Lögberg - 14.07.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 14. JÚLl, 1938
Hogíjevg
CJefiB út hvern fimtudag af
T a K COLUMB 1 A P RE S 8 L I UIT E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, ó»5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð »1 00 um áriS — Boruist fyrirfram
The "LögbergJ’ is printed and published by The
Coiumhia Prees, Ldmited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Auátur í námur
Vinur minn, Mr. Oddur Olafson, þing-
maður Rupertsland kjördæmis, hafði þrá-
faldlega boðið mér, að skreppa með sér aust-
ur yfir Winnipegvatn, en hann heldur uppi
sem kunnugt er, stórbrotnum vöruflutning-
um milli Winnipeg og námusvæðanna þar
eystra, San Antonio, Caribou Lake, Gunnar
Gold og ef til vill víðar; flutningsfyrirtæki
hans, sem svo er fullkomið að nýtízku búnaði,
að til fyrirmyndar má telja, gengur undir
nafninu Olafson Transportation Company,
og hefir Mr. Ólafson sjálfur með höndum aðal
framkvæmdarstjórn þess; hann hóf vöru-
flutningastarfsemi sína með smábát fyrir
tuttugu og fjórum árum, en hefir ávalt
verið að færa sig upp á skaftið unz svo er nú
komið, að fyrirtæki hans hefir ýms stórskip
í förum, auk fjölda vöruflutningsbíla; hefir
Mr. Óiafson með viturlegu framtaki sínu
skapað sér þá sérstöðu, er Islendingar vel
mega fagna yfir.
“Newton siglir frá bryggju í Winnipeg
klukkan fjögur á slaginu á laugardaginn, og
láttu nú verða af því að koma,” sagði Mr.
GMafson, er hann bauð mér í förina; þetta lét
eg ekki segja mér tvisvar, og þegar Newton
leysti landfestar, var eg einn í farþegahópn-
um, er hann hafði innanborðs. Veður var
milt, þó skúr og sbin skiftust á með köflum.
Ýmsa vini mína, auk Odds lög- og leiðsögu-
manns, hitti eg þegar á skipinu, svo sem Óla
kaftein bróður hans, hinn fræknasta sægarp;
duldist mér það ekki að eg var í góðra vina
höndum. títsýni beggja vegna Rauðár hið
fegursta, þar sem auðsætt var að samtaka
gróðraröfl höfðu undanfarandi verið að
verki; töf varð engin, að öð'ru leyti en því,
sem viðgengst, þegar farið er um flóðlok-
urnar; viðdvöl varð í Selkirk, er því næst nam
klukkustund; bættust þar nokkrir farþegar
í hópinn; ferðin þaðan út í ármynni gekk eins
og í sögu, enda eru nútíðar samgöngutæki
eins og Newton, harla ólík flatbotnuðu döllun-
um, er íslenzkir landnámsmenn urðu að sætta
sig í upphafi hins íslenzka landnáms á vest-
rænum slóðum. Farið var nokkuð að rökkva,
er norður kom á Winnipeg-vatn, og þar af
leiðandi ekki tekin í venjulegum skilningi sól-
arhæð; vitaskuld var áttavitinn til taks, þótt
lítt væri hans þörf, þar sem vitað var, að for-
ustumenn leiðangursins geymdi hann í koll-
inum, eins og títt er um sjóhetjur hins ís-
lenzka kynstofns. En hvað loftið var tært,
er.norður á Vatnið kom! Ekkert, sem fram-
ar minti á kveljandi borgarmolluna. Um
elleftu stundu var helzt svo að sjá sem gern-
ingaveður væri í aðsigi; himininn eins og
ketilbotn, en ský rofin annað veifið með eld-
glæringum og þrumufleygum; og svo kom
steypiregn. En þrátt fyrir öll þau undur,
truflaðist jafnvægi Vatnsins ekki agnarögn;
droparnir döluðu einn og einn hið milda yfir-
borð þess; það voru einu vegsunjmerkin.
