Lögberg - 30.06.1938, Blaðsíða 6
e
LÖGBMG,, FIMTIIDAGINN 30. JÚNI, 1938.
QirilftRIMM
| Eftir GEORGL I OWEN j WM BAXTER |
XV.
Sheriffinn tekur til starfa.
Algie Thomas gamli var orðinn enn meir
hugsandi og fátalaðri en áður, ef hann var
spurður, hvers vegna hann væri svona, svar-
aði hann hreinskilnislega:
“Nú er annað hvort um líf hans eða
mannorð mitt að tefla- ” Og um kvöldið yfir-
gaf hann veitingahúsið, þaðan sem Tom Con-
verse hafði flúið á svo undursamlegan hátt.
‘ ‘ Og grunur minn er sá, ’ ’ bætti hann við, ‘ ‘ að
það verði eg, sem lýt í lægra haldi. Þetta er
sá fyrsti maðor, sem eg hefi álitið bandsjóð-
andi vitlausan. Gæti nokkrum dottið í hug
að pilturinn væri svo ósvífinn að koma upp í
sólbyrgið til mín og tala við mig, rétt eins og
við værum gamlir félagar! Nei — nei, þegar
einn þorpari vogar sér svo mikið við mig, þá
er það sönnun um það, að Algie Thomas
gamli er að verða búinn að vera. Eg sá
reyndar, að hann var knálegur maður, enda
sneri hann á Alec McGregor og Johnson, en
hverjum átti að detta í hug, að Skugginn væri
svona ungur og liti jafn ánægjulega út með
öll þessi morð á samvizkunni ? En hinn hlæj-
andi er verri en sá, sem minna lætur yfir sér,
og eg get ekki farið róiegur í gröfina fvr en
það er útkljáð, hvor okkar er sterkari. Kann-
ske er eg nú of gamall til að leggja af stað í
þannig æfintýri, en eg skal gera mitt ýtr-
asta.”
Algie Thomas gerði líka eins og hann
hafði sagt. Reyndar þaut hann ekki af stað
út úr bænum að leita; en þegar hann hafði
sofið góðan blund, lagði hann á hest sinn og
fór svo einn af stað.
Hann var ekki kominn langt, áður en
var kallað og hrópað á liann. Jess Sherman
hafði horfið af heimili sínu um nóttina, og
undir morguninn hafði hesturinn komið með
hnakknum á, en án eigandans. Hvað gat hafa
orðið af Sherman? Það, sem menn vissu,
var, að hann hafði háttað án þess að vita, að
Skugginn var sloppinn af veitingahúsinu.
Aigie Thomas tók strax forustuna við að
leita að Sherman. Fyrir mann með sömu
reynslu og sheriffinn hafði í þessum efnum,
var þetta ekki svo mikill vandi. Þeir fundu
slóðann eftir hest Shérmans strax, hann lá
yfir gljúpan jarðveg, lá án nokkurra útúr-
dúra beint að rjóðrinu í skóginum.
Þar lá Jess Sherman með andlitið upp í
loftið og rauðan blett í miðju enninu. Meiri
hlutinn af hópnum, sem var með sheriffanum,
sneri nú heimleiðis með líkið, en Algie
Thomas og nokkrir aðrir héldu áfram. Líkið
var nú fundið og þau spor, sem lágu frá
staðnum, þar sem þetta voðalega verk hafði
verið unnið, hlutu að vera spor morðingjans.
Það lá alveg bein slóð að húsi Plummers.
Þar hafði morðinginn stigið af baki. Algie
steig einnig þarna af baki og fylgdi nókvæm-
lega sporunum með fram húsinu.
Viljið þið sjá þetta herbergi hér í end-
anum,” sagði hann við fylgdarmenn sína,
sem eftrvæntingarfullir komu á eftir gamla
manninum. “Á eg að segja ykkur, hver það
er, sem sefur hér?”
