, sem ekki var þá títt. Þegar hann var að lesa áhrifamiklar sögur, spratt hann oft á fætur, og lék þá mennina, sem sagan var af. Varð hann þá stundum svaðalegur og sem eldur brynni úr augum hans. Á sunnudögum las hann í Vidalins postillu, varð hann þá hávær með köflum, og sló hnefanum í borðið, til frekari áherzlu. Þótti Sumu af fólkinu nóg u'm', og talaði um það í laumi, og hélt hann vitskertan. Bezt man eg eftir einu stefi, sem Helgi f ór með og lék; það var þetta: Sætan átti sjúkan mann, sér kaus dauða, ef lifði hann. Þegar Hel sér þrengdi inn, þarna er, segir hún, maðurinn. o. s. frv. Eg sé Helga ennþá, þegar hann lék dauðann, vaðandi inn baðstofu- gólfið, reiðubúinn að hremma her- fang sitt. Eg hugsá að eg hafi ekki verið sú eina i baðstfounni, sem var hrædd. Eg leit á mömmu. Hún horfði brosandi á karlinn, og skildist mér þá, að ekkert væri að óttast. Einu sinni náði Helgi í brúðu, sem við systur áttu'mi; hann barði brúðuna alla utan, kallaði hana skurðgoð, og hrækti á hana. Eftir þetta gættum við systur brúðunnar, svo að hún varð aldrei framar á vegi Helga. Ef einhverjum fórst verk klaufalega úr hendi, svo Helgi sæi, orti hann um það; aldrei kvað hann vísur sínar, en mælti þær fram; lék þá eða hermdi eftir, eins og það var þá kallað, þeim sem vísan var um. Mikið orti Helgi á meðan hann var hjá okkur; lærðum við krakk- ar margar vísurnar. En nú riian eg aðeins eina heila, hún var um Guðrúnu systur mína: Blið og fögur blómarós, betri en tunna, tunna; allra skilið ætti hrós, indæl Gunna, Gunna. Svipað þessu var alt sem hann orti; hvort hann gat betur, veit eg ekki. Eg hefi aldrei heyrt vísur eftir hann, nema það, sem hann orti á Búrfelli. Kátur var Helgi og spaugsainur, en aldrei man eg eftir að heyra hann hlæja. Mikið hélt hann upp á biblí- una’; sagt var að hann kynni hana utan að. Má vel vera að svo hafi verið; “fátt er það sem fortaka má.” Margar sögur voru sagðar eftir Helgaj roest um það hvað hann kom vel fyrir sig orðu'm'. Set eg hér eina þeirra. Helga bar að prestssetri einu laugardag einn; hitti hann prest og baðst gistingar. Prestur tók því vel, en segir í gletni: Hvar áttu heima núna, Helgi minn? — Veit ekki presturinn það, segir Helgi, að vér eigum hér engan blífanlegan samastað. Næsta dag, sem var sunnudagur, var veðrið svo vont að messufall varð; las þá prestur húslesturinn. Helgi hlýddi lestri sem aðrir; á eftir þakkar hann fyrir lesturinn með handabandi, en segir; Ekki hafði eg þau not af lestrinum, sem vera bar. Hvað bar til þess, segir prestur. Það, segir Helgi, að þegar prófasturinn er ný- byrjaður að lesa, kernur freistarinn til mín og segir: Helgi, Helgi, hvernig þykir þér prófasturinn lesa. Vík frá mér Satan, segi eg; hvað ber þér að dærna um lestur. í annan rnáta kemur freistarinn til mín og segir: Helgi, Helgi! Þykir þér ekki prófasturinn draga seim- inn. Og þá gat eg ekkert sagt, þeg- ar eg heyrði að freistarinn sagði satt. Helgi var að ná sér niðri á prestinum fyrir að hafa spurt um heimilisfang hans kvöldinu áður. Skyldi ekki Helgi fróði, eins og svo margir aðrir, hafa verið á rangri hyllu í lífinu. ♦ Borgið LÖGBERG I INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. BreiðfjörÖ Bellingham, Wash.............Ami Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask................S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask..............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota........ Jónas S. Bergmann Gerald, Sask....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Hecla, Man.................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Husavick, Man.................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask..................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask. ..........J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld Oakview, Man.............................Búi Thorlacius Otto, Man....................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash.............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.................O. Sigurdson Reykjavík, Man.................Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash...................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarssor Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson og —Sunnudagsbl. Vísis. Molar úr minnisskrínu Guðrúnar H. Fredrickson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.