I.aust eftir miðnætti munu flestir farþegar
hafa komnir verið í fasta svefn.
Að aflíðandi miðmorgni á sunnudaginn
vaknaði eg við það, að brytinn sagði mér með
fáum orðum í fullri meiningu, að um tvent
gætí verið að velja fyrir mig; annaðhvort að
rjúka í fötin umsvifalaust, eða eiga það á
hættu að svelta heilu hungri; það var með
öðrum orðum kominn morguriverðartími og
Newton hafði hafnað sig við English Brook.
Morguninn var lokkandi; útsýnið í hvaða átt,
sem litið var dulmagnað og auðugt að lit-
brigðum. Lengra fór Newton ekki; nú tóku
við vöruflutningabílarnir, er flytja áttu fólk
og varning næsta tveggja mílna áfangann; er
för þeirri lauk, var komið að Hole River;
beið þar stórt skip, er halda skyldi áfram
flutningum; eg furðaði mig fyrst í stað á því
hve ferming og afferming gekk undursam-
lega fljótt fyrir sér; en eftir því sem eg gaf
áhöldum öllum nánari gætur, hve hagkvæm-
leg þau voru, þvarr undrun mín í því efni.
Siglingaleiðin eftir Hole River glevmist
mér aldrei; hún var svo gerólík öllu, sem eg
hafði áður séð, nema ef vera skyldi ferðalagi
um Almannagjá, þó samlíkingin eigi vitan-
lega ekki við nema í vissum og þá næsta
þröngum skilningi; hamraveggir lykja um AI-
mannagjá; himingnæfandi, lóðrétt skógar-
belti, standa beggja vegna við Hole River,
svo að eigi sér nema í heiðan himininn; áin
liðast um skóginn í ótal bugðum líkt og
slanga, og svo mjó er hún sumsstaðar, að eigi
mun breiddin vera yfir fjörutíu fet; þegar
þessa rómantísku siglingaleið þrýtur, er num-
ið staðar þar sem heitir Government Landing;
hefir Olafson Transportation þar enn á ný
til taks vöruflutningabíla til þess að skila
vörum til áfangastöðva; þaðan fóru þeir
bræður með vörur til Caribou Lake, en ungur,
fyrverandi Rivertonbúi, Mr. Frank Ólafson,
bauð mér að stíga upp í bíl sinn og koma með
sér'til Bissett, þar sem hinar frægu San
Antonio gullnámur eru starfræktar. Bissett
er einkar þrifalegur bær með flestum nútíma
þægindum; ekki gafst mér þess kostur, að
kynnast innýflum jarðar eða fara niður í
námurnar vegna sunnudagshelginnar; unnið
er þarna niðri á þúsund feta dýpi, enrí ráði
mun vera að halda enn lengra niður á bóginn,
því mælt er, að náman verði því auðugri, sem
neðar dregur; sagt var mér að um hundrað
og fimmtíu manns nyti atvinnu í San Antonio
námunni, þar á meðal þó nokkrir Islending-
ar; hagur fólks í námubænum mun yfir höfuð
mega kallast góður. Góðkunningja minn, Mr.