‘ ‘ Hver ? ’ ’ spurðu þeir. ‘ ‘ Hefir þú komið
þar upp, sheriff ? ’ ’
“Aldrei, en eg þori að ábyrgjast, að
þetta er herbergi Sylviu Rann.”
Muldur, fult af áhuga, var svarið, sem
hann fékk.
Skrifaði Skugginn ekki bréf skömmu
ef’tir að ráðist var á hann í rjóðrinu? Skrif-
aði hann ekki, að hann mundi koma aftur og
þá sk>ldu þessir þrír launmorðingjar fá nýj-
ar fréttir af sér? Já, hann sagði það og hefir
líka efnt það. Hann er kominn til baka, og
Jess Sherman er sá fyrsti, sem hann nær í.
En hvað gerði Skugginn svo eftir að hafa
unnið þetta verk? Hann fór beint til Sylviu
til að segja henni, að hann væri kominn aftur
til hennar, og hann væri búinn að gera upp
reikningana við einn óvina sinna. Finst
ykkur það hljóða nokkuð ólíklega?”
Þeir fylgdu sheriffanum í þessu móli
sem öðru, og héldu svo allir inn í húsið.
Sheriffinn hitti Sylviu Rann frammi í eld-
húsi.
“Um hvert leyti var það, sem Skugginn
kom í nótt, ungfrú Rann?” spurði sheriffinn.
“Það var . . .” Hún þagnaði í einni
svipan, en sá, að hún hafði talað af sér.
“Hann hefir komið til að segja yður,
hvað hann hafði unnið, var það ekki, ungfrú
Rann?”
Sylvia svaraði ekki, en það voru komnir
rauðir blettir í kinnarnar; s'amt leit hún ekki
undan, heldur horfði beint í augu sheriffans
með sínu rólega augnaráði.
“Verið óhræddar, eg kom ekki til að
reyna að fá yður til að segja nokkuð, sem
hægt væri að hylja lengi, því megið þér trúa.
Jess Shermans var saknað strax í morgun,
og við komum núna ofan frá rjóðrinu, þar
sem við fundum líkið ...”
Ógurlegt hræðsluóp frá ungu stúlkunni
stöðvaði hann í frásögninni.
“Jess Sherman dáinn?”
Það var ekki nokkur’ efi á, að geð'shrær-
ing hennar var ósvikin. Hún reikaði til á
fótunum, greip höndum fyrir andlitið,- líkt
og þessi frétt hefði blindað hana. Þannig
stóð hún um stund, með beygt höfuð og titr-
andi yfir allan líkamann.
Hann hafði komið til hennar og farið að
tala um ástir og hjónaband, — eftir að hafa
unnið þannig ódæðisverk! Komið til hennar
með mannablóð á höndunum! Það hafði alt
af verið eitthvað við hann, sem aðvaraði
hana! Þessi hræðslutilfinning, sem hún
hafði fundið til í fyrsta skifti, sem hún talaði
við hann, — hafði einnig gert vart við sig
í nótt, pegar hann var í herberginu hjá henni.
ög þessa stundina kom hræðslan með þúsund-
földum mætti. Hann hafði alt af verið glæpa-
maður myrkursins, og það mundi hann alt af
halda áfram að vera.
Algie Thomas gekk til hennar.
“Vina mín,” sagði hann, “eg hefi heyrt
heilmikið um yður, en þótt eg hefði aldrei
heyrt neitt og aldrei séð yður fyr en nú, þá
er eg viss um, að þér eruð bæði góð og réttlát
stúlka. Hvaða samband, sem er milli yðar
og Skuggans, þá skal eg ekki skifta mér af
því. En eg vildi gjarna-segja yðar vegna, að
þér ættuð að hugsa yður vel um, áður en þér
takið nokkra ákvörðun. Er það líka ekki
undarlegd, að stúlka eins og þér munduð
bindast svona manni? í tvö ár hafið þér
ekki svo mikið sem litið við nokkrum af ungu
mönnunum hér í grendinni. Vegna þess að.
Skugginn hefir alt af ríkt í huga yðar. Og nú
er hann kominn aftur, og það fyrsta, sem
hann gerir til að sýna gleði sína yfir að sjá
yður, er að myrða mann ...”
Hálfkæft óp kom frá ungu stúlkunni.
#Svo sneri hún sér við og flýði út úr eldhúsinu.
Frú Plummer, sem var komin og þegjandi
hafði hlustað á orð sheriffans, ætlaði að
meina Sylviu útgöngu, en sheriffinn hristi
einungis höfuðið við því.
“Þáð þýðir ekki neitt, þegar liún er
svona, orðin fara út um annað eyrað og inn
um hitt, frú Plummer. Eg hefi sjálfur verið
kvæntur og átt eina dóttur, svo að eg þekki
það. En eg hugsa, að hún muni hugsa sig
alvarlega um, áður en hún sér þenna herra
aftur. Hún snýr sér núna í aðra átt, frú
Plummer, yður er óhætt að treysta því.”
Því næst yfirgaf hann húsið og sendi
fylgdarmenn sína í burt. Hann sneri aftur
til bæjarins, að hann sagði, og reið svo í þá
átt og hinir hurfu í mótstæða átt. En jafn-
skjótt og þeir voru horfnir, sneri hann til
baka þangað, sem spor morðingjans lágu.
Þaðan fylgdi hann sporunum — frá húsi
Plummers. Við þessa vinnu vildi hann helzt
vera einsamall. Nú fann hann spor hestsins
og byrjaði hægt og rólega að rekja þau.
Það var eins og við var að búast, ekkert
létt verk, sem hann var byrjaður á. Flótta-
maðurinn hafði gert alt tii að skýla sér, riðið
margar mílur yfir grýttan jarðveg, þar sem
ekkert spor var sýnilegt. Á einum stað hafði
hann riðið yfir vatnsfall. Sheriffinn fann
staðinn, þar sem hann hafð lagt út í, en þurfti
svo að ríða aftur og fram, áður en hann fann
sporin hinum megin. Sheriffinn þurfti sem
fyr að taka á þolinmæðinni, en hann var mað-
ur, sem vann verk sín vel og flýtti sér ekki um
of. Það eitt vissi hann, að Skugginn mundi
halda sig öðru hvoru nálægt bústað Plummers
vegna Sylviu. Og áreiðanlega fyr eða síðar
heimsækja hana eða ná tali af henni á einn
eða annan hátt.
Það var farið að líða að kvöldi, þegar
sheriffinn nam staðar. Myrkrið var að falla
á, og hann var líka ákveðinn í að hætta vinnu
sinni við svo búið, og snúa aftur til bæjarins,
þegar hann fann votta fyrir reykjarlykt.
Hesturinn hafði líka fundið lyktina, þótt
hún væri dauf, enda lyfti hann höfðnu hátt
og frýsaði. Fyrir hestinn þýðir reykjarlykt
tvent ólíkt. Það hræðilegasta af öllum hætt-
um eða mannabústað, sem er tilbúinn með
hvíld og fóðri.
Sheriffinn stökk af baki, og gaf hestinum
bendingu um að bíða, og braut sér varlega
braut gegnum kjarrið. Það var þaðan sem
reykurinn kom. Ekkert skógardýr hefði get-
að komist hljóðlegar í gegnum þetta þétta
kjarr en sherififinn. Hann beygði greinarnar
til hliðar, svo að varla heyrðist minsta skrjáf.
Þannig komst hann, án þess að honum væri
veitt eftirtekt, í lítið rjóður, þar sem tveir
menn sátu andspænis hvor öðrum við lítið
bál, og á því stóð steikaraiipannai. Annar
þeirra var lítill, gildvaxinn og breiðleitur, og
auðsjáanlega hafði hann ekki rakað sig sein-
ustu fjóra til.fimm dagana.