Jón Haflið'ason, sem vinmargur er hér í borg,
hitti eg í Bissett; bauð hann mér samstundis
heim, og naut eg miðdegisverðar á heimili
þeirra hjóna; þau sögðu mér að það væri
fremur fátítt, að íslenzka gesti bæri að garði
þeirra; eg talaði alllengi vjð þau Hafliðasons
hjón, og laut samtalið mestmegnis að íslandi,
straumum og stefnum heima; dvöl mín á hinu
vingjarnlega heimili þeirra varð mér til ó-
segjanlegrar ánægju. Eín nú var ekki lengur
til setunnar boðið, því ferðaáætlan Odds lög-
sögumanns kallaði að; þar mátti ekki út af
bregða. Ferðin heim gekk einnig eins og í
sögu; viðkomustaðir voru þeir sömu á heim-
leiðinni, þó nú nyti maður sumra þeirra bet-
ur, eða réttara sagt útsýnisins umhverfis þá,
því enn var alllangt til sólseturs; veðurblíðan
hélzt með öllu óbreytt; yfirborð vatnsins
spegilslétt, en í mildri móðu böðuðu sig eyjar
og nes. “Nú stefnum við beint í ármynnið,”
sagði Oddur lögsögumaður við mig á þilfari
Newtons. “Um áttaleytið komum við til
Winnipeg,” bætti hann við. Úr því var geng- •
ið til rekkju. Það segir sig sjálft hvemig
vistin var um borð í Newton; ríkmannleg
veisla allan tímann.
Klukkan rétt fyrir átta á mánudagsmorg-
uninn, lagðist Newton við bryggju í Winni-
peg; það var margt einkennilegt, undurfag-
urt, sem fyrir augu mín bar á ferðalaginu;
nýir hulduheimar opnuðust; nýjar opinber-
anir um það, hvað margt býr í þokunni; þok-
unni, sem því er, samfara, að eiga sjaldan
heimangengt, og fara þessvegna á mis við
margvíslega fegurð svona rétt að segja undir
bæj arveggnum.
Mr. Oddi Ólafssyni, Óla kafteini og öðr-
um ferðafélögum mínum, er hér með innilega
þökkuð eftirminnileg og fræðandi skemtiför.
E. P. J.
Tímaritið “Dvöl” fimm ára
Eftir prófessor Richard Beck.
Ekki þarf að kynna vestur-íslenzkum
lesendum — þeim, sem á annað borð fylgjast
með íslenzkum mennngarmálum — tímartið
“Dvöl. ” Margvíslegt lesmál úr því hefir ver-
ið prentað upp í báðum íslenzku blöðunum
vestur hér, og ritsins auk þess getið þar oft-
sinnis. Um áramótin síðastliðin átti “Dvöl”
fimm ára afmæli, og þar sem mér barst hún
nýlega í hendur frá byr jun og þykir þar kenna
margra góðra grasa, sýnist mér fara vel á því,
að draga athygli manna að henni með nokkr-
um orðum.
Fyrstu þrjú árin var “Dvöl” fylgirit
“Nýja Dagblaðsins, ” og voru þessir ritstjór-
ar hennar á því tímabili: dr. Þorkell Jóhann-
esson, fyrsta árið, en þá tóku þeir Daníel
Jónsson, Vigfús Guðmundsson og Þórarinn
Þórarinsson við ritstjórninni og önnuðust
hana í rúmt ár, en tveir hinir síðastnefndu
eftir það. Vigfús mun þó hafa átt drýgstan
þáttinn í ritstjórninni á síðari hluta nefnds
tímabils; og síðan “Dvöl” hætti að koma út
sem fylgirit “Nýja Dagblaðsins” (desember
1935) hefir hann gengist fyrir útgáfu hennar
og annast ritstjómina.
Tilgangi ritsins lýsir Vigfús á þessa leið
í grein í desemberhefti þess 1935: “Dvöl
markaði sér strax sérstakt svið, þar sem var
að flytja mest stuttar úrvalssögur. Því hefir
verið kappkostað að halda áfram til þessa, og
að velja sögurnar yfirleitt eftir ágæta höf-
unda, — marga heimsfræga. Sögumar hafa
verið valdar með þeim ásetningi að þær hefðu
meira gildi—jafnt á ókömnum tímum, heldur
en æsandi augnabliks rómanar, sem sumt fóllc
kýs helst að lesa til að “drepa með tímann.”
Sama er úm fróðleik þann, er Dvöl
hefir flutt, að ekki hefir verið kapp-
kostað að miða Ihann sérstaklega við
það líðandi augnablik, þegar hvert
hefti var prentað. — Það hefir ver-
ið ætlunin að láta Dvöl flytja
skemtilegt efni, en þó sem mest af
því, er væri liklegt að yrði til meiri
hugsana um ýms vandamál mann-
anna.”
Þessi tilgangur er hinn lofsverð-
asti ,því að nóg mun nú á tímum
borið á borð fyrir lesendur á Is-
landi, eigi síður en hérlendis, af bók-
mentalegu léttmeti, reyfara-rusli og
öðru þesskonar. Og óhætt mun
mega segja, að “Dvöl” hafi reynst
tilgangi sinum trú. Þó ekki sé alt
jafn þungt á metum, sem hún hefir
flutt, þá hefir hún frá upphafi vega
‘sinna verið fróðlegt rit og skemti-
legt og fært lesendum margt góð-
meti og kjarnmeti í óbundnu máli
og stuðluðu.
Hún hefir birt sæg af úrvalssög-
um eftir marga bina víðkunnustu
rithöfunda Norður- og Vesturálfu,
ekki sízt sagnaskáld vorrar tíðar, og
með þeim hætti lagt merkilegan
skerf til íslenzkra þýðingabókmenta
En með slíku starfi er stórt spor
stigið í þá átt, að víkka bókmenta-
legan sjóndeildarhring almennings;
einnig má ætla, að slikt lesmál hafi
bætandi áhrif á bókmentasmekk
manna. “Dvöl” hefir einnig birt
sögur eftir kunn íslenzk skáld, bæði
þau, er rita á móðurmáli sinu, og hin
er skrifa á erlendum málum, t. d.
Gunnar Gunnarsson og Kristmann
Guðmundsson.
Ekki er það heldur orðið ómerki-1
legt eða ófróðlegt safn af fræðandi |
ritgerðum um ýms efni, sérstáklega
menningarleg og bókmentaleg, sem
“Dvöl” hefir flutt frá því að hún
hóf göngu sina, enda hafa ýmsir af
þjóðkunnustu og ritfærustu mönn-
um landsins af eldri kynslóðinni^
lagt henni til efni: dr. Sigurður
Nordal, dr. Alexander Jóhannesson,
prófessor Magnús Jónsson, Jónas
alþingismaður Jónsson, Ásgeir
fræðslumálastjóri Ásgeirsson og
Þorbergur ritlhöfundur Þorðarson;
sama máli gegnir um marga hina
þektustu yngri mentamenn og rit-
höfunda: Pálma rektor Hannesson,
Jón veðurfræðing Eyþórsson, Arnór
kennara Sigurjónsson, Sigurð
meistara Skúlason, Sigurð dócent
Einarsson, Sveinbjörn meistara Sig-
urjónsson og séra Svein Viking
Grimsson. Frá hendi ritstjórans
(Vigf. Guðmundssonar) hafa kom-
ið tímabærar og athyglsverðar hug-
vekjur um bjargræðisvegi þjóðar-
innar og menningarmál.
Kvæði þau, sem birst hafa í
“Dvöl,” yrðu einnig harla stórt safn
og fjölskrúðugt, væru þau komin í
einn stað. Af eldri skáldum, löngu
þjóðkunnum, hafa þar róið á borð:
Guðmundur Friðjónsson, Sigurður
Sigurðsson frá Amarholti, Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson, Hulda og
Jakobina Johnson; og af hinu
yngra skáldakyni: Jóhannes úr
Kötlum, Tómas Guðmundsson,
Böðvar frá Hnifsdal, Guðmundur
Böðvarsson og Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
I hinu tilþrifamikla minningar-
kvæði Guðmundar Friðjónssonar
um merkismanninn Björn Sigfús-
son frá Kornsá (9. ihefti 1934) eru
þessar meitluðu Ijóðlinur, og er rétt
eins og skáldið hefði horft yfir
grisjaðan skóg íslenzkra frumherja
vestan hafs, þegar hann orkti þær:
“Á upplöndum þynnist vor ein-
herjasveit,
sem áður á heiðarnar sótti til fanga,
um öxl sér i mannraunum ógjarna
leit,
í urðum og snarbratta þorði að
ganga.”