Sheriffinn var ósjálfrátt viss um, að
þessi maður ætti þenna stirðlega hest, sem
stóð í rjóðrinu, en hinn hesturinn, með hina
vellöguðu hlaupafætur, var áreiðanlega eign
mannsins, sem sneri baki að honum; hann
gat ekki séð framan í hann, sá einungis, að
hann var allur grennri. Sömuleiðs var hann
viss*um, að það voru spor þessa manns, sem
hann hafði rakið. Þau spor gátu ekki verið
stigin af stuttfættum og stirðlegum hesti —
svo alt benti í þá átt.
Skyldi það vera Skugginn, sem hann stóð
og horfði á bakið á?
Algie Thomas lét fingurna renna yfir
skammbyssuna og athuga, hvort hún væri
ekki öll í lagi. Og þá gekk hann inn í rjóðrið.
Skeggjaði maðurinn æpti upp yfir sig,
svo að sheriffinn vissi strax, að það gat ekki
komið frá manni, sem væri vinveittur rétt-
vísinni eða þeim, sem áttu að sjá um að henni
væri framfylgt. Hinn maðurinn, sem sneri
að honum bakinu, hreyfði sig ekki. Leit ekki
einu sinni um öxl, fyrst 'þegar sheriffinn á-
varpaði hann, let hann upp.
“Jæja, piltar,” sagði Algie Thomas, án
þess að nálgast skammbyssuna, sem hann
hafði stungið í hylkið, áður en hann fór úr
fylgsni sínu, “eg ætla að biðja ykkur að vera
rólega og það er óþarfi að' láta fingurna hvíla
á gikkjunum, því að eg hefi augun hjá mór,
get eg látið'ykkur vita.”
Maðurinn, sem hafði snúið bakinu að, leit
nú til hliðar, og sheriffinn sá vangasvip föla
mannsins, sem hann hafði talað við í her-
bergi Tom Oonverses á veitingahúsinu.
“Soottie, vertu rólegur, maður,” sagði sá
föli við skeggjaða manninn. “Þetta er bara
sheriffinn, Algie Thomas, eins og þú sérð.”
“ Algie Thomas,” sagði hinn og greip and-
ann á lofti. Það leit ekki út fyrir, að liann
væri jafn ánægður yfir komu sheriffans og
félagi lians virtist vera. Hann hvítnaði al-
veg upp og var skelfingin ein uppmáluð.
“Já, ” sagði hann og hnykti höfðinu ör-
lítið til, “það er sheriffinn, hann getur ekki
orðið þér neitt til baga. Setjist niður, sher-
iff, og lofið okkur að heyra, hvað það er, sem
nú er á ferðinni.”
Þessi vliðmótsþýða móttaka kom brosi
fram á varir sheriffans, en brosið hvarf smátt
og smátt, þegar hann fór að athuga andlit
föla mannsins vel, sem hann hafði ekki haft
tækfæri til fyr. Hann tók eftir ýmsu, sem
hann hafði ekki séð fyr: Hinn harðlegi, ill-
úðugi munnur, þessi dökku augu — þetta var
andlit, sem mundi heilla marga stúlkuna, en
karlmenn mundu liugsa sig um, áður en þeir
treystu á liann. Augu hans voru leyndar-
dómsfull, en glampinn í þeim sýndi, að það
færi ekki margt fram hjá honum.
“Þig hefi eg hitt áður, félagi, ” sagði
sheriffinn, “ en eg man ekki hvað þú heitir. ’ ’
“Jim Cochrane.”
“Það er rótt, Jim Cochrane, eg ætla að
biðja þg að koma með mér.”
»‘Er þetta handtaka?”
“Það getur vel heitið það.”