Ekki fatast Sigurði frá Arnar-
holti heldur strengjatökin í kvæðinu
til dr. Helga Péturss (16. hefti
1934) -t
“Það er siður, að staulast, stikla
stuttu skrefin á jörðu hér.
En tíman allan tröllið mikla
telur í ró á fingrum sér.”
Ljóðrænt og fagurt er kvæði
Huldu “Raunamenn” (21. hefti
1935) , s«m í raun og veru eru ham-
ingjusömustu mennirnir, þvi að þeir
fylgja skæru blysi hugsjónanna á
brautarenda, inn í skin ins binsta
kvelds hérna megin grafar. Ivoka-
erindið er þannig:
■“Við eygjum þá síðast við sólarlag,
eins og svani, er lyftast æ
hærra og hærra við hæsta tind,
serm hulinn er sólgulli og snæ.
Sem gangi þeir beint inn í drottins
dýrð
og dásemd, er verður ei orðum
skýrð.”
Góðkvæði þeirra Þorsteins Þ.
Þorsteinssonar og Jakobínu John-
son, sem komið hafa út i “Dvöl,”
hafa öll, misminni mig eigi, verið
endurprentuð vestan hafs.
Auk framannefnds efnis hefir
“Dvöl” birt vel samdar og fróðleg-
ar ferðalýsingar, eftir erlenda menn
og íslenzka, ritdóma, sagnafróðleik
og kýmnisögur. Hún hefir því haft
margt það til brunns að bera, er al-
þýðlegu fræði- og skemtiriti sæmir,
enda hefir hún eignast kaupendur
víðastíhvar á íslandi og vafalaust
einhverja vestur hér.
Þau tvö hefti þessa árs (6. ár-
gangs), sem út eru komin, halda vel
í horfinu hvað fjölbreytni og at-
hyglisvert innihald snertir, og er öll
ástæða til að ætla, að sama verði
upp á teningnum framvegis. “Dvöl”
verðskuldar því stuðing fróðleiks-
hneigðra manna og þeirra, er góðum
bókméntum unna. Árgangurinn
kostar 6 krónur, og er utanáskrift
ritsins: “Dvöl,” Rieykjavík.
VBL AD VERIÐ
Kvikmyndaleikarinn Clark Gable
hefir sýnt, að það er ekki aðeins í
kvikmyndum sem hann getur leikið
hetjur heldur og í veruleikanum. Á
dögunum, er verið var að taka lcvik-
mynd þar sem Myrna Loy féll :
brennandi flugvél til jarðar, vildi til
slys og Clark Gable bjargaði leik-
konunni úr hinni brennandi flugvél
og hætti þar með lífi sinu . Kvik-
myndatökumaðurinn hafði vit á að
taka myndir af björguninni svo ve’
má vera að þær komi með á kvik-
myndinni.
Nokkrar perlur úr
íslenzkri ljóðlist
Eg hefi oft verið spurður að þvi
hér vestra, hver hafi verið mest
skáld á íslandi, og að þvi hefi eg
einnig verið spurður hvaða íslenzk
vísa sé bezt ort. Eg vil nú með
Þegar þér sendið
peninga í burtu
Gerum vér allar ráðstafanir til að senda pen-
inga yðar heim hvar þér eruð staddir, eða til
hvaða staðar sem er í Canada og Bandaríkj-
um. Þetta kostar lítið og þér getið reitt yður
-á að peningarnir komast til hins rétta hlut-
aðeiganda.
THE ROYAL BANK
. OF CANADA
Eignir yfir $800,000,000
leyfi og aðstoð “Lögbergs” leitast
við að svara þessum spurningum
eftir minni beZtu sannfæringu.