Dökku augun hans neistuðu, á þessu
augnabliki vissi sheriffinn, að maðurinn hafði
verið kominn á fremsta hlunn með að grípa
skammbyssuna, en skyndilega hætt við, þegar
Alge Thomas lét sína leika hylkslausa í hönd-
um sér. Sheriffinn var búinn að læra ýmis-
legt á að umgangast þorparana í fjöllunum.
Líka sá hann það, að' litli maðurinn hafði ekki
jafn mikla hættu í för með sér og sá föli.
Hvílík ógn leyndi sér ekki bak við hina ár-
vökru ró.
“í hvaða tilgangi, mætti eg spyrja?”
sagði Jim Cochrane.
“Fyrir morð!” svaraði sheriffiim jafn
rólega, en samt viðbúinn að lileypa af tveim
kúlum, ef með þyrfti.
“Morð?” endurtók Jim Cochrane, og
blístraði aðeins. “Morð! Hver hefir verið
myrtur, og hvar?”
“ Jess Sherman. Morðið hefr verið unn-
ið í nótt eða snemma í morgun í rjóðri einu
hér í nándinni ...”
Maðurinn með föla andlitið hristi höfuð-
ið. “ Yður skjátlast núna, sheriff,” sagði
hann. “Yður hefir skjátlast, eg hefi ekkert
á mót því, að þér takið þann mann, sem hefir
drýgt morðð, en þér getið ekki eignað mér
heiðurinn fyrir slíkt verk. Scottie þarna
getur frætt yður á, hvar eg hefi verið í nótt og
það, sem liðið er á daginn.”
Ilvernig átti hann að taka þessu? Hugs-
anirnar flugu í gegn um höfuð sheriffans.
Þau spor, sem hann hafð rakið, voru mjög ó-
skýr og það gat hugsast, að brautin hefði ekki
verið rétt. Hann gat ekki streyst því fullkom-
lega.
“Jim hefir verið með mér,” sagði
Scottie, “í nótt og í morgun.”
“Hérna?” spurði sheriffinn strax.
“Hafið þið þá verið á ferðinni allan daginn?”
“Já,” sagði Soottie afundinn.
Þá lyfti heriffnn hendinni og benti.
“Hversvegna er þá svona hnakkfar ó
hestinum, mér er spurn?”
Hestur föla mannsins sýndi það ljóslega
að það var nýsprett af honum.
“Hann hefir ekki velt sér og eg hef ekki
kembt honum,” sagði Jim Coohrane rólega.
“Það er fullkomin skýring, sheriffi?”
“Fullkomin, það læt eg nú vera. Getur
þú svarið þessa lygi, Soottie.”
“Lygi! Þetta er engin lygi. Þetta er
sannleikur, sheriff Thomas. Eg get svarið
það vð . . . .”
“Hættið!” bauð sheriffinn kuldalega.
“Eg hefi aldrei getað hlustað á menn sverja
rangt. ’ ’
Hann stóð og horfði hugsandi á þessa tvo
menn. Hann hfaði ekki nóg við að styðjast,
til a ðtaka málið ákveðið fyrir. Áhættan var
of mikil. Hvaða sannanir hafði hann á hend-
ur Jim Coohrane? Aðeins efasöm spor. Það
var of lítið í svo mikilsverðu máli. Hann
hafði verið sannfærður um, að þau myndu
færa hann til svartdropótta hestsins og
Skuggans. En það leit út fyrir, að lionum
hefði fatast að þessu sinni. En hann var
viss um það, að sá mðaur, sem nefndi sig Jim
Cochrane, hafði drepið Jess Sherman. Það
var augsýnilegt, að tveir höfuðféndur Jess
Sherman höfðu verið á ferðinni um líkt leyti,
og staðreyndin var meiri sönnun en rökfærsl-
an. Skugginn var ekki hérna. Máske var
hann langt í burtu, en hér sat bara annar, sem
ekk var vanþörf að líta eftir.
Sheriffinn gekk eitt spor aftur á bak og
stakk skammbyssunni í hylkið.
“Vertu sæll, Scottie,” sagði hann.