Frá því að ísland byrjaði að
byggjast (874) og alt til þessa dags
(1938) hefir íslenzka þjóðin átt
hvern skáldsnillinginn ágætari, og
það svo að þar verður ekki á milli
séð, en perlur í íslenzkri ljóðlist,
fyr og síðar, má næstum segja að
séu óteljandi eins og vatnsdropar í
hafinu eða stjörnur í himingeimn-
um. Eg vil aðeins taka hér upp ör-
fáar listaperlur og aðeins eftir fáa
af þjóðkunnum óðmæringuni. Hér
eru tvær eftir Bólu-Hjálmar:
“Tíðin eyðist, dvínar dagur,
dygðin launuð klæðist;
kyrðin sneyðist, hlýnar hagur,
hrygðin kaunuð græðist.”
“Þekki eg óminn þessa hljóms,
þarf ei umtal meira;
nálæg þruma dauða og dóms
dunar mér við eyra.
Og hér læt ef tvær eftir Stephan
G. Stephansson.:
“Herð þig sveinn og hræðst ei neinn,
Hrjóti fleinn og kastist steinn,
Stríddu einn og stattu beinn,
Sterkur og hreinn—þó verðir seinn.”
“Köma nú að meiða mig,
minar lúa-stundir.
Eru að búa, stig við stig,
strand og fúann undir.”
Jæja, landar góðir; þessar fjórar
visur hér að framan bera sjálfar
vitni um rameflda rímsnillinga. —
Hér koma tvær eftir Kristján Jóns-
son:
“Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt eg sveima,
nú er horfið Norðurland,
nú á eg hvergi heima.” .
“Aldrei græt eg gengna stund,
en gleðst af því, sem líður;
ljóst eg veit að læknuð und
lengúr ekki svíður.”
Þá vil eg mega koma hér með
tvær gullfallegar vísur eftir óðsnill-
inginn Pál Ólafsson:
“Hjá mér tróðan haukleg stóð,
•hvarma flóði tárið.
Batt mig góðum faðmi fljóð,
fagurt glóði hárið.”
“Brennheit láin brúnum frá
bitran tjáir harminn;
dúki sá eg björtum brá
bauga-gná um hvarminn.”
Tvær perlur koma hér eftir
Hannes Hafstein:
“Alla daga Dynjandi
drynur ramma slaginn.
Gull i hrönnum hrynjandi
hverfur, alt í sæinn.”
“Taktu’ ekki níðróginn nærri þér;
það næsta gömul er saga:
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ortnarnir helzt vilja naga.”
Eg get ekki stilt mig um að bæta
hér við tveimur perlum enn eftir
Þorstein Erlingsson:
“Ekki er margt sem foldar frið
fegurð skarta lætur,
eða hjartað unir við
eins og bjartar nætur.”
“Bundinn gestur að eg er,
einna bezt eg gleymi,
meðan sezt á sumri hér
sól í vestur heimi.”
Þetta held eg a& sé óaðfinnanleg
list; þráðbein og rökrétt hugsun i
gullfögrum búningi. Þessi örfáu
sýnishorn, sem hér hafa verið tekin
upp eru ekki þúsundasti partur úr
fegurstu perlum islenzkrar ljóðlist-
ar. Eg veit að sutoir hafa viljað
lita svo á að Egill Skallagrímsson
væri mest og bezt skáld fyr og sið-
ar, en geta má þess að eg er ekki á
því að hann hafi ort “Höfuðlausn”
á einni eða jafnvel hálfri nóttu.
Sagnfræðilegar fullyrðingar eru
yfirleitt varhugaverðar; eg legg
ekki trúnað á slikt. Það lætur að
líkum að margir menn og konur á
landnámsöld hafi verið vel skáld-
mælt víðar en í Kveldúlfs-ættinni.
Með kærri kveðju,
M. Ingimarsson.