‘ * Cochrane — eg hefi það á tilfinningunni, að
við munum sjást aftur og máske talsvert fást
við síðar meir.” Með þessum orðum gekk
hann rólegur á brott og hvarf inn í þyknið.
Varla var hann horfnn, áður en Soottie
andvarpaði eins og létt hefði verið af honum
fargi og ætlaði að segja eitthvað. En aðvar-
andi bending frá Jim Coohrane stöðvaði
hann, og það leið góð stund, þangað til Jim
Coohrane sjálfur rauf þögnina.
“Þakka þér fyrir,” sagði hann. “Þú
tókst í málið fyrir mig eins og góðum félaga
sómdi, Scottie, en ef þú hefðir sagt eitthvað,
hefirðu eyðilagt það alt saman. Þessi gamli
refur stóð bak við runnann til að hlusta eftir,
hvað við segðum.”
“Var það satt, sem hann bar á þig?”
spurði Scottie svo hræddur, að hann hvíslaði
því. “Hefurðu hlunkað á einn í nótt?”
“Eig?” sagði Jim Cochrane. “Það var
lygi, eg hefi ekki skotið Jess Shennaii, en eg
kæri mig ekki um að hafa þennan sporhund á
hælum mér. Hvers vegna skyldi hann ekki
halda sig heima við ? Það ætti við fyrir mann
á hans a'ldri. ’ ’
‘ ‘ Eg hefi heyrt, að það séu komnir í hann
mikilmenskuórar,” sagði Scottie. “Það er
sagt, að hann hafi einsett sér að elta Skugg-
ann uppi. En eg skil ekki, hvernig hann
liefir rakð sporiiTtil þín.”
Hann sat boginn með olnbogana studda á
hné sér, og starði með undirförlu og athug-
andi augnaráði á Jim Ooohrane. En liann
hristi einungis höfuðið.
‘ ‘ Skugginn ? ’ ’ sagði hann og hló við. ‘ ‘ Þú
heldur þó ekki líka, að eg sé konungur Eng-
lands, Scottie!”
“Hver er þá — Skugginn?”
“Það veit eg okki,” sagði Jim. “En
hann er maður, sem maður getur tekið ofan
fyrir. ”
XVI.
Fífldirfska Tom Converses
Tom Converse þaut í dauðans ofboði út
úr bænum. Það var sem undrahesturinn
fyndi óslitnn veg yfir allar þær girðinga-
flækjur og annað skran, sem var bak við
gripahús veitingahússins. Hvílíkur hestur,
þessi dásamlegi Captain! Það leit út fyrir, að
hann hefði kattarnef og sæi í myrkri, sem um
bjartan dag. Og hann hafði fullkominn manns
heila til að velja veginn. Hann stökk áfram,
og skyndilega lyfti hann sér yfir háa girð-
ingu, svo að Tom var næstum hrotinn af baki.
Undir eins og þeir voru komnir spölkorn
inn í skóginn, hægði þessi skynsama skepna á
sér. Það var eins og skuggi, sem liði á milli
trjábolanna yfir hina mjúku jörð, sem var
þakjn þykku, angandi furHjiálateppi. Há-
reystin í mönnunum, sem eltu hann, var langt
í burtu. Ópin og skotin í öllum áttum sögðu
honum, að þeir hefði mist af honum.
Loks komust þeir út úr skóginum. Tom
áði undir dálítilli hæð og fór að hugsa út í,
hvernig hann ætti að snúa sér í þessu.
Hann var algjörlega ringlaður af öllum
þessum viðburðum, en það var eitthvað ann-
að en hann væri hræddur. Heldur hafði þetta
kveikt bál æfintýraþrárinnar í brjósti honum,
og á þessari stundu gat hann lagt í alt, hvað
mikla hættu sem það væri. Nú sat hann á
baki dásamlegasta hesti, sem til var í heim-
num, og vissan um það jók hug hans og sjálfs-
traust.